Lögberg - 07.12.1950, Page 2

Lögberg - 07.12.1950, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. DESEMBER, 1950 Konungleg ástamál Iranskonungur velur sér drottningu í annað sinn og treystir með því völd sín Áður fyrr voru kvonfanga- mál þjóðhöfðingja oft og tíðum stórpólitískir atburðir. Þá voru slíkar giftingar notaðar til að sætta ríki og tengja saman vold- ugar ættir. Þetta hefir breyzst mjög í seinni tíð, einkum í Vest- urlöndum, enda völd hinna kon- unglegu þjóðhöfðingja ekki nema svipur hjá því, sem áður var. I hinum austlægari löndum geta þó kvonarmál þjóðhöfð- ingja enn orðið stórpólitískur atburður og er þar skemmst að minna á Farouk Egyptalands- konung. Nokkuð svipað má segja um íranskonung, en hann hefir nú ákveðið ráðahag sinn í ann- að sinn. í eftirfarandi grein, sem nýlega birtist í Berlingske Aftenavis, segir Jörgen Bast frá því máli: — Af fréttaskeytum frá Teher an má nú telja fullvíst, að kon- ungur Persaríkis, Mohammed Reza Pahlevi, gangi að eiga Saroyu Esfandiari, sem er 18 ára gömul, en sjálfur er íranskon- ungur 31 árs á þessu hausti. Bak við þessa frétt liggur kon- ungleg ástarsaga, en auk þess er hér um að ræða stjórnmálavið- burð, sem tvímælalaust mun styrkja valdastöðu konungs. Mohammed Reza Pahlevi tók við völdum 1941 að ráði banda- manna. Faðir hans var þá lát- inn hverfa af valdastóli, en hann er maður, sem hafði hafizt af sjálfum sér frá liðsforingjastandi til konungstignar. Churchill lýs- ir honum sem miklum gáfu- manni í minningabók sinni. Hinn nýi konungur var þegar þetta gjörðist kvæntur Favsiu hinni fögru systur Farouks Egyptakonungs, en þau áttu ekki skap saman og skildu því 1948, síðla árs, eða um líkt leyti og Farouk skildi við drottningu sína. Það var ætlun konungs að finna sér nýja brúði meðal tign- arkvenna þeirra, er játuðu Múha meðstrú. Má vera að hann sé ómannblendinn að upplagi, en ef til vill er þó hér að leita skýr- ingar á fálæti því er hann sýndi konum yfirleitt í Ameríkuferð sinni nýlega. Fyrir nokkrum misserum tók sá kvittur að breiðast út frá kon- ungshirðinni í Teheran, að kon- ungur myndi vera horfinn frá því að takmarka leitasvæði sitt í kvennamálunum við hinn tak- markaða hring konunglegra Mú- hameðskvenna en hyggja til kvonbæna utan hans. Allar vildu meyjarnar . . . Lítið væri úr þassu gert, þó að sagt væri, að tíðindi þau hefðu valdið uppnámi í landinu. Auðvitað vonuðu allar ungar og fallegar konur, að þær hlytu náð fyrir augum þjóðhöfðingjans. Stúlkurnar og mæður þeirra her- sátu myndablöð landsins, til þess að koma á framfæri fyrir þeirra milligöngu bendingum, sem mættu verða konungi leið- beining í drottningarvalinu. Þeir vissu ekki, að þetta var allt um seinan og hið konung- lega hjarta var þegar unnið, — og það var ástæðan til þess, að hann var afhuga prinsessunum. En þau eru eflaust ótalin tárin, sem falla yfir trúlofunarfrétt- inni. Það var kvöld eitt í fyrra, að íranskonungur fór á ball hjá sendiherra ríkis síns í París, er hann var staddur þar í borg. Meðal þeirra er þar voru, var stúlka ein af yfirstéttarfólki í íran, — fjölskyldunum 300 — eins og það er kallað. Það var Saroya Esfandiari. Kona, sem ber sijörnunafn. Saroya er fallegt nafn. Það þýðir stjarna. Og það nafn ber þessi stúlka. Hún var spengileg á velli og glæsileg í hreyfingum, andlitið vel lagað með nettan munn, á- valar kinnar, fast augnaráð, hrafnsvart, þétt hár — eigin- lega miklu fremur latnesk en austræn að yfirbragði. Hún var Parísarmey með nokkrum fram- andi blæ yfir sér. Og það- er skemmst af konungi að segja, að hann varð gripinn ást í fyrsta dansi. Það var ekki furða, þó að Sar- aya hefði nokkurn vestrænan svip yfir sér. Móðir hennar var þýzk, en giftist elzta syni af persneskri höfðingjaætt og er það mikil saga og rómantísk. En þessi þýzka kona gerði sér far um að ala dóttur sína þannig upp, að Evrópuáhrifin týndust ekki. Hún var til dæmis send í skóla í Svisa Og nú átti hún enn að framast í París. Konungur leyndi áhrifum þeim, sem stúlkan hafði á hann haft. Hann hafði engin orð við hana um tilfinningar sínar. Hann hafði líka ýmsar ástæður til að gæta tungu sinnar. Hún var ekki nema 17 ára. Átján ára þurfti hún að verða áður en hann gæti beðið hennar, og það þurfti vandlega að hugsa málið frá öllum hliðum áður en ný drottning kæmi til sögunnar. Þegar Saroya varð 18 ára fyr- ir nokkrum mánuðum tók hann ákvörðun sína. Ekki er að efa, að hér er um að ræða ráðahag, sem byggður er á ást, en það er heldur ekki hægt að ganga fram hjá því, að þetta hjónaband hef- ir pólitíska þýðingu. Höfðingjaætt sú, sem tengda- faðir konungs er helzti maður í, „Bréf fró Ingu" í umbrotum þeim og æsing- um sem mannlífið hefur við að stríða nú á tímum hér á jörð- unni. Af hávaða þeim og véla- skrölti og hraða, sem mannver- an hefur fjötrað sig með á hinu efnislega svíði, hefur leitt það að heilbrigð hugsun sál- rænnar orku hefur látið undan síga og er orðin langt á eftir hinum efnislegu, vélrænu fram- förum, svó að til voða horfir fyrir allt mannkyn, því að út- litið sem við oss blasir bendir til, að maðurinn ætli að kollsigla sig í kappakstri um auð og völd. Þó er það vitað, að margir andans menn bregða upp ljósi fyrir jarðarbúum frá andans afli sínu, og benda þeim á hvert stefnir ef svona er áfram haldið. Fljótt séð, virðist sem hinn sálræni máttur vor megi sín lít- ils í þessum hringlandi óróleik, því skollaeyrunum er skellt við flestum andans fræðum nú á tím um hjá fjöldanum, þar sem þau gefa litla von um glæsilegan ár- angur hinna jarðnesku leyfa þegar horfið er héðan. En það ætti ekki að spilla miklu, að hlusta eftir því, sem innri vit- und vor hjalar við oss og ýmiss- ir andans menn og æðri verur vilja fræða oss um. Það er ekki einungis hverjum einum gott og nauðsynlegt, heldur er það skylda vor gagnvart lífinu, að gera það sem vér vitum að dvöl vor hér krefst af oss á þessum undirbúnings stundum vorum hér undir æðra og fullkomnara líf og starf þegar vér hverfum yfir á landið ókunna. Það er mikið af bókum gefið út um hin sálrænu mál. Margir taka þeim vel, aðrir miður. Þrátt fyrir það fjölgar þeim óðum, sem þrá að heyra og sjá vim sína sem horfnir eru yfir móð- una miklu. Ástæðan til þess, að ég rita þessi orð, er sú, að ég vil benda öllum hugsandi íslendingum á nýútkomna bók, sem heitir „Bréf frá Ingu“, sem Soffanías Thorkelsson hefur safnað og gef- ið út nýverið. Þetta er þriðja er ekki einungis ein voldugasta ætt landsins, heldur er aðsetur hennar á olíusvæðunum í suð- vesturhluta landsins. Um langa hríð hefir verið rígur á milli konungsvaldsins í Teheran og þeirra frænda, því að þeim þótti sinn hlutur vera helzt til smár í skiptunum við gamla konginn. Þegar nú hinn ungi konungur giftist inn í ætt þeirra komast fullar sættir eflaust á af sjálfu sér. Saroya er auðug, en það skipt- ir konung ekki miklu, því að honum er ekki fjár vant. Svo er talið, að fjárhlutur sá, sem fað- ir hans lét honum eftir er hann fór frá völdum, nemi hálfum miljarði danskra króna. Lífeyrir hans er heldur ekkert lítilræði, meira en hálf önnur miljón króna árlega. Systur konungs. Eitt var það, sem hindraði kon ung í framkvæmdum. Hann á tvær systur, fagrar og vitrar, prinsessurnar Cham og Arhraf og enda þótt hann sé „konungur konunganna" er hann tregur að gera nokkuð, sem þeim er á móti skapi. Einkum ber hann mikla virðingu fyrir Ashraf, sem ekki er óeðlilegt, því að hún er tvíburinn frá honum. Það var Cham konungssystir, sem brá sér til Parísar, til að skoða Soroyu, og athuga hvort vert væri að lyfta henni á drottn ingarstól. Saroya hlýtur að hafa unnið hjarta mágkonu sinnar tilvon- andi, því að nýlega fór hún frá París í flugvél, sem líka flutti brúðarskart drottningarefnis, en það var keypt í tízkuhúsunum miklu í París. Og Ashraf tíbura- systir virðist líka vera yfirunnin. Og nú er gleðistundin framund- an. —TÍMINN, 28. okt. bindið sem út kemur af „Bréf frá Ingu“. Hinum fyrri bindum tveimur hefur víða verið vel tekið, enda flytja þessi erindi fagran og heilbrigðan boðskap frá framliðnum vinum vorum, sem frekar ættu að betra þann sem les en það gagnstæða. Þetta þriðja bindi af „Bréf frá Ingu“, er allstór bók, þó í sama broti og fyrri bindin og sama smekklega frágangi, nema hvað hún er mikið stærri, um 400 blaðsíður. Á „Bréf frá Ingu“ er látlaust mál og erindin fléttuð hlýhug og andlegum gróðri, sem glæðir góðhug, vekur traust og kærleiksþrá til samferðafólks- ins á leiðinni gegnum jarðar dalinn. „Bréf frá Ingu“ flytja fagrar ábendingar, heilbrigt mál- efni og fjölþættan fróðleik frá ættmennum og vinum og mörg- um sálum frá landinu sem allir flytja til fyrr eða síðar. „Bréf frá Ingu“ sýna fram á hversu mikil fjarstæða það er, að hræð- ast dauðann, því það sem hér er nefnt dauði, sé aðeins bú- staðaskipti, hamaskipti, þar sem mannveran heldur áfram að lifa og fullkomnast frá einu stigi til annars, þar til hún hefir náð þeim þroska, sem allífveran og stjórnandi tilverunnar hefur ætlað mannverunni frá upphafi lífs. Hér er ekki um ritdóm að ræða, það læt ég öðrum í té, sem kunnugri er þessum málum en ég. Það mætti líka skrifa mikið um þessi mál, sem „Bréf trá Ingu“ ræða um. En ég vil ekki þyngja einum eða öðrum með löngum lexíum um innihald bók- arinnar, heldur hvetja sem flesta Islendinga sem sálrænum gróðri unna, að kaupa þessa bók og kynna sér sjálfir innihald henn- ar vandlega. Ég veit að enginn „líður tjón á sálu sinni“ að lesa „Bréf frá Ingu“, heldur græðir margt til þroskunar sínum sál- rænu öflum. Bókin er til sölu í Björnssons Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. og kostar í snyrtilegu bandi $3.50 og verð- ur send póstfrítt hvert sem ósk- að er. D. Björnsson Deila Títós og Stalíns þakkaði boðið, nema stjórnin í Moskvu vildi ábyrgjast fyrir- fram að Tító hætti öllum árás- um á stjórnarmenn. Því gátu þeir í Moskvu eðlilega ekki lof- að, þar sem þeir höfðu raun- verulega slitið sambandi við Tító með því að neita honum um alla hjálp, af því, hann vildi heldur fylgja eigin sannfæringu en fyr- irmælum frá þeim. En það var styrjöld og Tító varð að halda við sambandi við Moskvu, án tillits til þess hvað honum finndist um stjórnmálin þar. Þetta samband fór jafnan kólnandi og hvorugur vægði fyr- ir hinum. Til dæmis neitaði Molotov þeim Churchill og Roosevelt um að fá að sjá bréf frá Tító í október 1943 en í því bréfi neitaði Tító útlagastjórn- inni um landvist að loknu stríði. Tító myndaði líka sína stjórn litlu síðar eftir þennan fund hinna „þriggja stóru“, enda þótt Rússar hétu á hann í guðanna bænum að gera það ekki því að þeir héldu að slíkt tiltæki myndi styggja Breta og Bandaríkja- menn og skaða „sameiginlegan málstað“ — það er að segja hjálp Vesturveldanna við Rússa. En hér skjállaðisl Rússum um vestræna stjórnvizku. Þrátt fyr- ir það, að, Tító afsagði Pétur konung, lét Churchill honum í té hernaðarlega hjálp í stöðugt vaxandi mæli fyrir milligöngu MacLeans herforingja, þó að Pijade gætti þess að tala ekki með of mikilli virðingu um hjálpina frá Bretum. Frá Rúss- um kom engin hjálp og höfðu þeir þó heitið því að varpa niður fyrstu sendingunni í febrúar 1942 og kom það í hlut Pijades sjálfs að bíða eftir sendingunni á fjalli einu í Montenegro. Það var fyrst í apríl 1944, þeg- ar bæði Bretar og Bandaríkja- menn veittu Tító fullan stuðn- ’ing, sem hann fékk vopnasend- ingu frá Rússum, og má vera að þeim hafi þá fundizt, að þeir væru heldur aftarlega í því. Það var þó ekki fyrri en í október, sem eitthvað fór að muna um vopn frá þeim, og það voru vopn sem þeir fengu frá Bandamönn- um í Italíu og Tító varð að greiða Rússum fullt verð fyrir. Frásögn Pijades varpar ljósi yfir stríðssögu Júgóslavíu og ger ir grein fyrir því, hvernig mis- sætti Títós og Stalíns byrjaði. í Moskvu var krafizt skilyrðis- lausrar hlýðni, en Tító hélt að Júgóslavar sjálfir vissu betur en útlend stjórnarvöld hvað þeim væri fyrir beztu. —TÍMINN, 3. nóv. Frc Blcine, Wash. Mosha Pijade er talsmaður Títós og gamall samstarfsmaður hans. Hann hefir nýlega látið frá sér fara bækling, þar sem rakin er skipti Rússa af Júgó- slavíu á hernámsárunum. Af pésanum verður ljóst, að ágrein- ingsmál Títós og valdhafanna í Kreml byrjuðu fljótlega eftir að Rússar hófu þátttöku í styrjöld- inni. Frásögn Pijades varpar ljósi á það, sem gerðist bak við tjöldin á styrjaldarárunum. Pijade heldur því fram, að stjórnin í Moskvu hafi ætlast til þess, og beitt sér ákveðið fyrir því, að Tító og allur kommúnista flokkur Júgóslavíu styddi Pétur konung, útlagastjórnina í Lon- don og Mihajlovits. Það gat ekki orðið nema á þann veg, að kom- múnistasveitirnar lytu stjórn Mihajlovits. Þetta var í samræmi við þau fyrirmæli, sem kommúnista- flokkar í öllum löndum fengu frá Moskvu á þeim árum, — nema ef til vill í Póllandi, en þar stóð nú líka sérstaklega á. Dagskipanin frá Moskvu var jafnan á þá leið, að sameina öll þau öfl, sem voru andstæð Hitler og ríki hans. Með því átti meðal annars að sýna Churchill, Roose- velt og öðrum forustumönnum vestrænna þjóða samstarfsvilja Rússa og einlæga hollustu við sameiginlegan málstað. Churchill sagði einhverntíma að Tító skipti það mestu, að geta fellt sem flesta Þjóðverja, og það er rétt. Hann varð líka Þjóðverjum skæðari en Mikajlovits. Pijade telur, að hersveitir hans hafi ver ið aðgjörðarlitlar og sparað sig til þess síðar að sameinast Þjóð- verjum og berjast með þeim gegn Tító, eins og raun varð á. En þegar búið er að ákveða lín- una í Moskvu, gildir hún þangað til ný lína er lögð þar. Við því þýðir ekki neitt að nöldra. í orðsendingu, sem Tító var gerð frá Moskvu 5. marz 1942, segir svo: „Eins og stendur er það höfuð- atriði að sameina öll þau ölf, sem Hitler eru andstæð, til að hnekkja hernámsvöldunum. — Það er erfitt að samþykkja það með þér að brezka stjórnin og útlagastjórnin í London gangi til samkomulags við hernáms- þjóðina. Það er mikill misskiln- ingur“. í orðsendingu seinna í sama mánuði segir svo: „Þið megið ekki miða baráttu ykkar við þjóðernisleg sjónar- mið, heldur verður að heyja hana á ensk-rússnesk-amerísk- um grundvelli. Sýndu meiri sveigjanleika“. Þegar þetta var höfðu engir bandamanna neitt samband við aðalstöðvar Títós. Hins vegar sýndi rússneska stjórnin Pétri konungi og Mihajlovits fulla sæmd og hollustu þetta sumar. Tító mótmælti því stjórnmála- sambandi og sagði svo í bréfi: „Það verður að leggja áherzlu á það, að útlagastjórn Júgó- slavíu hefir opinbert samstarf við Itali og við þýzku stjórnina að tjaldabaki. Hún svíkur bæði okkur hér heima og Sovétríkin“. Það hefir sennilega stafað frá þessum ágreiningi, að Tító fékk aldrei vopn frá Rússum árin 1942 og 1943 hversu oft, sem hann bað um það. Hins vegar var Mihajlovits boðin hernaðar- leg hjálp frá Moskvu strax í nóvember 1942. Pijade birtir skeyti eitt um það efni frá út- lagastjórninni til Mikajlovits. 1 því er þetta: „Rússar hafa ákveðið að senda herforingjaráði þínu tigna for- ingja, koma á beinu sambandi ykkar á milli og stofna júgó- slavneska flugsveit í Rússlandi til að flytja hernaðarlegar nauð- synjar loftleiðis". Það varð nú samt ekkert úr þessari hjálp. Útlagastjórnin var tortryggin gagnvart öllu, sem frá kommúnistum kom, og af- Það telst til tíðinda í þessari byggð að Páll V. G. Kolka læknir, skáld og fræðimaður frá Islandi, sem hefir verið að ferð- ast á vegum Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi í fyrir- lestrar erindum til hinna ýmsu deilda í þessu landi, kom og flutti fyrirlestur og sýndi íslenzk ar kvikmyndir í litum að kveldi hins 8. þ. m. í borðsal elliheim- ilisins „Stafholt" Rér í Blaine. Sá staður var valinn af stjórnar- nend Þjóðræknisdeildarinnar „Aldan“ til þess að gefa því vistfólki á Stafholti, sem ekki treystir sér til að fara út að kveldinu, kost á að sjá og heyra Kolka læknir. Ekki mun fólk hafa orðið fyrir vonbrigðum þá kveldstund. Myndirnar voru ljóslifandi og vel útskýrðar. Fyrirlesturinn eins og vænta mátti fróðlegur og kjarnyrtur fluttur með hreinum alíslenzk- um framburði, enda er læknir- inn prýðilega máli farinn. Líka vakti það hrifningu að hlýða á ljóðaflokk, sem hann er höfund- ur að og las af snild. Þann 17. sama mánaðar hélt „Aldan“ samsæti í samkomuhúsi íslenzka kvenfélagsins Líkn í heiðursskyni við Kolka lækni og til að gefa fólki tækifæri til að kynnast og hafa tal af honum. Eins og venja er til og konum ber, tóku íslenzkar konur hönd- um saman um allan undirbúning rausnarlegra veitinga, skreyt- ingu á matborðum o. s. frv. og eiga þær konur, sem utan fé- lagsins standa, sérstaklega þakk- ir skilið fyrir drjúga aðstoð. Til minningar um komu Kolka læknis til Blaine afhenti Mr. A. Danielson honum fyrir hönd Öldunnar litmynd í ramma af friðarboganum sem stendur hér við þjóðveginn á landamærum Canada og Bandaríkjanna. Heiðursgesturinn þakkaði fyr ir gjöfina, gestrisni og alúð sér auðsýnda með lipurri orðhlýrri ræðu. Fullyrða má að heimsókn slíkra manna styrki tengslin milli heimaþjóðarinnar og þeirra hér, sem ennþá geta kallað sig íslenzkt fólk þó þeir séu borgar- ar annars lands. 24. nóvember 1950 Mrs. J. Vopnfjörð Órökfastur er maður sem held ur því fram, að hann viti ekki neitt, en stekkur upp á nef sér, ef þú samþykkir. ☆ „Einu mistökin á læknisferli mínum,“ sagði læknirinn, „voru þegar ég sagði sjúkuingi að hann hefði hægðartruflun og komst svo að því á eftir að hann hafði vel haft efni á lungna- bólgu.“ ☆ Húsmóðirin: „Mér finnst ég kannast við yður.“ Gestur: „Já, ég kom fyrir um það bil mánuði síðan og þér keyptuð af mér matreiðslubók.“ Húsmóðirin: „Og hvað hafið þér að selja núna?“ Gesturinn: „Ó, það er bók um það, hvernig á að fara að lækna ýmsa magaveiki.“ Kaupið þennan stóra 25c PAKKA AF VINDL- INGA TÓBAKI vegna gæða

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.