Lögberg - 30.11.1950, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.11.1950, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. NÓVEMBER, 1950 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BlliDFELI/, þýddi Bréfið féll úr hendinni á Katrínu. Sorg henn ar breyttist í fyrirlitningu og reiði. „Og dóninn!“ sagði hún og það var eins og eldur brynni úr augum hennar. „Þetta býður hann mér! — Mér konu, löglegri konu bróður síns! og móður barna bróður síns!“ „Segðu þetta aftur, manna! aftur — aftur“, sagði Philip hátt og ákveðið. „Konu bróður síns — giftri!“ „Ég skal sverja það“, sagði Katrín alvar- lega. „Ég hélt því leyndu föður þíns vegna. Nú verð ég að segja sannleikann, þín vegna“. „Guði sé lof! guði sé lof!“ sagði Philip lágt og skjálfraddað, tók bróðir sinn í fang sér og sagði: Það er enginn blettur á nöfnum okkar, Sydney“. Þessi yfirlýsing, svo þrungin bældri gleði og metnaði, kom móðirinni til þess að skilja hvað þennan son hennar hafði grunað, en aldrei haft orð á. Hún fann, að undir hinu einkenni- lega og drambsama eðli hans, hafði búið við- kvæm og drenglunduð meðlíðan með henni, og að frá þeirri kend hefðu, ef til vill, skaplestir hans stafað, og samvizkubit sló hana út af því, að hafa svo lengi fórnað rétti barnanna sökum föðursins. Ofan á það bættist lamandi ótti, enn sárari en samvizkubitið, — ótti út af sönnun- unum, sem hreinsa áttu nafn drengjanna af skugga þeim sem á þeim hvíldi og hennar líka. Orð mannsins hennar morguninn síðasta skáru hana í eyra. Presturinn er dauð- ur, vitnið fjarverandi, kirkjubókin týnd! En afskriftin úr kirkjubókinni! — giftingarvottorð- ið! Mundi það ekki duga? Hún stundi við og lygndi aftur augunum eins og að hún vildi loka alla framtíðarhugsun úr huga sér. Svo reis hún á fætur og fór í áttina til Beaufort- skrifstofunnar. Hún lagði hendina á húninn á hurðinni og Rikaði, en umhyggja hennar fyrir þeim lifandi yfirgnæfði þá stundina saknaðar- tilfinninguna fyrir þeim dauða. Hún gekk hratt inn herbergisgólfið og beint að s^fifborðinu. Skúffunum í því var ekki aðeins lokað heldur voru þær innsiglaðar, með innsigli Roberts Beauforts, og hver einasti kassi, kommóða og kista, sem í skrifstofunni voru, báru sama inn- siglið, sem gaf til kynna rétt, sem var hennar rétti æðri. En Katrín lét það ekki á sig bíta. Hún sneri sér við og sá Philip standa rétt hjá sér; hún benti á skrifborðið þegjandi, og hann skildi undir eins hvað hún meinti. Hann fór út úr herberginu, en kom aftur eftir fáar mín- útur meS meitil í hendinni. Læsingarnar voru brotnar upp og Katrín leitaði með skjálfandi hendi í hverri skúffu, öllum blöðum og kössum og kistum í herberginu árangurslaust. Ekkert giftingarvottorð, enga erfðaskrá og enga minn- ispunkta var þar að finna. Skyldi Robert bróð- ir hans hafa getað fundið þessi sönnunargögn og tekið þau? Það þurfti ekki lengi að skýra fyrir Philip hvað það væri sem hún var að leita að, og leit hans var ekki ónákvæmari en móður hans. Þau leituðu nákvæmlega í öllum skúffum, skjölum og fylgsnum, þar sem hugs- anlegt var að giftingarvottorðið gæti verið fal- ið, en allt kom fyrir sama. Þremur klukkustundum síðar voru þau í herberginu þar sem Philip afhenti móður sinni bréfið frá Robert Beaufort. Katrín sat þegjandi og náföl í þungum þönkum. „Mamma“, sagði Philip, „má ég nú lesa bréfið?“ „Já, drengur minn, og ráða fram úr þessu fyrir okkur öll“. Hún þagnaði en tók ekki aug- un af Philip, á meðan að hann las. Hann fann augnaráð hennar hvíla á sér og hélt tilfinning- um sínum vel í skefjum á meðan að hann var að lesa. Þegar að hann var búinn að lesa það, leit hann upp og horfði athugull á móður sína og sagði: „Mamma, hvort sem að okkur tekst að ná rétti okkar eða ekki, þá neitar þú að þiggja gustuka-meðlag þessa manns. Ég er ungur — drengur, en ég er sterkbygður og hraustur. Ég skal vinna dag og nótt, ég finn að ég get það. Það er alt betra, heldur en að þiggja brauð þessa manns“. „Philip! Philip! Þú ert sannarlega sonur minn, og sonur föður þíns! Hefir þú ekkert ákæruorð að segja við móður þína, sem svo hugleysislega og glæpsamlega faldi fæðingar- rétt þinn þar til, því miður, að það getur verið orðið of seint að sanna hann. Ó! ávítaðu mig, ávítaðu mig! Nei, kystu mig ekki, ég fæ ekki afborðið það. Drengur! drengur* Ef að, eins og mér segir hugur um, að við getum ekki sannað rétt okkar, skilurðu þá hvað í augum heimsins að ég er, hvað þið eruð?“ „Já, ég gjöri það!“ sagði Philip ákveðið og kraup við fætur móður sinnar. „Hvað svo sem aðrir kalla þig, þá ertu móðir mín og ég sonur þinn. Þú ert að dómi himnanna eiginkona föður míns og ég er erfingi hans“. Katrín laut höfði og faðmaði son sinn að sér með tárvotum augum. Sydney gekk til þeirra og kysti á kinn móður sinnar, sem var köld og rök. „Mamma! Því ertu svona hrygg? Mamma, mamma!" - „Ó, Syndney! Sydney! Þú ert alveg eins og hann faðir þinn! Líttu á hann, Philip! Gjörum við rétt í að neita honum um þetta vesaldar- tillag? Verður hann líka að verða betlari?“ „Aldrei betlari“, sagði Philip með metnaði, er sýndi hversu erfiða lífslexíu að hann átti eftir að læra. „Lögbornir synir Beauforts voru ekki fæddir til að betla sér brauðs“. VI. Kapítuli Það var litið á Robert Beaufort sem virð- ingarverðan mann. Hann hafði aldrei verið í neinni óhæfu — aldrei spilað upp á peninga, ekki sökkt sér í skuldir, eða gengið of langt í ástamálum eins og karlmönnum er oft títt að gjöra. Hann var góður eiginmaður og varfær- inn faðir — geðþekkur nágranni — frekar greið- ugur en hitt, þegar fátækir áttu í hlut. Hann var heiðarlegur og reglusamur í viðskiptum og hafði komið drengilega fram við ýms tæki- færi. Herra Robert Beaufort vildi alltaf gjöra það sem rétt var í augum fólks! Hann fylgdi engum reglum öðrum en þeim, sem almenn- ingsálitfð setti honum. Trúarbrögð hans voru að sýnast — heiðursmeðvitund hans var háð almenningsálitinu. Hjartað klukkuskífa, sem að almenningur eða almenningsálitið stýrði víser- unum á — víserunum, sem færðust ávalt 1 sömu áttina og ráðandi heimsálitið vildi halda, en stóðu kyrrir þegar þess gætti ekki. Það er réttlátt, Roberts Beauforts vegna, lesari góður, að taka það fram, að hann trúði sögu bróður síns um leynilega giftingu ekki. Hann áleit þá sögu, þegar hann heyrði hana fyrst, uppdiktun eina (og hana vesæla) til þess að gefa fáræðis-framferði, sem að hann var að demba sér út í, eins viðunanlegt útlit og föng voru á. Kæruleysishreimurinn í rödd bróður hans þegar að hann mintist á þetta — viður- kenning hans um, að engin sönnun væri til um að giftingin hefði farið fram nema afrit úr kirkjubókinni, sem giftingin var skráð í (og þá afskrift hafði Robert ekki fundið) gjörði hann eðlilega vantrúaðan á söguna. Hann áleit því að hann hefði ekki neinum skyldum að gegna, eða að sér bæri að sýna neina sérstaka virð- ingu konu, sem nærri því hefði rænt hann for- ustu göfugrar ættar og ættaróðali — konu, sem hafði ekki einu sinni borið nafn bróður síns — konu, sem enginn þekti. Hefði frú Morton ver- ið frú Beaufort og drengirnir synir hennar ver- ið hjónabandsbörn, þá fanst Robert Beaufort að öðruvísi hefði horft við og að aðstaða vald- hafanna ómyndugu, verið eins og að hún var og að hann þá hefði verið varkárari og örlátarí. Svo að heimurinn hefði sagt: „Ekkert getur verið höfðinglegra, heldur en framkoma hr. Beaufort“. Nei, ef að frú Morton hefði verið skilin við mann sinn að lögum, og hefði verið tígins manns dóttir og átt þekta aðilborna að, þá hefði hann valið henni álitlegra hlutskipti. Hann hefði ekki getað liðið að ættingjar hennar hefðu sagt, að hann væri nirfill. En í sambandi við frú Morton fanst honum þegar að alt væri tekið til greina, að þá mundi heimurinn segja, ef að hann annars segði nokkuð (sem að hon- um mundi naumast þykja vert) þá mundi það verða honum í vil. Brellin kona — af lágum ættum og auðvitað illa uppalin — sem reyndi til að lokka auðugan og óvarkáran mann til að giftast sér: eftir hverju var að vonast frá manni, sem að hún hafði reynt til að skaða, löglega erfingjanum? Var það ekki aðdáanlegt að hann skyldi gjöra nokkuð fyrir hana, og ef að hann sæi um drengina þangað til að þeir næðu stétt- arþroska móður sinnar, var það ekki allt sem hægt var að vonast eftir frá hans hendi? Með- vitund hans, eða það sem ha n hafði af með- vitund, sagði honum ákveðið að svo væri — sagði honum, að honum hefði farist vel — ekki sýnt óhóf, — ekki heimsku, heldur að honum hefði farist vel. Hann var viss um að heimur- inn mundi segja það, ef að hann vissi allan sannleikann, hann var ekki skyldugur til að gjöra neitt. Hann var því illa undirbúinn svari Katrínar, sem var stutt, meiningarfullt, en þó kurteislegt við bréfi hans og tilkynti honum, að hún vildi ekkert með peningana hafa, sem að hann bauðst til að borga henni — uppástóð alvarlega, að hún og Philip Beaufort hefðu ver- ið löglega gift og gekk ríkt eftir rétti sona sinna. Hún lét það og skiljast, að hún hefði á- sett sér að höfða mál, og undir þetta skrifaði hún Katrín Beaufort. Robert Beaufort lét bréfið í skúffuna á skrif- borði sínu og skrifaði á það ósvífið svar frá frú Morton 14. september, og hugsaði svo ekk- ert meira um höfund bréfsins unz að lögmað- ur hans, hr. Blackwell, tilkynti honum að Katrín hefði höfðað mál. Robert Beaufort fölnaði, en Blackwell hug- hreysti hann. „O, sussu, herra! Þú hefir ekkert að óttast. Það er bara tilraun til að pressa út úr þér peninga. Lögmaður hennar er kæruleys- ingi alþektur að því að taka að sér slæman mál- stað, þau komast ekkert áfram með það“.^ Þetta var satt, hvað sem um sannleikann í þessu máli var að segja, þá var auðsætt að vesalings Katrín hafði engar sannanir fram að færa — engin vitni, eða vitnisburð, sem að virðingarverður lögmaður hefði ráðið henni til að leggja út í málsókn með. Hún sagði, að tvö vitni hefðu verið viðstödd við giftinguna — annað þeirra væri dautt, en hitt findist hvergi. Sagði að giftingin hefði farið fram í smáþorpi langt í burtu og að kirkjubókin findist hvergi, engin formleg afskrift úr henni findist heldur og Katrín var alveg hissa að heyra, að þó hún findist, þá var vafabundið hvort hægt væri að koma henni að, nema, að vitnisburður manns, sem viðstaddur var fylgdi. Philip Beaufort hafði að vísu fengið afskriftina fyrir löngu síðan, en hann hvorki sýndi Katrínu það né heldur mintist hann á séra Jones, sem af- skriftina tók. í sannleika sagt þá hafði veg- lyndi Katrínar og trúnaðartraust ekki verið bú- ið að vinna sigur á heimsvéla varúð Philips, sem þá var búinn að vera giftur í þrjú ár. Að því er siðferðishlið þessa vitnisburðar snerti, sem bygðist á hjónabandslýsingunum í Lun- dúnum, sem ónýtar reyndust sem sönnun gift- ingar og sama máli var að til að dreifa með lýs- ingarnar í „A“ þar mundi fólk ekkert annað en að fyrir hér um bil fimtán árum, hefði myndar- legur maður komið og heimsótt séra Caleb Price og einn eða tvo minti að hann hefði gift manninn og konu, sem hefði komið frá Lundún- um, vitnisburður sem ekki hafði mikið að segja gegn þeirri staðreynd, að Katrín hefði borið annað nafn í fimtán ár og búið með hr. Beau- fort sem hjákona. Veglyndi Katrínar sjálfrar var hennar skæðasta mótvitni. Samt sem áður tókst henni að ná í málafærslumannsræfil, sem tók peninga hennar, en trassaði undirbúning málsins svo, að þegar að það kom fyrir réttinn, var því vísað frá með fyrirlitningu. Upp frá því litu lögin og fólkið á Katrínu sem ófyrir- leitna ævintýrakonu, og á börnin hennar nafn- lausu sem útlaga mannfélagsins. Þegar þannig var komið þóttist Robert Beaufort vera laus við alla hættu og allan ótta, sem frá þessu fólki gæti stafað og settist ánægður að hinum mikla auði sínum. Húsið við Berkeley Square var endurbætt og nýir húsmunir keyptir í það. Veizlur og danssam- komur voru haldnar vorið eftir og vegur Ro- bert Beaufort og frúar hans fór vaxandi. Mað- urinn auðugi, jafnvel á meðan að hann var fá- tækur, hafði verið metnaðargjarn. Nú snerist sá metnaður um Arthur son hans. Arthur hafði frá æsku verið álitinn gáfaður og líklegur til dáða; hvers mátti þá ekki vænta af honum nú? Hann var látinn hætta hjá prívatkennaranum, sem hann var hjá, og sendur til Oxford. Áður en Arthur fór til háskólans fór hann snöggvast heim til sín og minntist þá á Mor- ton-fjölskylduna við föður sinn. „Hvað er orð- ið af Morton-fjölskyldunni, herra? Og hvað hefir þú gjört fyrir hana?“ „Gjört fyrir hana!“ endurtók hr. Beaufort og leit á son sinn. „Hvað ætti ég að gjöra fyrir persónur, sem hafa verið að áreita mig með ótrúlega heimskulegri lögsókn? Ég hefi sýnt þeim alltof mikið veglyndi, þegar allt er tekið til greina. Þegar þú ert kominn á minn aldur, Arthur, þá munt þú komast að raun um, að það er undurlítið af þakklátssemi til í heimin- um“. „Þrát fyrir það, herra“, sagði Arthur með góðvild þeirri, sem honum var eiginleg, „þá þætti föðurbróðir mínum mjög vænt um það, og drengirnir eru að minsta kosti saklausir“. „Nú, jæja!“ sagði Robert Beaufort dálítið órólega; „ég held að þau skorti ekkert. Ég á von á, að þau séu hjá ættfólki Katrínar. Hve- nær sem þau koma til mín með réttu hugarfari, þá munu þau komast að raun um, að ég er hvorki hefnigjarn né harðbrjósta, en fyrst við erum að tala um þau“, hélt Beaufort áfram og sléttaði úr fellingunni á skyrtunni sinni með hendinni vandvirknislega sem sýndi snyrti- mensku hans, jafnvel í smáatriðum, „ég vona að þú sjáir afleiðinguna af slíkum sambönd- um og að þú látir eftirdæmi vesalings föður- bróður þíns þér að varnaði verða. Látum okkur nú breyta um umtalsefni; þetta er ekki svo skemtilegt, og því minna sem þú hugsar um það á þínum aldri því betra er það fyrir þig“. Arthur Beaufort, sem var áhyggjulaus og drenglundaður, og lagði sama mælikvarða á hvatir annara og orð, sem á sínar eigin, tók það sem faðir hans sagði sem góða og gilda vöru, því við sjálfan hann hafði faðir hans alltað verið örlátur, og gekk út frá því sem ábyggilegu, að það sem faðir hans hafði látið i ljósi í sambandi við Katrínu og drengi hennar væri satt, og þar sem að hann var í óða önn að búa sig undir hina glæsilegu framtíð sína, lét hann málið falla niður. Frú Morton, því enn verðum við að nefna hana með því nafni, og drengirnir hennar höfðu leigt sér lítið hús með fram aðalveginum, sem liggur á milli Fernside og Lundúna. Eftir að hafa borgað fyrir hina ógæfusamlegu málsókn og selt það lítið af gullstássi og verðmætum munum sem hún átti, hafði hún aðeins eftir nægilegt fé.til að fleyta sér og drengjunum sæmilega áfram, en þó með allri gætni, í eitt eða tvö ár, sem gaf henni tíma til að athuga og skipuleggja framtíð sína. Hún reiknaði upp á að hún mætti reiða sig á einhverja aðstoð fra ættfólki sínu, en hún hugsaði til þess með nokkr um kvíða og jafnvel blygðun. Hún hélt uppi bréfaskriftum við föður sinn á meðan að hann lifði. Hún sagði honum ekki frá leynigiftingu sinni, þó að bréf hennar bæru ekki með sér neina viðurkenningu um yfirsjónir. Máske að hún, eins og að hún sagði syni sínum, hafi gefið manni sínum loforð sitt um að segja engum fra því leyndarmáli fyrri en að hann gæfi henni leyfi til þess. Hvorugu þeirra kom skilnaður eða dauði til hugar. En hversu að við öll sofum óhult í skuggum lífsins, meðan að allt gengur að óskum, sem ættu þó að benda okkur á erfið- leikana sem fram undan eru! En faðir Katrínar, sem var óheflaður maður og hafði ekki sem ákveðnaðastar skoðanir, tók sér ekki nærri samband dóttur sinnar við Beaufort, sem að hann gekk út frá að væri ólöghelgað. Það bætti ekki lítið úr í huga hans að hún var efnalega óhult, og ekki óhugsandi að Beaufort mundi farast vel við hana og á endanum gjöra hana að heiðursfrú og hefðarkonu. í millitíðinni átti hún yfir að ráða ágætis heimili, fallegum vögnum til að aka í, gnægð þjóna og svo, i staðinn fyrir að biðja hann um peninga, þá var hún alltaf að senda honum smágjafir. Kat- rín sá aðeins í þessum bréfaviðskiptum þeirra einlæga fyrirgefningarumönnun og hún unni honum mjög. Þegar að hann dó brustu bönd þau, er tengdu hana við fjölskyldu hans. Bróð- ir hennar tók við verzlun þeirri, er faðir hennar hafði átt. Hann var ráðvandur og heiðarlegur maður, en nokkuð óþjáll og óvingjarnlegur. í eina bréfinu, sem hún hafði fengið frá honum — þegar að hann tilkynti henni lát föður síns, þá sagði hann henni hreint út og það réttilega, að hann gæti ekki liðið framferði hennar, að hann ætti börn sem væru fullvaxin — að öll sambönd yrðu að vera slitin þeirra á milli, nema að hún segði skilið við hr. Beaufort, en þá, ef að hún iðraðist einlæglega mundi hann sýna henni einlæga bróðurvináttu. Þó að Katrínu fyndist bréf þetta kalt og óbróðurlegt þegar að hún fékk það, þá viður- kendi hún nú, beygð og auðmýkt, réttmæti lífs- skoðunar þeirrar, sem það var byggt á. Bróðir hennar var vel efnaður í sinni stétt — hún a- setti sér að segja honum frá ástæðum sínum — hann mundi trúa henni, hún skyldi skrifa hon- um og biðja hann að létta undir með drengjun- um hennar að minsta kosti. En, hún gerði það nú samt ekki fyrri en mest af efnum hennar var uppgengið — fyrri en að þrír ársfjórðung- ar frá dauða Beauforts voru liðnir, og hún sjálf farin að finna til kendar á heilsuleysi, sem boðaði framtíð hennar og lífi ekkert gott. Frá sextán ára aldri að hún kom til hr. Beauforts og gjörðist húsfreyja hans, hafði hún notið alls- nægta, ekki hóflausra þæginda, heldur að- stöðu og efna, sem ekki kröfðust sérstaks sparn- aðar eða eftirlits. Hún gat neitað sjálfri sér um hvað sem var, en börnunum — börnunum hans, sem aldrei hafði verið neitað um nokkurn hlut, við þau gat hún ekki fengið sig til að vera íhaldssöm. Hún hefði getað soltið í þakher- bergi einhversstaðar hefði hún verið ein, eu hún gat ekki þolað að drengirnir færu alls á mis, á meðan að hún átti einn skilding eftir. Philip sýndi umburðarlyndi, meira en vonast mátti eftir, þegar tillit var tekið til hans fyrra kæruleysis og frekju. En hver gat vonast eftir þátttööku frá Syndney? Hvað gat hann vitað um hinar breyttu kringumstæður — um verð- mæti peninga o. s. frv.? Sýndist hann vera niðurbrotinn? Katrín stalst í burtu einstaka sinnum og kom heim aftur með fangið fullt af leikföngum, sem hún hafði keypt fyrir síðasta vikukaup sitt. Ef hann sýndist fölari í eitt skipt1 en annað, eða ef hann kvartaði um að sér vaeri illt, þá var sjálfsagt að sækja læknirinn. En hennar eigin veiki elnaði svo, að hvorki meðu né læknar fengu við hana ráðið. Áhyggjur ótti — samvizkubitið út af því sem liðið var — umhugsunin um allsleysið, sem við henni blasti, eyddi þrótt hennar daglega. Hún hafði þroskas andlega í sambúð sinni við Beaufort, en hun hafði ekki lært neitt af þeim vísdómi sem aO gagni kemur fyrir veiklaða viðkvæma konu ti þess að vinna fyrir sér ef í nauðir ræki. Huu var ósjálfbjarga — alveg ósjálfbjarga; þó hv® hefði viljað reyna að ráðast 1 vinnukonustorl, þá var hún ekki fær um það heilsunnar vegna og svo þurfti hún vottorðsbréf. Hvar átti hun að fá.það?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.