Lögberg - 17.05.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.05.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 ,0,d Hí Cleaning Inslitulion 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 17. MAÍ, 1951 Skipaður prófessor i grasa- fræði við Manitobakóskóla Dr. Áskell Löve Alveg sérstakt fagnaðarefni hlýtur það að verða íslenzka ^iannfélaginu vestan hafs, að Ungur fræðimaður frá íslandi hafi verið skipaður aðstoðar- prófessor í grasafræði við Mani- tobaháskólann; maður þessi er hr. Áskell Löve, er getið hefir sér frægðarorð vegna vísinda- ^egra afreka í sérgrein sinni. ^r. Áskell er fæddur í Reykja- vík árið 1916 og útskrifaður af Mentaskóla Reykjavíkur og Há- skóla Islands; hanri er sonur Karls Löve skipstjóra og frú ^óru Jónsdóttur; er faðir hana f*ddur á íslandi af norskum settum. Dr. Áskell stundaði framhaldsnám í grasafræði við Lund háskóla í Svíþjóð og hlaut þar námsgráðurnar B. Sc., Ph. D. °g D. Sc. Hann hefir samið sæg ftikinn vísindalegra ritgerða, er skipað hafa honum í fremstu röð samtíðarmanna sinna á vett vangi grasafræðinnar. Dr. Ás- kell hefir í allmörg ár haft með höndum forustu á íslandi í flestu því, sem að sérgrein hans fýtur; hann kvæntist 1940 Doris híahlen, sem er fædd og uppal- lr> í Svíþjóð, sem er einnig dokt- °r í grasafræði. FLAKIÐ af íslenzku ^lugvélinni fundið 12 KM. FRÁ SHEFFIELD í nýlegu bréfi til dr. Áskels, kemst forseti Manitobaháskól- ans, Dr. Gillson, meðal annars þannig að orði: „Ég vonast til þess, að þér og frú yðar, fáið haldið hér áfram vísindarannsóknum yðar, og lagt með því fram mikilvægt til- lag, ekki aðeins til vísindalegra grasafræðirannsókna í Canada, heldur einnig til auðgunar menningarstarfsemi h á s k ó 1 a vors og umhverfis vors í heild“. Dr. Löve á mótrurbróður hér í borginni, Mr. Finn Johnson málarameistra. Það væri synd að segja, að háskóli Manitobafylkis yrði fá- skrúðugur af íslenzkum kenslu- kröftum, er hann tekur til starfa í haust, því auk dr. Áskels og hins væntanlega prófessors við íslenzku fræðsludeildina, verða þar fyrir Skúli Johnson, T. J. Oleson og O. T. Anderson. í fremri röð (frá vinslri lil hægri) eru þær syslur A. Evonne, Gloria Ann, S. Elaine og L. Eloise Árnason. í aftari röð dr. Alberí F. Árnason fr aðslumálastjóri og þeir bræður A. E. Elroy, Albert F. og Ray B. Árnason. íslenzki systkinahópurinn ó ríkishóskólanum í N. Dakota Það vakti að vonum eigi litla athygli, þegar dagblaðið „Grand P'orks Kerald“ flutti nýlega framsíðugrein um það (ásamt mynd), að nám stunda nú sam- tímis á ríkisháskólanum í N. Dakota (University of North Dakota) sjö systkin, börn þeirra Mr. og Mrs. Richard B. Árnason í Grand Forks, N.D. Er þetta einsdæmi í sögu háskólans, og að líkindum einnig í sögu ann- arra háskóla í Bandaríkjunum. Föðurbróðir þeirra systkina er dr. Albert F. Árnason, Bismarck, N.D., fræðslumálastjóri æðri skóla í Norður-Dakota (Com- missioner for the State Board of Higher Education), sem einnig er útskrifaður af ríkisháskólan- um í N. Dakota. Systurnar þ r j á r, Evonne, Eloise og Elaine, eru þríburar, Varnarlið komið til Keflavíkurflugvallar Samlímis gaf ríkisstjórnin út tilkynningu um varnarsamning við Bandaríkin Um kl. 6 í gærmorgun kom flokkur bandarískra hermanna til Keflavíkurflugvallarins. Stundu síðar var ritstjórum Reykjavíkurblaðanna gert að- vart um að ríkisstjórnin hefði gefið út tilkynningu til birting- ar í blöðunum um komu liðs þessa og varnarsamnings, sem ríkisstjórnin hefir nýlega gert við Bandaríkjastjórn. Tilkynning þessi og samning- ur var birtur í aukaútgáfum dagblaðanna er komu út fyrir hádegi í gær. Hvorttveggja var lesið upp í morgunútvarpinu kl. 8,30 í gærmorgun og síðar í há- degisútvarpi. Svipuð afstaða og í síðasta stríði. 1 upphafi tilkynningarinnar var vitnað um þátttöku íslend- inga í Atlantshafsbandalaginu, þar sem íslendingar ákváðu að taka þátt í sameiginlegum vörn- um lýðræðisþjóðanna, án þess sjálfir að hafa her. En banda- lagsþjóðirnar skyldu hafa hér svipaða afstöðu og þær höfðu í síðasta stríði, ef ófriðarhætta skylli yfir. íslendingar skyldu ákveða hvenær þeir teldi að á- standið yrði svo ískyggilegt að Lík mannanna þriggja fundust a sunnudaginn og voru fluit til West Riding. Á laugardaginn fannst flak ís- lenzku flugvélarinnar „Rjúpan“, Sem hvarf milli London og Prest víkur 12. þessa mánaðar. Fannst ílugvélin á mýrlendum hæðar- ^rögum um 12 km. norðvestur af Sheffield. Á sunnudag fund- Ust svo lík mannanna þriggja, sem með flugvélinni voru, Peirra Páls Magnússonar flug- ^anns, Jóhanns Rist vélamanns loftskeytamannsins, sem hét ^aston og var brezkur. Samkvæmt skeytum, sem flug ^mferðarstjórninni hér hafa °rizt, fannst flugvélarflakið Seint á laugardagskvöldið 21. Pessa mánaðar. Einnig fannst Pa leiðarbók flugvélarinnar með einkennisbókstöfum hennar sem v°ru TFRTM, en vegna myrk- þá umkvöldið var ekki unnt 0 §era frekari athuganir. sunnudaginn fundust svo 1 P'annanna þriggja, sem fór- VSt flugvélinni, og voru þau utt til West Riding í Yorkshire. ®ngar upplýsingar hafa borizt Urn það, hvað talið er að hafi §randað flugvélinni, en forstöðu Ur flugumferðareftirlitsins er> Sigurður Jónsson, er stadd- r 1 Bretlandi um þessar mundir °§ mun vinna að rannsókn Slyssins. —Alþbl., 24. apríl L íslenzk flugvél týnist á flugi yfir Bretlandi í henni voru tveir Islendingar og einn Breti. Var á leið frá London til Prestvíkur. Seint í fyrrakvöld varð það ljóst, að lítillar flugvélar var saknað í Bretlandi. Var flugvél þessi nýkeypt af íslenzk- um mönnum, og voru þeir að fljúga henni heimleiðis. I vélinni voru tveir Islendingar og einn Breti. — í gær- kvöldi hafði ekkert til vélarinnar spurzt, enda hafði leitarveður í Englandi verið illt. sú aðstaða yrði veitt bandalags- þjóðunum. Þingmenn lýðræðisflckkanna samhuga. Allir þingmenn lýðræðisflokk anna hafa nú tjáð sig samþykka varnarsamningi við Bandaríkin, sem gerður er samkvæmt til- mælum Atlantshafsbandalags- ins. Að sjálfsögðu hefir ríkisstjórn in ekki haft neitt samráð við lcommúnista í þessu máli. Bent er á í tilkynningu ríkis- stjórnarinnar að varnarleysi landsins auki sérstaklega á hættuna fyrir íslenzku þjóðina og nágranna hennar. Berum orðum er það tekið fram að ekkert ákvæði samn- ingsins megi skýra þannig að það raski úrslitayfirráðum ís- lendinga yfir íslenzkum málum. —Mbl. 8. maí íslendingarnir, sem í vélinni voru, voru þeir Páll Magnússon, flu^maður, og Jóhann Rist, véla- maður. Auk þeirra var brezkur loftskeytamaður, Watson að nafni. Flugvél þessi var lítil og átti einkum að nota hana til síldarleitar hér við Islands- strendur. Á leið til Prestvíkur. Vélin lagði af stað frá Croydon flugvelli við London kl. 9.52 í fyrramorgun og ætlaði að koma til Prestvíkur kl. 12.22. Síðan var haft samband við hana kl. 10.33 og var þá allt talið með felldu. Síðan heyrðist ekkert til hennar og kom hún hvergi fram. Leitin í gcer. Að því er flugumferðastjórnin á Reykjavíkurflugvelli tjáði blaðinu í gærkvöldi, hafði ekk- ert til hennar spurzt þá. Flug- veður var mjög slæmt í Bret- landi og gátu leitarflugvélar því lítið aðhafst. Allmikill undir- búningur er þó til leitar, ef veð- ur skipast. Sveitir fjallgöngu- manna hafa eitthvað farið af stað og aðrar bíða reiðubúnar að fara á slysstað, ef vélin fyndist. —TÍMINN, 14. apríl Bæklingur um handföku sr. Péfurs Magnússonar „Handtökumálið“ n e f n i s t bæklingur eftir séra Pétur Magnússon frá Vallanesi, sem kom í bókabúðir höfuðstaðarins í gær og fjallar um hina frægu aðför að honum og málaferlin, sem út af henni risu. Séra Pétur Magnússon vann, sem kunnugt er, þau málaferli og lögregluþjónninn, sem tók hann heimildarlaust f a s t a n heima hjá honum að næturþeli, hefir nú verið dæmdur til refs- ingar af hæstarétti. En séra Pét- ur Magnússon telur í hinum nýja bæklingi, að málið hafi al- drei verið tekið þeim tökum, sem nauðsynlegt hafi verið til þess að það yrði að fullu upp- lýst, og deilir í því samabndi all- harðlega bæði á ákæruvaldið og rannsóknardómarann. T e 1 u r séra Pétur, að aðförin að hon- um hafi verið af pólitískum toga spunnin og gerð að undir- lagi kommúnista, sem árum saman hafi hatazt við sig. Allur málatilbúningur annar hefði verið blekking ein. og rétt að kalla tvítugar að aldri; eru þær, ásamt bræðrum sínum, Albert og Elroy, í hópi annars árs stúdenta. Ray lýkur senn námi, en Gloria er fyrsta árs nemandi. Systkinin eru fædd í Hensel, N.Ð., en þar voru foreldrar þeirra búsett, og síðar í Lang don, N.D., áður en þau fluttu til Grand Forks, en þar stundar Richard faðir þeirra lífsábyrgð- arsölu. Elzti sonur þeirra hjóna, Earl, lauk lagaprófi á ríkisháskólan- Um 1943, og er nú lögfræðingur í Antioch, California. Fóstur- dóttir þeirra, Mrs. Guy Bruner, er hjúkrunarkona 1 Seattle, Washington, og loks er yngsti sonurinn, Harold, 11 ára að aldri, sem feta mun á sínum tíma í spor systkina sinna og stunda nám á ríkisháskólanum. Þau Árnason-systkin eiga beint ættir að rekja til kunnra íslenzkra landnema í N. Dakota. Foreldrar Richards föður þeirra voru þau landnámshjónin í Hensel-byggð Árni Árnason (venjulega kenndur við ,Grund‘) og Guðrún Baldvinsdóttir, hálf- systir Sveinbjörns Johnson pró- fessors. En foreldrar Sigríðar konu Richards voru þau Eiríkur Sæmundsson og Þuríður Jóns- dóttir, er einnig bjuggu í Hensel byggðinni. Var Þuríður systir Jóns alþingismanns í Múla. Það hefir að verðugu þótt mikil prýði Islendinga vestan hafs, hvert kapp þeir hafa lagt á það, að koma börnum sínum til mennta. Þau Richard og Sig- ríður Árnason eru auðsjáanlega. ágætt dæmi þeirrar fögru við- leitni. Richard Beck Rýmkað um ellistyrk Forsætisráðherrann í Canada, Mr. St. Laurent, hefir lýst yfir því, að áður en yfirstandandi þingi ljúki, verði afgreidd lög- gjöf, er kveði á um það, að öll- um þegnum þessa lands, er náð hafi sjötíu ára aldri, verði greidd ur ellistyrkur eða lífeyrir, án eignakönnunar, kostnaðinn, sem af þessu leiðir, ber sambands- istjórn að fullu; þá er og afráðið, að greiða fólki á milli sextíu og fimm og sextíu og níu ára hlið- stæðan styrk ef þörf þykir, en þá verður eignakönnun viðhöfð og sambandsstjórn og stjórnir hinna einstöku fylkja, standa straum af kostnaðinum til helm- inga. Greiðslur munu hefjast 1. janúar næstkomandi. Upphæðin nemur 40 dollurum á mánuði. Varað við eldhættu Embættismenn skógvörzlunn- ar hér í fylkinu, hafa alvarlega aðvarað almenning um, að vaka á verði gegn þeirri hættu, sem af völdum skógarelda getur stafað; fram að þessum tíma hefir skógarelda hér um slóðir tiltölulega lítið orðið vart, en haldist lengi svo að segja óslitið þurviðri, getur hættuástand skapast; skógareldar eru tíðum sjálfskaparvíti, sem getur or- sakast af því, að fólk í hirðu- leysi fleygi frá sér vindlinga- stúfum, sem ekki er dautt í. Ægilegur landskjálfti í litla Mið-Ameríkuríkinu E1 Salvador, olli landskjálfti slík- um spjöllum, að einstætt þykir í sögu þjóðarinnar; mátti svo að orði kveða að allar máttarstoð- ir landsins léki á reiðiskjálfi; harðast varð leikinn bærinn Jucuapa, sem liggur um níutíu mílur austur af San Salvador, en þar týndu lífi yfir þúsund manns; fleiri bygðarlög sættu einnig þungum búsifjum. Rauði Krossinn og aðrar mannúaðar- stofnanir, hafa unnið nótt sem nýtan dag til aðstoðar meiddu og húsviltu fólki. Sjúkrahús tekið í notkun á Keflavíkurflugvelli DR. E. T. FELDSTED who has spent the past two years in, Europe doing post graduate study and research in medical radiology, sailed May 3 for Canada. While in England, the Winnipeg doctor studied radiological physics at the Royal Cancer hospital in London., radiographic technique, at the Ilford Company laboratories, diagnostic radiology at the British Post-Graduate Medical federation and in the diagnostic radiology department of St. Mary’s Medical school hospital, London. He was awarded the Diagnostic Radiology diplomá in April. Dr. Feldsted attended the International World Radio- logy conference in London, the International Cancer society conference in Paris and Radio Physiological conference in Stockholm. It is expected that he will continue research work in Canada. (From Winnipeg Free Press) Læknar og hjúkrunarfólk úr Reykjavík og Keflavík skoðuðu það á sunnudaginn Á sunnudag var opnað nýtt sjúkrahús, sem byggt hefir verið á Keflavíkurflugvelli. Er það búið mörgum ágæt- um tækjum til lækninga og hið vandaðasta að allri gerð. Hörður Bjarnason skipulags stjóri hefir haft umsjón með byggingu þess af hálfu íslenzkra stjórnarvalda. Hjúkrunarfólk og læknar úr Reykjavík. Læknum og hjúkrunarkonum í Reykjavík og Keflavík var boðið að skoða nýja sjúkrahús- ið, er það var opnað á sunnu- daginn. Luku sérfræðingarnir lofsorði á búnað sjúkrahússins og töldu það á ýmsan hátt geta orðið til fyrirmyndar um smærri sjúkrahús, sem reist yrðu úti á landi, í kaupstöðum og sveitum. En sjúkrahúsið tekur 13 sjúkl- inga rúmliggjandi, en hefir auk þess rúmgóðar stofur til að- gerða á sjúklingum, sem síðar geta farið heim til sín að lok- inni minniháttar aðgerð. Hinar ýmsu deildir sj úkrahússins. Starfsmenn spítalans sýndu gestunum hinar ýmsu deildir hans og stofur, en þær eru með- al annars sérstök deild fyrir augu, eyru, háls og nef, tann- læknadeild, röntgendeild, skurð- stofa, sólstofa og margt fleira. Allur útbúnaður sjúkrahúss- ins er vandaður, loft öll gerð úr hljóðdeyfandi efnum, náttljós í sjúkraherbergjum, rafmagnsút- búnaður í skurðstofunni, sem hefir svokallað sprengi-öryggi, eða útbúnað, sem getur ekki kveikt í hættulegum gufumn sem oft myndast af deyfilyfjum. Eftirtektarverð eru Röntgen- tæki þau, sem þarna eru notuð. en þau taka svokallaðar þriðju sjónvíddar myndir, sem gefa meiri dýpt en venjulegar myndir. —TÍMINN, 10. apríl

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.