Lögberg - 15.03.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.03.1951, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MARZ, 1951 lögtKrg Gefi8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUK, WINNIPEG, MANITOBA Utanáslirift ritstjórans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Sérstætt hljómmenningar- og fræðslukvöld Fá tíðindi hafa af skiljanlegum ástæðum vakið al- mennari fögnuð meðal okkar Vestur-íslendinga á þeim vetri, sem nú hefir að miklu runnið skeið sitt en þau að brátt eigi almenningur þess kost, að hlusta á þær frú Maríu Markan Östlund, fyrstu íslenzku óperusöng- konuna í heimi, og ungfrú Helgu Sigurdson, hinn vax- andi píanóleikara. Snillingar þessir á vettvangi hljómlistarinnar hafa, hvor um sig ærnum störfum að gegna, og það er þess vegna þeim mun þakkarverðara, að þær skuli fórna svo miklu af dýrmætum starfstíma sínum, eins og því óhjákvæmilega er samfara, að koma hingað úr fjar- lægð og leggja á sig mikið erfiði við æfingu langrar og vandaðrar skemtiskrár; á hinn bóginn er það vitanlega ljóst, hve þeim báðum er ant um menningarlega sæmd ættstofns síns, og hve fjarri það væri skapgerð þeirra, að telja eftir sér nokkur þau ómök, er auka mættu á veg íslenzkrar menningar í ríki andans; frú María, borin og barnfædd dóttir íslands, hefir int af hendi mikilvægt útvarðarstarf í þágu stofnþjóðar sinnar og verið hinn mikli brautryðjandi; hún hefir ferðast vítt um jarðir og farið eina söngförina annari meiri til fjarri stranda í nafni íslands og síns tigna uppruna, og alveg nú á næstunni, eða þann 25. yfirstandandi mán- aðar, kemur hún fram fyrir íslands hönd í Town Hall í New York á fjölþjóðafagnaði, Festival of Nations, er teljast má til meiriháttar viðburðar; það eru fulltrúar af slíkri gerð, er færa alþjóð manna heim sanninn um þau menningarverðmæti, sem stofn okk- ar býr yfir, og þess vegna verða þeim seint fullþökkuð átök þeirra, fórnfýsi og þollund. \ Ungfrú Helga Sigurdson jafnast enn eigi á við frú Maríu Markan Östlund að víðförli, þó víða hafi spor hennar legið; hún er dóttir Canada af íslenzku foreldri og fer aldrei í neina launkofa með það, hvert hún eigi rætur sínar að rekja; hún er enn við nám, og það þurfa líka allir altaf að vera við nám, og þá ekki sízt þeir, er gert hafa listina að æviköllun. Hin sameiginlega hljómlistarhátíð þeirra frú Maríu og ungfrú Helgu, fer fram í Playhouse Theatre hér í borginni á föstudagskvöldið þann 30. þessa mánaðar, eins og þegar hefir verið skýrt frá hér í blaðinu um nokkrar undanfarnar vikur; framkvæmdanefndin í ís- Ienzka kenslustólsmálinu við Manitobaháskólann, stofnar til þessa sérstæða hljómmenningar- og fræðslu- kvölds, í samráði við þau mannfélagssamtök, sem henni hafa komið til aðstoðar og með henni vinna. Það var vel til fallið af áminstri framkvæmdar- nefnd, að hrinda þessari hljómlistarhátíð af stokkum og helga hana hinu langmikilvægasta viðfangsefni okk- ar Vestur-íslendinga, stofnun kenslustólsins í íslenzkri tungu og íslenzkum bókfræðum við Manitobaháskól- ann, því öllum er þörf fræðslu og vakningar í þeim efn- um; undir það mál þurfa að renna allar þær styrkustu menningarlegu stoðir, sem starfandi eru innan vé-1 banda hinna íslenzku mannfélagssamtaka, og fleiri mættu að sjálfsögðu bætast við; með stofnun kenslu- stólsins er ekki verið að tjalda til einnar nætur, ekki verið að reisa bautastein yfir neitt, sem dáið er; heldur er með því verið að hlaða skajldborg um þau menning- arverðmæti, sem íslerfzka þjóðin á fegurst og bezt í eigu sinni, tunguna og sígildar bókmentir hennar að fornu og nýju; þetta er hið mikla markmið, sem stefna ber að; ekkert minna gætum við sætt okkur við hvað, sem í boði væri. Nú hefir kenslustólsmálinu skilað það á^ram fyrir örugga forustu og örlæti Vestur-íslendinga, að það nú senn er komið í trygga höfn, þó enn skorti að vísu nokkuð á, að hámarki fjársöfnunarinnar sé náð; en að svo verði áður en langt um líður, er ástæðulaust að draga í efa; á hinu mega menn heldur ekki missa sjón- ar, að fjárframlögum til þessarar væntanlegu stofn- unar okkar lýkur í rauninni aldrei, og má heldur ekki ljúka, né neinum öðrum þeim stuðningi, er mannfélag okkar frá ári til árs fær frekast látið henni í té. Á samkomu þeirri í Playhouse Theatre, sem hér hefir stuttlega verið gerð að umtalsefni, flytur hinn mikilhæfi forseti Manitobaháskólans, Dr. Gillson ræðu, sem nú má víst telja, að valdi eyktamörkum í menning- arsögu okkar Vestur-íslendinga og skapi jafnframt straumhvörf í mentamálasögu fylkisins; mun það nú ekki lengur neitt leyndarmál, að í ræðu sinni muni Dr. Gillson gera heyrinkunna mikilvæga yfirlýsingu varð- andi stofun kenslustólsins og starfstilhögun hans; er þá nú að því komið, að hinn langþráði menningar- draumur, er orðið hefir samferða íslendingum í þessu landi, frá öndverðri landnámstíð, breytist í virka stað- reynd. Heill sé hverjum þeim, sem hönd hefir lagt á plóginn! í næstu viku verður birt í heilu lagi hér í blaðinu, sú hin fjölbreytta og vandaða skemtiskrá, sem almenn- ingi gefst kostur á að njóta í Playhouse Theatre á föstu- dagskvöldið þann 30. yfirstandandi mánaðar. Frjóls eðo bundin íslenjdingar eru ein fámenn- asta þjóð veraldar, svo fámenn, að við eina götu í borgum stór- þjóðanna getur fleira fólk búið en á öllu Islandi. Þessi smæð skapar okkur sérstöðu á ýmsa lund bæði til böls og bóta. Vegna hennar hlýtur meðal annars þjóðaröryggið að verða hér minna en hjá stórþjóðunum, og við háðir að miklu hinum breyti legu ytri kjörum á hverjum tíma. Þetta höfum við átakan- lega reynt á undangengnum ár- um og öldum. Eldgos, harðindi og skæðar sóttir hafa hér valdið stærri tjónum en dæmi finnast til með öðrum þjóðum. Hins vegar hefir árgæzka til lands og sjávar reynst þess á skammri stund megnug að rétta verulega við bágborin þjóðarhag. Af smæð þjóðarinnar leiðir einnig það, að við verðum lostn- ir þyngri höggum og sárari en aðrar þjóðir, þegar slys og ó- gæfu ber að höndum, ekki vegna þess, að hér séu slíkir atburðir í sjálfu sér miklu tíðari og stór- felldari, heldur vegna hins, að sökum fámennisins hljóta þeir að marka dýpri spor og snerta viðkvæma og helga strengi í brjósti þjóðarinnar. Hinn hörmulegi og sviplegi atburður að kvöldi hins 31. jan- úar s.l., er flugvélin Glitfaxi fórst og tuttugu manns létu lífið í einni svipan, er fámennri þjóð svo mikið og þungbært áfall, að það orkar á hug hvers einasta manns í landinu, veldur þjóðar- hluttekningu og þjóðarsorg. Miðað við fólkstölu svarar þetta til þess að með stórþjóð hefðu á einu vetfangi farist 20 —30 þúsundir manna. Svo stór- felldir atburðir eru, sem betur fer, einsdæmi meðal stórþjóð- anna, enda myndi slíkt afhroð vekja alheimsathygli. Sviplegt fráfall hugljúfs vin- ar er að vísu ástvinum jafn- þungbært hvar í veröldu sem þeir búa, en þess fámennari, sem þjóðin er, þess nær er henni höggvið, þegar háska og slys ber að höndum. Þetta hefir þjóðin fundið nú með átakanlegum hætti og hún hefir, því miður, oft orðið að kenna þannig til áður. Byrðar örlagaþrunginna atburða verða því þyngri, sem þær hvíla á færri herðum. Og það er engan veginn að ófyrirsynju, að slík þjóð, sem vegna smæðar sinnar verður fyrir hlutfallslega stærri áföllum en aðrar þjóðir — að henni verði á að hugsa og spyrja um hin hinnstu rök, og sé til þess knúin umfram aðrar þjóðir. íslendingar hafa 1 ö n g u m nokkuð hneigst til forlagatrúar. „Ekki verður feigum forðað, né ófeigum í hel komið“ er orðtak, sem margir kannast við. í ís- lendingasögunum kemur og for- lagatrúin víða skýrt í ljós. Ekki verður því neitað, að ýmsir at- burðir benda mjög í þessa átt, og víst er það að viðburðarásin sýnist óslitin keðja orsaka og afleiðinga, þegar horft er til baka yfir liðna tíð. Þar með er þó ekki sannað, að þessi keðja hafi verið af forlögum knýtt fyrirfram. Þvert á móti virðist reynslan sýna, að við sjálf get- um breytt rás viðburðanna að "verulegu leyti á stundum, þótt hins vegar geti það fyrir komið, að straumur örlaganna verði svo þungur um skeið, að vér fá- um þar enga rönd við reist. Ef vér værum sannfærð um, að vér værum aðeins leiksoppar í hönd- um alráðra örlaga og gætum þar sjálf engu þokað, þá væri í raun réttri ástæðulaust að verja ár- lega stórfé t. d. til lækna og heil- brigðismála, til öryggismála á sjó og landi eða til slysavarna yfirleitt. Allt þetta byggist á þeirri trú, að með tækni, þekk- ingu og skynsamlegum ráðum, sé mögulegt að breyta viðburð- anna rás, að minnsta kosti á stundum. Aðrir telja, að vér séum, eða að minnsta kosti getum verið smiðir vorra eigin örlaga og gæfu. Þetta er rétt, en þó að- eins að nokkru leyti. Mannleg- um vilja og mannlegri getu eru takmörk sett, að minnsta kosti eins og þroska vorum nú er hátt- að. Viljinn kann að geta valið um þær leiðir, sem vér sjáum hverju sinni. En hvorki er það víst að vér komum auga á allar leiðirnar né heldur er hitt ör- uggt, að vér höfum rétta dóm- greind til þess að sjá hverjar leiðirnar séu getu vorri færar og hverjar ekki, né heldur að vér séum þess umkomin að sjá hvert sú leiðin, sem vér kjósum, raunverulega liggur, þegar öll kurl koma til grafar. Reynslan virðist sýna, að vér erum hvorki algjörlega fjötruð óbreytilegum örlögum né held- ur alfrjáls. Vér erum að pokkru frjáls og að nokkru bundin. En með vaxandi vizku og kærleika, þekkingu og tækni, dómgreind og sjálfsögun, fáum vér smátt og smátt í hendur aukið frelsi, meira svigrúm og getu til þess Sú nýbreytni var tekin upp í sambandi við fundi Öryggisráðs ins á s.l. sumri, er rætt var um Kóreumálið, að þeim var bæði sjónvarpað og útvarpað. Sjón- varpsnotendur í Bandaríkjun- um, sem orðnir eru mjög margir, gátu því fylgzt með öllu, sem þar fór fram, og gerðu það líka. Hin óvægna og ósvífna fram- koma Maliks fór eðlilega í taug- arnar á mörgum áhorfendum, en eigi að síður urðu þeir að viður- kenna, að þar var slyngur og leikinn stjórnmálamaður að verki. Það bætti ekki heldur úr skák, að því fór fjarri að full- trúi Bandaríkjanna, Warren Austin, væri jafnoki Maliks sem leikinn og klókur málflutnings- maður og hann átti það meira að segja til, að komast úr jafn- vægi, þegar Malik gekk lengst í ósvífninni. Hins vegar mætti Malik ofjarli sínum, þar sem var fulltrúi Breta, Gladwyn Jebb. Hann notaði ekki stór orð, eins og Malik, og hann var aldrei ó- svífinn. Hann hagaði orðum sínum mjög kurteislega, svo að stundum var sagt í gamni, að hann talaði hirðmál, þar sem engum titlum er gleymt og kappkostað er að vera mjúkur í máli. En jafnhliða því, sem hann titlaði Malik mjög virðu- lega og lézt jafnan vilja færa málflutning hans til betri veg- ar, afvopnaði hann Malik með markvissri rökvísi og góðlát- legri fyndni, sem fáir kunna að nota til jafns við Breta. Þessi framkoma Jebbs vann honum óskipta aðdáun hinna amerísku sjónvarpsnotenda og styrkti mjög álit Breta vestanhafs. Stjórnmálasnilli Breta hafði unnið hér einn af sínum stóru sigrum. Starísferill Jebbs. Gladwyn Jebb verður fimm- tíu og tveggja ára á þessu ári. Hann stundaði nám í Eton og í Cambridge og gekk strax að námi loknu í þjónustu utanríkis ráðuneytisins. Hann á því orðið all-langan starfsferil að baki í utanríkisþjónustunni og kunni því vel til verka, er hann varð fulltrúi Breta í öryggisráðinu. Um skeið vann hann við sendi- ráð Breta í Teheran og í Róm, en síðar varð hann einkaritari Alexanders Cadogans, er hann gegndi embætti aðalskrifstofu- stjórans í utanríkisráðuneytinu. Cadogan fékk strax mikið álit á Jebb og mun ekki sízt hafa ráðið því, að Jebb varð eftir- maður hans í öryggisráðinu, er hann lét þar af störfum. Á stríðsárunum fékk Jebb að sveigja rás viðburðanna að eiginni vild. En skiptir það öllu máli, þeg- ar dýpra er skyggnst, hvers konar atburði og kjör lífið færir oss að höndum? Er ekki hitt megin atriðið hvernig vér sjálf tökum því, sem að höndum ber hverju sinni? Getur ekki jafn- vel sorgin sjálf, helguð og vígð hugljúfum minningum um hjart fólginn vin, orðið gróðurdögg harmi lostnu hjarta og gefið þar vöxt því bezta og dýrmætasta, sem í eðli voru finnst? Mætti trúarinnar, krafti kærleikans eru ekki takmörk sett. Þangað hafa mennirnir sótt og sækja enn í dag, styrk í þyngstu raun- um, þrekið til að vaxa í hverri þrenging í stað í stað þess að láta bugast. Og um leið og kirkja íslands vottar öllum þeim, sem misst hafa mest og um sárast eiga að binda, vegna hins sviplega flug- slyss, samúð sína og hluttekn- ing, þá er það með ósk og von og bæn að drottinn lífsins og kærleikans megi gefa þeim öll- um líkn og styrk og þá æðstu huggun að látinn lifir. S. V. KIRKJUBLAÐIÐ, 12 febr. m.a. það hlutverk að sjá um sam vinnu utanríkisráðuneytisins og ráðuneytis þess, sem annað- ist hina efnahagslegu hlið styrj- aldarrekstursins. Þetta var erf- itt starf og vandasamt, en Jebb leysti það af hendi með miklum ágætum. Stjórnin fól honum því ný og ný trúnaðarstörf og var hann fulltrúi hennar á flest- um þeim ráðstefnum, er unnu að stofnun Sameinuðu þjóðanna. Jebb er talinn eiga ekki lítinn þátt í því, hvernig starfshögum þeirra og skipulagslögum er háttað. Hann var settur fyrsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna og gegndi því starfi, unz Tryggve Lie var kjörinn til að gegna því. Það lenti því mjög á Jebb að móta starfskerfi S. Þ. og koma fastri skipan á skrif- stofuhald þeirra og þeirra stofn- ana, sem eru starfræktar í sam- bandi við þær. Samslarfsmaður Bevins. Eftir að Jebb gekk úr þjón- ustu S. Þ., varð hann aftur starfs maður í brezka utanríkisráðu- neytinu og hafði þar yfirumsjón allra þeirra mála, sem snertu S. Þ. Jafnhliða varð hann sér- stakur ráðunautur Bevins utan- ríkisráðherra. Þannig var hann nánasti samstarfsmaður hans við stofnun Atlantshafsbanda- lagsins. Hann mætti oft sem full- trúi Breta í umboði Bevins á ýmsum alþjóðlegum ráðstefn- um. Samstarf þeirra Bevins og Jebbs leiddi til þess, að Bevin fékk miklar mætur á honum, og lagði því ríka áherzlu á, að hann yrði eftirmaður Catogans í Ör- yggisráðinu. Jebb hafði haft aðstöðu til að kynnast Rússum fyrr en fund- um þeirra Maliks bar saman. Á Yaltaráðstefnunni var hann einn helzti ráðunautur Churc- hills. Hann fékk þá gott tæki- færi til að kynna sér starfsað- ferðir Rússa og hvernig bezt væri að mæta þeim. Viðureign þeirra Maliks sýnir, að hann hefir fært sér þennan lærdóm vel í nyt. Það mun og ekki hafa ráðið litlu Aim, að Bevin valdi Jebb til þess að vera fulltrúa Breta í Öryggisráðinu, að hann hefir. treyst honum vel til að mæta áróðri Rússa og túlka sjónarmið Breta. Jebb hefir sýnt, að hann átti þetta traust Bevins vel skil- ið. Eftir Bevin er haft, að hon- um hafi oft heppnazt sæmilega embættisveitingar, en fáar bet- ur en þegar hann skipaði Jebb í öryggisráðið. GLADWYN JEBB Framkoma hans í Öryggisráðinu hefir aukið mjög álil Breta vestanhafs Mikill starfsmaður. Jebb hefir ekki aðeins þann kost til að bera að vera snjall og laginn málflutningsmaður. Hann er jafnframt mikill starfs- maður, sem gerir miklar kröfur til undirmanna sinna. Þótt hann sinni embættisstörfum sínum af mikilli elju, hefir hann jafnan haft fleiri járn í eldinum. 1 tóm- stundum sínum hefir hann lagt mikla stund á bókmenntir, sögu og málfræði, og eru fáir taldir honum fróðari í þeim efnum. Sagt er að Bandaríkjamenn hafi lagt mikið kapp á að fá hann til að gegna prófessorsstöðu annað hvort við Yale eða Columbia og boðið honum að velja milli þess- ara þriggja námsgreina, þar sem hann væri jafnvígur á þær allar. Jebb er trúmaður mikill og hefir biblíuna jafnan með sér, ef hann þarf að fara að heiman. Hann les daglega í biblíunni og telja ýmsir, að mörg hin hnyttnu og snjöllu tilsvör hans reki meira og minna rætur þangað. Þegar hann dvelur heima á sveitasetri sínu í Bretlandi, les hann oft upp úr biblíunni við messugjörðir í sóknarkirkju sinni. Þar iðkar hann jafnframt ýmsar íþróttir, en þó einkum veiðimennsku. Ótalin er svo sú tómstunda- vinna Jebbs, sem hann er talinn hafa einna mest yndi af. Það er að setja saman gamankvæði um ýmsa kátlega atburði, sem hent hafa hann eða kunningja hans. Mörg þessara kvæða hans eru sögð með miklum snilldarbrag. Það er ekki ósennilegt að hartn eigi orðið sitthvað af slíku í fór- um sínum frá viðureign þeirra Mailiks í Öryggisráðinu. Jebb er oft talinn hinn rétti fulltrúi brezku utanríkisþjón- ustunnar, sem Bretar eiga veldi sitt svo mikið að þakka. Hann er starfsmaður mikill, háttvís og skemmtilegur, kann vel að haga orðum sínum og að gera sér þess grein, hvað bezt á við hverju sinni. Hann er meistari í að beita þeirri brezku fyndni, sem er græzkulaus en hittir þó í mark. Sem dæmi um það er sagt, að hann hafi komizt svo að orði, er hann þakkaði Malik fyrir í- burðarmikinn kvöldverð, sem hann hélt Öryggisráðsmönnum: Þetta var sannarlega viktorí- anskur kvöldverður — og því enn ein sönnun þess, að Rússar eru hálfa öld á eftir tímanum. —TÍMINN, 18. febr. UHodern Jewellers 678 Sargent Avenue Repairs to all makes of WATCHES, CLOCKS, JEWELLERY AND RONSON LIGHTERS Get an Early Start this year- and you get the Best Start with wm/ MARINE MOTORS CAsauNB 0/0301 The utmost in dependable, trouble- free, economical power for your boat—in just the size to best serve your purpose. Get all details on the Graymarine before you select your engfne — then you’ll know that in Graymarine you get the best. Call /V\UMFORD, Meplanp, Phone fl/V\ITED, 576 Wall St. WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.