Lögberg - 12.04.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 12.04.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRÍL, 1951 7 Hugleiðingar almúgamanns Til vina minna, velunnara og allra, sem geta og vilja lesa nokkrar hugleiðingar mínar; þó ég sé ólærður og finni mig lítt færann til að skrifa, en viljinn er mikill og þörfin ekki minni: „Því oft er þörf en nú er nauð- syn“. Ef skeð gæti að við mann- verurnar skyldum skilja hver aðra betur og afstöðu okkar í lífinu. Svo þyrfti ég að skrifa svo mörgum, sem ég hef ekki kringumstæður á að sjá, tala við eða jafnvel skrifa. Svo ef annað hvort íslenzka blaðið verður svo gott og frjálst að taka þetta, vona ég að einhver hafi heldur gott en ilt af. Og af því að það væri ekki fyrir að það smáa væri lítið innan um það stóra. Af því að ég er búinn aðhafa töluverða örðugleika-reynslu og fyrir mína getu, kringumstæður og mikla vanheilsu á mér og mínum, búinn að leggja mikið á mig til að finna hvað að væri í þessu félagsleysi okkar hér á jarðarhnetti. Ég á við ósjálf- stæði, ábyrgðarleysi og sam- takaleysi fólks að láta leiða sig út á refilsstigu. Mig hefir lengi langað tiLað ræða við fleiri og ýtarlegar, hvað að væri í mannfélaginu, af því að ég hef lagt mig eftir því að vita helztu ástæðurnar fyrir því hvers vegna einstaklingar, sem reyna eftir beztu vitund og getu (sem ég þekki margt vel gefið fólk, því ég er nokkuð við ald- ur) að vera sem bezt og gagn- legast sér og öðrum, árangurs- lítið. Af því ég fann svo sárt til þess 1917 og alla tíð síðan, hvað þetta væri örðugt og meira að segja illmögulegt, að lifa eftir bróðurhugsjóninni eins og mig vantaði og tók mjög alvarlega löngun til að fylgja á lífsleið- inni, sömuleiðis kenna börnum mínum (sem voru þá þrjú) sem mér fannst þá svo indæl innan við sjö ára, eins og öll börn eru eða að minnsta kosti ættu að vera ef nokkurn veginn rétt væri. Jæja, vinir góðir! sem ég vil að séu allir, því Kristur sagði: „1 húsi mínu rúmast allir! allir!“ Ég tek það svo að það sé jörðin, sem við erum orðin til af, sólar- ljósið, veðrir og himnaríki, sem jörðin er í. En sem svo mörg af okkur kunnum svo aumlega að fara með, fyrir vanþekking; of margir fyrir áhugaleysi að skilja eða vita betur, því þeir hafa ekki tekið sér fyrir lífsstefnu: „Leitið þá munuð þér finna“. Kenndi Kristur okkur þó jafn- framt að biðja um Guðsríki á jörð og væri ekki nóg að biðja, nema sýna það í framkvæmd okkar eða verkum. — Svo ég er nú að sjá betur og betur hvað ánægður ég megi vera, að taka þá stefnu, þó seint væri, 1917, en betra er seint en aldrei. Mér finnst að ég eigi það mikið að þakka mannúðarvininum okkar, Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Mín- ar beztu þakkir og vellíðan öll- um fyrir viðleitni í þá átt, sem hann byrjaði hér í Norður- Ameríku með „Voröld“, þó sú filraun sé ekki komin í fram- kvæmd ennþá; það er ekki hon- um að kenna. — Kemur fyrr en ^nargan varir, því einokunar (monopolist) fyrirkomulagið er, til allrar hamingju að drepa sig sjálft, því það er andstætt bróð- Urhugsjóninni, sem er það hag- anlegasta og viturlegasta, sem ennþá hefir verið kennt. Bel- lamy sýnir auðveldlega fram á hvernig það megi gjörast. Gæti því orðið töluvert fyrr ef nógu margt af okkur almúgafólki vinna hyggilega á móti styrjöld- um og orsökum þeirra og öllum þeim hörmungum sem þeim fyigja. Erindi eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi finnst mér eiga við tilraun Dr. S. J. Jóhannes- sonar: Hin æðsta list er að lifa Og logana kynda í mannanna sál Sumum er skylt að skrifa Og skýra sitt hjartans mál Sá snýr ekki við sem stefnuna fann En stundum andar kaldast um þann, Sem hugsar djarfast og heitast ann. Auðvitað á ég fleirum að þakka þá stefnu, sem ég tók í lífinu, svo sem eins og þolin- mæði þeirrar konu, sem ég ólst upp með og reyndi að vera mér sem bezta móðir; byrjaði þá að venjast við að sjá fyrir mér, að: „Þolinmæðin þrautir vinnur allar“ og með það betur og bgtur eftir því sem reynslu-þekking mín eykst, svo sem eins og að kynnast allvel séra Agli Fáfnis og séra Philip Péturssyni og fleiru góðu fólki. Ég er nýlega búinn að lesa Abraham Lincoln eftir Bjarna Jónsson; svoleiðis bækur auka á víðsýni hvers, sem leitar eftir sannleika og hvað að er í heim- inum. Er ég hugsa um lífsferil Lincolns og allt tilfinninganæmt fólk kemur þessi vísa í hugann: Ei vitkast sá sem verður aldrei hryggur Hvert vizkubarn á sorgarbrjóst- um liggur. Á sorgarhafsbotni sannleiks perlan skín Þann sjóinn máttu kafa ef hún skal verða þín. Það er ömurlegt að hlusta a orðbragð ýmsra forustumanna og sumra annara 1 heiminum. Það er ekki að sjá eða heyra að þeir, sem stjórna eða hafa völd- in hafi tekið Lincoln og aðra góða menn sér til fyrirmyndar, eða kafað eftir sannleiksperlu friðar, bræðralags og samkomu- lags; eða fjöldinn af þeim sýnast eins og fórnardýr kringum- stæðnanna (victims of circum- stances) sem ég get gjört mér nokkra grein fyrir, því mér finst flestir ef ekki allir vera það að meira eða minna leyti. Minnsta kosti hef ég verið það, án þess að komast til metorða; vann að fiskiveiðum og öðru framan af, fyrir sjálfan mig og aðra, svo búið við akuryrkju og skepnur. Hef verið nokkuð stórhuga og reynt að fylgjast með tækninni og því orðið arðsamara fyrir verzlunarfélög en mig og mína, eins og margir bændur kannast við, og eins þeir sem athugað hafa ástæðurnar. Látum okkur þá athuga nokkr ar aðalorsakirnar að, hvað að er. Finst mér þær vera, eftir 33 ára sannleiksleit. 1. „Að þjóðmegunarrfyrir- komulagið og daglega athafna- lífið, sem við lifum eftir, sé í ósamræmi við bróðurhugsjón- ina“. Er það ekki grátlegt hvað fáir geta gjört sér grein fyrir því ennþá; til dæmis við íslending- ar, búnir að lesa og læra kenn- ingar Krists í nærri 1000 ár. Mundi hann ekki gráta yfir skammsýni okkar enn? Hvað ætlum við að verða lengi að átta okkur? Eitt viðurkendasta skáld ið í Canada sagði þó, ekki fyrir svo löngu: Ennþá getur góða menn Og guðsspjöll eru skrifum enn Hvert líf er jafnt að eðli og ætt Sem eitthvað hefir veröld bætt. Abraham Lincoln hefir sann- arlega verið einn af þeim. Ann- ar hefir verið Edward Bellamy (dáinn 1898) sem skrifaði tvær bækur, sem ég var svo lánsamur að eignast fyrir ári og hálfu síð- an, með beztu bókum sem ég hef lesið, hann kallar þær „Looking Backward“ og hina „Equality“. Það minnir mig á Upton Sinclair og bók hans „They Call Me Carpenter", sem Ragnar H. Kvaran var svo góð- ur að þýða á íslenzku, „Smiður er ég nefndur". Svo mætti lengi telja, svo sem eins og sumt af þeim fáu sem ég veit um: — Eugene Debs í U. S. A., sem dó löngu fyrir tímann (þó hann væri ekki krossfestur líkam- lega) fyrir það, að hann fórn- aði lífi sínu fyrir velferð al- múgans og á móti styrjöldum, um og eftir fyrra veraldarstríð- ið, sömuleiðis áður. Hefir hann, eftir því sem ég hef lesið sögu, komist næst því. að feta 1 fót- spor meistarans í Norður-Ame- ríku, af þeim sem ég hef lesið um. Hvernig fór auðvaldið í rangra manna höndum með hann? Mest fyrir vanþekking fjöldans, ósjálfstæða hugsun og vanhugsað fyrirkomulag, sem svo margir trúa á ennþá. Svo voru Mooney og Billings á líku tímabili. Hér í Canada (mikið í Winnipeg) James S. Wodds- worth, einn aðalstofnandi „Co- operative Commonwealth Fe- deration“ (C. C. F.) félagsskap- arins og fleiri stuðningsmenn þess í Winnipeg og víðar. Svo Rev. A. E. Smith, dó 1947 um aldur fram eftir ævilangt erfið- leikastríð fyrir okkur, fólkið. Ég á bók eftir' hann „All My Life“ An Autobiographhy, sem fleiri þyrftu að lesa. Flestir ís- lendingar, sem nokkuð hafa fylgst með kannast við tvo síðast töldu. Hafðu á perlu hugans vörð Hygðu gjörla að vígi Hér er á erli um alla jörð Undirferli og lygi. Ætlum við sem góðir Norður- Ameríku-íslendingar að láta fara með nokkra meðbræður líkt og Lincoln, Eugene Debs, Mahatma Gandhi, Nehru og ótal ótal ffeiri í veraldarsögunni og jafnvel í nútíð, (Nehru var í fangelsi í mörg ár) án þess að minsta kosti gjöra okkur far um að leita eftir hvort hann sé rétt- ur. Munið eftir: „Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér“. Tilraunir allra slíkra manna tel ég virðingarmeira hugrekki heldur en að gefa sig í vopna- stríð, án þess að víta mjög ýtar- lega ástæðurnar; stríðum hefir fram að þessu vanalega verið komið á stað af miður heiðar- legum hætti og valdafíkn af heimsauðvald^inu (International Finance). Kemur þá að því, sem Kristur sagði, að: „Peningarnir væri rót alls ills“. Peningarnir eru látnir ráða að mestu leyti þess sem við fólkið framleiðum á jörðinni með hjálp náttúrunn- ar (Nature). Virðist það vera of mikið af harðleikni í United Nations nú og víðar. Þurfum við því al- múgafólkið að nota hvert tæki- færi þess frelsis, sem við höf- um enn til að láta ekki leiða okkur og heiminn út í voða, heldur skora á og biðja sameig- inlega alla okkar stjórnarfull- trúa, leiðandi fólk og friðarvini að vinna á móti styrjöldum. Rökfræðileg hugsun. 1942 fann ég fyrst til þess al- varlega og greinlega, hvað við yfirleitt vanræktum að venja okkur á að: „hugsa rökfærilega" síðan hefi ég ævinlega haft svo mikið betra gagn af því, sem ég hef heyrt og lesið. Síður hætt við að verða einhliða eða hleypi- dómafullur, þó að ég varaðist það áður, ég held af því eðlis- fari og vana, haft sjálfstæðistil- finningu samfara bróðurhug- sjóninni. Við gjörum okkur ekki að jafnaði nógu vel grein fyrir hvað við erum mikið vani, hugs- anlega og athafnalega, eftir því hvernig reynslu við verðum fyr- ir á lífsleiðinni, hvort við lát- um berast með hugsunarhætti umhverfisins, sem við lifum í, hugsunarlítið um hvort það sé haganlegt fyrir velferð mann- félagsins .og um leið okkur sjálfa. Ég var svo lánsamur nýlega að heyra séra Eric Sigmar hafa aðdáanlega ræðu um þetta efni (complacency). Vona að það komi helzt í báðum íslenzku blöðunum. Vanhugsun og misvirðing. „Vinur er sá, er til vamms segir“, er gott íslenzkt máltæki. Það er tilfinnanlegt hvað fólk er yfirleitt óviljugt að leggja nokkuð á sig að hugsa og leit- ast við að skilja og styðja þá, sem leggja meira og minna á sig til velferðar mannfélaginu. Ég hef haft töluverða reynslu við að fá fólk til að lesa, fræðast, vita betur fyrir sig sjálft, leita og athuga með mér og okkur, sem höfum séð þörfina svo nauðsynlega, því: „Betur sjá augu en auga“. „Margar hendur vinna létt verk“; „Meira vinnur vit en strit“, sérstaklega nú orð- ið, og það sem einn sér ekki, getur oft og tíðum annar séð. Sameiginlegar hugsjónir (Co- operation) er svo nauðsynleg í hverju sem er. Er það ekki raunalegt hvað margt fólk og það að mörgu leyti fjölhæft og ágætis fólk, hefir þá yfirsjón að misvirða, jafnvel lítilsvirða þá, sem því þykir of róttækir í skoðunum, án þess að rannsaka hvað réttir þeir geta verið. Ég þekki góðan mann í Sask., sem hefir fórnað sér of mikið fyrir réttlætið, til að vera misvirtur eins og hefir verið fram að þessu; þó honum kann- ske hafi yfirsést, hverjir eru það, sem ekki hefir yfirsézt meira og minna. Reynslan sýn- ir að það er auðveldara að sjá flísina í annara augum, en bjálk- ann í síu eigin, sérstaklega ef hugarsjónin er ekki á góðum rökum bygð og ekki því gleggri. Ég er farinn að taka eftir og verið sagt við mig, að ég væri of róttækur, sérstaklega síðan að ég varð skárri að rökræða. Svo þeir sem hafa virðingu fyr- ir allvel grundaðri viðleitni okk- ar og annara, þá athugið að það eru róttækustu menn sinnar sam tíðar, sem eru viðurkenndir bezt og lengst í veraldarsögunni. Svo það sem ég á eftir ólifað, vil ég heldur lifa við sem rólegasta samvizku að ég hafi reynt að styðja hugsjóna- og forsjóna- menn, sem hafa sýnt með rök- um og vísindum hvernig við ættum að lifa og álitið rétt vera; heldur en mikinn auð, þó ekk- ert líf væri eftir þetta. Ef það er að vera of róttækur að vilja reyna að fylgja bróðurhugsjón- inni og reyna að fá aðra til þess, er ég upp með mér af, hvað sem vanhugsandi fólk hugsar og seg- ir um mig. Eftir því sem ég get bezt séð yfirsjónir sumra okkar, var að trúa og treysta á að fólk yrði meðtækilegra, fljótara og viljugra til að skilja hvað veru- leg bróðurhugsjón væri, svo að við gætum öll sýnt það í verkun- um og daglega lífinu. Hafi vinum mínum og öðrum sem líka stefnu hafa tekið, yfir- sést ófyrirgefanlega, þá höfum við ekki síður ástæðu til að kvarta undan hluttekningar- leysi og litlum vilja fólks til að skilja okkur. Eftir því sem ég hef bezt vit á, hefir það úttaug- að mér meir en nokkuð annað, fyrir aldur fram, því að ég byrj- aði að trúa því og treysta 1921 að fólk hlyti að fara að sjá aðal orsakirnar, þá og þegar, hvað að væri í heiminum löngu, löngu fyrr en raun hefir á orðið, því það virðist ekki vera ennþá með fjöldann hér í Norður-Ameríku og víðar. Að gamni okkar skulum við rifja upp vísuna, sem gáfumað- urinn Páll Ólafsson gjörði um sjálfan sig: Guð hann engri sæmdi sál sem sýna aðra krakka Tilbjó bara tómann Pál Til að láta ’ann pjakka. Það eru ofmargir pálarnir hvaða nöfn sem þeir bera. Margir spyrja, hvað get ég gjört að þessum ósköpum, þetta sé mannlegt eðli, breyskleiki o. s. frv. —Þetta finst mér aumleg athugun og spyr: (A) Hvað ætl- um við lengi að láta illmannlega eðlið ráða lögum og lofum í okkur og mannfélaginu? (B) Flestir vita að við erum öll orð- in til sem saklaus börn. (C) Þá er að finna orsakirnar hvað að er. (D) Svo er fyrir hvert og eitt af okkur að finna til siðferðis- meðvitundar, ábyrgðar og skyldu að reyna ýtarlega að hjálpa til að útrýma orsökunum, svo börn og saklaust mannfélag- ið þurfi ekki að líða meira en þörf gjörist, því að hörmungar og stríð munu hafa verri áhrif á komandi kýnslóðir en við gjör um okkur grein fyrir. Því er ég að reyna að: „Skýra mitt hjart- ans mál“, eins og Davíð Ste- fánsson segir í sínu góða erindi. Ég er orðinn mjög þreyttur á því ógæfusamlega áhugaleysi fólks og afturhaldssemi í þvi að styðja ekki þau heimsmál, sem gætu útilokað mannlega eymd og styrjaldir. Við þurfum að reyna að láta ekki gabba okkur, eins og gert hefir verið fram að þessu, en til þess verðum við að vita sem flestar hliðar á svo margskiptu mannfélagi, sem öllum virðist yfirsjást meira og minna, það gætum við bezt sameiginlega (co-oper atively). Nú á þessum hættutímum, er ég að verða fyrir endurnýjuð- um vonbrigðum EF vinir mínir og fleira fólk en verið hefir, vaknar nú ekki til að leitast bet- ur við að losast við fyrrverandi ógæfusamlega sjálfsánægju, (complacency) sem svo iðulega verður af því, að vera á móti Guði og góðum mönnum, sem svo margir hafa gefið líf sitt og krafta bæði fyrr og nú. Björn- stjerne Björnson segir í bók sinni, „Á Guðsvegum“, „þar sem góðir menn ganga eru Guðs- vegir“. Ef það væri ekki fyrir þá „Von“, leit eftir sannleika; hafa vanið mig á að athugun og gaum gæfni og hafa lesið spámanns bækurnar hans Edwards Bel- lamy, væri mér ekki lífið eins þolanlegt og það er nú. Að endingu vil ég mælast til af fólki, að þó það geti ekki fall- ist á skoðanir mínar og minna líka; að láta ekki börn, barna- börn, náið fólk og vini okkar gjalda þess í viðmóti eða á nokk- urn annan hátt. Það er ekkert örðugt fyrir reynslunnar fólk að trúa að Kristur hafi sagt: „Það sem þér gjörið hinum mínum minnsta bróður, það gjörið þér mér“. Einnig þætti mér vænt um, ef ég hef farið með eitthvað rangt eða misskilning, að verða leið- réttur með glöggum röksemd- um. Svo óska ég öllum sem beztr- ar heilsu og ánægjulegra líf- daga — einnig að svo margt gott fólk þurfi ekki mikið lengur að hugsa og segja eins og mamma (fóstra mín) sagði stöku sinn- um: „Lífið alt er blóðrás og log- andi und, sem læknast ekki fyrr en á aldurtilastund“. Vinsamlegast, Paul S. Johnson, Box 71, Glenboro, Man. Æviminning Á Skírdag, 22. marz síðastlið- inn, lézt á gamalmennahælinu „Betel“ sæmdarkonan Soffía Sigfúsdóttir, bónda á Langhús- um í Fljótsdal. Hún fæddist þar árið 1865 og ólst upp með for- eldrum sínum þar til hún gift- ist 1887 Ellis Þórðarsyni á Vatt- arnesi í Reyðarfirði; hann var hinn mesti hagleiks- og myndar- maður, og lifðu þau í ástríku hjónabandi í 15 ár, en þá vildi það slys til að Ellis féll í sjóinn við bryggjusmíði á Reyðarfirði og drukknaði árið 1902. Þá voru harðindi mikil á ís- landi, svo mörgum varð féfátt, en Soffía var kjarkmikil kona eins og hún átti kyn til, og réðst í að sigla til Vesturheims með börn sín 3 og kom þeim vel upp, enda voru þau öll hraust og efni- leg með afbrigðum. Ein dóttir hennar, Sigurborg, er látin fyrir nokkrum árum, en -dóttir hennar Vilhelmína er gift manni að nafni Georg Hender- son búsettur í Brandonbæ í Manitoba, mesta myndarmanni. Einkasonur Soffíu, Þórður, er sá fjölhæfasti maður, sem ég þekki, afbragðs vélamaður og sjómaður; hann sigldi í mörg ár flutningaskipi á Winnipegvatni, án þess að verða fyrir nokkru minsta slysi. Hann var fram- kvæmdarstjóri „The Armstrong Fisheries“ nær 20 ár og hafði jafnframt stóra fiskiútgerð sjálf- ur, og græddi vel fé, en fyrir þrem árum seldi hann útgerð sína og flutningaskip fyrir hátt verð og flutti til Vancouver B.C. En er hann frétti lát móður sinn- ar, tók hann flugvél austur hingað og sá um og kostaði út- för Soffíu, 26. marz. Séra Sig- urður Ólafsson jarðsöng hana. Hún var jörðuð í Gimli-grafreit. Soffía var fríð kona og gjörfu- leg og líktist mjög móður sinni og ömmu, Soffíu Sigurðardótt- ur bónda í Skógum í Axarfirði og konu hans Rannveigu dóttur Skíða-Gunnars, hún var föður- systir séra Sigurðar Gunnars- sonar á Hallormsstað þess merki lega fræðimanns; hann var þing- maður fyrir Múlasýslu langa hríð, 1851 til 1873, en Þorsteinn föðurbróðir hans var Þingmað- ur fyrir N.-Múlasýslu 1845—50. Móðir séra Sigurðar var einnig dóttir Sigurðar bónda í Skógum í Axarfirði, fæddur 1770. Móðir hans var Þórdís dóttir Páls bónda á Víkingavatni, Arngríms sonar sýslumanns á Laugum, Hrólfssonar sýslumanns, Sig- urðssonar sýslumanns, Hrólfs- sonar sterka Bjarnasonar, Skúla- sonar í Goðdölum í Skagafirði, ættföður Skúla fógeta. Móðir Soffíu, Rannveig, var alsystir föður míns, því er mér svo kunn- ugt ætterni hennar. Hún var ó- sköp hjartagóð og skemti sér bezt við að heimsækja bág- stadda, og gjöra þeim gott; en er hún var 80 ára gömul vistað- ist hún'á „Betel“ og dvaldi þar 5 síðustu æviár sín í ró og næði, en var rúmföst síðasta hálft annað ár. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Baldvinson You'll Profit This Year— with a Stock of PIONEER “Bred for Production” CHICKS R.P.O. SIRED APPROVED Barred Rocks Lieht Sussex Mixed New Hampshires 100 50 25 Rhode Island Reds Mixed 19.75 10.40 4.45 100 50 25 Pullets 18.75 9.85 5.20 34.00 17.50 9.00 Pullets 9.00 White Rocks Mixed 34.00 17.50 9.65 5.10 White Leghorns 18.25 17.25 9.10 4.85 Pullets Pullets 34.00 17.50 9.00 35.00 18.00 9.25 HEAVY BREED Cockerels COCKERELS 5.00 3.00 1.75 18.00 9.50 5.00 Live Arr. Gtd. Pullets 96% Accurate To make sure of the chicks you want, when you want them, place your order now. PIONEER HATCHERY 416 Corydon Ave. Winnippg, Man. Producers of High Quality Chicks Since 1910 KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Geríð svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON BÁRUGATA 22 REYKJAVÍK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.