Lögberg - 29.03.1951, Blaðsíða 8

Lögberg - 29.03.1951, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MARZ, 1951 Glæsileg frumsýning á „Heilagri Jóhönnu" í Þjóðleikhúsinu Árnaðaróskir ÖNNU BORG til leikhússins Frumsýning á „Heilagri Jóhönnu“, eftir G. B. Shaw í Þjóleikhúsinu s.l. sunnudagskvöld var með miklum glæsi- Brag. Anna Borg leikur þar aðalhlutverkið, sem kunnugt er, og er þetta í fyrsta sinni, sem hún kemur fram á leik- sviði Þjóðleikhússins. Var leikkonan ákaft hyllt af áhorf- endum, bæði á meðan á sýningunni stóð og er henni lauk. Úr borg og bygð Matreiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til sölu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. A. MacDonald 11 Regal Ave. St. Vital Sími 205 242 Mrs. H. Woodcock 9 St. Louis Road, St. Vital Sími 209 078 eða til Columbia Press Limited, 695 Sargent Ave. Sími 21 804. * — GIFTING — Síðastliðinn fimtudag voru Ólafur Raymond Jónasson og Jean Laverne Appland gefin saman í hjónaband í Norwood United kirkjunni hér í borg. Rev. T. M. Badger gifti. Brúð- guminn er sonur Mr. og Mrs. O. Jónasson, Winnipeg. Heimili ungu hjónanna verð- ur Ste. 8 Acadia Apts., Winni- peg- ☆ Þær frú María Markan Öst- lund og ungfrú Helga Sigurdson, komu sunnan frá New York um helgina, en þær efna til, eins og kunnugt er, sameiginlegrar hljómleikahátíðar í Playhouse Theatre hér í borginni á föstu- dagskvöldið kemur. Continued from page 5 Educational Secretary for the Provincial chapter. Members ushered at the music festival, assisted at the tea for the Blind, and at the Municipal Tag Day in September, collect- ing $89.00. The Thanksgiving tea netted $129.00. Letters of thanks have been received from England for food parcels, from several recipients of Christmas and Easter cheer, and from others to whom the chapter has rendéred service of one kind or another. The chapter has held nine gen- eral meetings and two executive meetings during the year, and innumerable meetings were held by the committee handling the Icelandic Chair project. One new member was welcomed into the ranks. A number of our mem- bers have joined the Canadian Association of Consumers, at the request of that organízation. Publicity and Correspondence: During the year your secretary has written 67 letters and 35 items of publicity for the press and radio, in connection with chapter activities. Some of these releases have of necessity been quite lengthy and, owing to the growing pressure of other writ- ing asignments, your secretary wishes to be relieved of tþis additional work. Election of officers: Honorary regents, Mrs. B. J. Brandson and Mrs. J. B. Skaptason; honorary vice-regents, Mrs. R. Petursson, Mrs. B. B. Jonsson, Mrs. V. J. Eylands, Mrs. P. M. Petursson and Mrs. F. Stephenson; regent, Mrs. B. S. Benson; vice-regents, Mrs. E. A. Isfeld, Mrs. O. Steph- ensen and Mrs. J. S. Gillies; secretary, Mrs. H. F. Danielson; Treasurer, Mrs. H..G. Hendrick- son; Standard Bearer, Mrs. W. S. Jonasson; Educationl Secretary, Mrs. J. B. Skaptason; Empire Study, Mrs. E. W. Perry; Echoes secretary, Mrs. T. E. Thorstein- son. Conveners: Post War, Mrs. T. Hannesson; Ex-Service, Mrs. H. G. Nicholson; Unorganized territory, Mrs. P. J. Sivertson; Miss Guðrún Guðmundsson, dóttir Friðriks Guðmundssonar, rithöfundar, lézt á heimili syst- ur sinnar, Mrs. H. J. Stefánsson, 296 Baltimore Road, Winnipeg, á föstudaginn, 23. marz. Hún var 57 ára að aldri og hefir verið búsett í þessari borg í 36 ár. Hún lætur eftir sig fjóra bræður: Guðmund, Mozart, Sask.; Ingólf, Eriksdale, Man.; Jón, Van- couver; séra Jóhann Frederick- son, Lundar Man.; fjórar systur: Mrs. L. Oberman á Hollandi; Mrs. Fred Oberman, Akron, Ohio; Mrs. J. Elíasson og Mrs. H. J. Stefánsson, Winnipeg. Kveðjuathöfnin fór fram frá Bardal’s útfararstofunni; jarð- sett var í Brookside grafreit. — Séra Philip M. Pétursson flutti kveðjumál. ☆ Mr. og Mrs. Thorleifur Daní- elsson frá Riverton dvelja í borginni þessa dagana. ☆ Tveir íslendingar, þeir Dr. P. H. T. Thorlakson og Mr. E. Fjeldsted, hafa verið kosnir í framkvæmdarráð þeirra sam- taka, er ganga undir nafninu Manitoba Medical Service. ☆ Mr. Jón Magnússon útgerðar- maður frá Gimli, sem dvalið hef- ir á íslandi síðan um miðjan desembermánuð, kom hingað til borgar á mánudaginn; hann ferðaðist með Tröllafossi frá Reykjavík til New York, Jón er ættaður úr Steingrímsfirði í Strandasýslu og fluttist vestur um haf árið 1913. Hann er bróð- ir Magnúsar Magnússonar, sem búsettur er í St. Boniface. Jón kvað tíðarfar á íslandi hafa ver- ið umhleypingasamt í vetur, og óvenjulega mikið um snjó í Reykjavík. membership, Mrs. W. S. Jonas- son. Conclusion. The members wish to thank all those who have so generously supported the chapter’s work. We wish to thank individuals, business firms, the churches and the press for services and friendly co- operation. We wish to thank in particular all those who render- ed service in connection with the Icelandic Chair project. These are too numerous to men- tion again by name, but for acknowledgment to those who aided the presentation of the Pageant at the anniversary con- cert, I wish to refer to an item published in the Icelandic papers April 6th, 1951. To others who have since then aided this project we wish to say a warm “Thank you”. We wish to thank Rev. V. J. Eylands for giving his services in recording the pageant, and driving to Gimli to handle the recording equipment. We thank Fred Fridfinnson, Dr. L. A. Sigurdson, and Dr. P. H. T. Thorlakson who also drove their cars to Gimli for the concert. We thank Mrs. Elma Gislason for coming along to entertain with her singing. And last but not least we take pleasure in accord- ing to Gimli and all its residents our hearty gratitude for a most unique and delightful reception. Gimli business firms and indi- viduals who assisted with adver- tizing and smoothed the way for a successful event. The big hall was crowded to capacity and the grand reception given to us by the thoughtful and generous members of the Women’s Insti- tute will long be remembered. Not only did they serve to the visitors on arrival, a delightful lunch at the lovely home of Dr. and Mrs. G. Johnson, but they insisted on giving us refresh- ments after the program, and finally gave a generous money contribution toward our project as well. To all these fine people we say fervently, Thank you! Holmfriður Danielson, secretary Þeir B. J. Lifman frá Árborg og Árni Brandson frá Hnausum voru staddir í borginni á mánu- daginn. ☆ Mr. T. L. Hallgrímsson fisk- kaupmaður fór norður til Mikl- eyjar um miðja fyrri viku til að vera við útför Miss Kjartans- son, sem þar fór fram á fimtu- daginn. Mr. Hallgrímsson kom heim í vikulokin. ☆ Mrs. S. W. Sigurgeirsson frá Riverton kom til borgarinnar á laugardaginn fyrir páska ásamt Ingibjörgu dóttur sinni frá Dauphin, er dvalið hefir í nokkra daga hjá foreldrum sínum í Riverton. ☆ Lagt í Blómsveig íslenzka Landnemans (Sunrise Lutheran Camp) Mrs. S. Indriðason, Selkirk, $10.00 í minningu um hjartkæra for- eldra Pál og Sigriði Jónsson frá Kjarna í Geysir-bygð. Frá vinum í Selkirk $ 5.00 í minningu um Pál Jónsson frá Kjarna. Meðtekið með innilegu þakk- læti. — G. A. Erlendson ☆ Kristín Soffía Thordarson, ekkja Elíasar Thordarsonar, lézt á Betel síðastliðinn fimtudag, 84 ára að aldri. Hún fluttist til þessa lands árið 1905. Hún var jarðsungin af séra Sigurði Ólafs- syni á mánudaginn og lögð til hvíldar í Gimli-grafreit. Börn hennar eru: Thor Ellison, Van- couver, fyrverandi forstjóri Armstrong Gimli Fisheries, og Mrs. George Henderson, Bran- don, Man. ☆ Mrs. J. Steinþórsson, Vogar, $5.00; Mrs. G. Hallson, Vogar, $5.00; Mrs. K. S. Baldwinson, Sachigo River, Ont., $5.00; Kven félagið „Aldan“, Vogar, $10.00; Mrs. Margaret Magnússon, Lundar, $4.00 í minningu um sína kæru stjúpmóður Stefaníu Guðmundsson; Mrs. G. Free- man, Siglunes, $5.00 í minningu um sína kæru foreldra, Stefaníu og Hávarð Guðmundsson. Með kæru þakklæti, Ingibjörg Eggerlsson ☆ The Dorcas Society of the First Lutheran Church takes pleasure in announcing their annual Spring Entertainment consisting of two one-act com- edies and a musical interlude. The programme will take place in the Church Parlors on Thurs- day, April 5, 1951 at 8:30 p.m. Thé proceeds of this concert will be turned over to the Church Funds. ☆ The next meeting of the Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E. will be held in I.O.D.E. Headquarters in the Winnipeg Auditorium on Friday Evening, April 6th, at 8 o’clock. Ætlaði ríðandi inn í Mennfaskólann! Aðfaranótt sl. sunnudags var hringt til lögreglunnar úr Menntaskólanum og sagt að maður á hestbaki væri kominn upp á útidyratröppur skólans og virtist ætla að ríða inn í húsið! Lögreglan brá þegar við og sótti manninn. Er mál hans nú í rannsókn. — Skólameistari mun sjálfur hafa tekið á móti riddar- anum í anddyrinu. —Dagur 14. marz Maður nokkur á veitingahúsi kallaði á þjóninn og sagði: — „Heyrið þér, þjónn, það er járn- smiður að drukkna í súpunni minni“. Þjónninn varð skelfingu lost- inn, baðst afsökunnar og sagði: „Get ég gert eitthvað, herra, til þess að bæta fyrir þetta leiðin- lega atvik?“ „Já“, svaraði maðurinn bros- andi. „í næsta sinn, sem þér setjið járnsmið í súpuna mína, verðið þér að vera búinn að kenna honum að synda eða setja á hann björgunarbelti“. Formaður Þjóðleikhússráðs, Vilhjálmur Þ. Gíslason, gekk fram á leiksviðið að leikslokum og mælti nokkur orð til Önnu Borg. Hann gat þess, að eitt af hlutverkum Þjóðleikhússins væri að fá hingað gesti frá er- lendum leikhúsum. Það hefði byrjað með heimsókn frá sænsku óperunni í fyrravor og nú væri frú Anna Borg komin frá Konunglega leikhúsinu. — Þakkaði Vilhjálmur henni fyrir komuna og það tækifæri, sem íslenzkir leikhúsgestir fá nú til að kynnast list hennar. Einnig þakkaði hann Konunglega leik- húsinu fyrir að hafa veitt frú Önnu leyfi til að koma hingað til lands og bað hana færa þakk- ir til Konunglega leikhússins. Frú Anna Borg hélt ræðu og mælti á þessa leið: „í dag þegar ég í fyrsta sinn leik í Þjóðleikhúsi- íslands, kemst naumast að í huga mín- um önnur tilfinning en þakk- læti. Þakklæti til Þjóðleikhúss- ins fyrir að gefa mér kost á að leika hér, þakklæti til Konung- lega leikhússins fyrir að gefa mér leyfi til þess og þakklæti til minna gömlu og góðu sam- borgara í Reykjavík fyrir mót- tökurnar og alla þá ástúð og hlýju, sem þeir hafa sýnt mér. Við vitum öll að það mun eins dæmi, að svo fámenn þjóð, sem Islendingar, skuli eiga sér Þjóð- leikhús og það svo fullkomið sem þetta hús er. Eins og góður og sterkur vilji hefir komið því af stað, eins hafa góðar óskir fylgt því frá byrjun. Ég vildi leyfa mér að bæta einni ósk við. Þau einlægustu og hlýjustu orð, sem ég hefi heyrt berast nokkru leikhúsi, var þegar Chr. X. Danakonungur á 75 ára af- mælisdegi sínum flutti í Kon- unglega leikhúsinu þakklæti sitt og sagði: „Hér eigum við öll heima í frístundum okkar“. Ósk mín er sú, að þessi orð mættu einnig rætast á Þjóðleik- húsi íslands þannig, að jafnt ungir sem gamlir, háir sem lágir og hvar sem þeir annars ættu heima í landinu, fyndu til þess í sorg og í gleði að hér ættu þeir heima í hvert skipti, sem þeir kæmu hér. Ég þakka“. Önnu Borg barst mikill fjöldi blóma og fagnaðarlátum áhorf- enda ætlaði seint að linna. Hóf að leikslokum. Eftir sýninguna bauð Guð- laugur Rósinkranz þjóðleikhús- stjóri leikurum og stjórn leik- hússins til hófs í baksölum leik- hússins. Meðal viðstaddra var Björn ólafsson menntamálaráð- herra. Þjóðleikhússtjóri bauð frú Önnu Borg velkomna og þakkaði henni glæsilegan leik hennar, e'n leikkonan svaraði með nokkrum orðum. Var síðan drukkin skál leikkonunnar í kampavíni. 47 símasfaurar brotnuðu HORNAFIRÐI, þriðjudag. — Á fimmtudaginn var, gerði hér feikna fannkomu og þegar á dag- inn leið fór veður vaxandi. Svo mikinn snjó hafði hlaðið á síma- vírana á línunni milli Hóla og Hafnar, að um kvöldið er veður var hvassast brotnuðu 47 síma- staurar. Munu þess engin ^jæmi fyrr að lína þessi hafi orðið fyrir jafn miklum skemmdum. Óvíst er hvort hægt verði að gera við símalínuna fyrr en snjóinn hef- ur tekið upp. Þennan dag voru bátar héðan, sem stunda handfæraveiðar á sjó, og gekk þeim mjög illa að ná til lands, sökum dimmviðri- sins. Komust þeir ekki inn fyrr en um miðnætti, en þá rofaði til. Lítið gagn var að hafa af Hvanneyjarvita við innsigling- una, því að snjó fennti fyrir ljósker vitans. —Mbl. 18. marz Fór aftur upp á hérað í gærkvöldi. Snjóbíllinn kom til Reyðar- fjarðar laust fyrir hádegi í gær eftir rösklega 17 klukku stunda ferð frá Egilsstöðum. Hafði ferðin verið heldur erfið og bílnum gengið illa á 10 kílómetra kafla af leið- inni, þar sem lausamjöll var. Snjóbíllinn lagði upp frá Reyðarfirði aftur síðdegis í gær með póst og farþega. Tveggja stunda hvíld. Guðmundur Jönasson og að- stoðarmaður hans frá Akureyri, undu sér ekki langrar hvíldar á Reyðarfirði að aflokinni erfiðri ferð frá Egilsstöðum. Þeir hvíldu sig aðeins í tvær klukku- stundir, en héldu síðan aftur af stað til Egilsstaða. Fór bíllinn frá Reyðarfirði með um 700 kg. af pósti og þrjá farþega. Erfið færð um skóg og lausamjöll. Eins og áður er sagt, gekk snjó bílnum illa frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar. Varð töfin aðal- lega í Egilsstaðaskógi og um miðbik leiðarinnar, þar sem mikil lausamjöll er. Varð að fá ýtu til að hjálpa bílnum yfir þann kafla, en úr því gekk ferð- in ljómandi vel til Reyðarfjarð- ar. Farþegar voru fjórir, þar af ein kona, kona skógarvarðarins á Hállormsstað. —TÍMINN, 23. marz Lísa: „Ef þú værir ríkur, hvað myndirðu þá fá þér?“ Rikki: „Vekjaraklukku með brotnum hringingarútbúnaði". MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017.— Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóla kl. 12.15 e. h. Allir ævinlega velkomnir. ☆ — Argyle Presiakall — Sunnudaginn 1. apríl. Guðsþjónustur: Brú kl. 2:30 e. h. Glenboro kl. 7:00 e. h. Hreyfimyndin „For Good or Evil“ verður sýnd eftir messu í Glenboro. Allir velkomnir! Forseti íslands í hressingardvöl til Frakklands Goðafossi var snúið við á útleið til þess að sœkja forsetann GOÐAFOSS var látinn snúa við á Reyðarfirði í fyrrinótt, þar sem hann var á útleið, og hverfa aftur til Reykjavíkur til þess að sækja forseta íslands, herra Svein Björnsson, og flytja hann . utan til hressingardvalar. Batinn hœgur Forsetin hefir verið vanheill síðustu vikurnar eftir að hann fékk inflúensuna, en þó haft fótavist síðan hann kom heim til Bessastaða. Batinn hefir hins vegar verið hægur, og er nú á- kveðið, að hann fari til hressing- ardvalar til Frakklands, þar sem loftslag er hentara en hér. D r. Sigurður Samúelsson í för með forsetanum. Goðafoss átti að koma til Reykjavíkur í nótt, og mun skip- ið láta aftur úr Reykjavíkur- höfn klukkann átta í kvöld. Mun forsetinn fara með því til Ant- werpen, en skipið var á leið þangað. í fylgd með honum verð ur læknir, dr. Sigurður Sam- úelsson, er síðan fer með honum til Parísar, þar sem frekari á- kvörðun verður tekin um stað þann, sem forsetinn mun dvelja á sér til heilsubótar nú fyrst um sinn. Mun dr. Sigurður Samúels- son dvelja hjá honum í Frakk- landi og fylgjast með heilsufari hans. —Tíminn 20. marz —Mbl., 20 marz Boys’ Sturdy Qatonia Oxfords Offer Style, Quality, Dressed-up Appearance —three reasons why Eatonias are the finest shoe value for your lad! Shown here are two styles of Eatonias —the very popular moccasin vamp with strap and buckle, and the rugged brogue that’s sure to take all the rough wear he can give ’em. Eatonias come in many styles in black and brown, and sell for only 7.95 a pair. They’re available in sizes 1 to 5. Injants’, Children’s, Boys’ and Misses’ Shoes and Rubbers, Fifth Floor. Your Best Buy Is an EATON Brand” I.O.D.E. Report Eric H. Sigmar Snjóbillinn kom til ReySor- fjarðar í gær

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.