Lögberg - 01.03.1951, Síða 6

Lögberg - 01.03.1951, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MARZ, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BtLDFELL, þýddi Morguninn eftir var ákveðið að hefjast handa, og þegar morguninn kom færði póst- urinn hr. Morton eftirfylgjandi bréf: „Herra: — Ég hefi sökum veikinda ekki get- að skrifað þér fyrr. Ég get nú naumast valdið pennanum, en undir eins og að ég er orðinn ferðafær þá ætla ég að heimsækja þig í N Móðir drengsins, sem hjá þér er, Sidney Mor- tons, fól mér hann á dánarbeð sínum til eftir- lits og umsjónar. Ég tel mér því skylt, að láta mig varða framtíð hans, og kem því til að taka hann í mína umsjá. En eldri drengurinn — þessi vesalings Philip, sem ómaklega hefir orð- ið að þola svo mikið óréttlæti. — Ég hefi látið lögmann okkar skrifa hr. Plaskwith og hefi heyrt alla söguna — hvað er orðið um hann? Allar okkar tilraunir til að finna hann hafa verið árangurslausar. Ég var of veikur til að hefja leit sjálfur þegar í byrjun. Máske að hann hafi leitað hælis hjá þér — móðurbróðir sín- um; ef að hann hefir gjört það, þá segðu hon- um, að hann sé ekki í neinni hættu frá hendi laganna, — að sakleysi hans hafi verið fylli- lega viðurkennt; og að faðir minn og ég biðj- um hann að þiggja umönnun okkar. Ég get ekki skrifað meira núna, en ég vonast eftir að sjá þig innan fárra daga. Ég er herra, o. s. frv. Arlhur Beauforl, Berkley Square“. Hitt bréfið var frá hr. Plaskwith, og hljóð- aði þannig: „Kæri Morton: — Það hefir nokkuð sérlega óþægilegt komið fyrir. — Það er ekki mér að kenna, þó að það sé allt annað en skemmtilegt fyrir mig. Frændi þinn, Philip, eins og ég gat um í bréfi til þín áður, var iðinn og vinnugef- inn drengur, þó að hann væri einkennilegur og illa siðaður — ef tii vill sökum skorts á upp- eldisaga, og frú P. er, eins og þú veist, mjög siðfáguð og menntuð kona. — Konur leggja mikla áherzlu á siðfágun — svo að hún gat al- drei þýðst hann. Nú kem ég að efninu, eins og keisarinn franski var vanur að segja: Kveld eitt bað hann mig um peninga handa móður sinni, sem að hann sagði að væri veik, á mj‘g gikkslegan hátt — ég má segja, með hótunum. Það var í minni eigin búð og í viðurvist Plim- mins og frú P.; ég var neyddur til að svara honum með ávítunum og fór út úr búðinni. Þegar að ég kom til baka, þá var hann farinn, og nokkrir shillings, fjórtán held ég og þremur pundum, auðsjáanlega úr peningaskúffunni var dreift um gólfið. Frú P. og hr. Plimmins voru dauðhrædd, töldu sjálfsagt, að stolið hefði ver- ið frá mér og að það ætti að drepa okkur. — Plimmins svaf niðri um nóttina og við feng- um að láni hundinn hans Johnsons. Það kom ekkert fyrir. Ég hélt ekki, að neinu hefði verið stolið frá mér, því að þegar við fórum að telja saman peningana, þá var þeim í engu áfátt. Ég þekki mannlegt eðli: Hann hafði hugsað sér að taka þá, en sá sig um hönd — það er ljóst. Ég var eðlilega mjög reiður og hélt að hann mundi koma aítur — og ásetti mér að gefa honum ærlega ráðningu — beið í nokkra daga, frétti ekkert af honum; vildi ekki hlusta leng- ur á frú P., því að eins og Napoelon Bónaparte tók fram. „Konur eru góðar á þeirra eigin vísu, en ekki á okkar“. Ég fékk Plimmins til að fara með mér inn í bæ. Réði Bowstreet-hlaupara til að finna Philip — kostaði mig 1£ og lshilling og tvö glös af brennivínsblöndu. Það er rétt ný- búið að jarða vesalings frú Morton — það var næsta tilfinnanlegt! — Sáum drenginn allt í einu á götunni. Plimmins hljóp í beztu mein- ingu á eftir honum — var rutt um koll og hann meiddist á handleggnum — kostaði mig 2£.6s. fyrir áburð. Philip hljóp í burtu, við hlupum á eftir honum — gátum ekki fundið hann. Neydd- umst til þess að fara heim aftur. Daginn eftir kom lögmaður frá hr. Beaufort, George Black- well hét hann, sæmdar maður og sagði hann að Beaufort vildi gjöra allt sem sanngjarnt væri. Get ég gjört nokkuð meira? Ég er í sann- leika sagt mjög órólegur út af drengnum, og frú P. og ég höfum smá hnippingar út af hon- um, en það gjörir ekkert til. Mér fannst réttast, að skrifa þér um hvað gjöra skyldi. Vinsamlegast, C. Plaskwilh" P.S. „Ég opna bréfið aftur til að bæta við. Lögregluþjónn frá Bowstreet kom rétt áðan og sagði, að drengurinn hefði sézt í félagi með grunsömum mönnum. Þeir halda að hann sé farinn burt frá Lundúnum. Bow-street-menn vilja fara á eftir honum — mjög kostnaðar- samt: Svo þú skait ráða fram úr þessu“. Herra Spencer hlustaði varla á bréfið frá hr. Plaskwith, en út af bréfi Arthurs lá við að hann yrði afbrýðissamur. Hann vildi feginn fá að annast börn Katrínar einn, en hann var allra manna óíærastur til að hefja leit að þeim, sem nú reið svo mikið á að gjöra með þrótt og forsjá. Tilfinninganæmur, hugsanasljór maður, á- kveðinn iðjuleysingi — dagdraumamaður, sem hafði eytt lífi sínu við að fúska og hanga yfir auðvirðilegum skáldskap og andvarpa yfir lífs- aðstöðu sinni; — ekkert barn var eins gjörsam- lega hjálparlaust eins og hr. Spencer var. Það varð því að lenda á hr. Morton að hefj- ast handa að því er leitina snerti, og hann gjörði það líka hreint sagt skipulega og djarf- lega. Hann lét prenta lýsingu á drengjunum á sérstök blöð og sendi hana út víðs vegar. Lög- reglumenn voru fengnir til að aðstoða, og lög- fræðingur var fenginn til að fara með hr. Spencer og leita í iðnaðarparti bæjarins, þangað sem að drengirnir höfðu stefnt þegar þeir sáust síðast. 7. Kapíluli í millitíðinni voru bræðurnir komnir langt í burtu frá bænum N . . . Og hann sem fæðir hrafnana ungu, greiddi götu þeirra. Philip hafði sagt Sidney fréttirnar um lát móður þeirra, og Sidney hafði grátið sárt. En hvað geta börnin vitað um dauðann? Saknaðartár þeirra þorna og hverfa eins og dögg fyrir sólu. Það er raunalegt að bera saman, djúp staðfestu og hinn framsýna kærleiksmátt elskuríkra for- eldra við hvikula, veika og reikandi ástúð barnsins, sem litskrúð fiðrildanna vekur aðdáun hjá. — Það var fyrstu flótta-nóttina undir ber- um himni, sem Philip, er hélt hendinni um herðar bróður síns, sagði honum frá að móðir þeirra væri dáin. Veðrið var aðdáanlegt, loftið glitraði í ágúst-tunglskininu, kornakrarnir breiddu sig út frá þeim í allar áttir og það blakti ekki lauf á hnotutrénu, sem þeir sátu undir. Það virtist eins.og að náttúran sjálf brosti meðaumkunaraugum við þessum sorg- bitnu munaðarleysingjum og segði við þá: — „Syrgið ekki þá dauðu. Ég sem er ódauðlegur, skal ganga ykkur í móðurstað! Þegar á leið kveldið sáu þeir bólstra af ný- hyrtu heyi og þeir grófu sig ofan í ylmríkt heyið. Morguninn eftir vöknuðu þeir við klið fuglanna, og til þess að ganga úr skugga um, að þeir væru enn frjálsir og fríir, eins og loftið sem um þá lék. Hver er sá æskumaður sem ekki hefir notið gleði frelsisins og ævintýr- anna? Að hafa heilan heim af skógum og græn- um grundum allt í kringum sig — að finna til síns eigin afls í fyrsta sinni — að fagna í hinni viltu en þó unaðslegu sjálfstæðiskend — að leika Crusoe — og ímynda sér Friday í hverju spori — og sína eigin eyju í hverjum akri? Já, þrátt fyrir einstæðingsskap, móðurmissir- inn og andstæða framtíð, þá voru þessir mun- aðarleysingjar hamingjusamir — hamingju- samir í æsku sinni — frelsi sínu — kærleika sínum — ferðalagi sínu í hinu dásamlega lofti, hins dýrðlega ágúst-mánaðar. Það bar við, að þeir komu þar, sem fólk var að vinna við hey eða áökrum, sat í skógar- rjóðrum við máltíðir, að drengirnir, sem voru farnir að venjast því að mæta fólki á ferð sinni og vaxið hafði hugrekki, komu til þess og neyttu matar með því af hinum einföldu mál- tíðum þess, með list sem þreyttum unglingum er eiginleg. Stundum á kveldin sáu þeir eld- bjarma fram undan sér við skógarbeltin ljós Gypsi-flokka sem komnir voru í náttstað, en hjá þeim sneiddu þeir með mestu varúð þeir minntust þjóðsagnanna um álfa og for- ynjur, sem þeir höfðu heyrt á barnsárum sín- um, og sneiddu hjá þeim með leyndardómsfull- um ótta. — Loftið var svo dásamlega fagurt, þegar húmið breiddi sig smátt og smátt yfir glóandi kveldroðann, og tunglið kom hægt og sígandi fram — dýrð náttúrunnar, sem sérstak- lega einkennir þetta undursamlega tímabil! Akurlendið er þá grænna heldur en í hitunum í júní og júlí, — þeir hafa þá tekið á sig skraut vorsins í annað sinn. Meðfram veginum, sem drengirnir fóru eftir, mátti enn sjá blóm- knappa á limgjörðum trjánna, bláklukkur glitra í stargrasinu og harðgerð heiðarblóm á há- lendinu. „Kveld eftir kveld fóru þeir fram hjá einum akrinum eftir annan á ferð sinni, sem-minntu þá á munnmælasögur, er þeir höfðu heyrt í æsku og voru svo minnisstæðar og oft sagðar einmitt í þeim mánuði — ágústmánuði — um álfa — hringina sem þeir, vesalings drengirnir héldu hálft um hálft að væru þeim vernd eins og fyrrum, að þeir hefðu verið þeim, sem ein- mana voru og enga áttu að. Þeir forðuðust almanna vegi og alla bæi með óttakendri varúð. En stundum stönsuðu þeir á gistihúsum, sem voru út frá almanna- leið. Mötuðust þar og hvíldu sig, þó að það væri oftar, sem þeir keyptu sér matarbita í sölubúðum og fóru svo með hann út úr bæjun- um og neyttu hans úti í skógi undir limskrúði trjánna, eða á árbökkum, þar sem þeir gátu horft á lygnt vatnið líða fram hjá og silunga vagga og velta sér. Þeir kusu sér oft heldur náttstað í eyðikofum eða í heybólstrum, sem á vegi þeirra voru, en á gistihúsum, sem nokkurt viðlit var fyrir þá að gista í, og þegar að þeir gerðu það, þá var það alltaf eftir nákvæma athugun á svip og atburðum gistihúseigend- anna. Philip hafði aðeins farið inn í einn bæ, það var á öðrum degi þessa ferðalags þeirra, til þess að kapa óvandaðri föt, heldur en að þeir bræður voru í og nokkur áhöld, sem þeim voru nauðsynleg á ferðalagi þeirra, var það hyggilega gjört, því í hinum nýja búningi sín- um vöktu þeir enga forvitni eða sérstaka eftir- tekt. Þeir voru nú búnir að vera á ferðinni í nokkra daga; og þar sem að þeir tóku stefnu í byrjun, í öfuga átt við iðnaðarpart bæjarins, sem þeir fóru frá og leitinni að þeim var beint til, voru þeir nú komnir langt í burtu frá þeim stöðvum — inn í miðja aðra sveit, í námunda við einn af stærri bæjum á Englandi; og Philip var farinn að hugsa um að þeir ættu að fara að binda enda á ferðalag sitt og ráða við sig hvað gjöra skyldi. Hann hafði trúlega varð- veitt og farið mjög gætilega með peningana, sem að móðir hans lét eftir sig. Hann leit svo á, að þeir peningar hefðu verið sér afhentir til að varðveita þá handa Sidney, en ekki til að eyða þeim, heldur auka þá svo þeir gætu verið stofn til framtíðarhagsmuna. Skapgerð Philips hafði þroskast mikið síð- ustu vikurnar, ekki sízt að því er hugsanaafl hans snerti. Hann var ekki lengur unglingur, heldur maður, og bar ekki aðeins ábyrgð á sinni eigin framtíð, heldur líka á lífi og fram- tíð annars manns. Hann réði því við sig, að fara inn í bæinn, sem þeir voru nærri komnir til, og leita fyrir sér með atvinnu til framfærslu þeim báðum. Sidney var mjög tregur til að hætta við hið skemtilega ævintýralíf þeirra; en hann félst á að blíðviðrið gæti ekki haldist út í það óendanlega og þegar að veturinn kæmi að þá mundi ekki verða eins mikið gaman að vera úti á skýlislausum sléttunum, svo að hann lét að umtölum Philips. Þeir komu inn í bæinn dag einn um nónbil, og eftir að að vera sér úti um ódýran gististað, skildi Philip Sidney eftir þar sem hann var orðinn lúinn af ganginum, og fór út í bæinn einn. Philip, eftir allt ferðalagið, þótti mikið til þess koma sem bar fyrir augu hans í bænum: hinar breiðu götur og umferðarinnar um þær, búðanna, sem honum fundust sérstaklega skrautlegar og annað sem honum fannst bera vott um verzlunarfjör og vellíðan. Honum fannst það undarlegt, ef að hann gæti ekki fengið hér eitthvað að gjöra, þar sem svona mikið væri um að vera. Hann hélt áfram að ganga í hægðum sínum um göturnar unz að hann kom auga á litla búð á götuhorni og í glugganum á henni stóð stárt pappaspjald, sem á var letrað: Ráðningarskrifslofa — Gagnkvæmur hagnaður. Skrifstofa hr. John Clumps, opin á hverjum degi frá kl. tíu til fjögur. Skrifstofuþjónar, vinnukonur, algengir verkamenn o. s. frv. ráðnir í arðvænlega vinnu. Sanngjarnt gjald. N.B. Elzta vinnuráðningarskrifstofan í bænum. Vantar nú góðan matreiðslumann, og undir- garðmann. Það sem Philip var að leita eftir var þá þarna. Hann fór inn og sá stuttan feitan mann með gleraugu sitja þar við skrifborð og vera að blaða í bók, sem virtist vera nærri útskrifuð. „Herra“, sagði Philip. „Ég er að líta mér eftir vinnu. Mér er sama hvaða vinna það er“. „Það kostar hálfa ,Crown‘ (68 cents) að setja nafn þitt á skrána. Það er ágætt. Nú skaltu gefa mér upplýsingarnar. Þú lítur ekki út fyrir að vera þjónn!“ „Nei, ég vildi gjarnan fá eitthvað að gjöra, þar sem lærdómur minn getur komið að gagni. Ég get lesið og skrifað; ég kann latínu og frönsku; ég get teiknað og ég kann reikning“. „Ágætt; þú ert vel að þér ungi maður — viðfeldið viðmót, prýðilega menntaður; að- stoðarkennari í skóla. Hvernig væri það?“ „Hvað viltu helzt fá að gjöra?“ „Meðmæli?“ „Nei, engin“. Hr. Clup leit upp og á Philip. Philip 'var ekki óundirbúinn, undr þessa spurnngu, og var nógu skýr til að sjá, að bezt mundi vera að segja eins og var. „Sannleikur- inn er sá“, sagði hann möglunarlaust, „að ég naut góðs uppeldis; faðir minn dó, og það átti að neyða mig til þess að læra iðn, sem mér féll ekki; ég fór í burtu þaðan, og á nú engan að“. „Ef ég get hjálpað þér, þá skal ég gjöra það“, sagði hr. Clump kaldranalega. „Get ekki lofað neinu. Ef að þú værir daglaunamaður, þá máske gerði ekki mikið til um karaktir; en menntaður ungur maður verður að hafa karakters vitnis- burð. Hendurnar eru ávalt nothæfari en heil- inn. Menntunin stoðar ekki nú á dögum; al- geng, mjög algeng. Komdu aftur á mánudag- inn“. Dálítið hnugginn og vonsvikinn fór Philip út úr skrifstofunni; en hann hafði öruggt traust á sjálfum sér og úrræðum sínum, og náði sér brátt aftur þegar að hann kom út í mannþröng- ina á götunum. Hann stansaði all-lengi við hesthús, þar sem leiguhestar voru hafðir af gömlum vana, og sá hesthúsmann í hesthúsinu vera að reyna að fást við ungt, fjörugt hross, auðsjáanlega ótamið. Eigandi hestsins stóð þar hjá í grænni stuttri treyju og í klofstígvélum með keyri í hendinni, ásamt einum eða tveim- ur mönnu möðrum, sem litu út fyrir að vera hestakaupmenn. „Farðu af baki, klaufinn þinn! Þú getur ekki ráðið við þessa fallegu og fjörugu skepnu“, hrópaði hesthúseigandinn. „Hann er auðveldur eins og lamb, herra minn, ef að maðurinn kynni að ríða honum. En ég hefi engan mann, sem kann að sitja hest, síðan að William dó. Farðu af baki, labbakúturinn þinn!“ ' En að komast af baki, án þess að detta, var hægara sagt en' gjört. Hesturinn braust um og hamaðist eins og trylltur væri. Philip horfði á þetta hugfanginn og færði sig nær og nær, unz hann var kominn til hestakaupmannsins. Hinir hesthúsmennirnir hlupu til félaga síns, sem sat enn á hestinum, hræddur og skjálf- andi og komst með naumindum af baki, en hesturinn frýsaði og nuddaði hausnum við brjóst og handleggi hestaþjónsins, sem hélt honum föstum á beizlinu eins og að hann vildi segja: „Eru nokkrir fleiri, sem vilja reyna?“ Eftir að Philip hafði horft á þennan leik litla stund, flaug honum í hug að hesturinn væri gamall kunningi. Hann gekk til hans, og þegar að hann sá hvíta blettinn fyrir ofan vinstra augað á honum var hann viss um að svo var. Hann hafði verið ungur foli, sem var alinn upp og honum ætlaður ,og sem á vellist- ingardögum Philips hafði étið brauð úr hend- inni á honum og elt hann eins og tryggur rakki í hestagerðinu heima hjá föður hans, og sem að hann hafði riðið á berbakt, þegar að faðir hans sá ekki til hans — vinur frá hinum sólbjörtu æskuárum; sami hesturinn, sem að hann hafði stært sig af við Arthur Beaufort. Hann lagði hendina á makka hestsins og hvísl- aði í eyrað á honum „Soho! So Billy!“ og hest- urinn leit upp snögglega og hneggjaði. Herra“, sagði Philip við hesteigandann, „ef þú vilt þá skal ég taka að mér að ríða hestinum, og láta hann hlaupa yfir girðinguna fyrir hand- an. Lofaðu mér að gjöra það“. „Þarna er hugrakkur drengur“, sagði hest- húseigandinn, sem varð feginn boðinu. „Sagði ég ykkur ekki, herrar mínir, að hesturinn þarna væri gallalaus og ekkert að honum að finna, ef menn kynnu að fara með hann. Hestakaup- mennirnir hristu höfuðin. „Má ég gefa honum ofurlítinn brauðbita fyrst?“ spurði Philip, og einn af hestasveinun- um var sendur eftir brauði inn í hús. Á meðan var eins og hesturinn léki á alls oddi, og sýndi merki um að hann þekti Philip og Philip tal- aði sífelt við hann, og þegar brauðið kom og hesturinn át það úr lófa Philips, urðu allir sem viðstaddir voru steinhissa. Philip, sem enn var að gæla við hestinn, steig nú varlega á bak honum. Hesturinn tók snöggt viðbragð, svo að hestakaupmennirnir allir forðuðu sér sem bezt þeir gátu, en Philip náði fljótt haldi á honum, og kyrrðist þá hesturinn eins og altaminn væri, og þegar Philip, eftir að hafa sýnt vald yfir hestinum, lét hann hlaupa með sig þrisvar sinnum yfir hlaupa-girðinguna, fór hann af baki og rétti hestasveini taumana, sneri sér hróðugur að hestakaupmanninum, sem klapp- aði á öxlina á honum, og sagði með áherzlu: „Herra, þú ert góður maður! og ég er upp með „Herra, þú ert maður! og ég er upp með mér af að þú skyldir koma hingað“. Á meðan skoðuðu aðkomumennirnir hest- inn, litu á hófana á honum, þreifuðu um leggi hans, litu upp í hann og fullgerðu samninga um kaup á honum, sem áreiðanlega hefðu’ fall- ið niður, ef Philip hefði ekki bjargað þeim við. Þegar að kaupmennirnir voru farnir með hestinn, sneri hestakaupmaðurinn, hr. Stub- more sér að Philip, sem stóð og studdi sig við hesthúsvegginn og horfði á eftir hestinum raunalegur á svipinn. „Kæri herra minn, þú seldir þenna hest fyrir mig — þú vissulega gjörðir það! Get ég nokkuð gjört þér til þægðar? Ein velgjörð verðskuldar aðra. Hérna eru nokkrir skild- ingar“. „Þakka þér fyrir, herra! Ég þarf ekki pen- inga, en ég þarf að fá vinnu. Máske að ég geti verið þér þénanlegur. Ég hefi fengist við hesta síðan að ég var barn — alist upp með þeim“. „Ég sá það, herra! Það var svo sem auðséð. Ég skyldi halda, að hesturinn hafi þekt þig!“ Hestakaupmaðurinn bar fingurinn upp að nef- inu. „Það var alveg rétt af þér að þegja! Það var gamall viðskiptavinur minn, sem ól hann upp —t orðlagður hestamaður, herra Beaufort. Ó, það hefir verið þar, sem að þú þektir hann. Þú hefir máske verið hestasveinn þar?“ „Ég þekti herra Beaufort vel!“ „Gerðirðu? Þú gast ekki þekt betri mann. Jæja, ég skal með ánægju gefa þér vinnu, þó að hendurnar á þér sýni, að þú sért eitthvað í ætt við alðalsfólkið — er ekki svo? Látum það vera; ég ætla þér ekki hesthúsverk! — heldur að líta eftir hestunum. Kantu nokkuð í bók- færslu?“ Já“. ”Meðmæli?“ Philip endurtók það, sem að hann hafði sagt við hr. Clump. Einhverra hluta vegn eru menn, sem mikið eru með hestum, kredduminni í kröfum sínum en annað fólk. Saga Philips virtist ekki hafa nein fráhrindandi áhrif á hann.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.