Lögberg - 30.11.1950, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. NÓVEMBER, 1950
5
tJ
AHUGAAiAL
LVENNA
Ritttjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Frú Bertha Beck í Grand
Forks, N. Dakota, var nýlega
kosin ein af þrem varaforsetum
í Berklavarnafélagi Norður-
Dakota ríkis (The North Dakota
Anti-Tuberculosis Association)
á fundi félagsins í Bismarck, N.
Dak.
Hafði hún áður í nokkur ár
átt sæti í stjórnarnefnd félags-
ins. Þá hefir hún nærri í áratug
verið ritari Grand Forks deildar
félagsins og samtímis haft um-
sjón með árlegri sölu jóla-
merkja (Christmas Seals) þar í
borg til stuðnings berklavörn-
um.
Frú Bertha Beck er ein hinna
glæsilegustu og mikilhæfustu
íslenzkra kvenna vestan hafs.
Hún er kunn hjúkrunarkona.
Hún er listræn með afbrigð-
um, eins og heimili þeirra hjóna
ber vitni um; þangað liggja leið-
ir margra, því gestrisni þeirra
hjóna er rómuð, ekki einungis
meðal fslendinga beggja vegna
hafsins heldur og meðal sam-
borgara þeirra. En starfssvið frú
Berthu nær langt út fyrir tak-
mörk heimilisins eins og ofan-
greind frétt gefur til kynna. Er
það fagnaðarefni þegar íslenzk-
ar konur standa í fremstu röð
þeirra, er berjast fyrir mannúð-
ar- og menningarmálum okkar.
----☆----
Dr: Doris Odlum:
Myrkfælni, einvera
og önnur hræðsluefni
barnanna
LESARI GÓÐUR! Varstu
ekki stundum hræddur, þegar
þú varst barn. Manstu hvað þú
óttaðist mest? Myrkrið? Eða
varstu hræddastur við að týn-
ast og verða viðskila við
mömmu?
Þetta tvennt eru einmitt al-
gengust hræðsluefni barna.
Myrkfælni þjáir fleiri en
börn. En fullorðna fólkið blygð-
ast sín einatt fyrir myrkfælni
sína og tekur hart á börnum
sínum í þessum efnum án þess
að gera tilraunir til að skilja
þau. Fólk heldur ef til vill, að
það hjálpi börnunum til að vinna
bug á myrkfælni þeirra ef það
hlær að þeim eða segir þeim, að
þau séu hugleysingjar. En þetta
er hinn mesti misskilningur.
Með því móti læra börnin að
blygðast sín fyrir hræðslu sína,
þau fara að trúa því sjálf að
þau séu kjarklítil og aðrir fyrir-
líti þau. Þetta aftur á móti leiðir
til þess, að börnin verða feimin
og þau missa sjálfstraust sitt.
Hræðsla við myrkur er að
ýmsu leyti eðlileg. Það er ó-
neitanlegra hættulegra að hreyfa
sig eða taka sér eitthvað fyrir
hendur, þegar maður sér ekk-
ert. Myrkfælni barnanna er
samt ekki sprottin af því, að þau
séu hrædd við að meiða sig held
ur óttast þau drauga, innbrots-
þjófa, eða hættuleg dýr, sem
kynnu að ráðast á þau. Drengur,
5 ára, er kom í leiðbeiningar-
stöð mína, trúði mér fyrir því,
að honum fyndist alltaf morgun
sloppurinn sinn bak við hurð-
ina vera maður, sem hengi þar.
Annar lítill drengur gekk með
þá meinloku, að undir rúmi
hans leyndist Þjóðverji með
byssusting. Athuganir mínar
hafa leitt í ljós, að drengir á
aldrinum 4—6 ára eru hræðelu-
gjarnari en stúlkur.
Ef barn þjáist af myrkfælni
er sjálfsagt að það fái að hafa
ljós hjá sér eða opið inn til sín,
er það fer að hátta. Þú munt
oft hafa heyrt mjóa rödd kalla
að kvöldlagi og biðja um að gefa
sér að drekka eða heyrt hana
ávarpa hvern einstakan meðlim
fjölskyldunnar og bjóða honum
góða nótt í þeirri von að einhver
líæmi til sín og verndaði sig gegn
Frú Bertha Beck
hinu ægilega myrkri. Myrk-
fælni getur oft orsakað martröð
og gert börn kvíðin við að hátta.
Af sömu orsök geta börn orðið
lystarlaus, megrast og fengið
meltingartruflanir.
Óttinn við að tapast eða verða
viðskila við foreldra sína er mjög
ríkur hjá börnum á aldrinum
2ja til 5 ára. Það kom í Ijós í
stríðinu, að börn innan við 5
ára aldur, sem voru flutt að
heiman án þess að mæðurnar
væru með, urðu stundum svo
önug og vansæl, að þau bein-
línis veiktust. Litlum börnum
er nauðsyn að vita sig fullkom-
lega örugg gagnvart umhverfi
sínu. Fæst þeirra geta sætt sig
við það, áð skipt sé um þá, sem
eiga að gæta þeirra. Til 5 ára
aldurs er barnið og fjölskylda
þess ein heild, sem ætti ekki að
rjúfa. Af þessum sökum eru
sum tilfinningarík börn síhrædd
um að foreldrar þeirra deyi frá
þeim og verða sjálf beinlínis las-
in ef móðir þeirra veikist.
Nú hef ég minnst á tvenns
konar hræðslu,( sem er algeng
og sameiginleg fyrir fjölda
barna, en þar fyrir utan eru
mörg börn haldin af ýmis konar
ótta. T. d. var einn lítill dreng-
ur ávalt hræddur um, að hann
gleypti ofan í sig hnappa. Ann-
ar þjáðist af óeðlilegri eld-
hræðslu. Lítil stúlka, sem ég
þekti, vildi aldrei fara ein út ef
hvasst var, af því að móðir henn-
ar hafði einhverntíma sagt við
hana, að vindurinn væri svo
sterkur að hann gæti tekið hana
á loft. Ég býst við að hún hafi
ímyndað sér, að hún myndi svífa
upp í háloftin eins og gasbelgur
og aldrei komast niður á jörð
aftur.
Þó furðanlegt sé, sýna börn
ekki áberandi hræðslu í loft-
árásum, séu þær ekki því ægi-
legri. Þau verða meira að segja
fyrir einkennilega litlu áfalli þó
sprengja falli niður í íbúðarhús
þeirra. Ég held þetta sýni, að
börn geta betur horfst í augu við
beina hættu, heldur en ástæðu-
lítinn ótta, sem þau skapa sér
sjálf. Með því að gera sér grein
fyrir þessu, skiljum við börnin
okkar betur og eigum hægara
með að veita þeim stuðning og
uppörfun, þess þurfa börnin ein-
mitt við í ríkum mæli. Á þann
hátt eflum við sjálftraust þeirra
og veitum þeim styrk til að
vinna bug á hræðslu sinni.
Vaxandi þjóðtekjur
Á síðasta þingi gerði fjármála-
ráðherra sambandsstjórnar, Mr.
Abbott, ráð fyrir því, að tekju-
afgangurinn á yfirstandandi ári
myndi nema $15,000,000. En nú
er komið upp úr kafinu, að við
lok fyrstu sjö mánaða af árinu,
var rekstrarágóði þjóðarbúsins
kominn upp í $303,800,000. Má
þetta óneitanlega kallast vel að
verið. .
Öskjurnar fró
Fyrir rúmum fjörutíu árum
urðu allmiklar blaðadeilur út af
grip einum, öskjum (svonefnd-
um bakstursöskjum) er síra Jens
Pálsson, þáverandi eigandi Bessa
staða, lét af hendi við Jón kon-
súl Vídalín, gegn eftirlíkingu,
sem konsúllinn afhenti kirkj-
unni í staðinn. Jón konsúll og
Helga kona hans voru, eins og
alkunnugt er, ákafir safnarar
allskonar fornminja. Einkum
leituðu þau fanga í kirkjum
landsins, og þótti mörgum þjóð-
hollum mönnum furðu gegna,
hve fengsæl þau urðu. Komust
þau hjón yfir marga dýrmæta
gripi, sem mikil eftirsjá var að.
Töldu ýmsir, þá er þeir voru
fluttir úr landi, að þeir hefðu
kvatt ísland í síðasta sinn. Svo
varð þó ekki. Vídalínssafnið var
allt gefið hingað heim eftir dag
þeirra hjóna og er nú sérstök
deild í Þjóðminjasafninu.
Einhver bezti gripur Vídalíns-
safns eru öskjur þær úr Bessa-
staðakirkju, sem minnst var á í
upphafi þessa máls. Matthías
Þórðarson, fyrrverandi þjóð-
minjavörður, lýsir öskjunum á
þessa leið:
„Stærð askjanna er þessi:
Lengd 12,6 sm., breidd 11,2 sm.
og hæð 6,6 sm. Efnið er silfur,
og eru öskjurnar algylltar utan
og innan. Þyngdin er 1 pund.
Verkið er sérlega vel unnið að
öllu leyti; öskjurnar eru mjög
vel slegnar út og drifnar og
grafnar mjög að utan, sveigðar
í rococco-stíl á göflum og hlið-
um, blöð á hornum, bekkur á
umgjörð loks, og eru á því,
beggja vegna við sléttan flöt með
áletrun, drifnar myndir og upp-
hleyptar kvenlegum verum, er
eiga að tákna tvær af höfuð-
dyggðunum: Speki vinstra meg-
in, með bók undir hægri hendi,
og Rétivísi hægra megin, með
brugðin brand í hægri hendi. —
Þessar myndir eru ekki settar
af smiðnu'm á þennan grip af
handahófi, heldur með beinu
tilliti til þess manns, er hann var
gerður fyrir. — Öskjurnar
standa á 4 steyptum ljónsmynd-
um. Ljónin liggja og bera öskj-
urnar á baki sér“.
Hver smíðaði öskjurnar?
Svo vel vill til, að hægt er að
svara með öruggri vissu þeirri
spurningu, hver verið hafi sá
listamaður, er öskjur þessar
smíðaði. Ber það meðal annars
til, að neðan á botni þeirra er
stimpill smiðsins, stafirnir S. T.
S., og ártalið (17) 74 fyrir neðan
þá. Hið sama ártal er einnig á
áletruninni á lokinu, eins og
síðar mun getið. Stimpill þessi
er merki Sigurðar gullsmiðs
Þorsieinssonar. Sigurður var
sonur Þorsteins Sigurðssonar
sýslumanns í Múlasýslu (d.
1765). BróðirHBigurðar var Pétur
sýslumaður, faðir Sigurðar Pét-
urssonar skálds og sýslumanns.
Sigurður Þorsteinsson fór til
Kaupmannahafnar, lærði gull-
og silfursmíði og varð meistari
í iðn sinni 1742. Hann dvaldi síð-
an alla ævi í Kaupmannahöfn
og nefndist þar Sivert Thor-
stefnsson. Bjó hann lengi við
Austurgötu, og er getið þar allt
til ársins 1789. Var hann mikil-
hæfur maður og mjög fyrir
stéttarbræðrum sínum í ýmsum
greinum, enda „Oldermand" eða
Öldungur fyrir gullsmiðafélag-
inu í 18 samfelld ár. Hann varð
einnig „Capteinn við það fyrsta
Borgerskabs — Compagnie í
Kappmannahöfn“. Egi er vitað
hvaða ár hann andaðist, en mun
hafa lifað fram undir aldamót.
Meðal barna Sigurðar var „Pét-
ur, sem varð Doctor Medicinæ í
Kóngsbergi í Noregi samt Pro-
fessor, og Inspector þar við
Berkverksskólann“, að því er
segir í æviminningu Þorsteins
sýslum., föður Sigurðar gull-
smiðs.
Matthías Þórðarson getur þess,
að til séu nokkrir smíðisgripir
eftir Sigurð bæði á íslandi, í
Danmörku og í Noregi, þar á
Bessastöðum
meðal borðbjalla úr silfri, og
kóróna. Var bjallan eitt sinn í
eigu Friðriks konungs 7. Fjórir
gripir eftir Sigurð eru í Þjóð-
minjasafni, auk askjanna frá
Bessastöðum. Er þar á meðal
kaffikanna úr silfri „allstór og
með ágætu verki, gerð 1784“.
Könnu þessa gaf Sigurður Pétri
sýslumanni bróður sínum, en
Sigurður skáld sonur hans erfði
hana eftir föður sinn. Eftir Sig-
urð eignaðist könnuna ísleifur
etazráð Einarsson og erfði Jór-
unn dóttir hans hana eftir hann,
en frá Páli Melsted sagnfræð-
ingi, manni Jórunnar, kom hún
til safnsins.
Matthías Þórðarson fer svo-
felldum • orðum um Sigurð og
verk hans:
„Af handaverkum Sigurðar
gullsmiðs öllum má sjá, að hann
hefir verið einka góður smiður
og kunnað vel til hinna ýmsu
greina í sinni iðn. Virðist hann
hafa verið sérlega smekkvís
maður og jafnframt fylgzt vel
með breytingum samtíðar sinn-
ar í stílnum og tízkunni. — Eng-
inn núlifandi íslenzkur gullsmið
ur virðist geta jafnast við hann,
svo kunnugt sé“. (Ritað 1912).
í fyrsta bindi rita Lærdóms-
listafélagsins, bls. 20—25, er rit-
gerð um gyllingu, eftir Sigurð
gullsmið Þorsteinsson. Lýsir
hann þar hinni svokölluðu heitu
gyllingu (kvikasilfursgyllingu)
en það er sama gylling og er á
öskjunum frá Bessastöðum.
Öskjurnar og Ólafur
stiftamtmaður.
Eins og fyrr greinir, er all-
mikið letur grafið á lokið á öskj-
unum. Er þar eftirfarandi áletr-
un:
„Tillagt Bessastaða Kyrkiu af
Amtmanne Olafe Stephenssyne
og Fru Sigride Magnusdöttur
Fyrir Legstað þeirra Foreldra
sáluga Amtmanns Magnúsar
Gislasonar og Frur Þörunnar
Guðmundsdöttur samt þeirra
tveggja Dætra Ao 1774“.
Sennilega á Sigurður gullsmið
ur einhverja sök á því hve
dönskuskotin þessi áletrun er,
og eins hinu, að sagt er „þpirra
foreldra“, þótt aðeins sé átt við
foreldra frúarinnar, en tengda-
foreldra Ólafs Stephensen.
öskjur þessar eru vafalítið
búnar til beinlínis eftir ósk Ólafs
stiftamtmanns. Auk áletrunar-
innar benda til þess myndirnar á
lokinu, sem valdar munu með
tilliti til stéttar hans og stöðu.
Þau ummæli, að gefendurnir
„tilleggja“ kirkjunni öskjurnar
„fyrir legstað þeirra foreldra“,
mun vera svo að skilja, að þau
gefa kirkjunni gripinn til minn-
ingar um hið tiltekna fólk, á
sama hátt og kirkjum hafa verið
„tillagðir“ minningaskildir og
minningaspjöld.
Öskjur þessar voru eign Bessa
staðakirkju allt til ársins 1897
er þáverandi eigandi Bessastaða,
síra Jens Pálsson lét þær af
hendi við Jón konsúl Vídalín, í
stað eftirlíkingar af þeim, sem
konsúllinn lét gera í staðinn.
Þessi ráðstöfun vakti allmikla
gremju, sem vonlegt var, svo og
ýmsar fleiri tilraunir Jóns kon-
súls og frúar hans til að kom-
ast yfir forna og merka kirkju-
gripi. Komu fram kröfur um það
að afstýrt yrði með lögum
„brutli og prangi með helgidóma
kirknanna“. Eigi dró það úr ó-
ánægju þjóðhollra manna, er
safn þeirra konsúlshjóna var ein
helzta deildin í svonefndri
„Dansk Koloniudstilling samt
Udstilling fra Island og Færö-
erne“, er haldin var í Kaup-
mannahöfn. Var sýning þessi
ýmist nefnd „hjálendusýningin“
eða „skrælingjasýningin“. Þar
var ýmislegt muna frá Græn-
landi, svo og nýlendum Dana í
Vestur-Indíum. Þótti íslending-
um að vonum illur kostur að
vera settir á bekk með hverjum
öðrum hjálendum Dana. Fannst
mörgum smekkleysi, að sýna ís-
lenzkar stúlkur á þjóðbúningi
við hlið eskimóa og blökku-
manna, enda var mikið um þessa
furðulegu sýningu ritað í blöð
hér, þótt eigi verði það rakið í
þessu sambandi.
Verndun fornminja.
En „fátt er svo með öllu illt,
að eigi boði nokkuð gott“. Svo
var um hina áköfu söfnunarher-
ferð Jíins konsúls Vídalíns og
konu hans. 1 tilefni af þeirri
söfnun og „hjálendusýningunni"
var á alþingi 1905 samþykkt svo-
hljóðandi tillaga til þingsálykt-
unar:
„Alþingi ályktar að skora á
landsstjórnina að leggja fyrir
næsta alþingi frumvarp til laga
um verdun fornminja 1 landinu
og reisa nú þegar alvarlegar
skorður gegn því, að forngrip-
um úr kirkjum eða frá öðrum
opinberum stofnunum sé fargað
úr landinu frekar en orðið er“.
Þessi hreyfing varð til þess,
að samþykkt voru árið 1907 lög
um verndun fornminja og sér-
stakur fornminjavörður skipað-
ur. Var sú löggjöf hin þarfasta,
enda má segja, að hún kæmi 1
veg fyrir áframhald þess „bar-
barisma“, sem ríkt hafði helzt
til lengi í þessum efnum.
Þá er loks þess að geta, að eft-
ir blaðastyr þann, sem varð ár-
ið 1905 út af öskjunum frá Bessa
stöðum, (í sambandi við „hjá-
lendusýninguna“) ánöfnuðu þau
Vídalínshjón Þjóðminjasafninu
grip þennan eftir sinn dag. Síðar
ánöfnuðu þau safninu einnig
alla íslenzka muni sína aðra. Var
það heiðarlega gert og mun sú
ráðstöfun halda minningu þeirra
betur á lofti en flest annað. Má
nú sjá í Þjóðminjasafni gripi þá
alla, er þau hjón höfðu eignazt
hér með ýmsum hætti, þar á
meðal hinar ágætu öskjur úr
Bessastaðakirkju. G. G.
(Alþýðuhelgin)
Fjaðrafok
Slrandarkirkja.
Kirkjan á Strönd í Selvogi var
helguð Maríu mey og heilögum
Tómasi erkibiskupi. Það er mál
manna að séra Eiríkur í Vogs-
ósum hafi komist yfir flís af
krossinum helga í Kaldaðarnesi,
þegar hann var brotinn niður,
og skeytt hann einhvers staðar
inn í viðinn í Strandarkirkju.
En tvennum sögum fer um það,
hvernig hann hafi náð flísinni.
Sumir segja, að hann hafi tekið
hana sjálfur, þegar krossinn var
felldur, en það var reyndar
löngu fyrir daga séra Kiríks.
Aftur á móti segja aðrir, að
hann hafi náð henni á hjalla í
Ölfusi, hjá gamalli kerlingu, og
er það sennilegra. Þau ummæli
eru höfð eftir séra Eiríki, er
hann kom síðast í Strandar-
kirkju, að mönnum mundi að
öllum jafnaði verða að ósk sinni,
ef þeir hétu á kirkjuna. Hefir
það ræst vel, því að enn í dag
er heitið á kirkjuna, og verður
hún jafnan vel við. (ísl. galdra-
menn).
Fyrir 300 árum.
Jón hét maður, kallaður Sýu-
son; honum hafði stjúpdóttir
hans kent barn, en hann með-
gekk aldrei; bárust á hann líkur
og fékk hann ei eiðamenn, var
síðan dæmdur til dauða 1650.
Hann varð illmannlega við og
fékk eigi böðullinn höggvið
hann, því öxin þótti vefjast upp
sem í steini; urðu þv^ mjög mörg
höggin áður en hann dó; fundu
þeir á honum svartan rúnastaf
í skónum, á eikarspjaldi og haus-
skel af manni með hári á, og
héldu hann fjölkunnugan mjög,
og brendu kroppinn. (Árb. Esph.)
Augun í selnum.
í ævisögu sinni segir Daníel
Daníelsson frá því er þeir voru
að seladrápi í vognum hjá And-
ríðsey. Lögðu þeir nót fyrir vog-
inn, voru á báti meðfram henni
og rotuðu seli/ia, sem lentu í
nótinni, er þeir ætluðu út úr
vognum. „Við, sem að þessu
unnum, kölluðum * þetta sport“,
segir hann. „En nú fengist ég
ekki til þess að horfa í augu á
sel, sem flæktur væri í nót, og
slá hann þar með barefli. Ég
get ekki lýst augnaráði sels, sem
er svo fjötraður, að hann getur
enga björg sér veitt, en verður
að þola högg og slög frá manni,
sem hann hefir aldrei unnið
mein. Augnaráðið er ekki hvasst,
það er framur spyrjandi eða
dreymandi. — Á meðan ég er að
skrifa þessar línur, er mér sem
ég sjái enn augnaráð sumra sel-
anna, sem ég fyrir röskum aldar-
fjórðungi sló í rot í lóninu hjá
Andríðsey. Líklega á hér við
málshátturinn: Tvisvar verður
gamall maður barn“.
Fyrir 100 árum.
1 janúar voru nú alment haldn
ir fundir í hverjum hrepp, eink-
anlega til að tala um kosning-
ar til þjóðfundarins, er halda
átti í Reykjavík á þessu sumri.
Vonuðu menn nú eftir algjörðri,
æskilegri og endurbættri stjórn-
arlögum, með miklum fögnuði.
Sýslunefndir voru settar, er
sömdu stjórnarfrumvörp, er
mörg urðu samhljóða, handa
þinginu að velja úr það bezta,
eftir landsins hagsmunum. Voru
þau send til prentunar í Reykja-
vík, en af því stiptsyfirvöldin
þótti þa ðei geta orðið einhvers
hlutar vegna, voru skjöl þessi
send út og því síður álitin til
prentunar. Þóttist stjórnin nú
finna sjálfbyrgings- og uppreisn-
aranda hjá Islendingum, þar sem
þeir vildu ekki gefa sig að öllu
á vald Danastjórnar. (Branda-
staða-annáll).
Minnist
ECTEL
í erfðaskrám ySar
TOGARADEILAN LEYST:
Bóðiraðilar samþyktu tillöguna
Togararnir eru nú að búast á veiðar og voru
nokkrir tilbúnir í gærkveldi:
Atkvæðagreiðsla í sjómanna
félögunum og Félagi ís-
lenzkra botnvörpuskipaeig-
enda um síðustu sáttatillögu
sáttanefndarinnar lauk að
mestu í gærkveldi og urðu
úrslit þau, að báðir aðilar
samþykktu hana nema á
Siglufirði.
í félagi íslenzkra botnvörpu-
skipaeigenda f ó r atkvæða-
greiðslan þannig, að já sögðu 24,
en nei 4 og 7 seðlar voru auðir.
í Sjómannafélagi Hafnarfjarð-
ar sögðu 81 já, 53 nei og tveir
seðlar voru auðir og ógildir. Alls
greiddu atkvæði 136 menn.
í Sjómannafélagi Reykjavík-
ur sögðu 277 já, 143 nei og 7 seðl-
ar voru auðir og ógildir.
Á Isafirði sögðu 36 já, 24 nei.
A Siglufirði sögðu 14 nei og 6
já. Einn seðill var auður. Er því
Siglufjörður eini bærinn, þar
sem tillagan var ekki samþykkt.
Atkvæðagreiðslu var ekki lokið
á Akureyri og í Neskaupstað
vegna fjarveru togarasjómanna.
Togararnir fara á veiðar.
Með þessum úrslitum at-
kvæðagreiðslunnar má telja að
togaradeilan sé nú loks leyst
eftir fullra fjögurra mánaða
verkfall. Togararnir voru sem
óðast að búast á veiðar í gær-
kveldi og sumir hafa að líkind-
um farið út þegar í nótt svo sem
togarar frá Hafnarfirði. Flestir
munu fara á karfaveiðar.
—TIMINN, 2. nóv.