Lögberg - 11.01.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. JANÚAR, 1951
7
Á afmælisdag Ólafs Hallssonar
kaupmanns að Eriksdale
Eftir SIGURÐ BALDVINSSON póstmeistara í Reykjavík
Straw Li.on and Unicorn for British Festival
To Decorate London's Palace of Arts
IN THE Essex village of Great Bardfield, a straw lion
and Unicorn are being made by Fred Mizen, a gard-
ener, for display in London’s South Bank Exhibition
during the 1951 Festival of Britain.
Centuries ago the Saxons used to make “corn
dollies” out of wheat straw for pagan rites, and Fred
Mizen still makes them in the same way. This display
piece is a special effort to show what British rural
craftsmen can produce. With two neighboring villages,
Great Bardfield will stage a countryside exhibition to
show visitors how local industries still thrive as they
•did before the factory system sprang up. •
Ólafur Hallsson fæddist í Vest-
dal við Seyðisfjörð 1. október
^85, ólst að mestu upp í litlu
húsi á Grýtáreýri þar skamt frá.
Gerðist tvívegis vesturfari og í
síðara sinn fyrir 40 árum. Flýgur
svo til Islands til þess að verða
65 ára út á víðavangi. Skárri eru
það krókaleiðirnar sem Ólafur
Hallsson fer á sipni „vegferða-
reisu“ í veröldinni. Og ,,sá átti
nú erindi í Lónið“. Ekki svo sem
„í kot vísað“ að gista í einni allra
veglegustu íbúðarhöll Reykja-
víkur, hins heita höfuðstaðar. Sá
var ekki smávegis heppinn að
eiga önnu fyrir frænku, hina
ágætu frú Gísla Johnsen í Tún-
götu 7, — næsta húsi við rúss-
neska sendiherrann. — Um þetta
vissi óli, sem lærði kverið sitt
í litlu baðstofunni á Grýtáreyri,
ekki nokkurn skapaðan hlut, að
mundi henda Ólaf Hallsson frá
Eriksdale, enda hefði hann þá
líklega beðið eyrðarlaus öll sín
40 búskaparár í Canada. Og ella
hefði hann haft tíma til að láta
kunningjana vita um 65 ára af-
mæli sitt á íslandi á því herrans
ári 1950. Raunar gæti verið hæp-
ið fyrir ýmsa að tilkynna með
tugára fyrirvara um merkisdaga
í lífi sínu, sem svo yrði e. t. v.
lokið löngu áður. En slíkum fjör-
gapa sem Óla ætti að vera óhætt
að reikna með æðilöngum skeið-
spretti. Og ekki var það af ótta
við að þessum skeiðspretti væri
að ljúka að ég lagði fyrir óla,
er hann sýndi sig hér í júní í
sumar, að gefa mér lífsvottorð
sitt ekki sjaldnar en tvisvar í
viku meðan hann dveldi á Is-
landi, — annað hvort augliti til
auglitis eða í síma. Orsök til
slíkrar fyrirskipunar er ekki á-
stæða til að gera heimskunna —
hvorki austan hafs né vest-
an- — í tilkynningartíman-
um laugardaginn 30. septem-
ber kom það af tilviljun upp
að næsta dag ætti óli 65 ára af-
mæli. Þann dag ætlaði hann að
láta lítið á sér bera, — halda sig
heima í böllinni, einn, því nú
voru húsráðendur fjarverandi.
— Ekki vegna þess að ég teldi
Óla ekki nógu skynsaman til
þess að geta haft gaman af að
tala við sjálfan sig heilan af-
mælisdag, heldur vegna þess, að
ég átti erindi til Grindavíkur
næsta dag skoraði ég á óla að
fresta einverudeginum og slást
í förina. - j>Well“ - í Grinda-
vík hafði óli aldrei komið, —
það mundi geta verið nógu gam-
an að sjá þá borg, sem á í vænd-
um þann heiður, að Salka-Valka
verði kvikmynduð þar af flöndr-
urum, e. t. v. afkomendum eða
frændum þeirra sem seldu
„Paimpola kex“ eða „Biskví for
den Vodaling“* á Seyðisfirði á
duggarabandsárum óla. —
Til þess að hafa reglu á hlut-
unum var lagt af stað á sama
tíma og forðum til Strandar-
kirkju, sem sé nákvæmlega kl.
13.30 s.d. Og nú var afmælisdag-
ur óla og í því lá aðal munur-
inn- Það hefði svo sem verið
hægt að eyða slíkum degi í söl-
um borgarinnar, .s. s. á „Borg-
inni“ og láta fara vel um sig.
En bæði er nú það að menn hafa
ekki hraungrýti fyrir sæti hvers-
dagslega og enn síður á merkum
afmælisdögum og svo hitt að þó
ýmsir borgasalir séu glæsilegir
°g sæmilega háir til loftsins þá
getur a. m. k. ekki þeim, sem
aldrei eru „fullir“, missýnst um
það að íslenzkir fjallasalir eru
þó öllu veglegri vistarvera og
ekki sízt þegar 1. október býður
UPP á logn, heiðan himinn og
glaða sólskin og er auk þess 65
ára afmælisdagur „jarlsins“ af
Eriksdale, Man., Can., en þá tign
fékk óli viðurkennda á Grinda-
víkurhrauni á sínum þessum
merkisdegi, svo sem til jafnvæg-
is við Einar „Grindavíkurjarl“ 1
, .Fáskrúðsf j arðar-f ranska“ *
Garðhúsum, hvers ríki hann
nálgaðist óðum og er sá mikill
höfðingi og 78 ára gamall. —
Leiðin til Grindavíkur er sú
sama og til Keflavíkur, gifting-
armiðstöðvar fslendinga og
Bandaríkj amanna, en greinist á
Stapanum sunnan Voganna og
liggur þá Grindavíkurvegur
þvert í austur yfir Reykjanesið.
Margt mætti um veginn til Kefla
víkur segja og sumt merkilegra
en það að um hann hafa fleiri
Ameríkumenn ekið en nokkurn
annan veg á íslandi, og tíminn
er nú talinn í mínútum, svo
nokkuð víkur nú öðru við en í
þá daga er vermenn gengu
hann með malpoka sína um öxl
og entist fæstum dagurinn frá
miðmorgni til náttmála, og mun-
ar þó enn meira á erfiðinu. —
En þegar að Stapanum kemur
má þess minnast að margt verra
hefir leitt af komu Ameríkana á
Reykjanesið en það, að „Staðar-
draugurinn“ virðist hafa gengið
fyrir ætternisstapa við komu
þeirra og ekki til hans spurzt
síðan. Hitt mun ýmsum þykja
lakara að kvenfólk vort hefir á
sinn hátt og gengið fyrir þann
hinn síðarnefnda stapann, en þó
bót í máli, almennt álitið, að
margar þeirra hafa niður komið
í „Buty rest“ hjónasængina. —
Annars er margt fleira merki-
legt við Stapann. Þar viltust veg-
farendur oft til forna, í nátt-
myrkri og hríðarveðrum, því
þar er slétt fram á þverhnýpta
hamrabrúnina en undir sjór
kolblár, og þó menn sæi þar
ekki sína sæng uppreidda hlutu
þeir þar síðast til hvíldar að
ganga, en talið að ýmsir hafi
þar eigi kyrrir legið en aftur
gengið á Stapann og unnið þar
geig mörgum manni og er þar
m. a. frá sagt að draugurinn hafi
stöðvað bifreiðar á fullri ferð og
jafnvel snúið stýri í höndum
bílstjóra. En sú kom sagan síð-
ast, um það bil er ^etuliðið kom
þar í grennd, að draugurinn
hefði tekið sér far með bíl allt
inn í Fossvog en þar horfið, við
hlið kirkjugarðsins nýja, og ekki
sézt síðan. — Bíða nú forneskju-
menn vorir þess með óþreyju að
Ameríkaninn hverfi fyrir fullt
°g allt af Reykjanesinu svo úr
því verði skorið hvort draugsi
sé með öllu lagstur um kyrrt
eða hverfi á ný til fyrri stöðva
að óvininum förnum. — Ekki er
með ólíkindum að draugsi hafi
þó gert „Könum“ glennu nokkra
áður en hann fór alfarinn af
Stapanum, því þorp mikið er
„Kanar“ höfðu myndað austan-
vert á Stapanum brann voveif-
lega til kaldra kola á næturþeli
°S flýgðu allir íbúarnir með
felmtran mikilli en fleygðu um
leið öllu sem þeir gátu við sig
losað fram af Stapanum, og er
talið að reynst hafi margir báts-
farmar og í verðmæti eigi all-
lítið. Eru allir þeir atburðir dul-
arfullir mjög og eigi fremur
sannaðir en gerist um reimleika.
En nú erum við komin með
Óla Hallsson út af þessu hættu-
svæði og inn á annað ekki betra
ef ekki væru vel rudd göng um
þvert hraunið, sem bíllinn þræð-
ir örugglega. En á báðar hliðar
ófært Illahraunið, eitt hið tor-
færasta og úfnasta á landi hér,
eins og nafnið bendir til. Riðlast
þar egghvassar hraunhellurnar
allavega milli dranga og topp-
myndaðrar hraunstorku í allra
kvikinda líki, allt upp í dverga-
líkön og trölla, ærið hrukkóttra
og króknefjaðra og mundi þar
ekki heiglum hent atlaga við ill-
þýði slíkt. Skjótt ber hjólahest-
urinn okkur að hraunröndinni
austari, er þar geil mikil í fjall-
garðinn. Rís þar fjallið „Þor-
björn“ til hægri en á vinstri
hönd Sýlingarfjall, Sandhnúk-
ur, Gálgaklettur og Hagafell.
Sunnan við Sýlingarfjall sér af
veginum inn á graslendisræmu
að mestu slétta og fagurgræna
sem tún væri en upp frá til
fjallsins teygir sig grastorfa,
sem endar í miðjum hlíðum, við
allsnaktar klappir og urðir. Er
grastorfan sigin í fellingar svo
skýrar að líkast er sem þar sé
búinn hver setubekkurinn upp
af öðrum tilbúinn handa áhorf-
endum til þess að njóta fegurðar
útsýnis til vesturs eða þá leikja
er fram færu á grasflötinni fyrir
neðan fætur þeirra. Að vestan
hefir grjóthrönnin risið í röst
háa og all-úfna, sem myndar
eins konar skjólgarð þeim meg-
in við grasflötina. Virðist hraun-
ið hafa komið norðan með fjall-
inu og rekist á rennsli sínu á
framskagandi og óbifandi kletta,
(Forvaða) sem veitt hafi hraun-
fljótinu frá hvilft í fjallinu sunn-
an við og þannig myndast flötin
milli þess og fjallsins á nokkru
svæði. — Þessi staður nefnist
„Svartsengi" og er nú úti-sam-
komustaður Grindvíkinga enda
er skammt þaðan niður í byggð-
ina. Efnir Kvenfélag Grindavík-
ur einkum til útiskemmtana á
þessum stað. Hefir þar og verið
reistur veitingaskáli í hraunjaðr-
inum, en nú hafði þar auðsjáan-
lega orðið meira en „pylsagust-
ur“ einn því skálinn lá þar sund-
urtættur um grundina og hraun-
jaðarinnn. — Gegnt skálanum
við fjallshlíðina er hraunhóll
og gerður í hann stallur sunnan
verðan, auðsjáanlega handa
ræðúmönnum til að standa á og
presti við ræðuflutning, en
Grindavíkurkonur hafa á þann
sið, að samkomur þeirra í Svarts-
engi hefjast jafnan með prests-
þjónustu nokkurri. Á há-hólnum
ofan við ræðupallinn er reist
flaggstöng all-mikil, hver nú
stóð hallfleytt mjög en grjót,
sem að henni hafði verið hlaðið
til stuðnings, mest hrunið niður.
Ef kunnugt .hefði verið um stöng
ina mundi fáni íslands hafa ver-
ið í förinni og að húni dreginn
í tilefni dagsins. En Óla vegna
varð ekki við minna unað en
að stöngin fengi þráðbeina
stefnu til himins enda þótt kost-
aði stympingar og fangbrögð
nokkur áður yfir lyki, auk sárra
lófa í viðureign við hraungrjót-
ið. — Og svo var sezt á dúnmjúk-
an hraunmosann og tekið til
töskunnar góðu, sem Óli hafði
áður komist í svo hressandi
kynni við í Hjallahrauninu 29.
júní. Já, undarlegir dutlungar
tíðarfarsins á Islandi. Báðir
mundum við Óli vel eftir blind-
hríðum og botnlausri ófærð á
Austurlandi um þetta leyti árs,
og það ósjaldan þegar við vorum
þar unglingar. Slíkt mun og hafa
hent hér á Suðurlandi, — en nú
var blækyrrt og blítt, græn jörð
og glóandi sólskin. En þess ber
líka að minnast að einhver dul-
inn undramáttur er að toga ís-
land sunnar og sunnar, að sumir
halda, en er þó e. t. v. hitt sem
veldur, að vaxandi magn hlýrra
strauma leiti að landinu úr suð-
vestri, — þ. e. Ameríka andi
meiri hlýju í áttina til landsins
en áður fyrr, en allt er þetta
ósannað mál. En þó okkur þyki
ylurinn góður og gætum jafn-
vel flutt út meira af ull þess
vegna, þá er öðru máli að gegna
með síldina blessaða. Hún kann
ekki að meta vaxandi sjávarhita
við Island og flýr norður og aust-
u‘r á bóginn. En hvort sem ferð-
inni er heitið til Síberíu, eða ann
ara sælustaða, þá er hitt víst,
að ýmsir hér vilja eindregið að
hún fari í þá átt eftir dauðann
og á svo sem ekki að vera í kot
vísað. — En þessar hugleiðingar
á afmæli Vestur-íslendings eru
með því afsakanlegar að við er-
um á leið til „Sölku-Völku-
borgar“, sem nú er mikilsmetin
síldarverstöð þessa dagana, því
reknetaveiði Grindavíkurbáta
hefir verið mikil að undanförnu,
og nú ætlar Óli að nota tækifær-
ið til þess að sjá hvernig ís-
lenzkar blómarósir líta út í
„síldargalla“. Og nú nálgumst
við þorpið. Mætum fyrst nýja
tímanum, því þorpið vex eink-
um í vestur. Þarna eru nokkur
ný steinhús, rétt eins og í
Reykjavík. M. a. skóla- og sam-
komuhús. Gömlu húsin í þyrp-
ingunni niður við malarkamb-
inn eru túlkendur gamla tím-
ans, — óreglulega settir báru-
járns-kumbaldar, ýmist rauðir
og gráir af elli eða rauðmálaðir,
óskipulega settir og sufnstaðar
svo nálægt hver öðrum; að bif-
reiðar geta ekki mætzt í sund-
unum milli þeirra, og fáar bein-
ar götur eru þarna. Fjaran,
malarkambarnir og umhverfi
fisk- og geymsluhúsanna gera
ekki sérlega líklegt að hér sé
starfandi fegrunarfélag. — Eftir
að hafa farið nokkra smákróka
og lent í smávillum og torfærum
náum við þó slysalaust niður
að nývirkjuninni við höfnina.
Sjálf er víkin opin fyrir haföld-
unum nema hvað blindsker og
grynningar trufla þær nokkuð á
leið sinni. Norðvestur í víkinni
er „Hópið“, allstórt lón innan
við klapparana, sem standa upp
úr sjó á fjöru en lægstir í miðju,
svo þar munu róðrarbátar hafa
flotið yfir á flæði. Fyrsta bót á
þessari innsiglingu var gerð af
hinum alkunna dugnaðarmanni
Einari í Garðhúsum. Lét hann
vinna klöppina með hökum og
járnkörlum svo vélbátar máttu
yfir fljóta. Nú hefir verið unnið
að lagfæringu hafnarinnar með
stórvirkum tækjum og innsigl-
ingin í „Hópið“ dýpkuð svo að
inn komast allstórir vélbátar, og
þarna lágu þeir nú nær 20 við
nýbyggða hafnargarða, tilbúnir
að leggja út með reknet sín í
nýja veiðiferð. Þarna var því
enga síld að sjá, en eina sjáan-
lega veiðin miðlungsstór hákarl,
er lá þar nýslægður á bryggju,
bíðandi þess að verða kæstur og
étinn, — e. t. v. með brennivíni,
sem nú heitir að vísu því ógnar-
nafni „Svartidauði“. — En nú
var að finna söltunarstöðvarnar.
Jú, þar var síldin í þróm og köss-
um, gljáandi og glitrandi en um-
hverfis konur af ýmsum árgöng-
um og létu nú hraðar hendur
standa fram úr ermum. Afhaus-
uðu þær síldarnar með einu
handbragði og fjarlægðu slógið
með öðru og þar með var síldin
afgreidd í stamp við tunnu og
svo eftir ástæðum raðað í tunn-
urnar, söltuð og krydduð. Og
þetta allt með ótrúlegum flýti,
að vísu mismunandi eftir kunn-
áttu og leikni. Enda til nokkurs
að vinna því handfljótustu stúlk-
ur geta, eftir því sem nú er greitt
á tunnu, náð daglaunum svo
hundruðum króna skiptir á dag.
En þeir dagar eru of fáir, ekki
vegna stúlknanna í Grindavík,
heldur allrar þjóðarinnar, og
raunar fjöldá manna víða um
lönd, sem þykir íslenzka síldin
ómissandi réttur á borð sín. Svo
kann og að fara hjá Vestur-ís-
lendingum í framtíðinni, því
væntanlega eru þeir vaxnir frá
tíðarandanum, sem ríkjandi var
á íslandi á æskuárum okkar Óla,
því þá var litið á síldina sem
hæfilegt kúafóður og Norsara-
mat, og munu ýmsir jafnvel
hafa undrast að Norðmenn
„gerðu slíka fúlmensku“ sem
sílarát. Þess vegna mun það hafa
þótt í frásögur færandi er flæk-
ingnum Gilsárvalla-Gvendi var
gefin síld að borða á Seyðis-
firði, en þó e. t. v. fremur vegna
þess að þegar Gvendur hafði rað-
að í sig 18 síldum og var að byrja
á þeirri 19. varð honum að orði:
„Það eru þá bein í síldinni!“ —
En hvorki kúafóðurstrúin gamla
né beinin í síldinni virtust vinna
Óla Hallssyni neinn geig, því nú
var hann kominn á (,planið“ við
eina söltunarstöðina í fræðslu-
tíma hjá síldarkaupmanninum
og má hamingjan vita nema
hann hefði í hrifningu yfir tunn-
unum gert kaupsamning um
heilan síldarfarm, til að hafa
með sér vestur, ef ég hefði ekki
minnt hann á að síldin mundi
ekki fá far með flugvélinni. En
hver veit nema síldin finni upp
á því að fljúga „nætursöltuð“
vestur um haf og koma svo sem
degi síðar á diskana í Ameríku,
— verði a. m. k. fáanleg í búð-
inni hjá O. Hallsson á Eriksdale.
En hér heima megum við þakka
fyrir að síldarvöðurnar tókp
ekki upp á því að fara héðan
vestur með íslendingunum
gömlu eins og svo margt annað
gott.
En nú skiljum við að „skjálf-
andi slögin eru skellir í mótor-
bát“ og okkur verður litið út
á höfnina. Bátarnir stefna þar
hver á eftir öðrum til hafs, en
furðulegar krókaleiðir. Þræða af
mikilli leikni og fullri djörfung
álana milli boða og blindskerja
og á einum stað miíli tveggja
stanga, sem gefa til kynna
þrengsta sundið og mestu hætt-
una. —
Þegar ekið er til baka frá
Grindavík blasir við ein nýstár-
legasta vegagerð á íslandi. Upp
norðurhlíð fjallsins „Þorbjörn"
lögðu Bretar og Bandaríkjamenn
veg, skáhallt frá jafnsléttu upp
á vesturöxl fjallsins. Er fjalls-
hlíðin snarbrött en vegurinn
furðu hallalítill þó. Enginn
mundi þó kjósa hemlabilun, á-
keyrslu né útafkeyrslu upp und-
ir hæstu brúninni. Það má nærri
geta að slík vegarlagning hafi
þótt meira en lítið nauðsynleg
frá hernaðarlegu sjónarmiði.
Staðurinn enda einkar vel fall-
inn til útsýnis, hlustunar og
veðurathugana. —
Skyldi hafa verið kveikt í
mosa þarna niðri í hrauninu,
spyr Óli, er hann sér reyki
leggja upp í kvöldkyrrðinni. Nei,
þarna er jarðhiti, eins og víðar
á Reykjanesinu, sem skiljanlega
dregur nafn sitt af slíkum reykj-
um, eins og Reykjavík. Og langt
suður frá; í nánd við Reykjanes-
vitann, er sjálfgerð sundlaug,
sem of fáir vita um, þó hún sé
líklega sérkennilegasta sund-
laug í heimi. Hún er í helli ein-
um sem sjór gengur upp í, en
jafnframt er þar hver undir,
sem hitar sjóinn af sjálfsdáðum,
svo að hann er hæfilega volgur
til að synda í. Mundi slíkur bað-
staður mjög sóttur ef að honum
lægi greiðfær vegur. Já, það er
margt merkilegt við Reykjanes-
ið, ekki síður en suma aðra staði
á íslandi. Þarna norður frá eru
t. d. enn sýnilegar bækistöðvar
útilegumanna., En Óla er nú ein-
hvernveginn svo innanbrjósts,
að hann vill sem minnst tala um
útilegumenn. Það er líka máske
lítil nærgætni í slíku tali við
Vestur-íslending, sem á afmæli
úti í hrauni. — Hins vegar bót
í máli að bifreiðin færir okkur
óðum nær jarðhita-höfuðborg-
inni og ekki amalegt, frekar en
fyrri daginn, að líta í vestur, er
sólin hallar eldrauðum vangan-
um að öxl gamla Snæfellsness.
GAMAN og ALVARA
Þegar Samuel Johnson kynnt-
ist frú Porter, viðurkenndi hann,
að fjölskylda hans væri ekki al-
veg lýtalaus, heldur væri sá
blettur á henni, að einn frændi
hans hefði verið hengdur.
Frú Porter sýndi hina sönnu
kvenlegu háttvísi með svari
sínu. Hún sagði, að þó að það
væri ekki tilfellið með fjöl-
skyldu sína, þá væru að minnsta
kosti fimm af skyldmennum
hennar, sem ættu hengingu
skilið.
☆
Dr. MacNamara hélt einu
sinni fyrirlestur í Bridlington og
er fyrirlesturinn hófst, var
geysileg rigning. Doktorinn tal-
aði lengi og sagði svo afsakandi:
„Ég er hræddur um, að ég sé
búinn að halda ykkur alltof
lengi“.
„Haldið þér bara áfram herra“,
sagði rödd meðal áheyenda,
„það er rigning ennþá“.
☆
Tommi: Halló, Rikki, sástu
auglýsinguna í blöðunum í morg
un um það, að ég væri dauður?
Rikki: Já, hvaðan talarðu?
Mælt við Ólaf Hallson
við burtför hans frá íslandi 1. desember 1950
Eftir SIGURÐ BALDVINSSON póstmeistara
Óli þá kveður ísland
óma strengir og hljóma
lög, sem í huga ljúfum
leyndust og fögur reyndust.
Hollvinir biðja heilla
honum og mætri konu. —
Svífandi á vængjum söngva
sól lýsi vegu Óla. —