Lögberg


Lögberg - 07.12.1950, Qupperneq 5

Lögberg - 07.12.1950, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. DESEMBER, 1950 5 Án i < v'tvi KVCNNA \ \ll\ / Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Merk bók um grundvallarlögmól dróttlistar DESIGN FUNDAMENTALS. Höfundur: Carol J. Feldsled, B.A.E., B.F.A., M.F.A. Úlgefendur: Sir Isaac Piiman & Sons Lid., 1950. Nýlega er komin út bók um undirstöðuatriði dráttlistarinn- ar, eftir Carol J. Feldsted; hefir þessi unga listakona leyst af hendi mikið afrek með útgáfu þessarar bókar. Ennþá kemur hið íslenzka sérkenni í ljós, að hafa löngun til að rita um á- hugamál sín, og vera ekki feim- in við að gefa út bækur. Hér kemur fram á sjónarsviðið ung canadísk stúlka, íslenzk í báðar ættir; hún ritar bók um drátt- list, og gerir það svo vel, að jafnvel þeir, sem eru ólærðir í þeirri grein, hafa bæði ánægju og gagn af lestrinum. En það, sem meir er um vert, er það, að bókin hefir hlotið meðmæli sér- fræðinga í þessari grein; stórt útgáfufélag 1 Bandaríkjunum tók að sér að prenta bókina, eft- ir að hafa leitað álits ýmissa dráttlistarfræðinga á handrit- inu. Bókin er 164 blaðsíður, í stóru broti, prentuð á gljápappír; frá- gangur er allur vandaður og smekklegur. í bókinni er mikill fjöldi teikninga og mynda, sum- ar í litum. í síðastliðin þrjú ár var Miss Feldsted kennari í dráttlist við Manitobaháskólann, en þegar hún tók við því starfi, hafði hún við þá örðugleika að stríða, að engin hæf kennslubók var fyrir hendi. Hún skipulagði sjálf kennsluskrána og kennsluað- ferðirnar og útbjó lexíurnar. Hún sá að hér var brýn þörf á fullnægjandi kennslubók, og á- kvað að reyna að semja slíka bók. Fyrsti kaflinn í bókinni og sá lengsti eru tuttugu lexíur og verkefnin, sem hún gaf nemend- um sínum. Er þar sýnt greini- lega fram á, að í dráttlist, eins og í öðrum listum, verður að vera samstilling, jafnvægi og hrynjandi í línum og litum, ann- ars verður myndin óskapnaður. Með hverri lexíu er listi yfir öll þau efni og tæki, sem nota þarf við teikninguna. Þá eru teikningar með hverri lexíu, gerðar af nemendum, sem sýna hvernig þeim tókst að leysa verkefnin af hendi, og svo gagn- rýnir kennarinn, höfundur bók- arinnar, teikningar nemendanna, og bendir á hvernig þeim hafi tekist að fylgja grundvallar- reglum dráttlistarinnar. Allar útskýringar eru svo ljósar, að hver og einn, sem hef- ir nokkra tilhneigingu til drátt- listar, getur haft hið mesta gagn af lexíunum; það er eins og kennarinn sé við hliðina á nem- andanum, svo nákvæmlega fer hún út í alt, sem kann að vera honum ráðgáta, og leiðir hann stig af stígi í tæknikunnáttu dráttlistar. Þessum kafla lýkur með teikningu af brjóstnál, er höfundurinn gerði fyrir skraut- muna-fyrirtæki í New York; er teikningin gerð af mikilli list, enda seldust nálar, sem gerðar Voru eftir henni, fyrir offjár. — Annar kafli bókarinnar fjall- ar um teikningar fyrir kjólaefni, dúka og ýmsa aðra hluti. Er þar ^ieðal annars mynd af kjólefni ^eð afar fallegu munstri, er Miss Feldsted gerði fyrir vefn- aðarvörufélag í Chicago. Þá er þriðji kaflinn um aug- ^ýsinga teikningar, en á þessum auglýsingatímum er mikil eftir- sókn eftir þeim í viðskiptalífinu. Ritar höfundurinn fyrst um aug- lýsingateikningar yfirleitt; hvaða aðferðum eigi að beita til að grípa athyglina um leið og horft er á myndina. Fjöldi ^ynda þessu til útskýringar Miss Carol J. Feldsied fylgja. Meðal þeirra eru tvær myndir af jólakortum, er höf- undur gerði fyrir tvö málarar- fyrirtæki í Chicago. Sýna þau bæði hugkvæmni og mikinn listasmekk. í þessum kafla eru og mörg sýnishorn af mismun- andi letri og leiðbeiningar um stafagerð og að síðustu ýmsaf aðferðir við að gera eftirlíkingar af myndum. Síðasti kaflinn finst mér skemtilegastur, og hann kemur leikmönnum einna mest að gagni, því þótt fólk yfirleitt leggi ekki fyrir sig dráttlist, þá langar flesta til að skilja mál- verk og vita í hverju listagildi þeirra er fólgið. í þessum kafla er fjöldi mynda af frægum mál- verkum. Var það feikna verk út af fyrir sig, að skrifa í allar áttir til þess að fá leyfi hjá eigendun- um til að birta myndir af frum- myndunum, en þær eru niður- komnar víðsvegar um allan heim. Þessar myndir brýtur höfund- urinn til mergjar, ef svo mætti að orði komast, bæði með teikn- ingum og útskýringum. Hún sýnir fram á að öll listaverk, hversu ólík sem þau eru að öðru leyti, fylgja ávalt listalögmál- inu í samstillingu, jafnvægi og hrynjanda. En listamaðurinn verður að reyna að skilja sam- tíð sína og vera henni samstíga. „Að mála eftirlíkingu af Rem- brandt nú, eða jafnvel að mála mynd í hans stíl, er líkt því að sftrifa skáldsögu nú í stíl Dick- ens“. Hinar einkennilegu myndir eftir nútíma-málaranna, Picasso, Kandinsky, Dali og fleiri, verða miklu skiljanlegri og opnast fyr- ir manni eftir lestur þessarar bókar. Ég hafði svo mikla ánægju af þessari bók að ég get ekki stilt mig um að benda á, að hún er tilvalin jólagjöf. I borgum og byggðum er margt ungt fólk, sem er gætt góðri dráttlistar- gáfu, en á ekki kost á því, að sækja dráttlistarskóla. Ekki gæti það eignast betri bók sér til stuðnings í að þroska gáfu sína. Bókin fæst hjá Björnsons Book Store, 702 Sargent Ave., Verð ið er $5.00. Höfundurinn. Carol Feldsted á ekki langt að sækja listhæfileika sína; faðir hennar, Eggert Feldsted, er löngu kunnur fyrir listfengi sína í skrautmunagerð; móðir henn- ar, frú Jónína Feldsted, hefir málað fallegar myndir, en afi hennar, Guðjón Thomas, var listagullsmiður. Snemma komu listrænir hæfi- leikar Carol Feldsted í ljós; hún var aðeins tólf ára þegar hún mótaði úr mjúkum leir — plasticene — höfuð stúlkubarns. Faðir hennar hefir séð að hér var um nokkuð óvenjulegt að ræða; hann steypti myndina úr varanlegu efni — bronz. Það er eins og hinum kornunga lista- manni hafi tekist að miðla leirn- um neista af sinni eigin sál; þetta litla líkan er ímynd barns- legrar gleði og sakleysis. Annað eftirtektarvert líkan mótaði hún, 17 ára, af konu, sem krýpur á bæn; hefir hún náð vel tilbeiðslu og lotningarsvipnum. Frá barnsaldri hefir hugur þess- arar stúlku jafnan verið í heimi listarinnar. Hún er óvenju fjöl- hæf og leggur gjörfa hönd á margt: mótar myndir úr leir, heggur myndir úr marmara, mál ar myndir, teiknar frummyndir af skrautmunum og munstur fyrir vefnað, dúka, kjólefni og fjölmargt annað. Hún er auð- sjáanlega gædd frjórri sköpun- argáfu. Tvisvar hefir Carol hlotið námsverðlaun, sem aðeins þeim veitast, er fram úr skara; hið fyrra við Art Institute of Chi- cago, þar sem hún lauk námi með Bachelor of Fine Arts gráðu og svo þrjú ár við New York háskóla; þar hlaut hún Master of Fine Arts gráðu. Þar að auki hefir hún stundað nám tvö sum- ur við Columbia University. Þar hjó hún úr marmara yndislega failegt stúlkuhöfuð. Hún og einn annar nemandi voru þau einu af námsfólkinu, sem völdu það efni, enda er írámunalega vandasamt og erfitt, að höggva myndir úr marmara. Carol hlaut þá hæstu einkunn, sem hægt er að gefa fyrir það verk. Carol Feldsted hefir ok lokið námi við Kennaraskólann með Bachelor of Education gráðu. Síðan kenndi hún fagrar listir við Yorkton College Institute og nú síðustu þrjú árin við Mani- tobaháskólann eins og fyr er sagt. Nú hefir hún fengið eins árs burtfararleyfi frá háskólan- um, til þess að stunda framhalds- nám í sinni grein við Californiu University í Berkley. Jafnframt námi sínu hefir þessi unga stúlka iðkað list sína á mörgum sviðum, því hún er frábær að iðjusemi og atorku. Meðan hún Var í Chicago kenndi hún dráttlist við miðskóla þar, og var í þjónustu World En- cyclopedia, sem teiknari. I New York var hún teiknari fyrir skrautmunafyrirtæki. Þá hefir hún gert mörg fögur málverk á þessum árum. Þykja sumum beztar þær myndir, sem hún málaði á Gimli, þegar hún hafði dráttlistarskóla þar eitt sumarið. Nú síðast hefir hún hlotið mikið lof fyrir eirtöflu með upp- hleyptri mynd af frumbyggja móðurinni og umhverfi hennar — The Pioneer Mother. Carol Felsted hefir þegar unn- ið mikla sigra á listabraut sinni og á vafalaust eftir að vekja mikla athygli hjá listunnandi fólki, vegna frábærra hæfileika og framtaks. Mun það sjaldgæft, að ung stúlka semur bók um mikilvæga listagrein, sem viður- kenningu hlýtur sem kennslu- bók (text book) við háskóla. Minningar Eggerts Stefáns- sonar um lífið og listina Fyrsia bindið er nýlega komið út Eggert Stefánsson söngvari sýndi það með Óðnum til ársins 1944, að hann er prýðilega ritfær og kann vel að velja hugsunum sínum sérkennilegan og fágaðan búning. Sú fregn mun því gleðja marga, að hann er fyrir nokkru byrjaður að skrifa endurminn- ingar sínar og er prentun fyrsta bindisins þegar lokið. Von er á tveimur bindum til viðbótar. Eggert kallar fyrsta bindi endurminningu sína „Lífið og ég“ og kemst hann svo að orði í eftirmála, sem fylgir því: Hinn þúsund ára íslendingur. — fslendingur, sem fæddur er fyrir eða um síðustu aldamót, eins og ég — er þúsund ára gam- all — og svo þrjátíu eða fjöru- tíu ára, eftir því hvenær við reiknum að framfarirnar og þar með breytingarnar byrjuðu. Mikið af því, sem hugsað er í þessari bók, er frá hinum þús- und ára fslendingi, þessum, sem var og er ávallt hinn sami, þó formið breytist. Hinn frum- stæði, sterki og djúpi, — óhagg- anlegi. Hann hefir reynslu kynstofns- ins — endurminningar um þján- ingar og vonir, í blóði sínu. Ég reyni að hlusta á hann í gegnum klið dagsins er líður, reyni að halda mér að honum og njóta hans handleiðslu í lífinu. Það er þessi þúsund ára íslendingur, sem ég trúi á og sem ég reyni að fylgja, og sem ég virði — og verður alltaf frjáls. „Lífið og þú". Ég hefi stutt mig við dagbæk- ur, sem ég byrjaði að færa í Stokkhólmi 1916 og hefi ég hald- ið þeim vana síðan. Þess vegna er oft blær hvers tímabils jafn- vel í stíl þess, með hraða og hægð lífsins þá og kannske oft framandi nútíðinni, en gefur tímabilinu betur sín einkenni, líka í hugsunarhætti þess og skoðunum. í næstu bók verður meira af samtíðinni og gæti hún þá eins vel heitið „Lífið og þú“. Sumt af efni þessarar bókar talar eðlilega mest til söngvara og tónlistarmanna. Vekur það máske hjá þeim líkar kendir og endurminningar úr eigin lífi, þótt niðurstöðurnar verði aðrar. Eins til hinna mörgu listamanna og listunnenda, sem hrifist hafa af listum Evrópu eins og ég, og magnast af fyllingu töfra þeirra. — Rifjast þá máske upp margar geymdar endurminningar frá listaverkum, er þeir sáu og fór eins og mér, að þau urðu meira ráðandi þroska en nokkuð ann- að, er mætti þeim í lífinu. Gamla Reykjavík. Ég hefi átt ýmsar yndislegar endurminningar frá g ö m 1 u Reykjavík, sem í einverunni „Jón Arason" og „Jörð" eftir Gunnar Gunnarsson komnar Níunda bindið í heildarút- gáfu Landnámu af bókum Gunnars skálds Gunnars- sonar er „Jörð“ í íslenzkri Þýðingu eftir séra Sigurð Einarsson, og er hún í flokki þeirra skáldsagna Gunnars, er hófst með Fóstbræðrum og átti að kallast einu heiti Landnám, en honum hefir höfundurinn ekki lokið. Sjö- unda og áttunda bindið í heildarútgáfunni er>u „Jón Arason“ og „Svartfugl“. Þetta er í fyrsta skipti, sem „Jörð“ og „Jón Arason“ koma út hér í heimalandi höfundarins, en „Svartfugl“ kom upphaflega út í íslenzkri þýðingu á vegum Menningar- og fræðslusambands ' alþýðu, og var hún fyrsta félags- bók þess. Þýðandi að „Jóni Ara- syni“ er ekki tilgreindur, en þýð- ingin mun gerð af höfundinum sjálfum, enda las hann söguna upp í útvarpinu fyrir skömmu. „Jóni Arasyni“ fylgir stuttur eftirmáli, þar sem gerð er grein fyrir því, hvernig sagan varð til; en „Jörð“ fylgir ýtarlegur eftir- máli, þar sem sér í lagi er rak- inn aðdragandinn að „Svart- fugli“, en einnig minnzt á, hvern ig sögurnar „Fóstbræður“, „Sæl- ir eru einfaldir" og „Jörð“ urðu til. „Jón Arason“ er 434 blaðsíður að stærð, en „Jörð“ 297 blaðsíð- ur. Er það margra manna mál, að af sögulegum skáldsögum Gunnars Gunnarssonar komi „Jörð“ næst „Svartfugli", dæmd frá bókmenntalegu sjónarmiði. hafa komið til mín, kveikt bros í huganum þegar ég hefi gengið á sögustöðunum, þar sem þær hafa gerzt. Hafa þær þá komið mér til gamans og til yndis, þeg- ar andinn sveif yfir orðna hluti og leitaði að því, sem urðu undir- stöður lífsins, skoðananna, lynd- iseinkunarinnar og skapgerðar- innar. Frá hesiinum lil flugvélarinnar. Það hefði verið hægt að skrifa heilar bækur um nokkur tímabil, sem ég aðeins stikla á hér, en sem takmarkast í þessari bók við þann litla heim, er ég lifði í á ís landi þá. Er það vissa mín að margir mér meiri fræðimenn og rithöf- undar muni finna efni sín og skrifa ýtarlega um þetta tíma- bil — þegar ísland hélt hér uppi menningu í þúsund ára einangr- un og tók svo — stökk inn í nú- tímann, frá hestinum til flugvél- arinnar — sem eru einhver mestu átök og breytingar, á stuttum tíma, sem nokkur þjpð hefir tekið. Mér hefir fundist það eitt hið mesta hnoss, að þekkja bæði þessi tímabil, — einnig hið ein- angraða og símalausa fsland — reikna ég það mitt Gullaldar- tímabil. — Góður íslendingur. Fyrsta bindið nær yfir endur- minningar Eggerts frá Reykja- vík 1890—1910, frá Hull og Kaupmannahöfn 1910—’15 Stokk hólmi 1915—’19, London 1919— 20 og Mílanó 1920—’21. Margir frægir menn koma hér við sögu, eins og Jóhann Sigurjónsson og Guðmundur Kamban á Hafnar- árum Eggerts. Yfirlitið hér að framan sýnir, að Eggert hefir víða farið og margt kannað, en það hefir ekki veikt íslendingseðli hans, heldur eflt það og styrkt. Á því hafa hvorki erlend áhrif né tómlæti landa hans getað unnið. Það eitt væri ærin ástæða til þess, að endurminningar Eggerts hlytu miklar vinsældir, En því til við- bótar kemur svo, að þessi víð- förli og fjölfróði íslendingur er sérstæður og hugmyndaríkur rit höfundur, er lætur það eitt, sem er fagurt og göfugt, frá sér fara. ísafoldarprentsmiðja hefir séð um útgáfuna og gert það af mik- illi snyrtimennsku og myndar- brag. —TÍMINN, 31. okt. Einkarjettindi: Prófessor:- „Eruð þér kennari í þessum bekk, ungi maður?“ Stúdent: „Nei.“ Prófessor: „Talið þér þá ekki eins og asni“. ☆ Tvær ungur manneskjur geng u eftir skógarstig. Tunglið skein í heiði. Hún: „Hvað veistu um hann? Hann er dauður.“ Hún: „Já, það er það, sem ég veit.“ Skemtilegt silfurbrúðkaup Að kvöldi hins 28. nóv. var haldinn hér í Vancouver, B.C. allmikill mannfagnaður í tilefni af því, að þá höfðu þau hjónin Carl byggingameistari Finn- bogason og María kona hans verið gift í 25 ár. Eða að réttu 25 ár og viku betur, því að vegna ófyrirsjáanlegra atvika, varð eigi komið við að hafa samsætið fyr. Á að giska 140 samkvæmis- gestir voru þar, auk fjölskyld- unnar og tengdabarna þeirra hjóna. Samsætinu stjórnaði Guðm. F. Gíslason og gegndi hann hlutverki sínu með hinum alkunna skörungskap og lipurð. Hafði Sig. (Sam) múrari Torfa- son safnað að sér góðri hljóm- sveit, og lék Miss Sigurbjörg Stefánsson (Kaldbak) giftingar- marsinn. Þá bauð samkvæmis- stjóri alla velkomna og bað sam- kvæmisgesti að syngja: „Hvað er svo glatt“. Þar næst ávarp- aði hann silfurbrúðhjónin, en e i n k u m brúðgumann með snjöllu erindi, en Carl er sem kunnugt er vinmargur og hefir verið athafnasamur hér sem austur frá, einkum í bygginga- list og fleiru. Þá flutti Mrs. Lanigan (hún er íslenzk) fallegt ávarp til silf- urbrúðarinnar. Nokkrir aðrir tóku til máls, þar á meðal Einar Haralds, og sá er þetta ritar, mælti nokkur orð og flutti þeim stutt kvæði. Næst las forseti upp heillaóska skeyti, er borizt höfðu frá vin- um í Winnipeg, ásamt gjöfum, þar á meðal Mrs. Jóh. Th. Beck, Pálssons og Vigfússon á Bever- ley, Steve og Toby Johnson, og bræðrum og mágafólki Maríu og fleirum. Á samkomunni voru einnig stödd Mr. og Mrs. Burch frá Wpg., er færðu þeim heillaóska- skeyti og gjöf. Þá afhenti for- seti þeim frá samkvæmisgestum að gjöf fallegt „Silverplated" borð-sett, og frá börnum þeirra mjög fallega klukku í vandaðri skipsumgjörð. Næst töluðu silf- urbrúðhjónin og þökkuðu öll vinahót og gjafir, og sagðist Carl virða það við þá, er mælt hefðu til sín, einkum samkvæmis- stjóra, að hann hefði ekki ver- ið um of lotulangur og ausið á sig oflofi, eins og oft ætti sér stað. Var gerður góður rómur að máli hans. Þá voru bornar fram ágætar veitingar, og er ó- þarfi að lýsa risnu íslenzkra kvenna. Næst tók hljómsveitin til starfa og var dans stiginn til kl. eitt um nóttina. Virtust allir skemta sér hið bezta, og hygg ég, að öllum hafi þótt betur komið en heima setið. Vancouver, B.C. þ. 2. des. 1950 G. Slefánsson. Minnist BETEL Jóla og Nýársgjöfum yðar Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Traimnglmmediately For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 695 SARGENT AVT. WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.