Lögberg - 11.01.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. JANÚAR, 1951
5
Vl l I I VH Ú
KVENINA
Ritttjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
SANNAST ÞÓ SÍÐAR VERÐI
1 gær leit gömul vinkona mín
inn til mín til þess að óska mér
gleðilegs nýjárs; hún er skyn-
söm og glögg kona, og hafði
margt skemtilegt og fróðlegt að
segja, en sérstaklega var það eitt,
er hún mintist á, sem mér líður
ekki úr huga.
„Þegar ég las hinn fallega
bréfkafla Ragnhildar Guttorms-
son 1 kvennadálkinum“, sagði
hún, „datt mér í hug atvik, sem
fyrir mig kom þegar ég var ung.
Foreldrar mínir bjuggu í hér-
aði, þar sem ekki voru aðrir ís-
lendingar. Ég gekk í barnaskól-
ann þar og var eini íslenzki nem-
andinn.
Einn dag spurði kennarinn
okkur hver hefði fyrstur hvítra
manna fundið Ameríku, og börn-
in svöruðu, að það hefði verið
Christopher Columbus. Ég hafði
heyrt fólk mitt tala um Leif Ei-
ríksson og Ameríkufund hans;
ég hleypti því í mig kjarki, stóð
á fætur og sagði, að það væri
ekki rétt að Columbus hefði
fyrstur hvítra manna fundið
Ameríku, að það hefði verið
Leifur Eiríksson — íslendingur-
inn Leifur Eiríksson hefði fund-
ið Ameríku árið 1000. Skóla-
systkini mín horfðu á mig stór-
um augum, og fóru svo að skelli-
hlægja. En það sem mér þótti
enn sárara var það, að kennar-
inn hló líka. Þá þoldi ég ekki
mátið, settist niður; grúfði höf-
uðið ofan á handleggi mér og
grét. Því hvernig gat ég, lítil og
ókunnug, sannfært kennarann
og skólasystkini mín um, að ég
væri ekki að fara með einhverja
vitleysu; í þá daga var alls ekki
minst á siglingar Norðmanna og
Islendinga í skólabókum þessa
lands. — Þessu atviki gleymi ég
aldrei, vegna þess, að það var
gert lítið úr mér fyrir það, að
halda fram því, sem satt var,
°g þjóðernistilfinning mín var
særð.
En nú, vegna baráttu margra
ágætra manna og kvenna, ís-
lenzkra og annara þjóða, hafa
þessar sögulegu staðreyndir um
fund Ameríku verið viðurkend-
ar, og það var, ef til vill, ekki
sízt vegna þessarar reynslu
minnar sem barns, að ég fagn-
aði því óumræðilega, þegar
Bandaríkin gáfu íslandi, á þús-
und ára minningarliátíðinni
1930( myndastyttu af Leifi Ei-
ríkssyni og á fótstall hennar
var skráð, að hann hefði fyrstur
hvítra manna fundið Ameríku.
Þannig viðurkendu stjórn og
þjóð voldugasta landsins í Vest-
urheimi þann sannleika, sem ég,
af litlum mætti, var að reyna að
bera vitni í litla skólahúsinu,
endur fyrir löngu. —
Eins verður það, ef til vill,
með íslenzkuna. Margir, og það
jafnvel fólk af íslenzkum stofni,
hafa nú litla trú á íslenzkunni,
og lítinn skilning á gildi hennar;
þeim þykir því lítils vert um þá
viðleitni, sem gerð er til þess að
viðhalda henni, hér í álfu, og
lítill skaði skeður þó hún glat-
ist. — En sennilega kemur sá
tími að skoðun þeirra breytist.
Það gæti átt sér stað að stofnun
hinnar íslenzku deildar við
Manitobaháskólann yrði til þess
að fjöldi fólks hér, af öðrum
þjóðernum uppgötvaði menning-
argildi þessa forna tungumáls,
og það yrði með tíð og tíma við-
urkent hér í álfu, sem klassiskt
lungumál á borð við latínu og
grísku. Og þá myndum við fyrst
skilja hve dýrmætum ættararfi
yið hefðum varpað frá okkur, ef
islenzkan væri þá glötuð í Vest-
Urheimi sem talmál“.
Þannig mæltist vinkonu
^ainni; hafi hún þökk fyrif kom-
Tíminn er dýrmætur
Þegar fer að síga á síðari hluta
ævinnar, förum við að hugsa um
hvernig við höfum varið tíman-
um, sem af er, hvort við höfum
farið hyggilega með hann^ eða
varið miklu af honum til ónýtis.
Allur sá tími er glataður að ei-
lífu og við getum ekki heimt
hann aftur. Hinir fáu ævidagar,
sem manninum eru ætlaðir, líða
svo ótrúlega fljótt og manni
finst að þeir líða því óðara sem
nær kveldi ævinnar dregur. En
þá er að reyna að koma skipu-
lagi á það, hvernig maður ver
þeim dýrmæta tíma, sem eftir
er.
Flestir hafa einhver ákveðin
störf að inna af hendi, en allir
hafa einhverjar tómstundir, þar
að auki gefast okkur, á hverjum
degi, margar smástundir, sem
við sjaldnast notum, en ef þeim
er safnað saman og varið í ein-
hverjum sérstökum tilgangi,
geta þær komið að miklu gagni.
Til dæmis, er hægt að nota þann
tíma, sem við sitjum í strætis-
vögnum eða bíðum eftir fólki.
Lögmaður einn lærði þrjú
tungumál án tilsagnar. Þegar
hann var á gangi, hafði hann
yfir með sjálfum sér, beygingar
sagnorðanna, eða orðasafn og á
strætisvögnunum, þýddi hann í
huganum auglýsingarnar. Hann
las málfræðina á meðan hann
borðaði eða meðan hann beið
eftir viðskiptamönnum sínum.
Feikilega mikill tími tapast oft
við það að bíða eftir öðrum.
Klerkur einn bar ávalt í vas-
anum eina bók biblíunnar í
smábókarformi. Á einu ári las
hann alt nýja Testamentið, á
þeim tíma sem hann var að bíða
eftir fólki. Þannig rifjaði hann
upp ýmislegt úr Nýja testament-
inu; sem hann var búinn að
gleyma, fékk skilning á ýmsu,
sem honum hafði áður verið
hulið'. Hann notaði þannig smá-
mola tíma sína til þess að auka
þekkingu sína og efla hugsana-
þrótt sinn.
Benjamín Franklín hnuplaði
tíma frá máltíðum sínum og frá
svefninum, og notaði árum sam-
an hverja stund til þess að fræða
og mennta sjálfan sig.
Konu þekki ég, sem sjaldan
lætur sér falla verk úr hendi,
þegar hún sest niður til að hlusta
á útvarpið eða til þess að spjalla
við vinkonur sínar, hefir hún
jafnan í höndunum heklu- út-
saums- eða prjónaverk. Þannig
hefir henni tekist að prýða heim-
ili sitt með mörgum fallegum
dúkum og munum, sem gert
hefir það aðlaðandi og fagurt.
Auk þess gleður hún oft vini
sína með gjöfum, sem hún hefir
sjálf unnið. Þetta hefir henni
auðnast, með því að láta engan
tíma-mola fara til ónýtis.
Fimmtugur
(Frh. af bls. 1)
Jochum Ásgeirsson er um alt
hinn mesti sæmdarmaður; hann
er manna félagslyndastur og hef-
ir tekið giftudrjúgan þátt í ís-
lenzkum mannfélagsmálum;
hann er forseti Sambandssafnað-
ar hér í borg og hefir árum sam-
an verið féhirðir íslendingadags-
nefndarinnar og Þjóðræknis-
deildarinnar Frón; er hann hinn
skylduræknasti um öll sín störf.
Vegna afmælisins barst Joch-
um samfagnaðarskeyti frá syst-
kinufti sínum, sem öll eru búsett
í Reykjavík, en þau eru séra Ás-
geir Ásgeirsson fyrrum prestur
að Hvammi í Dölum, Margrét,
Geirþrúður, Magnús og Sigríður.
Lögberg flytur afmælisbarn-
inu hugheilar árnaðaróskir.
FASHIONS IN WOOL
SOME of the newly designed fashions in wool were
featured in a recent display by the International
Wool Secretariat in London, Englana.
In the Petit Salon of a large London store recently,
a mannequin parade was held to display some of the
new fashions in wool, designed for 1951. Our picture
shows a model evening gown of British design, by
Paton and Baldwins. It is hand-knitted, with over 27
ounces of wool, in a traditional Shetland design. The
dress measúres six yards around the hem.
Ævisaga Jóns biskups Árasonar
Herra Jón Arason. Eftir
Guðbrand Jónsson. Stærð:
304 bls. 17x22 sm. Verð kr.
86.00 ób. 106.00 innb. Hlað-
búð.
Frágangur þessarar bókar er
vandaður og góður eins og títt
er um Hlaðbúðarbækur.
Höfundur tekur það fram í
upphafi^ að bókin sé ævisaga
Jóns Arasonar og ekkert annað,
en engan veginn saga siðaskipta-
tímans. Vitanlega er þó ekki
hægt að segja þá ævisögu án
þess, að frásögninni fylgi mikill
fróðleikur um allt aldarfar.
Guðbrandur Jónsson er fróður
maður um kaþólskan sið og
kirkjusögu ekki síður en aðra
sögu. Gætir þessa í bók hans og
er það vel farið. Hann bregður
því stundum nýju ljósi yfir
sumt, sem lúterskum seinni tíma
mönnum er nokkuð framand-
legt og fjarlægt til skilnings
hjálparlaust.
Stíll Guðbrands er léttur og
því ánægjulegur aflestrar.
Hins vegar er rétt, að lesa
þessa sögubók eins og aðra sagn-
fræði, með varúð og vakandi
gagnrýni. Höfundurinn dregur
taum Jóns og má stundum finna
nokkurn mun á frásögn hans af
hliðstæðum atburðum og við-
brögðum eftir því hvort það var
Jón Arason eða andstæðingar
hans, sem þar voru að verki. Hér
með er ekki sagt, að rangt sé
farið með, en það er hægt að
nefna sömu eiginleika og sömu
aðgerðir mismunandi vinsælum
nöfnum. Þó segir hann að séra
Björn, sonur Jóns biskups, virð-
ist hafa „verið glanni og ofstopa-
maður“.
Þeir, sem hafa gaman af ís-
lenzkri sögu ættu að lesa bók
Guðbrands. Söguskoðun hans
fer að sumu leyti utan við það,
sem hæst hefir borið um hríð.
Hann heldur því til dæmis fram,
að Jón Arason hafi einkum bar-
izt fyrir rétti og valdi kirkjunn-
ar, en ekki þjóðlegum ríkisrétt-
indum íslendinga.
Kaþólska kirkjan var auðug
stofnun. Hún var orðin sterk-
asta valdið í öllum löndum um
álfuna vestanverða, þó höfðingj-
ar veraldarvaldsins ættu lengst-
um erfitt með að þola það. Þeg-
ar svo ágreiningur varð innan
kirkjunnar, voru veraldlegu
höfðingjarnir eðlilega fljótir til
að nota tækifærið til að efla þá
sundrung og nota hina trúarlegu
öldu til að lyfta sér og brjóta
niður vald hinnar fornu kirkju.
Hinn mikli auður, sem kirkjan
hafði að sér dregið til að efla
völd sín, varð henni því að falli
að lokum. Auðvald hennar gróf
undan vinsældum Jiennar meðal
almennings og aflaði henni
margra öfundarmanna. Tengslin
við Mammon voru augljós þrátt
fyrir það, að allt var þetta guði
vígt.
Þjóðhöfðingjarnir tóku til sín
auðæfi hinnar fornu kirkju og
prestana á framfæri sitt. Og fyr-
ir Danakonung var þessi breyt-
ing engu síður girnileg, því að
hann vantaði líka tekjustofn
fyrir tóman ríkissjóð.
En Jón Arason var handhafi
kirkjuvaldsins og því hafði fylgt
í höndum hans slík guðsblessun
persónulega, að hann var sjálf-
ur einhver auðugasti maður ís-
landssögunnar. Það var því eng-
in von, að hann vildi láta brjóta
niður ríki kirkjunnar og leggja
auð hennar og völd í konungs-
hendur en gera biskupana sjálfa
eins konar þurfamenn konungs.
Jón tók því að sér að vernda
þjóðskipulagið og berja niður
byltingaröfl hins nýja tíma.
Auðvitað var Jón Arason það
vitur og reyndur stjórnmála-
maður, að hann kunni að tjalda
þeim rökum, sem til voru máli
sínu til styrktar. Þess vegna
stakk hann því ekki undir stól,
að hinn nýi siður gengi í ber-
högg við íslenzkan rétt. Þau rök
gat hann með réttu notað, þótt
hann væri sjálfur fulltrúi og
þjónn samþjóðlegrar hreyfingar,
sem mest hafði gengið á hlut
íslenzkra laga og réttar til þessa.
Deilur páfamanna og konungs-
manna tóku enn á sig nýja
mynd.
Eftirmæli íslenzkra manna í
þeim deilum fer mest eftir því,
hvort þeir sigruðu eða ekki. Þeir,
sem töpuðu björguðu yfirleitt
mannorði sínu. Hrafn Oddsson
tapaði svo miklu fyrir Staða-
Árna, að hann fékk eftirmæli
þjóðhetjunnar og frelsisvinarins
en Árni biskup hlaut ámæli af
Frá Árborg, Man., 4. jan. 1951
Heiðraði riistjóri „Lögbergs"!
„Nú er árið liðið í aldanna
skaut“, en annað nýtt komið á
sjónarsvið veraldarinnar, en
hvaða boðskap það flytur heim-
inum er enn óráðin gáta. Óneit-
anlega hvílir drungalegt ský yfir
hinu veraldlega viðhorfi lífsins,
hver sem útkoman verður. —
Skammdegis tímabilið virtist
heldur gott, þó einstaka storm-
dagar kæmu, voru þó stilludag-
arnir fleiri. Snjór er dálítill kom-
inn, en ekki til baga hvað braut-
ir snertir ennþá, svo yfirleitt má
tíðin kallast góð það sem af er
vetrinum. —
Þjóðvegurinn var framlengd-
ur á síðastliðnu hausti; er nú
kominn að Víðir-byggðar-vegin-
um. Verður sjálfsagt unnið að
framhaldi hans norður Víðir-
byggð á næsta sumri, einnig er
byrjað á brúarsmíðinni yfir
fljótið hjá Framnesi, svo á næsta
sumri mun verða þotið á brúnu
gæðingunum stanslaust það sem
þjóðvegurinn nær, óneitanlega
eru þetta framfarir. —
Barnakennsla mun nú fara’að
hefjast í nýja skólanum í Ár-
borg, það er töluverð bygging,
stærri en gamla skólahúsið var
Árborg er altaf að stækka ár
frá ári og þar af leiðandi koma
fleiri börn á vettvang lífsins. —
Daginn sem séra Bjarni fór
héðan alfarinn (9. nóv.), jarð-
söng hann hér aldraðan land-
námsmann Framnesbyggðar og
ætla ég að minnast hans ofur-
lítið^ þó æviminning geti það
varla talist. — Hann andaðist 5.
nóv. s.l. Kristinn Frímann Krist-
insson (ég veit ekki um fæðing-
arár). Faðir hans var Kristinn
Jónsson, en móðir hans Rósa
Sigurðardóttir. Kristinn var bú-
settur á Akureyri við Eyjafjörð,
var vegavinnustjóri. Hann lagði
veg um Vaðlaheiði og víðar.
Kristinn sál. ólst upp á Akur-
eyri. Hann fór vestur um haf
rétt tvítugur að aldri. Eftir að
hann kom vestur vann hann á
ýmsum stöðum í grennd við
Garðar í N. Dakota. Árið 1902
kvæntist hann Kristínu Ingveldi,
er var dóttir Hallgríms bónda í
Garðarbyggð Helgasonar, er var
bóndi að Kristnesi við Eyja-
fjörð. — Árið 1904 fluttu þau
hjónin, Kristinn og Kristín, til
Nýja-íslandi og settust að í áður-
nefndri byggð. Kristín er systir
Elísabetar konu Þorsteins Hall-
grímssonar, en þau hjón voru
flutt í Framnesbyggð rúmu ári
áður.
Fátæk voru þau hjónin Krist-
inn og Kristín, er þau komu til
Nýja-íslands, en efnin blómg-
uðust brátt, enda var hin prýði-
legasta regla á heimilinu, voru
hjónin samhent og ráðdeildar-
söm í bezta lagi, en létu lítið á
bera. Börn þeirra eru: Sigríður
Helga, kona Aðalsteins I. John-
sonar (en þeim hjónum var hald-
ið silfurbrúðkaup 1. sept. s.l.), og
Árni Frímann. Þau Sigríður og-
Árni eru prýðilega vel gefin. —
Kristinn misti konu sína 2.
jan. 1923. Bjuggu þeir feðgar
tveir einir á landinu eftir það.
En enginn sýnilegur óþrifnaður
innanveggja var þar, því hvergi
gat að líta meiri þrifnað á heim-
ili en þar var. — Kristinn var
bókhneigður, hafði um tíma dá-
litla bókasölu hér fyrir Halldór
S. Bardal í Winnipeg. Hann var
blindur síðustu æviárin. —
Breytingar fara að verða, eða
eru máske orðnar með verzlanir
Sigurðsson & Thorvaldsson í
Riverton og Árborg. Erfingjar
Thorvaldssonar taka Riverton-
verzlunina, en erfingjar Jóhann-
esar Sigurðssonar fá Árborgar-
verzlunina. En hvað starfsfólk,
sem hefir verið við þær verzl-
anir, snertir, vita menn ekki,
hvort það verður áfram eða
ekki mun tíminn leiða í ljós. —
Gott og farsælt nýtt ár!
Styrbjörn í Króki
4
Stephansson's
Poetry
yfirgangsstefny erlends valds.
Það var sama valdið, sem Jón
Arason reyndi að vernda og
fullkomna. Hann tapaði leiknum
og fékk dýrleg eftirma^li vegna
þess, sem danska konungsvaldið
gerði síðar.
Það lék ljómi um Hrafn Odds-
son í hugum þeirra manna, sem
kaþólska kirkjan og biskupar
hennar græddu og auðguðust
mest á. Sá ljómi, sem myndaðist
um Jón Arason, var að vísu
sama eðlis, en miklu meiri og
bjartari. Hann lét líf sitt í viður-
eigninni. Það mundu menn þeg-
ar harðast svarf að kúgun og
yfirgangi þess veraldarvalds,
sem hann barðist gegn.
Það leiðir af eðli málsins þegar
tvær kúgunarstofnanir berjast
um völdin, að sú, sem sigrar^ og
verður síðan plága alþýðunnar,
hlýtur að fá verri eftirmæli þar
sem sagan mótast af skoðunum
og tilfinningum alþýðumanna,
en það hefir íslenzk saga jafnan
gert.
Hefði hnattstaða íslands verið
önnur og kaþólsk kirkja og páfa-
stóllinn náð að styrkja Jón Ara-
son svo að hann hefði haldið
velli, er hætt við því, að eftir-
mæli hans í alþýðutrúnni hefði
orðið nokkuð annað.
Hér er ekki tóm til að gera
samanburð á Gissuri Einarssyni
og Jóni Arasyni, en margt er
líkt um þá merku menn, en erf-
itt er að ganga þegjandi fram
hjá því í söguriti, að sömu eigin-
leikar séu látnir heita slægð og
slóttugar vélar og svik hjá öðr-
um en söpn stjórnvizka og gætni
hjá hinum. Slíka sagnfræði ber
að taka með varúð og gagnrýni.
En þó að bók Guðbrands sé
ekki óvilhöll er hún skemmtileg
og tvímælalaust fengur öllum
þeim, sem vilja skilja sögu þjóð-
ar sinnar sem bezt og geta lagt
í það sjálfstætt starf. H. Kr.
—TÍMINN, 24. nóv.
The Icelandic newspaper Lög-
berg, in its issue of December 21,
prints an address, delivered at
Markerville, Alberta, last fall by
Professor Skuli Jornson of Man-
itoba University on Stephan G.
Stephansson (1853-1927) the Ice-
landic Canadian poet. Stephans-
son was born in Iceland, migrat-
ed first to Wisconsin then to
North Dakota and finally to Al-
berta. The occasion of Professor
Johnson’s address was the un-
veiling of a monument and the
dedication of a provincial park
to Stephansson at Markerville.
The address itself is given
over almost wholly to the read-
ing of selections from Stephans-
son’s works. Professor Johnson
noted that “little has as yet been
done by learned Canadians to
bring this great Icelandic-Can-
adian poet to the attention and
the knowledge of their fellow
citizens.” He went on to express
the hope that what has been
done at Markerville “may stimu
late men’s interest in this man
and his works.”
“In the near future.’’ said Pro-
fessor Johnson, “there will be
inaugurated at the University
of Manitoba, a Department of
Icelandic Language and Litera-
ture. It will, I take it, be one of
the primary tasks of the prospec
tive incumbent of this chair, to
interpret for Icelandic-Canadi-
ans, and for their fellow-citizens
as well, the mind and art of
Stephan G. Stephansson( whose
significance both Alberta and
Canada at large are on this oc-
casion so signally recognizing
for all times to come.”
Winnipeg Free Press
Jaftuary 8, 1951
Lánardrottinn — maður, sem
hefir betra minni en skuldu-
nautur.