Lögberg - 16.11.1950, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.11.1950, Blaðsíða 1
Silfurbrúðkaup í Langruth Þann 7. nóvember áttu þau sæmdarhjónin, Valdimar og Margrét Bjarnason 25 ára brúð- kaupsafmæli. í tilefni þess söfn- uðust saman á heimili þeirra, frændur, vinir og nágrannar og þáðu góðgerðir, er þau hjónin veittu af mikilli rausn. Margrét og Valdimar Bjarna- son voru gefin saman í hjóna- band í Fyrstu lútersku kirkju af séra B. B. Jónssyni, og var Mrs. B. M. Paulson — Florence, systir brúðarinnar — brúðar- mey, en Thor Finnbogason að- stoðaði brúðgumann, og voru þau bæði viðstödd á þessu vina- móti. Eftir brúðkaupsför sína sett- ust þau hjón að á bújörð ná- lægt Langruth og stunduðu þar kornrækt og hefir þeim vegnað vel. Þau búa í bænum Langruth á veturna. Bæði hafa þau hjón tekið mik- inn og giftudrjúgan þátt í fé- lags- og safnaðarmálum byggðar sinnar. Valdimar hefir átt sæti í sveitarráðinu í mörg ár; verið formaður hermannafélagsins — Canadian Legion — og tekið þátt í mörgum öðrum félögum. Kona hans hefir og verið frábærilega félagslynd. Hún hefir átt sæti í stjórnarnefndum safnaðarins, kvenfélagsins, The Legion Auxi- liary, Women’s Institute og í skólaráðinu. Nú sem stendur er hún formaður skólaráðsins; enn- fremur hefir hún í nokkur ár verið forseti The Portage Dis- trict Women’s Institute og einn- ig heimafélagsins. Þau hjón eru mjög skemtileg heim að sækja og notuðu margir sér þetta tækifæri til að votta þeim þakklæti fyrir liðnu árin og árna þeim heilla á komandi tíð. Skömmu eftir hádegi söfnuð- ust saman á heimilinu nánustu skyldmenni þeirra hjóna: Mrs. A. G. Paulson frá Winnipeg, móðir silfurbrúðarinnar, og bræður og systur þeirra beggja ásamt fjölskyldum þeirra, yfir 50 manns, og kom margt af því langt að. Valdimar er yngsti sonur Kosinn í þriðja sinn Mr. Freeman Einarsson Þann 7. yfirstandandi mánað- ar, var Mr. Freeman Einarsson, bóndi að Mountain, kosinn í þriðja sinn til ríkisþingsins í North Dakota með miklu afli atkvæða; hann er sterkur stuðn- ingsmaður Republicana. Mr. Einarsson er um alt hinn mesti sæmdarmaður og auðugur að þeim hyggindum, sem í hag koma. hinna velmetnu frumherjahjóna, Sigfúsar og Guðfinnu Bjarnason. Þau eru nú bæði látin. Wyatt R. Polson, bróðir silfur- brúðarinnar, mælti hlýjum orð- um til þeirra hjóna, fyrir hönd nánustu skyldmenna og afhenti þeim að gjöf fagran Sterling silfurborðbúnað. Ennfremur af- henti hann þeim frá öðrum vin- um, er hann tilgreindi, Torchere lampa og peningagjöf, og komu þeir seinna um daginn og kveld- ið til þess að samfagna þessum ágætu og vinsælu hjónum á þessum tímamótum ævi þeirra. Þau hjónin eiga tvö uppkom- in börn: June, Mrs. J. Robertson, Portage la Prairie, og Wallace, námsmaður í búnaðarfræði við Manitobaháskólann. Færðu þau, einnig, foreldrum sínum einkar fagra gjöf, silfur dresser-set. Að lokum þökkuðu silfurbrúð- hjónin með fögrum og innileg- um orðum þann hlýhug og þá virðingu er þeim hefði verið sýnd með þessum mannfagnaði, og einnig fyrir hinar dýrmætu gjafir. Væntir hærri skatta Forstjóri þjóðbankans cana- díska, Mr. Graham Towers, flutti þann 9. þ. m. ræðu í Can- adian Club í Toronto, þar sem hann gaf ótvírætt í skyn, að ó- hjákvæmilegt yrði að hækka skatta á næstunni vegna síhækk andi útgjalda til hervarna; hann kvað það deginum ljósara, að eins og nú hagaði til á vettvangi heimsmálanna yrðu lýðræðis- þjóðirnar að vaka á verði yfir frelsi sínu og öryggi, en þeim yrði jafnframt að lærast það, að spara við sig á öðrum sviðum. Mr Towers fór ekki í neina launkofa með það, að sú skylda hvíldi ófrávíkjanlega á herðum stjórnarvaldanna að ganga á undan með góðu eftirdæmi varð- andi sparnað og hagsýni í rekstri þess opinbera, því eftir höfðinu dönsuðu limirnir. Geigvænlegt flugslys Á aðfaranótt þriðjudagsins fórst canadísk Skymaster flug- vél í Frakklandshluta Alpa- fjallanna; flugvélin var á leið frá Róm, en þangað hafði hún flutt stóran hóp pílagríma, er gengu á fund páfa; með flug- vélinni voru 51 farþegi, allir frá Quebec nema einn, auk sjö manna áhafnar; allir, sem með flugvélinni voru, létu lífið. Ægilegur eldsvoði Síðastliðið laugardagskvöld kom upp eldur í Leduchótelinu, sem var í olíunámuhéraðinu lið- ugar tuttugu mílur suður af Edmonton, og brann byggingin á skömmum tíma til kaldra kola; tíu manns létu lífið, en sextán voru fluttir til læknisaðgerða á sjúkrahús. Mælt er að kviknað hafi út frá opinni gaspípu í kjallara hótelsins. Eitt flugslysið enn Þann 8. þ. m., fórst í Montana- ríkinu Northwest Airlines flug- vél með 22 farþegum og áhöfn innanborðs; var flugvélin á leið frá Chicago til Seattle; veður var að sögn næsta óhagstætt, ísing og þoka; flugvélin hafði rekist á fjallshlíð og eldur komið upp samstumjis í benzíngeymunum. Eiríkur Eiríksson B. A., L.L.B., Efnilegur lögfræðingur Þessi ungi og efnilegi maður er Winnipeg-Í^lendingur, sonur Mr. og Mrs. Guðmundar Eiríks- sonar er lengi bjuggu að Gar- field St. hér í borginni, en nú síðari árin í Vancouver, B.C. — Eiríkur var í foreldrahúsum í Winnipeg þar til hann innritað- ist í flugher Canada 1942. Hann gegndi herþjónustu erlendis sem „Flying Officer" til stríðsloka. Er því lauk kom hann til Van- couver, B.C., og innritaðist í há- skóla fylkisins. Hann útskrifað- ist 1948 með Bachelor of Art gráðu, og í lögum 1949. Að af- loknum prófum settist hann að í New Westminster, B.C., og hefir þar skrifstofu sína að 513 Columbia St. Afmælisfagnaður í tilefni af 60 ára afmæli Mrs. J. B. Johnson, hinnar vinsælu húsfreyju á Birkinesi, Gimli, gerðu þau börn þeirra hjóna, venzlafólk og vinir, þeim heim- sókn á sunnudaginn, 5. nóv. Tvær litlar stúlkur, sonardóttir og dótturdóttir, Mrs. Johnson afhentu henni fagrar gjafir fyr- ir hönd gestanna. Einnig bárust henni vinaskeyti, meðal annars frá bróðurdóttir J. B. Johnsons í Montreal. Mrs. Johnson þakkaði innilega fyrir þessa vinaheim- sókn. Voru síðan bornar fram veitingar og fólk skemti sér hið bezta. Þakkarávarp til okkar góðu vina við River- ton, sem sýndu þá framúrskar- andi góðvild og hjálpsemi við fráfall kærrar konu og móður Ólafar, sem lézt á sviplegan hátt, og þar af leiðandi er söknuður- inn þungbærarir en ella. Við viljum af einlægu hjarta þakka öllum þeim, sem skreyttu kistuna með blómum og öllum rausnarlegar góðgerðir sem veitt ar voru þegar komið var til baka frá grafreitnum. — Við viljum af hjarta biðja þann almáttuga kraft, sem öllu ræður að launa fyrir okkur öllum þeim, sem lið- sinntu okkur í okkar raunum. Mrs. Kristjana Nelson Hannes Jónasson Hlýtur Nóbelsverðlaun Brezki heimspekingurinn víð- frægi, Bertrand Russell lávarð- ur, hefir hlotið bókmentaverð- laun Nóbels fyrir yfirstandandi ár; hann er afar mikilvirkur rithöfundur og þótti róttækur meira en alment gerist framan af ævi; á hinum síðari árum virðist hann hafa nokkuð hægt á sér, en hallast þó ávalt í stjórn- málum að skoðunum verka- mannaflokksins. Frá Manitobaþinginu Eins og stuttlega hefir þegar verið vikið að, kom fylkisþingið í Manitoba saman til funda í byrjun fyrri viku í þeim til- gangi einum, að afgreiða fjár- veitingu til uppbótar þeim bæja- og sveitahéruðum, er harðast urðu úti vegna áflæðanna miklu í vor, sem leið; þetta er auka- þing, er eigi mun eiga nema stutta setu; fyrsta verkefni þins- ins var það, að velja sér nýjan forseta í stað Mr. Millers, er lét af þeirri stöðu að afloknu síðasta þingi, er hann tókst á hendur forustu mentamálaráðu- neytisins; fyrir valinu varð N. V. Bachynsk, þingmaður fyrir Fisher kjördæmið. Hinn nýi þing forseti er ættaður frá Úkraníu, kom hingað um tvítugs aldur, og lauk hér kennaraprófi; hann gaf sig að skólakenslu í nokkur ár; en síðan 1922 hefir hann set- ið óslitið á þingi sem Liberal- Prógressív; hann er maður eink- ar vel máli farinn, og hinn föngu legasti að vallarsýn. Á þinginu í fyrra, voru það C.C.F.-sinnar, er skipuðu hina formlegu stjórnarandstöðu, en nú eru það íhaldsmenn, er við- skila hafa orðið við samvinnu- stjórnina með Eric Willis í far- arbroddi, sem andstöðuskykkj- unni sveipast. Tveir nýliðar tóku sæti á þing- inu, báðir stuðningsmenn stjórn- arinnar, þeir Thomas P. Hill- house, St. Andrews, og Alfred Trapp, St. Clements. Fjárveiting sú, sem stjórnin fer fram á að þingið veiti í á- minstu augnamiði, nemur 6 miljónum dollara. Mr. Campbell hefir lýst yfir því, að stjórnin hafi ákveðið, að Frá Kóreu Sameinuðu herjunum í Kóreu hefir orðið allvel ágengt upp á síðkastið, þrátt fyrir hernaðar- legan stuðning Kínverja við Norður-Kóreumenn; forsthörk- ur miklar spenna landið heljar- klóm um þessar mundir. v. . — Howard Benson Lézt af slysförum Á miðvikudagskvöldið 8. þ. m., lézt af slysförum hér í borginni 13 ára piltur, Howard Benson, sonur þeirra Mr. og Mrs. Ingi Benson, 716 Arlington Street, vinsæll unglingur og vel gefinn; auk foreldra sinna lætur hann eftir sig fjögur systkini, Sella Driscoll, Wilfrid, Kristín og Selma. Útförin fór fram frá Bardals að viðstöddu miklu fjölmenni á laugardaginn þann 11. þ. m. Séra Philip M. Pétursson jarð- söng. Lögberg vottar sifjaliði hins unga sveins innilega hluttekn- ingu í þeim þunga harmi, sem að því er kveðinn. greiða bæja- og sveitafélögum á flóðsvæðunum 8714 af hundr- aði þess kostnaðar, er þau hafi orðið fyrir meðan á flóðunum stóð; sumir hlutaðeigendur tjást ánægðir með slík málalok, en aðrir telja þau ófullnægjandi; sannast hér vitaskuld sem ann- ars staðar hið fornkveðna, að enginn gerir svo öllum líki. Vantraustsyfirlýsing, er C. C. F.-sinnar báru fram á hendur stjórninni og íhaldsmenn lögðu blessun sína yfir, var feld með 35 atkvæðum gegn 16.. Svo fór með sjóferð þá. Kærkominn gestur Hingað kom til borgarinnar á laugardaginn var ungur og gjörvulegur íslendingur, Einar E. Sæmundsen skógraektarfræð- ingur frá Reykjavík, er dvalið hefir liðlega tvo mánuði í Alaska til að kynna sér trjágróður, sem líklegt þætti að dafnað gæti á íslandi; hafði hann með sér um tuttugu tegundir, mestmegnis greni; hann er sterktrúaður á það, að á sínum tíma verði ís- land eins og á landnámstíð, skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þessi kærkomni gestur er sonur Ein- ars E. Sæmundsen skálds og skógræktarfræðings og konu hans Guðrúnar Guðmundsdótt- ur; hann er bróðursonur frú Sig- ríðar Árnason, ekkju séra Guð- mundar Árnasonar. Á mánudagskvöldið höfðu þau mætu hjón, Einar Árnason raf- urmagnsfræðingur, O. B. E., og frú Þóra Árnason, fjölment og ánægjulegt heimboð í heiðurs- skyni við hinn góða gest, en þeir nafnarnir eru systkinasyn- ir; nutu gestir þar ríkmannlegra veitinga og skemtu sér við sam- ræður fram eftir kvöldinu. Einar skógræktarfræðingur lagði af stað héðan á miðviku- dagsmorguninn, en flýgur á næstunni frá New York áleiðis heim. Sameiginleg guðsþjónusta Sameiginleg guðsþjónusta fyr- ir alla meðlimi og velunnara Fyrsta lúterka safnaðar verður haldin á ensku. næstkomandi sunnudagskvöld, 19. nóv., kl. 7. Við það tækifæri verður Páli Bardal þingmanni afhent skraut ritað ávarp frá söfnuðinum, í til- efni af langri og giftusamri starf- semi hans að söngmálum kirkj- unnar. Veitingar fara fram að aflokinni guðsþjónustunni í sam komusal kirkjunnar. Allir velkomnir! Fyrsta ísfisksalan í Þýzkalandi Snæfell seldi þar bátafisk úr Eyjaíirði á föstudag Snæfell skip útgerðarfélags KEA seldi síðastliðinn föstudag um 112 smálestir af ísuðum báta fiski í Þýzkalandi. Er þetta fyrsti ísfiskurinn, sem seldur er í Þýzkalandi nú um margra mán- aða skeið. Snæfell fór með ísaðan báta- fisk úr verstöðvunum við Eyja- fjörð á þennan markað. Hefir skipið oft áður flutt þannig af- urðir bátanna úr Eyjafirði á erlendan markað með ágætum árangri, eftir því sem *im hefir verið að ræða á hverjum tíma. Ekki hafði útgerðarstjórn skipsins borizt nákvæmar fregn- ir af sölunni í gær, og því ekki vitað um það í gærdag hvað fengist hafði fyrir farminn. —TIMINN, 21. okt. Tekst á hendur yfirforustu General Dwigth D. Eisen- hower, sá, er í síðari heimsstyrj- öldinni veitti yfirforustu hinum sameinuðu herjum lýðræðis- þjóðanna, er frelsuðu mikinn hluta Norðurálfunnar undan ánauðaroki Nazismans þýzka, hefir nú verið valinn til þess að takast á hendur herstjórn þeirra þjóða, er að Atlantshafssáttmál- anum standa, og það hlutverk hafa með höndum, að verja Vestur-Evrópu ef á hana yrði ráðist, sem engan veginn er ör- grant um. Frá því að áminstri styrjöld lauk, hefir General Eisenhower verið forseti Columbiaháskólans en nú er hann á förum til Ev- rópu til að kynnast með eigin augum viðhorfinu frá hervarna- legu sj'ónarmiði séð, og skipu- leggja samvarnir lýðræðisþjóð- anna. Kjörinn til tíu ára Mr. Justice Guðm. Grímson Við kosningarnar í Bandaríkj- unum, sem fram fóru þann 7. þ. m., var Mr. Justice Guðmund- ur Grímson, kosinn til tíu ára dómari í hæztarétti North Dakotaríkis gagnsóknarlaust; er þetta ein viðurkenningin enn, sem Guðmundur hefir hlotið á sínum langa og glæsilega em- bættisferli. Kunnur lögspek- ingur látinn Á þriðjudaginn í fyrri viku lézt af hjartaslagi hér í borginni Edgar J. Tarr, K.C., 69 ára að aldri, eigi aðeins einn af allra merkustu bórgurum þessa bæj- arfélags, heldur þjóðkunnur maður vegna afskipta sinna og sérþekkingar á vettvangi heims- málanna; hann ferðaðist víða um lönd, var um eitt skeið for- maður Canadian Institute of International Affairs, en síðar Institute of Pacific Relations. Mr. Tarr sótti fundi fyrir hönd Canada í Jérúsalem, Kína og Japan. Hann var alment talinn vitur maður og góðgjarn. Mr. Tarr var fæddur í Ottawa og hlaut mentun við menta- stofnanir Ontariofylkis, en flutt- ist til Winnipeg nálega hálf- þrítugur að aldri, og stundaði hér við góðan orðstír málafærslu starf um langt skeið. Fólksfjölgun í Canada Að því er hagstofunni í Ot- tawa segist frá, nam fólkstalan í Canada þann 1. september síð- astliðinn 13,921,000. Þykir það því nokkurn veginn sýnt, að um næstu áramót verði íbúatalan komin upp í 14 miljónir. Manntal í Canada fer fram í júnímánuði næstkomandi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.