Lögberg - 29.03.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.03.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MARZ, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BILDFELL. þýddi „Hann er farinn í keyrsluvagni, sem tveir hestar gengu fyrir. Fjandinn hafi það, ef ég skil í því“. „Bróðir rfiinn! Bróðir minn! Þeir hafa þá slitið þig frá mér“, stundi Philip upp og féll meðvitundarlaus til jarðar. 9. Kapítuli Viku eftir að viðburðirnir, sem skýrt er frá í síðasta kapítula, gerðust, barði ungur maður, þreytulegur og tötrum klæddur, að dyrum hjá hr. Robert Beaufort. Dyravörðurinn kom seint og gætilega til dyranna og lauk þeim upp. „Er húsbóndi þinn heima? Ég verð að finna hann án tafar“, sagði komumaður. „Það er nú meira en að þú getur gjört, maður minn; húsbóndi minn tekur ekki á móti þér, eða þínum líkum um þetta leyti næt- ur“, svaraði dyravörðurinn og starði á tötrum klæddu mannsmyndina, sem stóð fyrir utan dyrnar með ósegjanlegri fyrirlitningu. „Ég kom til að sjá hann, og hann skal ég sjá“, svaraði maðurinn og réðist að dyraverð- inum þar sem að hann stóð í dyrunum, sveifl- aði honum til síðu, þó mikill væri hann fyrir- ferðar og strunsaði inn í ganginn í húsinu. „Stansaðu! Stansaðu James! John“, hrópaði dyravörðurinn eftir að hann var búinn að ná sér dálítið. „Komið!“ Beaufort lávarður var búinn að vera nokkra daga í Lundúnum, en var væntanlegur á hverri stundu, og lafði Beaufort sat inni í dagstofunni og beið eftir honum. Þegar að hún heyrði kall- að í ganginum öpnaði hún hurðina og leit fram í ganginn og sá þennan ægilega grimma mann, sem að lýst er að framan, koma og stefna til hennar. „Hver ert þú?“ spurði hún, „og hvað er þér á hendi?“ „Ég heiti Philip Morton. Hver ert þú?“ „Maðurinn minn“, sagði lafði Beaufort og hörfaði aftur á bak inn í stofuna á undan Philip, sem lét stofuhurðina aftur, „er ekki heima“. „Þú ert þá lafði Beaufort. Jæja þú getur skilið mig. Ég vil fá hann bróður minn. Honum hefir verið stolið frá mér á níðingslegan hátt. Segðu mér hvar hann er og ég skal fyrirgefa allt. Láttu mig aftur fá hann, og þá skal ég blessa þig og þína“, og Philip kraup niður og greip í klæðafald hennar. „Ég veit ekkert um bróður þinn, hr. Mor- ton“, sagði lafði Beaufort, sem var bæði hissa og hrædd. „Arthur, sem við vonumst eftir á hverjum degi, skrifaði og sagði að leitin eftir honum hefði verið árangurslaus". „Ó! þú viðurkennir að það hafi verið leitað að honum?“ sagði Philip um leið og að hann stóð upp með kreppta hnefana. „Og hverjir aðr- ir en þið, eða útsendarar ykkar, mundu hafa gjört sér far um að aðskilja okkur? Svaraðu mér, hvar er hann? Enga undanfærslu, lafði Beaufort. Mér er bláköld alvara!“ Lafði Beaufort, sem, þó að hún væri ekki afskekkt þeim veraldarkulda og kæruleysi, sem undir vanalegum kringumstæðum koma í stað- inn fyrir hugrekki, var orðinn dauðhrædd við ákefð og aðstöðu gests síns. Hún reyndi að ná til húsbjöllunnar, en Philip greip um hendina á henni, hélt henni fastri og sagði með augna- ráði, sem neistarnir virtust hrökkva frá: „Ég fer ekki fet héðan fyr en þú segir mér það. Vilt þú hafna þakklæti mínu og blessun? Vara þú þig! Ég spyr aftur: Hvar hafið þið falið bróður minn?“ í því að hann sagði þetta, var stofuhurðinni hrundið upp og Beaufort lávarð- ur stikaði inn í stofuna. Lafði Beaufort hljóðaði upp yfir sig af fögnuði og sleit sig lausa frá Philip og hljóp til manns síns. „Bjargaðu mér frá þessum ribbalda!“ sagði hún í titrandi geðshræringu. Beaufort lávarður hafði heyrt frá Black- well um hina einkennilegu harðíðgis keskni Philips, illa félagsskap og hið óbætanlega fram- ferði, varð snortinn af áeggjan konu sinnar. „Ósvífni þorpari!" sagði lávarðurinn og gekk í áttina til Philips. „Eftir allar heimsku- legu velgjörðirnar frá syni mínum og mér, og eftir að hafa hafnað öllum okkar tilboðum, en halda áfram þínu andstyggilega illkvitnisfram- ferði, hvernig dyrfist þú að ryðjast inn í þetta hús? Burt með þig, eða ég sendi eftir lögregl- unni til að reka þig út“. „Maður! Maður!“ hrópaði Philip og átti bágt með að stilla heift þá, er svall honum í huga. „Ég hirði ekki um hótanir þínar og heyri ekki svívirðingarorð þín — þú, eða sonur þinn, hefir stolið honum bróður mínum; segðu mér aðeins hvar hann er, lofaðu mér að sjá hann einu sinni enn. Rekið mig ekki í burtu án þess að segja eitt meðaumkunar- eða réttlætingarorð. Ég grátbæni ykkur — á kjánum grátbæni ég big — já, ég grátbæni þig að sýna bróðursyni þínum mískunsemi. Hvar er Sidney?“ Eins og allir lítilmótlegir hugleysingjar þá espaðist Robert Beaufort fremur en mildaðist við þessa auðmýkt Philips. „Ég veit ekkert um bróður þinn, og ef þetta eru ekki allt einhverjir prettir — sem ekki er ólíklegt — þá er ég innilega glaður yfir því-að hann, vesalings barnið, skuli vera frelsaður frá slíkum eiturs-félaga og þú ert“, svaraði Beaufort lávarður. „Ég krýp enn við fætur þér, aftur og í síð- asta sinni og bið þig í auðmýkt minni, að segja mér sannleikann". Beaufort lávarður espaðist meir og meir eft- ir því, sem Philip varð auðmjúkari, rétti upp hendina eins og að hann ætlaði að slá hann, þegar að persóna, sem enga eftirtekt hafði vak- ið, en hafði læðst inn í horn á herberginu, þaðan sem hún kom nú, þegar að henni ofbauð það, sem hún hafði heyrt og séð, þó að hún hefði ekki getað áttað sig á því, og sagði í blíðum barnarómi: „Berðu ekki manninn, pabbi! — láttu hann fá bróður sinn“. Beaufort lávarður lét hendina síga, og frammi fyrir honum kraup dóttir hans við hlið- ina á fyrirlitna manninum. Hún hafði læðst inn á eftir föður sínum þegar að hann kom. Við daufa birtu frá eldinum sá hann hana þarna — sá andlitið upplyft og björt og blíð augu mæna á sig með tár geðshræringar og máske aumkvunar í augum, því börn hafa næma til finningu fyrir sorgum annara, sér- staklega þeirra, sem aldursmunur er ekki mik- ill á. Philip leit í kringum sig og vissi ekkert hverju þetta sætti og sá andlit, sem að honum virtist, eins og á stóð, að væri engils-andlit. „Hlustaðu á, hvað hún segir!“ sagði hann lágt: „Ó, hlustaðu á hana. Gerðu það hennar vegna, að aðskilja ekki munaðarleysingjana“. „Taktu barnið í burtu, lafði Beaufort“, sagði lávarðurinn hastur. „ Viltu að hún niðurlægi sig þannig? — Og þú, herra, hafðu þig í burtu úr þessu húsi; og þegar þú lærir að sýna mér tilhlýðilega virðingu, þá skal ég sjá þér fyrir heiðarlegu lifibrauði, eins og að ég hefi lofað“. „Philip stóð áfætur. Lafði Beaufort hafði farið út með dóttur sína, en sent til þeirra þjóna hússins, sem röðuðu sér í stofudyrnar. „Ætlarðu að fara?“ spurði Beaufort lávarð- ur nú öruggari en áður, er hann sá þjónana í dyrunum, „eða eiga þeir (þjónarnir) að henda þér út?“ „Þetta nægir, herra“, sagði Philip með al- vöru og tign, sem kom föðurbróður hans á ó- vart og næstum ógnaði honum. „Faðir minn, þó að hann sé dáinn, vakir yfir þeim lifandi og hann hefir heyrt og séð til þín. Dagur rétt- lætisins kemur. Farður úr veginum fyrir mér, peningapúkinn þinn“. Hann veifaði hendinni og þjónarnir drógu sig til baka, þegar að hann nálgaðist þá og hann stikaði út ganginn og út úr húsinu. Þegar að hann var kominn út á götuna, sneri hann við og horfði á húsið. Það var eins og eldur brynni úr augunum á honum og gaf það honum ásamt hárinu svörtu og flaksandi, einhvern undursamlegan og næstum ægilegan andúðarsvip; hin vilta og ófágaða tign hans, sem að ræflarnir, er hann var í, gátu ekki varpað neinum skugga á, eins og þeir aldrei geta á hugprúða og viljasterka menn og sem hafa næma tilfinningu fyrir réttlætinu: út- rétt hendin, fölt en göfugt yfirbragð, og hinn fölnaði æskublómi, gjörði útlit hans næstum ægilegt, þar sem að hann stóð í þögulli reiði. Hann stóð þannig dálitla stund, eins og sá, er sorg og óréttlæti hefir gætt spásagnaranda, sem stefnir auga örlaganna á hemili kúgarans. Svo sneri hann sér seint við, brosti raunalega og gekk hratt eftir götunni unz að hann kom þangað, sem að hinn óaðgengilegri partur bæj- arins byrjaði. Þar stansaði hann við prívatdyr á lítilli veðlánarabúð; eftir litla bið voru dyrn- ar opnaðar, og Philip gekk upp dimman stiga upp á annað loft, þar sem að hann fann Kaf- tein de Burgh Smith í litlu bakherbergi sitj- andi við lítið borð, þar sem tvö kertaljós log- uðu á og var hann ,að reikja vindil og leika sér að spilum. „Jæja, hvað hefurðu frétt um bróður þinn, Philip?“ „Ekkert: Þau fást ekki til að segja neitt“. „Ertu hættur að leita?“ „Nei, ég hætti því aldrei; þu ert nú eina von mín“. „Nú, jæja, ég hélt að þú myndir verðá neyddur til þess að leita til mín og ég skal gjöra það fyrir þig, sem að ég hefði ekki gjört fyrir sjálfan mig. Ég sagði þér að ég hefði þekkt lögreglumanninn, sem var í vagninum. Ég skal leita hann uppi og hamingjan veit, að það er ekki erfitt verk; og ef þú vilt borga nógu vel, þá skalt þú fá þínar fréttir“. „Þú skalt fá allt, sem að ég á, ef að þú get- ur fundið bróður minn. Það eru hundrað pund — það var hans fé. Það er mér einskis virði án hans. Hérna, ég borga þér fimmtíu pund nú, og ef . . . .“ Philip þagnaði, af því að hann var í svo mikilli geðshræringu, að hann gat ekki haldið áfram. Kafteinn Smith lét peningana í vasa sinn og sagði: „Við skulum láta þetta vera sem fullnaðar- borgun“. Kafteinn Smith efndi loforð sitt. Hann fann „Bow Street“-embættismanninn. Herra Sharp hafði verið borgað höfðinglega af hinum aðilan- um til þess að láta það skiljast, að Sidney væri undir vernd Beauforts lávarðar, og fékk Kaf- teinninn þar engu um þokað, en fyrir áhrif tíu punda lofaðist Sharp til að sjá um að Sidney skrifaði Philip bréf. Meiru fékkst hann ekki til að lofa. Philip lét sér þetta lynda. Eftir vikutíma af- henti Sharp Kafteininum bréf, sem Kafteinn- inn aftur afhenti Philip. Það hljóðaði þannig: „Kæri bróðir minn, Philip: — Mér er sagt, að þér sé ant um að vita hvernig að mér líði, ég tek því pennan og fullvissa þig um, að það sem ég segi, er frá sjálfum mér. Mér líður vel og ég er ánægður — ánægðari en ég hefi verið síðan vesalings mamma dó; svo ég ætla að biðja þig að vera ekki órólegur út af mér, og bið þig líka að reyna ekki til ■ þess að leita mig uppi, því að ég fengist ekki til að fara með þér undir neinum kringumstæðum. Mér líður svo miklu betur hérna. Ég vildi, að þú reyndir að vera góður drengur og létir af hinni ljótu hegð- un þinni, því að ég er viss um, eins og að allir segja, að ég veit ekki hvað úr mér hefði orðið, ef að ég hefði verið lengur með þér Mr. — (Mr. var að mestu strykað út). Herramaðurinn, sem að ég er hjá, segir: að ef að þú sjáir veru- lega að þér, að þá vilji hann taka þig að sér líka; en hann ráðleggur þér, eins og að góðum dreng sæmir, að fara til Arthur Beaufort og biðja hann fyrir gefningar á því sem liðið er, og að þá myndi Arthur láta sér mjög annt um þig. Ég sendi þér stóra upphæð af peningum, heil 20£, og herramaðurinn segir, að hann skyldi senda þér meira, ef að hann héldi ekki að það mundi spilla þér. Ég fer til kirkju á hverjum sunnudegi, og les góðar bækur og bið alltaf guð, að hann opni á þér augun. Ég á ljómandi fallegan hest með langt tagl. Svo ekki meira núna, frá þínum elskandi bróður, Sidney Morton". 8. október , 18 „Ég bið þig að leita ekki meira að mér. Þú veist að ég var nærri dauður og hefði líklega dáið, ef það hefði ekki verið fyrir þennan góða herramann, sem að ég er hjá“. Svo þetta var þá kórónan á öllum harm- kvælunum, sem að hann hafði orðið að líða, og allri umönnuninni ,sem að hann hafði sýnt! Þarna var bréfið auðsjáanlega skrifað af Sid- ney sjálfum, án áhrifa frá öðrum, með ritvill- unum eins og að hann sjálfur hafði sett þær niður. Eitur-naðran stakk Philip og skildi þar eftir varanlega spillingu. „Ég skipti mér ekki meira af honum“, sagði hann og þurrkaði tárin af augum sér. „Ég skal ekki ónáða hann framar; og ég kæri mig ekki um að hnýsast meira inn í þetta leyndarmál. Það er betra eins og er — hann er ánægður! Jæja, jæja, og ég — ég skal aldrei unna neinni persónu hér eftir“. Hann laut höfði og tók hönd unum um andlit sér, og þegar að hann stóð upp fannst honum að hann bæri stein í brjóst- inu í stað hjarta, og að sálarfjör hans væri farið — flúið, og þar með slitið kærleikssam- bandið á milli hans og bróður hans. XII. Kapíiuli Það var satt, að Sidney leið vel á sínu nýja heimili og þangað verðum við að fylgja honum: Þegar að ferðamennirnir í keyrsluvagnin- um komu til bæjarins, sem þeir voru beðnir að skilja Sidney eftir í „The Kings Arm“. Herra Spencer var lítið um þann bæ gefið. Á meðan að skipt var um hesta, sendi Spencer eftir lækni til að skoða Sidney, sem hafði þegar hressts allvel við að hafa fataskipti og taka inn hressandi meðul, svo að hann var álitinn fær um að halda ferðinni áfram þá um nótt- ina, og þannig hélt hr. Spencer áfram í þrjá daga, en þá náði hann til staðar þar sem að tvær ógiftar systur hans bjuggu, hundrað og fimmtíu -mílur frá stað þeim, sem að hann fann Sidney á. Hann þorði ekki að taka Sidney heim til sín enn sem komið var. Hann var hræddur um að Beaufort mundi taka hann af sér, ef hann frétti til hans, svo að hann skrifaði hon- um kænlegt bréf og sagðist vera búinn að gefa upp alla von með að finna Sidney og spurði hvort að hann hefði frétt nokkuð til hans — en Sharp borgaði hann 300£ til þess að hann þegði, og sagði honum hreinskilnislega ástæð- una fyrir því, að hann vildi halda Sidney leynd- um, sem að þjónn laganna lofaðist til að aðstoða hann í. Þó að Spencer, sökum varúðar, ekki tæki Sidney heim til sín, þá gat hann ekki neitað sér um að vera með honum, svo að hann gisti um tíma í gistivináttu hjá systrum sínum. Eftir nokkurn tíma frétti hann, að lækn- ir Arthurs Beauforts hefði skipað honum að fara úr landi sér til heilsubótar, og áleit hann sér þá óhætt að taka Sidney heim til sín, í hið svonefnda Vatna-hérað. Á þessum tíma hafði lífið leikið við Sidney. Á hans aldri var konu-handleiðsla nálega ó- missandi, ekki síður en lífsþægindin, og syst- urnar létu sér eins annt um hann eins og að hann væri sonur þeirra. Þessar systur voru á- gætar manneskjur, sem höfðu miklar mætur á bróður sínum, og kölluðu hann „skáldið", og sérlega barngóðar. Hreinlætið, kyrrðin og við- mótið á þessu smekklega heimili, gjörði allt sitt til þess að hressa og endurnæra æskugleð- ina hjá hinum unga gesti þeirra, og þau öll mát- ust um að sýna honum sem mesta góðvild. En Sidney hélt sig mest að Spencer, því hann fór aldrei svo burt af heimilinu að hann færði honum ekki eitthvað þegar að hann kom til baka, sætmeti, leikföng og svo gaf Spencer honum hestinn og fór með honum þegar að hann reið út. Spencer stóð sem sé í sambandi við öll hans áhugamál og alla hans keipa.. Sid- ney sagði þeim sögu sína, sem ekki var löng; en þegar að hann sagði þeim frá hvernig að Philip hefði lokað sig inni tímunum saman og hvernig að hann hefði neytt sig út í síðustu ferðina, sem að næstum hefði riðið sér að fullu, þá stundu systurnar þungan, og Spencer varp þungt öndinni, og voru þau öll sammála um, að Philip væri stakur óþokki. Það var enginn uppgerðar-ásetningur fyrir þeim að stígja bræðrunum í sundur, heldur var það rótgróin sannfæring þeirra að þess væri þörf. Sidney tók málstað bróður síns fyrst í stað, en hugur hans var reikandi, og það fór enn hrollur um hann, þegar að hann hugsaði um það, sem að hann hafði orðið að ganga í gegnum. Svo smátt og smátt lærðist honum að gleyma allri um- hyggjunni fyrir því, að hann var frelsaður frá samverunni með honum, og hann vonaði að þeir hittust aldrei framar. Satt að segja, að þegar hr. Spencer frétti frá Sharp, að það hefði verið fyrir milligöngu Kafteins Smith — svikarans — að Philip fékk fréttir af bróður sínum, og þegar að hann ennfremur frétti frá sama manni, að Philip hefði verið riðinn við á51u á hrossi, sem hefði annað hvort verið svindlað út eða stolið — sá hann enn meiri á- stæðu til að breikka bilið á milli bræðranna. Eftir því sem Sidney óx og vitkaðist, því betur skildi hann og mat það, sem fyrir vel- gjörðarmanni hans vakti — því hann óx upp við aga og siðferðisfágun, og hugur hans sner- ist eðlilega frá því sem ljótt var, óheilt eða grimmt. Herra Spencer skipti um nafn hans, bæði fornafn og ættarnafn, svo að leit að hon- um yrði torsóttari, hvort heldur að leitarmenn- irnir væru Philip, Morton eða Beaufort, og gaf honum nafn bróðursonar síns, • sem dáið hafði á Indlandi. Svo þarna, á bökkum spegil fagurs vatns, mitt í dýrðlegasta útsýni Bret- lands, óx Sidney upp í ró og næði. Einveran í þessum afskekkta stað, skapaði honum hvorki óeirð né leiðindi, því hann fann nautn í lestri góðra bóka, hljómlist, skáldskap og fegurðar- smekk þeirra þroskuðu, þar fékk hann að þróast í friði og fegurð lífsins. Hann leit á hið liðna líf sitt eins og ljótan draum, þar sem að hann sá Philip ögrandi og ógnandi. Það var sjaldan sem að hann nefndi nafn hans og ef að hann minntist á það við hr. Spencer fölnaði hann í framan. Geðprýði hans, andlitsfegurð og brosið á vör- um hans, tryggði honum hylli allra og huldi frá augum almennings það, sem máske leynd- ist af síngirni í fari hans. En á þeim lesti, með framkomu hans eins og að hún var og vina- hópnum eins einlægum og hann var, bar sjald- an. Svo hann var þannig skilinn frá báðum verndurunum, sem að vesalings Katrín hafði falið hann. Af leyndardómsfullri andstæðu var þeim, sem ábyrgðin var falin, varnað að uppfylla hana. Á beð dauðans þegar að við höldum að við höfum tryggt framtíð þeirra, sem við skilj- um eftir. — Skyldi þá síðasta brosið frjósa á vörum okkar, ef við gætum séð eitt eða tvö ár fram í tímann? Arthur Beaufort eftir árangurlausa leit að Sidney kom heim og frétti um andúð þá, sem Philip hafði vakið með heimsókn sinni, sérstak- lega þegar að hann hlustaði á orðbragð það, sem hann hafði viðhaft við móður sína, sem ekki dró úr því þegar að hún sagði honum sögu sína. Það var ekki að furða sig á, að hann, með allt sitt rómantíska veglyndi skyldi finn- ast slíkt framferði og orðbragð andstyggilegt og óforsvaranlegt. Þó að hann væri ekki hefni- gjarn, þá var honum ekki lánuð sú auðmýkt, sem aldrei hrindir frá sér. Hann leit á Philip sem mann, er geðofsi og illur félagsskapur hefði gjört óviðráðanlegan. Samt kom beiðni Katrínar og línurnar sem Philip skrifaði hon- um — velgjörðamanninum óþekta, oft í huga, og hann hefði glaður gert Philip greiða, ef að hann hefði átt kost á því. En, eins og hlutirnir stóðu þegar að hann leit í kringum sig og sá sýnishorn af kærleiksverkunum, sem eiga upp- tök sín heima fyrir, sem svo víðtæk eru, þá fannst honum að hann hefði gjört skyldu sína; vellíðanin, þó að hún yki ekki tilfinnaleysi hans, dró samt úr staðfestu hans svo að mynd- in af Katrínu deyjandi og syni hennar fyrntist smátt og smátt í huga hans, og svo hjálpaði það til líka, að rétt um þetta leyti fékk hann nafnlaust bréf, sem rak alla hugsun um þetta úr huga hans. Bréfið var stutt og höfundur þess, hver sem hann var — sagði aðeins að Sidney Morton hefði fundið vin, sem ætlaði sér að annast hann eins lengi og hann lifði, en sem mundi ekki veigra fyrir sér að leita til Arthur Beaufort, ef að hann þyrfti á hans aðstoð að haída.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.