Lögberg - 16.11.1950, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.11.1950, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. NÓVEMBER, 1950 iogtotrg QeílC Ot hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITKD 695 SARGKNT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift rit»tjóran$: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVEUNE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” ie printed and publlehed by The Columbla Prese Ltd. 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Clase Mail, Post Offíce Department, Ott&wa Á bak yið tjöldin Það þótti jafnan mannsæmandi að koma til dyr- anna eins og maður var klæddur, hvort heldur flíkurn- ar voru með gyitum hnöppum, eða snjáðar og tötra- legar, því manngildið sagði fljótt til sín engu að síður; einvígi voru háð á opinberum vettvangi, en iaunvígm, þessi andstyggilegustu víg allra víga, á bak við tjöldin’ og þau eru íllu heilli, tíðkuð enn þann dag í dag. Af öllum hinum mörgu og mismunandi skapbrest- um mannanna, munu naumast verða skiptar skoðanir um þaö, aö meöal hinna allra hvimleiðustu kviila á því sviði, séu óheilindin, þetta að látast vera annað en maður er. Andlegra óheilinda verður víða vart; þeirra gætir í einkaíííi mannanna og fámennum félagssamtökum þeirra, og alls staðar hlýzt ilt eitt af; þó veröur þetta í raumnni smávægilegt borið saman viö það, ef óheilindi °g baktjaldabrall stofna til fjörraða við frelsi og tilveru- rétt heillar þjóðar. — í nóvemberheftinu af Macleans Magazine, birtist ritgerð, er vakið hefir, eins og reyndar mátti vænta, ohemju umtal um landið þvert og endilangt; enda er innihald hennar slíkt, að alt annað var óhugsanlegt en þegnai þessa lands, að minsta kosti megin þorri þeirra, tæki það til alvarlegrar yfirvegunar, hversu hreint eða óhreint, væri fyrir þeirra eigin bæjardyrum, og hversu örugt, eða vanörugt, væri um hag þjóðar- innar heima fyrir, ef til þess kæmi, að Canada yrði einu sinni enn að verja frelsi sitt í stríði. Ritgerð sú, sem hér verður vikið að, er eftir T. G. McManus, er um nítján ára skeið stóð í fremstu víglínu kommúnista, en nú hefir sagt sig úr lögum við flokkinn, eftir að hafa sannfærst um það, að hann, samvizku sinnar vegna, ætti ekki lengur samleið með honum. Mr. McManus lýsir í ritgerð sinni afskekktri bæki- stöð, þar sem forkólfar kommúnista réðu ráðum sín- um, og þar sem honum meðal annars, var fengið í hend- ur ákveðið hlutverk, sem fólgið var í því, að spilla vinnu- friði og hindra magn framleiðslunnar hvar, sem því yrði við komið í því falli, að til ófriðar drægi milli Can- ada og Rússlands; og þá var svo sem ekki um að vill- ast hvorumegin hollustan lægi; málstaður Rússans varð vitaskuld að skipa fyrirrúm, hvað sem Canada leið. Mr. McManus skýrir frá því í áminstri tímarits- grein sinni, að kommúnistar hafi á að skipa hér í landi ef svo byði við að horfa, þúsundum hugarfarslega sam- æfðra manna og kvenna, er skjótt myndu taka til ó- spiltra málanna að boði sinna rússnesku yfirboðara; samtök þessi væru sniðin eftir fyrirmyndum Hitlers, því rússneskir kommúnistar hefðu ekki verið lengi að átta sig á því hvert slíks ætti að leita; moldvörpuiðnaði fimtu fylkingarinnar varð að koma sem allra víðast að; grímuklæddir skósveinar þeirra með lýðræðishjal á vörum en launráðarýting upp í erminni, urðu að koma sér í mjúkinn hjá samtökum verkamanna til að grafa undan þeim ræturnar; þeir þurftu líka að eiga aðgang að verksmiðjum og öðrum framleiðslutækjum til að koma þar, að svo miklu leyti, sem að auðið yrði, öllu í kaldakol; en þó var vitanlega eitt öllu öðru nauðsyn- legra, sem fólgið var í því, að smeygja sér inn í herinn og koma þar að starfsháttum fimtu fylkingarinnar að dæmi þeirra Hitlers, Mussolinis og Stalíns. Að hátterni sem þetta skuli viðgangast dag frá degi í öðru eins dásemdalandi og Canada, er þyngra en tárum taki. Þegnhollusta er ekki dygð, heldur sjálfsögð skylda. Eigi hafði fyrri hlutinn af áminstri ritgerð fyr verið birtur, en forsprakkar kommúnista, einn af öðrum, staðhæfðu að höfundur hennar hefði þegið mútur og þar af leiðandi væri ekkert mark takandi á orðum hans; aðdróttun sem þessi sýnist nú samt koma úr hörðustu átt, því litlar sagnir fara af því, að kommúnistar, hvar sem þeir voru í sveit settir, hafi nokkru sinni slegið hendinni á móti nokkrum þeim molum, er yfirboðaðar þeirra í Moskvu léti náðarsamlegast af borðum falla áróðri sínum til eflingar; enda væri þeim þá illa í ætt. skotið ef þeir afbæðu sér slík fríðindi. Það vekur víst hvergi neina sérstaka undrun þó kommúnistar, og þá ekki sízt forkólfar þeirra, séu sárir við Mr. McManus út af því, að hann skyldi hafa flett af þeim hinni sakleysislegu sauðargæru, og það því frem- ur sem þá hlaut að koma í ljós, að það var einmitt úlfur, sem hún huldi. — Enginn veit hvað morgundagurinn kann að fela í skauti sínu, því að víða eru dökkar blikur á lofti og lítið um skýjaskil; en hvernig svo sem úr ræðst, er hitt jafn víst, að ekkert þjóðfélag má við því, að eiga innan vébanda sinna menn, hvort heldur þeir eru innfæddir, eða hafa öðlast þegnréttindi að lögum, er taka hollustu við önnur lönd fram yfir sjálfsagðan trúnað við það land, er fóstrar þá við brjóst sín. Það hefir verið sagt, að í himnaríki sé meiri fögn- uður yfir einum syndara, sem bæti ráð sitt, en yfir hin- um níutíu og níu, sem ekki þurfi endurbótar við; en það er líka gild ástæða til að fagna yfir því hér á jörð- inni, er eitthvað barn hennar snýr frá villu síns vegar, Sveinn Björnsson forseli: Systurnar fró Brimnesi gerðu íslandi sóma ytra Á frívaktinni Kalli forstjóri var- að koma úr siglingu. Kunningjarnir voru búnir að vera um borð hjá hon- um og höfðu fengið góða hress- ingu, sjálfur var Kalli orðinn pöddufullur, er hann slagaði upp á bryggjuna og að bílnum sín- um. Lögregluþjónn, er var þarna skammt frá og sá hvernig Kalli var á sig kominn, gekk til hans. — Það var gott að þú komst, vinur, sagði Kalli, kannske þú vildir nú leita í vösum mínum að bölvuðum bíllyklinum. — Þú kemur nú kveikilyklin- um í fyrir mig, vinur drafaði Kalli. Lögginn fann lykilinn fljót- lega ög rétti Kalla, en nú fann Kalli ekki skráargatið. — Kannske þú opnir fyrir bílinn, sagði Kalli. Lögginn opnaði bílinn og Kalli tróð sér bak við stýris- hjólið, en eftir marg endurtekn- ar tilraunir gafst hann upp við að koma kveikilyklinum í. — Þú kemur nú kveikilyklin- um í fyrir mig, vinur, drafaði Kalli áfram. Lögginn setti kveikilykilinn í og ræsti bifvélina. — Þakka þér fyrir, vinur,, þú er bezti náungi, drafaði Kalli áfram. Lögginn horfði nokkra stund á Kalla, síðan sagði hann: — Heyrið þér nú maður minn, það er þó ekki ætlun yðar að keyra bílnum sjálfur? Kalli rétti sig snöggt upp og svaraði: — Hvað annað maður minn? Hvað annað? Þér hljótið jú að sjá, að ég er alls ekki fær um að ganga. ☆ Seiðfirðingar áttu eitt sinn lít- ið gufuskip, sem gert var út á fiskveiðar, en svo fór, að skip þetta strandaði suður á söndum í þoku, en nokkrum sjó. Skip- stjórinn skipaði að setja bjarg- bátinn á flot og herti mjög á mönnum sínum að komast ofan í bátinn, kallaði hann niður til vélstjóra og skipaði honum að koma tafarlaust upp. Vélstjór- inn kom upp og fóru mennirnir í bátinn, en er lagt skyldi frá, tók skipstjórinn eftir að vélstjór- inn var samt ekki með. Skip- stjórinn hljóp þá upp á skipið og hóf leit að vélstjóra. Fann hann brátt vélijtjórann, sem laumast hafði inn í eldhús og sezt þar að kaffidrykkju. — Niður í bátinn strax, kall- aði skipstjórinn. — O, ekkert liggúr á, svaraði vélstjórinn hinn rólegasti, ég held að óhætt sé að fá sér kaffi- sopa fyrst. ☆ Smávegis misskilningur. Jón loftskeytamaður var stadd ur úti á sjó um áramótin, en hafði pantað viðtal við unnust- una. Erindið var aðallega það, að bjóða henni gleðilegt nýár. Unnustan kom í símann, en sambandið var mjög slæmt, svo hún spurði og spurði án afláts, hvað Jón segði. — Ég ætlaði bara að óska þér ☆ Gömul kona kom inn í strætis- vagn og settist þar. Hún kom auga á mann í vagninum, sem henni sýndist vera drukkinn. Hún laut að sessunaut sínum og sagði: — Leyfa þeir drukknu fólki að vera hér inni? — Nei, ekki er það nú venjan, en ef þér farið þarna út í horn- ið og látið lítið á yður bera, þá kannske taka þeir ekki eftir því. Er ég las í blöðunum um and- lát Hólmfríðar Einarsdóttur frá Brimnesi, datt mér í hug atvik frá sendiherraárum mínum í Kaupmannahöfn. Með því að segja frá því nú, vildi ég leggja lítinn stein í minnisvarða þessar ar látnu sæmdar konu. Dag nokkurn komu til mín tvær íslenzkar stúlkur, sem ég þekkti ekki áður. Það voru „syst- urnar frá Brimnesi“, var Hólm- fríður heitin önnur þeirra. Þær voru þá á hússtjórnarskólanum í Vældegaard nálægt Kaup- mannahöfn, hafði verið sagt að allar námsmeyjar 1 þessum skóla fengju dálítinn námsstyrk úr ríkissjóði Danmerkur. Nú væri lokið úthlutun styrkja þessara, en þær hefðu engan styrk feng- ið af því þær væru ekki danskar. Mundu nú komast í vandræði, af því þær hefðu gengið að því vísu, að þær fengju styrk eins og hinar. Ég ráðlagði þeim að flýta sér að sækja um styrk úr dansk-ís- lenzka sambandssjóðnum, en til þess voru þá síðustu forvöð 1 það skipti. Gerðu þær það. Við nánari umhugsun datt mér í hug hvort þær ættu ekki sama rétt til styrks eins og dönsku námsmeyjarnar, eftir 6. gr. sambandslaganna, um jafn- rétti Dana og Islendinga. Gekk ég svo á fund þáv. menntamála- ráðherra Dana, Jakobs Appel. hann hafði verið lýðskólastjóri í Askov, en þann skóla höfðu margir íslendingar sótt, hafði komið til Islands og þótti af þess um ástæðum vænt um ísland og íslendinga. Ég var honum auk þess kunnugur persónulega. Nú lagði ég málið fyrir hann. Hann svaraði án umsvifa, að auðvitað ættu þessar íslenzku stúlkur að fá styrk eins og þær dönsku. Hann kallaði á starfs- mann þann í ráðuneytinu sem hafði afgreitt málið og sagði: „Hvers vegna fengu þessar tvær stúlkur engan styrk?“ „Af því að aðrir fá ekki styrk en dansk- ar stúlkur“, svaraði hann. „Þér gleymið þá 6. gr. sambandslag- anna. Viljið þér sjá um að þess- ar íslenzku stúlkur fái sama styrk og þær dönsku, tafarlaust“, sagði hann í mjög ákveðnum tón. Og þær fengu styrkinn. Nokkrum vikum síðar hitti ég Appel í samkvæmi. Hann gekk til mín strax og sagði: „Er það ekki eins og ég hef alltaf sagt? íslendingar eru sérstakir í sinni röð“. Svo sagði hann mér þessa sögu: Fyrir nokkru höfðu systurnar frá Brimnesi komið í ráðuneyt- ið, sagst hafa fengið styrk úr sambandssjóðnum, eftir að þær fengu styrkinn í ráðuneytinu, og því væru þær nú komnar til þess að skila aftur styrknum. Málið var lagt fyrir ráðherrana. Ég sagði, að mér þætti vænt um að heyra þessa sögu um landa mína. „Hvernig haldið þér að málalokin hafi orðið?“ spurði hann. Það vissi ég auðvitað ekki. „Ég þurfti enga umhugsun. Auð- vitað skulu þær halda ríkissjóðs- styrknum líka. Svo óvenjuleg framkoma verðskuldar tvöfald- an styrk, og þótt meira væri“. Ég hef aldrei gleymt því, hve þessar tvær fátæku stúlkur gerðu garð íslands frægan með þessari framkomu sinni, og mér finnst að slíku eigi að halda á loft. Og nú gefst tilefni til þess við andlát annarar þeirra. Bessastöðum á höfuðdaginn 1950 Sveinn Björnsson —Lesbók Mbl. Fangelsið á eynni Sark sögufrægt Ótrúleg fregn barst um eyna Sark í vetur. Þetta er lítil eyja í Ermarsundi. Fiskimenn og bænd ur söfnuðust saman í hópa af miklum áhuga og geðshræringu. Síðan gengu þeir þangað sem fangelsið er, dálítill skúr. Jú, það stóð heima. Þarna var mikið um að vera. Frank Baker lögregluþjónn var önnum kafinn við það að moka kolum út úr skúrnum í stað þess að hugsa um rækjunetin sín. Og konan hans var þar með honum með sófl og klút. Og þar sem skúr þessi hefir ekki verið notaður til annars en geyma í honum kol, þá sáu eyj- arskeggjar á þessum hreingern- ingum, að orðrómurinn mundi vera sannur. Glæpaalda hafði skollið á þessari friðsömu ey. Þeir fóru að spyrja Baker og honum var mikið niðri fyrir. Að lokum fengu þeir það þó upp úr honum að hann hefði neyðst til þess að taka mann faStan og setja hann „inn“. Þetta var í fimtá skipti á 90 árum að slíkt hafði komið fyrir. Fyrst hafði það verið ung stúlka, hún var dæmd til að „sitja inni“ í sólar- hring fyrir hnupl. Árið 1902 var fullur maður settur inn og lát- inn dúsa þar þangað til af hon- um rann ölvíman. Svo var það ungur piltur, hann sat inni í tvo sólarhringa fyrir það að mis- þyrma stúlku. Seinast hafði bóndi verið settur inn fyrir það að aka ölvaður á traktor. Hinn nýi afbrotamaður var ferðamaður frá Englandi. Hann hafði lent í þrætu við kaupmann inn, og svo var sagt að hann hefði barið kaupmann í höfuðið með marghleypuskepti. Baker lögregluþjónn trúði vinum sínum fyrir því, að sér hefði ekki orðið um sel þegar hann var kvaddur til þess að taka Englendinginn fastan. Sér hefði óað við að fást við vopn- aðan mann. Hann náði sér í stór an viðarlurk, sem tókn valds síns og labbaði svo þangað er glæpurinn var framinn, til þess að gera skyldu sína. Sem betur fór var Englendingurinn eins og lamb. Morguninn eftir flyktust allir eyjarskeggjar til þinghússins. Sakamálið misti allan stórfeng- leik, þegar það kom upp úr kaf- inu, að Englendingurinn hafði ekki barið kaupmann með marg- hleypuskepti, heldur með heyrn- artóli af síma. Því lauk svo, að Englendingurinn bað afsökunar og dómarinn úrskurðaði að hann skyldi fara frá Sark með næsta skipi. (Úr the American Weekly). Fréítabréf úr Svarfaðardal Óhætt mun að fullyrða, að sumarið, sem nú er að kveðja, sé það erfiðasta, er komið hefir í manna minnum hér í Svarfað- ardal. Vorið var kalt og gras- spretta lítil, og af þeim sökum hófst heyskapur seint eða eigi almennt fyrr en um 10.—15. júlí; þó var á nokkrum stöðum byrj- að fyrr eða þar sem spretta var bezt, og náðu þeir bændur nokkr um töðufeng óskemmdum. Júlí- mánuður var allvotviðrasamur, en einstaka þurrkdagar í milli. En um mánaðamótin júlí—ágúst breyttist tíðarfar enn til hins verra, og má segja, að enginn þerridagur kæmi úr því, nema 2—3 dagar. Um miðjan september t. d. var taða, er losuð hafði verið í júlí- lok, fyrst hirt, og því gerónýt að kalla. Einkanlega var ástandið slæmt í Skíðadal, og var oft svo, er hægt var að ná upp heyi neð- ar í dalnum, að úrkoma var geysi leg þar. Grasvöxtur var orðinn geysi- legur sökum hinna stöðugu vot- viðra og hlýinda. Má óhætt segja, að ástandið sé víða alvarlegt í sveitinni, hvað fóðri viðvíkur, því meira en helmingur þess heyforða, er náð ist á mörgum bæjum, mun til lítilla eða engra nota koma. Eru bændur yfirleitt óánægðir hér yfir því, hve gersamlega Eyja- fjarðarsýsla var sniðgengin um aðstoð vegna óþurrkanna. Mun ástandið í ýmsum hreppum sýsl- unnar hvergi vera betra en í þeim héruðum, er aðstoðar njóta. Sauðlaust var hér í Svarfaðar- dal á síðastliðnu ári, og voru í haust lömb fengin austan úr Axarfirði. Kartöfluuppskeran var víðast hvar góð, og enn mun vera niðri í görðum allvíða; því eigi hefir verið hægt að taka upp vegna snjóa og hríða. Er þetta er skrifað (19. októ- ber) er allmikill snjór í Skíðadal og framanverðum Svarfaðardal. Byggingarframkvæmdir hafa verið mjög litlar í sveitinni í sumar, og hafa margir þurft að láta sér nægja að hafa fjárfest- ingarleyfið eitt í höndunum því efnivörur flestar hefir vantað. Svarfdælingar sem aðrir lands menn hafa rekið sig óþægilega á bölvun gengislækkunarinnar, og munu eignaminni bændur eigi geta spornað á móti að flosna upp af jörðum sínum, ef eigi rætist fljótt úr hinni gífur- legu verðbólgu, er allt ætlar að sliga. Alþbl. 24. okt. Minnist CCTEL í erföaskrám yöar tekur sinnaskiptum og þorir opinberlega að kannast við það, eins og Mr. McManus nú hefir gert; og víst er um það, að fyrir bragðið, er að minsta kosti einum, andlega óheilum launráðamanninum færra í landinu. Kaupið þennan stóra PAKKA AF VINDL- INGA TÓBAKI vegna gæða

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.