Lögberg - 30.11.1950, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. NÓVEMBER, 1950
Fyrsti íslenzki kvenlæknirinn í N.-Ameríku
Dr. Harriet G. McGraw (Hreína Finnbogadóttir)
Þann 5. júní s.l. andaðist í San
Bernandino í ríkinu California
einhver sú mikilhæfasta kona
af íslenzku bergi brotin, sem
fyr meir kom hingað vestur um
haf með innflytjendahópnum.
Hún var fædd Hrefna Finnboga-
dóttir. Foreldrar hennar voru
Finnbogi Guðmundsson, pró-
fasts Vigfússonar á Melstað og
kona hans Margrét, dóttir hjón-
anna Benedikts og Sólrúnar
fyrrum búandi í Hnausakoti í
Miðfirði. Hún var yngst af sjö
systrum og fluttist fárra ára
gömul með foreldrum sínum og
systrum til Winnipeg; mun það
hafa verið í kring um árið 1883.
Skömmu eftir að fjölskyldan
kom til Winnipeg dó Finnbogi.
Litla Hrefna var send nokkru
seinna til frændkonu sinnar,
sem heima átti á Mountain í
Norður-Dakota. Hún sagði
þeirri, sem þetta ritar að mamma
sín hefði vandlega fest á sig
miða og var nafn og ferðaáætlun
rituð á hann. Fáeinar flýkur
hafði hún í koddaveri, sem hún
hélt á. Einhvernvegin týndist
koddaverið á ferðalaginu og til
Mountain kom hún farangurs-
laus. Nokkrum dögum seinna
fór hún í skóla, hún var ein af
börnunum í skólanum hjá séra
Hans Thorgrímsen þegar hann
kendi íslenzkum börnum í hinni
nýbygðu kirkju á Mountain.
Nokkru seinna lá leiðin til
Sioux Falls, Suður-Dakota. Þar
unnu hún og systur hennar baki
brotnu fyrir lífsnauðsynjum og
tækifæri til að afla sér ment-
unar. Arin liðu, Hrefna litla
gerði þunga erfiðisvinnu seint
og snemma og var jafnframt því
í skólum í borgunum Sioux
Falls, Minneapolis og Lincoln,
Nebraska. Hún var lítil og heilsu
tæp, en viljinn að komast áfram
á mentabrautinni var óbifandi.
Eitt af því sem hún geymdi sem
mesta dýrmæti var bréf frá Sól-
rúnu ömmu sinni í Hnausakoti.
Orð ömmu hennar voru þrykt
inn í sálu hennar:
„Láttu ekki ónotaða þá hæfi-
leika sem þér hafa verið gefnir
og settu þér ávalt hátt takmark.
Láttu ekki hégóma heimsins
villa þér sjónir og leiða þig af-
vega. Ef þú gerir það eyðilegg-
ur þú það mesta og bezta á ævi-
braut þinni. Safnaðu ekki hismi,
notaðu vel tímann því hann er
dýrmætur. Auðgaðu sérhverja
stund með einhverju þarflegu,
ekki aðeins fyrir þig sjálfa, held-
ur sérstaklega fyrir aðra.
Reyndu að vaxa og vinna að því
að láta gott af þér leiða, mitt
kæra barn. Ég treysti þér og
elska þig svo heitt. Láttu mig
ekki verða fyrir vonbrigðum um
þig. Guð veri með*þér.
Þín amma Sólrún“.
Árið liðu og Hrefna (kölluð
Harriet að því íslenzka nafnið
Hrefna þótti svo ómögulegt 1
framburði) varð fulltíða ung
stúlka. Hana langaði mest af öllu
til að verða trúboði. Með það
áform fyrir augum, innritaðist
hún í hjúkrunarslcóla í bænum
College View í Nebraska rík-
inu. Forlögin hindruðu það á-
form hennar að verða trúboði:
Á skólanum kyntist hún ungum
manni, John Kurz. Þegar hún
útskrifaðist, sem hjúkrunarkona,
giftust þau. Mr. Kurz hafði lagt
fyrir dálítið af peningum, svo
þau ákvörðuðu að hann skyldi
halda áfram námi og verða lækn
ir. Með sterkri von og áhuga
héldu þau lengra vestur. Mr.
Kurz innritaðist sem læknis-
fræðinemi við háskólann í Colo-
rado ríkinu, en unga konan gaf
sig alla við að hugsa um mann-
inn sinn og ofurlitla heimilið
þeirra.
Því miður tóku þessir björtu
dagar fljótlega enda: Mr. Kurz
veiktist, sparisjóðurinn eyddist
algjörlega. Þegar peningarnir
voru ekki lengur til, fór Hrefna
að vinna sem hjúkrunarkona,
notandi hverja stund, sem hún
var frá vinnunni til þess að
hlynna að sjúka manninum sín-
um.
Eftir átta mánaða samveru dó
Mr. Kurz og Hrefnu fanst sem
lífið hefði ekkert lengur að bjóða
sér.
Smá saman náði unga ekkj-
an valdi yfir tilfinningum sín-
um og vann bug á sorg sinni.
Hún innritaðist sem læknis-
fræðinemi við háskólann í rík-
inu Nebraska og þaðan útskrif-
aðist hún sem læknir, seinna
fékk hún skírteini frá tveimur
öðrum læknaskólum, Babbett og
Loyola. Hún giftist í annað sinn
Joseph G. McGraw lögmanni,
gáfuðum manni og vel mentuð-
um.
Unga kvenlæknirinn var rétt
farið að dreyma um mikilsvert
starf í stórri borg svo sem Chi-
cago, þegar heilsan bilaði snögg-
lega. Hinir frægu læknar Mayo
bræðurnir í Rochester, Minne-
sota ráðlögðu langa hvíld frá
öllu erfiði, því að þeirra áliti
stafaði vanheilsa hennar af of
þungri vinnu. Dr. McGraw var
þeim ekki samdóma. Hún var
á því að hreint loft og víðátturn-
ar á sléttunum myndu byggja
upp þreyttan líkama meira en
nokkuð annað. Innan skamms
voru hún og maður hennar í
McPherson,-sýslunni í Nebraska
ríkinu, svæði sem er 864 fer-
hyrnings mílur að stærð og var
t Dr. McGraw eini læknirinn í
allri þeirri víðáttu. Hún átti
heima í þorpi sem heitir Tyron,
28 mílur frá næstu járnbrautar-
stöð og 48 mílur frá sjúkrahúsi.
„Konur í barnsnauð, beinbrot,
allar mögulegar faraldssóttir,
yfirleitt alt hugsanlegt, sem
fólk getur þjáðst af hefi ég í
meir en tuttugu ár reynt að
hjálpa og græða á milli þessara
sandhóla hér“.
Stundum var eins og náttúran
sjálf stríddi á móti konunni frá
íslandi þegar hún var að hjálpa
þeim sem þjáðust af einu eða
öðru. Einu sinni kom fellibylur
á svipstundu og fjöldi fólks fjær
og nær var lamað og sært. í
fleiri sólarhringa voru þeir
lömuðu og deyjandi fluttir til
smávaxna kvenlæknisins. Snjór
og sandfok voru oftlega tálm-
anir, sem gerðu ferðir hennar
til þeirra sem þurftu á hjálp
hennar að halda erfiðar.
Þótt starfssvið Dr. McGraw
væri langt frá stórborgunum, á
víðáttum sléttanna þar sem stór-
hjarðir af búpeningi eru á
hverju strái, þá barst orðstír
hennar víða um land. Tímaritið
fræga, American Magazine flutti
langa grein um hana í marz 1928
og rithöfundurinn, Elma Hallo-
way, tileinkaði henni kafla í bók
sinni „Lítt kunnar hetjur“, en
mesta eftirtekt vakti það þegar
henni var boðið til Hvíta húss-
ins 11. marz 1939, sem gestur
Mrs. Roosevelt. Blaðamennirn-
ir, sem þustu í kringum hana í
Washington, skutu henni meiri
skelk 1 bringu heldur en felli-
byljir, snjór og sandfok í vestur-
landinu. Meðal annars skrifaði
Mrs. Roosevelt um hana. „Hún
gerði það sem álitið var ómögu-
legt og var ávalt tilbúin þegar
kallið kom“.
Seinustu árum ævi sinnar
eyddi Dr. McGraw í California.
Maður hennar andaðist snögg-
lega 1948. Þau voru frábærlega
samrýmd og unnu hvort öðru
mjög heitt. Dr. McGraw var vel
að sér í íslenzkum bókmentum,
þó hún eyddi mestu af ævi sinni
langt frá íslendingum. Hún flutti
Vonast er til, að ríkisstjórnir
hinna ýmsu Evrópuþjóða muni
fyrir febrúarlok hafa sett lög
um varnir fiskimiðanna á Norð-
ursjó.
Mr. A. T. A. Dobson, sem er
fulltrúi Breta í alþjóðlegu ráði,
sem sér um rannsóknir á miðun-
um í Norðursjó, hefir látið svo
um mælt, „að nú þegar hafi rík-
isstjórnir Frakklands, Hollands,
Þýzkalands, Stóra-Bretlands,
Svíþjóðar, Noregs, íslands og
Danmerkur fallist á hina nýju
löggjöf um fiskimiðin þar.
„Þetta“, bætti hann við, „mun
leysa vandamál okkar allra, en
það er ofveiði þar á miðunum".
„Eina landið sem enn hefir
ekki fallist á hina nýju löggjöf
er Belgía. En deila hefir risið
milli Hollands og Belgíu en sjó-
menn þaðan veiða einungis í
Norðursjó.
En við vonumst þó til, að allt
verði í járnum í febrúar eða um
það leyti næsta ár.
Hin nýja löggjöf takmarkar
aðallega veiðina. Annað hvort
varð að takmarka magn fisks-
ins, sem veiddur er, eða tak-
marka fjölda tækjanna, sem not-
uð eru til veiðanna".
Fulltrúar frá Belgíu, Dan-
mörku, írlandi, Spáni, Finn-
landi, Frakklandi, Bretlandi, ís-
landi, Noregi, Hollandi, Pól-
landi, Portúgal og Svíþjóð sátu
þingið, en Bandaríkin, Kanada
og Ástralía sendu þangað á-
heyrnarfulltrúa.
Dr. H. Belgvad frá Danmörku,
sem var aðalritari þingsins hef-
ir sagt mér eftirfarandi: „Þegar
styrjöldum lýkur er alltaf að
finna meira fiskimagn á miðun-
um en venjulega. Þetta stafar
af því að meðan á styrjöldunum
stendur eru togararnir og stærri
fiskiskip notuð í hernaðar til-
gangi og fiskveiðar eru lítið
stundaðar.
En eftir styrjaldirnar eykst
þörfin fyrir matvæli: fleiri bát-
ar og skip eru fáanleg til fiski-
veiða og fljótlega ber á ofveiði.
Ef til vill eru nú í Norðursjó,
aðeins um 10% af fiski sem náð
hefir fimm ára aldri, miðað við
þann fiskfjölda sem þar var í
lok stríðsins“.
í raun og veru hefir aflinn
verið líkur. En við vitum að
töluvert hefir gengið á stofninn.
Síðan styrjöldinni lauk höfum
við orðið að beita stöðugt nýjum
veiðiaðferðum, til að afla sama
magns og áður. Fiskimönnunum
hefir farið fjölgandi en fiski-
magnið minnkað.
Kostnaður við fiskveiðarnar
hefir aukizt gífurlega á undan-
förnum árum.
Markmið hinnar nýju laga-
setningar er að fiskistofninn sé
oft um margra ára skeið erindi
um ísland bæði sem fyrirlesari
og einnig fyrir útvarpið. Hún
var ein af þeim sem hélt uppi
sóma ættlands síns hvenær sem
tækifæri gafst. Skömmu áður en
hún burtkallaðist, lét hún lífs-
skoðanir sínar í ljós á þessa leið:
„Ég hefi notið lífsins, elskað
og verið elskuð og séð lífið í
mörgum myndum, hámark lukk-
unnar og biturleika vonbrigð-
anna. Ég myndi ekki vilja skipta
reynslu þeirri, sem ég hefi við
lífsferil hins mesta konungs. Líf-
ið er að mínu áliti hrífandi ævin-
týri. Það sem virðist að vera tap
í dag, opnar á morgun nýja
vegi“.
Blessuð sé minning hennar.
Thorstína Jackson Walters,
(Mrs. Emile Walters)
Morgunblaðið í Reykjavík er
vinsamlegast beðið að minnast
þessa dauðsfalls.
verndaður, svo að aflinn megi
aukast í framtíðinni.
Lagasetning þessi, sem búist
er við að muni bera árangur
þegar á næsta ári, tekur ekki til
þeirra fisktegunda, sem halda
sig á svokölluðu millidýpi, og
þeirra tegunda, sem fara í
„göngum“ um höfin. í þessum
flokki er síldin.
Vísindamenn, sem áður héldu
því fram að um ofveiði á þess-
um fiskitegundum gæti ekki ver-
ið að ræða, eru nú mjög farnir
að efast um þessa ágizkun sína.
Þingið skipaði sérstaka síldar-
nefnd til að rannsaka þetta mál.
Dr. Belgvad sagði, að rann-
sóknir á síldargöngum í Norður-
sjó væru nú hafnar. Rannsóknir
þessar byggjast á síldarmerk-
ingum.
Þegar þessar merktu síldar
veiðast síðar, er unnt að ákveða
með töluverðri nákvæmni, hve
mikill aflinn er, hvar tegundin
fer á göngu sinni, og fá ýmsar
aðrar upplýsingar.
Aðalerfiðleikarnir við þessa
aðferð eru þeir, að því er Dr.
Belgvad upplýsti, eru að merkja
síldina, því erfitt er að ná henni
lifandi upp úr sjónum. En til að
auðvelda þetta hefir verið haf-
in framleiðsla á nokkurs konar
„gúmmívöggum“, sem halda
fiskinum stöðugum, og reynist
þá ónauðsynlegt að taka hann
upp fyrir yfirborðið.
Nýrri aðferð er að festa smá
plasticglas við fiskinn. í glas-
inu er miði, þar sem fiskimað-
urinn sem síldina finnur er beð-
inn að framvísa henni við ein-
hverja tiltekna stofnun gegn 10
shillinga fundarlaunum.
En þrátt fyrir það að fiski-
menn eru bísna fundvísir á
þessá merktu fiska, þá er þó
mikið sem glatast í fiskimjöls-
verksmiðjum og öðrum vinnslu-
stöðvum.
Fyrsta síldin var merkt fyrir
um það bili ári síðan, og miðinn
sem fannst alllögu síðar var ó-
skemmdur og vel læsilegur.
Þriðja aðferðin, sem er nýjust,
og sem miðar að því að fá vit-
neskju um göngu hinna ýmsu
fisktegunda í Norðursjó, er
þannig, að fiskurinn er látinn
gleypa málmbút. Þessi málm-
bútur er auðvitað mjög lítill, en
nógu stór til þess að hægt er að
þekkja þessa fiska frá öðrum.
1 fiskvinnsluverksmiðjum, sem
nota rafsegul við bræðsluvélarn-
ar, finnast þessir fiskar síðan og
eru taldir og koma þannig að
gagni í rannsóknum um fiski-
göngurnar.
Þingið samþykkti einn áætl-
un um rannsókn á ýmsum eigin-
leikum sjávarins — hitastigi,
seltumagni, straumum o. fl. og
Ný lagasetning um takmörkun
fiskveiða í Norðursjó
Merkilegar rannsóknir gerðar á íiskimiðum þar
Eftir CHARLES CROOT, fréttaritara Reuters
TSE-TSE flugan sigruð
Nú verður hægt að taka til
ræktunar 4.500.000 fermílur
af áður óbyggilegu landi í
Afríku, en það getur aftur
gjörbreyit viðskiptum þjóð-
anna.
SMÁGREIN í ensku blaði kom
nýlega eins og reiðarslag yfir
Miguel Miranda, forstjóra við-
skiptaráðsins í Argentínu, því að
á henni gat hann séð að brátt
myndi lokið markaði fyrir kjöt
frá Argentínu í Bretlandi. Fregn
in hermdi það, að fundist hefði
nýtt meðal, „antrycide”, sem
TSE-TSE flugan breiðir út. Og
fyrir þessa uppgötvun væri nú
hægt að taka til nautgriparækt-
ar 4.500.000 fermílna land í
Afríku, sem áður var óbyggi-
legt vegna þessarar plágu.
Bretar hafa þegar byrjað á
undirbúningi að færa sér þetta
í nyt. David R. Rees-Williams,
aðstoðar nýlendumálaráðherra
hefir látið svo um mælt, að á
þessum slóðum verði hægt að
’nafa ferfalt meiri nautgriparækt
en í Argentínu.
Þetta nýja meðal, antrycide,
er hvítt duft, sem leysist auð-
veldlega upp í vatni. Það er ó-
skaðlegt mönnum og skepnum
og mjög auðvelt að fara með
það. Þegar hafa verið framleidd
ar af því þrjár smálestir, og sam
kvæmt „New York Times“ næg-
ir það til þess að gera 2 milljón-
ir nautgripa ónæmar fyrir svefn-
sýki.
Sá, sem fann upp þetta meðal,
hét Dr. F. H. S. Curd, mjög efni-
legur vísindamaður. En skömmu
eftir að hann vann þetta þrek-
virki, fórst hann í járnbrautar-
slysi aðeins 39 ára að aldri.
Það eru nú fimm ár síðan
hann byrjaði á tilraunum sín-
um og fékk þá í lið við sig ýmsa
líffræðinga, dýralækna, lækna
og efnafræðinga. Reyndu þeir
fyrst mörg lyf, er áður höfðu
komið fram og bjuggu til nokk-
ur ný. En ekkert þeirra gagnaði
— þangað til komið var að efna-
blöndu, sem þeir kölluðu M7555.
Hún virtist geta gert kraftaverk,
því að með henni læknuðu þeir
mýs, sem komnar voru að dauða
af svefnsýki.
Næst var svo að reyna lyfið á
húsdýrum. Ekki þótti ráðlegt að
gera þær tilraunir í Englandi.
áhrif þeirra á hinar ýmsu teg-
undir fiska.
Ætlað er, að þe'ssar rannsókn-
ir megi verða til þess að mögu-
legt verði að „rækta“ Norður-
sjóinn í þeim tilgangi að auka
veiðarnar þar, á nákvæmlega
sama hátt og bóndi yrkir jörð
sína.
Önnur ákvörðun þingsins mið
ar að því, að rannsakaðir verði
möguleikar á að útbúa einskon-
ar radartæki til fiskveiða. Til-
raunir, sem nýlega hafa verið
gerðar um „bergmálstæki“ sýna
að með þeim er hægt að stað-
setja fiskitorfur, en þó einungis
þannig, að menn viti hversu
djúpt þær eru. Vísindamenn
vinna nú að smíði tækis, sem
bæði vinnur lárétt og lóðrétt.
Ef árangur fæst af tilraunum
þessum, munu fiskimenn í ná-
inni framtíð vita nákvæmlega
hvar þeir eiga að kasta netum
sínum með von um góðan afla.
—Mbl. 3. nóv.
Yfirvöldin sögðu sem svo að
trypanosomiosis (svefnsýkin)
væri ekki lambið að leika við.
Þess vegna fóru vísindamenn-
irnir með öll sín áhöld og rann-
sóknartæki suður í Afríku. Þar
voru settar á stofn sérstakar
rannsóknarstöðvar í Khartoum,
Enterbe og Nairobi.
Á þessum stöðum gáfust nóg
tækifæri að fá til rannsókna
hesta, nautgripi, úlfalda og önn-
ur dýr, er sýkst höfðu af biti
TSE-TSE flugunnar. Og eftir
fáa mánuði gaf dr. Gurd út yfir-
lýsingu um það, að antrycide
væri óbrigðult til að lækna svefn
sýki og koma 1 veg fyrir hana.
Rannsóknum var þó haldið á-
fram og er enn haldið áfram til
þess að kynnast sem bezt þess-
ari pest, sem er orðin skæðari
í hitabeltinu heldur en malaria
og gulur „feber“.
__*__
ÞETTA vopn gegn svefnsýkinni
kemur á heillastund, því að
menn voru orðnir vonlausir um
að hægt væri að sigrast á henni.
En hér er mikið í húfi, því að
TSE-TSE flugan hafði gert hálfa
Afríku óbyggilega og var stöð-
ugt að breiðast út í Tanganyika.
Nigeria og Suður-Rhodesíu. Á
fimm árum drap hún 300.000
gripa í Uganda.
TSE-TSE flugan er ekki stærri
en venjuleg húsfluga, en hún er
blóðþyrst eins og blóðsuga. Hún
hefir brodd, sem er hárhvass
eins og hnífur, og með honum
getur hún stungið í gegnum húð
á hverri skepnu, jafnvel í gegn-
um skrápinn á krókódílum. Hún
ber með sér svefnsýkilinn og
hann fer út í blóð skepnunnar,
sem hún er að sjúga.
Svefnsýkin er hræðilegur sjúk
dómur og menn hafa reynt öll
hugsanleg ráð til að verjast hon-
um. Eitt af þeim var að ryðja
skóga á stórum svæðum. TSE-
TSE flugan getur ekki flogið
nema nokkur hundruð fet í ein-
um áfanga, og hún þolir ekki
hið heita sólskin. Það er hennar
bráður bani, ef sól skín á hana
dálitla stund. Menn gerðu því
ráð fyrir að þær myndu ekki
komast yfir rjóður, sem væri
nokkur hundruð metra á breidd.
En ekki dugði þetta. Flugurnar
fluttust á milli með skepnum
þannig, að þær röðuðu sér á þær
undan sól. Og svo kom í ljós að
til var önnur tegund af TSE-
TSE flugum, og þær ferðuðust
aðeins í myrkri. ,
Annað ráð var það að afgirða
stór svæði, þar sem að fullt var
af villtum dýrum. Menn töldu,
að meðan dýrin væru þar, þá
mundi flugan líka hafast þar við
og ekki leita út fyrir svæðið. En
engar girðingar dugðu. Fílar
brutu þær niður, eða þær grotn-
uðu niður af völdum gufu og
skorkvikinda.
Það er því ekki að furða þótt
menn fagni því að nú skuli fund-
ið öruggt ráð gegn þessum vá-
gesti. Og þar sem áður var al-
gjörlega óbyggilegt vegna TSE-
TSE flugnanna, þar geta nú mil-
jónir manna lifað. Og við það
eykst stórkostlega matvælafram
leiðsla heimsins, því að yfirleitt
er loftslag þarna gott og ágæt
skilyrði til jarðræktar og kvik-
fjárræktar.
—Lesb. Mbl.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til min.
BJÖRN GUÐMU N DSSON
BÁRUGATA 22 REYKJAVÍK