Lögberg - 08.02.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.02.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. FEBRÚAR, 1951 Landbúnaðurinn 1950 Áramólahugleiðingar eíiir Árna G. Eylands (NIÐURLAG) Vélakoslur og raekiunin. Vélakostur ræktunarsamband anna jókst allmikið á árinu, en þó hægar en áður, og veldur því stórhækkað verð á öllum búvél- um og allvel er nú orðið fyrir séð um vélakost í mörgum sveit- um. í árslok áttu 62 ræktunarsam- bönd þessar ræktunarvélar, sem styrkur hafði verið veittur til að kaupa, samkvæmt þeim lög- um, sem um það gilda, en alls hafa verið stofnuð 63 ræktunar- sambönd: 8 (5) skurðgröfur, 97 (67) beltatraktora með ýtum, 3 (6) beltatraktora án ýtu, 28 (25) hjólatraktora, 17 (15) kílplóga, 49 (41) brotplóg, 34 (15) akurplóga, 4 (4) diskaplóga, 114 (74) diskaherfi, 7 (5) rótherfi, 14 (14) fjaðraherfi, 11 (11) flaghefla. Auk þess töluvert af flutn- ingatækjum. Styrkur til vélakaupa rækt- unarsambandanna nam alls kr. 4.034.639.92 í árslok (kr. 2.569. 997.49 í árslok 1949). Ekki voru fluttir inn nema 11 beltatraktorar á árinu og ekki nema 21 hjólatraktor. Af öðrum búvélum til hemilisnofa var fremur lítið flutt inn á árinu og engir jeppar til almennra þarfa. Horfir nú til vandræða um störf héraðsráðunauta og annara starfsmanna bænda sök- um vöntunar á slíkum farar- tækjum, þótt eigi verði með sanni sagt, að lítið sé um bíla á landinu, miðað við heildar- þarfir og fólksfjölda. Vélasjóður hélt úti 30 skurð- gröfum, er unnu að framraeslu. Ekki eru fyrir hendi tölur um afköst þeirra. Árið 1949 hélt vélasjóður úti 28 skurðgröfum, er grófu 303322 lengdarm., er mældust 1.106.433 rúmm. Hjá Nýbýlastjórn voru 3 gröf- ur að verki, er grófu 58.750 lengdarm., sem eru 260.876 rúmm., en alls voru grafnir við landnám hjá nýbýlastjórn 67.- 097 lengarm., sem eru 292.533 rúmm. Loks unnu 10 gröfur á vegum ræktunarsambanda, sem eru eign þeirra. Engar tölur eru fyrir hendi, er sýni hve mikið var unnið að jarðvinnslu til nýræktunar. Um Austurland og Norður- land, austan til, tálmaði veður- far vinnslu. Skortur á girðinga- efni hefir einnig dregið nokkuð úr því, að ræktunarframkvæmd ir væru fullgerðar. * Grasfræsala SÍS — en það er nær eitt um sölu þeirrar vöru, var 115 smál. 1949, en það svarar til 2875—3000 ha. nýræktar. 1950 var grasfræsalan ekki nema 84 smál., er svarar til 2100—2300 ha. nýræktar. Þó er varla líklegt að jarðvinnsla til nýræktar hafi dregist saman sem þessu nemur. Jarðræktarstyrkur, sem greidd ur var á árinu nam 4,2 millj. kr., en 5,149 millj. árið 1949. Nýbýlastjórn samþykkti á ári- inu stofnun 37 (32) nýbýla. Ræktunarsjóður lánaði ca. 345 aðilum 7,496 millj. kr. til rækt- unarframkvæmda og byggingar peningshúsa og annara útihúsa, en árið 1949 námu slík lán 5,153 millj. kr. til 207 aðila. Kaup á tilbúnum áburði voru á árinu 2442 (2336) smál. köfn- unarefni, 948 (989) smál. fosfor- sýra og 885 (774) smál. kalí, mið- að við „hrein“-efni. í lok ársins kom hin lengi Minnist BETEL á afmælisdegi stofnunar- innar 1. marz þráða tilkynning um, að verk- smiðja til að framleiða köfnun- arefnisáburð yrði byggð fyrir Marshallfé. Við þá framkvæmd eru miklar vonir tengdar, en því er ekki að gleyma, að eftir er að standa við stóru orðin. — Hugmyndirnar og fullyrðing- arnar hvað hér- verði gert í rækt unarmálum þegar innlendur köfnunarefnisáburður væri feng inn, hafa stundum verið svo öfgakendar, að þær nálgast blekkingar, sem fyrst og fremst eru sjálfsblekkingar. I þessu máli, sem öðrum, er mikils um vert að bændur standi föstum fótum á jöfnum sverði, en tilli ekki aðeins tánum „tindana á“. Allvíða um landið sjást nú orðið velræktaðar sáðsléttur. Jafnbeztar hef ég séð þær í N,- Þingeyjarsýslu og svo í Eyja- firði og er það merkilegt, að í N.-Þingeyjarsýslu eru ágæt sáð- tún ræktuð úr lyngmóum, sem virðast ófróir til ræktunar. Annars vill mjög brenna við, að nýræktartúnin eru léleg að gróðri og sprettu. Enn gæti hann spurt mig útlendingur, sem allvíða hafði farið um beztu sveitir, að því er varðar rækt- unaraðstæður, sömu spurningar og þá: „hvernig stendur á því, að ég sé hvergi sáðtún?“ Hann sá ekki að sáðslétturnar væru sáð- tún, betur komu þær honum ekki fyrir sjónir en þetta. Gengisfelling — áburður og fóðurbæíir. Gengisfellingin kom fyrr og harðar niður á bændum og bú- skap þeirra en öðrum þegnum þjóðfélagsins. Bar þar fyrst til hækkun á tilbúnum áburði, því að svo illa tókst til, að mikill hluti hans var ógreiddur, er gengisfellingin reið yfir. Hefði það munað bændum miklu og sætt þá stórum betur við gengis- fellinguna, ef áburðarkaupunum hefði verið bjargað í höfn í tæka tíð. Þá hefðu þeir ekki orðið fyrir barðinu á hinu lækkaða gengi, sér til stórmeins, fyrri en til fóðurbætiskaupanna kom undir haustið. Hundrað kíló af köfnunarefn- isáburði (kalkammonsaltpétur) kostuðu kr. 64,00 úr húsi í Reykjavík vorið 1949, en kr. 91.00 vorið 1950. Verðhækkun á fóðurbæti hef- ir þó komið ennþá harðar við. Fóðurblanda handa kúm kostaði kr. 120.00 100 kg. hér í Reykja- vík í ársbyrjun, en kr. 200.00 í árslok (heildsöluverð). Síldar- mjöl kostaði kr. 100.50 100 kg. frá verksmiðju haustið 1949, en kr. 247.20 í haust. — Þessi verð- hækkun stafar þó eigi að öllu leyti af gengisfellingunni, verð- hækkun á síldarmjöli erlendis á sinn þátt í hækkuninni. Það er í sambandi við hækkun síldar- mjölsins, sem uggur sækir mest að um afkomu vetrarins og skepnuhöld. Þrátt fyrir fjár- hagslega aðstoð og hjálp hafa bændur í óþurrkasveitunum eigi treyst sér til að kaupa síldar- mjöl til jafns við það, sem áður var og alls eigi svo að öruggt sé með hinum hröktu og litlu heyj- um. Innanlandssala á fiskimjöli og síldarmjöli ársins 1949 nam 7303 smálestum, en af mjölfram- leiðslunni í sumar seldust ekki nema 2000 smálestir og senni- lega alls ekki yfir 1500 smál. af karfamjöli og öðru fiskimjöli. Hið stórhækkaða verð á fóð- urbæti beinir bændum, sem stunda mjólkurframleiðslu einn ig inn á þá braut, að reyna að búa meira við eigin framleiðslu, mun það og óþurrkarnir í sumar ýta eitthvað undir aukna vot- heysgerð, bæði til heybjörgun- ar og fóðurbóta. Þessi leið verður þó því aðeins til bjargar að ræktunin aukist bæði að magni og þó miklu frem ur að gæðum, þar bíður vandinn mestur. Skólarnir. Aðsókn að bændaskólunum er að glæðast aftur. Á Hvanneyri útskrifuðust 36 nemendur og nú stunda þar 55 piltar nám. 17 1 yngri deild, 31 í eldri deild og 7 í framhaldsdeild. Á Hólum útskrifuðust 16 nem endur, 15 st'unda nám í yngri deild og 15 í eldri deild. Frá Garðyrkjuskóla ríkisins voru brottskráðir 6 nemendur og 19 stunda þar nám, 7 í yngri deild, 8 í eldri deild og 1 verk- legt nám. Og íram líða slundir. Og margs er fleira að minnast og til að hugsa. Tilraunin með þýzka verkafólkið tókst svona og svona og bauð ekki til endur tekningar. Skortur á fólki til bú- starfa var heldur vægari á ár- inu en áður, eða það er farið að draga úr tali um þá hluti. Held- ur rofar til í sauðfjársveitunum eftir því sem karakúlhörmung- unum léttir. Eyðibýli byggjast og færri jarðir fara í auðn en áður. Það verður bæði gagn og gam- an að sjá hvað manntalið 1. des. leiðir í ljós um búsetu og at- vinnuhætti, hver breyting er á orðin síðan 1940 er síðasta at- vinnumanntal fór fram. Frá undanförnum 10 árum eru eng- ar tölur til um þetta, en þau hafa verið viðburða- og örlaga- rík fyrir þjóðina og ekki síður fyrir bændur og búalið en aðra landsmenn. Árbók landbúnaðarins kom út á árinu. í henni er mikill fróð- leikur um búskapinn, en mjög skortir þar upplýsingar um fjölda býla og búa, bænda og búaliðs, er að búnaðarfram- leiðslu vinnur. Handbókarnefnd var skipuð á árinu til að vinna að útgáfu fræða er bændum henti í dag- legri önn. Um sinn verður látið nægja að gefa út vasabók með almanaki og upplýsingum, er mun verða arftaki vasakvers þess er SIS gaf út um skeið. Handbókin kemur svo síðar. Ný jarðræktarlög voru sett á árinu, eftir margháttaðan undir búning — lög næstu framtíðar á því sviði.Mikið og gott ný- mæli í þeim eru ákvæði um héraðsráðunauia þótt þau séu klúðursleg. Annað nýmæli mis- lukkað er um Vélanefnd ríkis- ins og Vélasjóð. Það er Verk- færanefnd ríkisins afturgengin. Víst þurfti það, fyrirkomulag endurfæðingar við, enda margt breytt frá því að Verkfæranefnd var í vöggu, en illa hefir til tek- ist og hlálega frá hendi löggjaf- ans, svo að mikla bjartsýni þarf til að treysta að vel takist fram- kvæmdin. Hins vegar er skylt góðs að væríta, því að útgerð skurðgrafa Vélasjóðs og annað, er Vélanefnd á að hafa með höndum, er geysi mikilsvert fyr- ir bændur landsins, veltur á stórmiklu fjárhagslega um þenn an gilda þátt allra ræktunar- framkvæmda. Þjóðin öll óskar bændum og búaliði góðs búnaðarárs og starfa á hinu nýbyrjaða ári, og gró- anda og gæfu frá ári til árs. Mælt við Dr. Svein E. Björnsson og frú Marju L. Björnsson við burtför þeirra írá íslandi 1. des. 1950 Heim sig hjón týgja hávegu skýja. Köll skyldu knýja kær verk að drýgja. Hug-hlýju vígja harpa og gígja. Sóttu sæmd nýja Sveinn og María. ☆ Leggja frá landi loft á vélgandi, fylgir fljúgandi frónskur hlú-andi. Heillir veg vandi vinum farandi umsveiptum yljandi íslands þelbandi. — S. Baldvinsson Úr fórum þjóðsagnasafnarans ÚR FÓRUM JÓNS ÁRNA- SONAR. Sendibréf. Finnur Sigmundsson bjó til prent- unar. Fyrra bindi. Hlaðbúð. Reykjavík 1950. Prentsmiðj- an HÓLAR. Finnur landsbókavörður Sig- mundsson hefir nú í þriðja sinn gefið út á smekklegan og skemti legan hátt gagnmerkt -safn af bréfum frá síðustu öld. Fyrst kom Húsfreyajn á Bessastöðum. og var sú útgáfa að ýmsu leyti nýjung í bréfaútgáfu hér á landi. Hin eldri bréfasöfn vor eru flest á þann hátt úr garði gerð, að safnað hefir verið í eina heild bréfum frá einum og sama manni, en ekkert hirt um bréf til hans. Hefir mér stundum fundist þessi aðferð áþekk því, ef prentuð væru úr leikriti ein- ungis tilsvör aðalpersónunnar, en öllu öðru algerlega sleppt Háttur Finns Sigmundssonar er hins vegar sá, að safna í eina heild bréfum frá einhverjum merkismanni og bréfum til hans, tengja það síðan saman með stuttum frásögnum og nauðsyn- legum skýringum. í safninu Sonur gullsmiðsins á Bessa- stöðum fullkomnaði Finnur í sumum atriðum útgáfutækni sína. Er hið nýja safn gefið út með sama sniði, nema hvað skýringarnar eru nú öllu veiga- meiri en áður. Það er skemmst af að segja, að Úr fórum Jóns Árnasonar er einstaklega skemmtileg bók. Ég aflaði mér hennar daginn, sem hún kom út, hóf lesturinn að kvöldi og las lengi nætur. Er hún eina nýja bókin frá þessu hausti, sem skert hefir nætur- svefn minn til muna. Bréfasafn- ið er byggt utan um ákveðinn kjarna: Það segir frá því, hvern- ig til varð einhver ágætasta bók íslenzk, Þjóðsögur Jóns Árna- sonar. Maður fylgist með því stig af stigi, hvernig þetta frá- bæra safn þróast og gæðist lífi, eins og fóstur í móðurkviði. Þessi rauði þráður, sem gengur í gegnum allt bréfasafnið, teng- ir það saman í heild og verður til þess, að maður les bókina í einni lotu, engu síður en hag- lega gert skáldrit. Skemmtilegar eru margar þær myndir, sem bréfin bregða upp, eigi sízt af höfundunum og hugsunarhætti þeirra. Þarna eiga margir ágætismenn hlut að máli, og bera bréfin þeim yfir- leitt hinn prýðilegasta vitnis- burð. Einna hlýjast í þeli verð- ur manni þó til Jóns Árnasonar sjálfs, þessa einlæga, trygg- lynda og hógværa snilldar- manns, sem jafnvel kennir sjálf- um sér um prentvillurnar í þjóðsögunum, þótt enga próf- örk hafi hann lesið. Annar á- gætasti bréfritarinn í þessu safni held ég að sé Guðbrandur Vigfússon, fluggáfaður maður og afburða vel ritfær. Við lestur þeirra bréfa hans, sem hér birt- ast, vaknar sú spurning, hvort ekki væri ástæða til að gera bréfum hans meiri skil en hér var kostur. Þætti mér líklegt, að Finni Sigmundssyni yrði ekki skotaskuld úr því, að taka sam- an skemmtilega bréfabók um Guðbrand. Aðrir mikilsháttar menn, sem eiga þarna góð bréf, eru t. d. Sérá Skúli Gíslason, séra Sig- urður Gunnarsson, séra Árni Helgason, séra Björn Halldórs- son, Jón Sigurðsson forseti, Benedikt Gröndal, Þuríður Sveinbjarnardóttir Kúld og séra Sveinn Níelsson. Margt kemur fram í bréfum þessum, sem ástæða væri til að benda á, en rúmið leyfir það ekki. Þó vil ég ekki láta hjá líða að vitna til bréfs frá séra Páli Jónssyni á Myrká, þar eð það sýnir ljóslega, hvern dóm margir lögðu á þjóðsögur fyrir daga Jóns Árnasonar. Séra Páll seg- ir: „Ég mun hafa sagt yður það fyrir löngu síðan, að áður en ég lagðist löngu leguna á Myrká MINNINGARORÐ: Mrs. Sæunn Stefónsson Þessi mikilhæfa og göfuga kona lézt, á níunda ári yfir átt- rætt, laugardaginn, 30. desem- ber, á heimili tengdasonar og dóttur, Mr. og Mrs. S. Oddson í Vancouver, í British Columbia. Hún var fædd á Ánastöðum í Skagafirði, á íslandi, í júní 1862, dóttir Jóns Ásmundssonar. Áriði 1883 giftist hún Jóni Ste- fánssyni. Það sama ár fluttu þau til Canada og settust að í Nýja-íslandi. Þau bjuggu all- mörg ár á landi suðvestur af Gimli, og síðar í Gimli-bænum. Árið 1912 fluttu þau á land í grend við Steep Rock, Manitoba, og bjuggu þar til ársins 1936. Þá fluttu þau í bæinn Steep Rock og áttu þar heima til 1939; þá dó Mr. Stefánsson. Þau hjónin eignuðust 8 börn. Þrjár dætur eru dánar: Inga Magnea, gift Stefáni Eldjárns- syni á Gimli; Elín, Mrs. Wis- hockil, í Calífornia; Jónína, gift Friðþjófi E. Snidal í Steep Rock. Á lífi eru þrír synir: Pálmi, Alex og Stefán, sem allir eiga heima að Steep Rock, og tvær dætur: Mrs. Anna Reid, í San Fransisco; og Mrs. Valdína Odd- son í Vancouver. Barnabörnin eru 20. Eftir lát mannsins síns átti Mrs. Stefánsson heima hjá börn- um sínum, nokkuð í Vancouver og nokkuð að Steep Rock, en eftir 1946, var fastaheimili henn ar hjá Oddsons-hjónunum í Vancouver, þar sem alt var gjört, sem unt var, henni til að- stoðar og ánægju. Heilsu mun Mrs. Stefánsson hafa haft fremur góða, enda hlífði hún sér ekki við störfin, sem oft voru mikil. Þau voru prýðilega af hendi leyst. Fyrir rúmu ári síðan kendi hún sjúk- dóms þess, er leiddi hana til hinnar hinstu hvíldar. í apríl- Mrs. Sæunn Slefánsson máuði síðastliðnum gekk hún undir uppskurð, sem veitti henni nokkurn bata, en aðeins um stundarsakir. Mrs. Stefánsson var frábærlega góð kona. Það leyndi sér ekki í unaðslegri framkomu hennar, því þar spegluðu sig alúð og ein- lægni, og hjá henni var einnig trygð, sterk og staðföst. Jesús sagði: „Þannig lýsi ljós yðar mönnunum, til þess að þeir sjái yðar góðverk og vegsami Föður yðar, sem er í himnum“. Hún átti það ljós í hugsun, orðum og verkum. Meðal annars skein það í glaðlyndi, sem aldrei brást, hvað miklir sem erfiðleik- arnir voru, og það ljómaði skært 1 vinsemd og hjálpsemi, sem alt vildi gjöra öðrum til gagns og gleði, hjálpar og aðstoðar. Hún var frábær eiginkona, dásamleg móðir, unaðsleg vin- um, auðug að gæðum, Guði trú ævina út. Hennar er sárt saknað af börn- um, barnabörnum og mörgum vinum. Rúnólfur Marteinsson (2% ár), var ég búinn að safna mestu firnum af allra handa, er ég gat komizt yfir, og ætlaði að skrifa það upp í bók, því að þá var engin von til að þjóðsögur myndu koma á gang; en af því að ég hélt að ég myndi deyja, lét ég brenna það allt. En nú iðrast ég eftir, því að þar hefði mátt fá margt nýtilegt í þjóð- sögur“. — I öðru bréfi, rituðu skömmu síðar, endurtekur séra Páll söguna-um þjóðsagnabrenn una og bætir við: „Þá voru eng- um farnar að detta í hug neinar þjóðsögur. Allt þess háttar var þá í fyrirlitningu, svo ég áleit, að það lýtti mig látinn að hafa safnað hégilju- og hjátrúar- sögnum og þulum, er allt þess háttar var þá kallað. En strax þar á eftir byrjaði þjóðsagna- tímabilið“. Þessi ágæta bók, sem ég hef nú reynt að lýsa í sem fæstum orðum, er fyrra bindi af tveim- ur. Síðara bindið kemur út á næsta ári. Segir útgefandi, að þar beri meðal annars á góma „starf þeirra Sigurðar málara fyrir forngripasafnið, kvonfang Jóns og heimilishagir, umsjón- arstarf hans í lærða skólanum, bókaútgáfa Páls Sveinssonar, þjóðhátíðin og svo frv. .. . Þá eru ferðalok, sagt frá síðustu ævi- árum Jóns Árnasonar, andláti og eftirmælum“. Munu allir, sem lesið hafa þetta bindi, hyggja gott til fram- haldsins. Gils Guðmundsson Ég bið oð heilsa (Lag Inga Lárussonar: „Nú andar suðrið sæla . . . .") Flutt í Samsæti, sem Aust- firðingafélagið á Akureyri hér dr. med. Sveini Björnssyni frá Árborg, Man., og frú hans, Marju Grímsdóttur Laxdal, s.l. laugar- dag: Að hausti blikar víða’ á vængi þanda um vegu háa útum bláa geima. Þá liggur margra leið til fjarra heima. — Senn leggið þið af stað til „Furðustranda!" En þegar rofna kveðjur hlýrra handa, og hópur vina starir trega- blandinn, sælt er að minnast: — enn er sami andinn og íslenzk tryggð hjá hverjum góðum landa! Af klökku hjarta gildis-gesti bið Guðs kveðju’ og mína bera frændum góðum og dreifðum fjölda vina’ um Vestur-fold! Minnumst þess æ, að arfleifð eigum við: Óð-borna tungu’ og sögu á Norðurslóðum og erum runnin öll úr íslands mold! Helgi Valtýsson Þá barst heiðursgestunum þessi vísa frá samkvæmisgesti: Enn hafa vitjað okkar vestan um haf valmenni af frónskum stofni, sem fjarlægðin hefir ei fært á kaf í framandi hópsálnaofni. Ingólfur Erlendsson Til Dr. Sveins Björnssonar Þó að margir flyttust frá fósturlandsins armi íslenzk hjörtu altaf slá undir þeirra barmi. Heimalandsins hækkar brá hjartað fyllist vonum þú kemur eins og andblær frá okkar týndu sonum. Allir segja það til þín þú sért góður gestur bæði ég og bygðin mín biðjum að heilsa vestur. Bjarni Jónsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.