Lögberg - 15.03.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.03.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MARZ, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. IltLUFE IjJj. þýddi „Er drengurinn með honum?“ spurði hr. Spencer. „Já, herra“. „Dálítið niðurbældur og hægur drengur?“ spurði hr. Spencer. „Hægur! Hamingjan hjálpi þér! Ég hefi al- drei heyrt háværari ærslabelg! Þarna hlaupa þeir og hamast í garðinum eins og æringjar“. „Þarna sjáið þið“, stundi hr. Spencer upp, „hann gjörir drenginn alveg eins vondan og að hann er sjálfur“. „Hvað eigum við að gjöra, hr. Blackwell?“ spurði Skarp, sem var farið að langa í vatn og brennivín. „Hvað eigum við að gjöra? Mér var að detta í hug að þú ættir að fara til hestakaupmanns- ins strax í fyrramálið og fá að vita hjá honum, hvort að náið samband sé á milli Philips og svikarans, og að án þess að segja hver hann er, að hr. Stubmore gæti haft einhver áhrif . . .“ „Já“, sagði Arthur, „segðu ekki frá hver hann er“. „Þú gætir gefið í skyn, að hann ætti að fást til að hlusta á vini sína og fara til þeirra. Herra Stubmore getur verið virðingaverður maður og . . . .“ „Ég skil“, sagði Sharp. „Ég er ekki í nein- um vafa um, að ég gæti lagað þetta. Við lærum að þekkja upplag mannanna í okkar embætti; — vegna þess að við finnum duldu hliðarnar. Góða nótt, herrar!“ „Þú ert fölur, hr. Arthur; þú ættir að fara að hátta; þú lofaðir honum föður þínum, eins og þú manst“. „Já, mér líður ekki vel. Ég skal fara að hátta“, og Arthur stóð upp, kveikti á kerti og gekk til herbergis síns. „Ég skal finna Philip á morgun“, sagði hann við sjálfan sig, „hann hlustar á mig“. Það, að Arthur Beaufort hafði hafist handa til að uppfylla loforðið, sem hann gaf og á- byrgðina, sem hann með því tókst á hendur, sýndi og sannaði hin veglegustu og fegurstu einkenni sálarlífs hans. Undir eins og að hann fór að ná sér eftir slysið, sýndi hann svo mik- inn áhuga fyrir velferð drengjanna föðurlausu, að faðií- hans var knúður til að senda eftir Blackwell til þess að gjöra hann rólegri Lög- fræðingurinn hafði frétt um nafn húsbónda Philips í R . . . frá D . . . . Arthur sendi Black- well til hr. Plaskwith, og hann frétti þar, það sem lesandinn hefir áður séð í bréfi Plask- withs til Rodger Mortons. Lögfræðingurinn sendi svo eftir Sharp og fól honum að leita drengina uppi. Sharp tilkynti lögfræðingum eftir stuttan tíma, að drengur sem í öllu svar- aði til lýsingunni á Philip, hefði sama kveldið og að hann hvarf verið gerður kunnugur af manni alkunnum, ekki aðeins fyrir meiriháttar glæpi heldur sem þátttakandi í hinum víð- tæku og fjölbreyttu viðfangsefnum sem ein- kennast með hugtakinu að bjarga sér eins og bezt gengur, hæverskum hópi manna, sem stunduðu sömu iðn á samkomustað þeirra, en síðan hefðu engar fréttir af honum farið. En þó að Blackwell létist vera vinveittur flótta- manninum opinberlega, þá hamlaði það hon- um ekki frá að ala á við skjólstæðinga sína, bæði þann eldri og hinn yngri orðsporinu, sem að Philip hlyti að bera. Eins og flestir lög- fræðingar var hann harður í garð þeirra, er eitthvað viltust út af vanans vegi, og hann á- leit flótta Philips og hvarf óyggjandi sönnun fyrir óartarinnrætis-tilhneigingu hans; og þetta framferði hans varð enn áhrifameira í augum Blackwells eftir að hann fékk tilkynninguna frá hr. Sharp, sem virtist sýna, hve fljótt eftir hvarfið að Philip lagði lag sitt við þessa við- sjárverðu félaga. Beaufort lávarður, sem þeg- ar fordæmdi Philip, tók í sama strenginn og lögfræðingurinn; og sagan um þetta, sem fram- koma Philips virtist sanna, kom til eyrna Art- hurs svo umhverfð að hann var bæði hryggur og reiður: — En Philip var svo ungur — og svo stutt síðan að hann gaf móður föðurleys- ingjans loforð sitt — og ef að hann var nú strax hneigður til afvegaleiðslu, var þá ekki ,ástæða til að gjöra tilraun til að leiða hann á veginn rétta? Með þetta í huga, fór Arthur eins fljótt og að hann var fær að hitta frú Lacy, hún fékk honum miðann, sem Philip skildi eftir, sem hafði djúp áhrif á hann og styrkti hann í öllum hinum fyrri áformum sín- um. Frú Lacy gjörði sér mikið far um að fá að vita nafn hans, en Arthur hafði heyrt, að Philip hefði neitað allri aðstoð frá föður sín- um, og hr. Blackwell hélt, að drambi Philips yrði máske beitt gegn sér og saddi því ekki forvitni frúarinnar. Hann skrifaði daginn eftir bréfið til hr. Rodger Mortons, sem við höfum séð. Katrín gaf honum áritun bróður síns, og svarið frá Morton skýrði honum frá hvarfi Sidney, sem menn héldu að væru með bróður sínum. Þessar fréttir höfðu þau áhrif á Art- hur að hann krafðist að fara til N . . . . undir eins og taka þátt í leitinni. Faðir Arthurs tók þvert fyrir að hann færi; afleiðingarnar urðu þær, að Arthur fékk ákafa hitaveiki og lækn- ir sagði að líf ha'ns væri í hættu, ef að hann fengi ekki vilja sínum framgengt. Beaufort lá- varður varð neyddur til að láta undan, pvo Arthur ásamt Blackwell og hr. Sharp fóru til N . . . . Leitin, sem hingað til hafði verið ár- angurslaus, var nú sótt með reglubundnara fyrirkomulagi. Smátt og smátt fyrir atbeina hr. Sharp komust þeir á feril drengjanna að vissu takmarki. En frá því virtist leiðin skipt- ast: tveir drengir, sen^ lýsingin átti við, höfðu sést í smáþorpi, svo kom önnur frétt up að drengirnir hefðu sést í hafnarbæ í alt annari átt, og enn kom frétt um, að þeir hefðu sést á vegi, sem liggur til bæjar inn í miðju landi og enn í annari átt. Þessar fréttir ollu því, að Arthur og faðir hans skildu. Beaufort lávarð- ur og Rodger Morton fóru til hafnarstaðarins; Arthur, Spencer og Sharp tókst betur til, því þeir eltu braut drengjanna inn í bæinn, sem þeir voru í. Að því er Beaufort eldri snerti, eftir að hann vissi að syni sínum var orðið hughægra, var 1 vondu skapi. Honum dauð- leiddist samfylgdin við Morton. Hann skamm- aðist sín niður fyrir allar hellur, fyrir, að hann, sem svo virðulega stöðu skipaði, skyldi hafa látið leiðast til að taka þátt í slíkum eltinga- leik; honum stóð meiri ótti en ánægja af, ef að hinn örgeðja Philip fyndist og réði því við sig að halda heim til Lundúna við fyrsta tækifæri. Daginn eftir kom hr. Sharp inn í skrifstofu hr. Stubmores. Þegar að hann kom sá hann Philip, en komst inn í skrifstofuna án þess, að Philip sæi hann. „Herra Stubmore, er ekki svo?“ „Jú. Hvað get ég gjört fyrir þig?“ Herra Sharp lét glerhurðina aftur og lyfti grænu tjaldi, sem huldi gluggana frá og benti Stubmore, sem var orðinn hissa, að koma til sín. „Sérðu unga manninn í flauelstreyjunni. Er hann vinnumaður þinn?“ „Já, herra; hann er minn hægri handar maður“. „Nú, jæja; þú skalt ekki verða skelkaður, en ættfólk hans er að leita að honum. Hann hefir lent í óreiðu, og við vildum að þú værir hon- um ráðhollur“. „Ja, hérna! Ég vissi að hann strauk, sem sýnir hversu hugrakkur að hann er, og eins lengi og að hann vill vera hér hjá mér, þá geta þeir sem eru að elta hann fengið sér bað í hestatroginu þarna!“ „Áttu börn? Það er, ertu fjölskyldufaðir, hr. Stubmore?“ spurði Sharp og stakk hönd- unum í buxnavasana spenti þá út og seti út stút með miklum alvörusvip. „Heimska! Þessir tilburðir hafa engin áhrif á mig! Segðu gæsunum þessa vitleysu. Ég segi þér, ég get ekki án þessa manns verið. Maður verður að líta eftir hag sínum“. „Ó!“ hugsaði Sharp. „Ég verð að fara aðra leið.“ — „Herra Stubmore", sagði hann og settist niður, „þú ert skýrleiksmaður. Það er ekki sanngjarnt að fara fram á að nokkur maður hafni sínum eigin hag. En hvað veistu um þennan ungling. Hafði hann karakter-vottorð?“ „Hvað varðar þig um það?“ „Það snertir þig frekar sjálfan, hr Stub- more; þetta er aðeins drengur, og ef að hann fer til ættfólks síns þá getur það séð um hann; hann hefir komist í slæman félagsskap síðan að hann kom hingað. Þekkir þú laglegan, skeggjaðan mann, sem talar mikið um létti- vagninn sinn og var á ferðinni í gærkveldi ríð- andi á brúnni hryssu?“ „Ja-á!“ sagði hr. Stubmore og fölnaði lítið eitt, „og ég þekki hryssuna líka. Ég seldi hon- um hana!“ „Borgaði hann fyrir hana?“ „Já, auðvitað, hann gaf mér ávísun á Coutts“. „Og þú tókst hana! Ég er hissa!“ Herra Sharp lygndi aftur augunum og blístraði með þeirri síngyrnisánægju, sem menn finna til þegar annar maður er gabbaður. „Hvað er nú; þú heldur ekki að ég hafi verið dreginn á tálar? Ég lét ekki hryssuna af hendi við hann, fyrr en ég hafði spurst fyrir um hann á hótelinu — og gekk úr skugga um, að hann var þar mikilsmetinn, átti keyrslu- vagn, fallegan hest, hafði þjón og sóaði pen- ingum eins og sandi!“ „Ó, herra! Ó, herra! Hvílíkur heimur! Hvað kallar hann sig?“ „Já, hérna er ávísunin — George Frederick de — de Burgh Smith“. „Láttu ávísunina í pípuna þína, maður minn — láttu hana í pípuna, hún er einskis virði!“ „En hver í djöflinum ert þú?“ ískraði í hr. Stubmore, sem var orðinn jafn reiður við sjálf- an sig og gestinn. „Ég, herra minn“, sagði gesturinn og reis tígulega á fætur, — „ég herra minn er hinn voldugi Bowstreet-embættismaður og ég heiti John Sharp“. Herra Stubmore brá svo að hann nærri féll af stólnum, sem að hann sat á, augun eins og ætluðu út úr höfðinu á honum og hann skalf á beinunum. Hr. Sharp sá fljótt breytinguna og valdið sem að hann hafði náð yfir honum og hélt áfram: „Já, herra; og ég gæti sagt þér margt mis- jafnt um þann mann, sem er hvorki meira né minna en yfirlætis-spjátrungur, sem að hefir eyðilagt fleiri stúlkur, og kaupmenn, heldur en nokkur lávarður í landinu. Svo að ég kom til að aðvara þig, því ég sagði við sjálfan mig, hr. Stubmore er heiðarlegur maður“. „Það vona ég að hann sé, herra“, sagði hestakaupmaðurinn, sem nú var orðinn hinn auðmjúkasti; sú var alltaf skapgerð mín“. „Þú ert fjölskyldufaðir?“ „Ég á þrjá drengi og barn á brjósti“, sagði hr. Stubmore raunalega. „Og þú skalt ekki verða fyrir neinu skakka- falli, ef að ég get varnað því! Ungi maðurinn þarna, sem að ég er á eftir, sérðu; þekkir kaf- tein Smith. — Nú, nú — sérðu í gegnum þetta núna — gerirðu?“ „Kafteinn Smith sagðist þekkja hann — höggorminn þann arna — og það var það, sem gjörði mig óvarkáran". „Við megum ekki dæma unglinginn og hvers vegna, hann á vini á meðal aðalfólksins. Þú skalt segja honum að fara til baka til sinna kæru ættmanna og þá verður allt fyrirgefið; segja honum að þú viljir ekki hafa hann leng- ur; og að ef að hann vilji ekki fara til baka, að þá verði hann að sigla sinn eigin sjó án hjálpar annara, og beita áhrifum þínum við hann eins og kristnum manni ber, og það sem meira er, að þú sem ert þriggja drengja faðir og barns sem er á brjósti, átt ekki að undirhalda hann, eftir það sem þú nú veist um hann“. „Undir-halda hann! Ég hefi komist dásam- lega út úr þessu. Það er betra fyrir mig að fara og vitja um hryssuna“. „Ég efast um að þú munir finna hana. Kaf- teinninn sá mig í morgun. Hann gisti á hótel- inu þar sem ég bý. Hann er allur á bak og burt nú!“ „ „Og því í fjandanum léztu hann fara?“ „Vegna þess að ég hafði enga stefnu á hann“, svaraði Bowstreet-maðurinn og fór út úr skrifstofu hr. Stubmores ánægður yfir verki sínu. Það tók Stubmore ekki lengi að grípa hatt sitt, hlaupa yfir að hótelinu og ganga úr skugga um að kafteinn Smith væri farinn, vagninn hans farinn með tveimur hestum nú í staðinn fyrir einn þegar að hann kom, og að hann hefði skilið eftir hjá hóteleigandanum aðra ávísun á Coutts. Þetta tók hann aðeins fimm mínútur. Hann kom til baka móður og rauður í andliti af reiði og samvizkukvöl. „Að hugsa sér að maður, sem ég tók að mér eins og son skyldi vera þátttakandi í þessu! Það eru ekki peningarnir — heldur þorpara- skapurinn, sem að særir mig!“ tautaði hr. Stub- more fyrir munni sér um leið og hann kom heim að hesthúsinu. Hann rak sig undir eins á Philip. „Herra“, sagði Philip, „ég þurfti að sjá þig til að segja þér að þú skyldir vara þig á kaf- tein Smith“. „Ó, þú þurftir, vissir þú að hann er farinn? Strokinn til Ameríku spái ég. Heyrðu mig, ungi maður; vinir þínir eru að leita að þér; ég ætla ekki að segja neitt á móti þér, en þú skalt fara aftur til þeirra — ég þvæ hendur mínar af þér. Það er of mikið fyrir mig að fást við. Hérna er vikukaupið og láttu mig al- drei sjá þig framar. Þetta er.allt sem ég hefi að segja við þig!“ Philip henti peningunum, sem Stubmore hafði lagt í hendina á honum. „Vinir mínir! Vin- ir mínir hafa verið að tala við þig, hafa þeir? Ég átti von á því — ég er þeim þakklátur. Svo að þú vilt að við skiljum? Jæja, þú hefir verið mér góður, mjög góður; látum okkur skilja sem vinir“, og hann rétti honum hendina. Hr. Stubmore mýktist — hann snerti hend- ina á Philip og var eins og á báðum áttum í svip, en svo reis ávísunin hans kafteins Smiths upp í huga hans. Hann sneri sér undir eins við og sagði um öxl sér: „Farðu ekki á eftir Smith kaftéini (hann lendir í gálganum) sjáðu að þér, og láttu stjórnast af forsjá ættmanna þinna, sem þú nú ert að særa í hjartastað“. „Kafteinn Smith! sögðu ættmenn mínir þér það?“ „Já — já, þeir sögðu mér allt — það er að segja, þeir sendu mann, sem sagði mér það. Þú sérð að ég er d — d gunga að láta ekki taka þig fastan. En máske ef að þeir eru ærlegir menn að þeir borgi ávísunina!“ En síðustu orðin voru töluð út í loftið. Philip var þotinn í burtu. í þungu skapi og þykkju mikilli gekk Philip hratt í gegnum bæinn. Það voru þá þessir bölvaðir Beauforts, sem höfðu svikið hann! Þeir voru á hælum hans til þess að flæma hann eins og dýrin í hina fyrirlit- legu líknar-snöru sína! Það átti að rjúfa þakið yfir höfði honum og taka brauðið frá vörum hans, svo að hann yrði að koma flaðrandi að fótum þeirra til að biðja um brauð. „En þeim skal aldrei takast það — aldrei takast að yfir- buga hugrekki mitt, né stela bölbænum mínum. Nei, elsku móðir mín, — aldrei!“ Á meðan að hann var að hugsa og segja þetta gekk hann yfir óbygðan landblett, sem lá öðru megin að götunni, sem húsið er hann átti heima í stóð við. Þá var talað til hans og hönd lögð á öxlina á honum. Hann sneri sér við og sá Arthur Beaufort, sem hafði fylgt hon- um eftir, fyrir aftan sig. Philip þekti hann ekki undir eins; veikindin höfðu breytt útliti hans og svo var hann öðruvísi klæddur, en í þetta eina skipti, sem að Philip hafði séð hann. Mismunurinn á útliti þessara ungu manna var áberandi. Philip var klæddur í gróf verka- mannaföt, sem voru í samræmi við verk það sem hann hafði verið að vinna — svarta flauels- treyju, sem að fór honum illa, víðar brúnleitar buxur og grófa skó á fótunum, hattinum hafði hann þrýst ofan á augu, og hárið hrafnsvart og illa greitt náði ofan á herðar. Hann var á þeim aldri þegar unglingar, sem eru yfirbragðs miklir og sterklega vaxnir líta sem allra kranga legast út — þegar bein og taugar er enn ekki nógu holdgað og hafa hvorki náð samræmi né þroskast í réttu hlutfalli við heildarmynd þá, sem eðlilegur þroski leiðir til; andlitsdrættirn- ir orðnir meir áberandi heldur en þeir voru í kringluleita andliti drengsins, sem að tapað hefir blóma sínum án þess að ná fylling þeirri og brag, sem gefur yfirliti þeirra fullorðinslega tign og svip. Þannig útlítandi stóð Philip Mor- ton frammi fyrir Beaufort. Arthur Beaufort, sem var ávalt prúður í framgöngu, virtist prúðari nú sökum heilsu- brests síns, sem hafði gefið honum svo að segja kvenlegan viðkvæmnisblæ — þá tegund ósjálf- ráðrar fágunar, sem fylgir klæðaburði þeirra auðugu á meðan að þeir eru ungir — og sést bezt í smáatriðunum — sem þeim sjálfum eru máske óafvitandi og sýndu á átakanlegan hátt mismuninn á stéttarstöðu þessara tveggja manna. Arthur Beaufort fann ekkert til þess stéttarmunar, en hann var Philip auðsær undir eins. Fortíðin flaug í gegnum huga hans. Sól- kystatúnið — byssan, sem hann bauð og var hafnað — metnaðurinn forni, sem var miklu máttarminni en metnaður hans nú. „Philip“, sagði Beaufort veiklulega. „Þeir segja mér að þú viljir ekki þiggja nein vina- hót frá mér eða mínu fólki. Ó, ef að þú vissir hve mjög við höfum leitað að þér!“ „Vissi!“ endurtók Philip hörkulega, því þessi óhappasetning minti hann á síðasta samtal sitt við húsbónda sinn og allsleysið sem við honum blasti nú. „Vissi! Og því hefir þú dyrfst að leggja mig í einelvi til þess að eyðileggja mig. — Hví verður þessi csvífni yfirgangur, sem tekur sér rétt til að ráða jt'ir limum mínum og frjálsri hugsun, að svíkja mig og halda á lofti eymd minni hvar sem ég frr og hvar sem ég er?“ „Hún vesalings móðir þín . . . .“ byrjaði Beaufort. „Nefndu ekki nafn hennar — nefndu hana ekki!“ ságði Philip æstur og stokkroðnaði af geðshræringu. „Farðu ekki að tala um veg- lyndi — fyrir hyggju, sem að Beaufort gat sýnt henni og afkvæmum hennar! Ég hlusta ekki á það og ég trúi því ekki. Ó, já! Þú eltir mig nú með uppgerðar vinskapar-hjali; og hvers vegna gjörir þú það? Vegna þess, að hann faðir þinn — sem er hégómagjarn, heimskur og til- finningalaus . . . .“ „Stlltu þig!“ sagði Beaufort í svo ásakandi rómi, að Philip brá; „þú ert að tala um föður minn. Látum soninn bera virðingu fyrir hinum syninum“. „Nei — nei — nei! Ég ber aldrei virðingu fyrir neinu af þínu fólki. Ég get sagt þér, að hann faðir þinn er hræddur við mig. Síðustu orðin, sem að ég sagði við hann hljóma í eyr- um hans! Rangindin, sem mér hafa verið sýnd! Arthur Beaufort, þegar ég sé þig ekki, þá reyni ég að gleyma þeim, en hin andstyggilega nær- vera þín ýfir þau — þau . . . .“ Hann þagnaði nálega yfirkominn af geðs- hræringu, en náði sér fljótt og hélt áfram með jafn mikilli beiskju: „Ef að tréð þarna fyrir handan væri gálgi, og að snerta hendina á þér gæti frelsað mig frá honum; þá fyrirliti ég og hafnaði ég þeirri hjálp. Hjálp! Sú hugsun smýgur mér í gegnum hold og bein og veikir hendi minni styrk. Hjálp! Er líklegt að Beaufort gefi mér erfðarétt minn til baka — hefji nafn móður minnar upp í hið veglega sæti sem að henni bar? Eftirlætisgoð! fágaða, netta munaðargjarna eftirlætisgoð! — Farðu úr vegi mínum! Þú hefir eignir mínar, lífsstöðu og rétt; mitt hlutskipti er fátæktin, hatrið og fyrirlitningin. Ég sver þess eið, aftur og aftur, að þú skalt ekki svifta mig því“. En, Philip, — Philip“, sagði Beaufort og tók í handlegginn á honum; hlustaðu á mig, sem stóð við beð . . . .“ Setningin sem hefði getað bjargað Philip frá heiftaræði því, sem hertekið hafði huga hans og hjarta, dó á vörum velgjörðarmanns hans. Blindaður og hamslaus í bræði sinni greip Philip Arthur og sveiflaði honum til hliðar, og hann sem veikin hafði beygt, féll við fætur honum. Morton stanzaði, horfði á Arthur með krepta hnefana, en bros á vörum, steig yfir hann, þar sem að hann lá, og flýtti sér heim til sín. Hann stanzaði rétt áður en að hann kom heim að húsinu, sem að hann átti heima í og leit til baka; en Beaufort sá hann ekki. Hann fór inn í húsið og upp í herbergi sitt. Sidney var þar og var glaðari í bragði en hann hafði verið undanfarandi daga, sem Philip tók undir eins eftir þó að hann væri í æstu skapi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.