Lögberg


Lögberg - 03.05.1951, Qupperneq 3

Lögberg - 03.05.1951, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ, 1951 3 minningarorð John Sigurður Christopherson 1877 - Þess hefir áður verið getið í vestur-íslenzku blöðunum, að John Sigurður Christopherson, búsettur í Vancouver B.C., and- aðist að heimili bróður síns, Kjartans í San Francisco, Cali- fornia, þann 17. nóv. 1949. Hann og kona hans voru stödd þar syðra í heimsókn hjá einum syni sínum og öðrum skyldmennum og vinum. Andlátið bar snögg- lega að. Orsökin var hjartabilun, sem um nokkurn tíma hafði gert vart við sig. Fjögur börn hans frá B. C. fóru suður til móts við móður sína og skyldmenni þar. Kveðjuathöfn fór fram í San Francisco. Séra O. S. Thorlak- son flutti samúðar- og skilnaðar- orð, en ungfrú Eileen Christop- herson túlkaði sömu tilfinningar í einkar fögrum söng. Þann 24. nóv. fór fram fjöl- menn greftrunarathöfn frá út- fararstofu Simmons & McBride í Vancouver B.C. — en jarðsett var í grafreit Surrey Center. Séra J. L. Sawyer, prestur Redeemer Lutheran kirkjunnar, sem fjölskyldan tilheyrir, flutti ræðu og stýrði virðulegri kveðju athöfn, en ungfrú Margrét Sig- mar söng tvö aðdáanleg lög. John sál. lætur eftir sig ekkju, Valgerði, sjö börn og átta barna- börn. Einnig lifa hann tveir bræður — Halldór í Vancouver B.C. og Kjartan, í San Francisco, California, — og tvær systur, Mrs. Sigurveig Dawe í Crescent B.C. og Mrs. Susan Brynjólfsson í Chicago. 111. Einnig átti hann fjöldamörg náin skyldmenni hér vestan hafs. Börn hins látna eru sem fylgir: Donald, giftur Bertha Loftson, í Vancouver B.C.; Herman Alvin, giftur Edyth Ireland, í San Francisco, Cal.; John Sig- urður, giftur Grace Smith, í Ladner B.C.; Halldór, giftur Edna Lake, í Vancouver B.C.; Caroline Guðrún, kennari í Powell River B.C.; Evelyn Sig- urveig, gift A. Ruccius, í Van- couver B.C.; Kathleen Bertha, Social Service Worker í Van- couver B.C. Piltarnir gegna allir mismunandi verzlunarstörfum. John Sigurður Christopherson var fæddur 1. nóv. 1877 að Húsa- vík í Nýja-lslandi. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurður Kristófersson frá Ytri-Neslönd- um í Mývatnssveit á Islandi, og Caroline Taylor, bróðurdóttir John Taylors, sem var leiðsögu- maður íslendinga í landnáminu f Nýja-íslandi, og sem þeir jafn- an minnast með djúpri vináttu. Sigurður var á meðal þeirra sem fyrstir komu, en Caroline var kenslukona á Gimli. Frá ættum Sigurðar og Caroline er sagt í Sögu íslendinga í Vesturheimi II. Þessara merku hjóna mun ®tíð getið þegar landnámsins á Gimli og í Argyle er minnst. John sál. fluttist með foreldr- Ulu sínum til Argyle-byggðar ^rið 1881. Heimilið Grund, í skógarlundi hjá fallegu smá- yatni, er öllum minnisstætt sem °lust upp í þessari nýlendu. Frá eusku konunni sem lærði ís- lenzkuna og naut vináttu allra kyggðarbúa, hefir nýlega verið s^gt í Lögbergi. Heimilið var r°mað fyrir gestrisni og ljúf- ^unskublæ. John var elztur af sle systkinum sem öll náðu full- 0r®uis aldri nema eitt. Fyrstu sP°r hans voru í landnámi Nýja- slands, en uppvaxtar- og Proskaárin fylgdu eftir sögu r§yle-byggðar. Móðir hans “uðgaði heimilið að Grund með Þckkingu sinni á enskri menn- ingu og tungu. John varð því etur að sér en almennt gerðist 1 ensku og öðrum nauðsynleg- ustu námsgreinum, auk þess sem ann naut þeirrar skólagöngu, Sem þá var kostur á. Hann og systkini hans fylgdu dæmi móð- Ur sinnar í að læra íslenzkuna °g svo í því að falla með hátt- Prýði og samúð inn í félagslíf 1951 John Sigurður Christopherson íslenzku landnemanna. John hélt tryggð við ættfólk sitt, ná- granna og Argyle-byggð, alla ævi. Eins og aðrir synir frum- býlisins, vann hann á búgarði foreldra sinna þar til þau fluttu vestur á Kyrrahafsströnd árið 1905. Þá tóku þeir bræðurnir, hann og Halldór, við búinu. Árið 1907 kvæntist hann Val- gerði dóttur landnámshjónanna Jóns Þórðarsonar og Guðrúnar Jónasdóttur, systur Einars lækn- is á Gimli. Þau voru bæði ættuð úr Dalasýslu. Ungu hjónin tóku nú við heinailiriu á Grund og John annaðist póstafgreiðsluna þar sömuleiðis, eins og faðir hans hafði gert. Vestur að hafi lá leiðin næst. Þau settust að í Vancouver B.C. árið 1912 — voru þar árlangt. — Síðan að Crescent og Elgin, en áttu fast heimili í Vancouver síðan 1933. Fyrst stundaði John smíða- og byggingavinnu með sonum sín- um. En um margra ára skeið starfræktu þau hjónin bakarí og verzlun, eignuðust ágætt heim- ili og vegnaði vel. Heimilið stendur í trjálundi, — sem minn- ir gamla nágranna á Grund í Argyle-byggð. Hverjum gesti var þar tekið með alúð og sannri gestrisni, af börnum jafnt sem foreldrunum, þess minnast allir vinir hinnar stóru og velgefnu fjölskyldu — og þeir eru margir. John sál. var fríður maður í sjón, bjartur yfirlitum, og glaður í viðmóti og samtali. Hann var sérstaklega gætinn í umgengni og öllu dagfari, og stiltur í lund. Hann var reglumaður og kirkju- rækinn, svo til fyrirmyndar ma telja, sökum þess að því fylgdi bæði einlægni og sannfæring. — Margt dreif á daga hans, sem flestra annara, en mikil gæfa féll honum einnig í skaut. Hann var mjög farsæll í hjónabandi sínu og heimili. Kona hans varð snemma orðlögð fyrir fjölhæfni og dugnað, ásamt ástúð og um- hyggju í öllum greinum. Þau nutu þeirrar hamingju að sjá börn sín uppkomin til mennta og álits sem ágætustu mann- eskjur og þegnar í þessu nýja föðurlandi — enda voru þau hjónin samtaka svo sem bezt mátti verða. Ástríkar minningar munu lengi sveipa sætið auða, í vina- lega húsinu í „lundinum góða“. Jakobína Johnson Norömenn búast við síldarleysi við ísland í minnst timm ór enn Telja kaldan straurn norðan úr Ishafi valda, að síldin hefir brugðizt Sjömenningarnir, sem ferðast hafa um Noreg undan- farnar þrjár vikur á vegum Fiskifélags íslands, til þess að kynnast fiskveiðum Norðmanna, eru komnir heim, og fengu þeir margar athyglisverðar upplýsingar í förinni. Sérstaka athygli þeirra vöktu síldarrannsóknir Norð- manna, sem leiða 1 ljós, að ástæðan fyrir síldarleysinu hér undanfarin ár, sé kaldur straumur, sem kemur norðan úr íshafi og stefnir austur um Langanes, en straum þennan telja vísindamennirnir munu fyrirbyggja það, að síldin gangi upp að landinu næstu árin, og megi búast við því að svo verði að minnsta kosti um fimm ára skeið enn. Blaðamenn áttu í gær til við fiskimálastjóra og nokkra af út- gerðarmönnunum, er fóru til Noregs. Arnór Guðmundsson skrifstofustjóri hafði aðallega orð fyrir þeim, en hann var far- arstjóri. Fiskimálastjóri gat þess, að för þessi hefði verið farin á vegum Fiskifélagsins og með nokkrum styrk frá því, en full- trúarnir voru valdir af deildum fiskifélagsins á hinum ýmsu stöðum á landinu. Arnór Guðmundsson sagði, að Norðmenn hefðu veitt þeim fé- lögum hina beztu fyrirgreiðslu, m. a. létu þeir ferðamönnunum í té tvo leiðsögumenn úr fiski- málaráðuneytinu, sem þaulkunn ugir eru öllum fiskimálum Nor- egs. Komu þeir á ýmsa útgerðar- og fiskimanhabæi í ' Norður- Noregi allt frá Bergen og norður til Lofoten; skoðuðu helztu iðn- fyrirtæki, fiskiðjuver, vísinda- stofnanir á sviði sjávarútvegsins og loks fóru þeir út á miðin og voru áhorfendur að veiðunum, bæði síldveiðum við vestur- ströndina og þorskveiðunum við Lofoten. Varnarmúrinn við Norðurland. Eitt af því merkasta, sem þeir sáu í förinni, telja þeir vera fisk- veiðisafnið í Bergen, en þar er að finna niðurstöður af fiskirann sóknum Norðmanna, m. a. um ástæðuna fyrir því, að síldin hef- ir brugðizt hér við norðurlandið undanfarin ár. Telja vísindamennirnir að bú- ast megi við síldarleysi hér að minnsta kosti fimm ár enn, þar eð rannsóknir á straumum hafi leitt það í ljós, að kaldur straum- ur liggi norðan úr íshafi frá Jan Mayen og hér norðan við land allt austur undir Langanes. Telja þeir að straumur þessi sé sem varnarmúr fyrir síldinni, þannig að þegar síldin komi að straum- inum snúi hún við ogikomi því ekki upp undir landið. Fullkomið rannsóknarskip. Um síldargöngurnar hafa Norðmenn nú fullkomnari vit- neskju en nokkru sinni fyrr, og er það að þakka hinu nýja rann- sóknarskipi, sem þeir eru að fá. Nefnist það G. O. Cars, og hefir það um borð svokallað Asdic- tæki, en það er nokkurs konar undirvatnsradar, þannig að það sýnir síldina eða annan fisk á 5000 metra geislafleti, ennfrem- ur er hægt með aðstoð þess að heyra til skipa í mikilli fjarlægð o. s frv. Með þessu rannsóknar- skipi er svo að segja hægt að elta síldina uppi og vísa veiði- flotanum nákvæmlega á staðina, sem hún heldur sig á. í fiskveiðisafninu eru stór lík- ön af hafinu milli íslands og Noregs og allt norður í Ishaf, og er þar sýndur sjávarbotninn og hið mismunandi dýpi hafsins. M. a. sést þar grynningarhrygg- ur, sem liggur milli Islands og Noregs um Færeyjar, og hefir rannsóknarskipið fengið stað- festingu á því, að síldin gengur aðallega um þetta grynningar- svæði. Þannig fylgdi það göng- unni í haust héðan og austur undir Færeyjar, en tapaði þar af henni, en fann hana svo aftur og vísaði norsku veiðiskipunum á hana, þannig að þau lögðu úr landi meðan skipið var enn úti í hafi, og hittu beint í torfurnar eftir leiðsögn þess. Þá hafa síld- armerkingarnar, sem fram- kvæmdar hafa verið bæði hér og í Noregi leitt í ljós, að um sama síldarstofn er að ræða á báðum stöðum. I ráði er að næsta sum- ar fylgi flotinn rannsóknarskip- inu eftir. Botnnet notað við sildveiði. í Haugasundi og Kornöy fóru þeir sjömenningarnir út á síld- armiðin, en það, sem þeir sáu þar frábrugðið veiðiaðferðum hér', var einkum hið svokallaða botnnet, sem um það leyti er verið að byrja tilraunir með hér. Botnnet þetta er ekki nýtt veiði- tæki hjá Norðmönnum, en hefir gefizt mjög vel. Þá skoðuðu þeir síldarverksmiðjur og fleiri iðn- aðarfyrirtæki. Yfirleitt sögðu þeir að verksmiðjurnar stæðu engu framar íslenzku verksmiðj- unum, en eitt atriði í sambandi við verkun síldarinnar sáu þeir frábrugðið því, sem hér er, en það er söltun í þróm. Er það framkvæmt á þann hátt, að síld- in er tekin beint upp úr bátun- um og sett í þrær og söltuð um leið. Þar er hún svo ef til vill geymd mánuðum saman. Útgerðinni er yfirleitt þannig háttað í Noregi, að flestir skip- stjóranna á bátunum eru jafn- framt eigendur þeirra, og sjó- mennirnir eiga sjálfir að minsta kosti þrjár stórar fiskiðnaðar- verksmiðjur. Þá gátu þeir þess, að fisk- vinnslustöðvunum væri víðast betur fyrir komið en hér, það er að segja, að á einum og sama stað fer fram fiskþurrkun, sölt- un, lýsisbræðsla, og loks er fiski- mjölsverksmiðja á sama staðn- um. Akstur á fiskinum væri því nær óþekktur. T. d. er allra stærsta fiskiðjuver landsins, í Kristjánssund, þannig sett að ekki er einu sinni bílvegur að verksmiðjunni. En verksmiðjan stendur á sjávarbakkanum, og fiskinum er skipað beint upp í verksmiðjuna, og síðan aftur út í skip, þegar hann hefir verið unninn. Þarna er miðstöð togara útgerðar í Noregi, en þaðan eru gerðir út 6 togarar, af 10, sem til eru í landinu. 20 þúsund menn á sjó í Lofoten. Loks fóru þeir félagar til Lo- foten og komust þar út á miðin og sáu hvernig Norðmenn veiddu þorskinn í snurpinót. það er á líkan hátt og síldin er veidd hér. Alls voru 4175 skip að veið- um við Lofoten, þegar þeir félag- ar komu þangað, þar af voru 475 með snurpinót, 700 voru með net, 500 með línu og 2500 með hand- færi. Á öllum þessum flota voru um 20 þúsund manns. Mesta veiði, sem fengizt hefir í snurpi- nótina eru um á milli 40 og 50 lestir í einu kasti. Að lokum gátu þeir félagar þess, að Norðmenn sýndu mjög mikla vöruvöndun við verkun fiskjarins, og gætum við mikið af þeim lært hvað það snertir. Leggja þeir mikið upp úr sól- þurrkun ennþá, þótt fiskþurrk- unarhús hafi einnig verið byggð í stórum stíl. —Alþbl. 28. marz Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa meö þeim full- komnasta útbúnaSi, sem völ er á, annast virSulega um útfarir, selur líkkistur, minnisvartSa og legsteina. Alan Couch, Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 MARINE MOTORS 1 Simplex 8-Cylinder Marine Motor, 100 h.p. One 6-cylinder converted Marine Motor. For immediate sale. PRITCHARD ENGINEERING COMPANY 259 Fort St. Winnipeg Phone 922 471 Business and Professional Cards PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—652 HOME ST. Viðtals.tlmi 3—5 eftir hádegi J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteig'nasalar. Leigja hús. Út_ vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgð o s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 —Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðvngar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distrlbutors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 E HAGBORG FtlEl PHOHI 2IUI Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezU. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi 27 324 Heimilis talsími 26 444 Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Materaity Hospital Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson 27 482 Ruth Rowland 88 790 Office 933 58T Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hrefnir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, símið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Simar: 33 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIPKG S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Conntry Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home TeLephonpe 2C2 398 T^alsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræöingur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum 209 Medical Arts Bldg. Stoíutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfrœðinpur í augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasími 403 794 Kd b * s ♦ jgS fBLlDSTlE®l JIWEULERS 447 Portage Ave. Branch Store at 123 TENTH ST. BRANOON Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VTCTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated Gunnar Erlendsson Pianist and Teacher Studio — 636 Home Street Telephone 725 448 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNTPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wtnnlpeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Acconntants 505 Confederation Llfe Bldg. WINNIPEG MANTTOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 Sfii JOHN A. HILLSMAN, M.D., Ch. M. 332 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce 929 349 Res. 403 288 G. F. Jonasson, Pres. & Man. I>ir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FKOZEN FISH 404 SCOTT BLK, Sími 925 227

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.