Lögberg


Lögberg - 23.11.1950, Qupperneq 4

Lögberg - 23.11.1950, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. NÓVEMBER, 1950 Högtoerg OefiC Ot hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVEUNE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 864 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyriríram The "Löfberg'’ le printed and publiehed by The Columbla Pres* Ltd. 696 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorlsed as Second Claaa Mail, Post Office Department. Ottawa Bókaútgáfa Menningarsjóðs Menningarsjóður íslands hefir unnið þjóðinni mik- ið þarfaverk með útgáfu vandaðra og nytsamra bóka um nokkur undanfarin ár, og er nú orðið á þessum vettvangi um hreint ekki svo lítið bókasafn að ræða; sjoðunnn hefir nú gefið út úrval af Ijóðum allmargra öndvegisskálda þjóðarinnar, og hefir élíkt komið ljóð- unnendum að góðum notum, því auðveldara var að komast að kjarnanum í tiltölulega litlu kveri, en bókar- bákni, þar sem úr mörgu og misjöfnu var að viða; þá er og engu að síður enginn smáræðis fengur í því, að eignast í úrvals þýðingum smásagnaval erlendra höf- unda, er getið hafa sér frægðarorð vegna myndauðgra persónulýsinga og stílfimi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefir sýnt ritstjóra Logbergs þá góðvild, að senda honum persónulega að gjöf bækur sínar, og má ekki minna vera en sú rausn sé opinberlega þökkuð. Bækurnar fyrir árið 1949 eru fimm að tölu; skal þar fyrst til telja „Lönd og Lýðir“ — bók, sem fjallar um Noreg, landið sjálft, menningu þjóðarinnar, and- lega og efnalega; bókina hefir tekið saman Ólafur Hansson, er hún skreytt ágæturn myndum af einstakl- íngum og sögustöðum, er mjög auka á gildi hennar; malið er kjarnyrt og hressandi, og stingur mjög í stúf við ládeyðuna, er maður, því miður, verður svo oft að sætta sig við; þarna getur að líta myndir af Vinje, Bjornson, Ibsen, Grieg, Nansen, Amundsen, Ondset, Falkenberget ,og mörgum öðrum norskum aðalsmönn- um í ríki andans. Um heiti landsins farast bókarhöfundi orð á þessa leið: lausnara og skáldsnillinga, gæddra spámannlegri sýn. Svo er sem beljandi vorleysing í andlegu og stjórnmála- legu lífi fari um meginland álfunnar, og fagurgrænn vitazgjafi mikilla andlegra afreka rísi á ný undan gaddi kreddulífs, hjátrúar og hindurvitna“. Ævi Kristjáns Jónssonar, þessa ástríðuríka sonar þingeyskra öræfa, varð í hinum ytra skilningi, eða að því er lífsskilyrðunum viðkom nálega órofin harmsaga, en á sviði ljóðagerðarinnar, dramatísk sigursaga. Krist- ján Jónsson og þjóðin hans runnu saman í eitt; í skap- gerð þessa örgeðja tilfinningaskálds, háðu tíðum and- víg öfl litauðga baráttu, eins og kemur fram í ljóðperl- unni, Tárið, og ljóðlínunum: „Lífið alt er blóðrás og logandi und, sem læknast ekki fyr en á aldurtilastund“. Ljóð Kristjáns Jónssonar hafa komið fyrir almenn- ingssjónir í ýmissum útgáfum, en það er eins og þetta nýja úrval komist næst hjartanu. Amerísk háskólabókasöfn til fyrirmyndar Háskólakennsla við þarfir almennmgs Frásögn háskólarektors, dr. Alexanders Jóhannessonar „Nafnið Noregur hefir oftast verið talið dregið af Norðvegur, er mun upphaflega hafa verið notað um sjoleiðina milli lands og skerja meðfram vesturströnd landsins. Sumir telja þó, að fyrri hluti nafnsins sé dreg- inn af nór (skip) og merkir orðið þá skipaleið. Enn aðrir ætla, að nafnið sé dregið af staðarheiti í nánd við Ögvaldsnes á Rogalandi í Suðvestur-Noregi. Á norsku ríkismáli er nafnið Norge, á nýnorsku Noreg._“ „Sögur frá Bretlandi“ nefnist ein bókin, er Þor- steinn Jónsson rithöfundur safnaði til og bjó til prent- unar; er þar að finna smásögur eftir forustuskáld Breta á því sviði, svo sem Thomas Hardy, Bernard Shaw, Joseph Conrad, W. Somerset Maugham, Herbert E. Bates o. fl. Sögurnar eru yfir höfuð skemtilegar af- lestrar, og þýðingarnar, sem eru eftir ýmissa rithöf- unda, hvorki meira né minna en með ágætum. Telja má það bókinni til gildis, að gerð er nokkur grein fyrir æviatriðum þeirra höfunda, sem þar eiga sögur. Ein hinna fimm bóka, er Bókaútgáfa Menningar- sjóðs, sendi ritstjóra blaðsins, er Alamnak Hins ís- lenzka Þjóðvinafélags fyrir árið 1950. Það hefir venju samkvæmt, mikinn og margvíslegan fróðleik til brunns að bera; bera þar hátt, meðal annars kjarngresis rit- gerðirnar um rússneska skáldið Alexander Pushkin, og sænska pennavíkinginn August Strindberg, er Vil- hjálmur Þ. Gíslason hefir samið; báðar eru þessar rit- gerðir hnitmiðaðar og fáum orðum til einskis eytt. Harla fróðleg er Árbók íslands fyrir 1948, og þá eigi síður „Úr þróunarsögu atómvísindanna“ eftir Þor- björn Sigurgeirsson. Andvari — Tímarit Hins íslenzka Þjóðvinafélags, sjötugasta og fjórða ár, er fjölbreytt rit að vanda og íhyglisvert um margt; ber þar fyrst til að telja snjalla og sannorða minningargrein um Magnús Sigurðsson bankastjóra eftir Eirík alþingismann Mnarsson frá Hæli; var það þarft verk að minnast Magnúsar, því svo mjög kom hann.víð sögu íslands í samtíð sinni, og reyndist þjóð sinni þá jafnan liðtækastur, er mest lá við; þegar í krappan kom á vettvangi íslenzkra fjár- mála, var Magnús jafnaðarlegast sendur út af örkinni, og kom það víst sjaldan fyrir, að hann færi erindis- leysu. Fundum okkar Magnúsar bar saman í Reykjavík í heimsókn minni til íslands um sumarið 1946. Við sváfum saman eða öllu heldur vöktum og skulfum sam- an í ryðguðum og hrynjandi bárujárnsbragga í ofsa- roki á Keflavíkur flugvelli aðfaranótt þess 23. septem- ber þá um haustið, og til þess að reyna að halda á okk- ur hita, tókum við þann kost að kveðast á, því betra a væri ilt að gera en ekki neitt; frá árangrinum verður ekki sagt hér; við flugum saman vestur um haf kvöldið eftir og kvöddumst á Grand Central járnbrautarstöð- inni í New York, og það var í síðasta skiptið, er fund- um okkar bar saman á þessari jörð. Magnús Sigurðsson var þjóðhollur maður og flest- um þeim kostum gæddur, er sannan mann mega prýða. Undir nafninu íslenzk úrvalsrit, verður svo sam- ferða áminstum bókum samanþjappað úrval úr Ijóðum Kristjáns Jónssonar, er Karl ísfeld gaf út og reit snild- arlegan formála að; hefst formálinn með þessum óvið- jafnanlega glæsilegu setningum: „Um miðbik nítjándu aldar, er líkt og steini sé velt frá og upp úr grafarhúmi fáfræði og blekkinga lið- inna alda rísi uppljómaðar ásjónur andlegra endur- „Ég hafði mikla ánægju og gagn af förinni til Bandaríkj- anna og ég býst við, að þau áhrif sem við Pálmi Hannesson rektor Menntaskólans urðum fyrir í þessari ferð okkar verði til þess, að við setjum hærri kröfur við stofnanir okkar hvor um sig“. Á þessa leið fórust dr. Alexand- er Jóhannessyni rektor Háskóla Islands orð er hann sagði blaða- mönnum frá Ameríkuferðinni, en það var í hádegisverði sem dr. Olson menningarmálafulltrúi Sendisveitar Bandaríkjanna bauð til í gær í tilefni af heim- komu rektoranna. Pálmi Hann- esson rektor mætti ekki í boð- inu sökum þess, að hann veikt- ist skyndilega af botnlanga- bólgu um helgina og hefir verið gerður á honum uppskurður. Kynntust fjölda skólum. Pálmi fór vestur í byrjun á- gústmánaðar, en hann var full- trúi ríkisstjórnarinnar við há- tíðahöldin að Gimli, sem haldin voru í tilefni af 75 ára afmæli : slendingabyggðar í Kanada. Dr. Alexander fór vestur 24. á- gúst og hittust þeir Pálmi 1. september í Washington. Þaðan fóru þeir til Philadelphia og skoðuðu háskólann þar og marg- ar aðrar stofnanir. hittu þeir m. a. Otto Springer prófessor, sem hér var í fyrra og Uppvall prófessor, sem kom til íslands fyrir 20 árum. Þarna skoðuðu þeir College skólann „Ursinus“, en College-skólar svara til tveggja efstu bekkja í mennta- skóla og fyrstu tveggja áranna í háskóla hjá okkur. í Philadelphia skoðaði Alex- ander m. a. ríkisfangelsi, þar sem voru um 1900 fangar. — Þótti honum sú stofnun öll til fyrirmyndar, hvað hreinlæti, að- búð fanganna og fyrirkomulag allt snerti. Hlýddl hann þar messu og skoðaði bókasafn fang- elsisins. Af fangahópnum höfðu fjórir eða fimm verið dæmdir til dauða og 15—20 í ævilangt fangelsi fyrir afbrot. Skammt frá Philadelphia býr Sauel du Pont, hinn mikli iðju- höldur sem nú er áttræður. Er hann talinn vera einn auðugasti maður í Ameríku. Sagði Alex- ander frá heimsókn hjá honum á rausnarlegu heimili hans, gróðurhúsunum við bústaðinn og útileikhúsi, er tekur 2000 manns í sæti. — Sagði hann að skrautgarðarnir hefðu minnt sig Verseillesgarðana og hefði hann haft orð á því við du Pont, en hann svaraði til, að hjá sér væri allt í smæ^ri stíl, en þar Stærsía íslenzka bókasafnið í Ameríku. Þeir Pálmi rektor og Alex- ander skildu í íþöku. — Fór Pálmi vestur á Kyrrahafsströnd, en Alexander í heimsókn til ýmsra háskólaborga. — Fyrst dvaldi hann nokkra daga í íþöku þar sem Cornell bókasafnið mikla er. Þar hitti hann dr. Ste- fán Einarsson í Baltimore, sem vinnur að samningu bókmennta- sögu sinnar á sumrin í íþöku. Þar var dr. Halldór Hermanns- son, sem er að skrifa sögu ís- lands á ensku. — Gefur Ameri- can Scandinavian Foundation út bæði þessi rit. íþaka er og eftirmaður Halldórs við íslenzka bókasafnið, sem Fiske stofnaði, Kristján Karlsson, ungur mað- ur. í íslenzka bókasafninu eru um 25000 bindi og er safnið það stærsta af íslenzkum bókum, sem til er 1 Ameríku. En Alex- ander segir, að safninu sé illa fyrir -komið í kjallara. Sagðist hann hafa haft orð á þessu við yfirbókavörð Cornell-safnsins og hefði hann sagt sér að í ráði væri að byggja hús fyrir bóka- safnið og myndi'hann þá sjá svo um, að íslenzka safnið fengi betri aðbúnað. Iþaka er fallegur bær og þar var gott að koma, sagði dr. Alexander. Stofnun kennarastóls í íslenzku við Manitobaháskóla tryggð. Frá íþöku fór háskólarektor til Chicago og kynnti sér Chi- cago-háskóla og North Western háskólann, sem er skammt fyrir utan borgina. En þaðan til Madi- son í Wisconsin og Minneapolis. Alls staðar var háskólarektor tekið hið bezta og kynntist hann bæði skólunum og kennurum þeirra og stjórnendum. Ekki tókst honum þó að ná tali af Eisenhower hershöfðingja, rekt- or Columbia-háskólans í New York, því að hann var ekki stadd ur í borginni er Alexander var þar. — Sögðu háskólakennarar að sumir þeirra hefðu aldrei tal- að við Eisenhower yfir-rektor. Enda væri staða hans við skól- ann frekar skrautfjöður, en beint starf. I Minneapolis hitti háskóla- rektor Gunnar B. Björnsson og fjölskyldu hans alla og hitti þar raunar fleiri íslendinga. Þá fór hann til Grand Forks í Norður- Dakota, en frá heimsókn hans þangað hefir nýlega verið skýrt ýtarlega í grein eftir dr. Richard Beck, hér í blaðinu. Þá *heim- sótti Alexander íslendingabyggð irnar í Mountain og Garðar, skoðaði legstein K.N. og síðasta dvalarstað Stephans G. Step- hanssonar. Hélt síðan með sr. Agli Fáfnis til Winnipeg. — Fyr- irlestur flutti Alexander í Betel, íslenzka elliheimilinu að Gimli og bað gamla fólkið hann að bera öllum Islendingum kveðjur sínar. Við Manitoba-háskóla í Winnipeg flutti Alexander fyrir lestur um uppruna tungumála og ræðu í kirkju Fyrsta lúterska safnaðarins í Winnipeg fyrir fullu húsi. Þar hitti hann líka fjölda Vestur-íslendinga, ræðis- mann íslands Grettir Jóhanns- son, þá bræður Árr^a og Gretti Eggertsson, Ásmund Jóhanns- son sem nú er farinn að heilsu og sem bað fyrir kveðjur heim. Lindal dómara og síra Valdimar J. Eylands ásamt mörgum öðr- um. Það er nú iryggl að íslenzkur kennarasióll verður siofnaður við Maniioba-háskóla og að ís- lenzkur maður verður ráðinn á næslu mánuðum til að kenna ís- lenzk fræði við háskólann. Mun sá maður einnig fá það hlutverk að halda' námskeið í íslenzku, bókmenntum, tungu og sögu, sem aðallega verða ætl- uð mönnum af íslenzkum ætt- um. Hann á einnig að sjá um íslenzka bókasafnið í Manitoba- háskóla, sem er hið bezta í alla staði með um 20.000 bindi. Gæti það með ræktarsemi og góðri umhyggju keppt við bókasafnið í Cornell áður en langt um líður. Vestur-íslendingar hafa safn- að 150.000 dollurum til kennara- stólsins, en þar af gaf Ásmund- ur Jóhannsson þriðjung fjárs- ins sem kunnugt er. — Við Mani tobaháskóla starfa nokkrir Is- lendingar að kennslu. — Skúli Johnson í grísku, dr. Anderson og dr. Thorlakson læknir, en hann stjórnar einnig fyrirmynd- ar lækningastöð, — Winnipeg Clinic. Frá Kanada fór dr. Alexander til New York og þar lágu fyrir honum boð um að flytja fyrir- lestur við Harvard-háskóla. Fór hann þangað 8. okt. og flutti fyr- irlestur um uppruna tungumála daginn eftir. Um sama leyti var Pálmi Hannesson einnig í Har- vard, þar sem hann sýndi Heklu- kvikmynd fyrir jarðfræðinga og náttúrufræðinga. Mun Pálmi hafa sýnt Heklukvikmynd sína víðar, meðal annars í borgum á Kyrrahafsströndinni. Víða þar sem háskólarektor kom í ameríska háskóla, hitti hann, eða heyrði um háskóla- kennara af íslenzkum ættum. Ólafur Pétursson er kennari við landbúnaðarháskólann í Iþaka, Benedikt Einarsson er kennari í grísku við Chicago-háskóla, móðir hans var sænsk en faðir hans íslendingur. Jóhann Hann- esson er kennari við Californíu- háskóla og þannig mætti lengi telja, því alls munu 16 íslend- ingar, eða menn af íslenzkum ættum stunda háskólakennslu við ameríska háskóla. Bókasöfn fil fyrirmyndar í amerískum háskólum. Háskólarektor sagði að það, sem hafi hrifið sig einna mest við háskólanna amerísku, væri bókasöfn þeirra. Við flesta þeirra væri kennd forn-íslenzka, en ís- lenzku deildirnar í bókasöfnun- um væru yfirleitt heldur léleg- ar og skorti margt bóka. Ráð- lagði rektor nokkrum háskóla- bókavörðum að skrifa hingað til fá lista yfir þær bækur, sem þá vanhagaði einna mest um í söfn sín. Flestir háskólanna í Ame- ríku eiga góð bókasöfn. í bóka- safni Harvard-háskóla eru t. d. um 5 milljónir bóka og er það talið eitt stærsta háskólabóka- safn heimsins, aðrir háskólar eiga bókasöfn með 1—2 milljón- um eintaka. Annað ^m er sérkennilegt við ameríska hóskóla, er hinn mikli nemendafjöldi, allt frá 15000 upp í 30 þúsund stúdentar. Stærstur er Californíuháskóli með um 30.000 nemendur, Minnesota-há- skóli með um 25 þúsund stú- denta og sá þriðji Columbia-há- skóli í New York með álíka marga nemendur. Amerísku há- skólarnir eru um margt ólíkir háskólum í Evrópu. — Banda- ríkjamenn leggja mikla áherzlu á ýmsar námsgreinar, sem ekki þekkjast við háskóla í Evrópu, t. d. hússtjórnarfræði, listgrein- ar margs konar. — Háskólarnir í Ameríku reyna að fullnægja þörfum fólksins til menntunar á ýmsum sviðum, sem Evrópuhá- skólar láta ekki kenna. Stund- um virðist sem minni kröfur séu gerðar til stúdenta við embættis- próf, en í Evrópuskólum en ekki er það þó í öllum námsgreinum. Alexander fékk með heimsókn sinni til hinna mörgu háskóla í Ameríku tækifæri til samanburð ar, því hann hefir kynnt sér fjölda háskóla víðsvegar í Ev- rópu. í flestum, eða öllum fylkjum Bandaríkjanna munu vera ríkis- háskólar, en auk þess eru marg- ir háskólanna einkafyrirtæki, sem hafa auðgast mjög á gjöfum. Harvard-háskóli er t. d. einka- fyrirtæki. Þegar ákveðið var í Framhald á bls. 8 Minnist BETCL í erföaskrám yðar

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.