Lögberg - 26.04.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 26.04.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. APRIL, 1951 S. Þ. eiga að varðveita friðinn SÍÐARI HLVTI Hér fer á eftir framhald ræðu Thor Thors sendiherra, sem hann flutti á fundi Stjórnmálanefndar S. Þ. 29. janúar s.l. Nú liggja fyrir nefndinni tvær tillögur til ályktunar. Önnur frá Bandaríkjum Norður-Ameríku (fskj.A/C.l./654). Mörg ríki hafa þegar lýst fylgi sínu við þessa tillögu. í annari málsgrein þessarar tillögu er það tekið fram, að Pekingstjórnin hafi hafnað til- lögum Sameinuðu þjóðanna um að gera vopnahlé í Kóreu með friðsamlega lausn málanna fyrir augum, og að herir hennar haldi áfram innrás sinni í Kóreu og geri stórfelldar árásir á lið Sam- einuðu þjóðanna þar. í samræmi við þetta segir í þriðju málsgrein svo sem hér fer á eftir: „Lýðstjórnin í lýðrík- inu Kína hefir veitt liðveizlu og beinan stuðning þeim, sem þegar höfðu framið árás í Kóreu og tekið þátt í bardögum gegn liði Sameinuðu þjóðanna þar og þannig gjörst sek um árásar- aðgerðir í Kóreu. Þegar ef til vill hundruð þús- unda kínverskra hermanna vel vopnaðir flugvélum, skriðdrek- um og öllum týtízku vígbúnaði berjast í Kóreu — og þegar enn- fremur er tekið tillit til fram- komu Pekingstjórnarinnar við Sameinuðu þjóðirnar — getum við þá með nokkru móti komist hjá þeirri niðurstöðu, að kín- verska lýðstjórnin sé þátttak- andi í árásaraðgerðum í Kóreu. Það er hin mesta háðung við Sameinuðu þjóðirnar og veröld- ina alla á þessum miklu alvöru- tímum, ef á að telja okkur trú um það, að Kínverjarnir, sem berjast í Kóreu, séu einungis sjálfboðaliðar, sem af tilviljun lögðu leið sína yfir landamærin. Manni gæti þá jafnvel orðið á að spyrja, af hverju þeir eru þá ekki heldur kallaðir skemmti- ferðamenn. Sameinuðu þjóðirnar hikuðu ekki við að saka Norður-Kóreu- menn um árásaraðgerðir. Þeir berjast þá í heimalandi sínu, en Kínverjar aftur á móti réðust inn í framandi land og heyja stríð á erlendri grund, leggja að velli syni þeirra þjóða, sem eru í bandalagi Sameinuðu þjóð- anna. Það er tvímælalaust skylda Sameinuðu þjóðanna að viður- kenna staðreyndir, og það er hryggileg staðreynd, að Kín- verjar taka þátt í árásaraðgerð- um í Kóreu. Sumar sendinefnd- ir hafa haldið því fram, að yfir- lýsing um þann sannleika muni særa hinar viðkvæmu tiliinning- ar Pekingstjórnarinnar og þar með espa hana til öflugri árásar- aðgerða, og muni hún þá neita að semja við hið illa innrætta Bandalag Sameinuðu þjóðanna. Með leyfi að spyrja, eru það ein- hver sérréttindi Pekingstjórnar- innar að lýsa Sameinuðu þjóð- irnar árásaraðila og þá einkum Bandaríki Norður-Ameríku, sem verja sjálft líf bandalagsins með blóði sona sinna og leggja gæfu þegna sinna að veði dag frá degi og veita Kóreubúum og þegnum allra annarra smáþjóða þannig hugstyrk með því að sýna fram á það í fyrsta skipti í sögunni, að hugmyndin um félagsöryggi þjóðanna er ekki orðin tóm, heldur raunveruleiki nútíðar- innar. í þessari tillögu er sú krafa gerð á hendur Pekingstjórninni, að hún sjái svo urn^að herir henn ar og kínverskir þegnar í Kóreu láti af ófriði sínum við lið Sam- einuðu þjóðanna og haldi á brott úr Kóreu. Ennfremur er stað- festing gefin á þeim ásetningi bandalagsins að halda áfram að- gerðum sínum gegn árásinni í Kóreu og þess krafist af öllum ríkjum að halda áfram að veita Sameinuðu þjóðunum allan stuðning í aðgerðum þeirra í Kóreu. Auk þess er þess krafist af öllum ríkjum, að þau veiti á- rásarmönnunum í Kóreu enga aðstoð. í áttundu málsgrein er svo fyrir lagt, að nefnd skipaðri meðlimum nefndarinnar um sameiginlegar ráðstafanir skuli falið að athuga án tafar, hverj- um frekari ráðstöfunum verði beitt gegn þessum árásaraðgerð- um, og á hún að skila Allsherj- arþinginu áliti um málið. Það er nú ljóst orðið af skýr- ingu þeirri, er háttvirtur full- trúi Bandaríkjanna gaf hér á laugardaginn, að ætlunin er að skipa sérstaka nefnd til að at- huga ráðstafanir gegn þessum árásaraðgerðum. Og ég vil leggja áherzlu á það, að sú skýr- ing var gefin, að nefndin hefði einungis umboð til að athuga slíkar ráðstafanir, og verður að gefa Allsherjarþinginu skýrslu um það efni. Það er því auðsætt, að Allsherjarþingið mun taka á- kvörðun um það, hvort og hve- nær nokkrum refsiaðgerðum verður beitt, og ekkert ríki er skuldbundið til að gera neinar þær ráðstafanir, er nefndin ger- ir tillögur um. Ákvörðun í mál- inu verður tekin á Allsherjar- þinginu, og hvert ríki hefir þá rétt til að ráða við sig afstöðu sína til slíkra aðgerða. Menn skyldu gera sér Ijósa grein jyrir því, að við erum ekki að taka ákvörðun um neinar refsiað- gerðir að sinni. Við erum aðeins að leggja drög til að gerð verði athugun á því, hvort ráðlegt þætti að beita refsiaðgerðum síð- ar. Þessi grein er því einungis sett til tryggingar, og engar nið- urstöður af þeim athugunum, sem þar er lagt til að gera, verða nokkurn tíma lagðar fyrir Alls- herjarþingið meðan einhver von er um friðsamlega lausn í Kóreu. Háttvirtur fulltrúi Líbanon hefir gert breytingartillögu, sem gef- ur enn betri skýringu á efni þessarar greinar, og vér munum með ánægju greiða atkvæði tillögu hans. í síðustu grein tillögunnar felst staðfesting á því, að Sam- eínuðu þjóðirnar halda áfram að stefna að því að koma á vopna- hléi í Kóreu og að ná markmið- um Sameinuðu þjóðanna þar með friðsamlegu móti, og þar mælir svo fyrir, að forseti Alls- herjarþingsins skuli þ e g a r kveðja til með sér tvo menn, er ásamt honum beittu sér fyrir milligöngu í þessu skyni. Þessi niðurlagsgrein tillög- unnar sýnir enn einu sinni, að Sameinuðu þjóðirnar rétta fram hönd sína til heiðarlegrar lausn- ar. Sáttanefnd sú, er hér er lagt til að komið verði á fót, og ég er ekki í neinum vafa um að hún verður skipuð einhverjum vitr- ustu og hæfustu mönnum okkar, getur tekið til starfa þegar í stað. Pekingstjórninni ætti að vera kunnugt um það, að þessir fulltrúar eru fúsir að koma til fundar við hana og 'ræða um samninga á grundvelli ákvæð- anna í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Við erum með þessu að koma á fót nýrri nefnd til sátta og frið- ar, sem sönnun þess, að þrátt fyrir sífelld vonbrigði, vonast bandalagið stöðugt eftir friði og telur dyrnar þangað enn standa opnar. — Sameinuðu þjóðirnar komu til Kóreu eingöngu í þágu friðarins og dvelja þar einungis í friðarskyni. Hin tillagan, sem fyrir liggur í málinu (fskj. A/C. 1/642, nr. I og II), er borin fram af tólf Asíu- og Arabaríkjum. I þessari tillögu felst, að fulltrúar þeirra sjö ríkisstjórna, er Pekingstjórn- in stakk upp á, komi saman við fyrsta tækifæri til að rannsaka svar Pekingstjórnarinnar við tillögum nefndarinnar, um frið- samlega lausn og til að hefja undirbúning að friðsamlegri lausn Kóreumálsins og ágrein- ingsmála í Austur-Asíu. Upphaflega var ekkert hirt um þá afstöðu stjórnmálanefndar- innar í tillögunni, að vopnahlé yrði fyrst að komast á í Kóreu og allar samningaviðræður að fara á eftir. Henni hefir nú ver- ið breytt þannig, að hún felur í sér ákvæði um vopnahlé. I til- lögunni virðist samt sem áður að engu farið eftir þeim reglum, er nefndin hefir sett sér og ekki eftir ákvæðum stofnskrárinnar, og er tillagan þar af leiðandi ekki aðgengileg. Samkvæmt þessum athugun- um og staðreyndum mun ís- lenzka sendinefndin greiða at- kvæði með tillögu þeirri, sem Bandaríkin hafa lagt fram. Er við gerum það höfum við í huga og byggjum á þessum atriðum: Á þessari örlagastundu er að- eins um tvennt að ræða. Sam- einuðu þjóðirnar verða að taka sterka afstöðu eða bregðast hlut- verki sínu. Það virðist vera lítill vafi á því, að árás Norður-Kór- eumanna inn í Suður-Kóreu átti upptök sín. var undirbúin og hefir verið styrkt af hinum al- þjóðlega kommúnisma, sem þyrstir í alheims yfirráð. Árás Kínverjanna virðist einnig vera ein hlið á hinum hættulegu ráða gjörðum um útþenslu hins al- þjóðlega kommúnisma, sem nú vofir yfir mannkyninu og varp- ar skugga og ótta á líf sérhverr- ar þjóðar, ekki sízt smáþjóðanna, sem eru þess ekki megnungar að verja sjálfa sig. Við vitum nú, að ef Samein- uðu þjóðirnar hefðu ekki skorist í leikinn í Kóreu, þá væri nú kommúnistísk leppstjórn í Kóreu, sem hefði yfirráð yfir öllu landinu. Ef Kórea félli nú í hendur kommúnista, hver yrðu þá örlög Indo-Kína, Thailands, Burma, Malaya, jafnvel Indo- nesíu og Filipseyja, og við gæt- um haldið áfram lengra. Er það ekki hugsanlegt, að einhvern daginn yrði þunglega barið að dyrum Indlands frá öðrum átt- um en Tibet, sem kommúnistar hafa nú lagt undir sig. íslenzka þjóðin hefir mikla samúð með þjóðum Asíu, enda þótt við búum svo langt frá hver öðrum, og séum svo lítið kunn- ugir. Okkur finnst að Kórea eigi að vera fyrir Kóreubúa, Tibet fyrir Tibetbúa og Kína fyrir Kínverja. Asía fyrir Asíubúa, en ekki fyrir Rússana. Einhversstaðár v e r ð u r að stöðva þessar tryllingslegu ráða- gerðir um útþenslu kommún- isma. Aðeins styrkleiki og sam- heldni hins frjálsa heims getur stöðvað hana. Allur heimurinn er í hættu. I dag er það Kórea. Á morgun gæti það verið Iran og Júgóslavía, eða Vestur-Þýzka- lands, eða Noregur, Svíþjóð, eða jafnvel Island. Félagsöryggi er okkar eina von. Það er hlutverk Sameinuðu þjóðanna að veita okkur það. Þegar styrjöldin hófst í Kóreu voru Sameinuðu þjóðirnar veikburða nýgræðing- ur. Það eru Bandaríkin, sem meira en nokkur önnur þjóð hafa styrkt og eflt Sameinuðu þjóðirnar. Þau hafa í rauninni orðið lífgjafi þessa veika ný- græðings. Álit og styrkleiki Sameinuðu þjóðanna var endur- lífgaður og aukinn. og í dag eru samtök þeirra þýðingarmeiri fyrir allan heiminn, sérstaklega smáþjóðirnar, heldur en þau hafa nokkru sinni verið áður. Við skulum vona, að þjóðir heimsins verði ekki fyrir von- brigðum. Við skulum vona, að mannslífunum hafi ekki verið fórnað árangurslaust í Kóreu. Við þykjumst nú vita, að unnt hefði verið að stöðva hina aðra heimsstyrjöld, ef það hefðu ver- ið til samtök frjáls heims árið 1939 og 1939. Við trúum því og biðjum, að með festu og styrk- leika og óbilandi trúmennsku við framkvæmd hugsjóna Sam- einuðu þjóðanna, muni þeim takast að koma í veg fyrir hina þriðju heimsstyrjöld, og að skapa friðsamlegt samfélag frjálsra þjóða. KAUPENDUR LÖGBERGS Á (SLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir am eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON BÁRUGATA 22 REYKJAVÍK —Mbl. 15. Marz MOST COMFORTABLE CARS ARE BRITISH British cars won 13 of the 18 prizes for the best looking, best equipped and most comfortable cars at the recent Monte Carlo Rally Concours de Confort. British car manufacturers are constantly engaged in tests to improve the present performance and equip- ment of new cars. Modern equipment is being installed for better riding comfort, better driving in all kinds of weather for drivers and passengers. With a standard Mark VI Bentley, Mr. W. M. Couper won the Grand Prix d’Honneur, a prize awarded for interior comfort and suitability for long distance touring at the Monte Carlo Rally. His car was perfectly equipped for the arduous 2,000-mile winter test and its fixtures included wipers to keep the headlamps free from snow, a fog light with an extending arm, a barometer on the steer- ing wheel, and a device for washing the windscreen when the car is in motion. This picture shows Mr. W. M. Couper standing beside his Bentley car at Monte Carlo. The healight wipers can be clearly seen. , Ef til vill eru bein Péturs postula fundin Vísindamenn rannsaka bein, sem fundust í gröf hans Eftir PATRICK CROSSE, fregnritara Reuters PÁFAGARÐI. — I kapellu við hliðina á einkabókasafni páfa í Vatikanhöllinni, er lítil beina- hrúga. Þetta eru hér um bil 1000 ára gömul mannabein. — Ka- þólska kirkjan kennir, að Krist- ur og María mey hafi stigið upp til himna. Úr því að því hefir þannig verið slegið föstu, getur verið að þessi beinahrúga sé öll- um helgum dómum dýrmætari fyrir kaþólsku kirkjuna. Beinin rannsökuð. Bein þessi fundust fáein fet frá ófáguðu steinskríni, sem komið var niður á beint undir háaltari Péturskirkjunnar. — Píus páfi XII. hefir lýst yfir, að þarna sé um að ræða gröf fyrsta postulans og fyrsta páfans. Fornfræðingarnir^ sem fundu gröfina, hafa lagt þó nokkuð að páfanum, að hann lýsti yfir, að hér væri fundin bein heilags Péturs. Samt hefir páfinn ekki enn gefið þessa yfirlýsingu. Aftur á móti mælti hann svo fyrir, að beinin skyldu flutt í litla kapellu við hliðina á her- bergjum hans í Vatikanhöllinni, þar sem vísindamenn rannsaka þau nú gaumgæfilega. Full leynd er höfð á þessum rannsóknum. Samt er talið, að vísindamennirnir reyni fyrst af öllu að ganga úr skugga um, hvort beinin muni vera af karli eða konu. Ef takast mætti að færa sönn- ur á, að beinin væru af karli og aldur þeirra telst hér um bil 1900 ár, þá hafa þar með aukist líkurnar til, að þau séu af Pétri postula. Tekin úr skríninu. Auðvelt er að skýra, hvers vegna þau voru ekki í steinskríni grafarinnar, heldur rétt hjá. Margt bendir til, að Serkir hafi rænt gröfina í herhlaupinu til Rómar 846. Þegar þeir létu greipar sópa um muni þá, sem gefnir höfðu verið til grafarinn- ar og komið var fyrir víðsvegar um hana, þá er varla nokkur vafi á, að þeir hafa opnað skrínið. Þar sem engin bein voru í skríninu nú, þá þykir það benda eindregið til þess, að þau, sem upphaflega var komið þar fyrir hafi seinna verið numin þaðan burt. Það gæti hæglega verið sömu beinin og fundust í sömu gröfinni nokkur fet frá skrín- inu. Gröf postulans fundin. En ekki er kunnugt um, hvort vísindamönnum þeim og forn- fræðingum, er fengnir hafa verið til, muni nokkru sinni takast að færa öruggar sönnur á að bein- in séu í raun og sannleika af Pétri postula. Búist er við, að allur sá fróð- leikur, sem tekist hefar að safna um þetta efni, verði gerður heyrinkunnur einhvern tíma á þessu ári, þegar páfi gefur yfir- lýsinguna um fund fornfræðing- anna. Unnu þeir að því í 10 ár að grafa upp gröf postulans. Upphaflega var búist við, að yfirlýsingin yrði gefin um þenna fund einhvern tíma í fyrra. En fyrst á aðfangadagskvöld, seinasta degi ársins helga, gaf Píus páfi svolátandi yfirlýsingu: „Hefir gröf heilags Péturs í raun og veru fundist? Lokaniðurstaða þess starfs og þeirra rannsókna, sem fram hafa farið, er skýlaust jákvæð. — Já, gröf postulans hefir fundist“. Menn héldu, að tilkynning um fund fornfræðinganna mundi fylgja í kjölfarið. Enn virðist þó hafa orðið töf á. — Páfinn hefir ekki enn gefið fyrirmæli um út- gáfu þess aragrúa af skjölum, sem hlýtur að verða yfirlýsing- unni samfara. Líklegt þykir, að vísinda- mennirnir hafi ekki lokið rann- sóknum sínum á litlu beina- hrúgunni í kapellu Vatikanhall- arinnar. Annar helgur dómur. Það er til annar helgur dómur kenndur við Pétur postula, sem kristnir menn hafa sýnt lotningu öldum saman. Nútíma vísindi hafa þó aldrei verið kvödd til, að gengið yrði úr skugga um áreiðanleik hans. Þetta er höfuð postulan ásamt höfði Páls postula. Eru þau geymd í dýrmætum silfurskrín- um í Laterankirkjunni. Að minnsta kosti tveir þeirra forn- fræðinga, sem stóðu að upp- greftrinum fyrir páfa, telja, að Constantinus, fyrsti kristni keis- arinn, hafi gefið Laterankirkj- unni höfuð postulans. Það var á þeim tíma, þegar gert var fyrsta húsið yfir gröf Péturs, en það hús má segja að sé fyrsti vísir að Péturskirkjunni, sem nú stendur. Kynni að skeika í einhverju. Saga þessara dýrmætu helgu dóma, um höfuð postulanna, er nokkuð vafasöm til ársins 1369. Það ár fyrirskipaði Urban páfi V., að Laterankirkjan skyldi endurreist, en hún skemmdist mjög í eldi 1308. Hann mælti svo fyrir, að höf- uð postulanna tveggja skyldu lögð í páfa-altarið. Til þess tíma ætluðu menn, að þau væru varð- veitt í Páfakapellunni. Urbano Mellini kveður höfuðin vera í páfa-altarinu 1649. Þá höfðu þau verið gyllt og skreytt gimstein- um og öðrum dýrmætum steinum. Þessir steinar hurfu 1804, er Frakkar herjuðu Róm, en eftir- líkingar voru settar í þeirra stað, og eru þar enn. Frásögn sögunnar, sem vitnað verður í til stuðnings því, að hér sé um að ræða höfuð Páls og Péturs postula, er glompótt. Arf- sögninni er ef til vill ætlað að fylla í eyðurnar, og hún hefir staðið föstum fótum með kirkju- valdinu í hér um bil sex aldir. —Mbl. 10. marz Alþingi gengur í alþjóðaþing- mannasambandið Á einkafundi þingmanna, sem haldinn var áður en þingslit fóru fram s.l. miðvikudag, var sam- þykkt með samhljóða atkvæð- um, að Alþingi Islendinga skyldi ganga í alþjóða þingmannasam- bandið. Höfðu áður borizt óskir um það frá stjórn samtakanna að íslendingar gerðust aðili að því. Á fundum þingmannasam- bands Norðurlanda, sem Alþingi er einnig þátttakandi í, hefir því oft verið hreyft að æskilegt væri að við gerðumst meðlimir al- þjóða þingmannasambandsins eins og öll hin norrænu þjóð- þingin hafa þegar fyrir all-löngu gerst. Kostnaður við þátttöku í sam- bandinu er svo að segja enginn. Á þessum sama fundi var sam- þykkt að stjórn íslandsdeildar norræna þingmannasambandsins skyldi einnig fara með stjórn deildar okkar í alþjóða samband- inu. Var sú stjórn endurkosin á fundinum en hana skipa þeir Gunnar Thoroddsen, Bernharð Stefánsson, Stefán Jóh. Stefáns- son og Einar Olgeirsson. Aðalritara Alþjóða þingmanna sambandsins var þegar tilkynnt um þessa ákvörðun Alþingis og barst Jóni Pálmasyni, forseta Sameinaðs þings skeyti frá hon- um í gær, þar sem ísland er boðið velkomið í samtökin. —Mbl. 9. marz

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.