Lögberg - 26.04.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.04.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 t„,i ***• é Clett' iTlers Cleaning Insíitution PHONE 21374 A U*** xets to^^^jfl ^0 A Complete Cleaning Institution 64. ÁRGANGUR WINNÍPEG, FIMTUDAGINN, 26. APRÍL, 1951 NÚMER 17 Kosningar í Breflandi alveg vafolausf í nánd Þau tíðindi hafa nú gerst, að alveg vaíalaust verði gengið til almennra þingkosninga á Bret- landi, og það sennilega eins fljótt og því framast verður viðkomið; stjórnin hefir stuðst við afar veikt þingfylgi og hefir tíðum komist í hann krappan við at- kvæðagreiðslur, og nú hafa tveir af ráðherrunum látið af embætt- um, en það eru þeir Bevan verkamálaráðherra og Wilson, er veitt hefir forustu viðskipta- málaráðnuneytinu; báðir teljast þessir ráðherrar til hins róttæk- ari fylkingararms verkamanna- flokksins, og nú hefir einn að- stoðarráðherrann, sem sæti átti á þingi fetað í fótspor hinna og látið af embætti; ástæður, sem þeir bera fram fyrir ákvörðun- þessum eru þær, að stjórnin hafi Merkur sijórn- málamaður látinn Á fimtudaginn var lézt í svefni að heimili sínu að Grand Rapids, Mich., Senator Arthur H. Wand- enberg, einn hinn vitrasti og víðsýnasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna í samtíð sinni, 67 ára að aldri; hann fylgdi Republicanaflokknum að mál- um, en var með öllu laus við flokkslega hlutdrægni; hann átti sæti á þjóðþingi Bandaríkjanna samfleytt í tuttugu og þrjú ár, °g var um langt skeið formaður utanríkismálanefndar efri mál- stofunnar, enda talinn einn hinn mesti sérfræðingur þjóðar sinn- ar varðandi meðferð utanríkis- mála. Senator Wandenberg var einn af stofnendum sameinuðu þjóð- anna, og lagði jafnan á það mikla áherzlu, að flokkapólitík fléttað- ist ekki inn í stefnu þjóðar sinn- ar í utanríkismálum meðan hún *tti í kalda stríðinu við Rússa. Við fráfall Senator Wanden- bergs græðist Demókrötum eitt sæti í efri málstofunni, með því að ríkisstjórinn í Michigan, sem er Demókrati, skipar í sæti hans ftiann úr sínum flokki. Truman forseti, og allir helztu þingforingjar, mintust fagurlega hins merka og margþætta ævi- starfs hins látna Senators í þágu hinnar amerísku þjóðar. Atkvæðagreiðsla fyrirskipuð Samkvæmt lögskipuðum fyr- irmaelum fylkisþingsins í Mani- toba, verður því skotið undir al- nienna atkvæðagreiðslu bænda, hvort þeir vilji að sala hrjúfra korntegunda verði framvegis, eins og hefir gengist við, í hönd- um hveitiráðsins, eða að þeir kjósi sér aðrar markaðsleiðir; ekki hefir enn verið gert heyrin kunnugt hvenær atkvæðagreiðsl an fari fram, þótt það verði að sjalfsögðu einhverntíma í sumar. veitt svo mikið fé til hervarna, að með því hafi í rauninni verið grafnar ræturnar undan því fé- lagslega öryggi, er flokkurinn hafði efst á stefnuskrá sinni og kcmst til valda á. Arinbjörn Sigurgeirsson Bardal 85 ára Fangi fyrirfer sér John Henry Schmidt, 31 árs að aJdri, sá, er handtekinn var um síðustu helgi, og sakaður um að hafa myrt foreldra sína og þrjú systkini á býli þeirra skamt frá bænurn Carman hér í fylkinu, eins og skýrt var frá hér í blað- inu í fyrri vik^ fyriffór sér í j^ngaklefa sínum í Headingly negningarhúsinu á aðfaranótt síðastliðins fimtudags; hafði not- að leðurbelti til að hengja sig í. 22. apríl 1951 Svíjur fyrir sjónum, svipur horjnrar tíðar, frónskra mikilmenna, merkra fyrr og síðar. Þeirra mikla manndóms. máttkur lifir andi, heiðraður og hafinn, hátt í voru landi. Aldrei mázt úr minni, manndómserfðir slíkar, meðan uppi eru, Arinbjarnar líkar. Fyrir alla æfi, ungur hét hann trygðum, feðra trú og frelsi, frónskum höfuðdygðum. Hann er enn í anda, ungur, frjáls og glaður, heilbrigður á hólmi, hálfníræður maður. Ytra ber hann engin, afturfarar merki, farsœll œttararfur, á þar hlut að verki. Hugprýðin og hreystin, halda ennþá velli, táp af slíku tagi, tefur fyrir elli. Góðvild hans og göfgi, gladdi margan bróður, sem án vina virtist, vondapur og hljóður. Fagur orðstír endist, æfidegi lengur, og í hvers manns huga, hyltur góður drengur. Hjörtur Brandson Alvarlegar fréttir frá Kóreu Síðastliðinn sunnudag hófu kommúnistar gagnsókn mikla á vesturvígstöðvunum, og hröktu liðsveitir sameinuðu þjóðanna í tveimur tilfellum frá 12—15 míl- ur til baka; mannfall af hálfu kommúnista varð að sögn geisi- mikið, en af miklu var að taka, og fyltu þeir því jafnóðum upp í skörðin; staðhæft er að á áminstum vígstöðvum ráði rauð- liðar yfir freklega sjö hundruð þúsundum vígra manna, er vel séu búnir að hergögnum öllum. Lætur af þingmensku Mr. J. C. Donaldson, þingmað- ur fyrir Brandonkjördæmið í fylkisþinginu í Manitoba, hefir tilkynt forseta þingsins, að hann ]áti af þingmensku að loknu því þingi, er enn á setu; hann hefir jafnframt lýst yfir því, að hann dragi sig með öllu í hlé af vett- vangi stjórnmálanna. Mr. Don- aldson hefir jafnframt fylgt í- haldsflokknum að málum og var kosinn 1949 undir merkjum hans sem stuðningsmaður samvinnu- stjórnarinnar; hann hefir reynst hinn nýtasti maður á þingi og býr yfir þeim hyggindum, sem í hag koma. Mr. Donaldson stofnaði fyrir nokkru fyrirtækið B r a n d o n Packers Limited, og er forseti þess og aðalframkvæmdarstjóri. Arinbjörn S. Bardal Áttatíu cg fimm ára Síðastliðinn sunnudag átti Arinbjörn S. Bardal áttatíu og fimm ára afmæli, og var, eins og vænta mátti, næsta gest- kvæmt á heimili þeirra hjóna þá um daginn, því bæði er nú það, að fjölskyldan er stór, og vina- hópurinn.út í frá, heldur ekkert smáræði. Árin sýnast lítthrína á Arin- birni, hann er enn hinn snöfur- mannlegasti- og leikur sér dag- lega eins og unglamb. Tjón af völdum áflæðis Mississippifljótið hefir gert mikinn usla víðsvegar í Mið- vesturríkjum Bandaríkjanna, og að því er Rauða Krossfélaginu segist frá, munu nálega tuttugu og tvær þúsundir manna í fimm ríkjum hafa neyðst til að hverfa af heimilum sínum; eignatjón skiptir miljónum dollara. Lagafrumvarp afgreitt Frumvarp Campbellstjórnar- innar í Manitoba um heimild til að kaupa allar eignir Winnipeg Electricfélagsins og samræma orkumál fylkisins í eina heild, hefir verið afgreitt í fylkinu með nálega samhljóða öllum atkvæð- um, eða með fjörutíu og fimm atkvæðum gegn tveimur; þeir tveir þingmenn, er greiddu at- kvæði gegn framgangi frum- varpsins voru Mr. McDowell, Iberville, og Mr. Duff Roblin, þingmaður fyrir Suður-Winni- peg kiördæmið. Aðgerðir stjórnarinnar í á- minstu máli, eru grundvallaðar á skýrslu hinnar svokölluðu Hogg-nefndar, er fyrir nokkrum árum var lögð fram og mælti með því, að orkuframleiðsla fylkisins yrði betur samræmd, en fram að þessu hefir gengist við, og yrði að öllu leyti í hönd- um stjórnarvalda fylkisins. Getið er til, að söluverð eigna Winnipeg Elecric-félagsins muni nema um 70 miljónum dollara; þá er nú og líklegt talið, að Win- nipeg Hydro muni selja fylkinu allar orkustöðvar sínar. Ekki léttir dýrtíðinni Þess verður ekki vart enn, að dýrtíðinni í þessu landi sé tekið að létta, eða raunhæfar ráðstaf- anir haíi verið gerðar af hálíu stjórnarvaldanna í úrbótaátt; pund af kaffi, þegar bezt lætur, kostar dollar, pund af sæmilegri steik áttatíu cents og stundum þar yfir, og svo má segja, að alt fari eftir þessu; allar tegundir fatnaðar hafa hækkað í verði von úr viti, og svo er nú húsa- leiga hreint ekki orðin neitt barnaglingur heldur; þetta er þeim ekki tilfinnanlegt, sem úr nógu hafa að moða, en það er ekkert leikfang fyrir ellistyrks- þegana og láglaunastéttirnar í borgum og bæjum. Aímælisósk tii A. S. Bardal 22. apríl 1951 Áttatíu ár of fimm, Unir þú í Ijósi dags, Aldrei sé þér æfin dimm Upp til lúnzta sólarlags. Með vinsemd, Finnbogi Hjálmarsson EFNILEGIR TVÍBURAR: Vógu 18 og 19 merkur og voru 54 og 55 cm. a lengd Þriðja fa-ðing móðurinnar, sem er frá Selfossi Siöunda apríl ól þrítug kona frá Selfossi tvíbura í fæðinga- deild Landspítalans í Reykjavík, dreng og stúlku, og vó annað barnið átján merkur en hitt nítján. Mun slíkur þroski tvíbura vera með fádæmum, Snjó kyngir niður á Austurlandi Stefán Islandi syngur íslenzk lög í danska ítvarpið í dag syngur Stefán íslandi, cperusöngvari, íslenzk lög í danska útvarpið kl. 19,15—19.35 eftir íslenzkum tíma. Lögin, sem Stefán syngur eru: Vögguljóð eftir Jón Þórarinsson, Horfinn dagur eftir Árna Björns son, Áfram eftir Árna Thorsteins son, Vögguvísa eftir Pál ísólfs- son, Nú lokar munni rósin rjóð eftir Loft Guðmundsson og Bik- arinn eftir Eyþór Stefánsson. —Mbl. 18. marz Morgunblaðinu barst í gær svohljcðandi fréttaskeyti frá fréttaritara sínum á Egilsstöð- um: Enn hefir bætt stórlega á snjó- inn hér á Héraði. Frá því á laug- prdagskvöld til þriðiudagsmorg- uns var óslitið hríðarveður með miklu frosti. Hafa fóðurflutning- ar alveg teppst þessa daga. Nú eftir óveðrið var þungfært öll- um flutningatækjum. En á fóð- urflutningum veltur afkoman á Út-Héraði og Jökuldal meðan aðkeypt fóður endist. Þetta dæmalausa tíðarfar tor- veldar mjög alla fóðurflutninga og gerir ástandið í þessum byggð arlögum enn ískyggilegra. —Mbl. 19. apríl Fannkingi í Aíbevta Um miðja fyrri viku lagðist víðsvegar um Albertafylki slíkt fannkingi, að einstætt er talið á þessum tíma árs; í Calgary nam hinn nýfallni snjór nálega tíu þumlungum, en varð þó töluvert meiri í Edmonton; allmikið snjó- aði og um sama leyti hér og þar í Saskatchewan, en í Manitoba ekki svo neinu næmi. Hin nýja flugvél Flugfélags fslands er komin til landsins Verður skírð einhverju faxanafni. Móðir barnanna er Regína Guðmundsdóttir að Heiðarbóli á Selfossi, en maður hennar er Eenedikt Franklínsson, starfs- maður á Selfossi hjá vegagerð ríkisins. Þau hjón áttu fyrir tvær teipur, en þetta var þriðja fæð- ingin. — Regína er ættuð úr Flatey á Breiðafirði, en Benedikt er frá Litla-Fjarðarhorni í Kolla- firði á Ströndum. Tvíburarnir. Það var stúlkubarnið, sem var þyngra, nítján merkur, og lengd bess var 55 sentimetrar. Dreng- urinn, var 18 merkur og 54 senti- metrar að lengd. Þeim mæðgin- um heilsast öllum vel, og mun móðirin senn fara heim með hina ungu Selfossborgara. Óskar Tím- inn þeim góðrar heimferðar. Hafði verið slöpp og þungfær. Regína er kona rösklega í með- allagi há vexti. Hún hafði síð- ustu^ vikurnar verið mjög þung- fær, eins og von var til, og nokk- uð slöpp. Samt var hún alltaf á fótum, þar til nokkru fyrir fæð- ingu. Hafði hún legið vikutíma í fæðingardeildinni, er hún átti börnin. Meðal einburar 14—15 merkur. Það mun talið, að meðal ein- burar séu fjórtán til fimmtán merkur að þyngd, en dæmi eru þess, að þeir séu allt upp í 24—25 merkur. Slík þyngd og þroski tvíbura, sem barna þeirra hjóna, Regínu og Benedikts, mun harla fátíður, ef ekki nær einsdæmi. —Tíminn, 15. apríl HIN NÝJA Douglas Dakota flugvél Flugfélags íslands kom til Reykjavíkur klukkan 15.55 í gærdag, og hafði hún þá verið um 5V£ tíma á leiðinni frá Prestvík. — Flugvél- inni hefir ekki verið valið nafn ennþá, en mun verða skírð einhverju faxa nafni. Býður sig fram til þings Mr. J. W. Grant MacEwan, prófessor í landbúnaðarvísind- um við Manitobaháskólann, læt- ur nú af því embætti og býður sig fram til sambandsþings í Brandonkjördæminu, en kosning þar hefir verið fyrirskipuð þann 24. júní næstkomandi. Áminst kjördæmi losnaði sem kunnugt er, við fráfall Mr. Matthews, sem var elztur canadískra þing- manna, er dauða hans bar að. Mr. Mac Ewan leitar kosninga undir merkjum Liberalflokksins, og er hann um alt hið álitlegasta þingmannsefni. Fyrir hálfum mánuði síðan fóru þeir Jóhannes Snorrason yfirflugmaður og Ásgeir Magnús son vélvirki til Englands þeirra erinda að líta á flugvél, sem var föl í Manchester. Árangurinn af ferðinni var sá, að ákveðið var að festa kaup á þessari flugvél. S.l. fimmtudag var svo flug- vélinni flogið frá Manchester til Prestvíkur, en þar voru ein- kennismerki Flugfélags íslands máluð á hana, auk þess, sem smáskoðun fór fram á flugvél- inni áður en flogið var yfir haf- ið. Auk þeirra Jóhannesar og Ás- geirs voru eftirtaldir menn í á- höfn flugvélarinnar frá Prest- vík til Reykjavíkur: Gunnar Frederiksen aðstoðarflugmaður, Rafn Sigurvinsson loftskeyta- maður og Skúli Petersen loft- siglingafræðingur. Hin nýja flugvél getur flutt 28 farþega, en aðrar Douglas flug- vélar Flugfélags íslands hafa haft sæti fyrir 21 farþega. Ekki hefir flugvélinni ennþá verið valið nafn, en einhvern næstu daga mun hún verða skírð ein- hverju faxanafni, eins og aðrar flugvélar, sem eru í eigu Flug- félags íslands. Flugvélin, sem ber einkennis- stafina TF—ISB, mun verða tek- in í notkun strax, en hún kemur til með að fljúga á öllum helztu flugleiðum félagsins, svo sem til Akureyrar, Vestmannaeyja og annara þeirra staða, sem Douglas flugvélar F. í. fljúga reglulega txl. —Alþbl. 15. marz Fær dómaraembætti Brezkur kafbátur ferst Nú hefir flotamálaráðuneytið brezka lýst yfir bví, að kafbát- urinn Affray, sem týndist í Ermarsundi um fyrri helgi, hafi auðsjáanlega farist með allri á- höfn, 75 manns; neðansjávarbát- ur þessi var í reynsluför og hafði með sér súrefni, er talið var nægilegt til . að endast í 48 klukkustundir; er kafbáturinn gerði ekki vart við sig á tiltekn- um tíma, var leit hafin, er fjöldi herskipa og flugvéla tók þátt í, en alt kom fyrir ekki; einnig tóku kafarar þátt í leitinni án þess að þeir yrði nokkurs varir. Flotamálaráðuneytið t e 1 u r þetta eitt hið sérstæðasta slys, sem gerst hafi á friðartímum í sögu brezku þjóðarinnar. Ralph Maybank Nú hefir Mr. Ralph Maybank formlega látið af þingmensku sem sambandsþingmaður fyrir Mið-Winnipeg-kjördæmið h i ð syðra, og mun verða, áður en langt um líður, skipaður dóm- ari í konungsrétti Manitoba; þingmensku afsal hans gerir það að verkum, að aukakosning fer fram í kjördæminu þann 24. júní næstkomandi. Þinglausnir Síðastliðið föstudagskvöld var Manitobaþinginu slitið eftir að það hafði setið á rökstólum í ellefu vikur, tekið til meðferðar sæg mikinn þingmála og afgreitt fjölda frumvarpa. Campbell for- sætisráðherra lét þess getið, að til þess gæti komið, að kvatt yrði tilaukaþings með það fyrir aug- um, að ganga endanlega frá raf- orkumálum, einkum með hlið- sjón af þörfum Winnipegborgar; yfir höfuð fór þingið friðsam- lega fram, og umræðum jafnað- arlegast stilt í hóf. Einn ráð- herranna, Mr. McDiarmid, gat ekki tekið þátt í þingstörfum vegna lasleika.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.