Lögberg - 08.02.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.02.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21374 , A l>'e ,nefs \Ja.V‘v A Compleie Cleaning Instiiution PHONE 21374 Ciett1*' ’tít „ierers S V A Complelt. Cleaning Insiiiutioi 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN. 8. FEBRÚAR, 1951 NÚMER 6 Icelandic Canadian Club Concert A noted orator, Dr. Steinn Wilhelm Steinson of Saskatoon will be the guest speaker at the annual concert of the Icelandic Canadian club to be held in the First Lutheran church, Tuesday evening, Feb. 27. Dr. Steinson is the son of Torfi Steinson and his wife Palina Hjalmarson. Torfi came to the Argyle district in the middle nineties and Palina is the daughter of Mr. and Mrs. Jon Hjalmarson early pioneers in Argyle. Dr. Steinson is a first cousin of Major John Hjalmar- son. The Steinsons moved to Kan- dahar in 1910, and Bill Stein- son went to school at Kandahar and Saskatoon, graduating from. the University og Saskatche. wan. Later he taught at Wyn- yard an Yorkton and is the or- iginator of the Yorklon Plan a new method of teaching. Dr. Steinson has his Ph. D. degree from a university in California, and is at present assistant principal of the Sas- katchewan Normal School. Dur- ing his junior years at college he was champion orator. It has during the past number of yeras been the good fortune of the Icelandic Canadian club to be able to bring outstanding speakers to their annual con- cert, some of whom have been little known in the Icei. com- munity here, although fvell known and admired in the wider field of Canadian and Ameri- can citizenship. We know that Olíufundur í Manitoba Skamt frá bænum Virden hér í fylkinu, hefir verið borað fyr- ir olíu og hefir þó nokkurrar olíu þegar orðið vart; er það Cali- fornia Standard félagið með bækistöð í Calgary, sem að rann soknum þessum vinnur og er nú staðráðið í að halda þeim áfram; hvort þarna finst í jörðu nægi- legt olíumagn, þannig, að fram- leiðsla borgi sig, er eigi vitað, þó sérfræðingar virðist þeirrar skoðunar, að flest bendi til, að a svæði þessu sé um verulegar olíulindir að ræða. íslenzk flugvél ókomin fram í fyrri viku flutti útvarpið hér þ^er dapurlegu fréttir, að ís- lenzk farþegaflugvél á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavík- ur, að því er helzt mátti ráða af hinni óljósu fregn, hefði ver- !ð ókomin fram, og hætta væri a, að hún hefði farist; það fylgdi s°gu, að um þessar mundir hefði afskaplegt fárviðri geysað sunnanlands; sagt var, að flug- vélin hefði haft innan borðs seytján farþega, auk þriggja manna áhafnar. Áfellisdómur kveðinn upp Sameinuðu þjóðirnar hafa með miklu afli atkvæða, kveðið UPP úfellisdóm yfir kommún- ístastjórninni í Kína og lýst kín- versku þjóðina árásarþjóð vegna framferðis hennar gagnvart Suður-Kóreu; eins og vænta mátti greiddu Rússar og skó- sveinar þeirra atkvæði gegn á- fellisdómnum, en nokkrar þjóð- ir sátu hjá og greiddu ekki at- kvæði. the general public will have an enjoyable evening to look for- ward to on Feb. 27. as. there will also be an excellent musical program and some beautiful coda-chrome pictures of Iceland will be shown, with a commen- tray by Rev. V. J. Eylands, who was recently in Iceland and is always entertaining. The slides are by far the most vivid and beautiful pictures of Icelandic scenery, is has been my privil- ege to see, and are far superior to colored movies of Icelandic scenery. Don’t forget Feb. 27. Watch for further notice in the papers. H. D. Kveðja fró biskupi og frú Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, hringdi x séra Valdimar J. Eylands frá New York, og bað hann að koma á framfæri endurteknum, hjart- fólgnum árnaðaróskum til allra íslendinga vesian hafs, með innilegum þökkum fyrir ó- gleymanlega góðvild og gest- risni í garð þeirra hjóna. Bisk- upshjónin sigldu í gær með Goðafossi áleiðis til íslands. Þau sorglegu tíðindi lét bisk- up séra Valdimar í té yfir sím- ann, að íslenzlca farþegaflugvél- in, sem sagt er frá í íréttagrein, hefði farist með allri áhöfn, myndi hafa steypst í sjóinn, því eiiíhvað lauslegt úr henni hefði rekið á land sunnan við Hafnarfjörð; flugstjórinn var ungur maður, sonur Jóhannesar Þ. Jósefssonar þingmanns Vest- manneyinga. Lögberg tjáir aðslandendum og íslenzku þjóðinni í heild djúpa samúð vegna þessa hörmu lega atburðar. Ein kópa á 33 þús. krónur Einn af feldskerum Reykja- víkur lét sauma fyrir jólin pels úr minkaskinnum, mikinn grip og dýrmætan, því að útsöluverð hans var þrjátíu og þrjú þúsund krónur, hvorki meira né minna. Höfðu margir hug á gripnum, og hefir sú, sem hreppti hann vafalaust verið öfunduð. Til skýringar má geta þess, að með verði þessarar loðkápu hefði mátt borga svartamarkaðs leigu á góðri íbúð í Reykjavík í þrjú ár, eða kaupa álitlegan bú- stofn í sveit, ellefu úrvalskýr eða um 130 lífær á bezta aldri. Séra Eric H. Sigmar Einsöngvari ó Frónsmóti Eins og þegar hefir verið frá skýrt, verður þjóðræknisþingið sett hér í borg þann 26. yfir- standandi mánaðar, og heldur Þjóðræknisdeildin FRÓN þá um kvöldið hið árlega miðsvetrar- mót sitt; framkvæmdanefnd deildarinnar er það mikið á- nægjuefni, að geta kunngert al- menningi, að einsöngvari á mót- inu verður í þetta sinn, séra Eric K. Sigmar, preStur íslenzku safnaðanna í Argyle; hann er sonur hinna mikilsmetnu hjóna, Dr. Karaldar og frú Margrétar Sigmar í Seattle. Séra Eric hef- ir djúpa og hreimfagra bassa- rödd. Við hljóðfærið verður Miss Sigrid Bardal, sem er ágætur og vaxandi píanóleikari. Síðastliðið þriðjudagskvöld lagði Dr. P. V. G. Kolka, rithöf- undur og skáld, sem dvalið hefir vestan hafs frá því í september- mánuði, af stað héðan áleiðis til Islands; mun hann eiga viðdvöl í Bandaríkjunum nálægt þriggja vikna tíma, en sigla frá New York í byrjun næsta mánaðar. Dr. Kolka hefir verið okkur Vestur-íslendingum aufúsugest- ur; hann hefir heimsótt megin þorra íslenzkra bygðarlaga í þessari álfu, flutt ágæta fyrir- lestra og sýnt fræðandi og skemtilegar myndir af Fróni; hann hefir eignast hér fjölda vina, sem nú árna honum góðs brautargengis og heillar heim- komu. í fyrir viku var Dr. Kolka haldið, fyrir atbeina Þjóðræknis félagsins, heiðurssamsæti í sal- arkynnum Hudson’s Bay verzl- unarfélagsins hér í borginni, er forseti félagsins, séra Philip M. Pétursson stýrði; þakkaði hann Sextíu bæir fá Dagana fyrir jólin kom góð- ur gestur til langdvalar á 36 sveitabæi fyrir austan fjall. Það var raforkan frá Sogs- fossunum. Þar með var náð langþráðu takmarki fólks- ins á þeim bæjum í Hraun- gerðis- og Sandvíkurhrepp- um, sem rafmagnið fengu að þessu sinni. Unnið hefir verið að lagningu raflínunnar nú um nokkurt skeið að undanförnu og 19. des- ember var straumi hleypt á lín- una._ Áður var búið að ganga að mestu frá raflögnum heima á bæjunum og koma upp spenni- stöðvunum, sem eru heima við hvern bæ. Með því að vinna svo til dag og nótt síðustu dagana fyrir jól- in, tókst að koma rafljósinu inn á öll þessi sveitaheimili, sem rafmagnið fá að þessu sinni, svo hægt var að njóta jólahátíðar- innar við hið nýja rafljós. Víða á þeim bæjum, sem fengu rafmagnið, er það aðeins til ljósa ennþá. Rafmagnstæki eru torfengin, en þó hafa feng- ist eldavélar á nokkra bæi og þær væntanlegar innan skamms þangað, sem þær eru ókomnar enn. — Fátt er hins vegar um önnur raftæki til þæginda fyrir húsmæðurnar á bæjunum aust- an fjalls, eins og víðast er í sveit um landsins, þar sem rafmagn er þó komið. Dr. P. V. G. Kolka heiðursgestinum ánægjulega viðkynningu og vel unnin störf. Séra Valdimar J. Ey- lands flutti borðbæn; aðrir, sem til máls tóku, voru J. J. Bíldfell, er afhenti heiðurs- gesti fyrir hönd Þjóðræknisfé- lagsins að gjöf, Tímarit Þjóð- ræknisfélagsins frá upphafi, Jónbjörn Gíslason, Einar P. Jónsson og A. S. Bardal, en Páll Guðmundsson stakk í lófa heið- ursgesti frumsömdu kvæði til minningar um komuna. Dr. Kolka þakkaði fagurlega bóka- gjöfina og þann hlýhug, er sam- sætið bæri svo glögg merki um, og árnaði Þjóðræknisfélaginu og Vestur-íslendingum í heild, guðs blessunar í framtíð allri; sam- kvæmið var um allt hið virðu- legasta. Geisileg fjúrhæð Hermálaráðherra sambands- stjórnar, Mr. Claxton, hefir lýst yfir því í þingræðu, að Canada muni á næstu þremur árum verja fimm biljónum dollara til hervarna bæði heima fyrir og eins vegna skuldbindingar lands ins við aðrar lýðræðisþjóðir varðandi öryggi þeirra. Björn Andrésson Landnámsmaður í Argyle, Manitoba. F. nóv. 1853 — D. des. 1950 Á nyrztu hrjóstrum hins norðlæga íslands, fæddist útþrá hans og ævidraumur: frjótt land að eignast og flæmi akra, hús og heimili með höfðingsbrag. Æskudraumur hans efldist og rættist. — Lýsti upp landnámsbæ ljúflynd kona. — Óx þar kynslóð ung til iðju og mennta. Stóðu í stormum vörð stilling og þrek. Andi landnámsins og útþrár hugans, svífur yfir sveit við síðustu kveðjur. — Heiðruð sé og helg í héraði minning höfðingjans horfna með hógværð um brár. Jakobína Johnson Lagður af stað heim til íslands rafmagn Unnið að fleiri línum á Suðurlandi. Verið er nú að vinna að upp- sétningu raflínunnar í Fljóts- hlíðinni og farið að strengja lín- una á staurana þar og í vetur er einnig búist við að um 20 bæir í Ása- og Holtahreppi fái rafmagn. —TÍMINN, 9. jan. íslendingur á númskeiði 15. janúar hófst þriöja nóm- skeiðið, sem alþjóðabankinn í Washington efnir til til kynn- ingar starfsemi sinni. Um níutíu sóttu um að komast á námskeiðið, en átta komast á það. Meðal þessara átta er einn Islendingur, Guðmundur Ólafs- son, bókari í útibúi Landsbank- ans á Akureyri. Meðal annarra, er námskeiðið sækja, eru menn frá Danmörku, Finnlandi og Júgóslavíu. — Barn fætt í hest- vagni á jólanótt Hjón í Lunner í Noregi lifðu að þessu sinni jólakvöld, sem þau munu varla gleyma. Sjötta barn þeirra fæddist í hestvagni úti á víðavangi. Hjónin búa í húsi, sem er inni í skógi, fjarri öðrum byggðum bólum, og er ekki bílfært þang- að. Konan var að því komin að ala barn sitt, og maður hennar varð að hlaupa til næsta bæjar eftir hestvagni. Síðan var sím- að eftir bíl, sem átti að koma á móti hestvagninum, eins langt og fært þótti. En barnið fæddist áður en bíllinn kom, og kona frá bónda- bænum, sem lánaði hestvagn- inn hjálpaði „sængur“ konunni. Það var hart frost þetta kvöld, og var það ráð tekið, eftir að barnið var fætt, að hraða för- inni heim á bóndabæinn. Þang- að var komið klukkan eitt á jólanóttina. Læknir og ljósmóðir komu á vettvang. En raunar var það mesti óþarfi. Barni og móð- ur leið báðum vel. Þingsetning Þann 1. þ. m. var fylkisþingið í Manitoba sett með mikilli við- höfn að viðstöddu miklu fjöl- menni; fylkisstjórinn, Hon. R. F. McWilliams, flutti þingheimi boðskap stjórnarinnar, þar sem vikið var að þeim helztu málum, sem ætlast var til að þingið tæki til meðferðar og væntanlegra úrslita; lang-mikilvægasta mál- ið lýtur að orkubirgðum og orkuvirkjun innan vébanda fylkisins; virðist alment litið svo á, að núverandi orkuver séu ekki þess megnug, að fullnægja þörfum hins sívaxandi iðnaðar, né til afnota út um sveitirnar; og þótt nú sé virkjunin við Pine Falls að vísu allvel á veg komin, er nokkurn veginn auðsætt, að betur megi af duga skal. Fylkisstjórn tjáist þess albúin, að hrinda í framkvæmd löggjöf, þar sem fallist sé á tilboð sam- bandsstjórnar varðandi greiðslu almenns ellistyrks; þá kveðst fylkisstjórn ennfremur fús til þess, að endurnýja núgildandi skattamálasamning við sam- bandsstjórn, en hann gengur úr gildi 1952 nema öðru vísi sé á- kveðið. Því aðeins kveðst fylkisstjórn fær um að auka framlag sitt til sveitahéraðanna, að sambands- stjórn veiti fylkinu ríflegri fjár- hagslega aðstoð, en nú er raun á. Ágæt* gufugos úr borholu í Krýsuvík Kitaorkan úr þessari nýju holu er 2 milj. kr. virði á ári. Að undanförnu hefir verið unnið að borun holu í Hvera- dölum í Krýsuvík, þar sem gróðrarstöðin er. í des. kom úr þessari holu þriggja lesta gufu- gos, en ákveðið var að reyna að kæfa gosið og bora lengra og tókst það. í fyrradag var komið niður í 176 m. dýpt og kom þá allmikið gufugos eða um 6 lest- ir. — Hola þessi er fóðruð niður í 76 metra dýpi. Þessi aukning er vegna stækkunar gróðurhúsa og fæst nú þarna hitaorka en nota þarf þar eftir stækkunina. Valgarð Thoroddsen, sem lét Tímanum þessa frétt í té í gær, kvaðst hafa reiknað lauslega hitagildi þessarar nýju holu mið að við núverandi kolaverð og nemur það um 2 millj. króna á ári. Nú verður borinn fluttur nið- ureftir í nánd við stóru goshol- una frá í haust og byrjað á nýrri holu með tilliti til rafvirkjunar. Stóra gosholan hefir nú allt að átta sinnum meira hitamagn en nýja gosholan, og auk gufugoss- ins, gefur hún um 40 sek.lítra af 160 stiga heitu vatni. —TÍMINN, 11. jan. Danir kenna Ind- verjum fiskveiðar Tveir danskir vélbátar eru fyrir skemmstu komnir til Ind- lands og er áhöfnum þeirra ætlað að kenna Indverjum fisk- veiðar með nýjustu tækjum. Bátarnir eru búnir litlum frystivélum og nýtízku veiðar- færum. Áhafnirnar eru samtals 10 menn, undir forustu verk- fræðings, sem heitir Fibiger. Munu bátarnir ekki hafa fasta bækistöð heldur fara í sýniför meðfram strönd Indlands, til að sýna fiskimönnum tækin og kenna þeim að nota þau. Tekur sýniförin ár eða meira — eftir ástæðum. —TÍMINN Frá Kóreu Veturinn Kóreu hefir verið ó- venjulega harður, fannkyngi mikið og grimdarfrost; en innan skamms kemur að því, að vetur þar um slóðir víki frá völdum og vor taki við; verða vegir þá um hríð erfiðir umferðar vegna afstreymis og leðju; þetta er her- sveitum sameinuðu þjóðanna þar í landi fyllilega ljóst, og þessvegna leggja þær nú kapp á stríðssóknina, og er nú svo komið, að árásarsveitir komm- únista eru á látlausu undan- haldi svo að segja á öllum víg- stöðvum; eru nú sameinuðu herjirnir aðeins spölkorn frá höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul. Bencdikt Gröndal tekur við ritstjórn Samvinnunnar Sú breyting varð á útgáfu Samvinnunnar, tímarits Sam- bands ísl. samvinnufélaga, nú um áramótin, að ritið flytur nú aftur til Reykjavíkur, svo sem ráðgert hafði verið, eftir að hafa komið út hér á Akureyri um fjögurra ára skeið. Lætur Hauk- ur Snorrason jafnframt af rit- stjórn tímaritsins, en við tekur Benedikt Gröndal, er áður var fréttaritstjóri Alþýðublaðsins. Samvinnan verður áfram mán- aðarrit í svipuðu formi og verið hefir. Benedikt á marga vini í Win- nipeg og víðar vestra frá náms- árum sínum hér í álfu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.