Lögberg - 07.12.1950, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. DESEMBER, 1950
Höötera
QeflC út hvern fimtudag aí
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáakrift Htstjórant:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVEUNE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg’’ ls printed and publiehed by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Ríkisstjórnin boðar sparðnaðar
róðstafanir í opinberum rekstri
Fjármálaráðherra skýrði frá ýmsum sparnaðarráð-
stöfunum í fjármálaræðunni um leið og hann lagði
áherzlu á nauðsyn greiðsluhallalausra fjárlaga.
Guðrún H. Finnsdóttir:
FERÐALOK. Fyrirlestrar, ræður, æviminningar, erfiljóð.
Útgefandi Gísli Jónsson. Winnipeg, 1950. Prentsmiðjan
The Colubia Press Limited, 695 Sargenl Ave., Winnipeg.
Þeim, sem á annað borð láta sér að nokkru ant
um ritment íslendinga vestan hafs, mun sæmilega
kunnugt um smásögur Guðrúnar H. Finnsdóttur, fyrir-
lestra hennar og ræður, því svo var efni þeirra fléttað
inn í sögu okkar Vestmanna og eigið líf; ritverk hennar
eru mótuð djúpstæðri sannleiksást og andlegri tign,
auk fágaðs og tildurlauss málfars; bækur hennar Hill-
ingalönd og Dagshríðarspor, hlutu á sínum tíma, eins
og vera bar, ágæta dóma, því vel var á efni haldið og
nákvæm rækt lögð við meðferð íslenzkrar tungu; frú
Guðrún kom ung til þessa lands og hér átti hún aðal-
starfsferil sinn, fagran, en í rauninni alt of skamm-
vinnan starfsferil; frumrótin var austur-íslenzk; um
það gat engum blandast hugur, er ritverk hennar las;
þó varð uppistaðan í sögum hennar vestur-íslenzk,
myndauðug, en nokkuð tregablandin með köflum.
Smásögur Guðrúnar hafa til brunns að bera harla
mikiivægt, menningarsögulegt gildi, og munu því, marg-
ar hverjar, taldar verða til sígildra bókmenta, og það
því fremur, er lengra líður frá.
Áminst bók skiptist í tvo kafla, og skulu nú nefnd-
ar fyrirsagnir hins fyrra kafia, eða þess hluta, auk
stuttra formálsorða útgefanda, er hún samdi sjálf, en
þær eru á þessa leið: Minni íslands, Hrólfur Kraki og
kappar hans, E. Pauline Johnson, Clara Barton, Eras-
mus frá Rotterdam, Aldarfjórðungsafmæli Jóns Sig-
urðssonar félagsins, Önnur grein um sama efni, Um
Vikivaka, Til hinna öldnu, Ræða og Á ferð.
Allar bera ritgerðir þessar fagurt vitni hstrænni
innsýn höfundar í meginkjarna viðfangsefna sinna, en
þær, sem einkum lúta að íslandi og tengiliðum íslenzkr-
ar menningar, svipmerkjast fagurlega af glöggum
skilningi á þjóðlegum og sögulegum verðmætum, eins
og Minni íslands á Gimli 1940, ber svo glögg merki um,
en sú ræða mun löngum verða talin í fremstu röð meðal
hliðstæðra verkefna íslendinga vestan hafs.
Ræða frú Guðrúnar, sem flutt var í Sambands-
kirkjunni í Winnipeg 29. maí 1948, er næsta lærdómsrík
og skýrir lífsskoðanir höfundar flestu öðru fremur,
trúna á fegurð lífsins og gildi hins andlega frelsis, en
inngangsorð ræðunnar eru á þessa leið:
„Inngangsorðin eru tekin úr öðru bréfi Páls postula
til Korintumanna 17. og 18. v.: Andi drotttins er andi,
en þar sem andi drottins er, þar er frelsi. En allir vér,
sem með óhjúpuðum andlitum skoðum í skuggsjá dýrð
drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar. —
Hér talar skáldið og hugsjónamaðurinn, skáldið og
skapmaðurinn, er stórhuga dreymir framtíðardrauma
um að leysa mannkynið úr andlegum fjötrum. Hann
dreymir sama drauminn og aha þá hefir dreymt, sem
frá örófi alda hafa hugsað, þráð frelsi og þroska mann-
anna. Það er stór og fögur hugsjón að mannkynið verði
andlega frjálst, horfi með óhjúpuðum augum og sjái
og skilji dýrð drottins umhverfis sig“.
Frú Guðrún undi eigi við þann kost, eins og ýmsir
sætta sig við, að sjá alt með annara augum; hún vildi
skoða hlutina og skilja þá með eigin, óhjúpuðum augum.
Erindinu, Erasmus frá Rotterdam, sem frú Guð-
rún flutti á kirkjuþingi í Wynyard 1941, lýkur með
þessum fögru og drengilegu orðum:
„Andi mannúðar, réttlætis og frelsis verður hvorki
grýttur, krossfestur, brendur eða hálshöggvinn; hann
lifir eins lengi og mennirnir leita að nýrri jörð og nýj-
um himni. Leitin verður vafalaust löng, en einhvern
tíma finna mennirnir endurfædda jörð og næra anda
sinn þar á dögg morgunsins“. —
Það væri ástæðulaust, að draga fram á sjónarsvið-
ið fleiri sýnishorn úr ræðum og ritgerðum frú Guðrúnar
til þess að sanna að þar, sem hún var á ferð, væri merk
skáldkona að verki, þó má bæta því við vegna þess
hversu það er nærtækt, hversu fagurlega hún minnist
í erindi Jóns Sigurðssonar félagsins, þessara undur
fáliðuðu samtaka íslenzkra kvenna í þessari borg, sem
leyst hafa af hendi varanleg nytjastörf í þágu íslenzkr-
ar menningar svo sem útgáfu Hermannaritsins og þús-
und dollara framlaginu í sjóð íslenzka kenslustólsins
við Manitobaháskólann.
Síðari kafli bókarinnar, Erfiljóð og Æviminningar,
er samin af mönnum, sem áttu með frúnni lengri eða
skemmri samleið, dáðu persónuleika hennar, víðsýni
hennar og andlegan þroska, en minningar í bundnu og
óbundnu máli, eru eftir þessa menn: Einar P. Jónsson,
Guðrún H. Finndóttir (Kvæði). Dr. Stefán Einarsson,
Vestur-íslenzkt skáldkona. Dr. Richard Beck, Skáld-
konan Guðrún H. Finnsdóttir. Einar P. Jónsson, Flett
við blaði, Minningargrein, Gerður Jónasdóttir, Guðrún
H. Finnsdóttir skáldkona. Séra E. J. Melan, Minningar-
orð, séra Philip M. Pétursson, ræða á ensku. Páll S.
Pálsson, Við andlátsfregn G. H. F. (Kvæði), og séra
Jakob Jónsson, Guðrún H. Finnsdóttir, rithöfundur.
Fyrsta umræða um fjárlaga-
frumvarpið 1951 fór fram á
Alþingi s.l. föstudag og var
útvarpað. Mesta a t h y g 1 i
vakti sá boðskapur fjármála
ráðherrans, Eysteins Jóns-
sonar, að hafizt væri handa
um sparnað í opinberum
rekstri með fækkun em-
bætta og sparnaði í ríkis-
rekstrinum.
Hér er aðeins um byrjunar-
ráðstafanir að ræða, en þær
sanna þjóðinni, að stefnubreyt-
ing er orðin í ríkisrekstrinum
og snúið er við á útþennslu- og
eyðslubrautinni, sem einkennt
hefi rfjármálastjórn liðinna ára.
Embætti lögð niður.
Ráðherrann boðaði að eftirtal-
in embætti yrðu lögð niður nú
þegar eða stjórnin mundi flytja
frumvörp um afnám embætta,
sameiningu ríkisfyrirtækja o. fl.:
Sendiráðið í Moskva verður
lagt niður, mundi það kosta á
aðra millj. króna að halda því
opnu þetta ár. Þá verður skatt-
dómaraembætti Jóns Sveinsson-
ar lagt niður, ennfremur em-
bætti flugmálastjóra, embætti
loðdýraráðunauts ríkisins og em
bætti veiðimálastjóra, Tóbaks-
einkasalan og 'Áfengisverzlun
ríkisins verða sameinaðar undir
eina stjórn, nokkur prestaköll
verða sameinuð. Fækkað verður
um starfsmenn ráðuneytanna,
t. d. um einn fulltrúa í félags-
málaráðuneytinu, einn fulltrúa
í viðskiptamálaráðuneytinu, full
trúa og ritara í utanríkismála-
ráðuneytinu, fulltrúa og ritara
hjá skipulagsstjóra, einn náms-
stjóra, tvo starfsmenn hjá húsa-
meistara ríkisins, bókara hjá raf-
orkumálastjóra, starfsmann hjá
matvælaeftirlitinu, dyravörð í
atvinnudeild háskólans og einn
bifreiðaeftirlitsmann. Þá héfir
verið ákveðið að greiða ekki
launauppbót á nefnda- og auka-
störf. Allir forráðamenn ríkis-
stofnana hafa fengið ströng fyr-
irmæli um að gæta sparnaðar
og láta ekki vinna eftirvinnu
nema brýnasta þörf krefji. Þá
hefir fjármálaráðherra hafnað
kröfum ýmissa stofnana um
aukið starfplið. Fleiri sparnaðar-
aðgerðir eru í undirbúningi af
hálfu ríkisins enda virðist af
nógu að taka t. d. hjá ýmsum
ríkisstofnunum. Er gott til þess
að vita, að ríkisstjórnin hefir nú 1
loksins hafizt handa um sparnað
og hagkvæmari rekstur ríkis-
stofnana og mun þjóðin vissu-
ega ljá slíkum ráðstöfunum
lýlgi og bíða fregna af frekari
aðgerðum með eftirvæntingu.
Skömmtunarskriístofan
lögð niður.
Þá skýrði ráðherrann frá því,
að skömmtunarskrifstofa ríkis-
ins hefði verið lögð niður og
skömmtunin hefði verið lögð
undir Fjárhagsráð. Ákveðið hef-
ir verið að lækka dagpeninga
ríkisstarfsmanna í utanlands-
ferðum, dregið verður úr kostn-
aði við jarðboranir ríkisins, ráð-
stafanir gerðar til þess að jafna
halla á vöruafgreiðslu skipaút-
gerðar ríkisins, tilraunabúið í
Engey verður lagt niður.
kr. 298.300.000.00. Rekstrargjöld-
in eru áætluð 246.287.000.00 krón
ur, en rekstrargjöldin í gildandi
fjárlögum eru áætluð 262.065.
000.00 krónur. Rekstrarafgangur
er áætlaður í fjárlagfrumvarp-
inu 41.100.000.00 kr., en var áætl-
aður í fyrra 36.267.000.00 kr.
Tekjurnar eru því áætlaðar
nokkuð lægri og gjöldin sömu-
leiðis nokkuð lægri í gildandi
fjárlögum. Tekjurnar eru áætl-
aðar um 11.000.000.00 kr. og
gjöldin tæplega 16 milljónum
lægri og rekstrarafgangurinn
4,8 milljón krónum hærri.
Tekjur á sjóðsyfirliti eru á-
ætlaðar samtals 292.347.000.00
kr. en eru áætlaðar á yfirstand-
andi ári 300.842.000.00, eða
nokkru lægri í frumvarpinu en
í gildandi fjárlögum. Greiðslur
í sjóðsyfirliti eru áætlaðar 286.
551.000.00 en í gildandi fjárlög-
um eru þessar greiðslur samtals
298.841.000.00. Greiðslur samtals
eru því áætlaðar tæpum 11 millj.
kr. lægri en í fyrra. Greiðslu-
afgangur er áætlaðar 5.216.000.00
en í gildandi fjárlögum 2.360.
000.00.
Af þessu er ljóst, að núver-
andi fjármálaráðherra hefir tek-
ið upp aðra fjármálastefnu í
fjármálastjórn ríkisins en gilt
hefir hjá fyrirrennurum hans
um langt skeið. Vekur það sér-
staka athygli, að fjárlagafrum-
varpið er lagt fyrir þingið um
leið og það kemur saman, svo
sem ætlast er til, en undanfarin
ár hefir venja verið að frum-
varpið væri ekki tilbúið fyrr en
margar vikur voru liðnar af þing
tímanum. Þá er nú aftur tekin
upp sú venja, er gilti í fyrri
starfstíð núv. fjármálaráðherra,
að láta skrá um starfsmenn rík-
isins fylgja frumvarpinu. Þrátt
fyrir ítrekaða eftirgangsmuni
fékkst skrá þessi ekki í tíð fjár-
málaráðherra þeirra, sem setið
hafa undanfarin ár. 1 fjárlaga-
ræðunni benti fjármálaráðherra
á, hversu fjárhagur ríkisins er
þröngur orðinn og leiddi rök að
því, að ef gengið hefði ekki ver-
ið fellt og Island nyti ekki Mars-
hallaðstoðar, mundi neyðar-
ástand hafa skapazt í atvinnu-
lífinu og í fjármálum ríkis og
þjóðar. Hann varaði kröftuglega
við ríkisábyrgðum þeim, sem
þingið hefir veitt á liðnum ár-
um. Verður ríkissjóður nú að
bera milljónatöp vegna ábyrgða
þessara, og taldi ráðherrann út-
litið að þessu sinni geigvænlegt
með því að útlit væri fyrir að
ríkið fengi enn á sig mikla fjár-
hagsskelli af ábyrgðum þessum.
Fjármálaráðherra brýndi fyrir
þinginu nauðsyn þess að af-
greiða greiðsluhallalaus fjárlög.
Er og frumvarpið miðað við það.
—DAGUR. 18 okt.
Athyglisverð skóldsaga
Eftir prófessor RICHARD BECK
Niðurstöðutölur frumvarpsins.
Rekstrartekjur í þessu frum-
varpi eru áætlaðar 287.387.000.00
krónur en í gildandi fjárlögum
Með Hornstrendingabók (Þor-
steinn M. Jónsson, Akureyri
1943) sýndi Þorleifur Bjarnason,
námsstjóri á ísafirði, það ótví-
rætt, að hann er gæddur mikl-
um rithöfundarhæfileikum. í
þessu merkisriti sínu lýsti hann,
með kjarnmiklu málfari og
næmri glöggskyggni, hrika-
fengnu landslaginu vestur þar,
sterkum andstæðum árstíða og
veðurfars, og svipmiklu mann-
fólkinu, sem fram á síðari ár
háði þar sína hörðu baráttu fyr-
ir lífinu.
í þessa stórbrotnu átthaga
sína, um náttúru- og veðurfar,
sem svipmerkt hafði íbúa sína
kynslóð eftir kynslóð, leitaði
Þórleifur aftur til fanga um
efni í næstu bók sína, Og svo
kom vorið (Þorsteinn M. Jóns-
son, Akureyri, 1946), stutta
skáldsögu, sem bar því vitni, að
nokkurs mátti vænta af höfund-
inum á þeim vettvangi, legði
hann skáldsagnargerð fyrir sig
að marki. Og þær vonir rættust
ríkulega, er hann sendi frá sér
þriðju bók sína, Hvað sagði
íröllið? (Norðri, Akureyri, 1948).
Hér er um stærðar skáldsögu
að ræða, eða öllu heldur fyrsta
bindið í heilum sagnabálki, sem
vitanlega verður því eigi dæmd-
ur til fullnustu fyrri en fram-
haldið kemur. En hvað sem því
líður, og þrátt fyrir það, að
greina má nokkur byrjenda-
mörk, sem þó eru færri en ætla
mætti, er þetta merkileg og at-
hyglisverð skáldsaga, jafnt um
efni, byggingu, málfar, mann-
lýsingar og menningarsögulegt
gildi.
Saga þessi gerist í átthögum
höfundar á Hornströndum á
seinni hluta 19. aldar (dögum
Jóns Sigurðssonar forseta), og
lýsir, að ytra borði, starfi og
lífsbaráttu fólksins á þeim slóð-
um, sem háð er löngum við þau
kjör, að lesandanum hrýs hug-
Allar anda þessar minningar hlýblævi í garö hinn-
ar látnu merkiskonu.
Maður hinnar látnu, Gísli Jónsson hefir unnið hið
þarfasta verk með útgáfu áminstrar bókar, sem er um
alt hin vandaðasta. Bókin, sem er hin ákjósanlegasta
jólagjöf, kostar í kápu $2.75, en í bandi $3.75. Pantanir,
ásamt andvirði, sendist útgefanda Gísla Jónssyni, 910
Banning Street, eða Björnssons Book Store, 702 Sar-
gent Avenue, Winnipeg.
ur við, enda þótt hið hrjóstruga
umhverfi eigi einnig sinn blíðu-
barm, tign- og seiðmagn, þegar
vorið og sumarið sveipa það
töframætti sínum. Hér er því,
eins og réttilega hefir verið bent
á, nýstárlegt söguefni í íslenzk-
um bókmenntum. Og enginn
mun neita, að sú kjarnmikla
kynslóð, sem alist hafði og
mótast í óvægri baráttunni í ná-
víginu við hafþök og hamfarir
náttúrunnar, sé eigi „drápunnar
verð“; enda mun hetjuskapur
þess fólks hita hverjum þeift
lesanda um hjartaræturnar, sem
ekki er gerður úr því harðari
steini.
Aðalpersóna sögunnar er hinn
hæfileikaríki einstæðingur Agn-
ar Alexíus Þórðarson, sem hefst
úr umkomuleysi sínu til sæmd-
ar og mannforráða, verður ráðs-
maður og síðar bóndi á Hóli og
eiginmaður ekkjunnar þar. En
dýru verði hefir hann keypt virð
inguna og völdin, sem kvonfang-
inu fylgdu, hafnað ástmey sinni,
„fórnað heflt gleði sinnar fyrir
höfðingdóminn á Hóli“. Kemst
húsfreyjan einnig þegar að raun
um það á sjálfum brúðkaups-
deginum, að sigur hennar hefir
innantómur verið, hjarta eigin-
mannsins unga á hún ekki. Með
gleðisnauðum brúðkaupsdegi
þeirra lýkur þessu bindi sagna-
bálksins. Lesandanum er því
nokkur forvitni á því, hvernig
höfundi muni takast að greiða
úr þeim örlagavef þeirra hjóna
Agnars og Elínborgar, sem flétt-
ast hefir mörgum þráðum og
harla mislitum fram að þessu;
hv^rsu fari um samlíf þeirra,
jafn ógæfulega og virðist til þess
stofnað. Eitt er víst, að þar er
ærið og heillandi söguefní, og að
sama skapi girnilegt til fróð-
leiks.
Hvað sagði tröllið? er vel gerð
saga, föst í reipum, og atburða-
rásin yfirleitt nægilega hröð.
Sagan ber því gott vitni frá-
sagnargáfu og frásagnargleði
höfundarins; hann kann list hinn
ar hálfssögðu sögu, og beitir
henni ósjaldan mjög vel, eins og
þegar hann lætur Elínborgu hús-
freyju segja vinnukonum sínum
ævintýrið um Vilhjálm Karls-
son og Hildi drottningu, og er
ekki erfitt fyrir lesandann að
renna grun í hvað undir býr.
Málfar Þórleifs er hér, sem
áður, þróttmikið og með sterk-
um persónulegum blæ; og þó að
lesendum kunni að koma sum
orðatiltækin ókunnuglega fyrir
sjónir, mun því til að svara, að
höfundurinn, sem þeim hlutum
er flestum handgengnari, sé þar
aðeins að láta sögupersónur sín-
ar tala eins og þær myndu hafa
gert í lifandi lífi. Eykur það vit-
anlega á veruleikasvip frásagn-
arinnar.
Vel tekst höfundi einnig í
mannlýsingum sínum. Þroska-
ferli Agnars er glögglega lýst,
draumum hans, innra lífi og
sálarstríði; þeirri baráttu, sem
hann heyr, þegar til þess kem-
ur að velja milli ástmeyjar sinn-
ar og húsfreyjunnar á Hóli, hefði
þó mátt vera gerð nokkuð fyllri
skil. Lýsingin á Elínborgu er
einnig glöggum dráttum dregin,
þó að saga hennar, eigi síður en
Agnars, sé hvergi nærri fullsögð.
Við þau er skilið, eins og þegar
getur, á hinum örlagaríkustu
tímamótum í lífi þeirra.
Auk aðalpersónanna koma hér
fram á sögusviðið fjölda margar
aðrar sérstæðar og minnisstæðar
persónur, svo sem Einar á Hóli,
Árni fyglingur, Gísli í Vogum
og Guðrún gamla, auk fjölda
annarra. Allar eru þær klæddar
holdi og blóði veruleikans, lýst
með kostum þeirra og göllum, en
með samúð þess manns, sem
þekkir þetta fólk og skilur það,
og túlkar hugsunarhátt þess og
horf við lífinu í ljósi umhverfis
þess og lífskjara.
Skáldsaga þessi á einnig mik-
ið menningarsögulegt gildi, jafn
ágæt þjóðlífslýsing og hún er að
mörgu leyti. Á það sérstaklega
við um lýsingarnar á lífinu í
fuglabjörgunum, eggja-sigi og
fugla-sigi, á viðskiptum fólksins
við frönsku fiskimennina, og um
brúðkaupsveizlu-lýsinguna, sem
allar eru jafn skemmtilegar og
þær eru raunsannar.
Náttúrulýsingar höfundar eru
einnig með þeim hætti, að hrika-
legt landslagið á sögustöðvun-
um rís úr sæ við sjónum lesand-
ans í öllum mikilleik sínum,
töfravaldi sínu í vor- og sumar-
dýrðinni, ægileik sínum og ógn
í vetrarham, þegar hafísinn,
„þessi töfrum slegna frostborg
hrímkristallanna varð aðeins ó-
vinur lífsins“.
Raunsæi lífsins sjálfs og róm-
antík fléttast því saman á áhrifa-
mikinn hátt í þessari skáldsögu,
bæði í mannlífs- og umhverfis-
lýsingum; hún er borin uppi af
heilbrigðri og jákvæðri lífsskoð-
un, sem dregur ekki fjöður yfir
dekkri hliðar þess lífs, sem þar
er lýst, en missir eigi heldur
sjónar á fegurð þess og hetju-
dáðum.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
BARUGATA 22 REYKJAVÍK