Lögberg - 30.11.1950, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. NÓVEMBER, 1950
7
Elinborg Lárusdótiir:
íslenzk móðir
gerði
Skamt írá Osló 1 Noregi er j
sveit, sem nefnd er Asker. Þar
býr Guðrún Brunborg. Guðrún
er öllum íslendingum kunn, svo
að óþarft er að kynna hana.
Samt sem áður ætla ég að minn-
ast hennar hér lítillega.
Guðrún er fædd 5. júní 1896 á
Reyðarfirði, dóttir Bóasar Bóas-
sonar frá Stuðlum í Reyðarfirði.
Móðir hennar var Sigurbjörg
Halldórsdóttir frá Geitarfelli í
Þingeyjarsýslu. Faðir Guðrúnar
var bóndi á Stuðlum, og þar ólst
hún upp. Systkinin voru tíu.
Hún var'yngst þeirra. I æsku var
hún veil til heilsu og fékk illt í
fótinn. Það tókst óheppilega til
með aðgerðina og að því hefir
hún búið síðan. Vegna þessara
mistaka hefir leið hennar legið
oftar á sjúkrahús en flestra ann-
ara, sem ég þekkj.
Ekki var Guðrún gömul, er
hún fékk þrá til að afla sér ment-
unar. Hún gekk á Kennaraskól-
ann í Reykjavík á veturna 1915
—16 og 1916—17. En haustið 1918
sigldi hún til Noregs, fastráðin
í því að læra hjúkrun og verða
hjúkrunarkona.
Þegar til Noregs kom, kynt-
ist hún manni, sem heitir Sól-
mundur Brunborg. Leiddi sú
kynning til þess að hún hætti
námi og giftist honum. Hann er
ættaður frá Voss á Vesturland-
inu og er kandídat frá landbún-
aðarháskólanum í Ási. — Guð-
rún og hann voru gefin saman
í kirkjunni á Stiklastöðum vorið
1920. Á Stiklastöðum voru þau
svo um tíma. En nokkru síðar
fékk Sólmundur Brunborg fasta
stöðu hjá landbúnaðarráðuneyt-
inu. Fluttust þau þá til Asker.
Þar keyptu þau lóð 1924. Á þess-
ari lóð, sem er 16000 fermetrar,
reistu þau hús. Engin tré voru
þarna og enginn garður, aðeins
græn slétta. Þarna var ærið starf
fyrir hendi, og mun Guðrún
þarna sem annars staðar hafa
lagt fram krafta sína.
Nú er þarna ágætt íbúðarhús,
fjós og hænsnahús. En þau hafa
eina kú og nokkur hænsni.
Vegna starfs síns er Sólmund-
ur Brunborg daglega að heiman
og kemur ekki heim fyr en á
kvöldin eftir vinnutíma. Guð-
rún verður því oft að hafa veg
og vanda af heimilinu. Guðrún
byrjaði á því að rækta lóðina,
hún gróðursetti tré og bjó sér
til blómarunna. Þetta tókst á-
gætlega og ekki liðu mörg ár
þar til trén teygðu sig hátt upp
móti sól og himni og báru ávöxt.
Vitanlega vann maður Guðrún-
ar að þessu með henni þær
stundir, sem hann hafði aflögu,
en það voru einungis kvöldin.
Má því segja, að þau legðu bæði
mikið að sér við þetta starf. Frú
Guðrún mun sjaldnast hafa haft
hjálp við heimilisstörfin, nema
þá sem maður hennar og börn
hafa veitt henni. Er það eitt
undravert hve miklu hún hefir
afkastað ekki heilsusterkari en
hún þó er.
Þau hjónin hafa eignast 4
börn, þrjá syni og eina dóttur.
Dóttir þeirra heitir Reyðunn.
Hún er gift og búsett í Asker
skamt frá heimili foreldra sinna,
en vinnur sjálf úti. Son sinn,
Olav, mistu þau í stríðinu. Erling
og Egill eru ógiftir. Egill er
heima, er Erling er nú í Ame-
ríku og var í sumar óvíst hve-
nær háiin kæmi heim.
Þeir, sem ekki þekkja Guð-
rúnu eða heimili hennar, eiga
erfitt með að skilja hvernig hún
hefir hrundið öllu því í fram-
kvæmd, sem eftir hana liggur.
Hún er kona lítil vexti og geng-
Ur ofurlítið hölt. Gráar hærur
skreyta höfuð hennar, en ekki
er hár hennar snjóhvítt og
mundi þó engan furða, þótt svo
vmri, slíkar raunastundir sem
hún hefir lifað. f fljótu bragði
er þessi kona ekki mikil fyrir
mann að sjá. En fljótlega verður
sem mótlætið
stóro
,þess vart, að hún er það sem
hún sýnist og gott betur. Kynn-
ist maður henni og manni henn-
ar og heimilislífinu verður þetta
allt ljósara — næstum eðlilegt.
Þau hjónin eru mjög samhent,
og heimilislífið er fyrirmynd.
Guðrún hefir áreiðanlega getað
rætt við mann sinn um sín á-
hugamál og fundið stoð og styrk
hjá honum. Það hefir sitt að
segja. Guðrún er sjálf ákaflega
sterk kona. Þegar ég kynntist
Guðrúnu fékk ég óræka sönnun
þess, að engin takmörk eru fyr-
ir því, hvað hægt er að gera, ef
viljinn er nógu sterkur. Hún
ann íslandi og æskustöðvum
sínum, enda sýnir hún það í
verki. Heimili þeirra hjóna er
ávalt opið fyrir íslendingum, og
hún og maður hennar eru sam-
hent um að greiða veg þeirra.
Á stríðsárunum tók fjölskyld-
an virkan þátt í andstöðuhreyf-
ingunni móti nzistum. Það veit
enginn, nema þeir, sem lifðu
stríðsárin í Noregi* hve miklar
hörmungar gengu yfir norsku
þjóðina. Við, sem höfðum þó er-
lendan her í landinu, getum ekki
getið þess til né sett okkur í
spor þeirra — sem lifðu í sí-
feldri angist nótt og dag.
Ég veit, að það hefir munað
um Guðrúnu þar sem annars
staðar, enda varð hún að lokum
að greiða hátt gjald. Sjálf segir
hún í viðtali við norskt blað:
„Mér hefir alltaf þótt vænt
um Noreg. En samt sem áður
hef ég lifað hér sem útlendingur
í öll þessi ár, þar til stríðið kom.
Þá fyrst varð Noregur mitt
land“.
Þessi þátttaka í frelsisbarátt-
unni leiddi til þess, að heimili
þeirra Brunborgshjónanna var
ekki óhult fyrir nazistunum
þýzku, og loks voru synir þeirra
tveir, Olav og Erling, teknir til
fanga.
Erling var látinn laus eftir
marga mánuði og aldrei fluttur
til Þýzkalands. En Olav var flutt
ur í fangelsi í Þýzkalandi og
kom aldrei aftur.
Þetta er aðeins ein fórn af
mörgum, sem norska þjóðin hef-
ir orðið að greiða á stríðsárun-
um. Olav var nýútskrifaður stú-
dent. Ætlun hans var að stunda
nám áfram við háskólann í Osló.
Þegar fregnin um andlát Olavs
barst heim, lá Guðrún á sjúkra-
húsi. Dag og nótt dvaldist hugur
hennar við soninn, sem horfinn
var sjónum hennar. í huga Guð-
rúnar vaknaði löngun til þess
að reisa syninum verðugan minn
isvarða.
Þau hjónin hafa aldrei verið
rík, en Olav var líftryggður fyr-
ir fimm þúsundum. Þetta var
ekki há upphæð. En þessir pen-
ingar hjálpuðu Guðrúnu til þess
að hrinda hugmynd sinni í fram
kvæmd. Hún þekti manna bezt
ógnir stríðsins og afleiðingar
þess. Og hún einsetti sér að fara
með kvikmyndir heim til Islands
og sýna þær löndum sínum
heima.
Það mun hafa verið 1946, er
Guðrún kom fyrst heim með
kvikmyndir, en síðan hefir hún
komið í fjögur ár samfleytt. Við-
tökurnar heima brugðust ekki
vonum hennar. Þótt við heima
þektum ekki ógnir stríðsins í
sinni ægilegustu mynd — höfð-
um við þó setulið í landinu og
fylgdumst með því, sem gerst
hafði og var að gerast í nágranna
löndunum pg umheiminum og
kannske ekki hvað sízt í Noregi.
Fyrirlestrum Guðrúnar um
Noreg á stríðsárunum var sér-
lega vel tekið og sömuleiðis
kvikmyndunum, sem hún sýndi
hér heima. Þær gáfu svo glögga
hugmynd um land og þjóð —
um baráttu Norðmanna, þraut-
seigju þeirra og ættjarðarást, að
áhorfendurnir urðu djúpt snortn
ir.
Guðrún var líka með mynd,
sem heitir Englandsfararnir. Sú
mynd sýnir frelsisbaráttu Norð-
manna á stríðsárunum. Svo
sýndi hún mynd, sem nefndist
„Noregur í litum“. Sú mynd sýn-
ir líf og starf fólks í Noregi og
ýmsa fegurstu staði Noregs. —
Þessi mynd varð afar vinsæl, og
ég má segja, að hún sýndi hana
langoftast af myndum þeim, sem
hún var með. Myndirnar sýndi
Guðrún í flestum kaupstöðum
landsins og var víst oftast fullt
hús. Hún ferðaðist um landið
samfleytt fjóra mánuði með
„Noreg í litum“ og „Englands-
farana“. Það varð henni dýrt
ferðalag en borgaði sig þó betur
en hún hafði nokkru sinni vænst.
Hún varð að leigja biíreið og
ekil. Lýkur hún miklu lofsorði
á hve heppin hún hafi verið
með ekilinn og hve vel hann
hafi hjálpað henni.
En spaugilegt þótti mér að
heyra frú Guðrúnu lýsa því, er
þeim var ætlað sameiginlegt her
bergi á einum merkum gististað
landsins.
Næst kom hún heim 1947 og
svo 1948, og þá ferðaðist hún um
landið með myndirnar og fékk
alls staðar góðar viðtökur. Sjálf
útskýrði hún hverja mynd. —
Með þessu vann Guðrún meira
og stærra verk en að safna fé.
Hún kynti Noreg og norsku þjóð
ina fyrir íslendingum á þann
hátt, sem bezt verður gert. Henni
hafði þau ár, sem hún var í Nor-
egi, altaf gramist það hve lítið
Norðmenn vissu um ísland og
íslendinga og lítið um sögu
landsins, bókmentir og menn-
ingu. Nú hugsaði hún sér að
kynna Noreg fyrir Islendingum
— og næstum samtímis, eða þá
mánuði af árinu, sem Guðrún
dvaldist heima í Noregi, ferð-
aðist hún um og hélt fyrirlestra
um Island og sýndi myndir frá
íslandi.
Fyrir framan mig á borðinu,
sem ég sit við, eru úrklippur úr
norskum blöðum. Allt eru þetta
ummæli um fyrirlestra frú Guð-
rúnar um ísland og myndir þær,
! sem hún hefir sýnt. Ég sé á
þessum blaðaúrklippum, að Guð
rún hefir flutt fyrirlestra um Is-
land víðsvegar í Noregi: Osló,
Björgvin, Haugasundi, Stafangri
og Þrándheimi.
Þetta eitt — kynningin milli
þessara tveggja frændþjóða, Is-
lendinga og Norðmanna, er
nauðsynlegt. Hefir Guðrún geng
ið þar rösklega fram og áunnist
mikið á svo skömmum tíma, og
mega báðar þjóðirnar vera henni
þakklátar.
Við Háskóla Islands hefir hún
stofnað sjóð, sem ber nafnið
Minningarsjóður norskra stú-
denta — (Norske Studenters
Minnefond). — Það voru fleiri
stúdentar, sem létu lífið í frels-
ishreyfingu Norðmanna en Olav,
og með þessu vildi Guðrún gera
þeim öllum jöfn skil — minnast
þeirra allra. Guðrún segir sjálf
á einum stað í blaðaviðtali:
„Það var ekki liðið langt á
starfið, er ég fann, að í því kendi
eigingirni. Ég hugsaði um Olav,
starfið hóf ég til minningar um
hann, en ég fann brátt að það
var ekki hann einn, allir þessir
ungu stúdentar, sem fórnuðu
lífi sínu í frelsisbaráttu Noregs,
stóðu mér jafn nærri og þess
vegna gaf ég minningarsjóðnum
heima þetta nafn“.
Sjóður þessi á að veita fé til
styrktar norskum stúdentum,
sem stunda vilja háskólanám
hér á landi.
Háskólanum í Osló afhenti
Guðrún 50.000 krónur norskar.
Á að verja þeim til styrktar ís-
lenzkum stúdentum, sem stunda
nám við Oslóarháskóla, og ber
sá sjóður nafnið: Minningarsjóð-
ur Olavs Brunborg.
Þetta er þá árangurinn af
starfi Guðrúnar. Hver er sá, sem
vill ámæla Guðrúnu? Hún hefir
hér heima reist öllum norskum
stúdentunum, sem féllu fyrir
föðurland sitt, veglegan minnis-
varða. Með þessu hefir hún unn-
ið í anda allra norskra mæðra,
sem áttu um sárt að binda. Veit
ég að þær minnast hennar allar
með þökk. Með þessu hefir hún
veitt íslenzkum og norskum
stúdentum færi á því að stunda
framhaldsnám við háskólana. Og
að síðustu hefir hún kynt ís-
land svo sem bezt mátti verða
frændþjóðinni. Við íslenzkar
konur megum vera stoltar af því,
að það skuli vera íslenzk kona,
sem unnið hefir slíkt stórvirki.
Nú mætti ætla, að hér léti
Guðrún staðar numið, en svo
verður ekki. Henni er mikið í
mun, að sjóðurinn í Osló verði
jafn hár sjóðnum hér heima, svo
að íslenzku stúdentarnir verði
ekki afskiptir. En henni er þó
ef til vill enn fastara í huga að
kynna í'sland nánar fyrir Norð-
mönnum, svo að sterkari tengsl
takist meðal þessara frænd-
þjóða, sem að hennar dómi eru
svo líkar og eiga svo margt sam-
eiginlegt. I þessu augnamiði hef-
ir hún einsett sér að koma upp
íslenzkri sýningu í Noregi. Und-
irtektir eru góðar og því ekkert
til fyrirstöðu frá hendi Norð-
manna, að þessi sýning geti far-
ið fram í Osló á næsta ári, ef vel
tekst til heima, en á því veltur
allt.
Frú Guðrún gerir sér miklar
vonir um þessa sýningu til á-
góða fyrir sjóðinn, sem ætlaður
er íslenzku stúdentunum og þá
ekki síður um kynning fyrir Is-
land í heild. Hún segir sjálf í
einu bréfi sínu, er hún minnist
á hina fyrirhuguðu sýningu:
„Kringumstæður mínar eru
þannig, að báðar þjóðirnar eru
mér jafn kærar. Ég er á engan
hátt tvískipt, þótt ég segi, að ég
sé alíslenzk og alnorsk. Ef til
vill er þetta ástæðan til þess, að
ég sé svo glöggt, hvað á bjátar.
Þekkingarleysi og fróðleiksleysi
Norðmanna á högum íslendinga
hefir valdið mér miklum sárs-
auka í yfir 30 ár. En nú finst
mér, að íslendingar geti bætt úr
þekkingarleysinu með því að
kynna ísland í borgum og bygð-
um Noregs — og við íslending-
ar þurfum ekki að finna til
minnimáttarkendar gagnvart
Norðmönnum".
Þannig farast Guðrúnu orð.
Hún hefir mætt skilningi og vel-
vild hjá mörgum hér heima —
en það þarf meira til. íslending-
ar ættu nú afö sýna það í verki,
að þeir meti starf hennar. Þeir
ættu að hjálpa henni eftir getu.
Ég á ekki við fjárhagslega hjálp.
Sýningin og happdrætti, sem
fyrirhugað er í sambandi við
hana, á að greiða allan kostnað
og meira en það. En það er mik-
ið verk og margþætt að undir-
búa svona sýningu, sem ætlast
er til að sýni iðnað og menningu
íslands fyr og nú. Það þarf að
safna munum hér og þar af land
inu og koma þeim alla leið til
Noregs.
Það er varla hægt að gera sér
grein fyrir hve mikið verk þetta
er. Ef íslenzkar konur vildu
hjálpa henni, sýndu þær í verki,
að þær kynnu að meta þann kær
leika, sem liggur á bak við allt
starf Guðrúnar — kærleikann
til sonarins, sem tekinn var til
fanga og fluttur í Buchenwald
fangelsið í Þýzkalandi og lét þar
lífið.
Ég sé fyrir mér hinn unga
glæsilega stúdent, fullan af á-
huga og lífsþrótti, og þeirri heitu
ættjarðarást, sem öllu fórnar, —
allt leggur í sölurnar. Ég skil
vel, að Guðrúnu hafi ekki orðið
svefnsamt eftir að hann var tek-
inn til fanga; — já — ég skil
líka eða get ímyndað mér, að
jafnvel fregnin um dauða h’ans
hafi verið léttir. — Og ég skil
ennfremur, að hana hafi langað
til að reisa honum veglegan
minnisvarða.
Ég held, að hún hafi ekki lokið
starfi sínu. Minningin um soninn
og ógnir stríðsins eru svo rót-
grónar, að hún verður alla ævi
sína að reisa Olav minnisvarða.
| Og vel, er það, ef minningin um
horfna ástvini gæti orðið öllum
til slíkrar blessunar.
Hvað viðkemur sýningunni, er
þetta að segja: Guðrún vill fá
alla íslenzka muni, sem hægt er
að ná til og fáanlegir eru, svo
sem skinnskó vel gerða með
hvítum eltiskinnsbryddingum,
eins og þeir voru í gamla daga;
helzt mörg pör af þeim, útprjón-
aða vettlinga, spjaldofin sokka-
bönd og mittisdregla, gömul á-
klæði, útskornar rúmfjalir og
aska, og margt fleira frá gam-
alli tíð. Frú Guðrún mun hafa
loforð um lán af Þjóðminjasafn-
inu, og er það gott, því að slíkir
munir eru úr sér gengnir á sveita
heimilum og óvíða til. En Guð-
rún hefir líka hugsað sér’ að sýna
framþróunina, nýja tímann og
iðnaðinn eins og hann er nú.
Þessi sýning, ef vel tekst, ætti
að geta orðið góð kynning á
landi og þjóð og má ekki fram
hjá því ganga.
* Guðrún er farin að undirbúa
sýninguna. Hún hefir þegar
heklað 65 teppi úr íslenzkum
lopa. Þau eru hlý og mjög vel
unnin og litum smekklega rað-
að. Þessi teppi eiga að fara á
sýninguna.
Rætt er um að hafa sýninguna
í Osló, Björgvin og Þrándheimi
og ef til vill víðar, ef vel gengur.
I einu bréfi segir Guðrún:
„Kæru landar!
Hjálpið mér að byggja sterka
brú milli landanna, menningar-
brúna á milli hinna beztu ungu
mentamanna vorra, þá brú, sem
verður sterkari með hverju ári
og öld, sem líður. Það er aðeins
hornsteinninn, sem nú er verið
að leggja, og guð veit, að ég finn
sárt til ófullkomleika míns að
stjórna framkvæmdum byrjun-
arstarfsins. Ekkert hefði getað
gefið mér þrek til þess að leggja
út í þetta starf annað en sú fórn,
er ég varð að færa Noregi. Við
mæður fórnuðum svo miklu, að
við teljum okkur hafa rétt til
þess að óska þess og vona, að
dauði drengjanna okkar verði
mannkyninu til góðs. Aðeins
það, að hugsjónir þeirra nái fram
að ganga og lifi í orðum og verk-
um komandi kynslóða, sættir
okkur við þær hörmungar, sem
þeir þurftu að líða, áður en dauð-
inn kom sem hinn bezti vinur
í þraut".
Þannig farast Guðrúnu orð.
Það má lesa margt úr þessum
orðum.
Guðrún kom heim á síðast-
liðnu ári og sýndi þá norsku
kvikmyndirnar á Vestfjörðum
og víðar. Það er ætlun hennar
að koma heim á þessu ári eða
þá í byrjun næsta árs, ef að sýn-
ingu getur orðið. — Margar
norskar konur hafa boðist til að
aðstoða hana við sýninguna. I
vor var hún í boði hjá norskri
prestskonu. Voru margar konur
þar saman komnar. Sýninguna
bar á góma. Sýndu konurnar
mikinn áhuga. Prestskonan
bauðst til þess að hjálpa Guð-
rúnu, er þar að kæmi.
I viðtali við blöðin hefir Guð-
rún getið þess, hvað hún hefir
í hyggju og ef marka má, virð-
ast Norðmenn hafa mikinn á-
huga á sýningu þessari. Vonandi
sýna íslendingar engu minni á-
huga, og vonandi verða hér
margar hendur útréttar til þess
að létta Guðrúnu starfið.
Norsk blöð hafa ritað um Guð-
rúnu. Ummælin eru öll á einn
veg, lof og aðdáun á hinu merka
starfi hennar, en jafnframt undr-
un á því, að heilsuveil kona skuli
hafa komið þessu í framkvæmd.
Hér heima hefir Guðrún mætt
skilningi og vinsemd, og á þessu
ári var hún sæmd riddarakross-
inum.
Fyrstu búskaparárin, meðan
heilsa Guðrúnar var þolanleg,
vann hún sjálf allt fyrir sitt
heimili. Mikið verk var að gróð-
ursetja trén og koma garðinum
í rækt, og á Guðrún þar mörg
handtök, en allt sem hún hefir
gróðursett, dafnar vel. Trén eru
orðin há og þróttmikil. Þegar
þau fóru að bera ávöxt, fór hún
dag hvern til borgarinnar og
seldi afurðirnar, epli og blóm á
torginu og alls konar kálmeti.
En heilsa hennar hefir aldrei ver
ið sterk. Hún hefir því orðið að
dveljast langdvölum á sjúkra-
húsi og á henni hafa verið gerð-
ir margir skurðir. Oft hefir
henni ekki verið hugað líf, svo
þjáð hefir hún verið.
Fyrir fáum árum var Guðrún
Brunborg Islendingum óþekt.
Fáir vissu, að hún var til, nema
þá ættingjar hennar og þeir, sem
með henni voru í æsku. Kyrlátt
var líf hennar í Noregi og nafni
hennar hvergi á loft haldið. Kon-
an, sem kom á sölutorgið í Osló
með epli, plómur og blóm, skar
sig ekkert úr. Það voru fjölda-
margar konur, sem komu í sömu
erindum og hún og seldu afurð-
ir bús síns á torginu, konur, sem
enginn veitti athygli og fáir
þektu.
Ef Guðrún hefði ekki mist
Olav son sinn, væri hún líklega
enn óþekt kona.
Nú þekkja allir Islendingar
hana. Og nú njóta ungir stú-
dentar styrks af því fé, sem
henni hefir með miklu erfiði og
þrotlausri elju tekist að safna. —
Og nú birtast langar greinar í
blöðunum í Noregi um Guðrúnu
Brunborg og hið merka starf
hennar.
Bláskógum, 7. ágúst 1950
Elinborg Lárusdóllir
(Les. Mbl.)
Vinnumaðurinn: — Ég verð að
krefjast þess, húsbóndi góður,
að fá dálitla launahækkun hjá
yður.
Húsbóndinn: — Já, það getið
þér fengið.
Vinnumaðurinn: — Og svo
þyrfti ég að fá styttan vinnu-
tímann.
Húsbóndinn: — Hvers vegna?
Vinnumaðurinn: — Til þess
að ég hafi nógan tíma til þess
að eyða laununum.
Kaupið
þennan
stóra
25c
PAKKA
AF
VINDL-
INGA
TÓBAKI
vegna
gæða