Lögberg - 14.12.1950, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. DESEMBER, 1950
15
Jólasiðir um síðustu aldamót
HÁTÍÐARHALD á jólum er
ævaforn venja, sem rekja má
aftur í myrkustu heiðni og forn-
eskju með germönskum þjóðum,
og margir eru þeir siðir og mörg
þjóðtrúin við jólin bundin, sem
eiga rætur í heiðni enda þótt
kristin trú hafi smám saman
breytt svo mjög merkingu þeir-
ra, að nú verður vart um upp-
runaeðlið sagt. Þessir siðir eru
nú flestir sem óðast að falla í
gleymsku, þoka úr sæti fynr
þeim skemmtunum, sem breytt-
ar lífsvenjur þéttbýlsins og tízk-
an leiða í öndvegi, en magir voru
siðir þessir dægrastytting fólks
í einagrun strjálbýlla sveita, er
það vildi „lyfta sér upp“ til há-
tíðabrigða. Og rafljósi, ásamt út-
varpinu, sem hvort tveggja er
orðið sjálfsagður hlutur á vel-
flestum heimilum landsins,
drepa þann snefil af gamalli
þjóðrtú, sem skini olíulampanna
tókst ekki að vinna á. Það er
því bæði fróðlegt og gaman að
líta um öxl í svip og rifja upp
ýmsa þá siði og þjóðtrú, sem
enn voru við líði í landinu, —
fyrir ekki svo ýkjamörgum ár-
um.
Um jólin var margt á ferli'
Sú þjóðtrú mun ævaforn, að
ýmsar verur, sem ekki töldust
til manna og flestar voru ófresk-
ar, væru mjög á kreiki um jóla-
ieytið. í Grettissögu er til dæmis
sagt frá tröllkerlingunni í foss-
inum, sem varð að fá sér
mennskan mann í soðið um hver
jól og í þjóðsögunum er oft
hermt frá því, að menn eða kon-
ur gátu með engu móti stillt sig
um að ganga út eitthvert kvöld-
ið um jólaleytið, — oftast var
það á aðfangadagskvöldið — „og
komu ekki inn aftur“. Komst og
venjulega upp um síðir, að mein-
vættur nokkur hafði seitt við-
komandi persónu út úr bænum,
haft á brott með sér og annað
hvort sjálfur etið hana eða drep-
ið hana börnum sínum til matar.
Grýlusögnin mun vafalaust eiga
rætur sínar að rekja til þessarar
þjóðtrúar, enda er Grýla að eðli
til náskyld tröllum og öðrum
meinvættum. Hún fór á kreik
um jólaleytið, safnaði í skjóðu
sína óþekkum og ærslafengum
krökkum og bar þau heim í helli
sinn, þar sem hún matreiddi þau
handa Leppalúða, karli sínum,
og krökkum þeirra hjóna.
Ekki þarf að leiða neinum get-
um að orsök til uppruna Grýlu
og hyskis hennar. Fyrst og
fremst var það nú meinvætta-
og tröllatrúin forna, sem fyrr um
getur, og svo sjálfir krakkarnir.
Fullorðna fólkið átti aldrei jafn
annríkt á árinu og einmitt dag-
ana fyrir jól. Þá kom sér því
einkar illa, ef krakkarnir töfðu
það frá störfum með brekum
sínum og rellu. Grýla kerling
var því, að dómi fullorðna fólk-
sins, ill nauðsyn. Að vísu gátu
krakkarnir aldrei verið öruggir
fyrir þessum vágesti, ef þau hög-
uðu sér á annan veg heldur en
fullorðna fólkið kaus; hún gat
átt það til að álpast niður í
byggðir oftar en á jólunum.----
Það var gamall siður, að sung-
in var messa í öllum kirkjum
á jólanótt. Sá siður helzt enn
víða á Norðurlöndum en hér á
landi mun hann hafa lagzt niður
að .mestu um og eftir miðja 18.
öld. Þóttu mikil hátíðabrigði að
þessum messusöng og fóru allir
til kirkju, þeir, er að heiman
máttu komast. Var þó oftast exn
manneskja höfðu heima til að
gæta bæjarins. Ekki var það
verk jafn auðvelt eða hættulaust
og fólki kann að virðast nú, og
alltítt var það; ef marka mætti
þjóðsögurnar, að þegar fólk kom
heim frá kirkju á jóladagsmorg-
un, fyndi það bæjarvörðinn
brjálaðan eða illa leikinn, — eða
jafnvel dauðan heima. Stundum
kom það og fyrir, að hann var
með öllu horfinn og sást aldrei
eftir það. Venjulega var annað
hvort álfa eða tröll um að saka,
enda þótt fleiri meinvættir
kæmu til greina. Álfar höfðu
nefnilega þann furðulega sið, að
leita heim á bæi um jólin, ef fátt
eða ekkert manna var þar heima,
og halda þar dansa sína og jóla-
gleði, en kærðu sig hins vegar
ekki um að nein mennsk mann-
eskja sæi atferli þeirra eða yrði
til frásagnar, og gengu því af
henni annað hvort dauðri eða
brjálaðri. Já, sagnir herma meira
að segja, að þeir dræpu hunda,
ef þeir voru heima við.
Ekki töldu álfar sér sæmandi
að nota matarílát manna eða
borðbúnað í veizlum þessum,
enda þótt þeir hefðu gaman af að
stíga dansinn og skemmta sér
í híbýlum þeirra þessa hátíðar-
nótt. Væri bæjarvörðurinn nógu
djarfhuga og ráðagóður beitti
hann álfa því bragði, sem eitt
dugði, að hann faldi sig milli
þils og veggjar, svo að álfarmr
fundu hann eigi, en kallaði síð-
an, þegar hæst stóð gleðskapur-
inn, að dagur væri í austri. Við
það brá álfunum svo mjög, að
þeir hurfu á brott sem skjótast
og skildu eftir borðbúnað allan,
sem þá oftast reyndist úr silfri
eða jafnvel skíru gulli, og var
álfum því ekki láandi, þótt ekki
hefðu þeir lyst til að neyta mat-
ar úr hundsleiktum öskum
byggðarmanna.
Tröll og fornyjur aðrar höfðu
sig og mjög í frammi á jólanótt,
og er áður á það minnzt. Var það
ýmist, að þau höfðu bæjarvörð-
inn á brott með sér, og þuríti
þá ekki að örlögum hans eða
hennar að spyrja, eða þau lögð-
ust á skjáinn og reyndu að æra
hann af einskærum ókindarskap.
Eina varnarráðið var að líta ekki
upp í skjáinn, hvað sem þau sög-
ðu eða sungu, því fáar mann-
eskjur voru svo hugrakkar að
þær þyldu að sjá ásjónu þessara
meinvætta. Til var og það, að
huldumenn heimsæktu fallegar
stúlkur, sem höfðu bæjarvörzlu
með höndum þessa nótt fluttu
þær til huldubyggða og tóku þær
sér fyrir konu.
Já, það var margt á kreiki á
jólanótt hér áður fyrr meir.
Ljósin voru eina vörnin gegn
heimsókn þessara gesta, sem
flestir kunnu myrkrinu bezt. Því
var það siður, og er raunar sums
staðar enn, að tendra ljós í hver-
ju horni og hverjum afkima hí-
býlanna, svo að hvergi bæri á
skugga, sópa pall og göng og
hafa allt sem hreinlegast. Sumar
húsfreyjur höfðu og yfir, til von-
ar og vara, þulu þessa, þegar þær
höfðu lokið við að þrífa bæinn
og ljós voru kveikt: „Komi þeir,
sem koma vilja; veri þeir, sem
vera vilja; fari þeir sem fara
vilja, mér og mínum að meina-
lausu.“ Aðrir höfðu yfir þessa
þulu á gamlárskvöld, en þá var
flutningadagur álfa og fleiri ó-
freskra vera.
Jólasveinar, einn og átta—
Ekki ber heimildum saman
um hversu margir jólasveinarnir
voru. Segja sumir 13, og kom þá
sá fyrsti til byggða þrettán dög-
um fyrir jól síðan einn á dag og
sá síðasti á sjálfa jólanóttina. Úr
því fóru þeir að tínast á brctt
aftur, — einn á dag, og kvaddi
því sá síðasti á þrettándadag.
Flestir töldu þá koma af hafi
utan og að þangað hyrfu þeir
aftur. Nöfn þeirra voru: Stekkja
staur, Giljagaur, Stúfur eða
Pönnusleikir, Þvörusleikir,
Pottasleikir eða Pottaskefill,
Askaleikir, Faldafeykir, Skyr-
gámur, Bjúgnakrækir, Glugga-
gægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og
Kertasníkir eða Kertasleikir.
Bera nöfn þeirra nokkuð með sér
hvað hverjum þeirra fyrir sig
þótti mesta góðgætið, en annars
þrifust þeir Hvað bezt á illu orð-
bragði manna um jólaleytið.
Aðrir sögðu jólasveinana að-
eins 9. Bendir og til þess jóla-
sveinavísan alkunna: „Jólasvein
ar 1 og 8“. Átti þá sá fyrsti þeir-
ra að koma níu nóttum fyrir jól,
og síðan hver af öðrum. Segir
svo um það í gamalli vísu:
Uppi á stól
stendur mín kanna.
Níu nóttum fyrir jól
Þá kem ég til manna.“
Þá var og til sú trú, að þeir
hyrfu allir á haf út á aðfanga-
dag, og stæði því alltaf vindur
af landi þann dag.
Um útlit jólasveinanna og
vaxtarlag var og skipt trú. Töldu
sumir þá mennska að vexti, en
væru þó stórir og luralegir. Sög-
ðu menn þá klædda röndóttum
fötum, hafa gráa húfu eða hettu
á höfði og bera á baki poka grá-
an og mikinn. Aðrir sögðu þeim
svipa lítt til mennskra manna;
lýstu þeim þannig, að þeir væru
Framhald á bls. 18
DUNDEE CLOTHES SHOPS INC.
t
m
I
B
Makers of Men’s Fine Clothing Since 1917,
with Branch Stores from Coast to Coast —
Extend to All Their Icelandic Friends
A Merry Christmas and a
Joyous New Year.
May You Enjoy Health, Happiness, and Prosperity
DUNDEE CLOTHES SHOPS INC.
H. Ed. Fltterman, Manager
427 PORTAGE AVENUE WINNIPEG, MANITOBA
1
i
8
8
i
8
8
x
I
s
9
%
I
I
I
w
I
a
atDStDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDatDDDDDaiiS
'j****«« !«!C!C*!C!C!C ««C*«C!C!e!e !«!«*«C!C*««!C!«(«««!«!«*!«!« !C««!««C««««!«!C!C«****!«)eíf
I
/ s
UM JÓLIN • 1
i
I
I
5
verða allir eitt!
CRESCENT CREAMERY CO. LIMITED
Crescent afuröir eru gerilsneyddar
mjólkin rjóminn og smjörið.
Sírni 37 101
CRESCENT CREAMERY
1
8
COMPANY, LIMITED
542 SHERBURN STREET
WINNIPEG
»ata»)atata)atata)Sta)atS)ata!>!a)a)at3)3)a)a)a)a)3tata)3)a)»a)3)atDa)Da)a)a)ataiat3>a)atsta«a)a)a;4
Megi hátíð Ijósanna vekja
hvarvetna frið og fögnuð!
Með þökk fyrir greið og
góð viðskipti.
NATIONAL
MOTORS LTD.
WINNIPEG'S
MERCURY, LINCOLN
AND METEOR
DEALER
Phone 722 411
276 COLONY ST. (at St. Marys)
WINNIPEG
I*****************************!*****************
I
5
I
Greetings . . .
May Happiness and Prosperity
Be Yours in the Coming Year!
BALDWINSON BAKERY
BREAD - PIES - CAKES - PASTRY
Icelandic Specialties: Vinarterta - Kleinur
Phone 37 486
749 ELLICE AVENUE
i
t
x
!
j í
WINNIPEG
|
8
■
|
I
|
I
¥
aatDDDDDDDDDDDStDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDS
g********************************************!*******®
1
8
i
I
1
1
I
I
Compliments and
Sincere Wishes
For Christmas and the New Year
DICK HILLIER
x
X
!>D»StDatDDltatDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDD»DDDDDDDDD»StDDDDDDD&
C**************************************************1^!
i
Að hátíð hátöðanna, sem í hönd fer
og árið komandi megi verða íslend-
ingum í Selkirk og annarsstaðar
gleðirík hátíð og blessað farsælt ár
óskar
í
I
I
I
I
I
B
I
:®DDDDDDDDDDDDDDDDD»DDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDS»tDDat»»lDDa
THOMAS P.
H I LLHOUSE
BARRISTER
SELKIRK
MANITOBA
A Good Neighbour
Policy ...
Co-operation in using the telephone
means better service all Vound.
Find the right number in the directory
—don7t guess.
Speak distinctly and into the
mouthpiece.
Be brief. Long conversations add to
the load on existing facilities.
3^
MANITOBA TELEPHONE SYSTEN