Lögberg - 08.02.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.02.1951, Blaðsíða 5
5 ÁHUGAMÁL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON SKRIFAR í SATURDAY NIGHT Vafalaust er Saturday Night með vönduðustu vikublöðum, sém gefin eru út í þessari álfu. Ritstjóri þess er hinn mikilhæfi blaðamaður og rithöfundur, B. K. Sandwell. Sér til aðstoðar hefir hann mörgum stórhæfum blaðamönnum á að skipa. Það er því heiður fyrir hvern sem er að fá ritgerðir sínar birtar í þessu blaði. Síðastliðin 23. jan- úar var grein í blaðinu eftir ís- lenzka konu, frú Svanhvít Josie — The “Mixed” Marriage of Jew and Gentile. Það er ekki í fyrsta skipti, að ritgerð hefir birst frá hennar hendi í Satur- day Night. Þessi ritgerð fjallar um viðkvæmt efni, enda vakið athygli. í síðasta tölublaði er skýrt frá því, að vegna margra bréfa frá lesendum, er blaðinu hafi borist, um þessa grein, muni ef til vill, önnur ritgerð um sama efni birtast á næst- unni. Frú Svanhvít Josie hefir lipr- an penna og skemtilegan stíl, enda á hún ekki langt að sækja það; hún er dóttir Dr. Sigurðar Júl. Jóhannessonar og konu hans, frú Halldóru. Frú Svan- hvít er útskrifuð frá Manitoba háskóla í lögfræði. Hún býr í Ottawa. ☆ alheims bænadagur kvenna. Fyrir sextíu og fjórum árum síðan mynduðu konur einnar kirkjudeildar í Bandaríkjunum samtök sín á milli um það, að halda bænargjörð í sameiningu ákveðinn dag á árinu. Með ári hverju hafa þessi samtök orðið víðfeðmari og eru nú starfandi í 81 landi. Fyrsta föstudag á föstunni samstilla miljónir kvenna af öllum þjóð- ernum og kynflokkum, hugsan- ir sínar í bænargjörð. Þessar helgiathafnir byrja í Suður- kyrrahafseyjum og halda áfram kringum hnöttinn þar til þeim lýkur á St. Laurence-eyjunni vestur af Alaska. Bænir þeirra mnlykja hnöttinn þennan dag. Þessar athafnir fara fram á harla ólíkum stöðum, sumar í stórum kirkjum, aðrar undir beru lofti; sumstaðar er heit- asti dagur ársins, annars staðar snjór á jörðu og vetrarkuldi. Þetta ár er bænadagurinn föstudagurinn 9. febrúar. Hér í borg, sem annars staðar, munu þúsundir kvenna, af mörgum Þjóðernum og frá mörgum mis- munandi trúarflokkum, flytja bænir í sameiningu. Bænaathöfnin fyrir miðbæ- inn fer fram í Holy Trinity hirkju kl. 3 e. h. Þar mun borg- arstjórafrúin, Mrs . G a r n e t Coulter flytja erindi. Þar að auki verða samskonar bænar- samkomur í tólf öðrum kirkjum 1 úthverfum borgarinnar. Konur frá ýmsum löndum ®eraja bænirnar, sem fluttar eru pennan dag ár hvert, og skipu- leggja bænagjörðina. Á þessu ari fúH það í hlut þýzkra krist- lnna kvenna. Athöfnin hefst eftirfylgjandi bæn, sem a lar konur — mæður, eiginkon- Ur’ úætur og systur — geta tek- 1 undir af heilum hug og hrærðu hjarta: WORLD DAY OF PRAYER First of J.rnt, February 9, 1951. A Prayer For Peace O God, the Father of our °rd Jesus Christ, we come e ore Thee and implore Thee e give us peace in our hearts. Help us to change all thoughts strife and hate into words an öeeds of love. Make us Thy flaessengers to our children, and a 1 with whom we live. Let Frú Svanhvíi Josie our homes be centres of peace in the confusion of this warring world. Our hearts are beset with fears; therefore we implore Thee, O Lord, strengthen us with the courage that comes only through faith in Thee. Guide the thoughts of the nations and of all those who govern them toward peace. Transform the anguish and grief that wars have brought upon us into quietness and peace. Comfort the distressed. Grant help to the forsaken. Be Thou the Father to the orphan and a Shield to the widow. Awaken in us the love that helps the poor and feeds the hungry. Strengthen all whom Thou hast called into the special ministry of Thy love and Thy peace; comfort them when weary and disconsolate. Supply their daily needs. Grant them love, patience and hearts full of courage. Let their words and their works be blessed. Thou who hast promised to comfort as a father comforts, help us to do the work Thou hast entrusted to us in this world. Amen. Writtön by German Christian toomcn Women's Inter-Church Council of Canada, 97 St. George Street, Toronto 5, Ontario. Barnelsk leikkona. Joan Grawford hefir þegar tekið fjögur fósturbörn — og er í þann veginn að bsfeta því fimmta við. Hið elzta af þessum fjórum er þegar farið að ganga í skóla, en þau næstelztu eru tvíburar og mynda svolitla heil fyrir sig — eru ríki í ríkinu. Þess vegna er fjórða barnið, sem er drengur, dálítið einmana og af því ætlar hin umhyggjusama Joan Grawford að gefa honum lítinn bróður eða systur. ☆ Ef skordýr hefir farið inn í eyrað, er hættulegt að reyna að ná því út með prjónum eða þess háttar áhöldum. Það getur skað- að eyrað og, þar að auki orðið til þess að skordýrið fari enn lengra inn í eyrnagöngin. Reyn- ið að lýsa inn í eyrað með vasa- Ijósi, og lokka það út á þann hátt. Ef það reynist árangurs- laust, verður auðvitað þegar í stað að leita læknis. ☆ Nýft naglalakk. Efnarannsóknarstofa í Eng- landi hefir sent nýtt naglalakk á markaðinn. Er það framleitt úr möluðu fiskhreistri, og er tal- ið vera óvenju fallegt og sterkt. í auglýsingu um þetta nýja efni er komizt svo að orði, að í notkun verði lakkið eins og hluti af nöglinni. En ekki er ólíklegt að heldur sé þar sterkt að orði kveðið. LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. FEBRÚAR, 1951 Hin nýja ferðabók Guðmundar Daníelssonar Eftir prófessor RICHARD BECK Guðmundur Daníelsson rit- höfundur varð fertugur í októ- berbyrjun á síðastliðnu hausti. Eftir bókmenntalegum afköst- um hans að dæma, myndi þó margur ætla, að hann ætti sér stórum meiri árafjölda að baki; en hann hefir á þeim 17 árum síðan hann hóf rithöfundarferil sinn gefið út 15 skáldrit. Þetta er þeim mun eftirtektarverðara, þegar í minni er borið, að hann hefir unnið að ritstörfum sínum í hjáverkum frá kennarastarfi og skólastjórn. Fjölhæfni Guðmundar lýsir sér einnig í því, að hann hefir sent frá sér níu skáldsögur, eitt smásagnasafn, eitt leikrit, tvær ljóðabækur og tvær ferðabækur. Rit þessi eru, að vonum, all- misjöfn að kostum og gildi, en bera órækan vott ríkri skáld- gáfu: — hugkvæmni, þróttmikl- um og litauðugum stíl og sam- bærilegum frásagnarhæfileika. Seinni bækur hans hafa einnig, að minnsta kosti sumar þeirra, sýnt aukna fágun í stíl og mál- fari og fastari og vissari tök á efni og mannlýsingum. Einkum hefir hin nýútkomna skáldsaga Guðmundar, í fjall- skugganum, sem enn hefir eigi borist í hendur greinarhöfundi, hlotið mikið lof frá ýmsum hin- um dómbærustu mönnum í þeim efnum, er telja hina miklu skáldgáfu höfundar njóta sín þar ágætlega með mörgum hætti, og jafnframt benda til þess, að enn stórbrotnari og heilsteyptari skáldverka megi Það er sérkennileg barátta við óvenjulega jarðelda, sem háð er í fylkinu Ohio í Bandaríkjunum. Verkfræðingar spreyta sig þar á því, að sigrast á „helvítinu í Straitsville“ eins og það er ^call- að. Þar hefir lifað voðaeldur í kolanámum neðan jarðar alla tíð síðan 1884. Það var námumannaverkfall í Straitsville árið 1884, eins og stundum vill verða, þegar verka menn fá ekki framgengt kröfum sínum um launakjör og hvíldar- tíma. Þá gerðu nokkrir verk- fallsmenn gálaust tiltæki. Þeir kveiktu í kolum í fullum flutn- ingavagni og renndu honum síð- an niður í námuna með glóð- inni í. Þetta var upphaf sögunnar um þennan mesta voðaeld, sem sög- ur fara af og enn hefir ekki ver- ið slökktur. Styttur og raftar, sem voru úr timbri tóku skjótt að loga og allt sem úr viði var í námunum og , læstist eldurinn víða svo að fljótlega logaði 20 ferkílómetra svæði neðanjarðar. Enginn hafði búizt við svo ó- skaplegum afleiðingum þessa gá leysis, og viðnámið byrjaði of seint. Byrjað var á því að byrgja opin á námugöngunum. Var múrað upp í þau. Þetta gerði þó aðeins illt verra, því að þá urðu sprengingar og kílómetralangir gígir opnuðust, sem eldurinn fékk loft í gegnum og æstist hann þá mjög. Áhrif jarðhitans komu skjótt fram og voru bæði ill og góð. Yfir námugöngunum skrælnaði jörðin' og lækir hurfu og hluti af dalnum fór í eyði. En í nokk- urri fjarlægð frá eldunum var jörð alltaf í blóma. Þar festi ekki snjó um vetur, aldintré báru tvöfaldan ávöxt og hita- beltisjurtir þrifust þar. Þannig lék eldurinn lausum hala án þess að nokkuð væri að gert í 51 ár. Þá var hann búinn að éta sig alveg að Straitsvillebæ. Árið 1935 gleypti jörðin nokkur hús í jaðri bæjarins. Grunnurinn var brunninn undan þeim og skurn- in brast, svo að þau féllu niður í hið mikla eldstæði. Bærinn var allur í hættu og lagðist að mestu í eyði. Þegar þetta var töldu menn frá honum vænta í framtíðinni. Þessari umgetningu er þó sér- staklega ætlað að draga athygli lesenda að annarri bók Guð- mundar, sem einnig kom út á nýliðnu hausti, og á sjálfu fer- tugsafmæli hans, en það er ferðabókin Sumar í Suðurlönd- um (Helgafell, Reykjavík, 1950). Með hinni fyrri ferðasögu sinni, um Vesturheimsför sína (Á lang- ferðaleiðum, Reykjavík, 1948), sem er bráðskemmtilegt og snjallt rit í sinni grein, sýndi höfundurinn það, að honum lætur mjög vel slík frásagnar- gerð. Þessi nýja ferðabók hans sver sig éinnig að ýmsu leyti í ætt til hinnar Jyrri, en er jafnari um fágað málfar og samfelldari, þó að hugkvæmnin og hinn sterki persónulegi stílblær séu óbreytt. Frásögnin er hressileg og hisp- urslaus sem fyrri daginn, því að höfundur hikar ekki við að segja eins og honum býr í brjósti um menn og málefni. Það er því skemmtilegt að gerast ferðafélagi Guðmundar í þessari suðurgöngu hans, er hefst með flugferð frá íslandi til Skotlands, og heldur síðan áfram með járnbrautarlestum og öðrum farartækjum suður á bóginn um Bretland, Frakkland og ítalíu, þar sem höfundurinn átti lengsta dvöl, eins og heiti bókárinnar gefur í skyn. Hann staðnæmdist einkum í stórborg- um svo sem London, París, Flórenz og Róm, en kemur einn- að þarna hefði brunnið meira en hálf milljón smálesta af stein- kolum. Nú var hætta á því, að eldurinn tæki að breiðast út í ennþá auðugri kolanámusvæði. Þegar vonlaust þótti að eld- urinn yrði slökktur reyndu menn að stöðva hann. Nokkur hundruð námuganga voru stífluð og hlaðnir eldtraustir múarar í þau. Verkfræðingar og verka- menn unnu í steikjandi hita- svækju að ná kolunum bak við varnarmúrana, svo að þar yrði ekkert eldsneyti. Tvö hundruð metra þykkir múarar voru hlaðn ir til verndar og sprungum lok- að með steinsteypu og jarðvegi, svo að eldurinn næði síður í súr- efni. En þetta stórvirki var líka árangurslaust. Hitinn sprengdi alla múra og eldurinn át sig lengra og lengra. Þá datt einum verkfræðingnum það ráð í hug að veita fljóti niður í vítið. Far- vegur var búinn til, nokkrir kílómetrar á lengd og svo belj- aði áin niður 1 námurnar einn góðan veðurdag. Áhrifin urðu stórkostleg. Bráðlega lá þoku- mökkur og heit gufa yfir hérað- inu. Stórkostlegri sprengingar en nokkru sinni fyrr kváðu við og aldrei hafði logað betur en einmitt nú. Árið 1937 tók sambandsstjórn in í Washington í taumana til að skakka leikinn, því að þá voru auðugar námur taldar í mikilli hættu. Sprengiefni og tröllauk- in tæki voru notuð í þeirri sókn, sem nú hófst.. Leðju var dælt í stríðum straumurh niður í kverk ar vítisins. Steyptir meiri varn- argarðar en nokkru sinni fyrr til að kæfa bálið. Þetta virtist vera á góðri leið. Þó sáu menn aldrei við eldinum. Hann kom stöðugt upp á nýjum og nýjum stöðum. Sambandsstjórnin vildi ekki hætta við svo búið og nú er ein- mitt verið að hefja nýja stórsókn gegn eldinum. Og nú eru fljót- andi efnasambönd notuð í þeim tilgangi, að þau kæfi neðanjarð- areldinn, sem baráttan hefir staðið við í tvo aldarþriðjunga. Framtíðin ein veit, hvort þar næst sigur eða ekki. ig víðar við, t. d. í Genova, Napoli, Capri og Feneyjum. Margt ber eðlilega fyrir augu og eyru á slíku langferðalagi um söguríkar slóðir, og ekki síst, þegar í hlut á jafn gaumgæfinn ferðalangur og Guðmundur aug- sýnilega er á það, sem verður á vegi hans og gerist í kringum hann; og allt þetta verður í höndum hans lifandi í frásögn- inni, hvort heldur að hún er í alvarlegum tón eða höfundur slær á glens, og lætur hann þá stundum vaða á súðum, því að annars væri hann ekki sjálfum sér líkur. I ferðasögunni er brugðið upp glöggum myndum af frægum Það er ekki á hverjum degi, sem íslenzkum flugmanni hlotn- azt sá mikli heiður og traust að fljúga með frægasta hers- höfðingja, sem nú er talinn uppi, sjálfan EISENHOWER. En sá heiður féll í skaut eins af okkar ágætustu og öruggustu flugmönnum í gær, er Jóhannes Snorrason flaug Eisenhower til Keflavíkur í Gullfaxa Flugfélags Islands. Gátu Islendingar verið stoltir, bæði af farkostinum og áhöfninni er flutti gestina. Með stærstu flugvélum sem lent hafa í Reykjavík. Flugvél Eisenhowers, sem er fjögurra hreyfla Constellation vél, hafði aðeins skamma við- dvöl í Reykjavík en fór þaðan til Keflavíkur, þar sem hún var búin undir næsta áfanga ferð- arinnar, sem átti að hefjast í nótt. Flugvél þessi er með stærstu flugvélum, sem lent hafa í Reykjavík, en er svipuð far- þegaflugvélum þeim frá Air France, sem notuðu völlinn í Ameríkuferðum, áður en vélar félagsins fóru að fljúga um Keflavík. Með íslenzkri vél til Keflavíkur. Var ákveðið, að Eisenhower færi, ásamt fylgdarliði sínu með íslenzkri flugvél héðan til Kefla víkur. Gullfaxi Flugfélags Is- lands varð fyrir valinu, enda er sú vél vel búin og boðlegur far- kostur fyrir hvern sem er. Hinn þrautreyndi og öruggi flug- maður f é 1 a g s i n s, Jóhannes Snorrason, yfirflugmaður, var valinn til að stjórna vélinni í þessari sögulegu ferð. Lagt var af stað frá Reykja- víkurflugvelli fjórar mínútur yfir fimm í gærkvöldi og flogið beina leið til Keflavíkur. Var flugvélin ekki nema röskar 10 sögustöðum og margvíslegur fróðleikur fléttaður inn í staða- lýsingarnar, sem aldrei verður þó leiðindalestur, því að jafnan ber frásögnin lífrænan og per- sónulegan svip. Þá er ekki síð- ur skemmtilegt að lesa lýsingar höfundar á ýmsum þeim mönn- um og konum erlendum, sem hann kynntist á ferðalaginu, og honum tekst ósjaldan, þó í stuttu máli sé, að gera þetta ó- líka fólk ljóslifandi fyrir aug- um lesandans og opna honum sýn inn í hug þess og líf. All- margir íslendingar urðu á vegi hans, og ber hann þeim sannar- lega vel söguna. Margt er skáldlega sagt og víða ágætir sprettir í þessari fjörlegu ferðasögu, eins og t. d. eftirfarandi kafli um „Gos- brunninn og álinn“ úr lýsingu mínútur á leiðinni og lentí mjúkt og örugglega á Keflavík- urflugvelli. Gullfaxi flaug svo aftur til Reykjavíkur um hæl. I fylgd með Gullfaxa var ein af Dakotavélum Flugfélagsins, og voru nokkrir farþegar af fylgdarliði hershöfðingjans með þeirri vél, og eins nokkrir af á- höfn einkaflugvélar hans, sem komu með bíl til Reykjavíkur fyrr um daginn. í fyrsta sinn með almennri farþegaflugvél. Þegar Gullfaxi var lentur á Keflavíkurflugvelli og vélin var stöðvuð við hótelbygginguna, kom Eisenhower fram í stjórnar klefann til áhafnarinnar og heilsaði upp á hana. Þakkaði hann hverjum manni með handa bandi fyrir flugferðina og lét hið bezta yfir. Skrifaði hann nafn sitt í vegabréf allrar áhafn- arinnar, eins og til sanninda- merkis um það, að það er ekki á hverjum degi, sem hann flýg- ur með venjulegri farþegaflug- vél og flugmönnum, sem ekki eru í flughernum. — Flugferðin með Gullfaxa var því bæði söguleg fyrir Flugfé- lag íslands og Eisenhower sjálf- an, sem flaug í fyrsta sinn síðan hann varð herforingi með far- þegaflugvél, sem ekki tilheyrði hernum og flugmönnum, sem ekki eru hermenn. Sést bezt á því að óvenjulegur heiður og mikil viðurkenning hefir fallið í skaut Flugfélags íslands og yfirflugmanns þess, Jóhannesar Snorrasonar, sem treyst var til að flytja hinn mikla hershöfðingja, því enginn skyldi halda, að hershöfðingi stórþjóð- anna fari upp í flugvél hjá hverjum sem er, og allra sízt yfirhershöfðingi allra Atlanz- hafsríkjanna, Dwight D. Eisen- hower. Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TraimngImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV *. WINNIPEG ELDVÍTIÐ MIKLA Kolanáman, þar sem brunnið hefir lállausl í meira en 60 ár. Framhald á bls. 8 Gullfaxi flutti Eisenhower hershöfðingja til Keflavíkur í fyrsta sinn með almennri farþegaflugvél síðan hann varð hershöfðingi. Góðvini Lögbergs hér í borg barst eftirfarandi fréttagrein með flugpósti úr Reykjavík> og fékk hdna ritstjóra blaðsins þegar i hendur til birtingar; var slikt vel af sér vikið; fréttin er úr Tím- anum þann 26 janúar s.l. og þvi njj af nóiinni. —Ritstj.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.