Lögberg - 23.11.1950, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. NÓVEMBER, 1950
7
Leyniför til Austur-Þýzkalands
(Frh. af bls. 2)
hann. „Ef þú trúir mér ekki get-
urðu komið og leitað“. Það var
ögrunarhljómur í röddinni. Sem
snöggvast hélt ég að lögreglu-
þjónninn ætlaði að taka hann á
orðinu, en hann stilti sig, og lét
sér nægja að líta yfir skjöl okk-
ar, leita í farangrinum — þó
ekki vandlega — og líta undir
sætin. Að því loknu fór hann
út og sagði hæversklega: „Verið
þið sæl“.
„Svona þarf að höndla þá
þessa karla“, sagði skarpleiti
maðurinn. „Láta þá sjá að þú
sért ekki hræddur við þá“. Og
nú var eins og fargi hefði verið
létt af farþegunum, og þeir
hlógu dátt að þessari vafasömu
fyndni.
Von bráðar hélt lestin af stað
frá Grossbeeren, og ég var kom-
inn inn í annan heim; heim
kommúnistanna. Enda þurfti ég
ekki annað en líta út um lestar-
gluggann til að sannfærast um
að svo væri. Hér voru hvar-
vetna stór auglýsingaspjöld með
geysistórum hvítum stöfum á
rauðum grunni og á þau letruð
ýms af hinum alkunnustu slag-
orðum kommúnista, eins og t. d.
„Lengi lifi félagi Stalín, vernd-
ari friðarins". „Lengi lifi Ráð-
stjórnarríkin beztu vinir Þýzka-
lands“. „Lengi lifi frjálst og
sameinað Þýzkaland“.
Hvert sem ég fór blöstu þess-
ar auglýsingar við auganu, og
ef ég tók upp fréttablað var allt
þar í sama anda. Þá voru feyki-
stórar myndir af Stalín í hverju
ráðhúsi og hverri járnbrautar-
stöð. Hundrað sinnum stærri en
venjuleg líkamsstærð. Þarna
stóð hann glottandi rétt eins og
hann væri að athuga allt mitt
ferðalag.
Samvera mín og Jakkie gat
ekki orðið löng, því auðvitað var
nærvera mín stórhættuleg fyrir
hana. Eftir tvo daga hélt hún
því heimleiðis, en ég var einn
eftir.
Nokkru síðar tók ég mér far
með lestinni. — Ég ferðaðist allt
af á járnbrautarlestunum — til
sveitaþorps, þar sem fornvinur
minn einn átti heima. Það var
um það bil hálfrar stundar gang-
ur frá járnbrautarstöðinni til
þorpsins, og gekk ég þá leið. Ég
hélt svo sem leið lá gegnum
þorpið, og eftir eins og tíu mín-
útna gang hinu megin við það,
þóttist ég þekkja vin minn þar
sem hann var að vinna á mat-
jurta-akri, skamt frá brautinni,
ásamt einum 8—10 öðrum. Ég
þorði ekki að ganga til hans þar
sem hann var að vinna með hinu
fólkinu, því þar sem hann vissi
ekki annað en ég væri í Banda-
ríkjunum, gat hann hæglega í
undrun sinni sagt eitthvað sem
gerði mig grunsamlegan í aug-
um samverkamanna hans. Ég
kallaði því til hans með nafni. —
Við getum kallað hann Karl, því
það heitir hann ekki — og sagð-
ist þurfa að tala við hann. Hann
leit upp en þekkti mig auðsjá-
anlega ekki, en kom þó í áttina
til mín.
Ég mætti honum á miðri leið,
sagði honum hvernig á ferðum
mínum stæði og hvað ég hefði
fyrir stafni. „Og mundu það“,
segi ég, „að ég á heima í Vestur-
Berlín, og hef dvalið þar síðustu
tvö árin“. Hann skildi strax.
„Fyrir alla muni vertu varkár",
sagði hann. Það var fyrsta ráð-
ið, sem allir mínir ættingjar og
vinir gáfu mér þegar þeir vissu
hvernig á ferðum mínum stóð.
Við komum okkkur saman um
að mætast aftur um kvöldið, á
óhultum stað. Og fyrstu kynni
mín af stjórnarfarinu í ráð-
stjórnar Þýzkalandi — minnsta
kosti hvað landbúnaðinn snerti,
fékk ég fyrir atbeina Karls.
Hann tók mig með sér á fund í
V. E. A. B. en það stendur
fyrir „Vereinigung Volkseigener
Erfassungsund Aufkauf betrei-
óe“ eða hér um bil sama og Sam-
hand alþýðukaupfélaganna.
V. V. E. A. B. kaupir allar
Dændaafurðir í landinu, á verði
sem aldrei nægir fyllilega til
að borga reksturskostnaðinn. En
bóndinn hefir ekki í annað hús
að venda, því félögin hafa einka-
rétt til kaupanna. Þá hafa þau
einnig vald til að ákveða hvað
miklu af uppskerunni hann má
halda eftir, og það er venjulega
aðeins nægilegt til að halda í
honum lífinu til næstu uppskeru.
Nálega allir bændur, sem ég tal-
aði við, sögðust tapa á búskapn-
um á hverju ári, og fyrr eða síð-
ar hlyti að koma að því, að þeir
gætu ekki greitt skatt af jörð-
unum, og þá tæki stjórnin þær
af þeim. Endirinn yrði að sjálf-
sögðu sá, að stofnuð yrðu sam-
vinnubú eftir rússneskum fyir-
myndum.
Á háu felli við Elbefljótið
stendur þýzkur miðaldakastali,
sem kallaður er Somestein. Á
19. öldinni var hann lengi vel
notaður fyrir geðveikrahæli, nú
er þar skóli og höfuðstöðvar
Volkspolize, og mér var sagt að
um 1500 foringjaefni væru við
nám þar.
Fimm ár eru nú liðin síðan
Volkspolize var stofnuð, en það
var gert jafnskjótt og Rússar
tóku stjórnartaumana í sínar
hendur. Bærinn Pirna, sem er
undir fellinu við ána, er fullur
af þeim. Þeir eru alltaf vopnað-
ir, að minnsta kosti með skamm-
byssum, og stundum sá ég þá
á æfingum með rifla og vélbyss-
ur. Mér var sagt að þeir hefðu
einnig „Tanks“ og stórskota-
byssur, en ekkert slíkt varð ég
var við.
í orði kveðnu er Volkspolize
bæði löggæzlulið og herlið lands
ins, en í raun réttri eru þeir
fyrst og fremst öryggislögregla
Mjög lítill hluti af starfi þeirra
er í sambandi við venjulega
glæpamenn. Aðalstarf þeirra er
að snuðra uppi alla þá, sem á
einhvern hátt kynnu að geta
orðið hættulegir hinum nýju
valdhöfum.
Hvert einasta þorp, hversu
lítið sem það er, jafnvel þó þar
séu ekki fleiri en 5 eða 6 hús
hefir að minnsta kosti einn bú-
settan lögregluþjón, í stærri
bæjum og borgum eru þeir á
hverju strái. Þú sérð þá á hverju
strætishorni, hverju gistihúsi,
matsölustað og járnbrautarstöð.
Mér var sagt að þeir skoðuðu
gestabækur hótelanna á hverju
kvöldi, og leituðu í herbergjum
þeirra hvenær sem þeim sýndist,
einkum að næturlagi.
Ég verð að játa, að ég var
oft með lífið 1 lúkunum þegar
þeir voru að yfirheyra mig, og
með tímanum urðu þeir eins og
martröð sem á mér hvíldi og
fylgdi mér hvert sem ég fór.
Að ég slapp fram hjá þeim,
eins oft og ég gerði, var sjálf-
sagt mest fyrir það að ég reyndi
alltaf að sýnast áhyggjulaus
með öllu, hafði ætíð skilríki mín
við hendina þegar þeir vildu sjá
þau, og lést ekki hafa neina
hugsun í kollinum nema að
skemta mér meðan tími væri til.
Hins vegar reyndi ég að forðast
þá eftir því sem mér var frek-
ast unt. Ég fór aldrei á járn-
brautarstöðvar eða aðra opin-
bera staði einn míns liðs, reyndi
ætíð að fylgjast með mannfjöld-
anum til að vekja sem minsta
eftirtekt. Aldrei spurði ég held-
ur lögregluna til vegar, því það
hefði sýnt að ég var aðkomu-
maður.
Ég spurði vini mína hvort öll
öryggislögreglan væri kommún-
istar. Alls ekki sögðu þeir. Marg-
ir gengu í hana af frjálsum vilja
í fyrstu. Héldu að þetta væru
vel launaðar stöður, og umfram
allt fylgdu þeim auka skömtun-
arseðlar. Aðrir hafa verið sendir
þangað af ráðningarstofu ríkis-
ins, og munu þá helzt valdir
þeir sem eru kommúnistar eða
þeir sem ekki er vitað um að
eigi neina antikommúnista í ætt
sinni.
Allt vinnandi fólk í landinuá þeim eingöngu. Hitt eru H. O.
verður að skrásetja sig á ráðn- 1
ingarskrifstofunni, sem ræður
mestu um það, hverjum störfum
íver einstaklingur gegnir. Eng-
um Þjóðverja kemur til hugar
að neita starfi sem honum er
úthlutað. Aðferðirnar líka mjög
þær sömu og tíðkuðust á dög-
um nazista, svo fólkið er þessu
vant. Neitun gæti líka haft al-
varlegar afleiðingar. Fyrst og
fremst gæti sá hinn sami ekki
fengið neina aðra vinnu, enga
skömtunarseðla, og ætti auk
þess á hættu að allt hans einka-
líf væri rannsakað út í ystu
æsar.
Það er víst alment álitið, að
hvergi sé meiri og betri matur
á borðum en hjá bændunum, eða
að svo ætti það að vera. En
þýzkir bændur eins og reyndar
flestir aðrir eru of fátækir til
að hafa gott fæði. Ég var einu
sinni við kvöldverð hjá bónda
upp í sveit, þar sem fornkumv
ingi minn einn var vinnumaður.
Hann bjó í íveruhúsinu ásamt
fjölskyldu bóndans. Húsið var
gamalt steinhús, ómálað en ekki
hrörlegt. Við sátum til borðs
með fjölskyldunni, sem var
bóndinn kona hans og dóttir, og
svo einhver önnur vinnuhjú.
Borðbúnaðurinn, eða silfrið, eins
og það var kallað hjá betri
bændum í fyrri daga, var með
ryðblettum, sem stöfuðu af því
að það hafði verið grafið í jörðu
um langan tíma, um það leyti
sem Rússar komu fyrst til lands-
ins.
Á borðum var mjölsúpa og
soðkökur, en ekkert kjöt; brauð-
ið var grátleitt, ekki alveg eins
dökkt og það sem fékkst út á
skömtunarseðlana í bæjunum,
það var smurt með floti sem
var langt of saltað fyrir minn
smekk, þá var kaffi sykur og
mjólk. Tvennskonar kaffi er
fáanlegt, annað, það sem þarna
var á borðum, á ekkert sameig-
inlegt við kaffi nema nafnið.
Hitt er kallað „Bean“-kaffi, sem
á að vera reglulegt kaffi að ein-
hverju leyti, en það er svo dýrt
að sárafáir geta keypt það.
Embættismenn kommúnista,
námumenn, og þeir sem eiga ein-
hverjar eignir síðan fyrir her-
námið, eru þeir einu sem hafa
gott fæði í Austur-Þýzkalandi.
Tveir vegir eru til að afla sér
matvæla. Fyrst skömtunarseðl-
arnir; út á þá fást dálítil mat-
væli á mjög vægu verði, en tæp-
lega er hægt að draga fram lífið
búðirnar. H. O. stendur fyrir
„Handel Organization“, en Þjóð-
verjar hafa breytt Handel í hung
ur. Enda selja þeir allar vörur
á háu verði.
Grunnskömtunarseðlarnir, sem
öllum er úthlutað, gefa dagleg-
an skamt sem hér segir: eitt
pund af svörtu brauði; 2 únsur
af kjöti; 1 únsu af niðursoðnum
ávöxtum; 1 únsu af sykri og
hálfa aðra únsu af feitmeti,
venjulega margarine, sem búið
er til úr jurtafeiti eingöngu.
Þetta er skamtur fyrir húsmæð-
ur, gamalt fólk og skrifstofu-
fólk. Auka skömtunarseðlum er
þeim úthlutað sem erfiðari
vinnu stunda.
Áður en ég fór úr Austur-
Þýzkalandi heimsótti ég fæð
ingarbæ minn. Hvergi var mér
það ljósara en þar, hversu átak
anlega og sorglega allt hefir
breyst í föðurlandi mínu síðustu
árin.
Húsið, sem ég fæddist í og þar
sem ég lék barnaleikina mína,
var enn við lýði. En garðurinn
var þakinn illgresi, og engin
börn voru þar að leikum. 1 fimm
ár hafði húsið okkar, sem var
eitt stærsta húsið í bænum, ver-
ið heimkynni rússneskra her-
manna. En nokkrum dögum
áður en ég kom höfðu þeir flutt
í burtu og ég sá eina eða tvær
þýzkár fjölskyldur vera að
flytja þar inn í fyrsta skipti síð-
an 1945.
Vel vissi ég það, að fæðingar-
bær minn gat orðið mér hættu-
legasti staðurinn á öllu Þýzka-
landi. Þar þekkti ég marga, sem
gætu óviljandi orðið til að koma
upp um mig. Þá var mér líka
vel kunnugt um þá uppáhalds
aðferð kommúnista að verðlauna
börn og unglinga fyrir það að
klaga foreldra sína'eða aðra ætt-
ingja, en það voru vissir ein-
staklingar, sem ég vildi endilega
hitta að máli.
Þar á meðal var kona, sem
ég var vanur að kalla Helenu
frænku, þó við værum raunar
ekkert skyld, en hún hafði verið
vinnukona, eldabuska og fóstra
mín á uppvextarárum mínum.
Og þegar ég flúði úr fangabúð-
um nazista 1943, var það hún
sem skaut yfir mig skjólshúsi
og faldi mig.
Henni þótti vænt um að sjá
mig aftur, og vildi ekki heyra
það nefnt að henni stafaði nein
hætta af nærveru minni. Hún
er ein af þessum fágætu persón-
um, sem eru vinir vina sinna
gegnum þykkt og þunnt, og hvað
sem á dynur. En hún spurði mig
ekkert um mína hagi, enda bezt
að hún vissi sem minnst ef illa
færi.
Þarna hitti ég eina frænku
mína, stúlku á tvítugs aldri. Hún
sagðist hafa gengið í kommún-
istaflokkinn, og taldi skoðanir
þeirra hinar einu réttu. „Þeir
hafa fært margt í lag síðan þeir
tóku við völdum“ sagði hún. Það
er nú að vissu leyti satt. En ég
reyndi að sýna henni fram á,
að í Vestur-Þýzkalandi og alls
staðar í Vestur-Evrópu væru
lífsskilyrði betri en hér. „Og
svo er ófrelsið", bætti ég við.
„Hvaða ófrelsi“, spurði hún.
„Hér má t. d. enginn láta í
ljósi skoðanir sínar upphátt, ef
þær eru ekki í samræmi við
skoðanir valdhafanna“.
„Það getur maður nú hvergi“,
svaraði hún. — Það var þýðing-
arlaust að stæla við hana.
Annars er flokksaginn hjá
kommúnistum og aðferðirnar
sem notaðar eru til að koma
málum sínum áleiðis, svo svip-
aðar því sem gerðist hjá naz-
istum, að skrefið sem þeir þurfa
að taka til að verða góðir komm
únistar er ekki svo ýkjalangt-
Ég sneri aftur til Berlínar ó-
ánægður og sárþreyttur eftir
sex vikna ferðalag með óttann
að förunaut. Mér fanst allir ætt-
ingjar mínir hafa breyst. Allir
nema blessunin hún Helena
frænka. Jafnvel stúlkan mín,
sem var aðalorsök þess að ég
tókst þessa ferð á hendur, hafði
breyst. Líklega hef ég breyst
líka.
Þegar ég steig upp í flugvél-
ina, sem átti að taka mig aftur
til Bandaríkjanna, gat ég ekki
varist þeirri hugsun, að þeir sem
sögðu mér í fyrstu að þetta ferða
lag mitt væri heimskan einber,
hefðu haft rétt fyrir sér.
Ég geri það líklega aldrei
aftur.
E. S. þýddi.
ELECTRICAL
Æake Grand Gifts!
AUTOMATIC IRONERS
Sit down and iron—easily . . . quickly!
$1 C A"50 Speed Queen $101.50
Gladiron from Iwl
VACUUM CLEANERS
General Electric $VI O>50 Eureka $A M ,75
from ........ “F ar from .
FLOOR POLISHERS
ROYAL — JOHNSON — GENERAL ELECTRIC
$AQ.50
from Jr
HUMIDIFIERS
General Electric and Electrohome
Þykt Vatnajökuls mæld að vori
Mælingar verða framkvæmdar
með áhöldum og af kunnállu-
mönnum úr leiðangri Viclors.
Rannsóknarráð ríkisins hef-
ir samið svo um við franska
landkönnuðinn, Poul Emile
Victor, að hann láni áhöld
og vélar, og leggi til nokkra
kunnáttumenn, til að mæla
þykkt Vatnajökuls næsta
vor. En leiðangur hans vinn-
ur nú að mælingum á Vatna
jökli, sem kunnugt er. Til-
gangurinn með mælingum
Vatnajökuls er eingöngu vís-
indalegur.
Mælilæki og verkfæri komin.
Mælingaáhöld og önnur tæki
eru þegar komin hingað til lands.
Leiguskip franska leiðangursins,
Polarbjörn, kom hingað á sunnu
daginn var frá Grænlandi og
hafði meðferðis mælingatæki og
önnur verkfæri. Þar á meðal
vélsleða. — Voru tækin og tveir
sleðanna skilin eftir hér.
Ráðgert er, að með vorinu
komi hingað franskir kunnáttu-
menn í jöklamælingum og að
þeir aðstoði við mælingu Vatna-
jökuls, áður en rannsóknir á
Grænlandsjöklinum verða hafn-
ar að nýju á næsta sumri, en þá
verða tækin send héðan vestur
til Grænlands.
Rannsóknarráðið hefir enn
ekki ákveðið í öllu hvernig þessu
verki verður hagað, eða hvaða
íslendingar taka þátt í leiðangr-
inum.
Morgunblaðið sneri sér til
Jóns Eyþórssonar veðurfræð-
ings í gær og spurði hann hvaða
þýðingu slíkar mælingar gætu
haft. Sagði hann að mælingarn-
ar myndu hafa mikla vísinda-
lega þýðingu. Það hefði t. d.
komið í ljós við mælingar Vic-
tors á Grænlandsjöklinum, það
sem fáa myndi hafa grunað, að
Grænlandsjökull er næstum all
ur jafn þykkur og sléttlendi
undir honum. Með því að mæla
þykkt Vatnajökuls, væri hægt
að gera sér í hugalund ísmagn
jökulsins og ráða af því hreyf-
ingu skriðjöklanna. Þá myndi og
vera hægt að komast að því
hvernig hlaupin, sem koma úr
Grímsvötnum, ganga fram, en
það er ekki vitað hvaða leið þau
fara. Þá væri ekki ófróðlegt að
sjá hve dalirnir undir Skeiðár-
jökli og Breiðamerkurjökli eru
víðáttumiklir og langir undir
jöklinum, en vitað er að þarna
eru dalir undir, þar sem áður
og eftir ísöld hefir verið skógar-
gróður. Það sést á viðarleyfum
og mó, sem oft gengur fram und-
an skriðjöklunum.
Frá vísindalegu sjónarmiði
væri því hið fróðlegasta að gera
þessar mælingar á Vatnajökli,
en tækin, sem frönsku leiðang-
ursmennirnir nota eru hin ná-
kvæmustu og fljótvirk í bezta
lagi- —Mbl. 18. okt.
from $34-so
Electric Blankets
General Electric Blanket
from ..............
Heating Pads
from ...........:.
$4JT.50
$6-95
Silex Steam Iron $26a2S
SMALL APPLIANCES
• IRONS •
• TOASTERS •
• WAFFLE IRONS •
• EGG COOKERS •
• COFFEE MAKERS •
ELECTRIC KETTLES
ELECTRIC CLOCKS
BOTTLE WARMERS
AIR HEATERS
SANDWICH TOASTERS
HAIR DRYERS
Christmas tree light sets . . . wreaths . . .
and a good selection of Christmas tree
light bulbs.
Yes, the Eleclric Gifts You Want are at
Showrooms, Portage & Kennedy Phone 968 201
I