Lögberg - 29.03.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 29.03.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21374 c\ett' .tver* A Complete Cleaning Inslitulion PHONE 21374 lA^^Q* *T A CompUtt Cleaning ínstitutior 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 29. MARZ, 1951 NÚMER 13 Minningarorð um merkan mann: Halldór Halldórsson F. 27. janúar 1875 — D. 18. febrúar 1951 Vinur okkar, Halldór Hall- dórsson, var kallaður héðan við- vörunarlaust, án þess að honum veittist tími til þess að kveðja — það var að morgni hins 18. febrúar þessa árs. Við söknum nans öll, sem höfðum þekt hann eða kynst honum. Hann hlaut hinn síðasta hvílu- stað í hinum dásamlega og fagra grafreit, sem nefndur er „Royal Oak", og fór jarðarförin fram 23. íebrúar að viðstöddum ætt- raennum, börnum, barnabörn- um og systrum, ásamt nánustu vinum hans og starfsfólki hans frá Winnipeg skrifstofunni. Má þar telja Andrés Björnsson um- sjónarmann eigna hans og Mrs. Gilchrist forstöðukonu skrif- stofunnar. Hann lifa tvær dæt- ur, þrír synir og fjórar systur. Halldór Halldórsson h a f ð i marga þá kosti til að bera, sem einkenna sannan og góðan Is- lending: Hann var trúr og tryggur vinur, hjálpsamur þeim, sem hann hélt að ættu við bág- indi að búa, og höfðingi í lund. Kom það bezt fram þegar menn heimsóttu hann; sannaðist þá á honum hið fornkveðna, að „Til þess að þekkja manninn, þarftu að sækja hann heim". Halldór var gæddur ágætum og fjölbreyttum gáfum bæði í verklega átt og bókmentalega; hann var verulega bókhneigður maður að eðlisfari — fjöllesinn og fróður; fékst talsvert við rit- störf og ljóðagerð, enda þótt hann birti það sjaldan á prenti. Það sem einkendi hann frem- ur öllu öðru var hinn óbilandi kjarkur og hið mikla bjartsýni. Hann var flestum mönnum glöggskygnari á hagsmuna lík- indi hvort heldur var fyrir hann sjálfan persónulega eða fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Við sem kyntumst honum og lærðum að þekkja hann eins og hann var í raun og veru, sjáum öll eftir honum og finnum til þess að nú er skarð fyrir skildi og autt sæti, sem örðugt verður að fylla. Við segjum öll ein- huga: „Vertu sæll, vinur, þang- að til við sjáumst aftur, þá mun- Vaskleg björgun á Halamiðum um við endurnýja vináttuna. . En nánustu ættingjarnir og börnin sakna hans auðvitað mest; þau leiddi hann og þeim liðsinti hann í öllum efnum með mildi sinni og hjálpsemi. — Halldór Halldórsson var fædd- ur í Önundarfirði á íslandi 27. janúar 1875. Hann fluttist ung- ur til Danmerkur og þaðan til Ástralíu. Kom til Manitoba 1908 og stundaði fasteignasölu og byggingar í Winnipeg. Kom það þá fljótt í ljós hversu hagsýnh hann var og atorkusamur; enda græddist honum fljótt fé; varð hann þar með þeim fremstu í þeirri grein. Hann flutti til Victoria í British Columbia fyrir nálægt fimm árum og naut þar ávaxta iðju sinnar og framsýni. Sofíonías Thorkelsson Risaflugvél týnist yfir Atlantshafi Síðastliðinn föstudag gerðust þau tíðindi, að risaflugvél ame- rísk, er taldist til loftflotans, týndist yfir Atlantshafi, eitt- hvað um fjögur hundruð mílur undan ströndum írlands og hef- ir ekkert síðan til hennar spurst; flugvélin hafði farið um Keflavíkurflugvöll og var alt þá í góðu lagi; vélin hafði 52 manns innanborðs; hennar hefir stöð- ugt verið leitað árangurslaust. Frú María Markan Östlund Syngur einsöng við guðsþjónustu Frú María Markan Östlund, hefir góðfúslega auðsýnt Fyrsta lúterska söfnuði og presti hans þá sæmd, að syngja einsöng við morgunguðsþjónustuna í kirkj- unni á sunnudaginn kemur, kl. 11 f. h. Playh Samkoman í ouse "heafrre Um nokkrar undanfarnar vik- ur hefir jafnt og þétt verið vikið að menningarlegu gildi hljóm- leikahátíðarinnar, sem þær frú María Markan Östlund og ung- frú Helga Sigurdson efna til í Playhouse Theatre hér í borg- inni á föstudagskvöldið kemur þann 30. þ. m. Jafnframt hefir athygli verið leidd að því, hve mikið íslendingar eigi áminst- um hljómlistarsnillingum að þakka, er komið hafa hingað um óraveg og lagt á sig mikið erfiði vegna órofatrygðar við íslenzk menningarverðmæti; lesendum er einnig kunnugt um það, að þetta áminsta kvöld geri forseti Manitobaháskólans, Dr. Gillson, mikilvæga yfirlýsingu varðandi stofnun hinnar íslenzku deildar við háskólann, og verður slíkri Kunnur athafna- maður látinn Þegar v.b. Elliðaey frá Vest- tnannaeyjum var að veiðum á Halamiðum nýlega, féll einn háseta fyrir borð. HEITIR MAÐUR sá, sem fyrir borg féll, Gunnar Aanes. Þegar bátsmaðurinn, Sigurgeir Ólafs- s°n, varð þess var, stakk hann ser þegar fyrir borð og synti til Cunnars, er þá var að því kom- inn að sökkva. Gat hann haldið nonum uppi, unz björgunarhring var varpað til þeirra. Þykir afrek Sigurgeirs báts- manns hið vasklegasta. —Vísir 19. marz MesH snjór síðan 1910 Fréttaritari Tímans sagði í S^r, að á Fljótsdalshéraði væri nu kominn mesti snjór, sem þar hefir sézt í fjörutíu ár. — Hvað iannkyngi snertir er veturinn 1910, helzt til samjafnaðar, en þá voru snjóalög gfíurleg á Héraði. —Tíminn, 18. marz Ólafur Á þriðjudaginn í fyrri viku lézt í Los Angeles, Cal., Ólafur S. Freeman bankastjóri í Bot- tineau, North Dakota, kunnur athafnamaður og valmenni að sama skapi; var hann á ferðalagi syðra ásamt frú sinni, er dauða hans bar að; auk ekkju sinnar, frú Sigríðar, lætur Ólafur eftir sig stóran hóp mentaðra og mannvænlegra barna. Útför Ólafs bankastjóra fór fram í Bottineau síðastliðinn þriðjudag, og var hann jarð- sunginn af séra Valdimar J. Ey- lands, en þeir voru aldavinir; þau séra Valdimar og frú Lilja, fóru suður vegna jarðarfararinn- ar á mánudaginn; þessa látria merkismanns v e r ð u r nánar minst við fyrstu hentugleika. ráðstöfun alment fagnað; nokk- ur inngangsorð flytur Dr. P. H. T. Thorlakson, hinn sívökuli for- maður framkvæmdanenfndar- innar í kenslustólsmálinu. Að undirbúningi samkomunn- ar hefir verið unnið vel, og mun það mála sannast, að í þeim efn- um hafi enginn, er hlut átti að máli, legiö á liöi sínu, og skyldi slíkt að makleikum metið. Fram hjá því skal ekki gengið, að Lindal dómari, formaður fræðslu- og auglýsinganefndar- innar, hefir int af hendi mikið starf, og meðal annars komið því til leiðar, að Canadian Press og Canadian Broadcasting Corpora- tion, flytji ýtarlegar upplýsing- ar frá strönd til strandar um kenslustólsmálið. Fagnaðarefni er það hið mesta, hve margir forustumenn og konur utan vébanda hins ís- lenzka þjóðarbrots hafa með samúð sinni lifað sig inn í gildi kenslustólshugmyndarinnar og með því blásið henni byr í segl. Hér fer á eftir skrá yfir það fólk, sem tekið hefir að sér að gerast heiðursverndarar á- minstrar samkomu, en í þeim hópi eru tveir Islendingar í þjónustu utanríkisráðuneytis ís- lands, þeir Thor Thors sendi- herra Islands í Bandaríkjunum og Canada, og G. L. Jóhannsson, ræðismaður Islands í Sléttu- fylkjunum þremur, ásamt frúm sínum: Honorable R. F. McWilliams, Lieutenant-Governor of Mani- toba, and Mrs. McWilliams. Honorable Douglas L. Campbell, Premier of Manitoba, and Mrs. Campbell. Honorable Thor Thors, Iceland's Minister to Canada and the United States, and Mrs. Thors. Justice A. K. Dysart, Chancellor of The Universtiy of Manitoba. Dr. A. H. S. Gillson, President and Vice-Chancellor of The Uni- verstiy of Manitoba, and Mrs. Gillson. Victor Sifton, Chairman of the Board of Governors, The Uni- versity of Manitoba, and Mrs. Sifton. Honorable W. C. Miller, Minister of Education, and Mrs. Miller. Garnet Coulter, Mayor of Winni- peg, and Mrs. Coulter. Laurence C. Ffank, American Consul General, and Mrs. Frank. Grettir L. Johannson, Consul for Iceland and Denmark, and Mrs. Johannson. Frá Minneapolis Vorsamkoma Hekluklúbbsins í Minneapolis verður haldin á föstudagskvöldið þann 30. þ. m., samkvæmt tilkynningu, sem Lögbergi hefir nýverið borist; verður samkoman að þessu sinni haldin í Legion Hall, Cchi- cago Avenue og 35th Street í Minneapolis og hefst með kvöld- verði kl. 8. Ræðu flytur Sidney Gíslason dómari frá New Ulm, Óli Kardal og Stefán Guttorms- son skemta með tvísöngvum, Matthías Thorfinnsson kennari við landbúnaðardeild Minnesota háskólans skipar forsæti, og að lokinni skemtiskrá verða born- ar fram fjölbreyttar veitingar. Mrs. F. C. Leuthen, er forseti Hekluklúbbsins í ár, og biður hún Lögberg að minna á, að allir þeir Vestur-Islendingar, sem kynni að vera staddir í Minneapolis um þetta leyti, séu boðnir og velkomnir á samkom- una. Dr. P. H. T. Thorlakson Flytur inngangsorð Á hljómleikahátíðinni miklu, sem fram fer í Playhouse Theatre hér í borg á föstudags- kvöldið kemur, flytur Dr. P. H. T. Thorlakson, formaður fram- kvæmdarnefndarinnar í kenslu- stólsmálinu við Manitobaháskól- ann, nokkur inngangsorð. Somkoma laugardagsskólans Hin árlega samkoma Laugar- dagsskóla Þjóðræknisfélagsins verður haldin á laugardags- kveldið 7. apríl, í Sambands- kirkjunni á Banning Str. Börnin og kennararnir hafa æft góða skemtun — s m á 1 e i k r i t og söngva, —¦ og vænta góðrar að- sóknar eins og endranær. Samkomunni í fyrravor varð að fresta vegna flóðsins, en að- göngumiðarnir, sem seldir voru að henni, gilda á þessar sam- komu. Skemtiskráin verður auglýst í næstu viku. Hafið þetfa kveld í huga! Bjarni Ásgeirsson verður sendiherra í Olso Við kjör stjórnar Búnaðarfé- lags Islands, á lokafundi Búnað- arþings í gær, gaf Bjarni Ásgeirs son eigi kost á sér til endurkjörs. Ástæðan til þessa er sú, að búist er við því að hann muni taka við sendiherraembættinu í Osló, þegar Gísli Sveinsson lætur af því starfi. —Vísir, 20. marz Fylkingar sameinuðu þjóðanna frelsa Suður-Kóreu Nú er svo komið, að fylkingar sameinuðu þjóðanna hafa náð að öllu leyti Suður-Kóreu úr þrælaviðjum kommúnista, og hafa tekið sér stöðu við 38. breiddarbaug; í einstöku tilfell- um er mælt, að Suður-Kóreu- menn séu komnir norður fyrir landamærin, þótt ekki séu stað- Fjárlög Manitohafylkis Mr. Campbell forsætisráð- herra í Manitoba, sem jafnframt er fylkisféhirðir, lagði fram í þinginu á fimtudaginn fjár- hagsáætlun sína fyrir fjárhags- árið 1951—1952, og ber hún það með sér, að stjórnin gerir ráð fyrir þeim hæztu tekjum, sem um getur í sögu fylkisins, eða hvorki meira né minna en $43.7 miljónum; þó mun þess ekki vænst, að við lok fjárhagsárs- ins nemi tekjuafgangurinn mik- ið yfir einni miljón dollara; hæztu útgjöldin eru til menta- málanna, en næst koma svo út- gjöld til vegabóta, sem áætluð eru 7 miljónir dollara. Lætur af þingmensku festar fregnir um það við hendi; líta ýmsir svo á, að þessi mikli sigur sameinuðu herjanna geti leitt til þess, að viðræður kunni brátt að hefjast um vopnahlé og væntanlegar samningsgerðir, þó slíkt sé vitaskuld enn á huldu, því þar verða það sameinuðu þjóðirnar, sem koma til sögunn- ar og taka sínar ákvarðanir. MacArthur yfirhershöfðingi hefir lýst yfir því, að hann sé fús til að ræða frið við komm- únista ef þeir gefist skilyrðis- laust upp, en hefir jafnframt lát- ið í veðri vaka, að verði slíku ekki sint, geti komið til mála á- rás á meginland Kína; hefir þessi yfirlýsing hershöfðingjans sætt misjöfnum undirtektum, og eru ýmsir þeirrar skoðunar, að hann hafi stígið feti framar en æskilegt var, eða hann hafði um- boð til. Ralph Maybank Síðastliðið mánudagskvöld var Mr. Ralph Maybank, sambands- þingmanni fyrir Mið-Winnipeg- kjördæmið syðra og frú, haldið fjölment og veglegt heiðurssam- sæti; að því stóðu kjósendur hans, en forsæti skipaði Árni G. Eggertson, K.C., sem er formað- ur Liberalsamtakanna í á- minstu kjördæmi. Það hafði um hríð legið í loft- inu, að áður en langt um liði myndi Mr. Maybank láta af þingmensku eftir að hafa setið samfleytt á þingi í nálega sextán ár, og nú er þetta komið á dag- inn; mun hann tilkynna þing- forseta afsal sitt, er þing kemur saman í Ottawa eftir páska- hléið. J. Ragnar Johnson, K.C. Stundar málafærslu í Toronto Mr. Johnson, sem rekur mála- flutningsstörf í Toronto, var sæmdur K.C. nafnbót af dóms- málaráðuneyti Ontario-fylkis um síðastliðin áramót; hann er útskrifaður í lögum af háskóla Manitobafylkis, og er sonur Mr. og Mrs. Finnur Johnson; er fað- ir hans á lifi hér í borg, en móð- irin, frú Guðrún Johnson, látin fyrir fáum árum. VOR Fljúgðu vor á vængjum þínum norður vermdu hina þreytufölu kinn; enn er frosinn allur jarðarsporður uggur kaldur smýgur huga minn. Vektu alla viði þínum hljómum vængjum mjúkum strjúktu loftin blá. Láttu rjóðrin brosa til vor blómum byrla lífi nýja von og þrá. Klæddu vötn úr klakastakki gráum, kembdu hærur hlýjum þýðum blæ, vefðu jörðu heiðum himni og bláum hressilofti fyltu sérhvern bæ. Láttu heim af friði þínum fyllast farðu um hjörtun þinni mjúku hönd. Leiddu á réttar leiðir þá sem villast, láttu þjóðir knýta vinabönd. Páll Guðmundsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.