Lögberg - 14.12.1950, Qupperneq 4
12
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 14. DESEMBER, 1950
Fjórði vitringurinn fró Austurlöndum
Hið jrœga danska skáld, Jo-
hannes Jörgensen, sem var
kaþólskrar trúar, hefir sam-
ið fjöldann allan af Ijóðum
og sögum trúarlegs efnis.
Hér er ein af hinum snjöllu
sögum skáldsins.—
„Og vitringarnir færðu honum
gúll, reykelsi og mirru.“
ARÐ ÞESSI heyrir söfnuðurinn
” um jólin undir kirkjuhvelf-
ingunni, og sé það gömul kirkia,
sem orðin hljóma í, er ekki ó-
sennilegt að á einhverjum
veggnum eða stoðinni sjáist
gömul mynd af Jesúbarninu í
faðmi móður sinnar, og vitring-
arnir þrír krjúpandi á kné fyrir
framan þau.
Sá fyrsti er Kaspar, hann fær-
ir gjöf úr gulli: Kaleik, vígðan
blóði — ef til vill á einhver eng-
ill að nota hann á golgata til
þess að taka við blóðdropunum,
sem drjúpa úr höndum hins
krossfesta.
Bak við hann fellur Melchior
á hné, nafn hans minnir á Mel-
chisedeck, prestinn frá tíð hins
gamla sáttmála, prestakónginn í
Salem, sem Abraham gerði sér
ferð úr Mamreslundi til þess að
heimsækja, en Melchisedeck
gekk fyrir altarið og bar fram
hina heilögu fórn brauðs- og víns,
og kirkjufaðirinn gekk til altaris
hjá honum árla morguns er dögg
var á jörðu, undir pálmunum í
Salem. Melchior er ,í presta-
skrúða og veifar reykelsiskerinu
til Jesúbarnsins.
En aftast er blámaðurinn, hinn
svarti Baltasar. Hvaða sól hefir
litað þig svo dökkan, hrokkin-
hærði, varaþykki Baltasar ?
Kemur þú frá Indíalandi, úr ríki
Jóhanns prests, þar sem fuglinn
Rok verpir logarauðu sól-eggi á
hverjum morgni við strönd hins
kyrra hafs? Eða komstu hingað
frá Saba, eins og drottning lands
þíns gerði einu sinni, — til að
finna þann, sem var Salómon
meiri? Fórst þú um eyðimerkur
Arabíu — safnaðir þú mirrunni,
sem þú kemur með, undir grýttu
Sínaífjalli — og hugsaðir þú þá
til dagsins sæla fyrir mörgum
öldum, þegar fjallið allt hristist
og spjó reyk, af því að Jahve
steig niður á tind þess og talaði
augliti til auglitis við Móses?
Safnaðir þú mirrunni þinni þar
— mirrunni, sem María á að
geyma eins og vínber milli
brjósta sér, þangað til sá dagur
kemur, að sonur hennar og Guðs
heilags anda hangir þyrstur á
krossi sínum og honum verður
rétt mirrublandað vatn?
Kaspar, Melchior, Baltasar —
allar myndir sýna ykkur — frá
fátæklegu steinmyndinni í
Fénneslev til hins töfrandi mál-
verks Gentile da Fabrianos í
Firenze. Og helgir dómar ykkar
hvíla í eðalsteinsskrýddum kist-
um í Kölnar-dómkirkju, og á
hverjum degi að lokinni há-
messunni ganga hinir æruverðu
dómherrar að kistum yðar til að
sýna beinum yðar virðingu. —
—En gömul saga segir, að þeg-
ar þið lifðuð hér á jörð og tók-
uð ykkur ferð á hendur til Betle-
hem og komuð inn í fjárhúsið
og funduð barnið og móður þess,
og færðuð barninu gjafir ykkar
— — hafi barnið ekki viljað
brosa til ykkar. Hinn heilagi
Jósef varð glaður þegar hann sá
gullkaleikinn — Maríu þótti
heiður að reykelsinu, sem var
brennt eins og á reykelsisaltar-
inu í Jerúsalem, þar sem hún
MtceJLes
HOLIDAY
GREETINGS
McLAREN
LELAND
The Dangerfield Hotels
The Management and Staff of
Canada Safeway Limited
Wish All Their lcelandic
Friends and Customers
3Aerry Cbristmas and
^JSlew Year
erous
CANADA SAFEWAY LIMITED
E A.F Œ
Innilegar
jóla- og nýársóskir til
vorra morgu vina
og viðskiftavina
Western Engraving Bureau Ltd.
ART WORK PHOTOGRAPHS PHOTO CNGRAVINGS
OIRCCT PRESSURE MATS STEREOS NICKELLED STEREOS
1375 Portagc Avcnuc 0FFStT PL*TES MOULOED RUBBER PLATts Phonc 722-481
/v\egi hatiö Ijosanna vekja
hvarvetna frið og fögnuð!
Með þökk fyrir greið og
góð viðskipti.
698 Sargenl Avenue
MANITOBA
WINNIPEG
Megi hátíð Ijósanna vekja
hvarvetna frið og fögnuð!
Gleymið ekki þegar um það er að
rœða að gleðja aðra að líta inn til
ZELLER'S LIMITED
WINNIPEG
346 PORTAGE AVENUE
hafði verið í æsku — og með
tárin í augunum stakk hún mirr-
unni inn á brjóst sér.
En barnið Jesús teygði ekki
fram litlu hendurnar eftir hinu
gljáandi gulli, og það fékk hósta
af reykelsislyktinni en sneri sér
undan er það sá mirruna, og
kyssti tárin af augum móður
sinnar.
Og hinir þrír heilögu konung-
ar stóðu upp og kvöddu, eins
og menn, sem finnst að þeim hafi
ekki verið tekið að verðleikum.
En þegar höfuð og háls síðasta
úlfaldans var horfið bak við
hólinn — þegar síðasti kliðurinn
í bjöllunum á reiðtygjum þeirra
var þagnaðaur, á leiðinni til
Jerúsalem — þá kom fjórði vitr-
ingurinn.
Hann átti heima í landinu við
hinn persneska flóa — þaðan
hafði hann með sér þrjár dýr-
mætar perlur — þær áttu að
vera gjöf til konungsins, sem
fæddur var í Vesturlöndum, og
sem átti stjörnuna, sem hann
hafði séð — eitt kvöldið í rósa-
görðum Shirazar.
Og hann hafði staðið upp og
yfirgefið allt. Árangurslaust
hellti hinn granni bryti fjörg-
andi víni í skálar hans, árangurs-
laust kjökraði Bulbul í rósa-
myrkri garðsins mikla, árangurs
laust grétu gosbrunnarnir mjúk-
um tárum, árangurslaust reyndi
Suleika hin svarteyga að halda
honum kyrrum á legubekknum.
Konungurinn af Persíulandi tók
dýrmætasta fjársjóð sinn, stóru,
hvítu perlurnar sínar þrjár —
Framhald á bls. 13
Vetrarkoman
Framhald af bls. 9
niðri í djúpi hugans búi um sig
nokkur beigur, þegar illa lítur
út. Menn bæla niðtlr kvíðann, en
alveg ósjálfrátt dregur þetta á-
stand úr lífsgleði fólksins og
hamingju þess.
Eg hef dregið upp myndir með
dökkum litum. En á hinn bóginn
væri ranglátt að gleyma því, að
einmitt á þessu sumri höfum vér
íslendingar verið vottur að at-
burði, sem ætti að geta kennt
oss, að örvænta ekki fyrr en í
fulla hnefana. Þegar áhöfnin á
„Geysi“ var talin af, skeði það
kraftaverk, sem allir munu
undrast og þakka. Þegar guðleg
forsjón lætur slíka atburði ger-
ast, er það áminning til vor um
það, að glata aldrei voninni, á
hverju sem veltur. Hin kristna
trú er einmitt grundvölluð á
þessari vissu, að Guð hafi gert
sínar ráðstafanir til að frelsa
þennan heim, bjarga lífi hans.
Guð vill ekki láta mannkynið
hrapa til dauðs eða verða úti.
Annað, sem oss verður minnis-
stætt frá þessum atburði, er ein-
hugur allrar þjóðarinnar, og
samhugur annarra þjóða, sem
tóku höndum saman við oss um
björgunarráðstafanir. í það
skifti beindist allra vilji að því
að bjarga og hjálpa. Er það ekki
tákn þess, sem Guð vill að verði
meðal mannkynsins alls? Ef
sannkristinn hugsunarháttur
næði tökum á þjóðum og ein-
staklingum, hver mundi þá
þurfa að óttast styrjaldir? Og er
* ’e«<e>cte>e>cteic(e«e(cte«ie!e!cte«>c«c«c«te ^
: Gleðileg jól j
og farsælt
r r I
nyar! j
i
| Föt hreinsuð, pressuð og \
\ allar viðgerðir fljótt og j
vel af hendi leystar. í
Œnslíðt)
| Catlor
795 SARGENT AVENUE
það ekki einnig þessi hugsun,
sem býr að baki samhjálpar inn-
anlands á erfiðum tímum?
Sumarið liðna skilur því meira
eftir en áhyggjur og vonbrigði.
Það lætur oss eftir eina sönn-
unina enn fyrir því, að Guði
megum vér treysta og á hann
vona, og eitt dæmið enn um það,
að kenning Krists um kærleik-
ann er ekki draumórar sveim-
huga manns, heldur hin raun-
hæfa leið út úr ógöngum heims-
ins. — Eigum vér ekki að nota
hinn komandi vetur til þess að
rækja bæði trúna og kærleikann
betur en vér höfum gert? — Guð
blessi oss veturinn, sem nú er
að byrja. —Jakob Jónsson
Kirkjubl.
i>«««««««««««««««w««««««(e«««««««««««««««««w«w«w«««i
UM JÓLIN
verða allir eitt!
One Stop Station — Towing Anywhere
Whitey’s Service Station
PORTAGE og ARLINGTON
Business Phone 36 091 House Phone 89800
T. J. WHITESIDE, eigandi og forstjóri