Lögberg - 25.01.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.01.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. JANÚAR, 1951 7 ÆTTLAND og ERFÐIR Ný bók eftir RICHARD BECK BULLS LEAKN TO WALK AMOTOR-DRIVEN roundabout which teaches bulls to walk in prize-winning style has been devised by a Cumberland cattle breeder, Mr. Vivian Lancaster, of Calthwaite. Tethered to weighted, adjustable chains running over puleys on the machine, the bulls have to walk round a forty-yard concrete path with their heads raised, a characteristic which wins points for dairy shorthorns at cattle shows. If a bull refuses to exercise, he stops the roundabout till he changes his mind, but damage to the motor is avoided by the inclusion of a slip gear. Bulls from Mr. Lancaster’s herd, some two hundred head, are now grazing in South Africa and Canada. Saltfiskverkunin . . . Elliheimilið tekur skulda- bréfalán fyrir 500,000 krónur ----------- —:------- Ætlar að byggja viðbyggingu Richard Beck: Æilland og erfðir. Úrval úr ræðum og ritgerðum. Bókaútgáfan NORÐRI. Prent- smiðjan Oddi h.f. Reykjavík 1950 Richard Beck prófessor er svo kunnur maður meðal íslendinga beggja megin Atlanzhafsins, að óþarft er að kynna hann mörg- um orðum. Hann er Austfirð- ingur að ætt, lauk stúdentsprófi við menntaskólann í Reykjavík árið 1920, hélt síðan vestur um haf til háskólanáms og hefir dvalið þar síðan. Hann hefir um all-langt skeið verið prófessor við háskólann í Norður-Dakota, og jafnhliða flutt fjölda fyrir- lestra um bókmenntir Norður- landa víðsvegar um Bandaríkin og þá ýmist talað á íslenzku, norsku eða ensku. Auk þessa hefir hann verið athafnasamur rithöfundur og skáld, samið margar bækur og ritgerðir um bókmenntaleg efni, er birzt hafa í blöðum og tímaritum beggja megin hafsins. Sýna þessi störf Becks prófessors glöggskygni hans og einnig hversu mikill dugnaðarmaður hann er. Enn eru þó ótalin þau störf Becks prófessors, sem mikils- verðust má telja frá íslenzku sjónarmiði, en það er sleitulaus og framúrskarandi þjónusta hans í þágu íslenzku þjóðræknis- starfseminnar vestán hafs. Þar hefir hann lengi verið einn helzti oddvitinn og forseti Þjóðrækn- isfélagsins um all-langt árabil. í þágu þessarar starfsemi hefir hann lagt á sig mikil ferðalög, flutt margt fyrirlestra og tekið þátt í fundarhöldum, skrifað fjölda blaðagreina og jafnan ver- ið boðinn og búinn til starfs hve- nær sem kallið hefir komið. I umræddri bók Becks pró- fessors fæst gott yfirlit um þetta þýðingarmikla starf hans fyrir þjóðræknisbaráttu íslendinga vestra. Fyrri hluti bókarinnar hefir að geyma úrval úr ræðum hans um þjóðræknismál Vestur-ís- lendinga og menningartengsl við þjóðina heima. Þessar ræður eru ekki aðeins vel samdar og ýmsan gagnlegan fróðleik þar að finna, heldur eru þær þrungn ar slíkri ættjarðarást, að vart er haegt að benda á annan lestur, er betur muni hvetja til þjóð- legra dáða. Þó eru þær lausar við allan þjóðernislegan hroka °g gorgejr, sem oft setur blett á ættjarðarástina. I síðari hluta bókarinnar eru svo ritgerðir um allmörg ís- ienzk skáld, sumar all-ítarlegar, en aðrar styttri, enda upphaf- ie§a skrifaðar sem ritdómar um einstakar bækur þeirra. Með rit- gerðum þessum hefir Beck á- reiðanlega aukið mjög þekkingu tslendinga vestra á íslenzkum bókmenntum og skáldum, enda eru Þær skrifaðar með það fyrir augum. Margt í þeim er því neimaþjóðinni vel kunnugt, en ^íða koma þó fram nýjar at- huganir og skýringar, sem feng- Ur er að. Fróðlegt er líka að kynnast íslenzkum skáldum frá sjónarhæð manns, sem gerþekk- *r skáldverk stórþjóðanna og nefir því meiri yfirsýn en flestir Peirra, sem um þau hafa ritað. — Það, sem gefur þó þessari bók ichard Becks prófessors mest gildi, er hin heita og innilega þjóðrækni og ættjarðarást, er fegja má að andi þar frá hverri laðsíðu. Jón Magnússon skáld segir á einum stað, að íslend- Jngar í Vesturheimi hafi ekki a eins borðið „Fjallkonu-fánann 11 frægðar um höf og lönd“, eldur sé Fjallkonan „heitast e s uð þar“. öll framganga ecks virðist sanna þessi orð skaldsins. Þjóðrækni Becks ber Pess ekki aðeins vitni, að hann hafl verið að vaxa upp og mót- ast a þeim tíma, þegar öldur sterkrar þjóðræknislegrar hrifn- mgar risu hæst hér heima á flomaskeiði ungmennafélaganna og sjálfstæðisbaráttunnar, held- ur hafi hún eflst og styrkst við dvöl í fjarlægu landi, en úr fjar- lægðinni skynja menn og finna oft ættjörðina bezt. Það var ferðalag Tómasar Sæmundsson- ar um meginland Evrópu, er gerði hann framar flestu öðru að helzta öndvegismanni frels- ishreyfingarinnar. í bók sinni vitnar Beck prófessor einmitt til þessara orða í ferðasögu Tóm- asar: „Ég fann hjá sjálfum mér, að mér á ferðinni varð með hverjum degi kærara ög merki- legra mitt föðurland, ég gat þeg- ar á leið í París varla sofið fyrir umhugsuninni um það“. Og enn segir Tómas: „ísland tapar al- drei gildi sínu hjá neinum, sem það þekkir rétt, og líka þekkir veröldina, þó hann svo fari um allan heim“. Þetta túlkar áreiðanlega við- horf margra Vestur-íslendinga. Og vafalaust eru þeir miklu fleiri í hópi Vestur-íslendinga en Austur-lslendinga, sem geta tek- ið undir þessi orð Tómasar, er hann skrifaði á dánarbeði til Konráðs Gíslasonar vinar síns: „Mér er óhægt að skrifa liggj- andi á hliðinni, en má ekki rísa upp. Hamingjan má vita, hvort hvort við skrifumst á oftar. En hvað, sem því líður: Ég bið þig og ykkur að muna eftir íslandi og kenna það niðjum ykkar og barnabörnum, þá gætir minna þó hinir eldri týni tölunni“. Bók Richard Becks er þrungin af slíkum hugsunarhætti. Þess vegna á hún erindi til Austur- íslendinga og er hverjum þjóð- hollum manni góður og gangleg- ur lestur. Hún er jafnframt hvatning til okkar, sem heima erum, um að vanmeta ekki þjóð- ræknisstarfið vestra og ættjarð- arást landanna þar, heldur að rétta þeim hjálparhönd í þeirri baráttu, því í raun og sannleika er hún sízt þýðingarminni fyrir okkur en þá. Þ. >. 1115 smálestir á 32 dögum. Akranestogarinn Bjarni Ólafs- son fór á veiðar nokkru áður en togarverkfallið leystist í Reykja- vík. Hefir skipið nú farið fjórar veðiferðir og komið heim með 1115 smálestir af karfa, sem all- ur hefir verið flakaður og hrað- frystur en úrgangurinn látinn í bræðslu. Víðállumikil mið en slæmur botn. Hásetahlutur á Bjarna Ólafs- syni á þessum tíma mun vera um 4 þúsund krónur. Veiðarn- ar hafa yfirleitt gengið vel, en þó orðið talsverðar tafir frá veið- um vegna þess, hve djúpt undan landi er togað eftir karfanum. Þar úti er ómögulegt að toga, ef veður eru ekki góð. Auk þess er botninn á þessum karfamiðum ekki góður, og er mjög algengt að varpan rifni vegna þess. Hefir það stundum komið fyrir á karfaveiðum tog- aranna, að báðar vörpurnar hafa rifnað og hefir þá ekki verið um annað að gera en hætta veiðum meðan viðgerð fer fram. Togararnir telja sig hafa fund- ið þarna mjög víðáttumikil fiski- mið, þar sem mikið virðist vera af karfa. Með auknum veiðitil- raunum hefir komið í ljós, að þessi karfamið út af Vesturland- (Framhald af hls. 3) Þegar því er lokið hefir stakk- stæðið skipt um svip. í stað gljá- andi grjótsins, er komin hvít samfeld breiða, einkennilegur hvítur akur, þar sem saltið titrar í tíbránni yfir breiðunni. Svartir bletiir í hvítan akurinn. í fáar klukkustundir ríkir kyrrð og friður á stakksvæðinu nema hvað sólin heldur áfram að þurrka. En upp úr kaffinu milli kl. 3 og 4 færist aftur líf í tuskurnar. Þá er farið að taka saman. Þorskinum er staflað aftur á handbörurnar, hvert hlassið af öðru er borið heim að stökkunum og svartir blettir koma í hvítan akurinn á stakk- svæðinu og þeir stækka óðum og breiðast út. Fiskstakkarnir hækka í loft- inu. Þeir eru byggðir af kost- gæfni og nákvæmni eins og byggingar sem ætlað er að og hálfri milljón króna. inu eru mun víðáttumeiri en menn gerðu sér í hugarlund í upphafi karfaveiðanna. Tvær og hálf milljón kr. á röskum mánuði. Þegar karfinn er nýttur á þann hátt, sem gert er við afla Akranestogarans, eru það ó- hemju útflutningsverðmæti, sem afli eins einasta togara getur skilað. Sézt það bezt á því, að útflutningsverðmæti hverrar smálestar af karfa, sem upp úr sjónum kemur, er talið vera nokkuð á þriðja þúsund krónur. Er þannig talið, að verðmæti þess, sem unnið er úr þessum 32 daga afla Akranestogarans, verði um hálf þriðja milljón króna til útflutnings, aðallega eða eingöngu til Bandaríkjanna. Á að veiða karfann nema til frystingar? Margir telja, að karfamiðin ís- lenzku muni endast talsvert lengi, ef til vill í nokkur ár, þó enginn geti sagt neitt um það með vissu. Er aðeins miðað við reynslu anara þjóða, til dæmis Bandaríkjamanna. Karfinn er nú svo horfinn af miðunum þar úti fyrir Norð-Austurströndinni, þar sem togarar hafa stundað karfaveiðar í mörg ár. standa í áratugi. Hver fiskur er látinn á sinn stað. Sporður á móti þunnildi og tveir fiskar látnir snúa saman, rétt eins og verið sé að leggja síðustu hönd á pökkunina. Handbörurnar eru á fleygiferð um stakkstæðið og pilsin blakta í kvöldgolunni. í marglitu skini kvöld- sólarinnar. Svo kemur kvöldið á stakk- stæðinu. HVítar , yfirbreiðslur eru hátíðlega breiddar yfir stakk ana, en unga fólkið heldur glatt og ánægt inn í kaupstaðinn, þar sem alls konar ævintýri bíða, þegar kvöldið færist yfir eru stakkarnir í sínum hvítu serkj- um einir eftir á athafnasvæði dagsins með angandi saltilminn í kringumxsig. Þeir eru traust- legir og staðfastir í marglitu skini kvöldsólarinnar. — Kann- ske verður þurrkur á morgun. —TININN, 26. nóv. Verði sama sagan hér, telja margir heppilegast að karfa- veiðarnar verði sem mest mið- aðar við það að sem mest verð- mæti fáist í þjóðarbúið út úr hverri lest, sem veidd er. Með hagnýtingu aflans á þann hátt að flaka og frysta það bezta af fiskinum og bræða hitt í lýsi og mjöl, er talið gefa mestar tekjur í þjóðarbúið. Hins vegar eru allmargir togaranna að karfa veiðum, þar sem einungis er hugsað um hagnýtingu þá, sem fæst með bræðslunni einni sam- an. —TIMINN, 28. nóv. GAMAN OG ALVARA Og þetta er saga Islendingsins, sem hafði verið í Alaska. „Ég réri bát mínum til hlunns á eyju. Ég gekk á land og þegar ég var kominn um það bil inn á miðja eyjuna, mætti ég þeim stærsta birni, sem ég hefi séð á ævinni. Það var eitt tré á eýnni og ég hlóp þangað. Næsta grein- in var svona tuttugu fet frá jörðu og ég stökk til að komast upp á hana“. „Og komstu það?“ spurði ein- hver. íslendingurinn svaraði: „Ég náði nú ekki í hana á leiðinni upp, en ég greip hana á niðurleið“. ☆ Kona fór til læknis og byrjaði sjúkdómslýsingu sína á þennan hátt: „í hvert skipti, sem ég teygi handlegginn upp fyrir höf- uð, finn ég hræðilega til“. „Nú, frú“, svaraði læknirinn óþolinmóðlega. „Þá verð ég að segja, að þér eruð hræðilegt fífl að vera að teygja hann“. Fjaðrafok Jarðrask á Þingvöllum. Árið 1789 voru miklir jarð- skjálftar í Árnessýslu. Víða komu sprungur í jörð og urðu sumar tveggja faðma breiðar. Mest jarðrask varð norðanvert við Þingvallavatn og komu þar í hraununum ótal sprungur. Grundvöllur Þingvallavatns sökk að norðan og dýpkaði það þeim megin og hljóp á land, en suðvestan grynkaði það svo, að þar sem áður var fjögurra faðma dýpi var þurrt á eftir. Alfara- vegur forn, sem lá fyrir enda Almannagjár, varð undir vatni svo að hann tók af, en síðan hafa menn farið Kárastaðastíg niður í gjána. Þá hrundu og margir klettar í Almannagjá og víðar. Sveinn Pálsson segir, að alt land milli Almannagjár og Hrafna- gjár hafi sigið rúma alin, og sá- ust merki þess á klettunum í báðum gjánum þegar Sveinn kom þangað 1792. Sökum' skemda og breytinga þeirra, sem urðu, varð jarðskjálfti þessi með fram tilefni þess, að Alþingi var flutt frá Þingvöllum og breytt- ist í yfirrétt í Reykjavík. (Þorv. Thoroddsen) Kaldadalsvegur. Jón Magnússon vestanpóstur kom fyrst til sögunnar hér í Borgarfirði 1877. Það vor var byrjað á því að ryðja veg um Kaldadal og tók Jón að sér að vera verkstjóri. Stóð það verk tvö eða þrjú sumur. Jón gekk að þessu verki bæði með forsjá og kappi. Sjálfur var hann helj- armenni að burðum og hlífði sér hvergi. Varð því flest undan að láta, þar sem hann gekk að. Hafði hann mörg tré til þess að velta með þeim- stórbjörgum, sem víða lágu þvert yfir veginn og lestamenn höfðu krækt fyrir öld eftir öld. (Kristleifur á Kroppi) Slegið í myrkri. Víðast var unnið kappsamlega um sláttinn, oftast farið til verka klukkan sex og hætt klukkan 10 á kvöldin. Sums staðar var siður, einkum í eyrum, að láta birtuna ráða kvöldhættum, eftir að átján vikur voru af sumri. Til er sú saga um kappsbónda einn í Flateyrarhreppi, að hann var að slá að kvöldi dags ásamt vinnumanni sínum, sem Valdi hét. Hélt bóndi lengi til fram eftir kvöldinu, og mjög tekið að dimma, en Valdi hamaðist sem mest hann mátti. Segir þá bóndi: „Mikil er sjónin þín, Valdi, að sjá til að slá í þessu myrkri“. En Valdi svarar: „Heldurðu maður að ég sé með nakinn voð- ann í þessu myrkri? Ég er löngu búinn að slá fram úr“. — Annar bóndi var gefinn fyrir að halda lengi til á kvöldin. Hafði hann lagt steinbrýni sitt á þúfu og var að leita að því í myrkrinu. Einn af piltum hans spyr þá að hverju hann sé að leita, og segir bóndi honum það. „Hérna mun það vera“, segir þá maðurinn og rétt- ir honum kríu-unga i dimmunni, sem hann hafði fundið fyrir fót- um sér. (Barðstrendingabók) Engan drepur það. F r i ð b e r t Guðmundsson í Hraunskoti í Súgandafirði var maður fluggáfaður, bráðfyndinn í svörum og skemmtilegur, all- mikill drykkjumaður, og þó helzt á yngri árum. Súgfirðing- ar voru einu sinni sem oftar í hákarlalegu. Var Friðbert þar með, svo og Guðmundur Jó- hannesson (á Langhól) en eigi vitum vér hver formaður var. Höfðu þeir sel í beitu, sem rommi hafði verið helt í (romm- sel). Þegar kom til hafs, langaði Friðbert í vín. Náði hann þá rommi úr selnum og drakk, en mælti síðan: „Ekki er það gott, fyrir lullugu til þrjátíu manns. Stjórn Elli- og hjúkrunar- heimilisins Grund hefir á- kveðið að taka skuldabréfa- lán að upphæð 500 þúsund krónur til væntanlegrar við- byggingar við stofnunina, og er sala bréfanna þegar hafin. Hvert bréf er að upphæð 1000 krónur, og eru þau gef- in út til 20 ára með 6% vöxt- um. Húseignir stofnunarinn- ar eru að veði fyrir láninu. Afborgun er kr. 25.000 á ári eða 25 skuldabréf og dregið verð- ur út í október ár hvert. Vextir greiðast árlega eftir á. Fyrirhuguð viðbótarbygging verður við austurálmu aðal- byggingarinnar, en með þessari viðbót fæst vistpláss fyrir 20—30 vistmenn, og verða þá í stofn- uninni rúmlega 300 manns, en nú eru þar 280. í viðbótarbygg- ingunni verða aðallega tveggja manna herbergi ætluð hjónum. í kjallara verða líkgeymslur, en á hæðunum verða auk vist- mannaherbergja stór samkomu- salur. Eftir að viðbótarbygging- in kemst upp, losnar pláss í nú- verandi samkomusal, og verður þar framvegis setustofa fyrir vistfólkið. Samkvæmt upplýsingum, sem forstjóri elliheimilisins gaf blöð- unum í gær, hefir elliheimilið ekki snúið sér til bæjarbúa með beiðni um nein samskot síðustu tvo áratugi, en að þessu sinni er treyst á samborgarana. Með því að kaupa skuldabréfin hjálpa þeir til að byggja yfir gamla fólkið. Áætlað er að viðbyggingin kosti um 1200 þúsund og hefir Reykjavíkurbær lofað að leggja fram 700 þúsund, svo að telja má að féð sé tryggt, ef skuldabréfin seljast öll, og væntir forstjór- inn þess, að fjárfestingarleyfi fá- ist snemma á næsta ári. Þörfin fyrir aukið húsrými á elliheimilinu er mikil, því stöð- ungt eru langir biðlistar, en eins og nú er eru engin tök á því að bæta neinum vistmönnum við, þar eð hvert pláss er fullsetið. Á elliheimilinu eru nú 204 kon- ur og 76 karlar. Síðustu þrjú ár hefir verið starfrækt heilsu- gæzla á heimilinu og hefir þegar komið í ljós, að meðalaldur vist- fólksins hefir hækkað frá því er hún tók til starfa. Samkvæmt síðustu skýrslum er meðalaldur- inn 81 ár og 5 mánuðir. Konurn- ar verða yfirleitt eldri og er með- alaldur þeirra 81 ár, en karl- mannanna 79 ár og 2 mánuðir. —Alþbl. 9. des. en engan drepur það. Smakka þú nú, Guðmundur Jóhannes- son“. Er síðan haft fyrir orðtak: „Ekki er það gott, en engan drepur það“. (Frá ystu nesjum) Knapinn á hestbaki er kóngur. Enginn veit hve mikinn þátt góðhestar hafa átt í því að halda við manndómi þjóðarinnar þeg- ar illa horfði. Skagfirðingar hafa jafnan verið taldir mestu hesta- menn landsins, og Sveinn lækn- ir Pálsson lýsir þeim svo um 1800: — Skagfirðingar eru van- ari ferðalögum en öll önnur landsins börn. Og í stað þess að fólk í sumum sveitum ferðast aldrei og er kalla má mannfæl- ið og hefir einhvern heimóttar- svip, þá eru Skagfirðingar manna frjálslyndastir, fljótir til og opirjskáir í viðmóti. — Það er ekki óvenjulegt hér í sýslu að sjá ótíndar vinnukonur betur til fara en húsfreyjur í öðrum héruðum. (Ferðabók) Lesb. Mbl. —TÍMINN, 6. des. GULLNÁMA KARFAVEIÐANNA: Aflaði fyrir tvær og hálfa milj. kr. á 32 dögum Togararnir hafa fundið víðátlumikil karfamið djúpt út af Veslurlandinu Togararnir, sem nú eru á karfaveiðum, veiða yfirleitt vel, þegar hægt er að stunda veiðar vegna veðurs. Hafa fundizt víðáttumikil karfamið 85—90 mílur út af Snæfellsnesi. Akranestogarinn Bjarni Ólafsson kom í fyrradag heim með 330 smálestir af karfa, og er nú togarinn búinn að veiða á 32 dögum aflaverðmæti, sem fullunnin til út- flutnings nema tveimur

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.