Lögberg - 08.02.1951, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. FEBRÚAR, 1951
>
lögberg
GefitS út hvern íimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Sambandsþingi stefnt til funda
Þann 30. janúar síðastliðinn, var sambandsþingið
í Ottawa sett með venjulegri viðhöfn að viðstöddu
miklu fjölmenni; konungsfulltrúinn, lávarður Alexand-
er, flutti þíngheimi stjórnarboðskapinn, þar sem vikið
var að ýmissum þeim meginmálum, er þing myndi taka
til meðferðar; yfir þingsetningu. hvíldi djúpur alvöru-
blær, eins og heldur var ekki mót von, er það er íhug-
að, hve uggvænlegt nú er umhorfs varðandi öryggis-
mál frelsisunnandi þjóða; í þessu sambandi er meðal
annars svo komist að orði:
„Vegna þess hve viðhorfið á vettvangi heimsmál-
anna hefir stórum versnað upp á síðkastið, hefir skap-
ast í Canada hættuástand með aukinn yfirvofandi
háska um nýtt veraldarstríð“.
Gert er ráð fyrir því, að stjórnin leiti eins fljótt og
l'ramast má verða samþykkis þings um hernaðarlega
þátttöku Canada til öryggis Vestur-Evrópuþjóðunum
undir forustu Eisenhowers hershöfðingja, þar sem
kveðið verði á um mannafla til hinna lýðræðislegu sam-
varna; ennfremur að þingið veiti stjórninni aukið um-
boðsvald til fullnægingar aðkallandi vandamálum varð-
andi hervarnirnar, og eins til þess, að fyrirbyggja
truflun á sviði hinnar efnahagslegu afkomu, þrátt fyrir
aukin og óumflýjanleg útgjöld vegna öryggis þjóðar-
innar.
Líklegt þykir, að fiár’næð sú, sem stjórnin fer fram
á að þingið veiti til hervarnanna nemi $1,500,000,000
eða jafnvel þar yfir.
Þá er og mælt með því, að stofnuð verði ný stjórn-
ardeild, er yfirumsjón hafi með framleiðslu til her-
varna, eigi aðeins vegna þarfa þjóðarinnar heima fyrir
heldur og með fullri hliðsjón af skuldbindingum Can-
ada við þær þjóðir, er að Atlantshafsbandalaginu
standa.
Ráðgert er ennfremur, að Canada verði aðilji
að því, ásamt brezka heimsveldinu og sameinuðu þjóð-
unum, að vinna að viðreisn þeirra þjóða í Asíu, sem
skemst eru á veg komnar á vettvangi ræktunar og
tæknilegrar þróunar; þá er og fyrirhuguð breyting á
núgildandi lögum um þegnréttindi, þannig, að komið
verði í veg fyrir, að persónur, sem staðnar hafa verið
að broti á þegnhollustu. fái haldið borgararéttindum í
landinu; þá er og að því vikið, að bætt verði að nokkru
lífskjör vissra flokka fyrverandi hermanna, sem og her-
mannaekkna; geta má þess og, að ráðgerð er víðtæk
breyting á gildandi löggjöf varðandi hag Indíána, á-
samt stjórnskipulegum breytingum með hliðsjón af
ellistyrk, er sambandsstjórn taki að fullu og öllu að sér.
Eins og í rauninni var fyrirfram vitað, mátti al-
menningur búast við hækkuðum álögum, þó eigi væri
grein gerð fyrir því í stjórnarboðskapnum í hvaða formi
slíks mætti sérstaklega vænta að öðru leyti en því, sem
komist var svo að orði: „Farið verður fram á það við
þing, að það veiti drjúgum stærri fjárhæð á fjárlögum
yfirstandandi árs til hervarna, en gert var á þinginu
í fyrra“.
Líklegt þykir, að fjármálaráðherrann, Mr. Abbott,
leggi fram í þinginu fjárlagafrumvarp sitt um miðjan
marz næstkomandi, og kemur þá í ljós hvernig kaupin
gerast á eyrinni.
Varðandi árásarstríð kommúnista í Kóreu, er í
stjórnarboðskapnum mælt á þessa leið: „Þó landrán
og árásarstríð verðj hvorki afsökuð né fyrirgefin, og
á þeim vettvangi verði hart látið mæta hörðu, er það
ákvörðun stjórnarinnar, að hvenær, sem til þess kæmi,
að semja mætti um vopnahlé í Kóreu, yrðu allar leiðir
að vera opnar, er til þess gætu leitt, að slíkt mætti
lánast“.
Þá var og frá því skýrt, að canadísk hersveit ætti
nú bækistöð í Kóreu, og að sá liðsafli, sem við æfingar
væri að Fort Lewis í Washingtonríkinu, yrði þá og þeg-
ar til taks í Kóreu, eða þar annars staðar, er helzt þætti
t*urfa við.
Vikið var nokkuð að St. Laurence-skipaskurðinum
og orkuvirkjun í því sambandi; mál þetta hefði verið
í nálega fjórðung aldar á döfinni, en nú væri svo komið,
að vegna öryggis þjóðarinnar heima fyrir, mættu fram-
kvæmdir þessu viðvíkjandi ekki undir neinum kringum-
stæðum dragast frekar á langinn.
Stjórnarboðskapurinn tók það skýrt og ákveðið
fram, að stefna stjórnarinnar beindist í þann farveg,
að fyrirbyggja stríð, þótt hún á hinn bóginn loki ekki
augunum fyrir þeirri sívaxandi ófriðarhættu, sem svo
að segja hvarvetna blasir við. —
Andstæðingar stjórnarinnar hafa legið henni á
hálsi fyrir það, að stefna hennar varðandi hervarnirn-
ar hefði verið reikul og ófullnægjandi; þeir, sem slíku
héldu fram, standa nú að minsta kosti algerlega af-
vopnaðir, því svo eru aðgerðir stjórnarinnar í þessu
efni róttækar og afgerandi, að á þessu stigi málsins
verður naumast lengra gengið; allar hugsanlegar ráð-
stafanir hafa þegar verið teknar með hliðsjón af ör-
yggismálum þjóðarinnar, og öllum öryggisskyldum
hennar við aðrar þjóðir verið fullnægt.
Þá fer stjórnin fram á aukið umboðsvald til dreif-
ingar á efni úr borgaralegri notkun til hergagnafram-
Rödd að „Yestan"
Sealtle, Washington
Dagur er liðinn, dögg skín um
völlinn,
dottar nú þröstur á laufgrænum
kvist;
sefur hver vindblær, sól guðs
við fjöllin,
senn hefur alt að skilnaði kyst.
Stgr. Th.
Þessu líkt er útlitið um þess-
ar mundir hér á Kyrrahafs-
ströndinni og við (Puget Sound)
og má það undrum sæta um
þennan tíma árs, þar sem nú er
25. janúar; og telst því hávetur
í Canada og miðríkjum Banda-
ríkjanna og svo á öllu norður-
hveli jarðar. Það er því ekki að
furða þó almenningur, af hvaða
þjóðflokki sem er, uni hag sín-
um vel hér um slóðir.
Islendingar, sem hér eru bú-
settir, kunna vel að meta veður-
blíðuna og fegurð náttúrunnar,
sem blasir við augum, má heita
óslitið árið um kring; þeir koma
flestir frá stór-breytilegu veður-
fari að austan og norðan frá
Canada, íslandi og Dakota, og
allir sakna þeir þess að þeir
skyldu ekki hafa flutt hingað
vestur fyrir löngu.
Veðurblíðan hefir blessunar-
rík áhrif á alla menn, andlega
og líkamlega; — skapillir menn
að eðlisfari verða mildari í allri
framkomu, líta bjartari augum
á lífið, koma sér betur við ná-
grannanna, glaðlyndir menn að
eðlisfari verða himinlifandi, sem
kallað er, verða fyrir sérstakri
hrifningu af aðdáun fyrir höf-
undi og skapara þessa hnattar,
sem við lifum á. Þrásinnis hef
ég rumskað við í „Sögunni“ og
óskað þess að Islendingar hefðu
aldrei flutt til Nýja-íslands í
gamla daga heldur farið sunn-
an línunnar (On The Oregon
Trail) hingað vestur að Kyrra-
hafi, og þá mundu þeir yfirleitt
eða fjöldinn hafa unað hag sín-
um betur nú í dag; en virðing
sé þeim mörgu ágætu, framtaks-
sömu íslendingum, sem rutt
hafa sér braut til metorða og
efnalegs sjálfstæðis í Mið-ríkjum
Canada og Bandaríkjanna, slík-
ir eru ekki fáir meðal íslend-
inga, og tel ég þá með afburða-
mönnum — þegar allar kring-
umstæður eru teknar til greina.
— Þessir menn bera langt af al-
menningi, en það er alþýðan af
íslenzku bergi brotin, sem ég
hefði óskað að hér hefði fest
rætur, þegar hún tók þátt í land-
náminu vestan hafs. Hugmynd
Jóns, ritstjóra og skálds, Ólafs-
sonar, að flytja Islendinga til
Alaska fyrir 60 árum síðan,
hefði í dag borið blessunarrík-
an árangur, þeir hefðu dreifst
hér um alla Kyrrahafsströndina
og orðið forustumenn margra
fyrirtækja, þar sem veðráttan
og aðrar kringumstæður gáfu
þeim ótakmarkað tækifæri að
njóta sinna meðfæddu, norrænu
einkenna og hæfileika. — Ég
veit, að „hugdettur" (svo ég
noti þetta nýja orð) hafa ekki
meira gildi, þegar öllu er á botn-
inn hvolft, heldur en orð land-
ans í Winnipeg fyrir 40 árum
þegar frostið var 35 fyrir neðan
„Sero“.
„Já, hefði ég farið í þykku
ullarsokkana mína í morgun, já,
þá hefði ég ekki frosið á tán-
um“.
Frá öllu, sem skeður í dag,
liggur rót til hins liðna; en þessu
trúir æskan aldrei.
Þegar ég kom hingað vestur
til Seattle, fyrir 27 árum síðan,
undraði mig mest fyrst af öllu,
þegar ég frétti að hér væru bú-
settir um 600 íslendingar, við
(Pudget Sound), að enginn
þeirra skyldi eiga vatnsfæra
fleytu, — (og nú koma hér mót-
setningar við hugdetturnar hér
að framan) — og íslendingar í
gegnum aldaraðir álitnir sjó-
menn og farmenn hinir beztu.
Aftur á móti sá ég Norðmenn
og Svía hér með stóran fiski-
flota, sem sótti auð fjár á fiski-
mið til Alaska ár hvert, en or-
sökin kom fljótt í ljós og skýrði
sig sjálf: Við vorum hér svo fá-
mennir og dreifðir landarnir, að
engu af okkar beztu tilhneig-
ingum varð til leiðar komið.
Samt hefir þessi íslenzki, fá-
menni hópur, haldið hér hóp-
inn á öðru sviði, og kannske
æðra sviði, frá andlegu sjónar-
miði skoðað. — Fyrir 50 árum
síðan mynduðu Islendingar hér
í Seattle félagsskap í þjóðrækn-
isskyni, félagið nefndu , þeir
„Vestra“. Ein aðalgrein grund-
vallarlaganna skipar fyrir að
fræða meðlimi félagsins og ann-
ara þjóða fólk í þessu landi um
íslenzka tungu, sögu og bók-
mentir, og þessu starfi hefir ver-
ið haldið hér í góðu horfi um
hálfrar aldar skeið með tilstilli
margra ágætismanna og kvenna
af íslenzkum stofni. Þetta þykir
máske ekkert merkilegt í sögu
landa vorra hér vestra, en með
sanngirni má þó segja, að hér
sé vel að verki verið. Þjóðrækn-
isviðleitni Vestur-Í6lendinga, af
svo fámennum hóp, sem hér um
ræðir, og í þeirri regin fjarlægð,
sem landar hér eru frá íslandi
og höfuðborg íslendinga í Vest-
urheimi, þ. e. Winnipeg.
Um hátíðahöldin í tilefni af
50 ára afmæli Þjóðræknisdeild-
arinnar „Vestri“, var mikið um
dýrðir hér í Ballard, og bar allt
í bænum þess ljósan vott, að ís-
lendingar eru vel metnir borgar-
ar þessa lands.
Þá dunaði í fjöllum
og brakaði í „Ballard“.
Krúnkuðu hrafnar á kirkju-
turnum.
íslenzkan hljómaði í samkomu-
sölum,
samkoman auglýst með rauðleti\
í blöðum o. s. frv.
Þetta gefur hugmynd um,
hvaða líf er í landanum hér enn
eftir fimmtíu ára baráttu fyrir
ást á íslenzkri tungu og því feg-
ursta, sem þeir eiga í minning-
unni, um bókmentir þjóðar vorr-
ar og sögu, og enn skal haldið
í horfi svo lengi sem nokkur
íslenzkur blóðdropi rennur hér
í æð, og hver óskar þess? Ein-
mitt hann, sem hefir gefið okk-
ur tækifæri til að þroskast í
þessu landi (Uncle Sam) lotning
sé honum og virðing.
Svipmikil þáttaskipti hafa
orðið hér í vorum fámenna hóp,
meðal íslendinga í Seattle, á
hinu liðna ári 1950, þar sem 14
menn og konur af vorum þjóð-
stofni hafa dáið, þar á meðal
margir merkisberar í voru ís-
lenzka þjóðlífi vestan hafs, sem
um langt skeið höfðu haldið
uppi manndáð og virðingu þjóð
flokks vors hér um slóðir; það
fækkar nú óðum þeim breiðu
spjótunum, þar fór Kolbeinn S.
Thórdarson ræðismaður, höfð-
ingi elskaður og virtur af öll-
um, þar fór ísak Jónsson bygg-
ingameistari, sem þekktastur
var hér í Ballard um 40 ára
skeið, sem athafnamaður á
verklegu sviði, og hann var sá
fyrsti maður, sem veitti mér at-
vinnu, þegar ég kom til Seattle
óþekktur öllum, fyrir 27 árum
síðan; blessuð sé minning hans.
Marga fleiri landa mætti hér
telja, sem gist hafa garð sinna
feðra á hinu liðna ári, þökk sé
þeim öllum fyrir indælar lífs-
ins samverustundir. En nú
stanza ég í spori vegna þess, að
rétt fyrir jólin um síðastliðin
leiðslu, ásamt valdi til verðfestu, ef til þess kemur
að slíks sé talin þörf.
Hlutast er ennfremur til um það, að á fót verði
komið nýrri stjórnardeild, er ábyrg sé gagnvart her-
gagnaframleiðslu með líkum hætti og viðgekst í síð-
asta stríði, og þess getið til, að C. D. Howe verði for-
ustumaður hennar; á hæfari manni er heldur ekki völ.
áramót barst okkur sú sorgar-
fregn, að vinkona okkar hjón-
anna um langt skeið, frú Stein-
unn Björnsson frá Keldudal í
Hegranesi í Skagafjarðarsýslu,
hefði dáið á sjúkrahúsi í „Bal-
lard“ mjög snögglega; viku áð-
ur hafði hún setið með okkur
miðdegisverð á heimili okkar og
þá með hinu glaðlega viðmóti,
sem henni var svo tamt, og því
varð fregnin um andlát hennar
svo snögglega átakanlegt; hún
er alsystir þeirra merku Sam-
sons bræðra í Wpg., Jóns J. Sam-
sonar og S. J. Samsonar, sem
öllum löndum þykir vænt um,
ætt þeirra hefir manndómssögu
að baki.
Jæja, vinur, látum hér staðar
numið að sinni um Seattle ís-
lendinga en snúum okkur að
öðru, bara fyrir „Form“. —
Ég þakka bréf þitt móttekið í
dag með skýringum um þing-
hald Þjóðræknisfélagsins í Win-
nipeg. Mér, eins og öðrum þykir
fyrir, að ekki varð af fram-
kvæmdum með að hafa þingið
í júnímánuði, því að þá hefði
ég og kannske fleiri héðan að
vestan getað sótt þingið okkur
til mikillar ánægju; ég vona
bara að ég geti lifað svo lengi,
að þessi júní-þingsetning geti
orðið að virkileika. Það meinar
1952?
Ég er alltaf í bréfaviðskiptum
við æskuvini mína heima á Is-
landi og tel ég það mér mikinn
hugarstyrk hér í vestrinu að
eiga slíka ágætis vini, sem halda
tryggð við mig og binda mig
við æskustöðvarnar — þökk sé
þeim öllum. Nýlega fékk ég
vörusendingu frá Islandi með
„pósti“, rétt fyrir jólin, frá mági
mínum af fyrra hjónabandi, sem
er stórkaupmaður í Reykjavík:
Harðfisk, rikling, Ripperad Her-
ring, gaffalbita, kryddsíldarflök
o. s. frv. Landar hér eru smekk-
vísir á allar íslenzkar vörur og
ætla ég mér í framtíðinni, við
mína nýju verzlun, að vera aðal
umboðsmaður hér á Ströndinni.
Að lokum vil ég geta þess, að
við Seattle-íslendingar erum
hryggir yfir því að okkar ágæti,
ungi prestur Lúterska safnað-
arins hér í Seattle, séra Harald-
ur Sigmar, og fjölskylda hans
eru að flytja héðan burtu; þau
hafa verið hér elskuð og virt af
öllum íslendingum, og þarf hér
ekki að taka til hina ungu kyn-
slóð, sem mundi fylgja þeim
með þakklæti og virðingu til
hins síðasta, gæfan fylgi þeirri
ágætu fjölskyldu hvert sem hún
fer, og tala ég nú frá mínu eig-
in hjarta, því séra Haraldur Sig-
mar hefir unnið með mér í síð-
astliðiðin 7 ár í Þjóðræknisdeild-
inni „Vestri“ sem prógrams-
stjóri, og hefir framkoma hans
þar verið ágæt, þó að hann hafi
ekki vald á íslenzkri tungu svo,
sem æskilegt væri, þá er hann
einlægur og ber virðingu fyrir
íslenzkum bókmentum að fornu
og nýju, og mun hið nýja presta-
kall hans að Gimli, Man., auka
þekkingu hans á íslenzku máli
þar til að hann verður jafnvígur
á báðum.
Margir góðir gestir hafa heim-
sótt okkur íslendinga hér í
Seattle á þessu nýliðna ári, komu
þeir úr öllum áttum, og veitir
það okkur hina mestu ánægju
þegar svo ber undir; minnast
mætti þeirra Pálma Hannes-
sonar rektors og Páls Kolka
læknis, sem báðir höfðu hér
samkomu og fannst mörgum
landanum hátíðarbragur að
komu þeirra, og allir vorum við
sannir Islendingar kvöldin, sem
þeir töluðu yfir okkur og sýndu
ágætar myndir að heiman.
Slíkir menn eru boðberar þess
bezta, sem við eigum í íslenzku
þjóðlífi í dag; þeir styrkja þá
gullnu þræði, sem tengja okk-
ur Vestur-íslendinga við ætt-
jörðina, æskustöðvarnar og allt,
sem við unnum mest. Komi þeir
sem flestir hingað vestur.
Hamingjan gefi öllum Islend-
ingum í höfuðborg íslendinga
vestan hafs (þ. e. Wpg.) gleði-
legt og farsælt ár!
S
H. E. Magnússon
Verstu jarðbönn
í tugi óra
Frá fréttaritara Tímans
á Sauðárkrók.
Jafn alger jarðbönn og nú eru
hér í héraðinu hafa varla komið
í 20—30 ár. Var jafn snjór yfir
allt, er blota gerði, en síðan
fraus, og hljóp þá allt í storku.
Byrja að slálara folöldum
og tryppum.
Hrossslátrun er hafin vegna
harðindalegs útlits, og er senni-
legt, að allmargir taki þann
hyggilega kost að fækka hross-
um meðan þau eru enn í haust-
holdum. Einkum eru það folöld,
sem menn eru byrjaðir að
slátra, en einnig eitthvað af
tryppum. Því, sem slátrað hefir
verið er ýmist lógað heima og
kjötið flutt til Sauðárkróks eða
komið með hrossin í sláturhús á
Sauðárkrók.
Sölumöguleikar.
Allsæmilegur markaður hefir
verið fyrir hrossakjöt, og þarf
vonandi ekki að kvíða því, að
ekki takist að koma í verð því
hrossakjöti, sem kann að falla
til nú.
—TÍMINN, 6. jan.
GAMAN 0G
ALVARA
Þingmaður nokkur í Banda-
ríkjunum var búinn að tala í
meira en tvo klukkutíma, þeg-
ar hann bað um glas af vatni.
„Ég mótmæli því“, sagði ann-
ar þingmaður.
„Hvað?!“
„Herrar mínir“, hélt hinn þing
maðurinn áfram. „Ég færi þau
rök að það er ekki hægt að láta
vindmyllu ganga fyrir vatns-
afli“. ☆
Hinn kunni prédikari, Jerome
D. Engel, var mjög þreyttur á
því, að gamall maður, sem var
stöðugt í kirkju hjá honum, sofn
aði altaf um miðja ræðuna. —
Venjulega var lítill drengur með
gamla manninum, og einn dag,
eftir messu, kallaði Engel á snáð-
ann og sagði: „Drengur minn,
hver er þessi eldri maður, sem
þú ert með?“
„Það er hann afi“, svaraði
drengurinn.
„Jæja“, sagði Engel. „Ef þú
vilt lofa mér því að halda hon-
um vakandi á meðan hann er
í kirkju, skal ég gefa þér krónu
á hverjum sunnudegi“.
Drengurinn féllst á samning-
inn, og tvo næstu sunnudaga sat
gamli maðurinn glaðvakandi og
hlustaði. En — þriðju vikuna,
féll hann í væran svefn, og Engel
þótti mjög miður. Hann sendi
eftir drengnum og sagði: „Sam-
þykktir þú ekki að halda hon-
um vakandi fyrir krónu á viku?“
„Jú, herra“, svaraði drengur-
inn. „En nú gefur afi mér tvær
krónur fyrir að láta sig í friði“.
STYRK OG STALHRA U3T
DVERG-RUNNA
JARÐARBER
Avextir frá fyrsta árs fræi;
auðræktuð, sterk og varanleg;
þroskast ágætlega fyrripart
sumars unz þau deyja af
frosti eru sérlega bragðgóð og
líkjast safaríkutn, villijarð-
berjum; þau eru mjiig falleg
útlits, engu slður en nytsöm,
og prýða hvaða stað sem er,
P6 þau séu smærri en algeng
jarðarber, sem höfð eru að
verzlunarvöru, eru þau þö
stærst sinnar tegundar og
skera sig úr, og skreyta garða,
Vegna þess hve fræsýnishorn
eru takmörkuð, er vissara að
panta snemma, (Pakki 25c) (3
pakkar — 60c) pöst frttt,