Lögberg - 15.03.1951, Blaðsíða 8

Lögberg - 15.03.1951, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MARZ, 1951 Úr borg og bygð Maireiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til sölu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar- ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. A. MacDonald 11 Regal Ave. St. Vital Sími 205 242 Mrs. H. Woodcock 9 St. Louis Road, St. Vital Sími 209 078 eða til Columbia Press Limited, 695 Sargent Ave. Sími 21 804. ☆ The Jon Sigurdson Chapther I O D E will hold a “Birthday Bridge“ on March 19th Monday Eve. in the Federated Church Parlors at 8.30 sharp. Valuable prizes will be awarded the lucky winners. ☆ ÞAKKARORÐ — Innilegt hjartans þakklæti viljum við undirrituð votta öll- um þeim, sem á einn eða annan hátt hafa hjálpað okkur síðan húsið okkar, og allt innanstokks, brann 2. des. 1950. Sérstaklega viljum við minnast hjálparfé- lagsins, „Help in Need“, sem stofnað var í Riverton við þetta tækifæri, „Red Cross“, sem strax sendi okkur föt, og ná- granna og skyldmenna, sem veittu börnum okkar heimili meðan við hjónin vorum á sjúkrahúsinu sökum bruna af orsökum eldsins. í huga og hjarta geymum við nöfn ykkar allra, vinir og vel- unnarar, fjær og nær, sem svo frábærlega vel hjálpuðu okkur. Wilfred og Edna Hjörleifson og börn. Riverton, Man. ☆ Fólk í íslenzku byggðunum og hér í borg, sem hefir í hyggju að sækja hina miklu hljóm- listarhátíð í Playhouse Theatre 30. marz, ætti að tryggja sér aðgöngumiða sem fyrst. Hinar tvær íslenzku listakonur, sem þar koma fram, eru svó vinsæl- ar, ekki einungis meðal íslend- inga, heldur og annara þjóð- erna, að sennilegt er að aðgang- ur að öllum sætum hússins selj- ist fyrirfram. Aðgöngumiðar fást hjá Miss Margréti Pétursson, 45 Home Str., sími 721 724; Björnsson’s Book Store, 702 Sargent og hjá íslenzku vikublöðunum, Lög- bergi og Heimskringlu. Mr. Soffonías Thorkelsson rit- höfundur frá Victoria, B.C., kom til borgarinnar á mánudaginn var ásamt frú sinni; munu þau hjón dvelja hér í nokkra daga; það er altaf hressandi að heilsa upp á Mr. Thorkelsson, þennan fróða og glögga alvörumann. ☆ HeimilisiðnaðarfélagiS heldur fund kl. 8 á þriðju- dagskvöldið þann 20. þ. m., að PIONEER CHICKS are "Bred for Produdion" ORDER NOW FOR EARLY DELIVERY R.OP. Sired Barred Rocks Approved Lieht Sussex New Hampshires 100 50 Rhode Island Reds 25 100 50 25 19.75 10.40 5.45 18.75 9.85 5.20 Pullets Pullets 34.00 17.50 9.00 34.00 17.50 9.00 Cockerels Cockerels 15.00 8.00 4.25 15.00 8.00 4.25 White Leghorns 17.25 9.10 4.85 White Rocks 18.25 9.65 5.10 Pullets Pullets 35.00 18.00 9.25 34.00 17.50 9.00 Cockerels Cockerels 5.00 3.00 1.75 15.00 8.00 4.25 Live Arr. Gtd. Pullets 96% Accurate PIONEER HATCHERY 416 Corydon Avé. Winnipeg, Man. Producers of High Quality Chicks Since 1910 heimili Mrs. Paul Sigurdson, 134 Niagara Street. Sr Þeir séra Eric H. Sigmar frá Glenboro og séra Jóhann Frið- riksson frá Lundar voru staddir í borginni á mánudaginn. ☆ „FÖGUR ER FOLDIN". Ræður og erindi eftir Dr. Rögnvald Pétursson. Bók, sem öllum er gott að lesa og eiga. Mjög ódýr bók. Rúmar 400 blað- síður í stóru broti. Kostar í mjög laglegu bandi aðeins $4.50. Björnsson's Book Síore, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Fólkið óttar sig . . . Framhald af bls. 5 arar og hermenn. Eti í þeirra hópi er líka úrval hjáríkjanna, knattspyrnumenn, pólskir flug- menn og háttsettir rússneskir liðsforingjar. Við teflum vesa- lings Fuchs og Pontecorvo dul- arfulla, sem báðir hafa kosið Moskvu, fram gegn hundruðum þúsunda A.-Evrópumanna, sem vildu fá að draga að sér loft frelsisins á árinu 1950. Þetta •fólk gefur öruggasta svarið við þeirri spurningu, hvort komm- únistastefnan vinni hugi al- mennings í heiminum eður eigi. Hún týnir fylginu. Sigrar Stalínismans á árinu hafa unnist fyrir valdbeitingu, venjulega með aðstoð annarra. „Sigrar“ stefnunnar hafa fengizt með valdi og óvæntum árásum. Á árinu 1950 urðu menn vitni að rússneska okinu í óvönduð- ustu mynd þess, en menn hafa líka orðið vitni að því, að áhrifa- vald kommúnistastefnunnar hef ir orðið að víkja úr hugum al- mennings. Hún er ekki framar trúaratriði. Hún er orðin al- heimssamsæri. —Mbl. 13. febr. Fegrunorfélagið verðlaunar þau hús, sem fegurst þykja Fegrunarfélagið hefir nýlega sett nefnd til þess að skoða ný hús hér í bænum og benda á þau, sem fegurst eru. Ætlar félagið að verðlauna þau hús, sem fegurst þykja og bezt, eða byggingameistara þeirra og eigendur. Þetta verður samskonar starf- semi og sú, sem félagið hefir haldið uppi undanfarin ár nm garðana og haft hefir greinileg áhrif á garðrækt bæjarmanna og áhuga á henni. 1 húsnefnd- inni hafa tekið sæti, að beiðni félagsstjórnarinnar, þeir Hörð- ur Bjarnason, skipulagsstjóri, Þór Sandholt, arkitekt, og Selma Jónsdóttir, listfræðingur. Þá mun Fegrunarfélagið halda fund í næstu viku um skipulags- mál bæjarins. Framsögumenn verða arkitektarnir Sigurður Guðmundsson og Þór Sandholt. Þessi fundur verður sameigin- legur fyrir Fegrunarfélagið og Reykjavíkurfélagið, en þessi fé- lög ætla að koma á samvinnu sín í milli um þau mál, sem eru sameiginleg áhugamál þeirra, þótt þau starfi sjálfstætt hvort um sig. Um jólin í vetur lét Fegrun- arfélagið gera allmörg steinker, sem sett voru á Lækjargötu, að ráði bæjarins, og tré í þau. Er að þessu mikil prýði. Nú hyggst félagið koma slíkum kerum fyr- ir á fleiri stöðum og undirbýr samvinnu um þetta mál milli fé- lagsins og ýmsra stofnana og stórhýsa í bænum, sem líklegt þykir að vilji ljá þessu lið. Er ætlunin að með vorinu geti slík blómaker komið víða um bæ- inn. Fleiri mál hefir Fegrunarfé- lagið nú í undirbúningi varð- andi fegrun bæjarins. —Mbl. 14. febr. Nýjar vélar teknar í notkun hjó ullarverkmiðjunni Gefjun Síðasta ár vann verksmiðjan úr 163.000 kg. af ull og um 200 manns störfuðu, þar Fyrstu vélarnar í hinni nýju ullarverksmiðju Gefjunnar á Akureyri voru nýlega teknar í notkun. Eru þetta tvær svissneskar spunavél- ar af mjög fullkominni gerð, og ein kembivélasamstæða. innan skamms verður vef- stólum komið fyrir í nýja vélasalnum, og verða þeir 16 talsins. Árið sem leið vann Gefjun samtals úr 163.787 kg. af ull og nálega 200 manns unnu hjá fyrir- tækinu. Unnið er nú að því að full- gera hið nýja verksmiðjuhús Gefjunnar, sem mun vera stærsta verksmiðjuhús á land- inu. Er það allt á einni hæð, nema ullarþvottastöðin, sem er á tveim hæðum. Gólfflötur verksmiðjusalsins er 4400 fer- metrar. Þegar þessi nýja verksmiðja verður öll tilbúin og tekin til starfa, má fastlega búast við því, að Gefjun geti aukið framleiðslu sína á prjónabandi og dúkum, svo að ekki þurfi að vera skort- ur á þeim vörum í landinu. Framleiðsla Gefjunar á árinu 1950 var sem hér segir: Dúkar 75.000 m. Teppi 2.317 stk. Stoppteppi 604 stk. Kamb- garns-prjónapand 26.949 kg. — Annað band 10.281 kg. Lopi 61.265 kg. Samtals var unnið úr 163.787 kg. ullar. Allmikil aukning varð á framleiðslunni frá árinu 1949, ef lopinn er frátalinn. Fram- leiðsla dúka jókst um 14.000 metra, framleiðsla stoppteppa tvöfaldaðist, kambgarnsprjóna- band jókst um 5.000 kg. og ann- að band um 6.000 kg. Við ullarverksmiðjuna Gefj- un starfa nú 174 manns, en auk þess 20 við ullarþvottastöðina. Þá störfuðu að’ staðaldri 45 manns við nýbyggingar verk- smiðjunnar á árinu. Á síðastliðnu ári greiddi ull- arverksviðjan Gefjun 5.2 mill- jónir króna í vinnulaun, þar af 1.1 milljón við nýbyggingar. —Alþbl. 10. febr. íslenzk smíðuð trésmíðavél í vélsmiðjunni Blossi ó Flateyri Vélsmiðjan Blossi á Flat- eyri hefir framleitt nokkr- ar trésmíðavélar, og eru þær algerlega íslenzk smíði, nema hvað rafmagnsmótor- inn, sem knýr tæki vélar- innar, er innfluttur. Aðeins tvær slíkar vélar hafa komið hingað til Suðurlandsins og fékk barnaskólinn í Hafnar- firði aðra, en Páll Guðjóns- son, trésmíðameistari í Reykjavík, hina. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið hjá Páli Guð- jónssyni, er vél þessi hið mesta þing, að hans dómi. Hún er lítil um sig og létt og því auðveld í flutningum, og þarna eru sam- einuð ýmis tæki í einni vél, sem annars eru sjálfstæð verkfæri hvert fyrir sig. Fylgjandi tré- smíðavél þessari eru t. d. afrétt- ari, fræsari, hjólsög og lang- holsuðubor. Sagði Páll að vélin væri sérstaklega hentug til þess að vinna með henni við innrétt- ingar á húsum, og væri það kost ur hve auðvelt væri að flytja hana á milli, en það væri létt verk fyrir fjóra menn. Forstjóri vélsmiðjunnar Blossi á Flateyri er Vilberg Jónsson, og hefir hann gert vélina eftir sænskri fyrirmynd. —Alþbl. 22. febr. Betty: „Mamma, sendir Guð okkur matinn?“ Móðirin: „Já, elskan“. Betty: „En það verð hjá hon- um“. „Hvað er að þér, Jón? Ertu meiddur?“ „Já, alveg áreiðanlega. Ég sagði Pétri hvaða álit ég hefði á honum í gærkvöldi og það lítur út fyrir, að hann hafi haft verra álit' á mér“. ☆ Orsök og afleiðing. „En hvað sjúkrabílstjórarnir hljóta að þurfa að horfa upp á miklar þjáningar og eymd“. „Já, vissulega! I hvert skipti, sem þeir fara í ferð, aka þeir á einhvern“. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja 4 Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017.— Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. * Á íslenzku kl. 7 e. h. ......... e. h. ☆ Allir ævinlega velkomnir. Jonni: „Þetta er hnefaleik- ☆ arinn frægi, MacCorker, bróðir — Argyle Prestakall — minn var í sama bekk og hann“. Sunnudaginn 18. marz, Tommi: „Það er nú ekki mik- (Pálma-sunnd.) ið, hann sló þrjár framtennur Glenboro kl. 11 f. h. úr bróður mínum“. (ensk messa). Baldur kl. 7 e. h. (ensk messa). Islenzk föstu-messa í Glen- boro á fimtud. 15. marz, kl. 7:30 e. h. Eric H. Sigmar ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Pálma-sunnudag — Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Ensk messa kl. 7 síðd. Cantata: „The Darkest Hour“ undir stjórn Mr. E. Dinusson kl. 8.30 síðd. S. Ólafsson ☆ — Páskamessur — Sunnudaginn, 25. marz — Riverton kl. 2 e. h. Árborg kl. 8 e. h. Guðsþjónusturnar f a r a fram á ensku. Cantata: „The Dorkeat Hour“ Allir boðnir og velkomnir! Skúli Sigurgeirsson Sáttmálasjóður veitir 60-70 íslendingum styrki á þessu ári 72 íslendingar sfunda nám í dönskum háskólum, þar af 23 við Hafnarháskóla. Sáttmálasjóður hefir úthlutað styrkjum til 60—70 íslenzkra ríkisborgara fyrir þetta ár. Um þessar mundir stunda samtals 72 íslendingar nám í döskum háskólum, þar af 23 við Kaupmannahafarháskóla. Móðgun á móðgun. „Ég sé reglulega eftir þessum misskilningi, Finna, og ég er til- búin að mæta þér á miðri leið og sættast“. „Misskilningi! Ef þú værir ekki alveg tilfinningalaus, mynd irðu kalla það rifrildi“. ☆ Göfugt markmið. Hún: „Hefurðu heyrt um Endurbótaklúbb kvenna?“ Hann: „Já, hann virðist hafa það markmið að endurbæta allt, nema klúbbinn, og alla, nema meðlimi hans“. Samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Dana hér á landi skipt- ast styrkir sáttmálasjóðsins sem hér segir: Á fundi 23. júní s.l. úthlutaði hin danska deild sáttmálasjóðs eftirfarandi styrkjum tii ís- lenzkra ríkisborgara: Til eflingar dönsk-íslenku menningarsambandi var úthlut- að: 16 íslendingum 300 kr. hverj- um til dvalar við ýmsar náms- stofnanir, 1 fékk 500 kr. Til vísinda: Til rannsókna ís- lenzkra miðaldabókmennta var úthlutað 1800 kr. Á fundi hinn 28. desember s.l. úthlutaði hin danska deild sátt- málasjóðs eftirfarandi styrkjum til íslenzkra ríkisborgara: Til eflingar dönsk-íslenzku menningarsambandi var úthlut- að: 21 íslending 300 kr. hverjum til dvalar við ýmsar námsstofn- anir, einum íslendingi 500 kr. Til vísinda: Einum Islendingi 500 kr. til að vinna í Árnasafni. Til grasafræðilegra rannsókna á íslandi var úthlutað 1500 kr., til ljósmyndunar íslenzkra ævin- týrahandrita 1000 kr. og til nor- rænnar orðabókar 25.000 kr. Til íslenzkra stúdenta: 17 ís- lenzkum stúdentum 500 kr. hverjum, 9 íslenzkum stúdent- um 300 kr. hverjum. Skibsreder A. P. Möllers Fond af 1936 til fordel for islandske studerende úthlutar hvert ár 800 kr. eða 4 sinnum 200 kr. Eins og stendur stunda 23 ís- lendingar nám við Kaupmanna hafnarháskóla og 49 við aðra há- skóla, flestir í verkfræðiháskól- anum (27) og listháskólanum (10). Aðgangur er ekki takmark- aður að Kaupmannahafnarhá- skóla né Árósarháskóla, en allir aðrir háskólar hafa þurft að tak marka tölu nemenda við ákveð- ið hámark, og verður danskur nemandi því að víkja fyrir hverj um útlendingi, sem skólavist hlýtur. —Alþbl. 21. febr. Stórhríð nyrðra, mjólk- urlaust ó Akureyri í gær var stórhríð hér nyrðra með mikilli fannkomu. Umferð tepptist á vegum og mjólkur- iaust varð í bænum eftir hádegi. Engin mjólk er væntanleg í dag, fannfengi er geysimikið. —Alþbl. 22. febr. Páskavikan í Fyrstu lútersku kirkju PÁLMASUNNUDAG Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 11 f. h. (á ensku) íslenzk messa kl. 7. SKÍRDAGSKVÖLD, KL. 8 Altarisganga (á íslenzku). FÖSTUDAGINN LANGA, KL. 7 Stainer’s Crucifixion verður sungin af sameiginlegum söngflokk. Elmer Nordal og Albert Halldórsson ein- söngvarar. PÁSKADAG Hátíðaguðsþjónustur á venjulegum tíma. Allir ævinlega velkomnir! YOUR CHOICE of the finest * ELECTRIC RANGES * REFRIGERATORS ELECTRIC RANGES . . . featuring modern stylish lines, with fast heating elements, roomy ovens and automatic heat control. Available in both table top and low oven models. Choose from a long list of makes including Moffatt, General Electric, McClary, Westinghouse, Gurney, Findlay and Frigidaire. ELECTRIC REFRIGERATORS . . . with plenty of storage space to keep food fresh. Up to date features include dependable refrigerating units and reliable temperature selectors. You can choose from such beautiful models as Frigidaire, General Electric, McClary, Westinghouse, Philco, Gib- son and Leonard. EASY TERMS AVAILABLE (k W' PORTAGE & KENNEDY Phone 968 201

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.