Lögberg - 26.04.1951, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. APRIL, 1951
Ibabfrg
Gefifi út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
fi95 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EOITOK LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG. MAN.
PHONE 21 804
Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5 00 um árið—Borgist fyriríram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department. Ottawa
Heimkoma MacArthurs og ræða hans
1 fyrri viku kom MacArthur, hinn frávikni yfirhers-
höfðingi sameinuðu herjanna í Kóreu og hernámsstjóri
í Japan heim eftir fjórtán ára útivist; hann varð heims-
frægur vegna sóknar sinnar gegn Japönum í Kyrra-
hafsstríðinu, og þá engu síður vegna hins mikla starfs
síns varðandi viðreisn hinnar japönsku. þjóöar á lýð-
ræðislegum grundvelli; mun forusta hans á þeim vett-
vangi skapa honum varanlegan virðingarsess í sög-
unni, því viðfangsefnin voru fjölþætt og úr vöndu að
ráða; en svo tókst honum viturlega til um lausn þeirra,
að hin yfirunna þjóð skoðaði hann sem vin og pólitískan
frelsara.
Svo var heimkomu MacArthurs tekið með mikl-
um fögnuði, að til eins dæma má teljast í sögu Banda-
ríkjaþjóðarinnar; hann flutti meistaralega ræðu í sam-
einuðu þingi þjóðar sinnar við svo mikla hrifningu, að
lófataki ætlaði aldrei að linna; hann varði í öllum at-
riðum drengilega gerðir sínar án þess að persónulegs
kala í nokkurs garð yrði vart; hann kvaðst hafa talið,
og telja það enn, hemaðarlega nauðsyn, að stjaka við
þeim hernaðarlegu bækistöðvum í Kóreu, er stæðu að
baki sókn hinna kínversku kommúnistaherja, sem og
að heimila Nationalistum á Formosa innrás á megin-
land Kínaveldis, því þó það væri á allra vitorði hve
styrjaldir væm ömurlegar, yrðu þær að vera háðar
með sigur fyrir augum, og í þeim tilgangi hefðu sam-
einuðu þjóðirnar komið til liðs við Suður-Kóreulýð-
veldið, er sviksamlega var á það ráðist.
„Hætta sú hin mikla, sem af yfirgangi kommún-
ismans stafar“, sagði MacArthur, „er hvorki einangr-
uð né staðbundin, heldur felur hún í sér ákveðnar
drottnunartilraunir yfir öllum þjóðum heims, og þess
vegna megum við ekki við tvískiptingu, hvað þá heldur
margskiptingu krafta okkar“. Hann lagði ríka áherzlu
á það, hve óumflýjanlegt það væri vegna öryggis Banda-
ríkjaþjóðarinnar sjálfrar, að hnekkja framgangi
kommúnismans í Asíu; á hinu mættu menn heldur ekki
missa sjónar, að með Asíuþjóðum væru ný viðhorf að
skapast, er þurka vildu út ævagamla minnimáttarkend
og alt það, er mint gæti á nýlendukúgun; að vernda
þessar þjóðir gegn eiturörvum kommúnismans og
gróðursetja hjá þeim skilning og ást á sönnu lýðræði,
væri hið mikla markmið, sem stefna bæri að; hann
kvaðst ekki standa einn uppi með aðgerðir sínar gagn-
vart Kóreu og Kína; allir hernaðarsérfræðingar, að
herforingjaráði Bandaríkjanna meðtöldu, hefðu litið
sömu augum á málið.
„Ég fullvissa yður um það“, sagði MacArthur, „er
ég nú ávarpa yður í fölnandi ljósaskiptum ævi minnar,
að ég el hvoríri kala né beizkju í hug; það.eina, sem
fyrir mér vakir, er að verða þjóð minni að sem mestu
liði; ég sækist ekki eftir pólitískum metorðum; ég verð
ekki til framboðs í póhtísk embætti, og vænti þess að
nafn mitt verði ekki bendlað við stórpólitík“.
Um Japan hafði MacArthur meðal annars þetta
að segja:
„Japanska þjóðin hefir farið í gegnum þann mesta
umbrotahreinsunnareld, er síðari aldir hafa orðið vitni
að, og hún er staðráðin í að byggja framtíð sína á
hugsjónum lýðfrelsis og mannréttinda; hún er vaknandi
þjóð að siðferðilegum styrk og drengskaparáformum,
er byggja vill upp^sjálfstæð sína eigin menningu“.
MacArthur kvaðst snemma eftir að Kóreustríðið
braust út, hafa gert hlutaðeigandi stjórnarvöldum að-
vart um það, að aukins liðsafla í Kóreu væri þörf ef
binda ætti skjótan enda á styrjöldina, sem þar geysaði;
við þessu hefði verið daufheyrst; hann kvaðst ennfrem-
ur hafa lagt sig í líma um að gera hlutaðeigendum frels-'
isstríðsins í Kóreu það skiljanlegt, að nema því aðeins,
að heimild yrði veitt til að varpa sprengjum á aðalbæki-
stöðvar kommúnista í Manchuriu, koma á hafnbanni í
Kína, og ennfremur að veita Nationalistum heimild til
innrásar á meginlandið, gæti orðið afar tvísýnt um
fullnaðarsigur sameinuðu herjanna, en upp með slíkt
hefði ekki verið komandi.
„Þeir, sem tjást fúsir til káksamninga við kín-
verska rauðliða, ganga auðsjáanlega í svefni og hugsa
ekki langt fram í tímann“, sagði MacArthur í ræðu
sinni, „því meðan kínverskir forustumenn njóta ein-
huga stuðnings af hálfu Rússa, þykjast þeir vissir í
sinni sök“.
Hinum mikla hershöfðingja var fundið það til for-
áttu, að hann hefði verið um of opinskár, og gert hinar
og þessar yfirlýsingar, sem brotið hefðu í bág við yfir-
lýsta stefnu Bandaríkjastjórnar í utanríkismálunum;
vera má að svo hafi verið, en á hinn bóginn ber þess að
gæta, að hann gerði þær sem ábyrgur hershöfðingi og
með það eitt fyrir augum, er hann taldi skynsamlegast
frá hernaðarlegu sjónarmiði séð og vænlegast til
sigurs.
Brottvikning MacArthurs frá hernaðarlegri yfir-
forustu í Asíu, vakti eins og vænta mátti óhemju um-
tal vítt um heim, og hún hefir þegar þyrlað upp póli-
tísku moldviðri í hans eigin landi, sem haft getur úr-
slitaáhrif á næstu forsetakosningar; enn eru vitaskuld
hvergi nærri öll kurl komin til grafar, er upplýst geti
THE STATE
OPENING OF
PARLIAMENT
Their Majesties the
King a n d Queen
drove in state from
Buckingham Palace
for the opening of
Parliament. Crowds
lined the route of
the state procession
from Buckingham
Palace to the House
of Lords.
This picture shows
the Royal proces-
sion leaving Buck-
ingham Palace on
the way to the
House of Lords.
Skipt um blóð í nýfæddu barni í Reykjavík
Nýstárleg læknisaðgerð framkvæmd í fæðingardeild
Landsspítalans í síðustu viku.
1 síðastliðinni viku var framkvæmd í fæðingardeild
Landspítalans í Reykjavík læknisaðgerð, sem ekki mun
fyrr hafa verið reynd hér á landi. — Var þar bókstaflega
skipt um blóð í nýfæddu barni.
Læknirinn, sem framkvæmdi
þessa nýstárlegu aðgerð, er Elías
Eyvindsson, ungur læknir, ætt-
aður frá Vestmannaeyjum. Er
hann nýkominn hingað heim frá
framhaldsnámi í Vesturheimi,
þar sem hann mun sérstaklega
hafa kynnt sér svæfingar og
blóðbankastarfsemi.
Rhesus-faktor.
Ástæðan til þess, að þessi að-
gerð á barninu var nauðsynleg
var sú, að þarna hafði lent sam-
an blóðflokkum, er stofnað gátu
barninu í voða, ef ekki var að
gert. Kemur slíkt fyrir, þegar
faðirinn hefir svonefnadan
rhesus-faktor í blóðinu, en móð-
irin ekki. Þó gætir þess sjaldn-
ast, fyrr en móðirin hefir alið
tvö eða þrjú börn, en þetta var
4. barn móðurinnar en þá mynd-
ast mótefni gegn rhesus-faktorn-
um, ef barnið hefir hann, og
getur það haft lífshættulegar af-
leiðingar fyrir það, enda þótt það
fæðist lifandi. Talið er, að rhesus
faktor sé í blóði 85% af fólki,
en það kemur því aðeins að sök,
þótt hinum tveimur blóðflokk-
um slái saman, ef móðirin hefir
hann ekki, en faðirinn hefir
hann, enda erfir barnið rhesus-
faktorinn frá föðurnum. Meðal
lítillar þjóðar, eins og íslendinga,
er þetta fyrirbæri heldur sjald-
gæft, en meðal fjölmennari
þjóða eru eðlilega meiri brögð
að þessu.
Árshátíð Sjálf-
stæðisfjelags
Akureyrar
Akureyri, 20. mars.
Sjálfstæðisfélögin á Akureyri
héldu árshátíð sína að Hótel
Norðurlandi s.l. sunnudagskvöld.
Var samkoman fjölsótt.
Jónas Rafnar, alþingismaður,
hélt ræðu, þar sem hann ræddi
um stjórnmálaviðhorfið, aðdrag-
andann að núverandi stjórnar-
samstarfi og þá erfiðleika, sem
atvinnuvegirnir hafa að undan-
förnu átt við að stríða vegna
aflabrests, harðinda og markaðs
örðugleika. Var ræðu hans mjög
vel tekið.
Smárakvartettinn söng nokk-
ur lög við góðar undirtektir og
sýnd var kvikmynd. Tómas
Tómasson, ritstjóri, stjórnaði
hófinu.
Nýjung í læknavísindum.
Elías Eyvindsson mun hafa
kynnzt þessari nýjung í lækna-
vísindum vestan hafs, en þar
hefir þeirri aðferð, að skipta um
blóð í slíkum börnum, ef það er
talið nauðsynlegt, verið beitt um
nokkur ár.
Blóðskiptin.
Aðgerðin í fæðingardeild
Landspítalans var framkvæmd
daginn eftir að barnið fæddist.
Bílar tepptust á Sólheimasandi.
Þegar snjóinn tók að setja nið-
ur fyrir alvöru, tepptust þrír bíl-
ar, sem voru á austurleið með
vörur, á Sólheimasandi, og sitja
vörurnar þar enn. Eina ýtan, sem
hér er, brotnaði einnig, svo að
hún er nú ekki nothæf, en verið
er að reyna að gera við hana.
Er ætlunin að bílarnir flytji vör-
ur frá Reykjavík austur á Sól-
heimasand, en þaðan verði reynt
að flytja vörurnar austur á sleð-
um, sem ýta dragi.
Bændur eiga mánaðargjöf.
Flestir bændur eiga heygjöf
handa sauðfé og hrossum þrjár
vikur eða mánuð og handa kúm
allmikið lengur. Fer þó marga
að vanta fóðurbæti og erfiðleik-
ar verða sýnilega miklir við að
koma honum til bænda. Einna
erfiðast verður að koma honum
austur í Álftaver, Meðalland og
Skaftártungu. Hefir verið talað
um að fiytja þangað á sleðum og
ýtu, en sá hængur er á, að þar
er yfir tvö óbrúuð vatnsföll að
fara, Kerlingardalsá og Múla-
kvísl. Þær eru nú bólgnar af snjó
og krapi og ófærar. Væri helzt
að fara yfir þær á fjöruvaði.
Sést af þessu, hve brú á þessi
vatnsföll sunnan heiðar er nauð
synleg, því að byggðarlögin geta
orðið nær bjargvana og sam-
göngulaus þegar svona viðrar.
Var blóði úr starfsstúlku Land-
spítalans dælt í barnið, jafnótt
og hið upphaflega blóð þess var
látið renna út um aðra æð. Var
þannig skipt um blóð í því, að
svo miklu leyti sem unnt var.
Virðist þetta hafa tekizt vel, og
er þess nú beðið með eftirvænt-
ingu, hvernig barnið dafnar.
Hörundsliturinn að breytast.
Þegar barnið fæddist, var það
að kalla appelsínugult á hör-
und, en þessa daga hefir hörunds
litur þess verið að breytast. Sló
fyrst á það grænum blæ, en er
hann nú að færast í eðlilegra
horf. Er það von manna, að þessi
fyrsta aðgerð af þessu tagi hér á
landi ætli að hepnast vel.
—Tíminn, 18. apríl
Hér í Mýrdalnum urðu nokkr-
ir skaðar í ofviðri á dögunum.
Nokkrir símastaurar hafa brotn-
að og símalínur víða í ólagi. En
tilfinnanlegri varð þó fjárskaði
í Mýrdalnum. Á Ytri-Sólheim-
um hrakti 40 ær, sem ísleifur
Erlingsson bóndi átti, frá fjár-
húsum út í veðrið. Fundust þær
flestar aftur, en þó vantar fjórar
enn. Sex þeirra sem fundust,
drápust þó og ellefu eru enn
veikar eftir hrakninginn og ekki
séð, hvernig þeim reiðir af. Einn
ig missti Einar Einarsson bóndi
á næsta bæ tíu ær út í veðrið,
átta þeirra náðust aftur lifandi,
en tvær eru dauðar.
Segja má, sagði fréttaritarinn
að lokum, að ástandið sé hið
ískyggilegasta, því að ekki er nú
langt þangað til sauðburður
hefst og haldist svipað tíðarfar,
sem er algerlega eins dæmi hér
um slóðir á þessum tíma, eru
miklir og ófyrirsjáanlegir erfið-
leikar fyrir dyrum.
—Tíminn, 19. apríl
Modern Jewellers
678 Sargent Avenne
Repairs to all makes oj
WATCHES, CLOCKS,
JEWELLERY AND
RONSON LIGHTERS
Rovalzos Flower Shop
Z53 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
Bus. Phone 27 989—Bes. Phone 36 151
Our Speclalties:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Mlss I . Chrlstle, Proprletress
Formerly with Robinson & Co
—Mbl. 21. marz
að fullu hin flóknu rök, er til grundvallar lágu, eða, að
minsta kosti áttu aö liggja fyrir hinni skjótu og drama-
tísku ákvörðun Trumans forseta í máli þessu, sem
jafnan mun orka tvímæla; en víst er um það, að hlutur
MarArthurs hefir á engan hátt rýrnað við tiltækið,
nema síður sé; hann er enn óskabarn þjóðar sinnar og
dáður sem hetja af flestum þjóðum heims.
Meiri snjór í Mýrdalnum en nokkur
maður man dæmi til á sama tíma
Tíu daga samfelld fannkoma. — Allmiklir fjárskaðar urðu
að Ytri-Sólheimum á dögunum
—Frá fréttaritara Tímans í Vík í Mýrdal.
Hér hefir snjóað látlaust meira og minna hvern einasta
dag í rúma viku og er kominn meiri snjór hér um slóðir
en nokkur maður man dæmi til. Algerlega er orðið ófært
um alla vegi og ekki vonir til að bílaumferð hefjist fyrr
en verulega breytir um tíðarfar. Nokkrir fjárskaðar urðu
í Mýrdalnum í ofviðri á dögunum.
Gamall snjóbíll
sendur til
Akureyrar
Á að flytja að og frá flugvellin-
um, en fara síðar til Húsavíkur
ef hentugt þykir.
í fyrradag lagði Páll Sigurðs
son í Fornahvammi af stað
norður í land með annan
gamla snjóbílinn, sem þar
, hefir verið.
Fór hann með hann á stórri
tíu hjóla bifreið norður á Blöndu
ós, en ók snjóbílnum þaðan aust-
ur. Gisti hann í Varmahlíð í
fyrrinótt, en hélt áleiðis til Akur
eyrar kl. 7 í gærmorgun.
Á að flytja á flugvöllinn.
Snjóbíllinn fer fyrst og fremst
norður á vegum vegamálastjórn-
arinnar, og mun ætlunin að
flytja fólk og flutning á honum
frá og að flugvellinum á Mel-
gerðismelum, meðan ekki þykir
gerlegt að hefjast handa um að
ryðja snjó af veginum.
Síðar er svo ráðgert ef þörf
er á og hentugt þykir að senda
snjóbíl þennan til Húsavíkur og
láta hann annast flutninga fóð-
urbætis út um sveitir.
—Tíminn, 18. marz
Bæjarsjúkrahúsinu
ákveðinn sfaður
í Fossvogi
Ákveðinn hefir verið staður sá
er hið mikla Bæjarsjúkrahús
verður. Bæjarráð tók endanlega
ákvörðun um þetta á fundi sín-
um á föstudaginn.
Bæjarráð samþykkti, að
sjúkrahúsið skuli standa við
gatnamót vestan Klifvegar og
sunnan Sléttuvegar. Jafnframt
lýsti bæjarráð því yfir, að hvorki
lóðum né löndum á svæði þessu
muni verða ráðstafað.
—Mbl. 18. marz
„M a m m a, maðurinn minn
elskar mig ekki lengur“.
„Af hverju segirðu þetta,
barn?“
„Af því að ég hef alltaf vakið
hann með kossi á morgnana, en
í gær keypti hann sér vekjara-
klukku“.
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar.
ER ÞÉR SENDIÐ
Peninga
yfir hafið
Sendið þá
• GREIÐLEGA
• AUÐVELDLEGA
• TRYGGILEGA
Með
Canadian
Pacific
EXPRESS
Erlendar greiðslur
Sérhv^r Canadian
Paéific skrifstofa sendir
fyrir yður peninga yfir
hafið . . . ’fljótt . . .
. . . ábyggilega.
Minnist þessa er þér
næst sendið peninga
frændum, vinum eða
viðskiptavinum.
Síuuufúut (PcLctfic