Lögberg - 16.11.1950, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.11.1950, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. NÓVEMBER, 1950 ÁRNI G. EYLANDS: í ÁRNASAFNI Þessa ágælu hugvekju, sendi höfundur Lögbergi með flug- pósli úr Reykjavík. og skal hon- um slíkl að makleikum þakk- að. — Ritstj. í janúar talaði ég eitt sinn um daginn og veginn í útvarpið og minntist þá á Árnasafn. Á eftir var mælst til þess við mig að birta þann kafla erindisins á prenti. Af því varð þó ekki því, að úr annari átt var mér bent á að rétt væri að forðast blaða- skrif um málið eins og þá stóðu sakir. Nú sé ég að sú þögn er rofin af Dönum sjálfum, og finnst mér þá ekki úr vegi að fram komi hvað íslenzkum mönnum detti í hug er þeir koma í Árnasafn og sjá hve illa það er varðveitt og ótryggilega. — Geri ég ráð fyrir að fleirum fari sem mér. Eitt sinn var ég staddur í Chicago. Kunningi minn, góður íslendingur, en einnig mikil- virkur og mikilsvirtur Banda- ríkjaþegn vildi sýna mér eitt- hvað stórt, en eins og kunnugt er telja Bandaríkjamenn ýmis- legt stórt hjá sér, svo að aðrir þurfa ekki við þá að etja í því. Landinn fór með mig í banka einn og sýndi mér vönduðustu og mestu kjallarahurð í heimi, í dyrum peningageymslu bank- ans. Hún var eitthvað um metra á þykkt, og læsingar og gróp og galdraútbúnaður að sama skapi. Ekki man ég tölurnar sem dyra- vörður þessa musteris mammons romsaði upp fyrir okkur, en allt var það meira en í Búnaðarbank anum, það man ég með vissu, þótt mikið sé nú af honum látið og kjallara hans, miðað við vora staðhætti. Þegar ég var unglingur átti ég því láni að fagna að njóta nokkr- ar vikur tilsagnar hins mikla málfræðings, Guðmundar heit- ins Þorlákssonar frá Frostastöð- um í Skagafirði. Hann var flest- um öðrum íslendingum kunn- ugri Árna Magnússonar bóka- safninu í Kaupmannahöfn. Ég man með hverri lotningu vér unglingar hlustuðum á frásagnir gamla mannsins um hinar gömlu skinnbækur óg skjöl. — Full- yrðingar Guðmundar um að mjög margt af því tagi hefði Árni Magnússon fengið að láni og ekki skoðað sem sína eign og því merkt það með bókstöfun- um sk., sem þýddu „skilist". Það hefði því verið fjarri öllum hugsanlegum sanni, að Árni hefði með réttu ráði, gefið Hafn- arháskóla þetta allt á banadægri, án skilyrða og gert sjálfan sig þannig með ráðnum hug að van- skilamanna. — Þótt sárt sé að vita öll handrit og bækur, sem Árni Magnússon hafði í fórum sínum á erlendum höndum og skoðað sem varanlega eign er- lendrar stofnunar og manna, hefir það löngum deyft sársauk- ann, að vér höfum orðið að við- urkenna að óvíst hefði orðið um örlög margs af þessu, ef Árni hefði ekki safnað því og flutt úr landi, og þrátt fyrir hið mikla slys, sem þar steðjaði að safninu, höfum vér íslendingar ókunn- ugir málavöxtum alltaf trúað því sem sjálfsögðum hlut, að í Kóngsins Kaupmannahöfn væri safn Árna Magnússonar vel og örugglega geymt. Er ég einn af þeim mörgu seku, sem oft hafa komið til Hafnar en alltaf vanrækt þá altarisgöngu að sjá safn Árna Magnússonar. En í huga mínum hefir það verið geymt þar í helgum steini og svo traustum, að óhugsandi væri að neitt minna en atomsprengj- Bn*. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Rovaízos Flower Shop Onr Speelaltles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS MU» K. ChrUtle, Proprletreu Formerly wíth Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA ur gætu grandað því. í huga mín um hafa dyr og hurðir að þeim helgidómi verið engu minni eða órammgjörari heldur en kjall- arahurðin í Chicago, fyrir kór- hvelfingu mammons, er ég sagði frá áðan. Hér um daginn varð það loks að framkvæmd hjá mér að fá að líta inn í safn Árna Magnús- sonar. Hóflega ratandi um slóð- ir Hafnar fann ég brátt húsið, gamla múrsteinsbyggingu all- stóra en ekki ásjálega. Ekki brá mér við það, því að fornt yfirlit mátti vel hæfa safni Árna. Er inn kom og ég spurði dyra- og frakkavörð nánar um leið til Jóns Helgasonar prófessors, var mér sagt að ganga beint af aug- um inn í gegnum bókaskála einn mikinn og þá kæmi ég að dyr- um Jóns og Árnasafni. Þarna var hátt undir loft og bækur á tveimur hæðum, þótt í miðjum skála væri opið upp úr til rjáf- urs. En mér brá nokkuð er ég sá að gólf og allar milligerðir og hyllur voru úr tré og svo þakið innanvert. En skálagólfið er fljótt stikað, og ég stóð við dyrnar sem á stendur með lat- ínu stafsetningu Safn Árna Magnússonar. Hurðin var hvorki mikil né traustleg, harla ómerki leg tréhurð á engan hátt úr völd um viði, einfaldasta gerð af spjaldahurð. Ég knúði dyra og lauk upp, og nú stóð ég í helgi- dóminum, sem mig hafði svo oft dreymt um í fullri vöku. Fram- undan er gaflveggur hússins og hyllur um hann þveran með handritum og nú sá ég að Árna- safn er að húsakynnum aðeins eitt herbergi afþiljað með ó- merkilegu timburþili frá aðal- bókasalnum og þvert yfir hann eins og eitt stafgólf í enda mik- illar baðstofu. Mér datt í hug gamal baðstofan í Viðvík og Litla-húsið, þar sem talið var í ungdæmi mínu að enn eymdi eftir af viðum og umbúnaði frá því er Espholin sat og reit ár- bækur sínar. Ég reyni ekki að lýsa því er ég sá og fann í Árnasafni þá litlu stund, er ég stóð þar við. „Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum“ — segir Jón Helgason í hinu glæsilega og niðþunga kvæði sínu: í Árnasafni. — Vel er um allt gengið, ekki vantar það, en hrelldur gekk ég út það- an og þó með þakksemd í huga fyrir að hafa séð og handleikið nokkrar gersemar íslenzks anda. Séð handaverk liðinna alda þeg- ar verkið var meira en eining og tímakaup, þegar vinnugleðin veitti þolinmæði og mótaði af- köstin — lýsti handrit og bréf. En þakklætiskennd mín var einnig mörkuð þeim hrolli, sem getur gripið mann við síðustu forvöð og á fremsta hlunni. — Á morgun er Árnasafn ef til vill ekkert nema öskuhrúga. Ein eldspýta, sem óvart fellur úr hendi. Elding sem slær niður. íkveikja frá rafleiðslu. Ekki þarf meira til svo að Árnasafn brenni öðru sinni. í stuttu máli: hvernig má slíkt vera, að slíkt safn sem Árnasafn, skuli vera svo úr hófi gálauslega geymt í eldhættu við útvegg. Það er meginatriði. Hitt er minna og þó minnisvert, að því skuli ekki vera meiri sómi sýnd- ur en svo, að safnið er aðeins eitt herbergi, sem um leið er vinnuherbergi þess, sem safnið annast og þeirra, sem þangað þurfa að líta og leita. Og ekki er nú minningu og „gjöf“ Árna Magnússonar meiri sómi sýndur af Háskólanum í Kaupmanna- höfn en svo, að bækur Árna aðr- ar en handrit eru dreifðar um allt háskólabókasafnið eftir efni og niðurröðun, en eru ekki varð- veittar sem4 sérdeild í safninu, gætir þeirra því að engu og eng- inn, sem skoðar Árnasafn verð- ur þeirra var. Ekki veit ég hvort að sérstök skrá er til yfir þær, og ekki veit ég hvort að Flat- eyjarbók er geymd í konunglegu bókhlöðunni. Sem leikmanni á þessu sviði finnst mér það sann- arlega mikið atriði í viðræðum íslenzkra menntamanna og ís- lenzkra yfirvalda við Dani, um endurheimt Árnasafns og eðli- legan heimflutning þess, er sam- eignarbúið dans-íslenzka er gert upp að fullu og í bezta bróðerni, hve ömurlega er nú að Árna- safni búið og það gálauslega geymt, eyðileggingu auðveld- lega ofurselt ef hversdagslegt slys ber að höndum. En þá er þess að minnafst og spyrja: Hver undirbúningur er hér heima fyrir til þess að taka á móti Árnasafni? Ekki má minna vera en að yfir það verði byggt sérstakt hús á Háskóla- lóðinni. Lítið fagurt hús — „musteri“ — en umfram allt eld, jarðskjálfta og rakatraust. Það ætti ekki að kosta meira en bjargálna manna íbúðarhús kosta nú í Reykjavík, og til þeirr ar byggingar vill vonandi hver einasti íslendingur, sem kominn er til vits og ára gefa pening, beint eða óbeint. En ef að svo illa skyldi nú úr rætast, sem ég ógjarnan vil trúa, að Árna- safn eigi ekki heimvon í bráð þá verður það sannarlega að vera verk íslenzkra manna að hnippa svo við Dönum að Árna- safn fái án tafar önnur húsa- kynni og öruggari heldur en nú er. Húsakynni, þar sem safninu er óhætt, á hverju sem gengur á venjulegum friðartímum og þó eitthvað bjáti á umfram það. Og um leið virðuleg húsakynni sem hafa upp á starfsskilyrði að bjóða, varðandi umhirðu safns- ins og notkun. Ef ekki fæst úr bætt á annan hátt vildi ég sem lítill liðsmað- ur er stendur álengdar fjarri stinga upp á því að íslendingar byggi sómasamlega yfir Árna- safn í Kaupmannahöfn. Og er til of mikils mælst þótt bókum Geislahitun er í tvö íbúðarhús hér í bænum hefir verið sett svonefnt geislahitunarkerfi til upphit unar á þeim, í stað hins venjulega miðstöðvarkerfis, sem hér hefir tíðkast. Munu íslenzkir verkfræðingar vera á eitt sáttir um, að geislahitunarkerfin m u n i nú fara að ryðja sér veru- lega til rúms hér. Nú eru aðeins fáein hús hér á landi búin þessum kerfum. Það sem einkum vekur eftir- tekt, þegar komið er í hús, sem hafa geislahitunarkerfi, er að þar sjást hvergi hinir leiðigjörnu miðstöðvarofnar og hitinn í her- bergjunum er öðruvísi en mað- ur á að venjast. Geislahitunarkerfinu er komið fyrir í lofti herbergjanna. Þar er hitalögnin lögð um leið og loftið er steypt. — Hitinn streym ir því beint niður í gegnum steypuna. Húsin tvö er hér um ræðir eiga þeir Gústav A. Pálsson verkfræðingur og Jakob Guð- johnsen verkfræðingur. Hafa því tveir verkfræðingar riðið á vaðið hér, við að taka upp geisla hitun í húsum sínum. Félagið Geisláhitun h.f., sem er nýlega stofnað, hefir sett þessi tæki upp í húsin tvö og raunar í önnur hús líka hér á landi, er síðar verður vikið að. í gærdag bauð félagsstjórnin blaðamönnum að sjá og skoða geislahitunarkerfi í húsi Jakobs Guðjohnsen, að Kvisthaga 14. Þar gaf stjórnin ýmsar þær upplýsingar um hitunarkerfi þetta, er hún telur að verulegu máli skipti. Hér virðist vera um að ræða það hitunarkerfi fyrir hús af öllum stærðum og gerð- um, sem notað verði almennt er fram líða stundir. Lílilsháttar samanburður. Við geislahitun er lofthitinn í Árna Magnússonar verði safn- að saman og þær varðveittar með Árnasafni en ekki faldar innan um tugþúsundir annarra bóka. Hlustendur góðir. Ég hefi hætt mér út á þá braut að ræða mál sem ég hefi enga sérþekkingu á og aðeins augnabliks kynni af, ef glöggt er reiknað. En ég vona að ekkert sé ofsagt, og ég finn að hér horfir öðruvísi við en allur fjöldi íslenzkra manna og kvenna hyggur að vera muni. Fleirum mun fara sem mér að þeir eiga ekki á slíku von. Þeir voru sem ég of fáfróðir og of lítið kunnugir við Eyrarsund til þess. Hversu sem fer um Árnasafn, verða alltaf bókfellin gömlu hluti af íslenzku þjóðinni, lífs- kjörum hennar í sæld og eymd. Þar eru stuðlaberg og fossaföll vorrar tungu. „Hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu — Uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu“ segir Jón Helgason og með sanni. Á. G. E. herbergjunum minni en við eig- um að venjast við venjulégt mið- stöðvarkerfi. Þetta er bæði þægi- legt og heilsusamlegt, fólk þreyt ist síður við vinnu og verður ekki eins næmt fyrir ýmsum kvillum, t. d. kvefi. Það er og sannreynt, að plöntur þrífast miklu betur við geislahitun en nokkra hitun aðra, og það sem plöntunum er hollt er mönnun- um einnig hollt. Við miðstöðvarhitun leitar kalda loftið niður en heita loftið upp og getur orðið allt að 10 gráða hitamun efst og neðst í herberginu. Með loftinu þyrlast upp ryk, en af því stafar óholl- usta og sóðaskapur. Þessu er ekki til að dreifa við geilsahit- unina, því þar er hitinn jafnari og loftstreymi hverfandi lítið. Geislahitunin er mjög að fær- ast í vöxt, enda eru kostir henn- ar ótvíræðir. Fyrir stríð voru 1000 hús í Bandaríkjunum geisla hituð, en nú eru þau 35000. í Boston einni er verið að byggja 15000 geislahituð einbýlishús, einnig kirkju, verksmiðjur, skóla og fleiri opinberar byggingar. Málsvari friðar og mannréttinda Þótt hræði þig heimskan og lýgin, og hati þig kúgunar valdið, og rægi þig þrællyndu þýin færð þú allri virðingu haldið, sem fremstur, — mun framtíðin sanna, — í flokki hinna vitrustu manna. Þú heldur uppi hetjanna merki, sem hugsjónir frelsisins vörðu, með eldmóði í orðum og verki, til eflingar guðsríki á jörðu, ert ljósberi hins lifanda og sanna leiðtoga kristinna manna. Og vonandi verða þeir fleiri, sem vissir í trú þeirri standa, að guðlegur máttur sé meiri, mannkynsins ógnandi fjanda, því höggormsins höfuð skal merja sú hönd sem á guðsríki að verja. Hjörtur Brandsson að ryðja sér til rúms á íslandi , Geisllahilun. t Geislahitunin er án efa at- hyglisverðasta hitunaraðferðin, sem enn er kunn. Heitt vatn (og stundum heitt loft) er látið renna um innmúraðar pípur í lofti og veggjum húsanna og geisla þær frá sér hita út í her- bergin. Við geislahitun er það ekki loftið í herberginu sem flytur með sér hitann, og má því not- ast við mun kaldara vatn í hita- pípunum en nauðsynlegt er í venjulegu miðstöðvarkerfi, eða 30 til 50 gráður í stað 60 til 85 gráðu. Geislafletirnir þurfa ekki að vera nema 30 gráðu heitir til þess að hitinn í herberginu verði þægilegur. Venjulegast er loft- ið í herbergjum notað sem geislaflötur. Því þaðan falla geislarnir óhindraðir í allar átt- ir, sumir skáhallt á veggina og endurkastast þaðan, aðrir á hús- muni og hita þá. Veggirnir eru óheppilegri geislaflestir, af eðli- legum ástæðum. Kostnaðarhliðin. Það er ekki ástæðulaust að geta þess, að ofnar og pípur í venjulegt miðstöðvarkerfi kosta rösklega tvöfalt meira í erlend- um gjaldeyri en pípur í geisla- hitun. Uppsetning geislahitunar- kerfisins er um það bil 10% dýr- ari, en hins vegar er hitakostn- aðurinn að minnsta kosti 30% minni. Félagið Geislahitun h.f. var stofnað 25. sept. s.l. Formaður félagsstjórnar er Axel Kristjáns- son, framkvæmdastjóri, með- stjórnendur Benedikt Gröndal, verkfræðingur og Jóhann Páls- son, pípulagningameistari, en framkvæmdastjóri Aðalsteinn Jóhannsson, vélfræðingur. Tilgangur félagsins er að framleiða tæki til geislahitun- ar, verzla með þau og annast uppsetningu þeirra. Hús búin geislahilun. Geislahitunarkerfi hafa þegar verið sett í nokkrar byggingar hér á landi, t. d. nýja Klepps- spítalanum, Rannsóknarstöðina á Keldum, heilsuhælið að Reykjalundi, barnaskólann á Akranesi og Þjóðminjasafnið. Verið er að setja geislahitun í nýja Iðnskólann og póst- og símahúsið í Hrútafirði og á þessu sumri hefir geislahitun verið sett í tvö íbúðarhús. Hér á landi hefir því fengist nokkur reynsla, fyrir geislahituninni og hafa kostir hennar komið mjög greinilega í ljós. —Mbl. 13. okt. Ríkisstjórnin leggur fjórlaga- frumvarpið fyrir Alþingi Reklstrarafgangur áætlaður 41,1 milj. kr. og hagstæður greiðslu- jöfnuður 5,2 mil. kr. Á fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar, sem útbýtt var á þingfundi í gær, eru heildarnið- urstöðutölur á rekstraryfirliti á- ætlaðar 287.387.064 kr. og rekstr- arafgangur 41.100.323 kr. Á fjárl. frv. í fyrra var tilsvarandi upph. 263.607.619 kr. og rekstrarafgang ur 37,786.553, en varð í fjárlög- um yfirstandandi árs 298.333.919 kr. og rekstrarafgangur 36,267. 946 kr. Hér er því gert ráð fyrir 10 miljóna króna lækkun á rekstr- aryfirliti og um 5 miljóna auk- inn rekstrarhagnað. Á sjóðsyfir- liti eru niðurstöðutölur 292.347 064 kr. og hagstæður greiðslu- jöfnuður 5.216.796 kr. Á frv. í fyrra var niðurstaðan á sjóðs- yfirlitinu 266.117. 619 og hag- stæður greiðslujöfnuður 4.572 748 kr., en var á fjárlögum yfir- standandi árs 300.843.919 kr. og hagst. greiðsluj. 2.360.440. Hér er því einnig um að ræða lækk- un á útgjöldum frá því sem nú er á fjárlögum og aukinn hag- stæðan greiðslujöfnuð. 2.562. 000, en er í fjárlögunum 3.658.000 kr. Til vitamála og hafnargerða 7.158.992 kr., en er í fjárlögum 8.835.000 kr. Til flugmála 2.228.147 kr., en er í fjárlögum 2.238.698- kr. Til kirkjumála 4.424.441 kr„ en er í fjárl. 3.374.850 kr. Til kennslumála 38.820.172 kr., en er í fjárl. 32.745.189 kr. Til bók- mennta, lista og vísinda 4.368.291 kr., en er í fjárl. 3.838.347 kr. Til landbúnaðarmála 25.760, 075 kr., en er í fjárl. 23.805,630 kr. Til sjávarútvegsmála eru áætl- aðar 3.713.244 kr., en er í fjárl. 8.088.450 kr. Til iðnaðarmála 726.220 kr., en er í fjárl. 811.220 kr. Til raforkumála 4.322.689 kr., en er í fjárl. 4.600.000 kr. Til félagsmála 27.806.783 kr., en er í fjárl. 27.687.310 kr. Til heilbrigðismála 18.737.711 kr., en er í fjárl. 15.841.162 kr. Til dómgæzlu og lögreglu- starfa eru áætlaðar 15.958.035 kr., en er í fjárl. 13.188.885. —- Kostnaður við opinbert eftirlit Einstakir gjaldliðir. Til vegamála er lagt til að veita 25.734.666 kr., en var á fjár- lögum yfirstandandi árs 26.527. 500 kr. Til samgangna á sjó, áætlun- arferða póstsstjórnarinnar, ferða skrifstofunnar o. fl., er áætlaðar er áætlaður 1.136.553 kr., en er í fjárl. 943.480 kr. Kostnaður vegna innheimtu tolla og skatta er áætlaður í frv. 6.875.610 kr. en er í fjárl. 5.686, 612 kr. og kostnaður við stjórn- arráðið, sendiráðin o. fl. 8.969, 261 kr., en í fjárl. 8.503.306 kr. —Mbl. 12. okt. Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence YourBusiness Traininglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 695 SARGENT AVT. WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.