Lögberg - 26.04.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.04.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. APRÍL, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J J. BIIjDFELL. Þýddi Jæja þá, ég hafði peninga, það gjörir ekkert til hvernig að ég fékk þá — ágæta heilsu, gleð- skap og var velkominn í hinum sérstöku fé- lögum, sem eru í flestum borgum, en einkum í París og á Frakklandi, þar sem skemtanirnar er bandið, er bindur saman mörg ólík efni. Hér, segi ég, var það, sem að ég hitti Maríu og dótt- ur hennar og hins gamla vinar míns — dóttir- in var enn saklaus, en skelkuð, sem ekki var að furða sig á, að véra umkringd slíku foraði! Við þekktum leyndarmál okkar, María og ég, og þögðum yfir því. Hún hélt að ég væri meiri óþokki en ég var og hún sagði mér frá þelrri fyrirætlun sinni, að selja dóttur sína til ríks ensks lávarðar. Hins vegar sagði vesalings stúlkan mér frá andstyggð þeirri, sem að hún yrði að horfa upp á daglega og snörunum, sem að umkringdu hana. Hvað heldurðu að það hafi verið, sem verndaði hana frá hættunum? Þú getur aldrei getið upp á því! Það var að nokkru leyti sökum þess, að þó að siðspillandi fyrir- mynd sé afvegaleiðandi, þá er hún eins oft fráhrindandi, en aðalástæðan var sú, að hún elskaði mann. Stúlka sem að unnir einum manni af alhug, er vígð þeim varnaranda, sem að býð- ur hverjum flagara byrginn. Það var ungur, ítalskur listamaður, sem oft hafði komið í hús- ið sem að hún átti heima í, sem að hún unni. Ég varð að velja á milli móður og dóttur, og ég kaus þá síðari“. Philip greip í hendina á Gawtrey innilega, og maðurinn, sem til einskis var nýtur, hélt áfram: „Veistu það, að ég unni þessari stúlku eins mikið og að ég hafði unnað móður hennar, þó á annan hátt; hún var það sem ég ímyndaði mér að móðir hennar væri, hún var fegurri, tígulegri, viðmótsljúfari, með hjarta eins fullt af kærleika , og hjarta móður hennar hafði verið af hégómagirni. Ég elskaði þessa stúlku, eins og þó hún hefði verið mín eigin dóttir. Ég kom henni til að fara frá móður sinni — ég faldi hana — kom því til leiðar, að hún giftist manninum sem hún unni — gaf honum hana við altarið; og sá hana svo ekki í nokkra mánuði“. „Hvers vegna sástu hana ekki?“ „Vegna þess, að ég var í fangelsi. Þessar ungu persónur gátu ekki lifað á loftinu; ég gaf þeim það sem ég átti, og þegar þau þurftu meira með, þá gjörði ég nokkuð, sem lögreglan var óánægð með; ég komst með naumindum undan henni þá, því að ég er vinsæll — mjög vinsæll, og með fjölda af vitnum, sem ekki voru of siðavönd, þá var ég náðaður; og eftir að málinu var lokið, þá vildi ég ekki heimsækja þau vegna þess, að föt mín voru orðin svo snjáð og illa útlítandi. Lögreglan hefir enn augun á mér og ég vildi ekki fyrir nokkurn mun gjöra þeim neitt til miska! Vesalingarnir! Þau áttu svo erfitt, þó þau reyndu til að berjast áfram, það var lítið sem að hann gat innunnið sér með list sinni, þó að hann*væri vel að sér í henni, og peningarnir, sem að ég gaf þeim gátu ekki enst alltaf. Þau áttu heima nálægt Champs ' Elysees, og ég fór oft út á kveldin þegar að skuggsýnt var orðið til að reyna að sjá þau í gegnum gluggann. Þau virtust vera svo ánægð, svo voru þau svo myndarleg og góð; en hann var ekki hraustlegur, og ég sá, að hann, eins og allir ítalir, þráði sólskinið í heimalandi sínu. En menn eru fæddir til athafna, ekki síður en athugana", hélt Gawtrey áfram í léttari tón; „og ég var fljótt þvingaður inn á mína gömlu vegi, þó að ég hefðist ekkert stórkostlegt að. Ég fór til Lundúna til þess að láta blása dálítið af mannorði mínu, og þegar að ég kom til baka allvel fjáður, þá var vesalings ítalinn dáinn og Fanny orðin ekkja með einn dreng og ólétt að öðru barni. Þá heimsótti ég hana, því móðir hennar hafði komist að hvar að hún átti heima og var að nauða á henni með sitt bölvaða veg- lyndi; en himnafaðirinn var miskunsamur, og tók hana í burt frá okkur báðum: hún dó af barnsförum — fæddi stúlkubarn og síðasta bón- in hennar sem hún bað mig — ævintýramann- inn — gortarann — manninn, sem var til einskis nýtur, var að vernda barnið frá klóm móður sinnar. Jæja, ég gerði allt það, sem ég gat fyrir bæði börnin; en drengurinn var tæringar- veikur, eins og faðir hans, og sefur í Pére-La- Chaise-kirkjugarðinum. Stúlkan er hérna — og ég skal lofa þér að sjá hana bráðum. Vesalings Fanny. Ef að djöfillinn leyfir mér það, þá skal ég bæta ráð mitt hennar vegna, en í millitíð- inni verð ég að sjá henni farborða. Saga mín er nú á enda, því óþarft er fyrir mig að segja þér frá öllum lífsbrellum mínum. Ég hefi aldrei myrt mann, aldrei brotist inn í hús til ódáða og aldrei rænt neinu á opinberum þjóðvegum, eða aðhafst neitt það, sem lögin kalla þjófnað. Ég get endurtekið það, sem ég hef áður sagt, að ég hefi lifað á vitsmunum mínum og þeir hafa verið mér þolanleg innstæða, þegar að allt er tekið til greina. Ég hefi verið leikari, lánað peninga, verið læknir, kennari í tízku- fræði (máske að sú tízka eigi eftir að koma í móð), ég hefi verið málaflutningsmaður/ eigna- umboðsmaður, fornmunakaupmaður og leirtau- sali. Ég hefi verið gestgjafi og gefið út viku- fréttablað. Ég hefi séð nálega allar borgir í Evrópu og kynnst áhugamálum borgaranna; en maður sem er nógu vel greindur kemur vana- lega niður á fæturnar“. „En hann faðir þinn?“ spurði Philip og sagði Gawtrey frá samtalinu, sem að hann hafði heyrt í kirkjugarðinum, en sem að hann hingað til hafði veigrað sér við að minnast á. „Jæja þá“, sagði húsbóndinn og roðnaði lítið eitt í framan. „Ég skal segja þér, að þó að ég telji, að margar af yfirsjónum mínum stafi frá harðneskju föður míns, þá hefir mér alltaf þótt vænt um hann; og þegar að ég var í Lundúnum seinast, þá frétti ég af tilviljun að hann væri að missa sjónina, og að hann byggi með brögð- óttri meykerlingu, sem væri vís til að svæfa hann með eiturblöndu, nóttina eftir að hún hefði komið honum til að arfleiða sig að því sem að hann ætti. Ég fór og heimsótti hann og — en þú segist hafa heyrt það, sem okkur fór á milli“. „Já; og ég heyrði hann líka kalla á þig með nafni, þegar að það var orðið of seint og ég sá tárin streyma niður kinnarnar á honum“. „Gjörðirðu það? Viltu leggja eið út á að þú sást það?“ spurði Gawtrey og var mikið niðri fyrir, svo tók hann höndunum fyrir augu sér og sat um stund hugsandi. „Ef að eitthvað skyldi koma fyrir mig, Philip“, sagði hann svo, „þá er ekki óhugsandi að hann tæki vesalings Fanny að sér, og ef að honum fellur við hana, þá er ég viss um, að hún endurgeldur honum öll þau vonbrigði, sem að ég hefi máske valdið honum. Látum okkur sjá! Það er bezt, á meðan ég man, að ég gefi þér áritun hans skriflega — þú mátt hvorki glata né gleyma henni — hérna er hún! Svo er tími kominn til að fara að hátta“. Saga Gawtreys hafði djúp áhrif á Philip. Hann var of ungur, ekki nógu reyndur og of mjög hrifinn af tilfinningavaldi því, sem sagan vakti, til að sjá að það var minni ástæða fyrir Gawtrey að ásaka örlögin, heldur en sjálfan sig. Það var að vísu satt, að hann hafði verið saklaus bendlaður við svívirðingar föðurbróður síns og verið með honum eftir að hann vissi, að hann var orðinn opinber svikari; það er líka sátt, að hann hafði verið svikinn af vini sínum, en hann hafði vitað áður, að sá vinur virti allar siðareglur og heiður að vettugi. En það er ekki að furða sig á, þó að tilfinninganæmur drengur veitti slíku litla eftirtekt — sæi aðeins veglyndi mannsins, sem hreif stúlkuna frá eymd og svívirðing, en gerði lítið í huga sín- um úr harðneskju og síngirni föðursins. Jafn- vel bendingarnar sem að Gawtrey gaf óafvit- andi um að allt hans framferði gæti naumast kallast brek drengja á skólaaldri, fóru annað hvort fram hjá Philip, eða þá að hann leit mildum augum á það. IV. Kapítuli Ég hefi sagt að saga Gawtreys hafi haft djúp áhrif á Philip — þau áhrif voru aukin með samtali, sem á eftir fór, sem var ákveðn- ara heldur en það, sem að á undan var gengið. Það leyndi sér ekki, að þessi maður átti yfir að ráða undursamlegu töfravaldi, sem að hann faldi glæpi sína á bak við; það stafaði máske frá hinu alfullkomna líkamssamræmi hans, frá heilbrigði hans, sem gaf anda hans svif og inni- leika hvað sem á bjátaði og hvernig sem á stóð, og viðmót svo lifandi og hrífandi að það brausts í gegnum hvaða hjartakulda sem það mætti. En eigi að síður, þrátt fyrir öll þessi góðu innföll og drengilegu kendir, og þrátt fyrir það, að hann eðlilega vildi að Philip fengi sem beztar hugmyndir um sig — algjör og fúllkom- inn skelmir, hættulegur, ófyrirleitinn, kæru- laus angurgapi. Það var auðséð þegar að hann mætti mótspyrnu, að þá var brúnin á honum ygld, æðarnar á enni honum urðu ábærilegri og nasirnar sem voru stórar þöndust út, að hann var maður, sem að ruddi öllum tálmunum ýr vegi — hugdjarfur, áræðinn, óvæginn og ákveðinn. Slíkir voru eiginleikar þessa manns, sem var virtur af félögum og tilbeðinn; af þeim vinum hans, sem glaðari voru í bragði og skap- þýðir. Hann var í sannleika sagt innblásinn af þeim stóranda, sem lög heimsins halda á lofti gegn heiminum og óréttlæti heimsins, er mysk- unnarlaust sagt til syndanna og réttlætið fær að njóta sín, eins og rotta sem er að naga hóf á fíl: — anda, sem á víðtæku verksviði rís fagur og voldugur hjá hetjum stríðanna og bylting- anna — hjá Mirabeaus, Marats, Napoleon: og sem á lægra stigi sýnir sig hjá skríllegum æst- um heimsspekingum, skríl — skriffinnum og í ólöglegum samkundum, þar sem forstjórar sitja við ljóstýrur sínar einir. Hvergi á meðal slíkra manna var að finna útsmognari bófa í sinni list, né heldur neinn, sem lék hana af eins tign- arlegri list, eins og William Gawtrey. Ég nefni hann með sínu upphaflega nafni, en hvað hin önnur nöfn hans snertir, þá átti Bakkus sjálfur þau ekki fleiri! Dag einn var prúðbúinni konu vísað inn í skrifstofu hr. Love af hr. Birnie. Philip sat út við gluggann í skrifstofunni og var að lesa Candite-bók, sem næst gengur bókum Raselasar í að sýna, hversu oskaplega og aumkunarlega að vitsmunamennirnir leika sér með fólkið í heild. Konan sýndist vera í hálfgerðum vand- ræðum, þegar að hún sá, að hr. Love var ekki einn. Hún hörfaði til baka lítið eitt, dró blæj- una, sem hún hafði fyrir andlitinu, fastara að því og sagði á frönsku: „Fyrirgefðu, ég vil tala við þig einan“. Philip stóð upp til að ganga út, en konan leit á hann með augum sem blikuðu í gegnum blæjuna og sagði þýðlega: „Máske að ungi maðurinn sé trúverðugur“. „Hann er ekki aðeins trúverðugur, heldur er hann trúmenskan sjálf! — Hann er uppeldis- sonur minn. Þú mátt treysta honum. Það veit heiður minn“, sagði hr. Love og lagði hendina á brjóst sér. „Hann er mjög ungur“, sagði konan og var meðaumkvunarhreimur í orðum hennar og hneppti frá sér yfirhöfninni með hvítri og mjúkri hendi. „Hann ætti því betur að skilja ógæfu ein- lífsins“, svaraði hr. Love og brosti. Konan lyfti parti af blæjunni frá andlitinu og sá munnfríðan mann með snjóhvítar hendur, hún brosti alvarlega um leið og hún sneri sér að Philip og sagði: „Þú virðist vera betur fallinn til að vera dýrkari í þessu musteri heldur en einn af stjórnendum þess. En hvað sem því líður, mon- sieur Love, þá skal það skilið á milli okkar; að þá kem ég hér ekki til þess að ganga í hjóna- band, heldur til þess að varna öðrum frá að gjöra það. Mér skilst að Mansieur Vicomte de Vandmont hafi leitað til þín. Ég er eitt af skyld- mennum Vicomte-fjölskyldunnar, við erum öll áfram um að hann bindist ekki þessu einkenni- lega, og fyrirgefðu, óviðeigandi bandi, sem verð- ur að bindast af opinberum embættismönnum“. „Ég fullvissa þig um frú“, sagði hr. Love virðulega, „að við höfum séð um frá því fyrsta . . . .“ „Guð minn góður!“ tók konan fram í óróleg. „Láttu mig ekki þurfa að hlusta á hól um stofnun þína. Ég efast ekki um að hún sé heiðar- leg og getur verið ágæt, þegar vinnukonur og matvörusalar eiga hlut að máli. En vísi-greifinn er aðalborinn og ættstór. Ég veit ekki hvað gjaldið er mikið, sem að hr. Love ætlast til að fá, en ef hann reynir að gjöra gott úr þessu og koma í veg fyrir að hann gangi út í þessa vit- leysu þá skal það gjald verða tvöfaldað. — Skilurðu mig?“ „Fyllilega, Madame; en það er ekki boð þitt, sem að hefir áhrif á mig, heldur löngun til að gera greiða eins töfrandi konu og þú ert“. „Þetta er þá afráðið?“ sagði konan kæru- leysislega og leit á Philip um leið. „Ef að Madaman vildi gjöra svo vel og koma aftur, þá skal ég segja henni hvað ég gjöri í þessu sambandi“, sagði hr. Love. „Já, ég skal gjöra það. Verið þið sælir!“ sagði konan, stóð upp og fór, en þegar að hún gekk fram hjá Philip lyfti hún blæjunni frá andlitinu og leit á hann rannsóknaraugum — augum, sem listamaður lítur á mynd, er honum finnst verðtneiri heldur en umhverfið sem hann fann hana í og gæfi til kynna. Konan var and- litsfögur og göfugmannleg, og það var ekki frítt við að Philip fyndi til hjartahræringar, þegar að konan gekk fram hjá honum og laut honum hæversklega um leið og hún fór út. „Ó, þetta er ekki í fyrsta sinni, að mér hef- ir verið borgað fyrir að aðskilja hjónaefni, sem að ég hefi komið saman“, sagði hr. Love og hló. „Ef að hægt væri að setja á stofn hjóna- skilnaðarskrifstofu, þá yrði maður ekki lengi að verða stórauðugur! Jæja, þetta kemur mér til að ljúka við samningana á milli Mansieur Goupille og Mademoiselle de Courval. Ég hefi verið í dálitlum efa um hvort ég skyldi heldur vilja matvörukaupmanninn eða vísi-greifann. Ég skal nú gera út um það. Veistu það, Philip, að ég held að þú hafir hrifið konuna sem kom?“ „Vitleysa!“ sagði Philip og roðnaði. Hr. Love lét ekki framkvæmdirnar bíða, því það sama kveld fór hann að finna matvöru- kaupmanninn og Adéle og fullgerði giftingar- samningana þeirra á milli og ákvað giftingar- daginn. Monsieur Goupille var víðþektur og áhrifamaður í Fanbourg, og gifting hans var viðburður sem að hr. Love stærði sig ekki all- lítið af; og þegar hr. Goupille bauð honum og félögum hans í veizluna, þá tók hann því með þökkum fyrir sjálfan sig og félaga sína. Einu eða tveimur kveldum fyrir giftingar og veizlukveldið, eftir að hr. Birnie var farinn, bjó Gawtrey sig undir að njóta lífsins eins og hann var vanur. En hvorki púnsið né vindlarn- ir virtust hafa hið vanalega aðdráttarafl sitt. Gawtrey sat þegjandi og þungbúinn og Philip var að hugsa um konuna bjarteygðu, sem var svo áfram um að ástasambandinu á milli Made- mosielle Courval og Vicomte de Vandemont yrði slitið. — Að síðustu tók Gawtrey til máls- „Ungi vinur minn“, sagði hann, „ég hefi sagt þér frá litla skjólstæðingnum mínum; ég var að kaupa leikföng handa henni í morgun, hún er dásamlega fallegt barn; afmælið hennar er á morgun, þá verður hún sex ára. En—en . .“ hér stundi Gawtrey við. — „Ég er hræddur um að hún sé ekki heilbrigð hérna“, og benti á ennið á sér. „Mig langar mikið til að sjá hana“, sagði Philip og lét sem hann hefði ekki tekið eftir því sem Gawtrey sagði síðast. „Þú skalt fá að sjá hana — þú skalt koma með mér á morgun. Ég er órólegur! Ég vildi síður deyja hennar vegna!“ „Hefir vesalings móðir hennar reynt til þess að ná henni á sitt vald?“ „Móðir hennar! Nei, hún er ekki hér leng- ur — hún dó fyrir svo sem tveimur árum! Vesalings María! Ég — nei, þetta er heimska. En Fanny er sem stendur í nunnuklaustri; það eru allir þar góðir við hana, en svo borga ég vel fyrir hana; ef að ég dæi og meðgjöfin hætti — hvað yrði þá af henni, nema, eins og að ég sagði áður, að hann faðir minn . . . .“ „Já, en þú ert að græða stórfé núna“. „Já, ef þetta heldur áfram; en óttinn slær mig alla tíð — lögreglan hér í bænum hefir kattaraugu, en samt er nú það bjartari hliðin á málinu“. „Því hefurðu ekki barnið hér hjá þér, þegar þú annt því svona mikið? Hún væri þér til mikillar gleði“. „Er þetta pláss fyrir barn — stúlku?“ spurði Gawtrey og stappaði fætinum á gólfið. „Ég yrði brjálaður, ef ég sæi villiæðisaugu dauða manns- ins hvíla á henni!“ „Þú meinar Birnie. Hvernig getur þú liðið hann?“ „Þegar þú ert kominn a minn aldur þá skil- ur þú, hvernig að á því stendur að við gjörum okkur að góðu það, sem að við hötum — hvers vegna að við erum í vináttu við menn, sem annars væru okkar verstu óvinir: Nei, nei, það getur ekkert losað mig við þann mann nema dauðinn. Og — og“, bætti Gawtrey við og föln- aði, „ég get ekki myrt mann sem að situr við matborð mitt. Það eru til sterkari bönd, dreng- ur minn, en vináttuböndin, sem bindur menn saman eins og galeiðuþræla. Sá sem á vald yfir þér, bindur beislistaumnum um hálsinn á þér og leiðir þig svo eins og hund“. Það fór hrollur um Philip. Hvaða leyndar- dómur myrkranna, sem þessir menn þekktu báðir og hafði bundið mann, sjáanlega minni- máttar, og í tilbót verkfæri, við hinn vilja- sterka og ákveðna William Gawtrey? „En gleymum þessu daufa duttlungatali", sagði Gawtrey og hristi af sér hugarmókið. „Eftir allt, er Birnie þægilegt verkfæri og sem þorir ekki frekar að snúast á móti mér, heldur en ég á móti honum. Því drekkur þú ekki meira? Ó, hefir þú heyrt um hinn kunna Kaf- tein Wattle?“ kyrjaði Gawtrey með hárri rödd. Philip þótti lítið til þessa lofsöngs Bakkusar koma, og Gawtrey lét af honum sjálfur og sagði: „Mundu eftir að segja ekkert um Fanny svo að Birnie heyri, leyndarmál okkar er ann- ars eðlis. Hann gæti ekki gert henni neitt mein, lambinu, satt er það — að minnsta kosti ekki eins langt og ég fæ séð. En maður getur aldrei verið óhultur um það, ef slátrarinn einu sinni kemur auga á það!“ Næsti dagur var sunnudagur. Giftingarskrif- stofunni var lokað og Philip og Gawtrey fóru til nunnuklaustursins. Til að sjá var það til- komulítið, en þegar inn fyrir steingirðingarnar kom, voru garðar og tún sem enn voru græn, þó komið væri fram á vetur og stakk í stúf við lauflaus trén og óhreinar göturnar fyrir utan. Út um gluggann á herberginu, sem þeim var boðið inn í mátti sjá grænt grasið og vafn- ingsviðinn innan á girðingunum, sem rifjaði upp endurminningar hjá Philip frá æskuárum hans. Herbergisdyrnar voru opnaðar og inn um þær heyrðist glaðvær barnsrödd, og barn, létt- fætt og fagurt eins og engill, kom hlaupandi inn og upp í fangið á Gawtrey. Stúlkan, því þetta var stúlkubarn, hjúfraði sig upp að brjóst- inu á honum og kyssti andlitið á honum, hend- ur og föt með ákefð, sem að virtist ekki vera í samræmi við aldur hennar og hló og grét í senn. Gawtrey virtist vera í eins mikilli geðs- hræringu eins og barnið: hann strauk um hár- ið á henni og kallaði hana allslags gælunöfnum í málróm, sem titraði af tilfinningu, þó að hann reyndi árangurslaust að halda honum í skefj- um. Svo tók hann leikföngin upp úr vasa sín- um, sem að hann hafði komið með, lét þau á gólfið og lagðist nærri endilangur á það sjálfur, og barnið velti sér yfir hann og ýmist greip upp leikföngin, eða að það lagði höfuðið upp að brjóstinu á honum og horfði upp á andlitið á honum, eins og að gleðin ætlaði að bera hana ofurliði. Philip, sem að hvorugt þeirra veitti eftir- tekt, stóð með krosslagðar hendurnar á brjósti sér. Hugur hans hvarflaði til hins týnda og óþakkláta bróður síns og hann tautaði fyrir munni sér: „Heimskingi! Þegar hún eldist, þá snýr hún við þér bakinu!"

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.