Lögberg - 23.11.1950, Qupperneq 1
Canada óætlar biljón dollara
fjárveitingu til hervarna
Á ÁTTRÆÐISAFMÆLI
Dr. Rúnólfur Marteinsson
Næstkomandi sunnudag á Dr. Rúnólfur Marteinsson átt-
ræðisafmæli, og munu þá vafalaust streyma til hans
margar hlýjar hugsanir, eins og reyndar svo oft endranær.
Dr. Rúnólfur er góður kennimaður, góður íslendingur,
en umfram alt annað, góður og drenglyndur maður.
Lögberg flytur Dr. Rúnólfi og fjölskyldu hans innilegar
hamingjuóskir í tilefni af áminstum merkisatburði.
Félagsheimili U.M.Í.A. að
Eiðum brann í
Aukaþingi slitið
Utanríkisráðherra sambands-
stjórnarinnar, Mr. Pearson, lét
nýverið svo ummælt, að víst
mætti telja, að útgjöld Canada
til hervarna á næstkomandi fjár-
hagsári, mundu nema að minsta
kosti biljón dollara, en slíkt er
um 40 af hundraði umfram það,
sem áætlað var í fyrstu; yfirlýs-
ing Mr. Pearson mun fáum hafa
komið á óvart, því í lok síbasta,
reglubundna þings, gaf fjár-
málaráðherrann, Mr. Abbott, ó-
tvírætt í skyn, að allmikillar út-
gjaldahækkunar vegna hervarna
mætti vænta.
Nú hefir, eins og vitað er, heil
hersveit verið æfð og útbúin til
þátttöku í Kóreustríðinu, sem
óhjákvæmilega hefir mikinn
kostnað í för með sér, auk þess
sem fjárveitingar til flughers og
sjóflota hækka að verulegum
mun.
Mr. Pearson kvað viðskiptalíf
hinnar canadísku þjóðar bæði
út á við og inn á við, vera í ágætu
'ásigkomulagi og gjaldþol henn-
ar aldrei betra en nú.
Dálaglegur
frétfaburður
Höfuðmálgagn rússneskra
kommúnista, Pravda, sem gefið
er út í Moskvu, flytur þau trú-
legu, eða hitt þó heldur tíðindi,
að General MacArthur, hernáms
stjóri Bandaríkjastjórnar í Jap-
an, sé önnum kafinn við uppkast
að leynisamningi milli japönsku
stjórnarinnar og amerískra yfir-
valda, er í sér feli meðal annars
það, að samið verði um hernám
Bandaríkjanna þar í Japan til
næstu 30 ára; þá fvlgir það og
sögu, að Bandaríkjastjórn sé
þess albúin, að veita Japönum
biljón dollara lán til þess að
byggja upp nýjan og fullkominn
herafla, búinn öllum nýtízku
vopnum; og svo á vitaskuld
samkvæmt skilningi þeirra háu
herra austur í Moskvu, að beita
öllum þessum ófögnuði gegn al-
saklausum kommúnistum.
Áminsta frétt tjáðist Pravda
hafa fengið frá Shanghai, og þá
er svo sem ekki að sökum að
spyrja varðandi sannleiksgildi
fréttaburðarins.
Biskup íslands og frú
væntanleg vestur
um haf
Sú frétt hefir borist frá Min-
neapolis, að biskup íslands, dr.
Sigurgeir Sigurðsson og frú hans
væru væntanleg vestur um haf
innan skamms. Fylgdi það frétt-
inni, að för þeirra væri sérstak-
lega heitið til Rochester, Min-
nesota, í lækningaerindum.
Norðmenn ótfast
samkeppni
íslcndinga
Eftir Oslóarfréttum að dæma
eru Norðmenn farnir að óttast
samkeppnina við íslendinga um
sölu á saltfiski til Spánar. Carl
Hambro, leiðtogi norskra íhalds-
manna, hefir reynt að herða á
norsku stjórninni, að senda
sendiherra til Madrid. Segir
Hambro að íslendingar hafi ný-
lega gert mjög hagkvæman
verzlunarsamning við Spán-
verja, sejn nú ógnT fiskútflutn-
ingi Norðmanna til Spánar.
Kona sökuð
um morð
Síðastliðinn laugardag fanst
örendur í íbúð sinni í Chateau
Laurier hótelinu í Ottawa, kunn-
ur lögfræðingur, Francis J. Sul-
livan, 50 ára að aldri, lögfræði-
legur ráðunautur námu- og land-
eignadeildar fylkisstjórnarinn-
ar í Ontario; heimili hans var í
Toronto; sagt er að Mr. Sullivan
hafi verið barinn í höfuðið til
dauðs; kona hans, sem var jöfn
honum að aldri, hefir verið sök-
uð um að hafa myrt mann sinn.
Borgaralegar varnir
Forráðamenn hinna ýmsu
deilda bæjárráðsins i Winnipeg
hafa komist að þeirri niður-
stöðu og mælt með því við bæj-
arstjórnina, að nauðsyn beri til,
að komið verði upp hið bráðasta
hér í borginni skipulagsbundn-
um, borgaralegum vörnum í því
falli að óvinaher ráðist á Can-
ada, og þá vitaskuld Winnipeg
líka, sem er mikil járnbrautar-
miðstöð og forðabúr; ráðgert er
að ráðinn verði sérstakur skipu-
lagsstjóri, er yfirumsjón hafi
með öllum þeim vörnum, er til-
tækilegt þykir að hrinda í fram-
kvæmd; flestar stórborgir þessa
lands, hafa þegar hafist handa
um hliðstæðar varnaðarráðstaf-
anir.
Stóraukin
iðnaðarfarmleiðsla
Að því er nýjustu fréttir frá
Belfast herma, hefir iðnaðar-
framleiðslan í Norður-írlandi
komist á hærra stig í ár, en
nokkru sinni fyr. Norður-lrar
vilja ekkert með sósíalisma hafa
að gera, þeir trúa á einstaklings-
framtakið og frjálsa verzlunar-
samkepni; verklaun eru þar
drjúgum hærri en viðgengst á
Suður-írlandi.
Sýnd verðug
viðurkenning
Paul Bardal, M. L. A.
Við fjölsótta og virðulega
guðsþjónustu í Fyrstu lútersku
kirkju í Winnipeg síðastliðið
sunnudagskvöld, var Mr. Paul
Bardal fylkisþingmaður, sæmd-
ur skrautrituðu ávarpi í viður-
kenningar og þakkarskyni fyrir
langt og giftudrjúgt starf hans í
þágu söngmála safnaðarins. Mr.
Victor Jónasson safnaðarforseti,
afhenti Mr. Bardal ávarpið með
velvöldum orðum, en Mr. Bardal
þakkaði fagurlega þá góðvild og
sæmd, er sér með þessu hefði
fallið í skaut.
Mr. Bardal hefir um langt
skeið unnið íslenzkri söngmenn-
ingu meðal íslendinga vestan
hafs mikið gagn, er að makleik-
um skyldi metið; hann er góður
félagsmaður og góður drengur.
Laust eftir klukkan fjögur
síðdegis í dag kom skyndi-
lega upp eldur í tvílyftu
timburhúsi nýbyggðu, sem
Ungmenna- og íþróttasam-
band Austurlands á við hinn
nýgerða íþróttavöll sinn á
Eiðum. — Brann húsið á
skammri stundu til kaldra
kola.
Verið að tjarga þakið.
Hús þetta var byggt að mestu
leyti í fyrra, en eftir var að
ganga frá því að ýmsu leyti. í
gær voru tveir menn, annar
þeirra Bóas Emilsson, íþrótta-
kennari, að vinna við að tjarga
þak hússins. Hituðu þeir tjör-
una á olíuvél inni í húsinu. Log-
aði á vélinni og höfðu þeir ný-
lega sett tjörufötu á hana, en
voru sjálfir að verki uppi á þaki
hússins.
Allt í einu sjá þeir, að þykkur
reykjarmökkur og eldur gýs út
um glugga og dyr. Þeir flýttu
sér þegar niður og virtist þá sem
í eitt eldhaf sæi inni í húsinu.
Kölluðu þeir á hjálp, og kom
von bráðar margt fólk á vett-
vang frá Eiðaskólanum, enda er
þar margt námsfólk. Alllangur
spölur er þó frá skólahúsinu út
á íþróttavöllinn.
Fró Kóreu
Undanfarna daga hefir herj-
um sameinuðu þjóðanna miðað
svo áfram, að forustusveitir
þeirra eru komnar að landamær-
um Manchuríu; en að austan
sækja fram herskarar Suður-
Kóreu í áttina til landamæra
Síberíu. Á norðvestur vígstöðv-
unum eru daglega háðir skæðir
bardagar, en þangað hafa kín-
vers kstjórnarvöld sent allmik-
inn herafla til stuðnings við
skoðanabræður sína í Norður-
Kóreu.
gær
En húsið varð alelda á svip-
stundu og stóð í björtu báli.
Varð engu slökkvistarfi við kom
ið, enda voru engin slökkvitæki
við hendina. Brann húsið til
kaldra kola á svipstundu.
Sprakk olíugeymirinn?
Geymir olíuvélarinnar, sem
verið var að hita olíuna á, var
úr gleri, og er búizt við, að hann
hafi sprungið og síðan kviknað í
olíunni og tjörunni. Hefir þegar
orðið af því mikið bál.
Hús þetta var sem fyrr segir
tvílyft timburhús, byggt að
mestu í fyrra og kostaði 25 þús-
und krónur. Stóð það við hinn
nýja íþróttavöll félagsins og
átti að notast við samkomuhald
og íþróttamót á honum. Á neðri
hæð hússins var veitingasalur
og eldhús, en á efri hæð geymsl-
ur og fleira. Húsið hafði ekki
verið tekið í notkun, en í því
voru geymd íþróttaáhöld sam-
bandsins, leirtau og fleira. —
Brann það allt eða ónýttist. Er
hinn mesti skaði að missi í-
þróttaáhaldanna.
Ákveðið hafði verið að halda
landsmót U.M.F.f. að Eiðum
sumarið 1952 og kemur það sér
mjög illa, ef ekki verður búið að
koma húsinu upp aftur fyrir
þann tíma". Húsið var að sjálf-
sögðu vátryggt, en erfitt mun
að ná í efni til byggingar á ný
—TÍMINN, 22. okt.
Óvenju mikið
um byggingar
Árið, sem fer nú að syngja
sitt síðasta vers, hefir verið eitt
hinna meiriháttar húsabygg-
ingaára í sögu Winnipegborgar;
byggingar þær, sem þegar hafa
verið reistar og verið er að reisa,
nema að verðmæti nálega tutt-
ugu miljónum dollara.
Eins og vænta mátti, átti Mani-
tobaþingið aðeins skamma setu
að þessu sinni; því lauk seinni
part fyrri viku; stundum voru
háðar þar snarpar orðasennur,
einkum milli hins nýdubbaða
formanns stjórnarandstöðunnar,
Mr. Willis og Campbells for-
sætisráðherra, en flestir munu
hafa verið nokkurnveginn á eitt
sáttir um það, að hinn síðar-
nefndi hefði haft yfirhönd í þeim
vopnaviðskiptum; þingið var
eingöngu kvatt til funda til
lúkningar þeim kvöðum, sem á
herðum stjórnarinnar hvíldu
vegna flóðanna miklu í vor, sem
leið, og tók það á sig ábyrgð á
14 miljón dala útgjöldum af
þeirri ástæðu; af þeirri upphæð
greiðir fylkið sex miljónir skil-
yrðislaust, en hygst að fá átta
miljónir frá sambandsstjórn í
viðbót við þá hálfu þrettándu
miljón, er sambandsstjórn hafði
áður fallist á að veita; er þess
að vænta, áður en langt um líð-
ur, náist að fullu samningar í
því efni.
Mr. Campbell kvað fjárhag
fylkisins í tíð núverandi stjórn-
ar, standa á svo traustum fót-
um, að greiðslur áminstrar fjár-
hæðar færu fram úr núverandi
sjóðum án þess að taka yrði lán
eða stofna til nýrra skatta.
Stofnun listaráðs
í undirbúningi
Björn Ólafsson menntamála-
ráðherra upplýsti á alþingi í gær,
að hugmyndin um stofnun
listaráðs hefði verið til athug-
unar að frumkvæði hans um
nokkurt skeið og taldi, að skrið-
ur myndi komast á það mál
innan skamms. Boðaði mennta-
málaráðherra, að hið fyrirhug-
aða listaráð yrði skipað mestu
andans mönnum þjóðarinnar, en
tók ekkert frekar fram um val
þeirra.
Kom þessi yfirlýsing fram í
sambandi við frumvarp Gylfa Þ.
Gíslasonar um laun skálda, rit-
höfunda og annara listamanna
og stofnun listaráðs. Mennta-
málaráðherra taldi einnig, að
koma þyrfti úthlutun fjársins til
skálda og listamanna í fastara
horf en nú væri og verið hefði
undanfarin ár.
Frumvarpi Gylfa, svo og frum
varpi Magnúsar Kjartanssonar
og Jónasar Árnasonar um út-
hlutun skáldastyrkjanna, var vís
að til annarar umræðu og
menntamálanefndar neðri deild-
ar, þar sem bæði frumvörpin eru
flutt. —Alþbl. 20. okt
Sfórfjón af
völdum áflæðis
Undanfarna daga hefir stór-
tjón hlotist af völdum áflæðis 1
Suður-Kaliforníuríkinu, þó eigi
komist það á hálfkvisti við ó-
sköpin, sem gengið hafa á í
borginni Reno 1 Nevadaríkinu;
en þar voru, að því er síðast
fréttist, á þriðja þúsund manns
án skýlis yfir höfuðið, og hvergi
nærri séð fyrir endann á ham-
förum náttúruaflanna þar um
slóðir; sagt er að tveir menn hafi
látið lífið; eignatjón er þegar
orðið gífurlegt.
Fyrsta
sjálfsrakstursstofan
í gær var opnuð í Albany
sjálfsrakstursstofa, hin fyrsta í
heimi. í stofunni er mikill speg-
ill og við hann rafmagnsrakvél-
ar. Raka menn sig sjálfir fyrir
lítinn pening og fá hvers konar
smyrsl og ilmvötn eftir óskum.
Olíufundur í
Manitoba
Náttúrufríðindaráðherra fylk-
isstjórnarinnar í Manitoba, Hon.
J. S. McDiarmid, gerði það lýð-
um ljóst á laugardaginn var, að
fundist hefði olía skamt frá bæn-
um Melita hér í fylkinu, þó enn
væri eigi vitað hvort olíumagnið
væri það mikið, að gerlegt þætti
að hefja þar námuvinslu með
gróðavænlegan atvinnurekstur
fyrir augum.
Námuverkfræðingar eru sagð-
ir þeirrar skoðunar, að á áminst-
um stað og í námunda við hann,
geti auðveldlega verið um arð-
vænlegar olíulindir að ræða.
Nýr flokksforingi
Á nýlega afstöðnu þingi Libe-
ral-samtakanna í Ontario, var
Walter Cunningham Tomson,
K. C., kjörinn foringi Liberal-
flokksins þar 1 fylkinu; hann er
54 ára að aldri, hefir um alllangt
skeið gefið sig að málaflutnings-
störfum í Toronto, en jafnframt
rekið búskap í stórum stíl, og
hefir nautgripahjörð hans getið
sér frægðarorð.
Mr Thomson er tiltölulega lítt
kunnur á stjórnmálasviðinu;
hann leitaði einu sinni kosning-
ar til fylkisþings, en beið lægra
hlut; í almennu kosningunum
1948 var hann kosinn á sambands
þing; en hefir haldið fáar ræð-
ur, er auðkendust af fyndni;
hann tók þátt í fyrri heimsstyrj-
öldinni og hlaut majórstign.
Níutíu þingmenn eiga sæti í
fylkisþinginu, en af þeirri tölu
ráða Liberalar eins og sakir
standa, aðeins yfir þrettán þing-
sætum.
Aldrei eins margir
við guðfræðinám
og nú
I vetur eru fleiri stúdentar
innritaðir í guðfræðideild há-
skólans en nokkru sinni hefir
áður verið. Síðastliðið vor út-
skrifuðust fimm guðfræðingar
úr háskólanum, en átta nýir stú-
dentar bættust við í haust. Mun
margt hinna efnilegustu manna
í hópi guðfræðinemanna.
Prestaskólinn, undanfari guð-
fræðideildarinnar, tók til starfa
1847, og hafa á þeim röskum
hundrað árum, er liðin eru síð-
an, aldrei verið svo margir
menn við guðfræðinám sam-
tímis. —
Undanfarin ár hefir verið mik-
ill hörgull á prestum, svo að
mörg prestaköll hafa jafnan ver-
ið prestslaus. En eins og nú
horfir, má vænta þess, að fljót-
lega verði ráðin bót á prestsleys-
inu, ef meginþorri guðfræði-
stúdentanna tekur prestvígslu
að námi loknu. Alþbl. 20. okt.
LÍÚ vill áframhald-
andi veiðitilraunir
við Grænland
Fulltrúafundur Landssambands
íslenzkra útvegsmanna skoraði á
alþingi og ríkisstjórn að stuðla
að því að tilraunum íslendinga
með fiskveiðar við Grænland og
önnur fjarlæg fiskimið verði
haldið áfram á næsta ári. ,
Taldi fundurinn að tilraunir
þær, sem gerðar voru í fyrra við
Grænland, hafi gefið mikils-
verða reynslu; teldu sjómenn
m. a., #ð þarna væri mjög stað-
viðrasamt og aðstæður til fisk-
veiða á margan hátt betri en
hér.