Lögberg - 14.12.1950, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.12.1950, Blaðsíða 2
10 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. DESEMBER, 1950 Sincere Greetings for the Festive Season! MINE SUPPLY POWER & COMPANY LIMITED Power Plant Apparatus — Light Plants, etc Western Elevator & Motor COMPANY LIMITED Passenger and Freight Elevators Motor Sales and Repairs President GRETTIR EGGERTSON Vice-President RAGNAR EGGERTSON Phones 933 531-2-3 123 PRINCESS STREET WINNIPEG FINE FOODS Bright, Clean Stores . . . Pleasant, Friendly Service ^JCUJCL FOOD STORCS að vera einn þáttur í rannsókn- um hinnar dönsku „sérfræðinga“ -nefndar! Og samt hafa þessir dönsku komumenn af eðlilegum ástæðum farið á mis við þá reynslu, sem hefði snortið þá enn dýpra en samtöl við fáeina gestgjafa þeirra í Reykjavík. Ef þeir hefðu haft tækifæri til þess að kynnast fleira fólki og víðar um land, mundu þeir hafa gengið úr skugga um það, sem þeir annars urðu einungis &ð taka trúanlegt, að endurheimt gamalla skinnbóka gæti í sann- leika verið hjartansmál alþjóðar á Islandi. Eg hef haft talsvert tækifæri til að kynnast þessu, meðal annars af fjölda bréfa frá fólki, sem ég hafði aldrei heyrt nefnt, og sannast að segja hefur það að sumu leyti farið fram úr því, sem ég hefði getað gert mér í hugarlund. III. Við vitum með vissu, að sum af helztu fornritunum hafa á allra síðustu árum selzt á íslandi í að minnsta kosti 18—20 þúsund eintökum, þó að mikið af þeim væri áður til í landinu. En er þetta ekki ný bóla, sem getur hjaðnað aftur, blásin upp af áróðri og auglýsingum? Það er erfitt að fá skýrslur um bóka- kaup fyrr á tímum. En ég hef hér fyrir framan mig eina, sem ég aldrei renni augum yfir án þess að komazt við af henni. Árið 1825 hóf Hið konunglega norrœna fornfrœðafélag í Kaup- mannahöfn útgáfu mikils safns af sögum Noregskonunga og Dananefnt Fornmanna sögur. í III. bindi þeirra (1827) er skrá um alla áskrifendur. Þeir voru þá (að meðtöldum bókasöfnum). 109 í Danmörku (ásamt Slésvík og Holtsetalandi), meðal þeifra reyndar fáeinir íslendingar, 95 í Noregi, 12 í Svíþjóð og um 800 á íslandi. Við skulum hugsa ofur lítið um, hvernig á stóð. Þetta var á hinu rómantíska tímabili, þegar norræn fornöld var í tízku; kon- unglegt félag, sem sumir hefðar- menn í Danmörku urðu að vera í vegna stöðu sinnar; prófessor Rafn, ritari félagsins, grjótpáll til áróðrar og útbreiðslu; þarna voru Norðmönnum boðnar sög- urnar af fornkonungum sjálfra þeirra o.s. frv. Samt höfðu Dan- mörk og Noregur samanlagt ekki nema rúman einn fjórða áskrif- enda á móti íslandi, sem þá haf- ði aðeins liðlega 50 þúsund íbúa. Þetta voru þó ekki íslendinga sögur, þær sögur, sem þjóðinni stóðu næst, ekkert blað til í landinu, engar auglýsingar, á- skriftalistar aðeins sendir til prestanna. Ef við lesum skrána, tökum við eftir, að bændur eru þar í miklum meiri hluta, en þar er líka fjöldi af unglingum og vinnumönnum, sem á þeim dög- um voru litlu meira en mat- vinnungar. Svo fúsir voru Is- lendingar þá í fátækt sinni að eignast einhver af fornritum sín- um á prenti, undir eins og þess var kostur. Þetta er aðeins eitt dæmi, sem unnt er að festa hendur á. En það ætti að vera nægilegt til þess að sýna, að ást og áhugi almennings á Islandi á fornmenntunum er ekki neinn góugróður, sem líklegur er til þess að kulna út í fyrsta hreti.— Hitt er alkunnugt, að þegar pró- fessor Rafn var fallinn frá, lög- Megi hátíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. NORTH AMERICAN LUMBER AND SUPPLY CO. LTD. SELKIRK MANITOBA Is»tí>u»»i3»i»iat»i»isia9»i3is>iai»!3iat»ai>iai3(siais}»*isí8ia!asisjai2i3iaaa3isi>iai9i3i»»i»»t* SIGURÐUR NORDAL DR. Handritamálið og íslenska þjóðin I. AÐ KANN að virðast ótíma- bært að rita nokkuð um Jiandritamálið einmitt nú, þegar senn er von á áliti hinnar „sér- fróðu“ dönsku nefndar, sem sett var til þess að athuga rökin með því og móti, að handritunum verði skilað. Það hefur líka ver- ið þegjandi samkomulag meðal Islendinga að láta vera sem hljóðast um málið af sinni hálfu, hafa biðlund með nefndinni og lofa henni að starfa í friði. En þegar tilmæli koma frá Dan- mörku að fá umsögn íslendings um viðhorf hans til málsins á þessu stigi, er skylt að verða við þeim. Ef satt skal segja, býst ég Þessi grein birtist á dönsku sem „kronik“ í „National- tidende 5. okt. s.l. og er, eins og hún ber með sér, skrif- uð fyrir tilmœli frá ritstjóra þess blaðs. varla við, að nefndin uppgötvi neinar staðreyndir eða röksemd- ir, sem áður eru ókunnar. Ann- ars bíður það síns tíma að ræða álit hennar. Hér verður í, raun- inni einungis drepið á þær hlið- ar handritamálsins, sem nefndin mun áreiðanlega ekki fjalla um að neinu ráði. Þau atriði munu ekki þykja nógu áþreifanleg til rannsóknar — og samt eru þau eigi að síður meginatriðin og mergurinn málsins. — II. Dr. jur. Stephan Hurwitz- pró- fessor í Kaupmannahöfn, hefur nýlega látið í ljós skoðun sína á þessu máli í ferðaminningum frá íslandi („Politikens“ kromk, 28. júlí). Hann bendir að vísu á ýmsar skynsamlegar og raun- hæfar ástæður fyrir því, hand- ritin eigi að vera þar niður kom- in, sem þau verði að mestum og beztum notum. En það, sem framar öllu hefur skorið úr um niðurstöðu hans, eru bein kynni hans af Islendingum, hinni ein- lægu og almennu ást þeirra á bókmenntum sínum og hvers virði þessi handrit eru þjóðinni. Hann segir m.a.: „Hér er ekki um lögfræðilegt úrlausnareíni að ræða, heldur fyrst og fremst, hvað sé sögulega réttlátt og eigi sér styrkust rök í mannlegum tilfinningum. Annars vegar er áhugi örfárra danskra sérfræð- inga að halda í handritin, hins vegar almenn ósk íslenzku þjóð- arinnar, að þessi dýrmæti fjár- sjóður hennar verði fluttur aftur til heimkynnis síns. Þannig er málið í raun og veru vaxið, og það ætti ekki að vera eins örðugt fyrir Dani að skera úr því og sýnzt getur í fljótu bragði. Allur vandinn er sá að meta hið stór- vægilega meira en hið smávægi- lega“. Danskur fræðimaður hefur andmælt þessu og talið það lítt sæmandi jafn frábærum lög- fræðingi sem prófessor Hurvitz að meta mannlegar tilfinningar til röksemda í slíku máli. En mér er nær að halda, að flestum, ef ekki öllum Dönum, sem hafa komið til Islands á síðari árum, hafi farið líkt og prófessor Hurvitz, hvernig sem þeir hafa áður litið á handrita- málið. I rauninni hefðu nokk- urra vikna dvöl á íslandi þurft @««<€<«i«<e!í:!«<««<«<€!e<«<s««!€!e<g<«!e!«i«!«<c!«!«!e<€<e<«i«!e<«!e!e««!«<«<«!«!«««!«<e<«i«<6!6<«!e® I I 1 » i Œt)e íFlarlfjorougf) ^otel Hvort heldur um næturgistingu, máltíðir eða stór- veizlur er að ræða, þá er það víst, að þér njótið hvergi betri vistar, viðmóts né viðurgjörnings en á línu vingjarnlega og veglega MARLBOROUGH HOTEL á Smith Street við Portage Avenue. N. ROTHSTEIN, ráSsmatSur 1 1 I AaatatkStataiatatataiaiataiaiaiaiaiaiðiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiaiataiaiataiaiaiaia^ e**************************************************^ I I 1 I 3 Megi jólin færa mönnum gleði og góðvild, og órið komandi farsæld og sannan frið. JAMES RICHARDSON I & SONS LIMITED WIN NIPEG á»aiaiaiaiatatatatsts»aiaiai»íaiaiaiataiaiai3iaiaiaiaiatataiaiai»iaiai»iaiataiaiaiaiaiaiaiaiataiatsiaii --S*****************,e!e!eJ| I I Megi hótíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. GEO. D. SIMPSON BOX COMPANY Phone 54 339 ' MAIN and PARTRIDGE WEST KILDONAN | 1 »at»tat»i»iaiaiaiaiaiaiai»iai»iaiaiaiataiaiaiaiaía»aiai»iatatai>i8iat»iaiaiai»iaiai»iata»at»iataaM»

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.