Lögberg - 12.04.1951, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRÍL, 1951
3
VIÐTAL VIÐ
Dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup
nýkominn heim úr Ameríkuför
Ejtir
SIGURÐ BALDVINSSON
póstmeistara í Reykjavík
27. marz
(Samið einungis fyrir Lögberg)
Biskup íslands hr. Sigurgeir
Sigurðsson nýtur, sem kunnugt
er, mikilla vinsælda, bæði í
heimalandinu og meðal Vestur-
íslandinga, og hefir m. a. gerzt
forvígismaður Þjóðræknisfé-
lagsins hér heima og jafnframt
vináttu- og menningartengsla
rnilli Islendinga austan hafs og
vestan. Og með því að hann er
nú nýlega heim kominn úr ferð
vestur um haf, þykir rétt að
stuðla að því, að íslendingum
vestra gefist kostur á að kynn-
ast enn hugarþeli biskupsíns að
ferðalokum. — Ég leyfi mér því
að berja að dyrum á biskups
skrifstofunni í fullri vissu um
sðlúðlegar viðtökur, eins og æ-
tíð má vænta, þar sem biskup-
inum er að mæta, enda þótt
jafnan eigi mjög annríkt. Ég
finn sólarhlýjuna í handtakinu
°g vissan um góða úrlausn er-
indis míns er fullkomin. — En
auðvitað grunar biskupinn ekki
að ég sé í blaðamannshugleið-
ingum, enda er ég víst ekki þess
legur orðinn, og kirkjumál vor
víst flestir líklegri til að láta
sig varða. Jæja: „En það eru
ekki mörg málefni, sem ekki
geta varðað kirkjuna“, segir
biskup: „Allt, sem hefir góðar
verkanir á hug mannanna er
kirkjunni til heilla“. Og Ame-
n’kuferðin líka? „Já, vissulega“.
Viltu þá gera „Lögbergi11 og les-
endum þess þann greiða að segja
okkur eitthvað frá nýafstaðinni
Ameríkuferð þinni? „Já, það er
mer sannarlega mikil ánægja.
^ið hjónin lögðum af stað í
vesturförina hinn 20. nóv. f. á.
með „Dettifossi“. Var för mín
aðallega ráðin vegna lasleika er
eg hefi kent um skeið og á-
formað að ég leitaði til hinnar
beimskunnu lækningastofnunar
1 Rochester og nefnd er „Mayo
Clinic“. Ferðin með Dettifossi
§ekk að óskum, að undantek-
lnni lítilsháttar sjóveiki eins og
§engur og gerist. Á 9. degi var
k°mið til New York. Tók langan
lítna að komast að bryggju því
follþjónum sóttist seint 'rann-
sokn farangurs okkar þessara
varhugaverðu gesta. Að vísu
slapp ég auðveldlega vegna
Vegabréfs míns er utanríkisráðu-
neytið lét mér í té. En hafnsögu-
n'aðurinn var ræðinn og hafði
sitthvað að segja um Kóreu-
styrjöld, atomsprengjur og Tru-
rnan forseta, allt til dægrastytt-
ingar. — Er að bryggju kom
ittum við brátt nokkrá íslend-
^Sa s. s. aðalræðismanninn
annes Kjartansson. o. fl., sem
Pegar voru albúnir að veita
okkur góða fyrirgreiðslu. En við
nsum að dvelja til morguns
n®sta dags á skipinu. Við land-
g0ngu daginn eftir átti ég tal
Urn íslenzka fiskinn við ame-
riskan verkamann, sem auðvit-
n vissi engin deili á mér. Spurði
fg bann til gamans um hvort
Pað væri góður fiskur, sem kæmi
þessu skipi. — „ó, þú færð
e i betri fisk í heiminum. Hann
^ íslandi‘‘ P’ótti mér gott
a heyra þetta um fiskinn
okkar. ‘
Dvölduð þið lengi í New
iork?
Nei, aðeins fáa daga. Við yfir-
gafum þá borg og alla hennar
josadýrð eftir að hafa litast um
?g n°tið gestrisni margra góðra
anda, og komið á fund Sam-
o^nuðu þjóðanna í Flushing
eadows, og varð mér nú ljós-
fra en fyrr hversu mikilvægt
i ella Þln§ er- Svo var haldið á-
ei is til Rochester. í járnbraut-
ar estinni tók ég svartan þjón-
s umann tali og hann spurði
nvaðan ég væri. Frá íslandi. —
“leeland“ hrópaði hann upp í
nurunar og meðaumkunar tón,
en sýndi mér þó mikla ástúð og
vinsemd í þjónustu sinni. 1
Chicago hitti ég vin minn Dr.
Árna Helgason. Dvöldum við
næturlangt á heimili hans, en
héldum síðan til Minneapolis.
Hittum þar þegar góða vini
Valdimar Björnsson og Gunnar
föður hans. Dvöldum við tvo
daga á heimili Valdimars og
konu hans Guðrúnar Jónsdótt-
ur. Þá komum við og á heimili
Hjálmars Björnssonar. Þarna
kyntumst við ágætri starfsemi
þeirra feðga og komum m. a.
á fund í líknarfélagi íslenzkra
kvenna. Hjálmar starfar m. a.
mikið fyrir lútersku kirkjuna í
Minneapolis. Trúarlífið er þar
í miklum blóma. — Valdimar
Björnsson vinnur mikið og
merkilegt kynningarstarf fynr
Island.
1 Rochester er unnið mikið og
merkilegt starf á sviði lækna-
vísinda og lækninga. 1 „Mayo
Clinic“ starfa óteljandi deildir,
sem rannsaka líkamann og starf
líffæranna með hinum fullkomn-
ustu tækjum. Rannsóknirnar eru
á margan hátt erfiðar fyrir þá
sem í gegnum þær ganga. S.l.
ár komu þangað 200.000 manns
til þess að láta rannsaka heilsu-
far sitt. Nokkrir íslenzkir lækn-
ar hafa dvalið við „Mayo
Clinic“. —
Er ég hafði gegnum gengið
heilsufarsrannsókn í Rochester
héldum við áleiðis til Winnipeg,
þangað vissi ég að við vorum
velkomnir gestir. Á leiðinni fór-
um við um Grand Forks, þar sem
hinn ágæti íslendingur og sí-
vakandi áhugamaður prófessor
Richard Beck starfar. Viðtökur
þeirra hjóna voru með ágætum
og ber heimili þeirra fallegan
íslenzkan svip.
I Winnipeg var góðum vinum
að mæta þó komið væri nær
miðnætti. Biðu okkar þar á stöð-
inni m. a. Séra Valdimar Ey-
lands, Grettir Jóhannsson, Einar
Páll Jónsson og konur þeirra,
séra Philip Pétursson og Guð-
mundur Jónasson. Dvölin í Win-
nipeg var hin ánægjulegasta þar
ríkir æ mikill áhugi hjá Islend-
ingum fyrir velferðarmálum ís-
lands. — Ég ræddi þar við flesta
aðalmenn Þjóðræknisfélagsins
um samstarf í framtíðinni. For-
seti er séra Philip Pétursson. Þá
átti ég og tal við ýmsa um ís-
lenzka kennarastólinn við Mani-
tobaháskólann. Hafa þegar safn-
ast um 155 þúsund dollarar til
styrktar því fremdarmálefni og
hóf Ásmundur P. Jóhannsson
þá söfnun með þvi að gefa sjálf-
ur 50 þúsund dollara. —
Hvað ætli verði gert af hálfu
íslands í þessu mikilsverða mál-
efni?
Ekki verður um það sagt með
fullvissu en væntanlega hjálpar
Alþingi íslendinga eitthvað til,
og minna mætti ekki vera en að
sýnd sé þökk og virðing af hálfu
íslands. —
Vestur-íslenzku blöðin munu
hafa getið allrækilega um ferða-
lag ykkar hjónanna, dvölina í
Winnipeg o. s. frv.?
Já, það hafa þau gert með
mikilli vinsemd, sem vænta
mátti af þeim eins og Vestur-
íslendingum yfirleitt, og yrði af
langt mál að rekja alla þá góðu
fyrirgreiðslu, ástúð og um-
hyggju, sem við hjónin mættum
og nutum alls staðar þar sem
við hittum landa fyrir.
Ég veit að þú gætir frá mörgu
sagt, sem fróðlegt og skemti-
legt væri að heyra en hér yrði
of langt mál.
Já, vera má, en ég hefi ákveð-
ið að rita niður helztu atriði
um vesturförina og e. t. v. flyt
ég þær ferðaminningar í ríkis-
útvarpinu.
Eigi að síður væri mér kært
að heyra nokkur aðalatriði um
ferðina. Þið hjónin fóruð lengra
en til Winnipeg, að ég hefi heyrt
sagt.
Já, við konmm m. a. til Gimli,
þar er hið prýðilega elliheimili,
þar sem allt er gert til þess að
láta fólkinu líða vel í ellinni.
Árni Helgason í Chicago bauð
okkur hjónunum með sér suður
að Mexicoflóa á milli jóla og
nýárs. Lögðum við af stað 2.
jóladag frá Winnipeg í 35 stiga
frosti á Celcius. En svo smá-
hlýnaði þegar sunnar dró og
þegar til New Orleans kom var
þar 16 stiga hiti. —
í Gulfport vorum við í
kirkju og hlýddum lúterskri
messu hjá séra Eric P. Know-
block. Gat hann þess að lokinni
stólræðu að íslendingar væru í
kirkju hjá sér í fyrsta skipti og
bað okkur góðra heilla. — Við
komum aftur til Chicago 5. janú-
ar þ. á. Þá hitti ég prestinn Dr.
Bradley, var í kirkju hjá honum
og prédikaði þar, var messunni
útvarpað. Dr. Bradley mintist
á Island af miklum hlýleik og
komst m. a. svo að orði: „ísland
er merkilegasta land í heimi“.
Guðsþjónustu þessari lauk með
því að ég tónaði blessunarorðin
á íslenzku. 40-—50 íslendingar
voru við messuna. —
Frá Chicago héldum við aftur
til New York. Dvöldum við þar
hjá íslenzkri konu, sem hefir
nokkur herbergi til leigu handa
gestum. Komum enn á nokkur
íslenzk heimili. Við fórum einn
daginn til Washington og heim-
sóttum sendiherrahjónin, Thor
Thors og frú hans. —
Þá heimsóttum við Vilhjálm
Stefánsson og konu hans í þeirra
yfirlætislausu íbúð. — Vil-
hjálmur ræddi við mig mál, sem
vekja mun mikla athygli Islend-
inga. Var það um- ráðstöfun
bókasafns hans og mun ég nán-
ar koma að því málefni síðar.
Minnist máske á það í útvarp-
inu?
Já, það hefi ég ákveðið. —
Jæja, ég er víst búinn að tefja
hr. biskupinn meira en góðu
hófi gegnir; en hvernig gekk svo
heimferðin?
Við Jengum ágæta ferð heim
með „Goðafossi“ og það var
yndislegt að koma heim og
heyra íslenzkuna aftur hljóma
allt um kring í fegurð sinni og
tign. — Og þrátt fyrir allt er
heima bezt..
Og heilsufarið?
„Miklu betra. Árangur vestur-
afararinnar í alla staði hinn
bezti“.
Er nokkuð sérstakt, sem ég
mætti segja „Lögbergi“?
Mér er hjartanlega ljúft að
Vestur-lslendingum séu fluttar
kveðjur okkar hjónanna og
hjartans þakkir fyrir alla þá á-
gætu vinsemd sem við nutum
í ferðalagi okkar og meðan við
dvöldum vestra. Allt þetta verð-
ur okkur ógleymanlegt og mér
ný hvöt til þess að vinna eftir
föngum í framtíðinni að vin-
áttu og menningartengslum Is-
lendinga, austan hafs og vestan.
Áhugi og starf Vestur-íslendinga
í Þjóðræknismálunum er dá-
samlegt. Mér virtist íslenzkan,
hvar sem ég hitti landa, vera í
heiðri höfð, ættjarðarástin á
djúpar og traustar rætur í hjört-
unum og áhuginn fyrir aukinni
íslenzkri menningu brennandi.
Vér hér heima eigum ekki að
láta vorn hlut eftir liggja. —
Þá var mér það mikil gleði að
kynnast því enn af eigin raun,
að trúaráhugi og trúarstyrkur
Vestur-íslendinga er yfirleitt
mikill og vel vakandi.
Annars er það svo margt og
mikið, sem mér kemur í hug og
finnst ég þurfi að segja þegar
um landana vestra er að ræða,
að ég býst við að þér þætti það
of langt mál, enda hefi ég hugs-
að mér að koma nánar að því
efni síðar. Og biskupinn sýnir
mér allþykkan og þéttskrifaðan
blaðabunka: — Þetta eru ferða-
minningar utanfararinnar í vet-
ur. —
Ég sé að gott er í vændum. —
Biskupinn fylgir mér til dyra.
Konur og karlar bíða viðtals við
hann. Hver veit hvað þeim kann
að liggja á hjarta? — S. B.
P.S.
Síðan ég ritaði niður samtal
mitt við hr. biskupinn, hefir
hann nú flutt ferðaminningar
sínar í Ríkisútvarpið í þrem
mjög skemtilegum og fróðleg-
um erindum og minnst nánar og
betur manna og málefna vestan
hafs en við varð komið í við-
tali okkar. Ég er sannfærður um
að Islendingum beggja megin
hafsins þætti góður fengur í að
fá erindi þessi gefin út á prenti,
og vonandi að það verði þeim
ekki ofvaxið. Erindi biskups
hafa hlotið einróma góða dóma
útvarpshlustenda að því er til
spyrst. S. B.
Mr. Justice Grímson
Congratulates
Chair Committee
Miss M. Petursson,
Secretary, The Foundation
Committee
45 Home St.
Winnipeg, Manitoba, Canada.
Dear Margaret:
I wish to express my hearty
congratulations to the Founda-
tion Committee for the excellent
work it has done in the estab-
lishment of the Chair of Ice-
landic Language and Literature
in the University of Manitoba.
While the initial movement was
due to the forésight and gener-
osity of Asmundur Johansson
that would not have been suf-
ficient had it not been for the
faithful and energetic work of
the Committee and the support
it secured from the public. Great
credit is due to the members of
the committee for the personal
sacrifices and time spent in be-
half of this project. To them and
to everyone who has lent sup-
port to this movement the Ice-
landers owe a debt oít gratitude.
Thus is established the means
by which our heritage through
Icelandic language, literature
and historical background can
continue to contribute to the
Canadian and American nation-
alities. Here is established the
place where our descendants
can always refresh themselves
in the study of their heritage
from the Mother Country. We
all rejoice in that accomplish-
ment.
bincerely yours,
G. GRIMSON.
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business TraintngImmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21804 695 SARGENT AV \ WINNIPEG
Business and Professional Cards
PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóharmesson SUITE 6—652 HOME ST. Vi&talsMmi 3—5 eftir hádegi S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 924 624
J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ct. vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgð o s. frv. Phone 927 538 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON < Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man.
SARGENT TAXI DR. A. V. JOHNSON
Dentist
PHONE 722 401 506 SO.MERSET BUILDING
FOR QUICK, RELIABLE Telephone 97 932
SERVICE Home Telephonpe 202 398
Talsími 925 826 Heimilis 404 630
DR. E. JOHNSON
DR. K. J. AUSTMANN
304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Sérfræðingur i augna, eyrna, nef
og kverka sjukdómum
Office Hours 2.30 - 6 p.m. 209 Medical Arts Áldg.
Phones: Office 26 — Res. 230 Stofutimi: 2.00 til 5.00 e. h.
Andrews, Andrews, DR. ROBERT BLACK
Thorvaldson and Sérfrceðingur í augna, eyma, nef
Eggertson og hálssjúkdómum.
Ijöcrfrœðvngar 401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St. Phone 928 291 Heimaslmi 403 794
C A N A D 1 A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Branch e= - s store at fMElLDOTEWl 123 SMmvlLz? TENTH ST‘ BRANOON 447 Portage Ave. Ph. 926 885
GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Settino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wiU be appreclated
Ahagborg fuel/^I PHUNI 21531 J. [
Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. Gunnar Erlendsson Pianist and Teacher Studio — 636 Home Street Telephone 725 448
A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um öt- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimilis talsími 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 926 441
Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Maternity Hospital Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON tt CO. Chartered Accountants 505 Coníederatlon Life Bldg. WINNIPEG MANITOBA
Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrislers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561
SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá. að rjúka út með reyknum.—Skrifið, slmið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 JOHN A. HILLSMAN, M.D., Ch. M. 332 MEDICAL ARTS BLDG. Office 929 349 Rei. 4S3 288
DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Slmi 925 227