Lögberg - 17.05.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 17.05.1951, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MAÍ, 1951 3 Þráir sumarkvöld við Breiðafjörð Kven-diplomatinn, sem er doktor í Landnámu, kveður. Samtal við DR. GRACE THORNTON „Ég á þrjár óskir, áður en ég hverf frá íslandi. En engin þeirra verður uppfyllt. Sú fyrsta er að njóta sumarkvölds við Breiðafjörð, önnur að heimsækja Vopnafjörð og sú þriðja, að koma heim að Hólum í annað sinn“. Þetta sagði dr. Grace Thorn- ton fyrsti ritari brezka sendi- ráðsins, en hún hverfur til Eng- lands á næstunni, eftir þriggja ara dvöl á íslandi að þessu sinni. „Því miður hefi ég sama og ekk- ert getað ferðast um landið þessi þrjú ár“, bætti hún við, „sökum anna. En ég vonast þó til, að vegirnir verði orðnir það bílfærir, áður en ég fer heim, að mér takist að sjá Þingvelli einu sinni enn, því m. a. langar Jíiig til að verða fyrst til að sýna hinum nýja sendiherra okk ar, Mr. John D. Greenway, þann merka sögustað“. Skrifaði doktorsritgerð um Landnámu. Fáir útlendingar væru færari til að sýna samlöndum sínum íslenzka sögustaði en dr. Grace Thornton. Hún skrifaði doktors- ritgerð við Cambridgeháskóla um Landnámu. Þegar hún var að undirbúa þá ritgerð ferðaðist hún um landið og kynnti sér sögustaði. Það var 1936. Dvaldi hún þá hér um hríð og kom síð- ar aftur, sem fulltrúi upplýsinga ráðuneytisins brezka 1942 og loks, sem sendisveitarritari 1948. Dr. Grace Thornton er fyrsta brezka konan, sem skipuð er sendisveitarfulltrúi ( C h a r g e d’Affaires), en hún var einnig fyrsti brezki kvenblaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins brezka erlendis. En við þeirri stöðu tók hún 1945 í Kaupmannahöfn, eft- ir að Danmörk varð frjáls. Hún Var önnur eða þriðja brezka kon- an sem hlaut diplomatiska nafn- bót. Sýnist íslendinga vanta sameiginlegt áhugamál. Er ég spurði dr. Thornton að því á dögunum, hvort hún hefði orðið vör við nokkrar breyting- ar á íslenzku þjóðinni frá því að hún kom hingað fyrst og eftir að hún kom eftir stríðið, sagði hún: „Já, ég hefi einmitt oft hugs- að um þetta og það er ekki laust yið, að mér hafi fundist eins og íslendingar væru „þreyttir“, ef svo mætti orða það. En það skýri ég á þann hátt, að eftir að þjóðin náði fullu frelsi, eftir aldalanga baráttu og lýðveldið var stofnað, var eins og hún ætti ekki neitt yllsherjar áhugamál lengur, sem óll þjóðin gat sameinast um sem einn maður. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt. Það er að sínu leyti líkt °g hjá okkur Bretum. í styrjöld- inni stóð öll þjóðin sem einn ^aður að því einu að sigra, en eftir að friðurinn kom var því ^biður ekki neitt eitt stórmál, Sem öll þjóðin stóð að. Þetta er að sjálfsögðu ekki Sagt sem gagnrýni, heldur er það u§leiðing einu. ^&ttuleg bílaumferð. En getið þér þá ekki gagnrýnt ° ^Ur duglega fyrir eitthvað, ®m yður finnst fara miður hiá °kkUr? Er. Thornton brosir og það er anðséð að svarað er í hálfkær- mgi; „Það væri þá helzt að taka sudir með Morgunblaðinu og .egja að bílaumferðin sé stór- ®ttuleg hér í höfuðborginni og esta mildi, að ekki skuli verða eiri slys en raun ber vitni. Bíl- op111^ aJttot- margir á götunum f.e ki lögboðið, að bílstjórar S 1 merki um í hvaða átt þeir a, að beygja. En þetta hefði ve fkkl átt að seSJa> því að hver 1 nema það eigi eftir að koma rir mig að rekast á í umferð- mni“ Hægt að stórauka ferðamannastrauminn. Meiri gagnrýni? „Nei, hvorki í gamni né al- vöru. Það á betur við mig að segja íslendingum eitthvað til hróss og af nógu að taka. — Ég vildi til dæmis telja landi og þjóð til tekna, að vafalaust er hægt að auka til muna ferða- mannastrauminn til íslands. Ekki nauðsynlega með því einu að bæta við gistihúsum, heldur t. d. með því, að skipuleggja ferðir um landið fyrir ferða- mannahópa. Hafa til taks hesta, veiðivötn og annað, sem ferða- menn sækjast eftir. Og um leið mætti auka minjagripafram- leiðslu. Ég hefi tekið eftir því, að erlendir ferðamenn sakna þess mjög, að fá ekki tækifæri til að kaupa hér góða minjagripi um dvöl sína á Islandi. Handa- vinnan íslenzka er þó einstök í sinni röð.Ullarvinnan er falleg. En það er undantekning ef það sjást prjónuð ullarsjöl í verzl- umjrn. Tréskurðurinn íslenzki og silfursmíðin er dásamlega falleg, svo ekki sé minnst á íslenzka út- sauminn, sem nú orðið sést hvergi nema í heimahúsum og það alltof sjaldan að mínum dómi. ---------- Dr. Grace Thornton hefir kynnst okkur með glöggu gests- auga, en hefir samt dvalið hér það lengi, að hún segir, að það verði eins og að hugsa „heim“ er minnst verði á íslandi. Hún hefir eignast hér fjölda marga vini, sem þakka henni fyrir þau störf, sem hún hefir unnið hér á landi og ánægjulegar samveru- stundir á hinu gestrisna heim- ili hennar. — Og þótt óskirnar þrjár verði ekki uppfylltar að þessu sinni, þarf dr. Thornton ekki að kvarta, því tvær af þrem ur óskum, sem hún óskaði sér á Helgafelli 1936, eru komnar fram og enn er von til að sú þriðja rætist. Sjálf segir hún að lokum í þessu stutta samtali: „Ég gladdist er Island gerðist aðili að Atlantshafssáttmálanum og tók sér stöðu með öðrum lýð- ræðisþjóðum í baráttunni fyrir friði og frelsi í heiminum“. Í.G. —Mbl. 19. apríl Frækileg björgun eftir hrakn- inga á lekum bát í hafróti og byl Með verri foráttu veðrum skall á Eyjabáta á Selvogsbanka á laug- ardagskvöld. — Einn sökk, aðrir náðu heilu og höldnu til lands. Á laugardagskvöldið hrepptu Eyjabátar, sem flestir voru á Selvogsbanka við net sín, hið versta veður, austan hvass- viðri og byl svo svartan, að varla sá út úr augum. Einn bátanna, Sigurfari, lenti í hrakningum. Kom að honum mikill leki, svo að hann sökk, en skipshöfninni var bjargað um borð í annan bát úr Eyjum. Blaðamaður frá Tímanum átti í gær tal við Óskar Ólafsson, skipstjóra af Sigurfara, sem er reyndur og duglegur skipstjóri í Eyjum. Eitt af verri fárviðrum vetrarins. Fárviðri skall yfir bátana á Selvogsbankanum um klukkan 7 á laugardagskvöldið. — Var þetta eitt af allra verstu fár- viðrum á vertíðinni, og hefir hún þó verið framúrskarandi storma- söm og erfið, hvað tíðarfar snertir. Bátarnir voru ýmist búnir að ganga frá netum sínum eða létu þau liggja óhreyfð, og margir voru yfir þeim alla nóttina úti á miðunum. Meginhluti báta- flotans mun þó hafa farið að berja heimleiðis eftir að hvessti. Var ýmist, að menn lögðust um kyrrt á leiðinni vegna veður- hæðarinnar og dimmviðrisins, eða þeir bátar, sem stærstir voru og vel búnir siglingatækjum, höfðu til dæmis góða dýptar- mæla, héldu áfram upp undir Eyjar, og voru þeir að tínast heim til Eyja fram til klukkan þrjú á sunnudag. Leki kemur að Sigurfara. — Okkar ferð gekk að óskum, segir Óskar skipstjóri, þar til klukkan 11, að vart varð lek- ans. Veður var að vísu bæði hvasst og dimmt og ferðin sótt- ist seint, en miðaði þó í áttina heim. Skömmu fyrir klukkan ellefu höfðum við farið fram úr öðrum Eyjabát, sem Týr heitir. Var hann þá að byrja að andæfa. Þegar lekans varð vart, sneri Sigurfari aftur í áttina til Týs og tókst að finna hann, þrátt fyr- ir dimmviðri og þungan sjó. Hins vegar var ekki um annað að ræða, en freista þess að ná upp undir Eyjar á Sigurfara, þar sem mikil hætta gat verið fyrir báða bátana að flytja menn á milli þarna úti á rúmsjó, eins og á stóð með veður. Skipverjar á Tý brugðust mjög vel og drengi- lega við, komu til Sigurfara og buðust til að fylgja* honum á- leiðis til lands og freista að bjarga, ef á þyrfti að halda. Skipstjóri á Tý er Alexander Gíslason, og bað Óskar skipstjóri af Sigurfara Tímann að flytja honum og mönnum hans beztu þakkir, og svo öðrum, er veittu Sigurfaramönnum hjálp þessa nótt. í hafróti og byl upp unhir Eyjar. * í hafróti og svörtum byl fylgdust bátarnir svo að upp undir Eyjar, en þar komu svo fleiri bátar til aðstoðar. Á Sigur- fara voru allar tiælur í gangi, bæði véladælur og handdælur á þilfari. Stóðu þar allan tímann fjórir hásetar, tveir og tveir til skiptis, og sýndu framúrskar- andi dugnað í því' hættusama starfi, þar sem báturinn lá undir sjónum eins og gefur að skilja. Höfðu dælurnar við í fyrstu, en þó kom svo, að ekki hafðist undan. Vonuðu skipverjar í lengstu lög, að lekinn ágerðist ekki meira en svo, að undan mætti hafa, en um klukkan eitt um nóttina var sýnt, að svo myndi vart verða. Var þá undirbúin björgun skipverja af Sigurfara um borð í aðra báta. Frœkileg björgun á sjó. Tveir bátar voru nú komnir til aðstoðar skipverjum á Sigur- fara í stað Týs. Voru það Ver, skipstjóri Jón Guðmundsson, og Vonin. Um. klukkan tvö var sýnt, að Sigurfara yrði ekki bjargað og ákveðið að yfirgefa bátinn. Skip stjóra á Ver tókst giftusamlega að koma sínum bát fast upp að Sigurfara, svo að skipverjar gátu hlaupið á milli skipanna og bjargað sér um borð í Ver. Voru þeir þá komnir upp und- ir Eiðið, og fór björgunin fram þar á skipalaginu, þar sem var kyrrari sjór, en úti á rúmsjó, þar sem Eyjarnar urðu ekki að vari. Skipverjar á Sigurfara voru auk skipstjóra, Sigurður Guð- mundsson vélamaður, Magnús Guðmundsson, Ásgeir Sigurðs- son, Einar Ársælsson, Óskar Guðmundsson, Bjarnþór Valdi- marsson, Friðrik Jóhannesson og ígúst Hjörleifsson. — Báturinn brotinn í brimgarðinum. Sigurfari maraði í hálfu kafi upp í brimgarðinum við Eiðið, og stóð þar nokkurn veginn í heilu lagi, að því er virtist, þar til í fyrrinótt, að norðanstormur- inn réð niðurlögum hans. Liggur hann nú brotinn í spón í fjör- unni. Óvíst er, hvað valdið hefir lek- anum. Sigurfari var upphaflega 23 lestir að stærð, nýlega upp- gerður og endurbættur og tal- inn hinn bezti bátur. Skipstjórinn, Óskar Ólafsson, er búinn að vera skipstjóri á bátum í Eyjum síðastliðin tíu ár, og þar af sex síðustu árin með þennan bát. Tíminn óskar sjómönnunum, bæði þeim, sem í háskanum voru staddir, og hinum; sem þátt áttu að hinni frækilegu björgun, til hamingju og velfarnaðar á sjón- um í framtíðinni. —TÍMINN, 17. apríl Business and Professional Cards Gróf tvenn göng, 14 og 16 metra löng frá húsinu Frá fréttaritara Tímans á Eskifirði. Á sumardaginn fyrsta var hér heiðskírt veður, norðan kaldi og tíu stiga frost. Fannkyngin hér var óskapleg, svo að menn muna ekki annað eins, en sumir telja þó veturinn 1910. komast í samjöfnuð en aðrir, að nú sé meiri snjór. Allar götur hér í þorpinu eru vart færar gangandi mönnum hvað þá nokkru farartæki. Reynt hefir verið að ryðja þær öðru hverju með ýtu. Litlar skemmdir af snjóþyngslum. Sem betur fer eru skemmdir af völdum snjóþyngslanna litlar, þótt sum hús séu svo til alveg í kafi. Á einu húsi urðu þó smá- vægilegar skemmdir. Vaf brugð- ið við og mokað ofan af húsinu, þegar sýnt þótti, að það væri í hættu. Oft orðið að moka íbúana út. íbúa þeirra húsa, sem á kafi eru, hefir oft orðið að moka út, en nú hafa flestir komið sér sæmilega fyrir á þann hátt að grafa göng út úr 'sköflunum og hafa þau lokuð, svo að þau fyllti ekki á ný. Tvenn göng — 16 og 14 metra löng. Einn maður hefir þannig gert sér tvenn göng frá húsi sínu og eru þau notuð á víxl, eftir því, hver vindáttin er. Eru önnur göngin 16 metra löng en hin 14 metra. Gefst þetta vel og hefir maðurinn ekki orðið að standa í daglegu snjómokstri síðan. Slétt yfir öll gil. Sem dæmi um fannkyngið má geta þess, að hlíðin fyrir ofan bæinn, sem öll er sundur grafin djúpum giljum er nú alveg slétt og sér ekki móta fyrir giljum né ójöfnum. — Bátarnir komnir suður. Afli bátanna hér hefir verið mjög rýr og eru þeir nú allir komnir suður fyrir land. Sumir eru í Faxaflóa en aðrir við Vest- mannaeyjar. Hér fyrir Austfjörð um er nú algerlega fisklaust. —TÍMINN, 22. apríl Jfíodcrn Jetvcllers 678 Sargent Avenue Repairs to all makes of WATCHES. CLOCKS, JEWELLERY AND RONSON LIGHTERS PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUTTE 6—652 HOME ST. Vi&talstími 3—5 eftir hádegi J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalax. Leigja hús. Ut- vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOimgor 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 HAGBORG FUEL PHONC 2ISSI Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur iíkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá bezU. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talsimi 26 444 Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Matemity Hospltal Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790 Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARBISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viö, heldur hita frá aÖ rjúka út með reyknum.—Skrifið, slmið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BULLDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIFEG S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dcntist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 2C2 398 Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum 209 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfrœöingur í augna, eyrna, nef og hölssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasími 403 794 447 Portage Ave. 123 TENTH ST. BRANDON Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE • Limited British Quality Fish Eettino 58 VICTORIA ST. WINNEPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appredated Gunnar Erlendsson Pianist and Teacher Studio — 636 Home Street Telephone 725 448 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnlpeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 505 Confederation Life Bldg. WINNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerea Chambers Winnipeg, Man. Phone KIIil JOHN A. HILLSMAN, M.D., Ch. M. 332 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce 929 349 Res. 403 288 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Slmi 925 227

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.