Lögberg - 14.12.1950, Side 6
14
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. DESEMBER, 1950
AUGUSTE RODIN
FR A N S KI myndhöggvarinn
Auguste Rodin, f. 1840, d.
1917, mun af flestum talinn
mestur höggmyndasmiður sinn-
ar kynslóðar, enda hefur áhrifa
frá list hans gætt mjög mikið,
einkum um aldamótin síðustu og
á fyrstu áratugum þessarar ald-
ar.
Eitt frægasta verk Rodins er
hópmyndin Borgarnir í Calais.
Heimsfræg eru einnig líkön hans
af skáldunum Victor Hugo cg
C««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««!®'*>
Megi hátíð Ijósanna vekja
/ hvarvetna frið og fögnuð!
Með þökk fyrir greið og
góð viðskipti.
☆
SARGENT FLORISTS
739 SARGENT AVENUE
WINNIPEG, MAN.
;MtatMHMiatata)>i9)atai»3)3)a»»%»3i3i3t»9)3)at»i%»»3t>.a)9)}>i3i3t»)at%3)3>9)>)S>9i3)3iS)at
■*«««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««
I A
I I
í H
Megi hátíð Ijósanna vekja
hvarvetna frið og fögnuð!
Með þökk fyrir greið og
góð viðskipti.
Phone 27 057 1
ROBERTS & WHYTE 1
t
DRUGGISTS
SARGENT at SHERBROOK
WINNIPEG
aataatataðt»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»k»»»a
a>««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««
w *>
Notið
■
I
I
Innilegar hátíðakveðjur
HAPPY GIRL
HVEITI
í alia yðar bökun
SOO LINE MILLS LIMITED
Higgins og Suiherland, Winnipeg
«»»»»ai»adt»»»k»»»»k»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»e
Balzac. Enn má nefna högg-
myndirnar Hlið heljar, Hugsud-
urinn, Krossinn og Jóhannes
skírari.
Rodin var fjölhæfur listamað-
ur. Til eru eftir hann stílfagrar
og fágaðar höggmyndir í klass-
iskum stíl, en hann gerði einn-
ig stórbrotnar myndir, þrungnar
af frumstæðum krafti.
En Rodin var einnig góður rít-
höfundur. Fáir listamenn hafa
ritað betur um myndlist. Meðal
þess, sem eftir hann liggur í því
efni, er hin svonefnda „erfða-
skrá“ hans, alvöruorð viturs
manns til ungra listamanna.
Eiga þau enn fullt erindi til vorr-
ar kynslóðar, þótt rituð séu fyrir
nálega 40 árum.
Erfðaskrá Rodins
Þér ungu menn, sem viljið
vera þjónar fegurðarinnar, ef til
vill getur það glatt yður að
kynnast hér niðurstöðum langr-
ar reynslu.
Elskið af alhuga meistara þá,
sem á undan yður eru gengnir.
Lútið í lotningu þeim Feidiasi
og Michelangelo. Dásamið guð-
dómlegt jafnvægið í verkum
annars og hamslausa angistina í
verkum hins.
Aðdáun er guðaveig göfugum
anda.
En varist að stæla fyrirennara
yðar. Virðið arfhelgina og leitið
það uppi, sem leynist í henni af
eilífri gróandi: hreinskilni og ást
til náttúrunnar. Þetta tvennt eru
hinar voldugu ástríður mikilla
snillinga. Þeir hafa allir tignað
náttúruna og aldrei verið í falsi
fundnir. Þannig verður arflhelg-
in þeim töfrahnoða, sem vísar
þeim leið utan allra troðinna
slóða. Arfhelgin sjálf brýnir
stöðugt fyrir yður að ráðfæra
yður við náttúruna og fyrirbýð-
ur yður að fylgja í blindni nokkr
um læriföður.
Tignið náttúrna eina. Treystið
henni afdráttarlaust. Verið þess
fullvissir, að hún er aldrei ljót,
og hafið trúnað og tryggð við
hana að markmiði.
Listamanni er allt fagurt, því
að með skyggnum augum upp-
götvar hann hvarvetna hina
sönnu eigind og aðal hvers sem
er, það er að segja hin innri
sannindi, sem birtast í ytra
formi. Þessi sannindi eru fegurð-
in sjálf. Leitið og lærið af lífi og
sál, þá fer ekki hjá því, að þér
finnið fegurðina, því að þér leit-
ið sannleikans.
Vinnið kappsamlega.
Myndhöggvarar, glæðið rúm-
kennd yðar. Vitund vorri er erf-
itt um að skynja þetta hugtak
ljóslega. Það er aðeins ytra borð-
ið, sem hún greinir skýrt. Magn-
GLEDILEG JÓL OG FARSÆLT NYÁR
Við viljum grípa þetta tækifæri til þess að órna
vinum okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla
og góðs og farsæls nýórs.
Viðskipti okkar við íslendinga hafa jafnan verið
ónægjuleg, og við vonum að þau aukist fró óri til
órs hlutaðeigendum til gagnkvæmra hagsmuna.
McCURDY SUPPLY COMPANY LTD.
Ready-made Concrete, Coal Wood and Builders' Supplies
ERIN AND SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Phone 37 251
ið, inntakið, er henni erfiðara að
skynja. En það er þó einmitt
hlutverk hennar.
Umfram allt skuluð þér forma
ljóst í höfuðdráttum höggmynd-
ir yðar. Leggið ríka áherzlu á
stefnu höfuðs og herða, mjaðma
og fóta. Listin krefst ákveðni.
Með því að ákveða skýrt stefnu
efnismagnsins, náið þér tökum
á rúminu og valdi yfir dýptinni.
Þegar þér hafið náð höfuðdrátt-
unum, er allt unnið. Þá hafið þér
gætt myndina lífi. Aukaatriðin
koma af sjálfum sér og raðast
sem þeim ber.
Þegar þér mótið myndir, þá
hafið í huga efnismagnið, en
ekki yfirborðið.
Hugsið yður yfirborð sérhvers
hlutar sem úthverfu efnismagns,
sem þrýstir á að innan. Hugsið
yður, að formin viti á móti yður.
Allt líf stafar út frá ’ miðdepli.
Það grær og vex að innan og út.
Á sama hátt orktfr fögur mynd-
list á hug áhorfanda sem voldug
eggjan. Þetta er leyndardómur
fornlistarinnar.
Málarar, þér skylduð einnig
gefa gaum að dýpt hlutanna.
Athugið t. d. einhverja af
mannamyndum Rafaels. Þegar
þessi snillingur málar mynd af
manni og sér beint í andlit hon-
um, vindur hann brjóstinu við,
svo að það hverfur aftur, og á-
horfanda þykir sem hann sjái
inn í þriðja víðernið.
Allir miklir málarar kanna
rúmið. Það er styrkur þeirra, að
þeir kunna skil á dýptinni.
Munið þetta: línur eru ekki
til, aðeins efnismagn. Þegar þér
teiknið, þá beinið aldrei athygli
að umlínum heldur formi. Það er
formið, sem ræður umlínunum.
Æfið yður óaflátanlega. ösvik-
in kunnátta er lífsnauðsyn.
List er ekki annað en tilfinn-
ing. En bresti þekkingu á efnis-
magni, hlutföllum og litum, og
sé höndin skeikul, þá stoðar ekki
tilfinningin, hversu sterk og lif-
andi sem hún er. Hvað mundi
verða úr jafnvel hinu mesta
stórskáldi, er kynni ekki mál
þeirrar þjóðar, sem hann býr á
meðal, og nennti ekki að læra
það? Af hinni ungu kynslóð lista
manna eru margir, sem nenna
ekki að læra málið. Þess vegna
geta þeir aðeins bablað.
Verið þolinmóðir! Treystið
ekki á innblástur, hann er ekki
til. Hinar einu dyggðir lista-
manns eru vizka, árvekni, ein-
lægni og sterkur vilji. Vinnið
verk yðar sem heiðarlegir verka-
menn.
Verið sannir í list yðar, ungu
menn og fylgið ekki ná-
kvæmni hermikrákunnar. Til er
lítilmótleg nákvæmni. Það er
nákvéemni ljósmyndarinnar og
smásumuguleg eftirstæling. Hm
innri sannindi ein eru upphaf
listarinnar. öll form og allir lit-
ir skulu túlka tilfinningar.
Listamaður, sem lætur sér
nægja að iðka hreina og beina
hillingalist, éða apar nákvæm-
lega eftir einskisverða smámuni,
verður aldrei snillingur. Ef þér
hafið komið í ítalskan kirkju-
garð, munuð þér hafa veitt því
athygli, að listamennirnir, sem
skeryttu legsteinana, hafa af ein-
berum barnaskap reynt að líkja
eftir útsaumi, knipplingum eða
hárfléttum. Vel má vera, að þeir
hafi gert þetta af mestu ná-
kvæmni. En allt um það eru þeir
ekki sannir í list sinni, því að
þeir tala ekki til andans.
Nær því allir myndhöggvarar
vorir minna á þessa myndgerð-
armenn ítölsku kirkjugarðanna.
Hið eina, sem augað dvelur v;ð
á opinberum minnismerkj.um
vorum, er síðfrakkar, stólar,
smáborð, vélar, loftbelgir, sím-
tæki. Engin innri sannindi, og
þess vegna ekki heldur nein list.
Látið þessi víti verða yður til
varnaðar.
Verið hreinskilnir, afdráttar-
laust og miskunnarlaust. Hikið
ekki við að tjá tilfinningar yðar
í verkum yðar, jafnvel þótt þér
komist með því í andstöðu v;ð
hefðbundnar hugmyndir. Ef til
vill skilja menn yður ekki strax.
En þér munuð ekki lengi standa
einir. Vinir munu fljótlega fylk-
ja sér um yður, því að það, sem
einum er djúpsettur sannleikur,
hlýtur einnig að vera það öllum
öðrum.
En engar geiflur og grettur,
engar skrumskælingar til þess
að draga athygli fólksins að yð-
ur. Aðeins látleysi og hrein-
skilni!
Hin fegurstu myndaefni blasa
yður við augum. Þau eru einmitt
það, sem þér þekkið bezt.
Ágætur vinur minn og ágæt-
ur listamaður, Eugéne Carriére,
sem dó fyrir aldur fram, sýndi
snilli sína í því að mála konu
sína og barn. Honum var það
Framhald á bls. 18
5»*««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««®:
UM JÓLIN
verða allir eitt!
INDEPENDENT
FISH COMPANY
s
9
9
n
I
!
K
9
i
i
941 Sherbrook Slreet
WINNIPEG
Phone 22 331
»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»3<»»>ð
5««««««««««««««««««««««««!«««««««««««««««««««««««««««®;
Greetings . . .
To All Our Customers from
McDONALD DURE LUMBER CO.
LIMITED A
812 WALL STREET
WINNIPEG, MANITOBA
Carefully Graded Lumber Means
Yonr Get Just Wliat You Pay For
One Piece or a Carload
&»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»aá
»c«««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««>etct<'»;
Megi hótíð Ijósanna vekja
hvarvetna frið og fögnuð!
Með þökk fyrir greið og
góð viðskipti.
☆
MUNDY’S
BARBER SHOP
643 PORTAGE AVENUE Phone 31131
I--------------------------------------------
5»C««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««,$
Vinarkveðjur frá
RUMFORD
LAUNDRY
Launderers and Cleaners
Home St. and Wellington Ave.
%
jjj! WINNIPEG, MANITOBA PHONE 21374
|
s»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»'*a‘a
c«««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««*'*ie5
I
Megi hátíð Ijósanna vekja
hvarvetna frið og fögnuð!
Með þökk fyrir greið og
góð viðskipti.
1
IMPERIAL MOTORS
J. R. COLLSON
SELKIRK
k»»»»»»»»»»»»»»»*»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»:
MANITOBA