Lögberg - 12.04.1951, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRÍL, 1951
Good Templora Reglan 100 óra
Úr borg og bygð
Upplýsinga er óskað. —
Árið 1887 (?) fluttist Grímur
Pétursson, bóndi í Brekkukoti í
Hjaltadal í Skagafirði til Vestur-
heims. Samtímis honum fóru
vestur systkinin Sigurbjörn
Friðbjarnarson og Monika Frið-
bjarnardóttir (bæði fædd fyrir
1865), en Grímur var föðurbróð-
ir þeirra. Eigi er mér kunnugt
hvar þetta fólk settist að vestra.
Væri mér mikil þökk á ef ein-
hver af lesendum Lögbergs, gæti
eitthvað frætt mig um æviferil
Sigurbjörns og Moniku vestra,
og þó einkum afkomendur
þeirra. ef einhverjir eru og
kunnugt um þá, svo og um af-
komendur Gríms frá Brekku-
koti.
Vinsamlegast,
Árni G. Eylands,
st j órnarráðsf ulltrúi,
Sóleyjargötu 35,
Reykjavík.
☆
Mr. Jakob Sigvaldason frá
Víðir P.O., Man., var staddur í
borginni í fyrri viku.
☆
Dánarjregn.
Mrs. Guðleif Árnadóttir Horn-
fjörð, ekkja Jóns heit. Jónsson-
ar Hornfjörðs, andaðist að heim-
ili sínu, 6 mílur fyrir norðan
Leslie, 14. marz. Þrjú börn og
tveir fóstursynir lifa móður
sína. Börnin eru: Bergþóra
(Mrs. Pell) í heimahúsum;
Helgi, bóndi í Elfros-bygðinni;
og Sesselja (Mrs. Mercer) bú-
sett í Flassmoor, 111. Uppeldis-
synirnir eru: Emil Sigurdson,
bóndi í Leslie-bygð og Björgvin
Sigurdson, verkfræðingur, í
þjónustu sambandsstjórnarinn-
ar í Ottawa. Einnig eru tvær
systur á lífi: Mrs. Sigurdson í
Foam Lake, Sask. og Mrs. Th.
Johnson, Blaine, Wash. Níu
barnabörn og 4 barna-barna-
börn lifa ömmu sína.
Útför Guðleifar fór fram frá
Elfros-kirkjunni 19. marz. Séra
Skúli Sigurgeirsson jarðsöng.
☆
Mrs. Jóhanna Kristjana Maass
andaðist þann 11. marz að 170
Lenore St Winnipeg. Hún var
fædd að Sandy Hook, Man. 26.
ágúst 1901, dóttir Mr. og Mrs.
Skapti Halldórsson, Skapti er
nú látinn en kona hans er enn
á lífi. Mrs. Maass ólst upp með
foreldrum sínum í Sandy Hook
og í grend við Nes P. O. í Árnes-
bygð sunnanverðri. Þann 1. des.
1919 giftist hún eftirlifandi eig-
inmanni, Benedict William
Maass; bjuggu þau lengst af við
Nes P. O. Man. Þeim varð
þriggja barna auðið: Benedict
Herold, Wallace og Margrét
Júlíana. Tvær systur og sex
bræður hinnar látríu eru á lífi,
er syrgja hana, auk móður henn-
ar, eiginmanns og barna.
Útförin fór fram frá kirkju
Víðinessafnaðar við Husavik,
Man., þann 16. marz, að mörgu
fólki viðstöddu. Séra Sigurður
Ólafsson þjónaði við útförina.
☆
Þeir Mr. Park, annar forstjóri
og eigandi Park-Hannesson veið-
arfæraverzlunarinnar, J. B.
Johnson og Norman Stevens frá
Gimli, og T. L. Hallgrímsson og
Leifur lögfræðistúdent sonur
hans, lögðu af stað í skemtiferð
suður um Bandaríki á sunnu-
daginn var.
Varð þessi skemtifararhópur
samferða til Chicago, en þaðan
ætluðu hinir þrír fyrnefndu til
Detroit, en þeir Hallgrímsson-
feðgar til New York.
☆
Gjafir til Betel:
Mrs. Hansína Olson, Winni-
peg, afmælisgjöf, $5.00; Mr. og
Mrs. Paul S. Johnson, Glenboro',
Man., í minningu um Benediktu
Helgadóttir Helgason, er dó á
Sumarstöðum 11. okt. 1950, ná-
lægt Hnausa, Man., $5.00; Mr.
og Mrs. G. F. Jónasson, Winni-
peg, $100.00; vinkona á Betel
$5.00; Daníel Halldorson og Sig-
ríður Goodman, Hnausa, Man.,
$17.00; Daníel og Thóra Peterson
á Betel $6.00; Matthildur Borg-
fjord, Betel, $1.00; Jóhanna
Thordarson, Betel, $1.00; María
Stefánsson, Betel, $2.00; Luth-
eran Ladies Aid, Selkirk, $25.00;
Mr. og Mrs. Ingólfur Bjarnason,
Gimli, in memory of Elenora
Julius, former matron at Betel
and Sigvaldi Gíslason, who died
at Betel, Set of Records of Gimli
Nýja-íslands choir —- songs
rendered at 75th Anniversary
Celebration.
Kærar þakkir fyrir allar þess-
ar gjafir.
J. J. Swanson, féhirðir
308 Avenue Bldg.
Winnipeg.
☆
Heimilisiðnaðarfélagið
heldur næsta fund sinn á
heimili Mrs. C. S. Johnson. 16A.
The Curtis, 111 — 113 Smith
Street, 17. þ. m. kl. 8 að kvöldi.
☆
Katrín Friðrika Goodman, 83
ára ekkja eftir Carl Goodman,
lézt að heimili sínu, 668 Victor
St., 2. apríl, og var jarðsungin
frá Fyrstu lútersku* kirkju á
miðvikudaginn 4. s.m., að við-
stöddum stórum hópi vina og
aettingja. Hún lætur eftir sig
þrjár dætur: Karolínu, Mrs. B.
Baldwinson í Saskatoon, Sask.;
Lily, Mrs. R. W. Wright; og
Auroru, Mrs. Sidney Bowley,
og einn son, Carl, sem öll eiga
heima í Winnipeg. Séra Valdi-
mar J. Eylands flutti kveðjumál,
fyrst í útfararstofu Bardals, og
svo í kirkjunni.
☆
Hanna Sylvia Jónasson, 28
ára að aldri, kona Boga Jónas-
son að Lundar, var jarðsungin
frá kirkjunni að Lundar á laug-
ardaginn var, 7. apríl. Auk eigin-
manns síns lætur hún eftir sig
tvo unga sonu, aldraða foreldra
og þrjú systkini.
Jarðarförin, sem fór fram und-
ir umsjón sóknarprestsins, séra
Jóhanns Friðrikssonar, með að-
stoð séra Valdimars J. Eylands,
var afar fjölmenn.
Þær Mrs. Jens Johnson og
Mrs. W. J. Benson frá Mikley,
hafa dvalið í borginni nokkra
undanfarna daga.
☆
— Dánarfregn —
23. marz síðasliðinn ahdaðist
á heimili sínu, að Blaine, Wash.,
Teódór Jóhannesson, 66 ára að
aldri.
Hann var bóndi nálægt Sin-
clair, Man. um langt skeið, og
búnaðist þar vel, þó á unga aldri
sætti hann fátækt og erfiðleik-
um nýlendulífsins.
Árið 1921 flutti hann vestur
á Kyrrahafsströnd. Síðustu 22
árin stundaði hann alifuglarækt.
Hann var maður drenglyndur
og trúr og stóðu orð hans eins
og stafur á bók. Hann syrgja
eiginkona hans Dóra Josephson
og tveir drengir, Theodore í sjó-
her Bandaríkjanna, Eugene í
Tacoma, Wash.; ein systir, Aðal-
björg Kristjánsson, Seattle,
Wash., lifir bróður sinn.
Útförin fór fram 28. marz frá
McKinneys útfararstofunni, að
viðstöddu fjölmenni miklu.
☆
— DÁNARMINNING —
Mrs. Lilja Sesselja Jónsdóttir
Alfred andaðist á Elliheimilinu
Betel á Gimli, Man., þann 31.
marz, eftir stutta sjúkdómslegu.
Hún var fædd 15. ágúst, 1860,
að Saurbæ í Tungusveit í Skaga-
fjarðarsýslu; foreldrar hennar
voru Jón Símonarson og Sigur-
veig Jónsdóttir. Hún flutti vest-
ur um haf 1891, og dvaldi um
hríð í Mountain, N. Dak. Eftir
tveggja ára dvöl þar fluttist hún
til Winnipeg og þar giftist hún
árið 1894 Karli Thorkelssyni.
Þau dvöldu í Winnipeg til árs-
ins 1900, en flutti þá til Marsh-
lands-bygðar og bjuggu þar. —
Mann sinn misti hún árið 1912.
Þeim varð tveggja barna auðið:
Karl, umsjónarmaður skóla
(School Inspector) í Virden,
Man., kvæntur Rose Hedges, og
Sigurlaug Snót, er dó tveggja
ára að aldri.
Lilja giftist á ný Jóni Alfred
ekkjumanni, — ættuðúm frá
Reykjavík. Þau bjuggu í Marsh-
land, en síðar í Langruth, Man.
Ein dætra Jóns af fyrra hjóna-
bandi ólst upp með þeim, frá
14 ára aldri. — Jón dó fyrir ná-
lægt 10 árum síðan.
Lilja kom til vistar á Betel 19.
ág. 1942. Hún var þrekkona, er
innt hafði stórt dagsverk af
hendi. Kveðjuathöfn var haldin
á Betel þann 2. apríl. — Degi,
síðar fór greftrun hinnar látnu
fram í Gladstone, Man., var hún
vígð til moldar af presti United
kirkjunnar þar.
S. Ólafsson
☆
Skólaslitasamkoma.
Síðastliðið laugardagskvöld
fór fram skólaslitasamkoma
Laugardagsskóla Þjóðræknisfé-
lagsins í Sambandskirkjunni hér
í borg við ágæta aðsókn og
mikla hrifningu samkomugesta;
skólastjórinn, frú Ingibjörg Jóns
son, hafði samkomustjórn með
höndum; meðkennarar hennar
voru frú Ragnhildur Guttorms-
son og ungfrú Salome Halldórs-
son, er annaðist um söngstjórn,
er tókst með ágætum; það var
regluleg unun að horfa á börnin,
og hlusta á þau í leiksýningum
og söng.
Frú Ragnhildur hafði annast
um leikbúninga, er fóru börn-
unum hið bezta, auk þess sem
frú Kristín Johnson lagði ^itt
og annað til slíkrar tegundar.
Þökk sé þeim öllum, er að
þessari yndislegu kvöldskemtun
stóðu.
☆
Frónsfundur
verður haldinn á mánudags-
kveldið 23. apríl. Nánar auglýst
í næsta blaði.
☆
Mr. A. J. Vopni frá Kenville,
Man., dvelur í borginni um
þessar mundir hjá syni sínum.
☆
Gefið til Sunrise Lutheran
Camp.
Vinur í Mozart $10.00 (pr.
Mrs. Sigurgeirsson). John Ein-
arsson Petersfield $5.00.
Móttekið með innilegu þakk-
læti.
Anna Magnússon,
Box 296, Selkirk, Man.
☆
Ungfrú Helga Sigurdson frá
New York hélt heimleiðis dag-
inn eftir samkomuna miklu í
Playhouse Theatre, þar sem hún
með snild sinni í píanóleik hreif
bugi hins mikla mannfjölda.
Við Good Templarar í Mani-
toba erum að undirbúa sam-
komu, sem verður haldin í Good
Templarahúsinu á mánudaginn
þann 30. apríl, til þess að minn-
ast 100 ára afmælis okkar
bræðra og systra félags, sem var
stofnað með þeim eina ásetn-
ingi, að bjarga almenningi frá
böli áfengis. Útrýma áfengi úr
heiminum, Stofnskráin var
byggð á biblíunni, sem hefir inn-
an sinna vébanda 311 aðvaranir
gagnvart áfengi, áhrifum þess
og afleiðingum.
Good Templara Reglan hafði
ekkert annað augnamið en að
vernda einstaklinginn, heimilin,
konur og börn frá áfengisbölinu,
hverrar þjóðar sem var, eða
hvaða hörundslit eða hvaða
tungumái það talaði. Þetta hef-
ir tekizt um allan heim. T. d.
Icelandic Canadian Club
Meeiing.
The public is cordially in-
vited to attend the next meet-
ing of the Icelandic Canadian
club, to be held in the First
Federated church parlors, Mon-
day evening, April 16, at 8.15
p.m., and enjoy what promises
to be an educational and enter-
taining evening.
Dr. Edward Johnson, super-
intendent of the Manitoba
Hospital will be guest speaker.
His topic will be: Mental Health.
Dr. Johnson graduated from tha
University of Manitoba in 1928
and was appointed to the staff
of the Manitoba Hospital the
,same year. He did post-
graduate work at the Boston
Psychopathic Hospital and
Johns Hopkins Hospital in 1936,
and is well known for his use
of the Insulin Shock treatment
for a certain type of mental
disease. He was one of the first
'to introduce this in Canada and
it is recognized as representing
a distinct andvance in the treat-
ment of diseases formerly con-
sidered hopeless.
Dr. Johnson, born in Winni-
peg 1902, is the son of Katrin
and Gudmundur Johnson, and
spent his youth in East Kil-
donan, Manitoba. The Icelandic
Canadian club is proud to pre-
sent this eminent doctor as the
speaker of the evening.
A group of specially trained
singers will come from the Pro-
vincial Normal school to enter-
tain at the meeting. Ther will
be a male quartet and a ladies’
trio. Jon K. Laxdal is in charge
af the group and Sigrid Bardal
will be accompanist.
Refreshments will be served
and there will be a silver coL
lection to defray expenses of
the lunch.
Come and bring your friends.
H. F. D. (Publicity)
☆
Á laugardagskvöld, 24. marz,
voru gefin saman í Fyrstu lút.
kirkju í Winnipeg, Hólmfríður
María Jónasson hjúkrunarkona,
dóttir Mr. og Mrs. Björns Jónas-
sonar að Silver Bay og Jón Sig-
urðsson, sonur Mr. og Mrs. Sig.
Sigurðssonar, Ashern, Manitoba.
Foreldrar beggja brúðhjónanna
og margt skyldmenna þeirra úr
Norðurbygðum Manitoba var
viðstatt giftinguna. Að giftingu
lokinni var vegleg veizla hald-
in að 693 Banning St., hjá J.
Jónasson og þeim systkinum, en
þau eru skyldmenni brúðarinn-
ar. Norðan frá Ashern var og
Geirfinnur Pétursson við gift-
inguna. Séra Valdimar J. Ey-
lands gifti. Hélt hann og ræðu í
veizlunni. Frá íslandi bárust
brúðhjónunum fimm heillaóska-
skeyti, frá fornum Vestur-ls-
lendingum (R. H. Ragnar, H.
Thorberssyni, Dr. Jakobsson og
frúm þeirra).
☆
Frú María Markan östlund
lagði af stað á aðfaranótt síð-
astliðins fimtudags áleiðis til
heimilis síns í New York.
bróðir Raghavan, Grand Secra-
fékk ég bréf í dag, 5. apríl, frá
tary, Hyderabad Deccan, South
India, skrifað 1. febr. ’51. Hann
biður um bréf, sem hann geti
lesið á þeirra hátíðarhaldi, sem
þeir séu að minnast í tilefni af
10 ára afmæli Reglunnar. Þetta
er bara eitt af mörgum bræðra
og systra bréfum sem koma á
þessum tíma. Bræðrabandið er
sterkt, þar sem það hefir náð
haldi, ekki sízt þar sem líknar-
starfið hefir náð tilgangi sínum,
þar sem mönnum og konum hef-
ir verið bjargað frá eyðileggingu
Bakkusar.
Okkar föðurland, ísland, var
það fyrsta land í heimi, sem út-
rýmdi áfengi með lögum og vín-
banni. Kanada og Bandaríkin
tóku í sama strenginn og settu
á vínbann.
En nú er auðvaldið búið að
sigra í öllum þessum löndum;
svo voðalegt er það, að í síðustu
ársskýrslu Kanada hafði þjóðin
eytt $1,500,000 á hverjum virk-
um degi yfir árið, aðeins liðlega
12,000.000 manns, hvert manns-
barn talið. Um ágóðann af vín-
sölunni hér í Manitoba árið sem
leið, — sem var $8,000.000 —
langar mig til að spyrja, hvað
kosta afleiðingarnar af þeirri á-
fengisnautn hér í fylkinu? Ef
einhver vildi eða gæti gefið
fylkisbúum þá upphæð, þá yrði
hin hverfandi.
Ég má ekki rúmsins vegna
fara meira út í þetta, ég vona
bara að prestarnir okkar gefi á-
heyrendum sínum einhverja á-*
minningu um nauðsyn bind-
indis.
Okkar leiðtogi, Dr. Jón Bjarna
son, barðist mikið fyrir bind-
indi bæði á kirkjuþingum og í
kirkjublaðinu, Sameiningunni,
áður eru-hann gekk í Regluna.
En þá fanst honum að bindind-
ismálinu væri borgið undir
stjórn Good Templara; en nú er
þeim að fækka hér, svo að prest-
arnir verða að taka við, enda
eru þeir að gera það. Ég hefi al-
drei í þessi 60 ár, séð eins marga
presta í þessu landi taka þátt í
iokkar bindindisstarfi, eins og á
þessum síðustu 2 til 3 árum; þeir
eru sannarlega vakandi, og sjá
eyðilegginguna, sem áfengið
leiðir af sér. Meira að segja ka-
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands.
Heimili 776 Victor Street. Sími
29017.—
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóla kl. 12.15 e. h.
Allir ævinlega velkomnir.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 15. apríl.
En§k messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
Ensk messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir!
S. Ólafsson
☆
— Argyle Prestakall —
Sunnudaginn, 15. apríl.
Sameiginleg guðsþjónusta:
Grund kl. 1:30 e. h.
(Eftir messu, fundur alls
prestakallsins).
Glenboro kl. 7:00.
Eric H. Sigmar
þólskir prestar í Quebec eru
farnir að sjá bölið og hafa verið
að vinna á móti því í síðastliðin
2 til 3 ár, opinberlega.
Gleymið ekki tíma og stað!
Fyrst að koma til kirkju þann
29. apríl og hlusta á prestana í
báðum kirkjunum. Þeir munu
minnast 100 ára hátíðarinnar ogi
gefa ykkur eitthvað, sem er
heilbrigt að taka heim með ykk-
ur. Svo komið þið öll í Good
Templarahúsið á mánudags-
kveldið, þar verður góð skemt-
un: Dr. R. Beck; Hreyfimyndir
o. m. fl. Ókeypis aðgangur, eins
og vant er hjá Good Templurum.
SUMARMÁLASAMKOMA
unriir umxjón Kvenfélags Fyrsta Lúterska safnaðar
verður haldin í
FYRSTU LÚTERSKU KIRKJUNNI
á Victor Ht.
Fimtudaginn 19. apríl 1951.-Kl. 8.15 e.h.
Séra V. J. Eylands
1. ÁVARP FORSETA -
2. SÁLMUR
3. BÆN
4. SAMSPIL -
Guitar og Píanó
5. EINSÖNGUR -
En8k lög
6. ÁVARP -
7. SAMSKOT
8. VIOLINCELLO SLO
9. EINSÖNGUR -
tslenzk lög
Undirspil Mrs. W. Kristjanson
Mr. N. O. Bardal og
sonur hans Neil Bardal
Mr. Albert Halldorson
Frú Ragnhildur Guttormson
Mr. Harold Jonasson
Mr. Albert Halldorson
Að lokinni skemtiskrá er öllum boðið í neðri sol kirkjunnar, þar
verður veitt súkkulaði, pönnukökur og kleinur. — Komið nllir!
A. S. Bardal, S.T.
FUNDARBOÐ
TIL VESTUR-ÍSLENZKRA HLUTHAFA
í H.F. EIMSKIPAFÉLAGI ÍSLANDS
Útnefningarfundur verður haldinn að
910 Palmerston Avenue, 19. apríl, 1951 kl. 7.30 e. h.
Fundufinn útnefnir tvo menn til að vera í vali, sem
kjósa á um á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður í
Reykjavík í júnímánuði næstkomandi, í stað hr. A. G.
Eggertsonar, K.C., sem þá verður búinn að útenda sitt
tveggja ára kjörtímabil.
Winnipeg, 10. apríl, 1951.
Ásmundur P. Jóhannsson Árni G. Eggertson, K.C.
ANNOUNCING...
4 cu. ft. model
Dimensions:
Height — 41"
Width — 23'/»"
Depth — 21 ”
THE NEW, 1951
DE FEHR "SANITARY"
4 AND 6 CVBIC FOOT
ELECTRIC REFRIGERATORS
The last word in
Style — Compactness —
Pertormance — Economy
Designed to do a big job
where space is limited.
Ideal for small homes,
apartments, hospitals,
moteli, professional of-
fices, etc.
* Custom factory built steel wrap-around
cabinets.
* Latest features incorporated.
* Scaled quiet-Tecumseh unit.
* Fully guaranteed.
Dollar for Dollar — its the Biggest Refrigerator
Value.
4 CUBIC FOOT SIZE — $235.00
6 CUBIC FOOT SIZE — 279.50
6 cu. ft, model
Dimensicns:
Height — 51V4-’
Width — 24"
Depth — 21"
IMMEDIATE DELIVERY
Factory Distributor
C. A. DE FEHR <5c SONS LTD.
78 Princess St., Winnipeg, Man. Phone 933 612 — 934 154
(Dealer enquiries invited)