Lögberg - 15.03.1951, Side 3

Lögberg - 15.03.1951, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MARZ, 1951 3 SKÚLI SKÚLASON: Án skóganna gæti Finnar ekki verið sjólfstæð þjóð FINNAR tala um „grænt gull“. Það er líking á borð við „hvít kol“ eða „silfur hafsins" — síld- ina. En græna gullið í Finnlandi hefir það fram yfir silfur hafs- ins að það er jarðfast, rótgróið við moldina, sem það vex upp úr, svo að það getur ekki falið sig, eins og síldin gerir því mið- ur of oft. Græna gullið er skóg- urinn, og hann kafnar ekki und- ir nafni, því að hann er mesta auðlindin, sem finnsk náttúra hefir að bjóða. Finnland er lang- mesta skógland Evrópu, að frá- skildu Rússlandi norðanverðu, og engin þjóð í heimi á afkomu sína undir skóginum í jafn rík- um mæli og Finnar, enda nem- ur skóglendið 5,3 hektörum á hvert mannsbarn í landinu. Rúmlega 70% alls þurrlendis í Finnlandi er vaxið skógi, eða alls 21,7 miljón hektarar. Og það komast mörg tré fyrir á landflæmi, sem er tvöfalt stærra en ísland. Og þetta er góður skógur, betri en í Noregi og Sví- þjóð. Bæði vegna þess að út- flutningsskilyrði fyrir timbur voru fyrrum lakari í Finnlandi en í hinum löndunum og skóg- urinn því ekki höggvinn jafn miskunnarlaust og svo vegna hins, að Finnar urðu fyrri til en hinar þjóðirnar, að finna vís- indalegan grundvöll undir með- ferð skóganna og setja reglur um meðferð þeirra. Rúmur helmingur af finnsku skógunum (52.3%) er fura, en uæst kemur greni, rúmlega fjórðungur (28.5%). Þriðja aðal viðartegundin er birki, 16.8%, eða sjöttungur af öllu skóglendi. Aðrar viðartegundir, einkum ösp og erli, eru aðeins 2.5% samtals. Ef nokkurs staðar er ástæða til að segja, að maður „sjái ekki skóginn fyrir tómum trjám“ þá er það í Finnlandi. Sannast að segja hlýtur þeim, sem kemur frá landi víðáttumikils útsýnis, að-þykja „þröngt fyrir augum“ er hann ferðast um Finnland, því að maður sér hvergi nema rétt rúmlega jafnlangt nefi sínu, nema þar sem eitthvert hinna mörgu vatna rýfur þykknið og f 1 y t u r sjóndeildarhringinn fjær. Sums staðar gefur að vísu að líta dali eða lægðir, þar sem ser til margra býla í einu og nokkurn veginn samhangandi rsektað land, en alls staðar er þó skógurinn nálægur og þekur allar hæðir. Og þegar kemur inn i hin eiginlegu skógarhéruð er hann svo yfirgnæfandi, að ekki fer meira fyrir ræktuðu blett- unum kringum bæina í skógar- hafinu en fyrir íslenzkum tún- Um í óræktaða landinu, þegar litið er yfir það úr flugvél. Skóglendið í Finnlandi er um 1100 kílómetra langt frá norðri til suðurs og nokkur hluti þess er fyrir norðan heimskauta- haug, svo að það ræður að lík- Um, að gróskan sé mjög mismun- andi. Nyrzti hluti landsins er þakinn freðmýrum og skógur- lnn verður bæði gisnari og rýr- ari er norðar dregur. Árið 1918 var finnsku skógarrannsóknar- stofnuninni komið á fót, undir eiðsögn ágæts vísindamanns, Ivessalo prófessors, og árið 1922—’23 fóru fram mælingar á °llu skógarmagni landsins og arsvextinum, og samskonar mæl mgar voru gerðar á ný fimtán arum síðar. Samkvæmt þeim telst svo til, að ársvöxtur skóg- anna nemi alls 45.7 miljón rúm- metrum, eða sem svarar sam- eldum hlaða 45.7 metra háum °§ heilum ferkílómetra að grunnfleti. En í meðalári höggva Minnist CCTEL í erfðaskrám yðar. Finnar að meðaltali um 36 mil- jón rúmmetra og ef auk þess er gert ráð fyrir að um 5 miljón rúmmetrar fari í súginn þá verð- ur nýting þó altaf nokkru minni en vextinum nemur. í Noregi og Svíþjóð söfnuðust víðáttumiklir skógar á einstakra manna hendur. Þeir keyptu skógana undan jörðunum og náðu þannig í víðáttumiklar torfur, en smábændurnir sem selt höfðu skógana undan jörð- um sínum urðu síðan að vinna fyrir sultarkaupi hjá stóreigna- mönnunum við að höggva sama skóg, sem þeir höfðu sjálfir átt áður. í Finnlandi fór þetta í öf- uga átt. Það sem af er þessari öld hefir verið unnið að því að bændur eignuðust býli sín sjálf- ir. í byrjun aldarinnar var meira en helmingur allra finnskra bænda leiguliðar, og höfðu þeir að vísu leyfi til að nota skóg jarðarinnar til eigin þarfa, en ekki að höggva timbur til sölu. En 1918 voru sett lög, sem gerðu ábúendum kleift að eignast jarðirnar með góðum greiðslukjörum, og þá um leið skógarítak, sem nægði þeim til eigin þarfa. Við þetta breyttist ástandið svo, að í stað fárra og stórra skógareigenda urðu þeir margir og smáir. Ríkið hefir einni gmiðlað bændum af opin- berum jarðeignum til að stofna nýbýli og enda keypt stórjarðir og bútað þær sundur í smábýli, sem svo voru seld. Þegar um 400.000 manns urðu að flýja úr þeim héruðum, sem Rússar tóku, varð hið opinbera að sjá þessu fólki fyrir jarðnæði og studdi það vitanlega að fjölgun smá- býlanna. Af skógareigendum í Finnlandi eiga 75% minna en 50 hektara skógar, og var þetta samtals 27% af skógum Finn- lands. Hins vegar áttu aðeins 6 skógareigendur af hverjum þús- und meira en 500 hektara skóg- lendi, sem var samtals 12% af öllum skógum Finnlands. En skógareign tæps fjórða hluta bænda er einhversstaðar milli 5 og 500 hektarar og eru yfir 60% af skógunum á höndum þessa fjórða hluta, sem eru hinir eig- inlegu „skógarbændur“ lands- ins. Smltbændurnir, sem eiga innan við 5 hektara, hafa lítið aflögu umfram smíðavið og elds- neyti. Skógarhöggið í Finnlandi hvíl ir fremur á bændunum sjálfum en sérstakri stétt „skógar- manna“. — Það er eitt af störf- um bóndans og stundað á þeim tíma árs, sem hann hefir helzt aflögu þ. e. vetrinum. Þá ann- ast konur og krakkar gegning- arnar, en bóndinn „fer í verið“ og heggur skóg. Skógarhögg hefir jafnan verið mikilsverður atvinnuvegur í Finnlandi, en verðmæti þess fyrir þjóðarbúið hefir farið hrað vaxandi á síðari áratugum, síð- an þjóðin fór að hagnýta skóg- ana til þess að breyta þeim í trjákvoðu og pappír. En hlut- fallslega er meira notað af skóg- um til heimilisins í Finnlandi en t. d. í Noregi og Svíþjóð. Raf- magn er miklu minna til heim- ilisnota í Finnlandi en hinum löndunum og meira notað af skógi til eldiviðar. Til sveita þekkist ekki annar eldiviður en timbur, og í bæjunum er mjög lítið af innfluttu eldsneyti, þ. e. kolum og koksi. Skógurinn er aðal-hitagjafi þjóðarinnar um leið og hann veitir henni skjól. Þó að múrsteinsbrennsla sé mik- il í Finnlandi eru timburbygg- ingar yfirgnæfandi til sveita þar. Nota Finnar um þriðjung alls skógarviðar til heimilis- þarfa, þ. e. smíða og eldsneytis. Um 8% af timbrinu flytja þeir til útlanda, ýmist sagað eða ó- unnið, en nær helmingur fer í sögunarmyllurnar eða trjá- kvoðu- og pappírsgerðirnar. Síð- asta áratuginn hefir útflutning- ur af söguðu timbri numið 200. 000 standördum á ári, en sögun- armyllurnar eru um 600 alls. Sérstök ástæða er til að minn- ast á krossviðarframleiðslu Finna, sem er tiltölulega ný af nálinni en hefir aukist mjög hratt. Fyrsta krossviðargerðin var stofnuð 1912, en nú eru þær yfir tuttugu og framleiða um 200.000 smálestir á ári. Aðeins 4% af framleiðslunni er notað í landinu sjálfu svo að krossvið- urinn veitir þjóðinni drjúgan erlendan gjaldeyri. Þessi fram- leiðsla byggist á birkiskógunum, sem henta mjög vel í krossvið, enda er sá finnski viðurkennd- ur fyrir gæði, og selst um allan heim. Líka má geta þess, að um 90% af öllum tvinnakeflum í heiminum eru gerð í Finnlandi. Um 3—4 þúsund smálestir af þeim eru fluttar úr landi á ári hverju. Þessi framleiðsla byrjaði 1870 og nú eru 7 stórar tvinnakeflagerðir í Finnlandi. Þá er og mikið flutt út af smíð- uðum húsgögnum, einkum úr birki. Og finnsk timburhús, al- smíðuð, hafa fengið mikinn markað bæði í Englandi og Ameríku. En allt þetta verður þó létt á metunum þegar það er borið saman við útflutning trjákvoðu og pappírs. í þeirri grein hafa framfarirnar orðið mestar í Finnlandi og átt drýgstan þátt í því að auka verðmæti skóganna. Finnar hófu pappírsfram- leiðslu árið 1670, en það var ekki fyrr en 1860, er aðferð fannst til að vinna pappír úr trjátægj- um, að verulegur skriður komst á framleiðsluna. Hve stórkost- leg hún er orðin nú, má marka á því, að árið 1948 nam pappírs- og trjákvoðu-útflutningurinn rúmum helmingi alls útflutn- ings, eða 29 miljarð mörkum, og timbur og smíði úr timbri yfir 42% af heildarútflutningn- um. Skógurinn stóð með öðrum orðum undir 93.5% af öllum út- flutningi þjóðarinnar, eða svip- að því sem sjávarafurðirnar gera hjá okkur í góðum fiski- árum. Það verður því augljóst að Finnar eiga afkomu sína fyrst og fremst undir skógunum. Þeir vita það og reyna að gæta þess fjársjóðar eins vel og unt er. Til dæmis munu hvergi á Norð- urlöndum vera jafn góðar ráð- stafanir til að varna skógareld- um og í Finnlandi. Og Finnar leggja stund á að halda skógun- um við og bæta þá, t. d. með því að ræsa fram mýrlend skóg- arsvæði og rækta innfluttar trjá- tegnudir, sem þykja gefast bet- Að lokum ein Skotasaga: — Sandy gekk í golfklúbb og var sagt af formanninum, að ef hann setti nafnið sitt á kúlurnar og þær týndust, myndi honum verða skilað þeim, þegar þær findust. „Gott“, sagði Sandy, „skrif- aðu líka nafnið mitt á þessa kúlu“. Það var gert. „Heyrðu, settu líka læknir, ég er það nefnilega , og heimilisfangið“. Þessu var einnig hlýtt. „Svo er bara eitt til“, hélt Sandy áfram, „gæturðu komið líka Viðtals- tími frá 10—3?“. ☆ Balsac lá eitt sinn vakandi um nótt, þegar hann sá mann læð- ast varlega inn í herbergið og reyna að opna skrifborðið hans. Þjófnum brá heldur en ekki í brún, þegar hann heyrði íbúa herbergisins, sem hann hélt að væri í fasta svefni, skella upp úr og hlæja hjartanlega. Hann sneri sér að Balsac og spurði forviða og ruglaður: „Því eruð þér að hlæja“. „Ég hlæ að því, góði minn“, svaraði rithöfundurinn, „að þér eruð að reyna í niðamyrkri með vitlausum lykli að finna eitt- hvað í þessu skrifborði, þar sem ég í fullri dagbirtu og með rétt- an lykil', finn ekki neitt“. Business and Professional (ards ur t. d. í Finnmörku en stofninn sem var þar fyrir, og hefir úr- kynjast sökum vanhirðu. Skóg- urinn er sá fjársjóður, sem þjóð- in má ekki missa. Og jafnfarmt er ósleitilega lega unnið að því að gera skóg- arviðinn sem verðmestan, og framleiðsluna sem fjölbreytt- asta, þannig að breyta megi til með hana, ef verðfall verður á einni vörutegund, og framleiða eitthvað annað í staðinn. Árin eftir stríðið hefir veriðið á skógarafurðunum verið hag- stætt og þetta hefir bjargað þjóð inni yfir erfiðustu árin. Án skóganna og hins fullkomna iðnaðar, sem á honum byggist, hefði þjóðinni alls ekki verið kleift að byggja upp landið á ný og afla sér gjaldeyris fyrir þeim mikla innflutningi, sem Finnland getur ekki verið án, sízt á meðan verið er að greiða hernaðarskaðabæturnar. Án skóganna gætu Finnar ekki verið sjálfstæð þjóð. —Lesb. Mbl. THE RENAISSANCE OF ANTIQUES British craftsmen work in the tradition of their forbears. At a workshop in Richmond, Surrey, the three Langhorn brothers, Robert, Albert and Stanley, are carrying on their family tradition for fine crafts- manship in the restoration and preservation of fine antiques. Though the demand for antiques of all kinds for furnishing and for interior decoration is rapidly in- creasing, the supply is necessarily limited, and the Langhorn brothers, serving clients from all over the world, bring all their craft and skill to the job of pre- serving and restoring the work of the original crafts- man. Here Albert Langhorn is at work staining a piece of wood which has been inserted to replace a part of this table top which was badly burned. PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—652 HOME ST. Vi&talstími 3—5 eftir hádegi J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalax. Leigja hús. Ut. vega peningalán og eldsábyrgS, bifreiSaáb>TgS o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœGimgar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 29Í CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. II. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 HAGB0R6 FUEI PHONE 2I3SI Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREBT Selur líkkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnaður sá bezU. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi 27 324 Heimilis talsimi 26 444 Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Maternity Hospital Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson 27 482 Ruth Rowland 88 790 Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út meS reyknum.—SkrifiS, simiS til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIPEG S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDS0N Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repalrs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Wlnnlpeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 Talsimi 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðinffur i augna, eyma, nef off kverka sjúkdómum 209 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfrœöingur í augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasími 403 794 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. ‘ WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated Gunnar Erlendsson Pianist and Teacher Studio — 636 Home Street Telephone 725 448 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Acconntants 505 Confederation Life Bldg. WINNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers VVinnipeg, Man. Phone 923 5fii JOHN A. HILLSMAN, M.D., Ch. M- 332 MEDICAL ARTS BLDG. Office 929 349 Res. 403 288 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale DistriX>utors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Sími 925 227

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.