Lögberg - 25.01.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.01.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. JANÚAR, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BtLDFELL, þýddi />Nei — nei — nei! tautaði hann fyrir munni sér, „nei, móðir mín — ekki einu sinni fyrir þig!“ Hann henti peningunum á gólfið og þaut eins og óður væri út úr búðinni. Nokkru síðar þetta sama kveld, kom Ro- bert Beaufort frá sveitarheimili sínu til Berke- ley Square. Kona hans var mjög óróleg og á- byggjufull út af burtveru einkasonar þeirra. Arthur hafði sent son sinn heim með hestana klukkan sjö um kveldið og miða, sem hann hafði rifið úr vasabók sinni og á var ritað: „Bíðið þið ekki eftir mér til kveldverðar. — Ég kem máske ekki heim fyrir nokkurn tíma. Ég hefi komist í raunalegt ævintýri. Þið sam- þykkið þetta þegar að við finnumst“. Herra Beaufort þótti þessi tíðindi nokkuð einkennileg, en þar sem að hann var orðinn matarþurfi, skeytti hann þessu ekki neinu né heldur óróa konu sinnar fyrr en að kveldverð- inum loknum, en þá lét hann kalla á hestamann sonar síns og frétti, að eftir að Arthur hafði skilið við blinda manninn, sem varð fyrir slys- inu, að þá hefði hann farið með lækninum til kvenfatabúðar í „H“, þar sem hann hefði orðið eftir. Föður hans þótti þetta leyndardómsfullt og einkennilegt, og þar sem einn klukkutíminn eftir annan leið og Arthur kom ekki, þá fór ótti móðurinnar að hafa áhrif á hann og óx að mun, þegar fram að miðnætti leið og Arthur kom ekki. En þá lét hann setja hestana fyrir léttivagn sinn, tók hestamann Arthurs með sér og lagði á stað út í úthverfi borgarinnar. Lafði Beaufort vildi fara með honum, en mað- ur hennar benti henni á, að ungir menn væru allir eins og að ekki væri óhugsanlegt, að ein- hver kona væri völd að þessari töf sonar þeirra, og sætti hún sig þá við að vera heima, svo að hann lagði á stað einn. Vagninn var þægilegur og hestarnir fjörugir og þutu áfram með manninn auðuga. Honum kom ekki tii hugar hin raunverulega ástæða Arthurs, en hann hugsaði um snörurnar, sem ungum mönn- um eru búnar í Lundúnaborg — slungin kona, sem læst vera í nauðum stödd, raunaleg ævin- týri af þeirri tegund meina vanalega peninga fyrir þá raunamæddu, en amorævintýri fyrir hinn aðilann. Arthur var ungur og veglyndur, yiðkvæmur og ör á fé við þá, sem vildu nota sér eiginleika hans. En svoleiðis svaðilfarir vaxa ekki veraldlega sinnuðum föður í augum, eins mikið og umhyggjusömum mæðrum, og með meiri forvitni í huga heldur en ótta kom Beau- fort lávarður til búðarinnar umgetnu. Þó að seint væri orðið, stóð útdyrahurð leigu herbergjanna opin og þótti honum það ein- kennilegt. Hann gekk inn í dyrnar og sá kerta- ljós á stól í ganginum, sem varpaði daufri birtu á stigann, sem lá upp á loftið — það er að segja á neðri part hans, en dimmt var í hon- um fyrir ofan bugðu sem á honum var. Robert Beaufort stóð ofurlitla stund í dyrunum óráð- inn í hvað gera skyldi — hvort heldur að hann ætti að kalla, berja eða fara, þegar að hann heyrði fótatak uppi í*stiganum — það barst nær og nær, og síðast kom persóna í Tjós og Robert Beaufort gladdist við að sjá, að það var sonur hans. Arthur virtist ekki veita föður sínum eftir- tekt, því að hann var í þann veginn að ganga fram hjá honum, þegar að Beaufort lagði hend- ina á öxlina á honum. „Hvað meinar þetta, Arthur? Hverslags hús er þetta, sem að þú hefir verið í? Við höfum verið dauðhrædd um þig!“ „Artur leit á föður sinn raunamæddum og ásakandi augum. „Faðir“, sagði hann í ákveðnum, nei, skip- andi róm. „Ég skal sýna þér hvar ég hefi verið, komdu með mér — nei, ég sagði, komu með mér“. Hann sneri sér við án þess að segja meira og gekk aftur upp stigann, og Beaufort lávarður, hissa og hikandi gjörði eins og sonur hans skipaði. Við stigaopið á öðru lofti var annað kertaljós, sem varpaði draugalegri birtu á ganginn uppi og inn um herbergisdyr, sem stóðu opnar vinstra megin í ganginum, og í hálfdimmunni þar inni sá Beaufort lávarður . tvær konur. Önnur þeirra (hjúkrunarkonan, sem annaðist frú Morton fyrst og síðast í sjúk- dómi hennar) var að krækja frá sér dökku sjali áður en hún lagði sig fyrir til svefns. Hún leit til mannanna daufum, raunalegum augum, reyndi til að brosa og lét afur hurðina. „Hvar erum við Arthur?“ spurði Beaufort lávarður aftur og aftur. — Arthur tók í hönd föður síns og fór með hann inn í herbergi, sem var hægra megin í ganginum, tók með sér ljósið og setti það á lítið borð, sem stóð við rúm í herberginu og sagði: „Hérna herra í ná- vist dauðans“. Beaufort leit fljótlega í kringum sig hál- óttasleginn og sá fölt, en rólegt konuandlit í rúminu og þekti að það var andlit Katrínar, sem einu sinni var dáð, en var nú yfirgefin. »Já — það er hún, sem að hann bróðir þinn unni svo heitt — móðir barnanna hans, sem varð að deyja í þessu vesaldar-herbergi, langt í burtu frá sonum sínum í fátækt og sorg — hjartabrotin! Ert þú ánægður með slíkt faðir? Er ekkert í þessu sambandi, sem þér ber að yðrast eftir?“ Samvizkubitinn og hissa féll maðurinn heimssinnaði á kné við rúmstokkinn og tók höndunum fyrir andlit sér. „Já“, hélt Arthur áfram nærri því í bitrum málrómi — „já, við nánustu skyldmenni hans — við, sem höfum erft lönd hans, silfur og gull, höfum verið svona afskiptalausir af hin- um mikla arfi er bróðir þinn afhenti okkur — að þeir, sem hann u^nni mest — konan, sem að hann elskaði — börnunum, sem dauði hans kastaði nafnlausum og brennimerktum út í heiminn. Já, gráttu faðir, og á meðan að þú grætur, þá hugsaðu um framtíðina, um yfirbót. Ég hefi svarið við beð þeirrar dánu, að vingast við sonu hennar, að taka höndum saman við þig, sem öll völdin hefir, til þess að fullnægja þeim svardaga. Sameinastu mér faðir í því á- formi og guð gefi að syndin, sem framin hefir verið, verði ekki til þess að hörmungar þessa dánarbeðs komi okkur báðum í koll“. „Ég vissi ekki — ég — ég —“ stundi Beaufort lávarður. „En við hefðum átt að vita“, tók Arthur fram í raunalega. „Já, elsku faðir! hertu ekki hj^irta þitt með fölskum afsökunum. Þeir dauðu tala enn til þín, og skylda þig til að annast börnin hennar. Verki mínu er nú lokið hér. En faðir minn! þitt er fram undan. Svo skil ég þig eftir hjá þeirri látnu“. Eftir að Arthur, sem sorgaratburðurinn hafði haft mikil áhrif á og sem einungis hafði vakið hjá honum hugprýði göfugri og meiri, en frá honum var að vænta, treysti sér ekki sökum geðshræringar sinnar að vera þar inni og fór út. Þegar að hann sá ökuvagn föður síns skraut- búinn á götunni stundi hann við, því skraut- vagninn var honum ögrun undir kringumstæð- unum svo að hann leit af honum og gekk sína leið. Hann sá ekki heldur mann, sem fór fram hjá honum fölur og áhyggjufullur á leiðinni heim að húsinu, sem að hann hafði komið frá og skilið eftir opið, eins og að læknirinn hafði gert skömmu áður en að Arthur kom þangað, þegar að hann fór vonlaus út þaðan. Arthur hélt áfram í þungum þönkum gangandi heim til hins ríkulega heimilis síns. Ákafur og von- andi en þó óttasleginn flýtti útlaginn sér alt sem hann gat heim að dánarbeð móður sinnar. Beaufort lávarður hafði varla heyrt síðustu orð Arthurs, því hann var eins og í draumi og utan við sig út af kringumstæðum þeim, sem hann var staddur í, áttaði sig fyrst ekki á að hann væri einn. Hissa og með hrolli út af hinni djúpu þögn, sem ríkti í herberginu, stóð hann á fætur og tók hendurnar frá andlitinu og leit aftur á andlit þeirrar dánu, þögult og aívarlegt. Hann leit í kringum sig í fátæklega herberginu til þess að líta eftir Arthur, hann kallaði á hann en fékk ekkert svar, hjátrúar- fullt magnleysi greip hann og hann skalf á beinunum, hann hneig aftur afan á stólinn, sem hann hafði staðið upp af, og lét aftur augun og yðrunar- og bænarorð brustust fram af vör- um hans, líklega í fyrsta sinni síðan að hann var lítill drengur. Hann vaknaði upp af þess- um ásökununum eigin beiskju við þunga stunu. Hún virtist koma frá rúminu. Var það mis- heyrn, eðavar sú dána farin að tala. Hann stóð á fætur í dauðans ofboði og sá Philip Morton náfölan standa gegnt sér. Sonur konunnar látnu var þarna kominn, í stað sonar hans! Dauf birta frá kertaljósinu féll á andlitið á honum, sem var svipt allri lífsgleði, sem æsk- unni er eðlileg, en í stað hennar lék ægilegt geðofsaafl, hatur, sorg, fyrirlitning og örvænt- ing um það. Hræðilegt er að sjá stormvakið æskumanns andlit, sem ætti aðeins að vera arftaka hraustustu manna. „Hún er dauð! — dauð! og í návist þinni!“ hrópaði Philip og starði á föðurbróður sinn; „dauð úr armæðu, máske úr hungri og þú ert kominn til að yfirlíta verk handa þinna!“ „Satt að segja“, sagði Beaufort lávarður í afsökunarróm, „ég er nýkominn, ég vissi ekki að hún var veik, eða að hún liði skort, það veit heiður minn. Þetta er allt — miskilningur. Ég — ég kom til þess að leita — að — öðrum —“ „Þú komst þá ekki til þess að hjálpa henni“, sagði Philip rólega. „Þú hafðir ekki heyrt um þrautir hennar og vandræði, og komið hingað í þeirri von, að það væri enn tími til að bjarga henni? Það var ekki það sem fyrir þér vakti? ha! ha! — Hví skyldi mér hafa komið það til hugar?“ „Var nokkur að kalla, herrar mínir?“ var spurt frammi við dyrnar í skrækum rómi, og hjúkrunarkonan rak höfuðið inn um dyrnar. „Já — já, þú mátt koma inn“, sagði Beaufort lávarður og skalf og nötraði af hugleysi og ó- nefndum ótta, en Philip hafði flýtt sér til dyr- anna, horfði á hjúkrunarkonuna og sagði: „Hún er ókunnug! Hún er ókunnug! Sonur- inn gegnir nú skylduverkum sínum. Hafðu þig á burtu kona!“ ýtti henni út úr dyrunum og lokaði hurðinni. Hann sneri sér við og sá andlit móður sinnar rólegt, heilagt þar sem að það hvíldi. Hann brast í grát og kraup niður við rúm móður sinnar svo nærri Beaufort lávarði að hann kom við hann, og tók hendi hennar máttlausa og kalda og kysti hana hvað eftir annað. „Móðir mín! Móðir mín! Farðu ekki frá mér! Vaknaðu, brostu einu sinni enn við drengnum þínum! Ég h'éfði viljað færa þér peninga, en þá hefði ég ekki getað beðið þig um blessun þína; 'móðir mín, ég bið um hana nú!“ „Ef að ég hefði vitað — ef að þú hefðir skrifað, kæri ungi maður — en boðum mínum hafði verið neitað, og . . . .“ „Boðum þrælakaups sultareyris, að bjóða henni það, sem að faðir minn hefði viljað gefa hjartablóð sitt fyrir — konu föður míns! — konunni hans — boð ....“ Hann stóð skyndilega á fætur, krosslagði hendurnar og sneri sér að Beaufort lávarði með einbeittnissvip og sagði: „Taktu eftir, auðurinn sem að ég var vaninn á að álíta sem arfleifð mína er í þínum hönd- um. Ég hefi unnið með höndum mínum fyrir daglegu brauði og við engan kvartað nema sjálfs míns meðvitund- Ég hefi aldrei hatað þig og aldrei formælt þér, þjófur eins og þú ert — já, þjófur! Því jafnvel þó að þau hefðu ekki verið gift, nema í augliti guðs, þá ætlaðist hvorki faðir minn, eðlisástæður, né heldur guð sjálfur til þess að þú tækir allt og að ekkert tillit væri tekið til kröfu kærleikans, eða blóð- skyldunnar. Hann var ekki síður faðir minn, jafnvel þó að kirkjurétturinn bæri mér ekki vitni. Ræningi föðurleysingjanna og spottari kærleikans, þú ert ekki síður þjófur þó að lög- in vermdi þig og mennirnir kalli þig heiðar- legan! En samt hataði ég þig ekki fyrir þetta. En nú í návist við móður mína látna, langt í burtu frá sonum hennar, fyrirlít ég þig og for- mæli þér. Þú heldur máske að þú sért óhultur þegar að þú ferð út úr þessu herbergi. — Óhult- ur ertu máske fyrir hatri og atbeina frá mér, en dragðu ekki sjálfan þig á tálar, bölbænir ekkjunnar og foreldranna fylgja þér, — þær skulu naga hjarta þitt mitt í allsnægtunum, þær skulu fylgja arfleifð sonar þíns! Þú átt eftir að standa við dánarbeð, þar sem hún, ér þarna hvílir í ró dauðans, rís upp fyrir hugskotssjón- um þínum og krefst yfirbóta frá gröf sinni! Þessum orðum skalt þú aldrei gleyma — þau skulu hljóma í eyrum þér eftir ótaldar áraraðir og nísta blóð hjarta þíns! Farðu nú bróðir föður míns — farðu frá ná móður minnar, heim til hinna skrautlegu heimkynna þinna!“ Hann opnaði herbergisdyrnar og benti á stigann. Beaufort lávarður fór út úr herberginu án þess að segja orð. Hann heyrði að herbergis- hurðin var látin aftur og læst þegar að hann gekk ofan stigann, en hann heyrði ekki stun- una þungu og grátekkann sára, sem braust út hjá föðurleysingjanum einmana og yfirgefna. — II. BÓK 1. Kapíluli Á leiðinn heim var Beaufort lávarður hald- inn bölsýni og óljósum ótta. Honum fanst á einhvern óskiljanlegan hátt, að fordæmingar Philips mundu hrína frekar á syni sínum en sér. Hann var órólegur út af þeirri hugsun, að fundum þeirra Arthurs og þessa villimann- lega angurgapa, mundi bera saman og það máske daginn eftir á meðan að hann væri enn í heiptarham sínum. Hann vissi, eftir síðustu viðureignina við son sinn, að óvíst væri að hann gæti haft vald á honum, þó að hann að undanförnu hefði verið eftirltáur og hlýðinn, til að halda honum frá að fara aftur til heim- kynna hinnar látnu. í þessum vandræðum sín- um ásetti hann sér, eins og margir vitrari menn en hann hafa gjört, að tala um þetta við konu sína og vita, hvort hún hefði nokkuð viturlegt til málsins að leggja. Hann fór því undir eins og að hann kom heim til Berkeley Square að hitta konu sína, og eftir að haf^ sagt henni það, sem hann vissi um Arthur, sagði hann henni frá hvað komið hefði fyrir á milli sín og Phil- ips. Hún leit mildari augum, eins og konum er gjarnt að gjöra, hvað tilfinningar litlar sem þær eru, á þetta, heldur en maður hennar. En samt stóð henni stuggur af lýsingu Beauforts lávarðar af Philip — af bituryrðum hans reiði- svip og ræningjalegri dyrfsku; ef að sonur hennar og Philip skyldu mætast, og hún var sammála manni sínum í því, að þau skyldu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að varna þeim samfundum. En á meðan að þessu fór fram kom Arthur ekki heim, og jók það ekki lítið á áhyggjur þeirra. Hann hafði lagt einn á stað fra útjaðri borgarinnar seint um kveldið og verið æstur og áhyggjufullur. Það var ekki óhugsandi að hann hefði farið til baka aftur, eða vilst í ljóslausu þorpinu þar sem of- beldi og glæpir biðu í hverju skúmaskoti. Þau vissu ekkert, hvar helzt væri að leita hans eða hvað þau ættu að gjöra. Það var komið fram undir dagrenning og hann var enn ókominn. Að síðustu þegar að klukkan var nærri iimm um morguninn var barið að dyrum á Beaufort setrinu, og Beaufort lávarður, sem heyröi um- gang niðri í húsi sínu, fór ofan og sá að verið var að bera son sinn inn í gang hússins frá ökuvagni sem stóð úti fyrir, af tveimur okunn- ugum mönnum, meðvitundarlausan að honum virtist. Honum kom fyrst til hugar að Philip hefði myrt hann. Hann hljóðaði upp og kraup niður við hlið sonar síns. „Vertu ekki hugsjúkur, herra“, sagði annar maðurinn, sem virtist vera iðnaðarmaður. „Eg held, að hann sé ekki mikið meiddur. Hann var að ganga yfir götuna og rak sig á ökuvagn, en vagninn fór ekki yfir höfuðið á honum; sárið, sem að blæðir úr, fékk hann þegar að hann féll á steinlagt strætið, sem betur fór“. „Guðs mildi, herra“, sagði hinn maðurinn; vakir yfir okkur öllum, bæði á nóttu og degi, vakandi og sofandi, Ehem! Við vorum á leiðinni, þegar þetta vildi til, af fundi Odd- fellow’s, fundi herra — svo við tókum hann og náðum í ökuvagn, því við fundum nafn- spjald í vasa hans. Hann gat ekki talað neitt þá, en þegar að hristingurinn kom á hann í vagninum þá hrestist hann og stundi — já, hvað hann líka stundi! Það gjörði manni gott, að heyra til hans“. „Hlauptu eftir Ashley Cooper — farð þú til Brodie. Guð minn góður, hann er að deyja. Flýtið ykkur!“ sagði Beaufort lávarður við þjóna sína á meðan að lafði Beaufort, sem nú var komin til þeirra dálítið hugsunarsamari en þeir, lét bera Arthur inn í herbergi. „Þetta er refsidómur á mig“, stundi Beau- fort lávarður upp þar sém að hann stóð á stein- gólfinu í ganginum, einsamall með aðkomnu mönnunum. „Nei, herra, það er ekki refsidómur, það er handleiðsla“, sagði sá af aðkomumönnunum, sem var betur klæddur og meiri helgidómssvip bar; „því ef það hefði verið refsidómur, þa hefði hjólið á vagninum farið yfir hann, en það gerði það ekki, og hvort sem hann lifir eða deyr, þá skal ég altaf segja, að ef að það var ekki mildi guðs, að hjólið skyldi ekki fara yfir höfuðið á honum, að þá veit ég ekki hvað mildi guðs er. Við eruin langt að komnir, herra! Burrows er fátækur maður, þó að ég hafi nóg“. Þessi bending um peninga vakti Beaufort lávarð af draumi sínum. Hann tók vasabuddu sína og rétti hana að þeim sem nær honum stóð, og sem var tilbúinn að taka á móti henni, og tautaði eitthvað sem líktist þakklæti. „Herra, megi drottinn blessa þig! Og ég vona að unga manninum batni. Þú hefir sann- arlega ástæðu til að vera þakklátur fyrir að höfuðið á honum var einn þumlung frá vagn- hjólinu, er ekki svo Burrows? Það er nóg til að umvenda heiðingja. Vegir almættisins eru leyndardómsfullir, það er þó vissulega satt. Góða nótt, herra“. Það sýndist eins og bölbænir Philips hefðu þegar orðið að áhrínsorðum. Atburður líkur þeim sem skeði í sambandi við blinda mann- inn og varð til þess að leiða Arthur að dánar- beð Katrínar, lagði hann sjálfan í rúmið innan tuttugu og fjögra klukkutíma. Sorgarraunin, sem að Beaufort hafði látið afskiptalausa, nísti nú hans eigið hjarta. En síðara tilfellið var ólíkt því fyrra 1 því, að Arthur naut umhyggju foreldranna, hjúkrun hjúkrunarkvenna, um- hyggju hæfustu læknanna, sem völ var á og allra tækja, sem unt var að berjast gegn dauð- anum með, auk þæginda þeirra, sem auðurinn gat veitt, vingjarnlegu augnaráði og meðlíðunar vott allra, sem nálægt honum komu. Þannig skeði það, að sama kveldið og að Katrín dó niðurbrotih og þrotin að kröftum á meðal ókunnugs fólks, meðlínunar sljós læknis í fátæklegu herbergi, þar sem ein kertaljós- týra logaði í, að þá var erfinginn að auði þeim, sem átti að vera eign sona hennar, að berjast við hinn grimma óvin mannanna, sem þó sýnd- ist þá vera verndaður frá greipum óvinarins með snild og prakt þeirri, er hinir ríku heims- boragarar beita til að verjast dauðanum. Arthur var hættulega meiddur, rif var brot- ið í síðunni á honum og hann var marinn á tveimur stöðum á höfðinu. Þegar að hann rakn- ^ði við fékk hann ákafa hitaveiki og óráð. Hann var í stórhættu í marga daga. Ef að það var nokkuð sem lægði ótta foreldra hans á þeim hættutíma, þá var það, að á meðan þann- ig stóð á fyrir honum, að þá væri engin hætta á, að fundi þeirra Philips og hans bæri saman. Beaufort lávarður, með inriræti þess hugarfars, sem ergist og flögrar og er einkenni á veik- hugsandi mönnum, sem hógværðin krýnir og meinleysið blessar á meðan að ekkert bjátar á, en sem hristist og skelfur þegar að á móti blæs og öldurnar rísa; hugsaði nákvæmlega um á- stæður Morton-fjölskyldunnar á meðan að son- ur hans lá hættulega veikur. Það var svo langt frá því, að umhugsun hans um Arthur ætti allan huga hans; veiki Arthurs kom honum til þess, jók á velgjörðarkend hans í sambandi við drengina föðurlausu, því hann, eins og margir aðrir menn, verða góðir og guðhræddir, þegar að þeir ímynda sér að þeir finni til þarf- arinnar á að auðmýkja sig frammi fyrir guði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.