Lögberg - 23.11.1950, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.11.1950, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. NÓVEMBER, 1950 5 AI M \HAI IVINNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON RISASKREF KONUNNAR Á VETTVANGI MANNFÉLAGSMÁLANNA Eftir ELEANOR ROOSEVELT Þegar ég lít til baka yfir frem- ur langa ævi, get ég ekki annað en undrast yfir þeim miklu breytingum, sem orðið hafa á stöðu konunnar í þjóðfélaginu á þessu tímabili. Amma mín ól mig upp frá því að ég var átta ára, og mér finst því, ef til vill, meira til um hinn mikla mis- mun á stöðu konunnar fyrr og nú, heldur en því samtíðarfólki mínu, er aldrei var undir bein- um áhrifum frá hinni fyrri kyn- slóð. — Ömmu minni fanst það óhæfilegt að stúlka leitaði sér atvinnu utan heimilis, nema að hún væri nauðbeygð til þess fá- tæktar vegna; og að stúlka fengi áhuga fyrir háskólanámi fanst henni fráleitt. Ég lærði að fara á hestbak en varð að nota söðul. Ég man hve stúlkurnar, sem riðu á hjólhest- um klæddar pokabuxum, vöktu mikla athygli, og hve fólki fanst þær ókvenlegar. Sundfötin okk- ar voru með pilsum og við urð- um að vera í löngum svörtum sokkum; velsæmið krafðist þess að líkaminn væri algerlega hul- inn. Sumar stúlkur höfðu hatta á höfðinu þegar þær fóru í sund. til þess að skýla þeim fyrir sól- inni, því það var talið mikil- vægt að hafa hvítt hörund; ung- ar stúlkur hefðu þá óttast að fá hinn brúnleita hörundslit, sem þær nú sækjast eftir. Það var talið rétt að stúlkur, sem tilheyrðu hinni æðri stétt, hefðu einhver líknarstörf með höndum, en mjög fáar tóku að sér atvinnu gegn kaupi. Ef þær „þurftu að vinna“ eins og það var orðað, þá urðu þær aðallega að velja um kenslu, hjúkrun eða bókavarðarstörf. Stúlka, sem var af fátækari stétt, gat unnið í verzlun eða í skrifstofu, en yfir- leitt gerði hún það aðeins, ef það var bráðnauðsynlegt efnahags- ins vegna; metnaður karlmanna og almenningsálitið var á móti því, að nokkur kona stundaði at- vinnu utan heimilis, ef hún gat á nokkurn hátt komist hjá því. Mjög fáar konur höfðu forstjóra- störf með höndum og þær voru varla byrjaðar að brjóta sér leið í embætti, svo sem læknar, lög- menn o. s. frv., Þær hafa náð því takmarki eftir langa og örð- uga baráttu. Fáar af hinum ungu stúlkum nútímans hafa hug- mynd um, hve mikið þær skulda konunum sem fyrst ruddu kon- um braut til æðri mennta og víðtækara starfssviðs. Jafnvel nokkru eftir aldamót olli það hneyksli og skopi þegar það fréttist að hinar fyrstu kven- frelsiskonur hefðu klæðst karl- mannabuxum og gengið í þeim um stræti New York borgar. Konur voru þá að gera margt í fyrsta skipti, en flestar létu sér nægja að vera húsfreyjur og mæður innan heimilisveggj- anna — og þar höfðu þær oft mikið að starfa —og sumur urðu fögur fiðrildi í samkvæmislífinu, dekraðar af mönnum sínum. Breytingin kom með fyrsta heimsstríðinu. Fjöldi kvenna, sem þá urðu að taka að sér at- vinnu manna sinna, komust að því að hið nýja frelsi átti vel við þær og' þær héldu áfram vinnu sinni eftir að stríðinu lauk. Tala kvenna, er stunduðu atvinnu utan heimilisins gegn kaupi, hækkaði þá gífurlega. Móðir mín naut góðrar ment- unar fyrir stúlku af hennar kyn- slóð, og hún hafði því mikinn áhuga fyrir mentun minni, en í þann tíma var haldgóð ment- un og æfing í að rökhugsa, ekki talin eins mikils virði eins og að læra að koma fallega og vel fram í samkvæmislífinu. Ég lærði frönsku reiprennandi áður en ég lærði ensku, en reikning lærði ég utanbókar án þess að skilja hann. Ég lærði utan að fyrstu fjórar Euclid-bækurnar — rúmmálsfræði. — Ég skil ekki enn, að hvaða gagni það kom í að undirbúa mig fyrir það ævi- starf, sem ég bjóst við. En vitan- lega hefir ævi mín orðið alt önn- ur en móðir mín og amma höfðu í huga fyrir mig. Ég var fimtán ára þegar ég kyntist, í Evrópu, í fyrsta sinn, raunverulega frjálshugsandi kon um. Það hafði mikil áhrif á mig. Það var á tímabili Búa-stríðsins og enn var þá verið að deila um Dreyfus-málið. Ég heyrði rætt og deilt um ýms almenn mál, ýtarlega og oft af miklum hita, en það hafði ég aldrei heyrt heima. Á heimili ömmu minnar komu pólitísk mál aldrei til um- ræðu, og ég held helzt að hún hafi fyrir orðið sig fyrir að þurfa að kannast við að nokkuð eins óhreint og stjórnarstarfsmaður væri tengt fjölskyldunni. En ef ég var ekki beinlínis al- in upp til að verða nýtur borg- ari og að hugsa um skyldurnar gagnvart þjóðfélaginu, sem allir ábyrgir þegnar lýðræðisþjóða verða að hafa í huga, naut ég á margan annan hátt frjálsræðis í hugsanaþróun minni. Á heimili ömmu minnar var mikill og á- gætur bókaforði, sem afi minn hafði safnað. í safninu var mikið af guðfræðibókum, en ég hafði enga löngun til að lesa þær, en þar var líka mikið af hinum sí- gildu bókum, ævisögur, ferða- sögur, skáldsögur og bækur um um hið margbreytilega líf í öllum löndum. Þetta var sálar- fæða æsku minnar, er kom mér smám saman í skilning um hvers vegna konur voru að hefja bar- áttu um jafnrétti í pólitíska og félagslega heiminum; en fram að þeim tíma hafði ég haft lítinn áhuga fyrir þeim málum. Ég kyntist kvenfrelsishreyf- ingunni fremur seint, en tel mig lánsama að hafa hlýtt á Önnu Bernard Shaw flytja fyrirlestur, og að hafa kynst Carrie Chap- man Catt áður en hún varð víð- kunn sem mikill leiðtogi kvenna í baráttu þeirra fyrir pólitískum réttindum. Árangurinn af starfi þessara kvenna og annara var sá, að al- menningsálitið breyttist og mik- ilvægar umbætur á löggjöfinni varðandi réttindi kvenna hafa verið gerðar á síðustu fimtíu ár- um. Þessi löggjöf er ekki eins alls staðar, jafnvel ekki hin sama í öllum ríkjum Banda- ríkjanna. Afturhaldslög eru enn við lýði í Austurstrandaríkjun- um, en þó þau séu í bókunum, er þeim ekki framfylgt. Yfirleitt virðast konur nú hafa náð jafn- rétti fyrir lögum um öll Banda- ríkin. 1 seinni tíð hefir verið hafin hreyfing í þá átt að koma í gegn lögúm um jafnrétti, en þegar ég athuga þær umbætur sem gerðar hafa verið á síðasta mannsaldri, finst mér að það muni auðveldara, eins og hér hagar til, að breyta ríkislöggjöf- inni, sem virðist gera mun á körl um og konum, heldur en að samþykkja þesskonar lagafrum- varp á sambandsþingi. Konur eru nú orðnar þátttak- endur í flestum verkalýðssam- tökum og það er eftirtektarvert, að verkalýðssamtökin í þeim iðnaði, sem konur aðallega stunda, eru eins góð eins og nokkur önnur. I fjölskyldulífinu hefir líka orðið mikil breyting. Fyrir fim- tíu árum urðu konur að vinna á bak við tjöldin, ef þær vildu láta áhrifa sinna gæta, en nú beita þær áhrifum sínum opin- berlega, og eiginmenn þeirra og börn taka álit þeirra til greina. Fyrir fimtíu árum síðan hafði engin stúlka einkaíbúð meðan hún var ógift, slíkt þótti ósæmi- legt. Nú tekur enginn til þess þótt ógift kona eignist sitt eigið heimili. í minni tíð, hafa konur verið viðurkendar sem læknar, skurð- læknar, sálarfræðingar, lög- menn, húsameistarar, og jafnvel vélafræðingar. Ég man daginn, þegar John Golden lét þau orð falla í Hvíta húsinu, að konur hefðu ekki skapandi gáfur og að aldrei hefði verið uppi kona gædd miklum skapandi listræn- um hæfileikum. Ég ræddi þetta við hann í alvöru síðar og hélt því fram að það gæti virst sem þetta væri rétt, í okkar tíð, en það hefði ekki altaf verið þann- ig, og ef þessu væri þannig var- ið nú, þá væri það ekki fyrir það að konur skorti hæfileika heldur fyrir það að þær skorti tækifæri. Ég held að við verðum nú að kannast við, að á síðasta manns- aldri höfum við eignast ágæta rithöfunda og listmálara og nokkra frábæra myndhöggvara meðal kvenna bæði hér í landi og í öðrum löndum. Nútíma lífið er hraðfleygt og truflanirnar og hin margþætta starfsemi, sem hlaðið er á konur, gerir það að verkum að erfiðara er að þroska hverskonar listrænar gáfur en áður var. En þrátt fyrir þessar ytri kringumstæður er sköpun- arviljinn svo sterkur, að ég hygg, að þeim konum fari fjölgandi, er láta sköpunarhæfileika sína í ljósi, ekki einungis með því að fæða og ala upp börn, heldur með því að skapa listaverk. Eitt er það, sem mér finst sér- staklega athyglisvert nú á tím- um, en það er, að konur taka nú á sig ábyrgð í sambandi við sköpun nýs fyrirkomulags fyrir þjóðirnar. Tökum til dæmis Ind- land. Ég hefi séð á þingi Sam- einuðu þjóðanna kvenfulltrú- ann Madame Pandit, systur for- sætisráðherrans, veita forustu sendifulltrúasveitinni frá því landi; eina konan, sem skipar slíka stöðu. Ég hefi líka verið hrifin af hinum mörgu hæfileikakonum, sem sótt hafa þingið, og sem hafa að baki sér merkilegan starfsferil á ýmsum sviðum,, er gerir þær hæfar til að taka þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna. Mér kemur strax í hug Madame Lefoucheaus frá Frakklandi, sem var formaður nefndarinnar, er fjallar um stöðu konunnar í þjóð félaginu; Miss Bowie, sem var fulltrúi Breta í Mannréttinda- nefndinni; M a d a m e Hansa frá Indlandi, einnig í þeirri nefnd; og fjöldi kvenna, er hafa stutt hina önnum köfnu full- trúa með ráðum og dáð, útveg- að okkur alls konar upplýsing- ar, sem gert hafa okkur mögu- legt að leysa verkefnin af hendi á þeim sviðum, sem við höfðum litla sem enga reynslu. Jafnvel fyrir tíu árum síðan, ef þá hefði verið til stofnun eins og Sam- einuðu þjóðirnar, hefði verið ó- líklegt að kona hefði átt þar sæti sem fulltrúi, og vissulega er það vafamál hvort Bandarík- in hefðu sent þangað kvenfull- trúa. En nú á þar sæti ekki ein- ungis kvenfulltrúi frá Banda- ríkjunum heldur og vara-full- trúi. Ef til vill er staða konunnar á þingi Sameeinuðu þjóðanna bezta sönnun þess, að konur hafa nú rutt flestum tálmunum úr vegi sínum að hverskonar em- bættum og í viðskiptalífinu; þær hafa nú, að áhrifum til, öðl- ast þvínæst fullkomið jafnrétti við karlmenn á pólitíska svið- inu bæði innan lands og í mörg- um öðrum löndum. Sumar þjóð- Þegar ég valdi frelsið og flaug yfir jórntjaldið Eftirfarandi grein er eftir frú Doly Prchalova-Sper- kova, sem flúði nýlega á- samt manni sínum og fimm ára dóttur þeirra til Bret- lands í flulningaflugvél, sem þau tóku traustataki. Segir frúin frá því, hvernig lífið er í einræðisríki komm únista og hvers vegna þau hjón settu sig í lífshættu til að komast úr landi. Allir vilja fá að vita, hvað hafi valdið því, að maðurinn minn og ég ákváðum að lokum að flýja land, handan járntjalds- ins. Það er ákaflega einfalt að svara þeirri spurningu, en hins vegar hefir mér reynst erfitt að sannfæra Breta í raun og veru um ástæðuna. Ég býst ekki við að nokkur maður, sem ekki hefir reynt að búa í einræðisríki, sem einnig er föðurland hans, geti nokkru sinni skilið þetta til hlýtar. En nú skal ég segja ykkur frá nokkr um atriðum úr daglega lífinu bak við járntjaldið, sem valda því, að fleiri karlar og konur velja frelsið — og sem setja sig í lífshættu með tilraunum til að öðlast það. Hver hreyfing undir eftirliti. Fyrst verð ég að skýra frá því, að í föðurlandi mínu, Tjekkó- slóvakíu, er notuð aðferð, sem kölluð er sá „tíundi“. Hver einasti 10 manna hópur í öllu landinu er undir eftirliti manna, sem hafa gætur á hverri einustu hreyfingu þeirra, með vinnu þeirra, skemmtanalífi, vináttu þeirra við aðra menn, fjölskyldulífi þeirra og jafnvel, að því er virðist hugsunum þeirra. Þessi eftirlitsmaður „sá „tí- undi“ gefur nákvæmar skýrslur um athuganir sínar til annars manns, sem nefnist „sá hundr- aðasti“. Hver hundraðasti ber ábyrgð á sínum tíu „tíundu“ og eitt hundrað borgurum þeirra. Það er ekki farið neitt leynt með hver sá tíundi er. Hver mað ur veit hver er hans eða hennar „tíundi“. En hitt er víst, að komi það fyrir, að einhver láti óvarlegt orð falla í bræði, eða af óþolin- mæði, sem túlka mætti sem niðrandi um stjórn kommúnista, þá er ekki nema tímaspursmál þar til barið er að dyrum hjá viðkomandi, þau högg óttast allir. Hin sífelda spurning: — Hver er svikari? Hvað sem leiða kann af þeirri heimsókn vekur það spurning- una: „Hver sagði hinum „tí- unda“ frá? Hver er svikarinn? Gæti það verið bróðir minn eða systir, maðurinn, sem við geng- um fram hjá á götunni? Gæti það hugsast að það væri gamli góði vinurinn okkar, hann NN? Á þennan hátt er vakinn grun- ur meðal nábúa — jafnvel inn- an eigin fjölskyldu. — Enginn veit með vissu hver er vinur hans, eða óvinur. Það er því ekki að furða, að hinir einfaldari meðal ferða- manna, sem koma vestan járn- tjalds í heimsókn til kommún- istaríkis, hrífist af þeirri stað- reynd að allir hæli stjórnarfar- inu. Látum þetta nægja um hina svonefndu leynilögreglu. En hvað líður vinnuskilyrðum og lifnaðarháttum? Því betur, sem Rússar undir- búa „friðinn“ sinn, því erfiðari verða lífsskilyrðin, sem almenn- ingur í leppríkjunum á við að búa og þar með í Tjekkósló- vakíu. Krafist aukinna afkasla — Launin lækkuð. í verksmiðjum, fyrst og fremst þeim, sem vinna að her- gagnaframleiðslu, hefir verið tekin upp þriggja vakta reglan. Lágmarksskyldukröfurnar um afköst verkamanna, sem kallað- ar eru eðlileg afköst, fara dag- lega vaxandi, en launin lækka að sama skapi. Hvert einasta tækifæri er not- að til að tilkynna nýjar kröfur um meiri afköst. Afmælisdagur Stalíns er talinn tilvalið tæki- færi til þessa. — Háttsettir kommúnistar ávarpa verkamenn við slík sérstök tækifæri og fá loforð um aukin afköst afreks- verkamanna — og kröfurnar um eðlilegu afköstin hækka. Ávalt þegar tilkynningar eru birtar eru þeir „tíundu“ við- staddir og uppljóstrarar fylgjast með svipbrigðum manna til þess að sjá hvernig hverjum verka- manni verður við. í einræðisríki er engin frístund. í einræðisríki er ekkert til, sem heitir frístund. Það eru flokksfundir á flokksfundi ofan, jafnvel einnig síðdegis á laugar- dögum og á sunnudögum — ef þú ert þá ekki þér til dægra- styttingar í sjálfboðaliðssveit við landbúnaðarvinnu, skógrækt eða námugröft. Stöðugt eru gerðar hærri kröf- ur til þess, að konur taki við störfum í hverskonar starfs- greinum þar sem karlar unnu áður. Slagorðið er: „Leysið karl- menn frá störfum svo að þeir geti snúið sér að erfiðisvinnu í málmiðnaðinum". Nú þegar verða allar mæður, sem ekki eiga börn undir þriggja ára, að taka að sér að minnsta kosti tímavinnu. Þeim er sagt, að skömm sé að því, að hugsa eingöngu um hag heimilisins, þar sem það sé ekki nema hluti af skyldum þeirra gagnvart þjóð félaginu. Maðurinn minn og ég gerðum okkur það ljóst fyrir löngu að við myndum aldrei geta orðið hamingjusöm né fengið hugar- ró með þessu stjórnarfari, hvað sem öðru liði. Vegna þess að við höfðum bæði starfað í brezka flughern- um í styrjöldinni láum við undir sterkum grun frá byrjun. Hin saklausustu samtöl okkar eða gjörðir gátu verið misskilin. Maðurinn minn, sem er flug- maður, fékk aldrei að fljúga, nema með „eftirlitsmanni“, eða lögreglumanni um borð í vél- inni. En samt sem áður, vegna skorts á æfðum flugmönnum í utanlandssiglingum, fékk hann að halda stöðu sinni. Þegar hann gisti 1 einhverri borg í landi, þar sem kommún- istar ráða ekki ríkjum — ef til vill í París, Róm, eða London — varð hann að sofa í því herbergi, sem honum hafði verið fengið og ávalt með öðrum, sem tékk- neska stjórnin hafði valið hon- um að herbergisfélaga. Sama regla gilti um aðra flugmenn. Honum var ekki leyft að tala við nokkurn mann í þessum borgum. Kæmi það fyrir að hann rækist á mann, sem hann þekkti, þá vissi hann, að það, sem hann myndi tala við hann yrði eftir honum haft og að hann yrði að gefa skýringu er hann kæmi til Tjekkóslóvakíu. Þá var dauðinn vís. Og þess vegna varð okkur ljóst — og þér eruð ef til vili samþykkur því, eftir að hafa lesið þessa stuttu frásögn — að það var tilgangslaust fyrir okk- ur að ætla að lifa áfram í okkar eigin landi. Við lögðum á ráðin fyrir löngu hvernig við ætluðum að kom- ast undan. Síðan komu mánuðir með ráðagerðum, bollalegging- um og bið. Síðan komu mánuðir af ótta og það svo að við þorð- um naumast að sofa af hræðslu um að við kynnum að tala upp úr svefninum. Ef upp hefði komist um okk- ur eða ráðagerðir okkar frétst, hefði það þýtt dauðann fyrir manninn minn og ævilangt fang- elsi í bezta lagi fyrir mig. Og barnið okkar hefði ekki framar fengið að sjá föður sinn né móð- ur. Til þessa er dásamlegasta augnablik lífs okkar þegar við lentum heilu og höldnu á flug- hersvellinum 1 Manston í Kent. En dásamlegra verður það augna blik, sem við vonumst eftir að eiga eftir að lifa. Það verður er við snúum heim til frjálsrar Tjekkóslóvakíu — okkar ástkæra föðurlands. Women's Alliance Elecf New Officers Mrs. V. Jonasson was elected president of the Women’s Asso- ciation of the First Lutheran Icelandic Church on Tuesday November 14, at the annual meeting in the church parlor. Honorary president is Mrs. B. B. Jonsson, and past president is Mrs. K. G. Finson, others of- ficers elected are: Vice-president Mrs. Paul Sigurdson, secretary Mrs. A. R. Clark, corresponding secretary Mrs. F. Reynolds, treasurer Mrs. E. Richardson, assistant treasurer Mrs. E. J. Helgason, publicity Mrs. G. Jo- hannesson, mebership Mrs. G. W. Finson and Mrs. J. D. Turner. The next meeting of the W. A. will be held on Tuesday Novem- ber 28, at 2.30 p.m. in the church parlor. ir eru seinni til en aðrar, að veita þessi réttindi, en auðsætt er hvert stefnir. Það er í áttina til fullnaðar jafnréttis. Ég held að enn megi segja, að sú kona, sem vill komast hátt á einhverju sviði, verði að vera gædd meiri hæfileikum en karl- maðurinn, því hún og starf henn- ar er gagnrýnt nákvæmlega; en þetta er eina hindrunin, sem hún hefir við að stríða fram yfir karlmanninn á hér um bil öll- um starfssviðum. Lauslega þýtt Úr hundrað ára afmælisriti Harper's Magazine Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Traininglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 695 SARGENT AVT. WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.