Lögberg - 16.11.1950, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.11.1950, Blaðsíða 7
7 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. NÓVEMBER, 1950 HIÐ EINA Ræða séra Sveinbjarnar Högnasonar við setningu Alþingis í fyrradag Texti: Matth. 6. 33.—34. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis og þá mun allt þetta veitast yður að auki. Verið því ekki áhyggjufullir um morgundaginn, því að morgundagurinn mun hafa sínar áhyggur. Hverjum degi nægir sín þjáning. „Ég er þess sannfærður, að góðum manni fær ekkert grand- að“, sagði einn spekingur forn- aldar, sem ógnað var með dauða óg tortýming, af skammsýnum veraldarhugsandi mönnum, og þótti víst þá lítil speki af þeim, er á hlýddu. Og það er hið sama, sem fyrir Jesú vakir, er hann flytur þau orð og þá boðun, sem ég las hér að texta. Og sjálfsagt hefir mörg um heimsmanni þá og nú fund- ist þau nær því að vera hneyksli og heimska, en að geta talist til þeirra æðstu lífssanninda, sem boðuð hafa verið. — Að leita fyrst guðsríkis, þegar þarfir jarðnesks ríkis vors og tíman- legrar velferðar kallar að á öll- um sviðum. — Það mun vissu- lega láta mörgum annarlega í eyrum enn í dag, af þeim, sem telja sig vitra á veraldarvísu, svo að ekki sé sterkara að orði kveðið. — Er það ekki það, sem fjölmörgum finnst, að máske megi eitthvað um hugsa, þegar ekkert er annað, sem kallar að? Og eru ekki þessi orð fyrst og fremst ætluð þeim, sem fátt höfðu um annað að hugsa eða öðru að þjóna. Nei. Þau eru flutt til manna, sem höfðu á- hyggju af hversu þeir gætu full- nægt þörfum daglegs lífs, — af hverju þeir ættu að fæðast og klæðast, hvernig þeir ættu að verjast kúgun og undirokun, — og hvernig þeir ættu að vera ó- ■hultir um hag sinn og líf sitt. Fyrir fótum Jesú í fjallshlíðinni situr hópur manna, sem herjaðir voru í huga af mörgum og stór- um áhyggjum daglegs lífs, — eins og það fer hörðustum hönd- um um veraldlegan hag manna. Og fyrir innri sjónum hans blasir sjúkur og sár heimur. Spillt og harðdrægt heimsveldi, með öll einkenni upplausnar og hnignunar, sem veraldleg vel- gengni hafði búið því. Ofbeldi og hernaðarhugur héldu flestum öðrum þjóðum í áþján og ótta, — en innan að voru allar and- legar stoðir að bresta, — fúna og grotna. — Trúarbrögð í upp- lausn, — lífsskoðanir á reiki og barátta og ofsóknir milli skoð- ana og stefna um svo að segja hvern hlut. Þannig var það sjónarsvið sem við Jesú blasti, er hann varaði við áhyggjum þessa heims og bauð að snúa leið og þjónustu fyrst og fremst að guðsríki. — Því ríki, sem er hið innra í sál- um okkar mannanna. Því ríki, sem á réttlæti, frið og fögnuð hins innra manns að hornstein- um, — og vex og blómgast fyrir hulinn mátt og helgan kraft í mannlegum sálum. Hann vildi fá hjörtu mann- anna til að brenna, — brenna í . i ast til guðs og manna, — brenna í eldlegri þrá hinna háleitustu hugsjóna, sem yfir leiðum okk- ar skína, — brenna í eldmóði þeirrar trúar, sem skynjar smæð þess efnislega og ytra, — en tign, veldi og mátt þess and- lega og eilífa. Brenna í þrá eftir að vilja rétt og gera rétt. — Sál- artjónið og grotnun hins innra manns, er eitt, sem óttast ber. — Já, „hvað stoðar það manninn, þótt hann ynni allan heiminn, ef hann bíður tjón á sál sinni?“ Þannig spyr sú lífsskoðun, sem Jesú flutti — og þannig spyr hún enn í dag. Og máske er aldrei meiri ástæða til að íhuga þá spurningu en einmitt nú með þessari kynslóð. Upp ^tf lífsskoðun kristindóms ins, hefir sprottið ein hin merk- asta og voldugasta menningar- alda, sem risið hefir í mann- heimi, þótt annarleg og óskyld öfl hafi oftast nagað rætur henn- ar. Hún hefir fóstrað og fætt hugsjónir mannhelginnar og hverskonar mannréttinda, — hugsjónir frelsis, jafnréttis og eilífðargildis hverrar mannssál- ar. — Og í skjóli hennar hafa vaxið fram þær mestu ytri framfarir, og sigrar yfir efnisheiminum, sem enn hafa þekkst. — En það virðist hafa farið hér eins og oft áður, að menn hafi gleymt uppsprettunni, sem af var ausið, — þegar mönnum fannst í svip, að þeir þyrftu hennar eigi leng- ur með og að annað gæti full- nægt í svipinn, og svo er kropið að saurugum lindum, sem sýk- ingu og spillingu valda. — Og það er ekki því að leyna, að menn eru teknir allvíða að ótt- ast um þau verðmæti, sem innstu lindir menningar okkar hafa veitt, hversu þau verða varð- veitt, — enda jafnvel horfin sumsstaðar, — og víðast hvar er komin vörn en ekki sókn, við að ná til hæða þeirra hugsjóna, sem kristin menning hefir alið. Aldrei hafa máske fleiri og voldugri upplausnaröfl verið að verki í lífsskoSun vorri og menn ingu. Aldrei meira treyst á of- beldi og ytra vald andans og vopna, — ráðleysi og áhyggjur aukast meðal manna og þjóða, — og háskalegar lífsskoðanir berj- ast um sálirnar og leita út á auðnir og vegleysur, sem allir hugsandi menn og konur óttast hvar enda muni. Það, sem þjáir oss mest, og veldur mestum erfiðleikum og áhyggjum með þjóð vorri og um heim allan, það er ekki fyrst og fremst skortur ytri efna, tæki- færa aðbúnaðar, — um það stönd um vér öllum kynslóðum betur að vígi, ef vér kunnum með að fara. Það er hitt, sem að er, að erfiðleikarnir liggja í oss sjálf- um. Menn eru reikulir í ráði, andlega séð. Þeir láta hrífast af blekkjandi öflum, sem á yfir- borðinu eru, — þeir eru sljóir, að velja sér lífsskoðanir, — og þeir láta glepjast við að velja sér þá andlegu leiðsögn, sem færir frið í sálirnar, — gefur lífi þeirra innihald, festu, ham- ingju og gleði. — Þeir eru sjúkir á sál af heimshyggju, — og á- hyggjur hennar og umsvif eru að svipta þá lífskrafti, og starfs- gleði. — Það hefir hingað til, það ég veit bezt, ekki tekist neinni þjóð, að halda velli, hvað þá að blómg- ast og styrkjast, ef innri and- leg upplausn hefir gripið hana, — ef hún hefir glatað guðstrú sinni, horfið frá andlegum hug- sjónum sínum og fellt yfir sig asklok efnishyggjunnar og brauð stritsins eins. Þetta ætti okkur nútímakyn- slóðinni jafnvel að vera aug- ljósast allra. Þar sem mörg dæm in eru fyrir augum okkar. Og máske er engri þjóð meiri nauð- syn að skilja það en okkur. — Ríki vort er máske hið eina í veröldinni, sem ekki styðst við vopn og vald til að halda því saman og vernda það frá voða. Þar er ekki á annað að treysta en göfgi og þroska hvers ein- staklings. Skilning hans og rétt- sýni um þjóðarhag, sem verður að setjast ofar öllum stundar- hag hvers einstaks manns, ef þjóðin á að lifa og dafna. — Þar verður hver einstaklingur, að muna hvatningu skáldsins, sem kvað: „Þér Islandsbörn, þér muna megið eitt, að móðir vor á rétt, sem ei má hrjá./Hvers einstaks vild ei vega má þar neitt,/né vinsemd, óvild, basl né hokur- stjá./Allt slíkt er smátt, oss mikil helg og há/er hugsjón þjóðar,— framtíð ættarlands. Sú hugsjón og framtíð, hún byggist fyrst og fremst á innra gildi og göfgi okkar sjálfra. Á göfgi hugsjónanna, sem vér öl- um með oss, — á styrkleika og fórnarlund þeirrar trúar, sem vísar oss veg. — Hún byggist á þjónustu vorri og hollustu við það guðsríki og réttlæti þess, sem Jesús boðaði, hið innra í sálum vorum. Fortíð þjóðar okkar segir þá einnig sína sögu í .þessum efn- um. Hún byggist hvorki á ytra valdi, vopnum eða veraldar- auði. — I gegnum margar myrk- ar og erfiðar aldir, í fátækt, 1 áþján og hverskonar ytra um- komulaysi varðveitti þjóðin þá innri glóð heilbrigðrar og styrkr- ar trúar, sem hún kvað af sín sólarljóð í sorta og næðingum aldanna, sem yljar sál vorri enn fram á þennan dag, — og þann- ig skóp hún sér andleg verð- mæti, sem eru okkur dýrri arfur en allur veraldarauður, — og gert hafa meir til verndar þjóð- arsálinni og styrktar þeim sigr- um, sem síðan hafa unnist, — en öll ytri aðstaða, auður eða vopnaðar hersveitir. Vér þurf- um þar ekki lengur að leita til að skynja það afl, sem undir sló. Styrka lífsskoðun, trú á sig- urmátt hins góða og traust til hans, sem sigurinn gefur. Og ég held, að oss væri hollt, a. m. k. endrum og eins, að beina þeirri spurningu til vor: Hvaða tilverurétt eigum vér áfram, — og hvernig fáum vér lifað, sem frjáls og óháð menningarþjóð, ef vér svíkjumst sjálf um að Selkirk, 25. okt. 1950 Almennur söknuður var og er án efa hjá íslenzku þjóðinni á hverju hausti þegar menn sáu að svanirnir voru að hópa sig saman til burtferðar, vanalega sungu þeir þá á sinum skærustu nótum á flugi suður yfir heiðar og há fjöll á leið til heitari landa. Á sama tíma og svanir íslands yfirgáfu hin sumarsælu veiði- vötn, barst til okkar Selkirkbúa Svanasöngur úr norðri, sem tek- ur öðrum svanasöng fram. Þjóð- hátíðar-söngflokkur Nýja-ís- lands kom til að skemta okkur, undir stjórn Jóhannesar Páls- sonar. Án efa er hann einn af okkar mörgu ungu, íslenzku lista mönnum, söngstjóri ágætur og fiðluleikari með afbrigðum. Þeg- ar tekin er til .grein vegalengd sú, sem söngfólkið varð að fara til söngæfinga, alla leið norðan frá Víðir og suður til Gimli, má segja með sanni, að fáir munu fremri vera Jóhannesi Pálssyni, að geta á 5 vikum æft flokk sinn svo prýðilega sem raun bar vitni 7. ágúst síðastliðinn á Gimli. Þann 16. þessa mánaðar heim- sótti okkur leikflokkur Norður- Nýja-Islands. Og sýndi hann Or- astuna á Hálogalandi i Selkirk að kveldi þess 16. þessa mánaðar. Leikflokkurinn var dáður af öll- um er viðstaddir voru. Allir leikendurnir skildu hlutverk sín prýðilega vel, og sér í lagi settu þeir sig mjög vel inn í persónu- gerfi þeirra, sem þeir voru að leika. Þar sannaðist að stórt má gera úr litlu. Efni leiks þessa er heldur fyrirferðarlítið. En snild er hvað leikflokkurinn get- ur gjört það áhrifamikið, enda munu margir þeirra vera vanir leikarar. Ég hygg, að engin skemtun væri betri á íslendinga degi okkar næstkomandi sumar, en sú að fá þennan leikflokk til að æfa og sýna þar fallegan sjón- leik. Það væri heilnæmara en skjallræðurnar um okkur Is- lendinga, sagðar af okkur sjálf- um. Sömuleiðis tel ég víst, að hátíðanefndin fái söngflokkinn áminsta til að skemta þann dag. Ný-íslendingar eru búnir að sýna að þeir eru á undan öðrum bygðum. Með öðrum orðum, þeir eru fyrirmynd að viðhalda þess- um fögru listum. Hlutur íslands 16,2 miljónir dollara tró Marshallstofnuninni standa vörð um þá lífsskoðun og þá trú, sem virðir mannhelgi og manngöfgi öllu valdi og vopnum ofar, og sem boðar frelsi, jafn- rétti og bræðralag, sem grund- völl allra mannlegra viðskipta og sambúðarhátta, — og sem metur mannssálina meira en all- an veraldarauð. — Ég fæ ekki betur séð, en það, að þessi lífs- skoðun fái að sigra og ríkja með oss og öðrum þjóðum, að það sé alveg frumskilyrði þess, að vér getum gert oss nokkra von um það, að fá að lifa frjáls og óháð í landi voru — fáum að ráða lífi voru og örlögum, — fáum að erfa land vort fyrir oss og niðja vora um ókomin ár. Og jafnframt er hún það eina, sem fær fullnægt þrám og þorsta þeim, sem innst býr í mannleg- um hjörtum eftir endurlausn og friði úr ytri álagaöflum og á- hyggjum, sem daglega herja líf okkar allra. — Um það vitnar kristin trúarsaga og trúarljóð skýrum stöfum. Það er vissu- lega rétt, sem skáldið segir: „Ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi, er hún ber, — er betra að vanta brauð“. Páll postuli sagði: „Trú vor er siguraflið, sem hefir sigrað heim inn“. Og það mun sannast mála, að öll velferð vor og jafnvel líf vort er undir því komið, að sú sigurför haldi áfram, og að það verði aldrei önnur öfl, sem fá þar yfirhönd. Því orti Matth. hina brýnu sigurjátningu trúar sinnar er hann segir: „Ég trúi á guð, þótt titri hjart- að veika/ og tárin blindi augna minna ljós./Ég trúi, þótt mér trúin finnist reika/ogtitra líkt og stormi slegin rós./Ég trúi, því að allt er annars farið,/og ekk- ert, sem er mitt, er lengur til./Og lífið sjálft er orðið eins og skarið/og ég sé varla handa minna skil“. Þannig kgnnir sagan oss, að farið hefir um menn og þjóðir, sem glötuðu trú sinni, — létu myrkvast fyrir ljósið að ofan og gáfust upp í leitinni að guðs- ríki, og því réttlæti, sem það boðar. — Þar varð „lífið eins og skarið“, — og ráð manna svo reikult, að þeir sáu ekki handa sinna skil. — Og þetta er því miður, sú ægilega staðreynd, sem nú blasir við alltof víða, í lífi manna og þjóða. Háttvirtu fulltrúar þjóðar vorrar! Þér gangið nú til hinna vandasömu og ábyrgðarmiklu starfa yðar, að vísa þjóð vorri veg, á viðsjálum og hættulegum tímum í lífi hennar. — Ekkert 4 milj. dollara frá greiðslu- bandalaginu. í lok ágústmánaðar s.l. nam heildarupphæð sú, er ísland hafði fengið í framlögum frá efnahagssamvinnustofnun Bandaríkjanna síðan Mars- halláætlunin tók til starfa í aprílmánuði 1948, samtals 16,2 miljónum dollara. Þessi upphæð sundurliðast þannig: Framlög án endurgjalds 7,5 millj. dollarar. Lán 4,3 millj. dollarar. Skilyrðisbundið fram- lag (gegn útflutningi á ísuðum fiski til Þýzkalands) 3,5 millj. dollarar. Framlag, sem ekki hef- ir enn verið ákveðið, hvort verða mun lán eða framlag án endur- gjalds 0,9 milljón dollarar. Á tímabilinu frá 3. apríl 1948 til 30. júní 1949, var íslandi veitt okkar undrar, þótt áhyggjur sæki að ykkur, vegna þeirra erf- iðleika, sem framundan blasa. Sumir óttast jafnvel, .að yfir okkur komi þau efnalegu og fé- lagslegu áföll, sem okkar litla þjóð fái vart afborið. Annað er vissulega meira að óttast, — og það eru þrot trúar- og lífshugsjóna þjóðarinnar, sem verið hefir aflgjafi hennar, og vísað veg í gegnum aldirnar. — Þar, sem svo fer högum manna eða heilla þjóða, — er sjaldnast viðreisnar eða endurreisnar von. — Eins og hitt er alveg víst, að trúarstyrka og andlega heila menn og þjóðir fær enginn voði og engir erfiðleikar bugað. — „Góðum manni fær ekkert grandað“. — Hann á það innra afl, sem hverja ytri álagafjötra megnar að leysa. Öll óskar og þráir þjóð vor, að störf ykkar megi sem bezt farnast, — og vér biðjum þess hér í húsi guðs í dag, að hið innra megi sá styrkur með ykk- ur öllum búa, sem léttir áhyggj- unum og leysir krafta til drengi- legra og djarflegra átaka, — og vekur starfsgleði og trúartraust. — Megi sá guð vera með ykkur í verki, sem vakað hefir yfir þjóð vorri í gegnum aldir, — sá guð, sem að sigurinn gefur, þeim, sem af alhug, „leita ríkis hans og réttlætis“, og þjóna hon- um í lífi og störfum. Sú er bæn vor og allrar þjóðarinnar fyrir yður í dag. —TÍMINN, 12. okt. framlög, sem námu alls 8,3 millj- ónum dollara, og sundurliðast þau þannig: Framlag án endurgjalds 2,5 milljón dollarar. Lán 2,3 millj. dollarar. Skilyrðisbundið fram- lag 3,5 milljón dollarar. Frá 1. júlí 1949 til 30. júní var íslandi veitt samtals 7 millj- ónir dollarar og skiptist sú upp- hæð þannig: Framlag án endurgjalds 5 milljónir dollarar. Lán 2 millj. dollarar. Á fjárhagsárinu, sem hófst 1. júlí s.l., hefir ísland fram að þessu verið veitt framlög, er nema samtals 900,000 dollurum, þar af 600,000 dollara í júlímán- uði og 300,000 dollara í ágúst. Ekki er enn ákveðið, hvort þessi framlög verða veitt án endur- gjalds eða sem lán. Óbein aðstoð. Til viðbótar við hin beinu framlög, er nú nema samtals 16,2 milljónum dollara, hefir íslandi verið veitt óbeint framlag frá efnahagssamvinnustofnuninni með meðalgöngu greiðslubanda- lags Evrópulandanna, en Island gerðist nýlega meðlimur þessa bandalags, og nemur framlag þetta 4 milljónum dollara. Er það ætlað til aðstoðar við að koma á greiðslujöfnuði á millí íslands og annarra meðlimaríkja greiðslubandalagsins. Þetta fram lag var veitt í júlí s.l., svo sem áður hefir verið getið. Innkaupaheimildir. Af heildarupphæð þeirri, sem veitt hefir verið í framlögum til íslands, hafði efnahafgssam- vinnustofnunin í lok ágústmán- aðar s.l. samþykkt heimildir fyr- ir innkaupum á ákveðnum vöru- tegundum, samkvæmt umsókn- um frá íslenzku ríkisstjórninni, er námu samtals 15,6 milljónum dollara. 1 ágústmánuði voru innkaupa- heimildir veittar fyrir 252,000 dollurum til kaupa á eftirtöld- um vörum: Hjóladráttarvélar til landbún- aðar 10,000 dollarar. Beltisdrátt- arvélar til framræslu og vega- gerða 19,000 dollarar. Jurtaolíur til smjörlíkisgerðar 15,000 doll. Fernisolía til framleiðslu á máln ingu 8,000 doll. Hveiti til brauð- gerðar 200.000 dollarar. NEW! forYOU. A MODERN PROVINCIAL TELEPHONE DIRECTORY Til þess að auðvelda tilvitnanir I þær upplýsingar, sem simaskr&ln geymir, hefir hún verið fullkomnuð kröfum. samkvæmt nýjustu Hún er nú stærri og lesmáli komið fyrir á þrem dálkum í stað tveggja. Engar auglýslngar eru nú á spjöldunum, og upplýsingar um birgðir og afgreiðslu — hinar flokkuðu Nú er verið að afgreiða nýju gulu biaðsiður, eru I stafrðfsröð aftast i bðkinni. símaskrána, og verður hún fáanleg á næstu simastöðvum. pessar, og margar fleiri umbætur á símaskránni, lúta að þvi að gera slmaþjónustuna sem allra aðgengilegasta. MANITOBA TELEPHONE SYSTEM Þrándur SERVING THE PROVINCE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.