Lögberg


Lögberg - 01.03.1951, Qupperneq 4

Lögberg - 01.03.1951, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MARZ, 1951 lögbfrg GefiB öt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED _ 69 5 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanásl;rift ritstjórans: EDITOR LdGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirí'ram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Ársskýrsla forseta Þjóðræknisfélagsins, séra Philips M. Péturssonar, á 32. órsþingi Háttvirtu, heiðruðu þingfulltrúar og gestir: í byrjun þessa 32. þings Þjóöræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi, vil ég í nafni félagsins bjóða alla gesti og fulltrúa velkomna á þingið og láta þá ósk í ljósi, að þingið megi verða með hjálp, aðstoð og sam- vinnu ykkar allra, bæði skemtilegt og afkastamikið, eins og þing okkar hafa flest öll verið. En áður en ég ræði nokkuð annað, verð ég að gera grein fvrir því, að þing okkar er haldið nú í febrúarmánuði enn ginu sinni þrátt fyrir tillögu, sem samþykt var á síðasta þingi um að breyta þingtímanum frá febrúar til júní. Og í þeirri greinargerð vil ég lesa bréf, sem sent var til allra deiid- arforseta sem skýringu á breytingunni, og sem kom oinnig út í blöðunum. Bréfið skýr;r sig sjálft og er á þessa leið: Kæri vinur og félagsbróðir: Okkur þykir fyrir því, að þurfa að tilkynna þér og félögum þínum, að enn hefir ekki tekist að fá staðfest- ingu ríkisritara Canada á breytingunni, sem gjörð var á þingsetutíma þjóðræknisþingsins á síðasta þingi þess, og erum því knúðir til að halda næsta þing eins og verið hefir, í febrúar, þetta ár, og biðjum þig og félaga þína a ðvirða á betri veg, að svona hefir farið. Við getum fullvissað ykkur um, að hér er ekki um neina fordild að ræða frá hálfu stjórnarnefndar félags- ms, því að hún gerði ráðstafanir fyrir því strax að síð- asta þingi loknu, að breytingin yrði framkvæmd. Aðal- ástæðan fyrir því, að svona hefir farið, er sú, að lög- maður Þjóðræknisfélagsins var í burtu austur í Ev- rópu nálega alt síðastliðið sumar og þegar að hann kom heim aftur varð hann að ganga undir geysimik- inn uppskurö og er nú nýkominn á ról aftur. Kæru félagsbræður, við biðjum ykkur að virða alt þetta á betri veg og styðja að því, að þetta þing megi verða okkur öllum til sóma eins og þið hafið gjört að undanförnu. Við teljum lítinn vafa á, að breytingin verði löghelguð fyrir þingið 1952. Með beztu óskum, Virðingarfylst, P. M. Pétursson, forseti J. J. Bíldfell, ritari Breytingin, sem hér er umrædd var í 24. lagagrein félagsins, sem hljóðar á þessa leið: „Ársþing félagsins skal háð í febrúarmánuði ár hvert, á þeim stað og tíma. sem félagsstjórnin ákveður". Þetta er fyrsta setning greinarinnar og varð breytingin á henni einni. Sú breyt- ing hljóðaði á þessa leið: „Ársþing Þjóðræknisfélags- ins skal haldið á þeim stað og tíma, sem hvert þing ákveður fyrir fram“. Þessi breyting, samkvæmt 28. lagagrein, varð að fá samþykt ríkisritara Canada. Og í því tilfelli að sú samþykt fengist, var önnur samþykt gerð í fyrra, um stað og tíma, þar sem tekið var fram, að staðurinn ætti að vera Winnipeg, og tími, — fyrsta vika júnímánaðar. En nú var samþyktin ekki komin frá ríkisritara af þeirri ástæðu, sem tekin er fram í bréfinu, og þess vegna sáu nefndarmenn sér ekki ann- að fært en að hafa þingið á vanalegum tíma, í febrúar- mánuði, og vonuðu að félagsmenn út um bygðir og hér i bænum virtu það við nefndina, og tækju þessa van- rækslu ekki of nærri sér. Svo er annað sem ber að at- huga í þessu sambandi; það er réttur deilda, og þar með deildarinnar Frón í Winnipeg. í tilætlaðri laga- breytingu er tekið fram að hvert þing eigi að ákveða stað og tíma næsta þings. Ef samþykt væri að hafa þing á öðrum stað en í Winnipeg, þá væri deildin Frón beitt óréttlæti, því hún ein, af öllum deildum félagsins. eins og tekið er fram í 21. grein laganna, hefir ekki rétt til að veita fulltrúum né öðrum að fara mað atkvæði inn á þing. Þannið, ef að þing væri t. d. á Mountain, hefði deildin Báran sitt fulla atkvæðamagn, en Frón ekki nema eftir ]íví, hve margir fulltrúar frá Winnipeg kæmu á þing. Af þessu skoða ég, að þegar um laga- breytingu er að ræða í sambandi við þingstað og tíma, þá verður óhjákvæmilegt að gera breytingu á 21. laga- grein um leið, og fella þar úr síðustu setninguna. En hér á þessu þingi verður sams konar tillaga gerð af fulltrúum Fróns. En nú með þessum inngangi og þessari greinar- gerð, vil ég víkja að öðrum málum. Árið hefir verið atburðaríkt ár, bæði heima fyrir og erlendis, í lífi vor einstaklinga, í starfi félagsins, í þjóðarmálum og í alheimsmálum. Þar sem, í fyrra, er vér komum saman, áttu engar þjóðir í ófriði, eru nú sameinuðu þjóðirnar að gera tilraun, á erlendum strönd, að varðveita frið heimsins með hervaldi. Marg- ar mismunandi skoðanir eru á þessum bardaga, bæði innan og utan þeirra þjóða, sem beinan þátt eiga í hon- um, og hafa sumir látið efasemd sína í ljósi um að þetta sé rétta eða bezta aðferðin; hvort að sameinuðu þjóðirnar hafi ekki hlaupið á sig, eða hvort að herfor- inginn, sem ræður hefir ekki tekið sér meira vald í hendur en til var ætlast, og ýmislegt annað í sama sam- bandi. En hvað sem því líður, eru þúsundir manna, her- manna og saklausra og óháðra að bíða bana á spjótum stríðsguðsins. Og enginn getur verið hlutlaus. Hver einasti maður verður að glíma við sína eigin samvizku og ráðgera við sjálfan sig hvað sé, eða sé ekki, ákveðnasta og vissasta leiðin til friðar, og hvort að sú aðferð, sem hann velur sér að styðja sé í samræmi við þá trú, sem hann játar í samræmi við vilja guðs! I millitíðinni eru ungir- og efnilegir menn, blómaval þjóð- anna, að deyja erlendis. Hér heima fyrir hefir árið líka verið atburðaríkt og að nokkru leyti róstursamt og hafa flestir, bændur sem bæjarbúar, fengið að kenna á því. Vorið kom seint og var kalt og þar af leiðandi gátu bændur ekki sáð í akra sína fyr en seinast í maí og fram yíir miðjan júnímánuð og e. t. v. seinna. Sumarið var kalt, og haustið rigningasamt. Upp- skeran var þess vegna miklu seinni en vanalega-með þeim af- leiðingum, sem allir þekkja. í Winnipeg og bæjunum með fram Rauðánni alla leiðina suð- ur fyrir Grand Forks, — varð stór-flóð, hið stærsta sem þekst hefir í Rauðárdalnum á þessum síðustu hundrað árum. Rauðáin flæddi út yfir bakka sína og fór alt á kaf beggja megin árinnar á næstum því hundrað mílna svæði. Hús í Winnipeg og með fram ánni stóðu á kafi í vatni, og langt var komið fram á sum- ar áður en hægt var að fara að vinna akra, en þá orðið of áliðið til að sá í þá. Og jafnvel þó að sáð væri og hveiti yxi, þá urðu miklar skemdir á uppskerunni vegna bleytu og óhagstæðrar tíðar um haustið. Sem betur fór, býr meirihluti íslendinga í Winnipeg í vestur- bænum, en þangað náði flóðið ekki. Og þó að fáeinir íslend- ingar yrðu fyrir skemdum á flóðsvæðinu, voru þeir tiltölu- lega mjög fáir. Ég frétti sunn- an að frá Grand Forks, að Dr. Richard Beck og fjölskylda hans hefðu orðið að flytja sig tvisvar úr húsi sínu, en okkur hér norður frá gafst lílill tími til að hugsa til annara, því hér var flóðið stórfeldara en á nokkru öðru svæði. Um mitt sumar skall fellibyl- ur á í Winnipeg og urðu þá aft- ur töluverðar skemdir. En aftur sluppu Islendingar furðu vel. Innan félagsins hefir árið líka verið atburðaríkt ár, sem byrjaði með þinghaldinu í fyrra, einu af hinum beztu þingum, sem við höfum lengi haft. En nú vil ég snúa mér að öðr- um og þýðingarmeiri málum, og aftur, eins og í fyrra, þakka öllum mönnum, undan- tekningarlaust, sem þátt hafa átt í starfsemi félagsins og hjálp- að við að styðja að málum þess og koma þeim í framkvæmd. Og þar tel ég ritara okkar með. En ekki er hægt annað að segja, en að þetta hafi verið gott ár og framfara- og atburðaár mikið. Enn helzt meðlimatala félagsins miðað við það, sem áð- ur hefir verið. Fáeinir bætast inn í töluna eftir því sem aðrir falla frá. En þeir, sem inn koma, sem nýir meðlimir, bæta aldrei upp að fullu fráfall þeirra, sem lengi og vel hafa unnið að fé- lagsmálum, hvort sem er hér í Winnipeg, eða í deildum félags- ins út um bygðir. Á þinginu fyrir einu ári síðan sat maður, sem lengi tók beinan þátt í starfi þess — í stjórnarnefnd og í milli- þinganefndum, sem var stuðn- ingsmaður barnablaðsins Bald- ursbrá og mikinn áhuga hafði fyrir öllum málum félagsins. — ÍVeimur dögum eftir að þinginu auk í fyrra varð hann bráð- kvaddur, og þeir, sem höfðu set- ið þingið með honum, kvöddu með djúpum söknuði góðan fé- lagsbróður. Ég á hér við Berg- íhor Emil Johnson. — Aðrir sem dáið hafa á árinu, sem þátt hafa tekið í þjóðræknismálum og lengi verið meðlimir félagsins, eru Joseph B. Skaplason; Guð- mundur Jónsson frá Húsey á Vogar; Guðný Stefanía Guð- mundsson á Vogar; S. W. Mel- sted, Winnipeg; Einar Benja- mínsson á Geysi; Halldór Hall- dórsson, Vancouver; S. Guð- mundsson, Vancouver. Við minnumst þessara manna og kvenna í kærleika og þökk- um fyrir vel unnið starf og margar og góðar minningar frá liðinni tíð. FUNDARHÖLD. Á árinu hefir stjórnarnefndin haft marga fundi, sjálfsagt um fjórtán eða fimtán. Og þar fyr- ir utan hafa verið auka-smá- nefndarfundir í sambandi við ýmislegt, sem stjórnarnefndin hefir haft með höndum. Þar að auki hefi ég, sem forseti félags- ins, og aðrir nefndarmenn tekið þátt í fundum og samkomum innan og utanbæjar. ÚTBREIÐSLUSTARFSEMI. Meðal þeirra funda og skemt- ana, sem ég hefi sótt í nafni fé- lagsins utanbæjar, leyfi ég mér að nefna tvær samkomur á Lundar, 18. marz og 19. apríl; íslendingadagshátíð á Mountain, North Dakota, 16. júní; sam- komu á Geysi, 28. júlí, undir umsjón deildarinnar „Esjan“, þar sem að Gísli Jónsson, rit- stjóri Tímaritsins og Mrs. Ingi- björg Jónsson, vara-skrifari fé- lagsins, voru mér samferða, og voru þau dómarar þar, er nokk- ur ungmenni tóku þátt í fram- sagnar-samkeppni. Á íslendinga deginum flutti ég ræðu og tók þátt í guðsþjónustu ásamt séra Rúnólfi Marteinssyni, sunnu- daginn, 6. ágúst, er minst var 75 ára landnáms íslendinga í Nýja- íslandi. Ég fprðaðist um nokkr- ar bygðir með Páli Kolka lækni, sem ég minnist frekar síðar og flutti stutt ávarp á samkomu Icelandic Canadian Club núna í janúarmánuði síðastliðnum. Ég flutti erindi í vor sem leið á Frónsfundi, og var útdráttur úr því birtur á prenti, því að efnið fjallaði um 75 ára landnámsaf- mæli íslendinga hér í Manitoba. Þar að auki hefir Dr. Richard Beck, fyrrv. forseti félagsins, eins og áður, bæði í ræðu og riti, unnið að málum þess og haldið áfram kynningarstarfi sínu í þágu íslands og íslenzkra bók- mennta. Hann flutti, eins og kunnugt er, aðalræðuna á sam- komu þeirri, sem deildin „Frón“ efndi til í tilefni af 400 ára ár- tíð Jóns biskups Arasonar. Einn- ig flutti hann kveðju á hátíð Séra Valdimar J. Eylands fimmtugur, 3. marz 1951 VINARKVEÐJA: Þér fimmtugum, Valdimar, færi ég brag, því fyrir því hefir þú unnið. En mundu, að allt, sem þú ert í dag frá íslandi beint er runnið. Og hróður sá, er þér hlotnast kann, er hamingja frónskra dala og gæfa þess lands, sem þig ól og þér ann, og sem eitt hefir kennt þér að tala. Þegar hálfnuð er öld í ævi manns, má oft þar til frétta leita. Hvað hefir gerzt undir kufli hans, hver má þar svörin veita? Sú spurning nú flýgur af fingri mér til fjarlægra landa vestur, og leitar ókunnug þar að þér, sem þú hefir dvalið gestur. Því vagga þín stóð í Víðidal, í vordagsins gullnu lundum. Þeir gömlu enn muna þitt gleðihjal og þinn gáska frá æskustundum. Þeir muna það flest, seiti farið er. Og þó fenni í slóðir manna, í skammdegi ævinnar skemmta sér að skrautkerum minninganna. Hin íslenzku börn eru býsna þyrst í bókanna ginnhelgu fræði. Frá guðunum hlaustu til lærdóms list, þig lokkuðu öll þeirra gæði. Og fátæktin gat ekki hamlað hót, þó hristi hún brýndan ljáinn. Með gæfunni fórstu á gleðimót, svo genguð þið út í bláinn. En mehntagyðjan þér hélt í hönd á harðdrægum menntaslóðum, hún fylgdi þér út í fjarræn lönd, þig fól hún þar öðrum þjóðum. Svo gekkstu þar menntanna miklu braut til manndóms á listafjalli, Með sigraða æskunnar sorg og þraut sinntirðu skyldunnar kalli. Og frá þeim tíma í fjölmörg ár, sem fulltrúi' guðs á jörðu, þú læknar hin andlegu sviðasár og sorgirnar mýkir hörðu. > Til íslands þú komst, sem kunnugt er, að kanna hér fornar slóðir. Og heimalandið var hróðugt af þér, sem hjartkærum syni, móðir. e í ræðum þínum var fossafall, — þar fundum við eldmóð streyma! Ekki neitt pokaprestaspjall um píslir annara heima. Þín hugmyndaauðgi, þitt andlega fjör hreif áheyrendanna skara, svo unga fólkið og karlar í kör í kirkjuna vildu fara. Svo kvaddir þú landið í laufvnda þey, fórst langferð um hafið vestur. En góðvinir þínir hér gleyma þér ei, þó gerist á samveru frestur. Við hyllum þig fimmtugan, heiðrum þitt nafn, og hér er til mikils að vinna. Við gerum úr minningum myndlistasafn manndómsverkanna þinna. Hallgrímur Th. Björnsson kennari í Keflavík þeirri, sem deildin „Báran“ að Mountain hélt á lýðveldisdegi íslands 17. júní og ávarp á fyrir- lestrarsamkomu Páls V. G. Kolka læknis, er sama deild stóð að þar í byggð. Dr. Beck flutti einnig á árinu ræður um íslenzk efni á ensku bæði á samkomum og í útvarp, meðal annars á árs- f u n d i fræðafélagsins „The Society for the Advancement of Scandinavian Study“, sem hald- inn var á St. Olaf College í Northfield, Minnesota, en þar var hann jafnframt kosinn for- seti þess félagsskapar, og flytur kveðjur hans hér á þinginu. Þá kom einnig út snemma á síðastliðnu sumri hjá Cornell University Press hið mikla og merka rit dr. Becks, Hisiory of Icelandic Poeis: 1800—1940, sem vakið hefir mikla athygli og fengið ágæta dóma fræðimanna og rithöfunda beggja megin hafs ins. Ennfremur kom út á ís- landi síðastliðið haust úrval úr ræðum dr. Becks um þjóðrækn- ismál og ritgerðum hans um ís- lenzkar bó.kmenntir, Æiiland og erfðir, sem einnig hefir feng- ið mjög góða dóma beggja meg- in hafsins. Stendur rit þetta mjög nærri félagi voru og starfi þess, því að þar eru bæði kafl- ar úr ræðum, sem fluttar voru á þingum þess í forsetatíð höf- undar, og aðrar ræður, sem fluttar voru á samkomum deilda félagsins eða öðrum íslenzkum samkomum beggja megin landa- mæranna og eins úr íslandsferð hans á lýðveldishátíðina. Margt annað hefir hann einnig ritað á árinu um íslenzk efni í íslenzk og amerísk blöð og tímarit. 75 ára landnámsminning. Svo ber að minnast hátíða- haldsins sem stjórnarnefnd fé- lagsins stóð fyrir í haust, 12. október, er haldið var upp á 75 ára afmæli landnámsins hér í Manitoba og komu fyrstu ís- lendinga til Winnipeg í október- mánuði árið 1875. Einnig ber að minnast hátíða haldsins 7. ágúst á Gimli í sama tilgangi, undir forystu og leiðbeiningu forseta íslendingadags nefndarinnar, séra Valdimars J. Eylands. Þar voru líka ágætir gestir komnir til að heiðra minningu landnem- anna og landnámsins á viðeig- andi hátt, eins og t. d. Pálmi Hannesson, rektor Menntaskól- ans í Reykjavík og ekki er hægt annað að segja en að það há- tíðahald, sem bygðirnar allar í Nýja-íslandi áttu þátt í, var eitt af hinum beztu sem haldið hef- ir verið á Gimli, og á forstöðu- nefndin þakkir fyrir. Á samkomunni í Winnipeg, sem Þjóðræknisfélagið hélt, höfðu menn þá ánægju og heið- ur að hlusta á annan góðan og kærkominn gest, Hannes Kjart- ansson aðalræðismann íslands í New York. Hann flutti íslend- ingum hér vestra kveðjur og árnaðaróskir heimaþjóðarinnar og las upp skeyti frá forseta Is- lands, Sveini Björnssyni. Þjóðræknisnefndin hélt heið- ursgestinum og frú hans sam- sæti, til að fagna þeim og þakka þeim komuna. Allir voru hið hæsta ánægðir með minningar- athöfnina og gesti okkar báða. Enda var skemtiskráin góð og ræðurnar sem fluttar voru af J. J. Bíldfell og Wilhelm Krist- jánssyni hinar ágætustu. Geslir. Þeir gestir, sem hér hafa nú verið nefndir, voru aðeins einir af mörgum, sem heimsóttu okk- ur á árinu. Sjaldan höfum við tekið á móti jafn mörgum mikils metnum gestum á jafn stuttu tímabili, og þetta ár. Og hér sést hve mikla þýðingu á þessu sviði einu Þjóðræknisfélagið hefir. Það er að nokkru leyti móttöku- nefnd gesta sem hingað ber að, hvort sem er frá Islandi eða annars staðar. Og án félagsins er ekki auðvelt að vita hverjir eða hvaða félag annað gæti gert það á eins góðan eða viðeigandi hátt. Mér er sagt að Þjóðræknis- félagið á Islandi hafi verið stofn- Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.