Lögberg - 16.11.1950, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.11.1950, Blaðsíða 6
6 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BILDFELL. þýddi „Ég efast ekki um ágæti Katrínar og virði tilgang þinn, en samt, þegar þú segir að hún sómi sér vel í hvaða stöðu sem er, þá mátt þú ekki, kæri bróðir, gleyma, að hún nýtur ekki meiri viðurkenningar þótt hún beri Beauforts nafnið, heldur en hún nýtur nú“. „En, Robert minn kæri, ég er nú þegar gift- ur henni, og ég get sagt þér að hún hefði al- drei að heiman farið, ef að gifting okkar hefði ekki verið ákveðin. Við giftum okkur sama dag- inn og við mættumst, eftir að hún fór að heiman“. Það lék háðsbros um varir Roberts. „Kæri bróðir minn, það er rétt af þér að halda þessu fram — hver maður í þínum spor- um mundi gjöra það. En ég veit, að föður- bróðir minn gerði allt sem hann gat til að kom- ast að sannleikanum um þessa umtöluðu leyni- giftingu“. „Og þú aðstoðaðir hann í þeirri tilraun hans Er ekki svo, Robert?“ Robert roðnaði í framan. Philip hélt áfram: „Ég átti von á því! Þú gerðir það vissulega. Þú vissir, að ef sannleikurinn kæmist upp, að þá væri úti um góðhug gamla mannsins í minn garð. En ég vilti báðum ykkar sjónar, ha, ha! Sannleikurinn er sá að við giftum okkur svo leynilega, að það mundi nú vera erfitt fyrir Katrínu að sanna að við hefðum gift okkur nema að ég vildi svo vera láta. Ég skammast mín fyrir að hugsa um það, að ég hefi aldrei sagt henni frá því hvar að ég geymi sönnunina fyrir giftinugu okkar. Ég fékk annað vitnið til þess að fara burt úr landinu, hitt hlýtur að vera dautt fyrir löngu, og vinur minn, prestur- inn sem framkvæmdi hjónavígsluna er líka genginn grafar veg. Jafnvel kirkjubókin, sem gifting okkar er skrásett í er eyðilögð, en þrátt fyrir það, þá ætla ég að sanna að giftingin fór fram og hreinsa nafn Katrínar af skugga þeim sem á því hvílir, því að ég hefi staðfesta af- skrift af giftingarvottorðinu geymda á óhult- um stað. Að Katrín sé ógift! Þú þarft ekki annað maður en að líta á hana til að ganga úr skugga um, að svo er ekki!“ Robert Beaufort leit út um gluggann dá- litla stund, en það var sami efablandni svipur- inn á andlitinu á honum. „Jæja, bróðir sæll“, sagði hann, „það er ekki mitt að mótmæla. En ég verð að segja, að þetta er afar einkennileg sagá — presturinn dauður — vitnin finnast ekki, en það er eins og ég sagði áðan, ef að þú ert ráðinn í að láta opinbera giftingu fara fram, þá er það skynsamlegast fyrir þig að halda fast við þessa fyrri giftingar- sögu þína. En trúðu mér, Philip“, hélt Robert áfram, „heimurinn . . . .“ „Fari hann til fjandans! Hvað kæri ég mig um heiminn! Við kærum okkur ekkert um veizluhöld og dansleiki og að bjóða fínu fólki til máltíða. Ég hefi ásett mér að haga lifnaðar- háttum okkar ein§ og að við höfum gjört, nema, að ég ætla mér nú að hafa veiðihunda, sem að ég hefi trassað undanfarið, og jakt, og svo ætla ég að fá góðan prívat kennara til að kenna drengjunum. Philip vill fara til Eaton. En ég veit hvernig að Eaton er: vesalingurinn! til- finningar hans verða máske meiddar þar, ef að aðrir eru eins vantrúaðir eins og sjálfur þú. Það hjálpar ef til vill þessum fyrri kunningjum mínum, þegar þeir frétta að ég hefi 20.000£ tekjur á ári. En að því er kvennafélagsskap snertir, þá gef ég ekki túskilding með gati fyrir kunningsskap neinnar konu, nema Katrínar. vesalings Katrín!“ „Jæja, þú veist bezt, hvað þér er sjálfum fyrir beztu. Þú misskilur mig ekki“. „Kæri Robert, nei. Ég met hversu vingjarn- legt það var af þér — manni, sem vanist hefir ósveigjanlegum siðvenjum og fast settum siða- reglum að koma og heilsa upp á Katrínu (Ro- bert sneri sér óþolinmóðlega við í stólnum) og það jafnvel áður en þú vissir um leynigiftingu okkar, og ég lái þér ekki þó að þú gerðir það ekki fyrr. Þú gerðir rétt í að reyna lukku þína við gamla manninn hann föðurbróðir okkar“. Robert sneri sér aftur við á stólnum órólegri en áður, ræksti sig eins og hann ætlaði að segja eitthvað. En Philip drakk vínið úr staupi sínu og hélt áfram án þess að gefa gaum að bróður sínum: „Þó að gamla manninum virðist ekki hafa fallið neitt betur við þig fyrir að reyna að koma þér í mjúkinn hjá honum, verðum við að bæta upp afskipti þau, sem þú hefir orðið fyrir sam- kvæmt erfðaskránni. Látum okkur sjá — eign- LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. NÓVEMBER, 1950 irnar, sem þú fékkst með konunni gefa þér 2.000£ á ári“. „Aðeins 1500£, Philip, og svo er menntun Arthurs að verða kostnaðarsöm. Hann fer á háskólann að ári. Hann er ágætlega gefinn og ég vonast eftir miklu . . . .“ „Að hann verði okkur öllum til sóma — Það geri ég líka. Hann er prúðmenni, og ég held, að Philip geti lært mikið af honum — Philip er dáðleysis iðjuleys- ingi, en ákaflega skapmikill og skarpgáfaður. Ég vildi að þú gætir séð hann á hestbaki. Jæja, svo við snúum okkur að Arthur aftur. Þú skalt ekki vera hugsjúkur út af menntun hans — ég skal sjá um hana — hann skal fara á Krists kirkjuskólann sem sonur sjálfstæðs fyrir- manns — og þegar hann hefir náð aldri skulum við sjá um að hann komist á þing“. „ Nú skal ég athuga þig, Robert. Ég sel bæði húsin við Berkeley Squar, og það sem fæst fyrir þau skalt þú hafa, og þar fyrir utan skal ég gefa þér 1500£ á ári, auk 1000 pundanna, sem þú nú hefir. Ég segi! bræður eiga að haga sér eins og bræðrum sæmir. — Við skulum koma út og leika við drengina!" Beaufort-bræðurnir gengu út úr húsinu og út í garðinn. „Þú ert fölur, Robert — þið Lundúnamenn eruð allir fölir. Hvað mig snertir, þá hefi ég hestaheilsu: Miklu betri heilsu heldur en ég hafði, þegar að ég lék lausum hala í bænum. Mér hefir aldrei orðið misdægurt síðan að ég datt af hestbaki. Ég held, að ég verði eldgam- all og það er ástæðan fyrir því, að ég hefi ekki gjört neina erfðaskrá“. „Hefurðu þá ekki gjört erfðaskrá?“ „Ekki ennþá, ég hefi ekki til þessa átt mikið til að arfleiða neinn að. En nú þegar allar þess- ar Beaufort-eignir eru komnar í mínar. hend- ur, þá verð ég að hugsa um rétt Katrínar. Ég held, að ég fari á morgun til — og ráðfæri mig við lögfræðing, bæði um erfðaskrána og gift- inguna. Þú bíður eftir giftingunni?" „Ég verð að fara til . . . . annað kveld til þess að koma Arthur í kennslu, en ég skal koma aftur og vera við giftinguna, ef þér er ant um að ég gjöri það: en frú Beaufort er ákaflega siðavönd . . . .“ „Já, mér er annt um að þú komir“, sagði Philip Beaufort alvarlega, „sérstaklega vegna Katrínar, því að þú ert eini náskyldi maður- inn og það liti illa út, ef þú fengist ekki til að vera viðstaddur við svo réttláta athöfn.Að því er konu þína snertir, þá á ég von á, að 1500£ á ári mundi sætta hana við giftingu mína, þó aðég gengi að eiga hverja sem væri, ef að ekki væri að ræða um tukthúslim“. Robert laut höfði, ræksti sig og sagði: „Ég met veglyndi þitt, Philip“. Morguninn eftir, á meðan eldra fólkið sat enn við morgunmatinn, fóru drengirnir út í garðinn. Veðrið var yndislega fagurt, einn af þessum dögum, sem stundum koma seinast í ágústmánuði. Arthur leit í kringum sig og fannst að hann hefði aldrei séð fegurra pláss, og það var í sannleika vel til þess fallið að hrífa aðdáun ímyndunarríks og smekkvíss æskumanns. Fernside-þorpið, þó það væri í einni af sveit- unum sem liggja að Middlesex, þá var það eins nærri Lundúnum eins og áhugasamur veiði- maður vildi vera, en þó fráskilið muggu og reykjarsvælu borgarinnar, eins og það hefði verið í hundrað mílna fjarlægð. Þó að húsið, sem Philip og fjölskylda hans bjó í væri nefnt „Cottage“ (lítið hús) þá hafði hann aukið upp- haflega á húsið, svo að það var all-tilkomumik- ið sveitarsetur. Beggja vega hússins voru súlna- gangar og í þeim og í gegnum þá blöstu við rósa- og jurtabeð; hægra meginn voru fallegir verimireitir og við endann á þeim sást í girð- ingu úr fínum tréþynnum og ganga sem kall- aðir eru rósagangar og voru þar sérstaklega til að byrgja matjurtagarða, sem þar voru rétt við. Grasflöturinn í kringum húsið var renni- sléttur og fagurgrænn og mátti sjá á blettin- um og í kringum hann víðirbúska og blóm, bæði innlend og útlend. Önnur hliðin á blett- inum eða túninu lá ofan að litlu vatni og hinu megin við það stóðu lindi- og sedrusviðartré, sem vörpuðu skuggum sínum á vatmð. Hinu megin aðskildi lá girðing húsgarðinn frá gras- sléttunni, þar sem þrír eða fjórir veiðihestar voru á beit. Það var eitt af þessum húsum, sem bar með sér þokka og fegurð, sem að stærri og meira áberandi hús skortir oft — heimili, sem að sextán ára gestur verður hrifinn af og lítur á með augum skáldlegrar hrfningar. — Fjöru- tíu ára gesti gæti fundist það leiðinlegt og fjári kostnaðarsamt, og sextíu ára gömlum gesti kalt á veturna og fullt af köngulóm á sumrin. Philip stóð og studdi sig við byssu sína; Smith var að elta fiðrildi. Arthur stóð þegj- andi og horfði út á vatnið, blómin og gróður- inn, sem beygðu sig ofan að vatnsfletinum. Það var eitthvað í andliti þess unga manns, sem vakti eftirtekt. Hann var ekki eins tilkomu- mikill eins og Philip, andlitssvipur hans var meira aðlaðandi. Ennið bar vottum metnað — græskulausan metnað, sem þó var ekki laus við reikult ráð og skort á framtaks atorku. Hann var ekki eins sterklega byggður eins og Philip, og andlitssvipur hans gaf til kynna að hann væri ekki vel heilsusterkur. Hreyfingar hans voru mjúkar og ákveðnar, og málrómur hans var viðkunnanlegur eins og föður hans. „Hér er í sannleika fagurt! Ég öfunda þig, Philip frændi“. „Á faðir þinn ekki sveitaheimili?" „Nei, við búum annað hvort í Lundúnum eða þá út við eitthvert vatnið þar sem ekki verður þverfótað fyrir fólki“. „Já, það er gaman að vera hér á meðan að skot- og veiðitíminn stendur yfir. En gamla hjúkrunarkonan segir að plássið sem við fáum nú, sé miklu fallegra en þetta. Ég var vel á- nægður með þetta, þangað til að ég sá plássið hans Belvillies lávarðar. Það er leiðinlegt að hafa ekki fallegasta plássið í sveitinni Aui Cæsar aut nllus (mestur eins og Cæsar eða ekkert) — það er mitt takmark. Ó, sérðu svöl- una þarna? Ég skal veðja $5.00 að ég skal hitta hana“. „Nei, vesalings fuglinn! Meiddu hann ekki‘“. En áður en Arthur sleppti orðinu lá svalan í dauðateygjunum skammt frá þeim. „September er bráðum kominn og maður verður að halda sjálfum sér viðbúnum“, sagði Philip um leið og hann hlóð byssuna aftur. Arthur fannst þetta óforsvaranleg grimd, það var frekar kæruleysi, sem oft er að finna hjá ofsafengnum drengjum, sem vanir eru að fullnægja augnabliks duttlungum sínum. — Kæruleysi sem grimdarvottur hjá drengjum, en sem velgengnin getur breytt í grimd hjá þeim fullorðna. Philip hafði naumast lokið við að hlaða byssu sína, þegar að hann heyrði fol- ald hneggja í bithaga á vellinum, og hann hljóp undir eins út að girðingunni. „Hann er að kalla á mig, vesalingurinn; þið skuluð sjá hann éta úr lófa mér. Hlauptu inn Sidney og sæktu vænan brauðmloa“. Það var sjáanlegt, að drengurinn og folinn skildu hvor annan. „Ég sé að þér líkar ekki hestar“, sagði hann við Arthur. „Hvað mig snertir þá þykir mér vænt um alla málleysingja“. „Nema svölur!“ sagði Arthur og brosti og furðaði sig á þessu ósamræmisraupi. „Ó! það er skotfimi — og því réttmæt. Ég skaut ekki til að særa svöluna — heldur til að æfa mig“, sagði Philip og roðnaði; og svo, þó að hann væri ekki allskostar ánægður með þá skýringu sneri hann sér frá girðingunni. „Þetta er leiðinlegt — eigum við ekki að fara að fiska? Nei, hann hefir þá sett upp tjaldið röngu megin við vatnið, asninn sá arni. Heyrðu þarna þú!“ Vesalings garðyrkjumaður- inn leit upp þar sem hann var að hlúa að blóma beðunum sínum. „Hvað gengur að þér? Það væri réttast, að ég segði honum föður mínum eftir þér. — Þú verður heimskari með hverj- um deginum sem líður. Ég sagði þér að setja tjaldið upp við linditréð“. „Við gátum ekki gjört það, herra. Limið hékk of langt niður og var fyrir“. „Því hjóst þú ekki limið af, þöngulhausinn þinn?“ „Ég þorði það ekki, nema með leyfi hús- bóndans“. „Enga ósvífni. Það nægir, að ég skipi þér það“, sagði f’hilip og roðnaði, reiddi upp hlað- stafinn og hélt honum ógnandi yfir höfði garð- yrkjumannsins. — „Ég er góður með að . . . .“ „Hvað gengur að, Philip?“ spurði faðir hans góðlátlega. „Þetta er þokkalegt, eða hitt þó heldur!“ „Garðyrkjumaðurinn gegnir mér ekki, herra“. „Ég vildi ekki höggva limið af linditrjánum, nema að þú skipaðir mér að gjöra það, herra“ sagði garðyrkjumaðurinn. „Nei, það væri leiðinlegt að þurfa að gjöra það. Þú ættir að spyrja mig að þessu Philip, áður en þú gefur skipanir að gjöra það“, og faðir Philips tók í treyjukraga Philips og hristi hann góðlátlega, en þó nokkuð alvarlega. „Hafðu þig hægan, faðir minn!“ sagði dreng- urinn ósvífnislega og drambsamlega; „eða“, bætti hann við í lægri róm fullum viðkvæmni, „að frændi minn heldur máske að þú sért ekki eins mildur og að þú ert vanur að vera“. Faðir hans komst við af þessu svari og sagði: „Farðu, Jón, og höggðu limið af linditrénu og gjörðu allt, sem Philip segir þér“. Móðir Philips, sem var rétt hjá þeim, stundi við og sagði: „Ó, minn kæri, ég held að þú eyðileggir Philip“. „Er hann ekki sonur þinn? Og verðskuldai hann ekki meiri virðingu fyrir að hafa látið aðra hlýða hingað til . . . .“ Hann þagnaði, og móðirin gat ekki neitt sagt. Og þannig var það, að drengurinn, sem var lundríkur og allt var látið eftir, breyttist úr viðkunnanlegasta unglingi í harðstjóra. „Katrín, nú ætla ég að fara til . . . . eins og að ég talaði um við þig í gærkveldi til þess að ráðstafa opinberri giftingu okkar sem allra fyrst, ég ætla að biðja lögfræðinginn að koma hingað og borða máltíð með okkur svo að við getum talað við hann í næði um það, sem nauð- synlegt er að gjöra til þess að löghelga fyrri giftinguna". „Eru nokkrir erfiðleikar á því?“ spurði Kat- rín með eðlilegri áhyggju. „Nei — því ef þú manst, þá varð ég mér úti um staðfesta afskrif af giftingarvottorðinu, en ef ég hefði ekki gjört það þá veit ég ekki hvern- ig að farið hefði. Ég veit ekkert hvað orðið er af Smith. Faðir hans sagði mér fyrir nokkru síðan, að hann væri farinn burt úr nýlend- unni (ég sagði þér þetta ekki áður, því ég hélt að það mundi gjöra þig órólega). Einu sinni fyrir nokkrum árum, þegar að föðurbróðir minn fékk þá flugu í höfuðið að við værum máske gift, þá varð ég hræddur um, að eftirmaður séra Calebs mundi ef til vill geta komið þessu upp, svo að ég fór til „A“, þegar ég var gestur hjá C. lávarði til þess að ganga úr skugga um hvað hægt væri að gjöra til að tryggja þag- mælsku prestsins. Þegar að ég kom þangað frétti ég að slys hafði komið fyrir kirkjubókina, svo að ekkert væri að óttast frá prestsins hálfu, ég lét mér það nægja. Það var heppni, að ég skyldi ná í vottorðið! Ég er ekki í neinum efa um, að lögfræðingurinn lagar þetta allt sam- an, og þegar ég er að gjöra þessar ráðstafanir á annað borð, þá má eins vel gjöra erfðaskrá líka. Ég hefi nóg handa báðum drengjunum, þó sá dökkhærði verði að vera aðaleifinginn. Lítur hann ekki út fyrir að vera fæddur til þess að vera elzti sonurinn?“ „Ó, Philip!“ „Látum svo vera! Menn deyja ekki fyrr, þó að þeir gjöri erfðaskrá sína. Lít ég út eins og að ég væri tæringarveikur? — og hann leit niður á hinn vel vaxna og hraustlega líkama sinn með ánægju. Komdu, Philip, við skulum fara út í hesthúsin, og ég skal sýna þér, Robert það sem meira virði er að sjá, en þessi blóma- beð“. Svo gekk hann á undan þeim á bak við húsið. En Katrín og Sydney urðu eftir. Allir hinif fóru með húsbóndanum. Þegar þeir komu til hesthúsanna, tók hestamaður Philips ó móti þeim og fór að sýna húsbónda sínum, sem að hann tilbað, hve vel að hestarnir hefðu þrifist á meðan að hann hefði verið í burtu. „Sérðu, herra, hve vel Brown Bess hefir þrif ist; en Philip sér um að hún stirni ekki upp- Já, herra, hann kemur til með að sitja hest eins vel og þú, herra minn, áður en langt um líður“. „Hann ætti að gjöra það betur, Tom, því ég held að hann verði ekki eins þungur á hest- baki og að ég er. Jæja, legðu á Brown Bess handa Philip. Hvaða hest á ég að taka? O, þarna er gamli vinur minn, Puppet!“ „Ég veit ekki hvað komið hefir fyrir Puppet, herra“, sagði hestamaðurinn, „hann vill ekki standa upp og hlífir sér. Ég reyndi til að láta hann hlaupa yfir girðinguna í gær en hann var bæði staður og þrár“. „Þú segir nokkuð!“ Philip gekk að Puppet kjassaði hann og sagði: „Þú skalt hlaupa yfir sex plánka girðinguna í dag, eða ef að þú ger- ir það ekki, þá vil ég fá að vita ástæðuna fyrir því. Legðu á hann, Tom“. „Já, herra. Stundum finnst mér eins og að eitthvað sé að lendunum á honum, hann er tregur til að hlaupa og hann vill alltaf bíta þegar að hann er beizlaður. Vertu nú góður!“ „Það er aðeins fjörið“, sagði Philip. „Ég vissi þetta ekki annars hefði ég hleypt honum á grindurnar. Því sagðir þú mér það ekki, Tom?“ „Drottinn varveiti þig, herra! vegna þess að sporarnir þínir eru svo hvassir og ef eitthvað hefði komið fyrir þig . . . .“ „Það var rétt af þér: Þú ert ekki nógu þung- ur fyrir Puppet, drengur minn, og svo feldi hann sig ekki við neinn á baki sér nema mig. Hvað segirðu, bróðir, vilt þú ríða með okkur?“ „Nei, ég verða að fara til . . . . í dag með Arthur. Ég hefi leigt mér og Arthur sæti í póstvagninum klukkan tvö, en ég skal vera með þér á morgun og fimtudaginn. Kennarinn von- ast eftir okkur í dag, og Arthur er á eftir í reikningi og má engan tíma missa“. „Jæja, vertu þá sæll, frændi“, og Beaufort rétti Arthur veski með peningum í, „og segðu mér þegar þú þarft á peningum að halda, en vertu ekki að ónáða föður þinn í þeim sökum- Vertu ávalt velkominn hingað, og þú verður að kenna Philip að leggja meiri rækt við bæk- urnar, er ekki svo Philip?“ „Nei, faðir minn; ég skal verða nógu ríkur til þess að þurfa ekki bókanna með“, sagði Philip yngri nokkuð hastur, en tók svo eftir roðanum, sem færðist í kinnar Arthurs, fór til hans með vinarhug og sagði: „Arthur, þér þyk- ir þessi byssa girnileg, gjörðu það fyrir mig> að þyggja hana af mér að gjöf. Nei, vertu nu ekki feiminn — ég get fengið allar þær byssur, sem ég vil ef ég aðeins bið um þær: Þú ert ekki eins vel efnum búinn og ég“. Philip meinti vel, en framkoma hans var svo yfirlætisfull að Arthur móðgaðist. Hann rétti Philip byssuna, sem hann hafði tekið við, og sagði styttingslega: „Ég hefi ekkert við byss- una að gjöra“. Ef að Arthur varð móðgaður, þegar honum var boðin byssan, þá varð Philip ennþá móðg- aðri þegar að hann þáði hana ekki. Sem þer sýnist. „Ég hata stolt“, sagði Philip og hestamanninum byssuna um leið og hann vatt sér á bak hesti sínum léttilega og sagðn „Komdu, faðir minn!“

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.