Lögberg - 25.01.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.01.1951, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. JANÚAR, 1951 3 Grasið hætt að gróa upp úr stakkstæðunum: Saltfiskverkunin aftur orðin helsta atvinnugrein íslendinga Hér áður fyrr, þegar tilveran við sjávarsíðuna kringum strendur landsins byggðist svo að segja eingöngu á salt- fiski og síld, var atvinnulífið í föstum skorðum. Karl- mennirnir veiddu á vertíðinni, konurnar vöskuðu fiskinn á vorin og þurrkuðu hann með aðstoð aldraðra manna og unglinga á sumrin, meðan karlmennirnir voru flestir við síldveiðar. Svo kom stríðið á Spáni og síðar um heim allan og breytti lögmálinu með saltfiskinn og síldina. Hvítar breiður af salt- fiski á stórum svæðum blöstu ekki lengur við sjónum á sól- heitum sumardögum. Stakkstæð in, sem áður voru iðandi af lífi og starfi urðu auð og tóm, eins og yfirgefinn orustuvöllur og grænt grasið fékk að gróa í næði upp á milli steinanna, meðan þjóðir heimsins börðust og höfðu ekki tíma til þess að bíða eftir því, að fisknum væri breytt í saltfisk með aðstoð hinnar stop- ulu sumarsólar norður við heims skautsbaug. Gömlu markaðslöndin koma aftur til sögunnar. En það, sem réði þó mestu, var það að markaðslöndin í suðri, þar sem saltfiskurinn er sá fiskur sem hæfir bezt, lokuð- ust. Spánn og ítalía, okkar gömlu viðskiptalönd voru úr sög unni sem viðskiptalönd íslend- inga af styrjáldarástæðum. Nú er þetta breytt aftur. Is- lenzki saltfiskurinn er aftur orð- in vinsæl markaðsvara í lönd- um hinnar suðrænu sólar við miðjarðarhafið. Ástæða er til að mtla, að með aukinni vöruvönd- un og aðgæzlu á öllum sviðum geti íslenzki saltfiskurinn jafn- an átt örugga markaði hjá þess- um suðrænu þjóðum, sem kunna að meta góðan saltfisk og finnst ísaður fiskur frystur alls ekki vera fiskur. Svipast um eftir íslenzkum saltfiski. ítölsku bændurnir eru nú aft- Ur farnir að svipast um á mark- aðstorginu eftir „Pakkala Is- landa“. Helzt vilja þeir fá hann solþurrkaðan og geyma hann við æjarvegginn eins og góðum bú- mönnum sæmir og borða hann steiktan í olivuolíu og tómat- sosu með rauðvínsbelg við hlið ser. Hafa því algjör straumhvörf or ið í framleiðsluháttum og yerkun íslenzka fiskaflans á síðustu árum. Er það Weg afleiðing af lokun freð- iskmarkaðanna í Norðurálfu. n urlandabúar kunna heldur ekki að borða freðfisk og vilja það ekki. Allar horfur eru á því, að Is- en ingar verði á næstu árum a efla mjög saltfiskverkunina, °g þarf það ekki að vera neitt neyðarbrauð, þar sem saltfisk- ur er viða um heim seljanleg yara og eftirsótt, sé um góðan tisk að ræða. Stakkstæðin aftur orðin vettvangur dagsins. Sumarið í sumar hefir verig Cn S.altfisksumar á íslandi. mlu fiskireitirnif, sem falln- aft' °rU, 1 ®leymsku og dá urðu kx 'u ^un§amiðja athafnalífsins olds og morgna, þar sem sól- Sjá Slg' En hvítklæddir Stakva+rnÍr StÓðu Ginir eftir * stakkstæðinu á kvöldin og biðu næsta sólskinsdags. Fiskþurrkun undir berum mni utheimtir mikla vinnu. eruSiU*!r !0t 1 máli’ að unglingar eru hðtækir við fiskþurrkunina, °g kemur sér vel sú vinna, er Þannig feHur tii; bæði fyrir flf_ yinnuhfið og unglingana, sem námi arfSlaUSÍr að l0knu Skóla' venjulega tekur 10__12 gól_ insdaga að sumrinu að full- þurrlca saltfisk, ef ekki sé þurrk- upp a horðustu gráðu. Venju- fv8; þurrkun er sú, sem unnin er ynr Spanarmarkað. Fiskur á Portúgalsmarkað er svolítið harð ari, og saltfiskur, sem ætlaður er til sölu í Suður-Ameríku, er grjótharður, svo að þannig fæst hann vart með þeirri útiþurrk- un, sem völ er á hér á landi. Fallegastur sólþurrkaður. Þarf hann hita og þurrk til viðbótar við sólina. Þróunin hef- ir líka orðið sú, að nú, þegar aft- ur er tekið til við saltfiskverk- unina, koma þurrkhúsin til sög- unnar. Nú er fiskur óvíða þurrk- aður til fulls úti, heldur hert á þurrl< uninni í húsunum og henni lokið þar. En sólþurrkun úti á stakk- stæðunum líður samt varla und- ir lok. Sólþurrkaði fiskurinn verður alltaf fallegri. En vinnan við þá þurrkunaraðferð er dýr- ari og auk þesr. er stopul veðr- áttan. Gæðin og fegurð saltfisks- ins er þó það, sem margir keppa að, og allir eiga að keppa að. Þess vegna er kapp á það lagt að þurrka eins mikið úti og kostur er. Fjörugt aihafnalíf á björtum sólskinsdegi. Á stórum stakkstæðum, þar sem 30—40 stakkar eru þurrk- aðir, er fjörugt athafnalíf á björt um sólskinsdögum. Fyrir klukk- an átta er stór hópur af mann- vænlegu liði kominn út á stakk- stæðin, dreifir sér á stakkana, og byrjar að breiða. Seglin eru leyst og skipulegar raðir þorsk- anna í stökkunum, sem venju- lega eru 26 skippund, blasa við morgunsólinni. Margar hendur eru á lofti í senn, og allar eru þær með hvít- þvegna þorska. Fiskurinn er bor- inn á handbörum úr stakknum út um stakkstæðið. Oftast eru það karlmenn, sem láta fiskinn úr stakknum á börurnar og bera hann og varpa hlassinu við fæt- ur kvennanna, sem leggja síðan fiskana, varfærnislega hlið við hlið á stakkstæðið. Þær finna þorskinum síað á grjóíinu. Mikið ríður á að rétt sé breitt. Nota verður stakkstæðin til hins ýtrasta. Fiskurinn er lagður þannig að roðið snýr að grjótinu en hvítur opinn fiskurinn breið- ir sig á móti geislum sólarinnar. Sporður er lagður að þunnildi næsta fisks og myndast þannig samfeld breiða þegar vel er breitt. Stúlkurnar eru fljótar að finna þorskinum stað á grjótinu og gera ekkert upp á milli þorsk- anna þó vitanlega séu þeir mis- jafnlega myndarlegir eins og mennirnir. Þær verða að sýna hverjum fiski fulla kurteisi og gæta þess að þeir liggi ekki sam- an og randirnar komi ekki hver ofan á aðra. Þá getur fiskurinn soðnað í heitu veðri og logni, það er að segja sá hluti neðri iisksins, sem liggur undir. Stakksíæðið verður að hvítri breiðu. Einnig getur verið hættulegt, að hlaða fiskinum ört saman í stakkana á fyrsta þurrkunar- stigi, ef hann er mjög heitur eft- ir lognværan sólskinsdag. Þá getur allur stakkurinn soðnað, eins og kallað er, og 26 skippund þannig eyðilagst sem markaðs- vara í hinum suðrænu löndum. Mikið er undir því komið að vinnan á stakkstæðinu fari eftir settum reglum. Venjulega er unnið að því .fram undir hádegið að breiða. Eramhaid á bls. 7 Til Vestur-íslendinga Flutt d fundi pjóðrœknisfélagsins í Reykjavík 21. nóv. 1950 Eftir SIGURÐ BALDVINSSON póstmeistara Er skarðið í harðfenga hópinn var höggvið á íslenzkum meið, á fortíma þjáninga og þrauta og þjóðhjartað kvíðandi sveið, þá syrti um sveitir og héruð, er sigldu menn landinu frá með brigðula fortíð að baki, í brjóstinu friðlausa þrá. En enginn má forlögin flýja og forsjónar máttuga hönd, né varna að harmarnir herji og hrökkvi ’hin sterkustu bönd, og framtíð sig feli í móðu og fátt verði ráðið um það, hvar óförnu leiðirnar liggi og langt sé að náttverustað. Og hver gæti rakið þær raunir, sem rötuðu landarnir í, og sagt okkur söguna alla um „sorgirnar þungar sem blý“, um söknuð og sárljúfa heimþrá á sigling’ um freyðandi hvel, um bænirnar, tregann og tárin og tryggð, sem var sterkari en hel? En senn bárust sagnir að vestan um sigra og batnandi hag, um stríðandi hugdjarfar hetjur og hækkandi framtíðardag, um landanna vaxandi virðing, að vegirnir greiddust þeim fljótt, að reyndust þeir seigir í sinum og sönnuðu íslenzkan þrótt. Þeir kynntu sig dugandi drengi ' og dáðin vann sigrana þar, því arfgengi íslenzka blóðsins í æðunum svellandi var. Það var ekki hetjanna háttur, að hopa og láta sinn hlut, né samboðið víkingsins virðing að vola og leggjast í skut. Og ljóst gerðist lýðum þar vestra að landinn var gildur í raun, og seinn til að hlaupa í hamir, að híma eða blása í kaun. Hann iðkaði íslenzkar dyggðir, sem ættfeður tignuðu mest, að halda vel orð sín og eiða og ástunda heiðarleik bezt. Og nú stendur stofninn í blóma með stórhug í álfunum tveim, og kjarngróðurilmurinn angar til íslands að vestan og heim. Og nú fer það fjöllunum hærra, að Frón á sinn dýrmæta arf, í sögu og manndáð og menning og mannvit í heimsbótastarf. Við ylinn og íslenzka blæinn, sem andar frá vestlægri strönd hér þrekvex hún þjóðernis björkin og þroskast við jöklanna rönd. Því tryggðin og ættjarðarástin var eldskírð með vorblik á hvarm, í heiðblámans hreinsvalalindum og helguð við Fjallkonubarm. Og aldrei var íslenzka tryggðin svo eldleg með sólblik á hvarm, sem þá er vér föllumst í faðma við Fjallkonu eldþrunginn barm. Því þar mættist eðlið og andinn í uppruna skyldleikans móð, þá hljómkveða hjartnanna strengir hin hlýjustu vordagaljóð. Og berið þið öldnum og ungum frá íslandi vestur um sjá. Þær hlýjusfu heimalands kveðjur, sem hugur og tunga vor á. Og segið að ættjörð sé ennþá með ættarsvip fornan á hvarm, að enn sé vor íslenzka móðir með eldheita hjartað í barm. Að enn vilji ’hún börnin sín blessa hvort búi ’henni fjær eða nær, þó dvelji þau handan við hafið að heilsi þeim vorljúfur blær. Að enn heyrist söngurinn sami með sætróma fuglanna klið, að skáld geti elskað og unað við íslenzkan vornætur frið. An enn séu lækir við líði og leikið að skeljum á hól, að enn skrýði fannirnar fjöllin og fénaður renni á ból. Að svanirnir svífi með kvaki og söng yfir hamranna egg, að enn geri erlur sér hreiður í íslenzkum torfbæjarvegg. Að enn skipi „þarfasti þjónninn“ hjá þjóðinni virðingarsess, að fátæktin megi sín minna — og mál var nú komið til þess, — Að enn leiki lömbin í haga og láurnar kveði í mó, að enn vaxi fífill og fjóla og fjalldrapi og hvannir í tó. ----☆----- Já, heilsið þið einum og öllum frá íslenzkum hlíðum og grund, sem elskuðu land sitt og ættmenn í útlegð með söknuð í lund. Og sífellt við samróma biðjum þó séum við fjarlægðum háð: Guð blessi um aldur og ævi vort ástkæra faldprúða láð. Vér hyllum þá göfugu gesti sem gistu nú land vort og þjóð með ættrækni ylinn í hjarta og eldtryggan mannkostasjóð. Við kveðjumst, já farið í frið og fylgi ykkur hollvættir lands og Guð, sem að léði oss lífið, og lýsi ykkur náðarsól hans. SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykhátar, öruggaata eldavörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, n$’ uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka öt með reyknum — Skrifið slmið til KELLY SVEINSSON 625 WalI Street, Winnipeg Just north of Portage Ave. Símar: 33-744 — 34-431 S O BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORFORATE SEABS CELLULOID BUT’rONS 324 Smith St. Winnipeg Phone 924 624 Gunnar Erlendsson Pianist and Teacher Studio — 636 Home Street Thelephone 725 448 447 Portage Ave, Branch Store at 123- TENTH ST. BRAN00N Ph, 926 885 Phone 21 101 ESTIMATKS FREE J. M. INGIMUNDSON Asphall Roofs and Insulated Sidintí — Repairs Country Orderg Attcnded To 632 Simcoe St. Winmpeg, Man DR. A. V. JOHNSON Dentiat 606 SOMERSHT BUILDINO Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 925 826 Helmilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN BérfræOingur i augna, ej/ma, nef og kverka sjúkdómum 209 Medlcal Arts Bldg. Stofutlmi:'2.00 til 6.00 e. h DR. ROBERT BLACK SérfræOingur i augna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. «01 MEDICAL ARTS BLDQ Qraham and Kennedy St. Skrifstofualmi 923 851 Heimaaimi 403 794 HAGBORG FUEL PHOME 2ISSI GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettinp 58 VICTORIA ST„ WINNIPEQ Phone »2 8211 Uanager T. R. THORVALDSOR Your patronage wlll be appreclated Q. F. Jonaaaon, Prea. & Mac. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Slmi #25 227 Wholesale Distributors ot FRESH AND FROZEN FI8H Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPBG CLINIC SL Mary'a and Vaughan. Wp*. Phone 926 441 Fhone 827 035 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON * CO. Chartered Acconntuita 606 Confederatlon Life Bldg. Wlnnipeg Manltoba PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrislers - Soliciiors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanssou 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 5S1 JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 332 Mer'.ical Arts. Bldg. Oí FICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Johannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, Viðtalattml 5 h eftlr naueg! DR. E. JOHNSON 304 EVELINR STREET Selkirk. Man. Offlce nra. 2.30—6 p.m Phonea: Offtce 26 - Re« 230 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 608 TORONTO QEN. TRUSTS BUILDING Cor Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIPEQ SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOinoar 209BANK OF NOVA SCOTIA BQ Portage og Qarry St. Phone 928 291 Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPQ. Fastetgnaaalar. Lelgja húa. Ot- vega peningalán og elda&byrgð blfreiðaabyrgð, o. ». frv. Phone 927 5*8 Offlce Phone Ree Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDQ. Offlce Houra: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholeaale Dl8tributora of Fraeh and Frozen Ftah. 311 CHAMBERS STREET Office Ph 26 328 Rea. Ph. 78 917 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Seiur likklatur og annaat um ttt- farlr. Allur tttbttnaður aá bezti. Ennfremur aelur hann allakonar mlnniavarða og legsteina. Skrlfstofu talslmi 27 324 Heimilla talalmi 26 444 Phone 23 996 T61 Notre Dame Ave. Just West of New Matemlty Hoapltal Nell's Flower Shop Weddlng Bouquets. Cnt Flowera Funeral Deslgns. Corsages Bedding Plants Neil Johnson 27 482 Ruth Rowland 88 780

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.