Lögberg - 15.03.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.03.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MARZ, 1951 7 FANGI PÓLVERJA Sænski stýrimaðurinn Magne Larsson hafði siglt til Pól- lands síðan 1946, en aldrei farið þar í land. Hann vissi að mörgum sænskum sjómönnum hafði orðið hált á því. Heima átti hann konu og þrjú börn, og þeirra vegna vildi hann ekki eiga neitt á hættu. En hann slapp ekki samt og hér segir hann frá því. ÞAÐ var miðvikudaginn 26. október. Daginn áður höfðum við komið til Gdynia, og verið var að hlaða skipið með timbri. Holmkvist skipstjóri var hátt- aður, flestir skipverja höfðu far- ið í sænsku kirkjuna, en ég fór ekki í land fremur venju, en stytti mér stundir við að leggja „kapal“. Það var hlýtt í herberg- inu mínu, svo að ég var lítið klæddur, aðeins í ermalausri silkiskyrtu að ofan, og á fótun- um hafði ég morgunskó. Skyndilega heyrði ég gaura- gang mikinn, hurðinni var hrundið upp og inn kom herða- breiður liðsforingi, með marg- hleypu við hlið. Bak við hann voru tveir lögregluþjónar al- vopnaðir. Þeir voru með einn af skipverjum, Mass-Kalla, á milli sín. — Fáðu mér skipshafnar- skrána, þrumaði liðsforinginn. — Gerðu svo vel, sagði ég og rétti honum afrit af henni. — Ég vil fá skrá á þýzku, grenjaði hann og reiddi hnef- ana. — Þá verðurðu að fara til skipstjórans, sagði ég, en hann skildi víst ekki hvað ég sagði og hélt áfram að bölsótast. — Ég skal fylgja þér til skip- stjórans, sagði ég, stóð á fætur og gerði mig líklegan til að ganga út. En þá varð hann vitlaus, þreif marghleypu sína og grenjaði: — Þú ert fangi! Hann gaf fylgdarmönnum sín- um merki um að grípa mig og svo ráku þeir mig á undan sér UPP á bryggju og miðuðu á mig tveimur hríðskotabyssum og uiarghleypu. Ég náði aðeins í jakkann minn um leið og mér var hrundið út úr herbergi mínu, en ég var á morgunskón- um. ASAMT Mass-Kalla var ég nú rekinn upp eftir Ulita Pilota, hinni breiðu götu sem liggur frá höfninni upp í Gdyniaborg. Og að lokum var okkur troðið inn í óþrifalegan hermanna- skála. Þegar þangað kom spurði eg liðsforingjann hvers vegna ég væri handtekinn, en hann rak upp hæðnishlátur. Þarna sat ég nú í tvær klukku stundir, en þá var farið með mig 1 fangelsi í hinum enda borgar- innar. Þar var mér troðið inn í Jskaldan klefa, sem ekki var stærri en svo sem hálfur annar nietri á hvern veg, steinsteypt- ur í hólf og gólf og gluggalaus. Hurðin skall á hæla mér og eg sat í kolsvarta myrkri. LENGI stóð ég í sömu sporum SV0 utan við mig að ég vissi hvorki í þennjm heim né annan. Svo settist ég á bekk og starði út í myrkrið .... Eftir eilífðartíma sá ég svo- htla glætu inn um skráargatið. Nóttin var liðin. Hjá mér vakn- aði von um það, að ég mundi bráðum losna. Þeir höfðu enga minnstu ástæðu til þess að halda nrér í fangelsi. Og ég var sann- ærður um það að skipstjóri núnn mundi snúa sér til sænska onsúlsins og þeim mundi tak- ast að fá mig leystan úr prís- undinni. Sso leið og beið — óratími að mer fannst. Ég lá á skráargatinu °S var milli vonar og ótta. Svo ^ ég hvar lögregluþjónn kom. ann opnaði hurðina og birtan varð svo sterk að mér sortnaði yrir augum. Hann kom með artöflusúpu í emeleraði krús °g rétti mér. En ég bandaði við hafði enga matarlyst. a lokuðust dyrnar aftur og eg varð enn í myrkri. Tíminn ragnaðist áfram, hver stundin yar eins og eilífð- Ég reyndi að er a upp hugann við að hugsa um eitthvað skemmtilegt, sem fyrir mig hafði komið, en alltaf rak að því s'ama — umhugsun- inni um konuna og börnin, og þá fékk ég kökk í hálsinn af ör- væntingu. Allt í einu var eins og eldingu lysti niður. Ég heyrði málróm skipstjóra míns. Ég rauk að skráargatinu. Jú, þarna sá ég hann koma, og vonin blossaði upp í mér. Hann gekk rétt fram hjá dyrunum, án þess að hafa hugmynd um að ég var þar inni. Ég þóttist vita að hann væri að fara á fund fangelsisstjórnar- innar. Nú var allt í lagi .... Eftir svo sem hálfa klukku- stund kom hann aftur. Hann nálgaðist dyrnar. Nú kemur frelsið . . . . Ég skalf af tauga- æsingi. En hver skyldi trúa því .... skipstjórinn minn gekk rakleitt fram hjá dyrunum. Ég ætlaði að kalla, en kom ekki upp neinu hljóði. Fótatak hans fjar- lægðist .... UNDIR kvöldið komu hermenn að sækja mig. Þeir voru fimm saman. Þeir tóku mig og annan fanga og fóru út með okkur. Það var einkennileg ganga. Ég fékk ekki að ganga á gang- stéttinni, heldur v^irð ég að ganga í göturæsinu. Þannig var haldið í gegnum borgina og all- ir gláptu á okkur. Við komum á járnbrautarstöð og vorum settir í lest, sem var á austurleið. Við fórum í gegn- um Zappot og síðan í gegnum Gdansk (Danzig) og þá fór mér nú ekki að lítast á blikuna. En á næstu stöð, Wrceczsz, yfirgáf- u mvið lestina, og þar var farið með mig inn í fangelsiskjallara, þar sem sex Pólverjar voru fyr- ir. Um kvöldið heimtaði varð- maður af okkur buxur og skó, og fleygði í okkur fjórum teppa- ræflum. Það var örðugt reikn- ingsdæmi hvernig sjö menn áttu að sofa við fjóra teppa- ræfla, og ég reyndi ekki að leysa það. Alla nóttina sat ég hríðskjálfandi og kvíði og von- leysi voru að gera út af við mig. Kvöldið eftir var farið með mig upp á loft. Þar sátu þeir þá Holmkvist skipstjóri og Win- berg konsúll í Gdynia. Það var fangafundur Ég grát- bað skipstjórann að skilja mig ekki eftir. — Þú þarft ekki að vera hræddur, sagði hann. Það verð- ur allt gert til að hjálpa þér. Við siglum á morgun og þá vona ég að þú verðir með. DAGINN eftir var farið með mig í jeppa til ráðhússins í Gdansk. Það var farið með mig eins og stórglæpamann, og við yifirheyrsluna, sem þar var hald in, skildist mér að ég ætti ekki neinnar miskunnar að vænta. Mér var sagt að dómurinn myndi upp kveðinn yfir mér nokkrum dögum seinna. Ég var ákærður fyrir það að hafa ógn- að og misþyrmt liðsforingja, sem var að vinna skylduverk. Og refsingin gat orðið nokkurra ára fangelsi. Nú var farið með mig í eitt fangelsið enn. Það er enginn skortur á fangelsum í Póllandi. Þarna var ég settur í eins manns klefa. Þar var kolniðamyrkur og ég var að hugsa um hver bjart og yndislegt væri heima. Og svo var ég að hugsa um skip- ið mitt — það var nú að leggja af stað og skyldi mig eftir. Ég gat ekki tára bundist. En fangavörðurinn var vin- gjarnlegur. Hann lét mig fá þrjú teppi, og nú gat ég að lokum sofnað. TVEIMUR dögum seinna var ég vakinn snemma. Það átti að yfir heyra mig í Gdynia. Undir umsjón nokkurra lögregluþjóna var ég leiddur út og yfir brauna- rústir í Gdansk til bílastöðvar. Svo hófust réttarhöndin gegn mér. Ég bað um að fá túlk frá sænska konsúlnum, en því var harðlega neitað. - Ákærandi las upp langt kæru- skjal og það fór hrollur um mig í hvert skipti sem hann hækk- aði róminn og lagði áherzlu á eitthvað. Ótti og áhyggjur gagn- tóku mig. Héldu þeir að ég væri njósnari eða skemmdarverka- maður? Ef svo var, þá var mér dauðinn vís .... Svo var allt lesið upp í sænskri þýðingu. Ég var dæmdur í mánaðarfang- elsi — og þegar ég heyrði það var eins og þungu fargi væri af mér létt. Mér fannst það næst- um eins og vinargreiði .... Þótt dómurinn væri ranglæti, þá var mér hughægra á eftir. Tvo sólarhringa var ég í fang- elsi þarna í Gdynia. Fyrri nótt- ina var blindfullum vélsmið kastað inn til mín, og seinni nóttina tveimur dauðadrukkn- um enskum sjómönnum—Irum. Þeir bölvuðu pólsku yfirvöld- unum í sand og ösku og þess á milli hétu þeir á heilagan Pat- rek, verndardýrling allra íra. Og það hreif — hinn heilagi Patrekur mátti sín víst mikils hjá Pólverjum, því að um morg- uninn var þeim sleppt. Seinna um daginn var farið með mig í járnbrautarlest til Wrjherowo, skammt norðvestur af Gdynia. Þar var ég settur í fangelsi og þar átti ég að taka út refsinguna. Mér' var stungið inn í kjallaraherbergi þar sem fyrir voru sextán Pólverjar. NOKKRUM dögum seinna kom Leijon konsúll að heimsækja mig. Og upp úr þeirri heimsókn hafði ég það, að ég var fluttur í betri klefa. Þar voru fyrir sex fangar, allt pólskir mennta- rpenn. — Fimm þeirra voru á þrítugsaldri, en einn var 65 ára gamall, læknir. Aldrei komst ég að því hvers vegna þeir voru hér í fangelsi. Það var þegjandi samþykki allra að tala ekkert um það. Eftir nokkurra daga samvistir með þessum Pólverjum komst ég að raun um nokkuð, sem ég hafði haldið að væri óhugsandi, sem sé að með okkur tókst gagn- kvæm vinátta og samúð, sem lyfti okkuí upp úr vonleysi og kvíða .... Við vorum máske eins og börn, en það voru þá góð börn, og þeir höfðu ekki mist sjálfs- virðingu sína. Til þess að stytta okkur stundir og halda á okk- ur hita, fórum við í alls kanar leiki, sem við höfðum ekkert hugsað um síðan við vorum börn. Við „reistum horgemling" og það var ágætt til að halda á sér hita. En skemmtilegast var keiluspil, sem við bjuggum okk- ur til og hnoðuðum kúlurnar úr brauðmolum .... ÞRIÐJUDEGINUM 8. nóvember mun ég seint gleyma. Við vor- um einmitt að leika keiluleik og mér hafði gengið óvenju vel. „Þetta er líklega þinn heilla- daguf“, sagði læknirinn. Hvor- ugan okkar grunaði hve sann- spár hann var. Rétt í því opnuðust dyrnar og inn kom lögregluþjónn, sem kvaðst eiga að fara með mig til Gdynia. Þegar við komum inn í dóm- salinn þar, var þar stórum fjöl- mennara en þegar ég var dæmd- ur. Þar voru þeir Leijon og Win- berg og höfðu með sér verjanda, sem sænska konsúlatið hafði út- vegað mér. Málið var tekið upp að nýju og hann hélt langa ræðu. Ég skildi ekki eitt orð, en mér fannst ræða hans hafa mikil áhrif á dómarann. Lög- regluþjónninn, sem flutti mig frá Wrjherowo, hvíslaði að mér: „Þetta var góð ræða. Hann fær yður sýknaðan". Eftir ræðuna gengu dómend- ur afsíðis og svo tilkynntu beir að dómurinn yfir mér væri mildaður, refsingin færð niður í Hundrað óra afmælis Góð- templarareglunnar minnst Sunnudagskvöldið 21. janúar síðastliðinn fór fram í Dóm- kirkjunni í Reykjavík vel heppn uð athöfn í tilefni 100 ára af- mælis Góðtemplarareglunnar í heiminum. — Tími þessi var val- inn sökum þess, að um þær mundir átti Reglan á íslandi einnig afmæli. Stórstúka Islands og Þing- stúka Reykjavíkur sáu um þessa samkomu. Einar Björns- son kynnti dagskrá og stjórnaði samkomunni. — Stutt ávarp flutti dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, en aðalræðuna flutti Brynleifur Tobíasson yfir- kennari, Páll ísólfsson skemmti með orgelleik, en söngkór templ ara söng allmörg lög, bæði við upphaf samkomunnar og slit hennar. Stjórnandi kórsins er Jón ísleifsson. Öll voru dag skráratriðin vel heppnuð og á- gæt og samkoman yfirleitt hin ánægjulegasta. Ríkisútvarpið lét sína þjónustu góðfúslega í té, og var öllum dagskrárliðun- um útvarpað. Hér fer á eftir Með þessu hafa góðtemplarar skapað mörgum ógæfumanni nýtt líf, endurvakið starfsþrótt hans og lífsgleði, reist úr rúst- um hrunin heimili, vakið sam- hug og ánægju meðal ástvina, þar sem áður var sundrung og uppgjöf. Þannig mætti lengi telja. En þakkir þeirra óteljandi einstakl- inga, aðstandenda og ástvina þeirra, sem góðtemplarareglan hefir fært blessun í stað böls, vegur meira en nokkurt orða- flóð. Ég skal því láta orðum mínum lokið með því að þakka fyrir hönd ríkisstjórnar Islands Góð- templarareglunni fyrir það, sem hún hefir gert fyrir íslenzku þjóðina með því að berjast bet- ur en nokkur annar gegn böli á- fengisins. Góðtemplarareglan hefir sannarlega verið einn þarf- asti félagsskapur, sem á íslandi hefir starfað. Fyrir störf hennar verður seint fullþakkað. Megi starf reglunnar blessast og áfengisbölið hverfa úr þjóð- lífi Islendinga. —EINING, febrúar 1951 Sextíu og f jórir eldsvoðar urðu í Reykjavik í fyrra Tjón af húsmunum einum nam um 1 milljón kr. I Reykjavík eru nú um það bil 8000 hús ýmissa tegunda, öll tryggð hjá Almennum tryggingum h.f., fyrir því sem næst 1751 millj. kr. kr. 518.000. Þar næst var timb- ursmiðja Axels Eyjólfssonar í Selási, kr. 119.000. Þá var Lyfja- búðin Iðunn um 60 þús. kr., þá íbúðarhúsið Hverfisgata 55, um 35 þús. kr. og loks kjötbúð Kleins við Baldurs'götu, um 24 þús. kr. Ávarp dómsmálaráðherra: I kvöld komum við saman á helgum stað til að minnast ald- arafmælis alþjóðareglu góð- templara. Félagsskapur þeirra nær nú víða um lönd og barst hingað til Islands á fyrra helm- ingi níunda tugs síðustu aldar. Eins og öll önnur mannleg viðleitni, hefir félagsskapur góð templara sætt misjöfnum dóm- um. Enginn heilvita maður get- ur þó haft á móti þeim megin- tilgangi góðtemplara að eyða á- fengisbölinu. Um leiðirnar til þess hefir þó sitt sýnzt hverjum af þeim, sem viðurkenna af heilum huga og fullri góðvild, að hér sé.böl, sem úr þurfi að bæta. Það er að vísu satt, að hóf- lega drukkið vín gleður manns- ins hjarta. Sá, sem ekki skilur þau sannindi, getur aldrei fund- ið lausn á þeim vanda, sem á- fengið skapar. En hitt er ekki síður rétt, að þeir eru sorglega margir, sem ekki kunna hið rétta hóf í þess- um efnum. Af þeim sökum hef- ir áfengið gert óteljandi mönn- um ákaflega mikið illt. Og vissu lega bæri að fórna þeirri gleði, sem sumir hafa af neyzlu á- fengis, ef með því væri hægt að eyða eymdinni og sorginni, er leiðir af ofneyzlu áfengis. Þess vegna er það eðlilegt, að menn hafi reynt að eyða áfenginu með algeru banni. Sú tilraun var gerð hér á landi af göfugum og góðum hvötum, en um árangur hennar deila menn mjög, og ég mundi gera mig sekan um hræsni, ef ég léti svo sem ég tryði því, að á þann veg yrði þessi vandi leystur. Al- þjóðaregla góðtemplara er þar að vísu á öðru máli og vill vinna að allsherjarbanhi. En góðtempl- arar skilja manna bezt, að sú barátta er ekki einhlít. Þeir gleyma að vísu ekki þessu mark- miði sínu, en þeir vita að mestu máli skiptir baráttan um hverja einstaka mannssál. Góðtemplarar skilja, að í bar- áttunni við freistinguna verður hver einstaklingur, einn og ó- studdur, oft of veikur á svell- inu. Hann þarf á kærleiksríkum stuðningi að halda, og þann stuðning veitir félagsskapur þeirra. Góðtemplarar skilja einnig, að vegna þess að áfengið veitir mönnum gleði, þótt það sé að- eins stundargleði og gleði, sem oft snýst upp í ævilangan ófarn- að, þá tjáir ekki að láta eyðu og tóm koma í áfengisins stað, heldur þarf í þess stað að skapa heilbrigða skemmtun, heilbrigð áhugamál og heilbrigð störf. hálfs mánaðar-fangelsi, og þess vegna bæri að láta mig lausan nú þegar .... —Lesb. Mbl. Húsin í Reykjavík skiptast þannig, eftir tilgangi sínum og notkun: íbúðarhús: 4500. Verk- smiðjur og verksmiðjuhús, sem að einhverju leyti er búið í: 696. Stofnanir ýmislegar: 917. Úti- hús (bílskúrar o. s. frv.): 2100. Á hverju ári fer mikið verð- mæti forgörðum í brunum, eins og alkunna er, og skal þetta rakið nokkuð, samkvæmt upp- lýsingum, sem VÍSIR hefir afl- að sér hjá Almennum trygging- um h.f. Þess ber þó að gæta, að þá er talað um tjón, sem greitt hefir verið, er eingöngu átt við húsin sjálf, ekki innan- stokksmuni, vörubirgðir eða annað, sem í þeim er. Er annað tjón of mun eða margfalt meira. Á árinu sem leið urðu hér 1 Reykjavík 64 eldsvoðar, svo miklir, að greiddar voru bruna- tryggingar fyrir. Tjón af þeim nam samtals um 1 millj. kr. Mest tjón varð, er Gelgjutangi (fiskverkunarstöð S. I. F. við Kleppsmýrarveg) brann, eða Meiri eldsvoðar í fyrra. I hitteðfyrra voru eldsvoðar allmiklu fleiri, eða 81, enda gekk þá mjög á íkveikjum, eins og menn muna. Það ár nam tjón á húsum vegna bruna um 1.9 millj. kr. Mest tjón á fast- eign varð, er netagerð Björns Björnssonar við Hringbraut brann, eða um 488 þús. kr. Þar næst var bruninn hjá Almenna byggingarfélaginu í Borgartúni, eða um 440 þús kr. Hafa þá á tveimur árum orð- ið 145 eldsvoðar í Reykjavík og nam tjón á húsum af þeim um 2.9 millj. kr. Þegar Almennar tryggingar tóku við tryggingum á húsum í bænum, námu tryggingarnar samtals 522.6 millj. kr., og hafa tryggingarnar því rúmlega þre- faldazt á 6 árum, eða upp í 1751 millj. kr., eins og fyrr getur. Iðgjöld af tryggingunum námu í fyrra samtals rúmlega 1.9 millj. kr. —VISIR, 17. febr. Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TrairiingImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV * 1. WINNIPEG Kaupið

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.