Lögberg - 17.05.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.05.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MAÍ, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BlLDFELL. þýddi „Þorpari!“ tautaði Gawtrey og kreppti hnef- ana; en lávarðurinn skaust inn í vagn sinn fimlegar en búast mátti við af honum, sem var fatlaður og vagninn þaut af stað. Gawtrey gekk nokkkurn spöl eftir veginum í ákafri geðshræringu, snéri sér svo að félaga sínum og sagði: „Geturðu ímyndað þér hver þessi Lilburne lávarður er? Ég skal segja þér það — hann er fyrsti fjandmaður minn og langafi hennar Fann- íar! Þú getur nú séð réttlæti laganna: Hér er þessi maður — taktu vel eftir — þessi maður, sem hóf athafnalíf sitt með því, að leggja bresti sína mér á herðar! Frá þeirri bólu hefir ægi- legt kýli vaxið. Þessi maður, sem að tældi stúlkuna, sem að ég var trúlofaður og skildi svo við hana, sem hvorutveggja var fegurðin sjálf og sakleysið — ég sver að það er satt, — með döggvotum tárum himinsins, eyðilagða og rotnaða — þessi maður, sem veltir sér í pen- ingum, lærði að svíkja og stela, eins og drengir læra að dansa og leika á fiðlu (og til þess að fordæma mig, eftir að eyðileggja lífshamingju mína) kendi mér opinberlega um glæpina, sem hann sjálfur framdi! — Hér er þessi maður, sem ekki hefir látið af neinum þeim glæpum, sem að hann tamdi sér í æsku, tilfinningalaus og útsmoginn þorpari, — hér er hann tilbeðinn, eftirsóttur, mikilmenni, sem stikar á milli raða af sníkjudýrum áleiðis til glitrandi marmara- grafhvelfingar, og ég skelmir líka ef til vill, en skelmir sökum míns daglega brauðs, sem að hann er valdur að, því frá honum stafa allar mínar yfirsjónir og eyðilegging! Ég — flakkar- inn — útlaginn fer í felur úr einum krók í ann- an og beiti ótal brögðum til þess að sneiða hja glæpum — hvernig stendur á slíkum mismun? Það stendur svo á honum, að annar okkar er ríkur, en hinn fátækur, að hann hefir enga á- stæðu til að fremja glæp, og þess vegna grunar hann enginn“. Vesalings maðurinn (því hann yar í angistar ástandi) þagnaði móður, eftir þessar hugrauna hugleiðingar sínar, og fram- undan honum reis í tunglsljósinu í öllu sínu marmaraveldi og blikandi turnum, dásemd íta- líu — Dómkirkjan í Milan. „Ásakaðu ekki sjálfan þig fyrir það, sem er alment hlutskipti“, sagði Philip og biturt bros lék á vörum hans, hann benti á dómkirkjuna. „Ég hefi ekki lifað lengi, en ég hefi nú þegar lært, að sá sem að gat reist guði vígða hrúgu, eins og þessa, er heiðraður eins og helgur mað- ur, en sá sem krýpur undir viðarrunna við veg- inn til að biðja guð, er sendur á vitskertra- hæli, eins og vitfyrringur. Mismunurinn á milli manns og manns eru peningarnir, og verða, þegar að þú og gortarinn fyrirlitni, og svikarinn heiðraði, Lilburne lávarður, eruð horfnir og ekki nógu mikið eftir af ykkur til að fylla tó- baksdósir. Vertu rólegur, þú tilheyrir meiri- hlutanum“. VII. Kapítuli Gawtrey vildi ekki að fjandmaður sinn hefði ánægjuna af að geta flæmt sig í burtu frá Milan; hann réði því við sig að vera kyrr og láta kylfu ráða kasti, en, þegar að hann eftir þetta mætti kunningjunum, sem að hann hafði eignast á almannafæri,, hneigðu þeir sig kurteislega og gengu svo úr vegi. Hann fékk ekki fleiri heim- boð í te eða spilasamkvæmi. Honum þótti þetta undirlegt, ekki sízt fyrir það, þó að fólk sjáan- lega sneiddi sig hjá honum, þá var það ekki ó- vingjarnlegt við hann. Að síðustu varð hann þess var, að það var verið að breiða út sögur um það, að hann væri ekki með öllum mjalla; ekki gat hann komist að með vissu hvaðan að þessar sögur væru sprottnar, en með sjálfum sér var hann ekki í neinum efa um að þær ættu upptök sín hjá Lilburne lávarði. Hin einkenni- lega skapgerð hans sjálfs, einkum framkoma hans hjá MacGregor, gaf mönnum nokkra á- stæðu til þessa tals. Peningarnir gengu nú óð- um til þurrðar hjá þeim félögum og að síðustu kom að því að Gawtrey varð neyddur til að láta undan síga. Þeir fóru aftur til Parísar í gegnum Sviss — en það land var of fátækt, til að vera fengsælt fyrir spilamenn. Breyting allmikil hafði orðið á Gamtrey eftir viðtal hans við Lilburne lávarð, hann varð duttlungafullur, þögull, hann reyndi ekki til að afla fanga og talaði oft og alvarlega við Philip um Fanny, og lét í ljósi löngun sína til að heirpsækja hana. Löngunin til að fara til Parísar aftur lét hann aldrei í friði; hann sá auðvitað hættuna, sem að beið hans þar, en hún virtist draga hann til sín, eins og ljósið dregur mölfluguna eftir að hún hefir brent vængi sína a því. Birnie, sem hélt fast við sitt fásinnu ein- ræni, þrátt fyrir breytingarnar og ferðalögin, varð styggur við er hann heyrði að ákveðið væri að halda aftur til Parísar. „Þú hefðir aldrei farið þaðan, ef að ég hefði fengið að ráða“, sagði hann og fór út úr her- berginu. Gawtrey horfði á eftir honum ög muldraði fyrir munni sér: „Er teningunum nú kastað?“ „Hvað meinar hann?“ spurði Philip. „Þú færð að vita það bráðum“, svaraði Gaw- trey og fór út á eftir Birnie; og upp frá því hófst títt hljóðskraf á milli Gawtrey og Birnie, sem fallið hafði niður á meðan að þeir voru að ferðast. ♦ + + Morgun einn snemma, sáust þrír menn koma fótgangandi til Parísarborgar og halda inn um St. Denis-hliðið. Það var á vordegi yndislega fögrum. Það var fjöður og fit uppi á borgarbú- unum, því þeir voru á rölti, sumir hratt, en aðrir hægt fram hjá glæsilegum sölubúðum í morgun loftinu tæra undir bláhvelfingu himinsins, sem er svo einkennilega töfrandi á Frakklandi. Tveir þessara manna gengu hlið við hlið, sá þriðji gekk nokkur skref á undan. Sá Sem á undan gekk var grannur maður og fölur, í snjáðum fötum, hann virtist vera ólúnastur þeirra félaga, því hann gekk hvatlega og gaut augunum út undan sér, bæði til hægri og vinstri. Annar þeirra, sem á eftir komu var gjörfulegur og fallega vaxinn, en dökkur í andliti, hann var ungur og athugll, sá þriðji var mikill vexti, gekk við staf, þungbúinn og daufur í bragði. „Philip“, sagði sá síðastnefndi. „Mér finnst að ég sé að ganga^til grafar minnar, þegar ég kem nú til Parísar“. „Sussu — þér var oft eins þungt í sinni á þessu ferðalagi okkar eins og þér er nú“. „Það var vegna þess, að ég var að hugsa um hana Fanny, og vegna — vegna — Birnie var alltai að nudda við mig umhinarandstyggi- legu frelsissnörur sínar!“ „Birnie! Ég hata hann! Ætlarðu aldrei að losna við hann?“ „Ég get það ekki! Þey! Hann heyrir til okkar. Hversu óheppnir að við höfum verið! Og nú, ekki eyrir í vasanum — hér er þá haugurinn — endalokin! Við erum algjörlega á hans valdi, að síðustu!“ „Hans valdi! Hvað meinarðu?" „Hæ, hó! Birnie!“ kallaði Gawtrey, án þess að gefa gaum að spurningu Philips. „Við skul- um stansa og fá okkur árbita: Ég er þreyttur“. Þú gleymir! Við höfum enga peninga, þang- að til að við vinnum okkur þá inn“, svaraði Birnie kaldranalega. — „Komið þið með mér til lyklasmiðsins okkar, hann lánar okkur“. VIII. Kapítuli Það má minnast á, að á vissum árum, að þá ber sérstaklega mikið á vissum glæpum. Þeir virðast þá blossa upp og brenna svo út. í eitt skiptið er það Burkins — í annað skiptið gripdeild, nú eru það sjálfsmorð, eiturbyrlun í eplarósum — að strákar styngi hvor annan með knýfum — algengir hermenn skjóti yfir- menn sína. Nálega hvert einasta ár á sinn sér- staka glæp, sem breiðist út á meðal fólks, en endurtekur sig ekki aftur, heldur hjaðnar og hverfur. Óefað eiga blöðin mikinn þátt í þess- ari pest. Það þarf ekki annað en að blað segi frá óhæfu, sem framin hefir verið á einhverj- um útkjálka, sérstaklega ef eitthvað óvanalegt og spennandi er í sambandi við hana, til þess að spiltar hugsanir fólksins festi sig við hana eins og blóðsugur. Það hugsar um þetta og veltir því fyrir sér — hugsunin magnast unz hún verður* að brjálæðis-einræði, sem allt í einu rekur upp hausinn á hundrað mismunandi stöðum og þrífst svo og þroskast. En ef að fyrsta fréttin um þennan sérkennilega glæp hefir verið lítilsmetin, þá er nærri víst, að þessi framtakssama tilhneiging festi sig enn fastara við hana. Meðlíðun sem dæmd er með illúð fellur ekki eins og daggardropar, heldur éins og skarn-skán á hermdarverkin. Það vildi nú svo til, þegar þetta er ritað, eða litlu áður, að útsmoginn peningafalsari hafði verið tekinn fastur og dæmdur í París. Hann hafði rekið iðn sína með svo mikilli fyrir- hyggju, og af svo mikilli snild, að jafnvel lög- reglan dáðist að; hann hafði auk þess unnið sér til frægðar með framkomu sinni við Auster- litz og Marengo. Afleiðingarnar af því voru þær, að alþýðan stóð með honum, að stjórnin breytti dómi hans í þriggja ára fangelsisvist. Því allar stjórnir í lýðveldislöndum kjósa held- ur vinsældirnar en réttlætið. Það var ekki fyrr búið að segja frá þessum málalokum í blöðunum á Frakklandi, og jafn- vel íhaldssömustu blöðin veittu því eftirtekt (sem er sjaldgæft að merkustu blöðin geri) — en þau voru ekki fyrr búin að vekja endurnýj- aðan áhuga og spenning út af þessu og víð- frægja glæpamanninn, heldur en að það kom í ljós, að stórupphæðir af fölsuðum peningum voru komnár í veltuna. Á ári því sem að ég rita um, var fölsk pen- ingaslátta algengasti glæpurinn. Lögreglan var alls staðar á varðbergi. Hún komst að því, að það væri sérstakur flokkur manna, sem að léki þá list með sérstaklega góðum árangri. Pen- ingar þeir, sem þessir menn bjuggu til voru sérstaklega vel gerðir, svo miklu fullkomnari, en keppinautar þeirra, að fólk tók þá oft fram yfir ríkismyntaða peninga. Þessir menn fóru svo leynt með starf sitt, að lögreglan gat ekki komist að hinum minsta grun um hvar þeir væru niður komnir. Stórfé var lagt þeim til höfuðs af lögreglu- stjórninni og stóð til boða hverjum þeim af þessum félögum, sem vildi gjörast liðhlaupari og koma upp um félaga sína. Monsieur Favart var settur formaður í rannsóknarnefnd sem skipuð var. Favart hafði sjálfur verið í verki með mönnum, sem lögðu fyrir sig þá iðn, og var útsmoginn í þeirri list, og það var hann sem hafði hendur í hári meistarans, sem ný- búinn var að vekja svo almenna eftirtekt á glæpnum. Monsieur Favart var bæði athugull og vakandi, óþreytandi eljumaður og hugrakk- ur, sem er máske almennari kostir, en margur heldur. Það er almennur misskilningur, að þeg- ar talað er um hugrekki, að þá meini það, að menn séu hugrakkir undir öllum kringumstæð- um. Setjið hetjuna um borð í skip, á bak við fimm-riða háa girðingu, og ef hann er ekki van- ur veiðimaður þá fölnar hann; tóuskyttu á brún- ina á gjá í Sviss, sem að alvanur fjallamaður hleypur viðstöðulaust yfir, en hún hikar við. Fólk er örugt í hættum, sem það hefir vanist við, Hvort heldur þær eru ímyndaðar eða virki- legar. Monsieur Favart var allra manna hugrakk- astur í að eiga við óþokka og þorpara. Hann ógnaði þeim með augnaráði sínu; en samt vissu menn, að konan hans hafði fleygt honum niður stigann heima hjá sér, og þegar að hann var skyldaður til að ganga í herinn, þá hljóp hann í burtu fyrsta stríðskveldið. Slíkar eru and- stæður mannlegs eðlis, segja sérfræðingarnir! En Monsieur Favart hafði nú svarið þess dýran eið, að hann skyldi finna peningasláttu- mennina, og honum hafði enn ekki mistekist neitt það, sem hann hafði ásett sér að fram- kvæma. Dag einn kom Favart inn til yfirmanns síns með svo miklu gleðibragði að yfirmaður- inn, sem var bæði glöggur og athugull, sagði undir eins og að hann leit á hann: „Þú hefir frétt um kunningja þína!“ „Já, ég hef: Ég á að heimsækja þá í kveld“. „Ágætt! Hvað marga menn ætlarðu að taka með þér?“ „Frá tólf til tuttugu, til að skilja eftir úti á verði. En ég verð að fara einsamall inn. Það eru samningarnir. Félagi þeirra, sem er of líf- hræddur til þess að koma fram sem opinber svikari við félaga sína, ætlar að sýna mér hús- ið, nei hann ætlar að sýna mér vinnustofuna sjálfa. Eftir lýsingu hans, þá er nauðsynlegt, að ég kynni mér nágrennið til þess að vera viss um, að enginn þeirra komist undan; svo annað kveld, ætla ég mér að slá hring um húsið, sem þeir eru í, og hremma gullið“. „Þeir eru engin lömb að leika sér við, þessir peningafalsarar, það er betra að fara varlega“. „Þú gleymir að ég var einu sinni einn af þeim og þekki inn á völundarhúsið“. Hér um bil á sama tíma og þetta viðtal átti sér stað á lögreglustöðinni, sátu þeir Philip og Gawtrey saman á öðrum stað í borginni. Það voru nokkrar vikur liðnar frá því að þeir komu aftur til Parísar, og vorið var liðið og komið fram á sumar. Húsið, sem þeir voru í, stóð í hér um bil glæsilegasta parti Foubourgar við St. Germain strætið; umhverfis húsið stóðu stórhýsi hinna fyrrverandi aðalsmanna, en hús þeirra stóð við mjóa og dimma bakgötu og var gamalt og illa haldið. Herbergið sem þeir voru í var á efsta lofti, sem var sjötta hæð og glugg- inn á því vissi út að bakgötunni og út um hann sást önnur röð af húsum, sem voru betri útlits, sem stóðu við eitt af aðalstrætum í þeim parti borgarinnar. Millibilið á milli hússins, sem þeir voru í og næstu húsanna var svo lítið að sólarbirtan komst naumlega á milli þeirra. Þeir sátu við gluggann. Gawtrey var velbúinn og nýrakaður, eins og að hann átti að sér að vera á sólskinsdögum sínum. Philip var eins klædd- ur og hann var þegar að hann kom til Parísar — í vindsnjáðum og slitnum fötum. Gawtrey leit á glugga á byggingunni sem næst var og sagði: „Hvar skyldi Birnie vera, og því skyldi hann ekki koma? Ég er farinn að hafa illan grun á honum“. „Grun um hvað?“ spurði Philip. „Heiðvirði hans? Er hann líklegur til að stela frá þér?“ „Stela frá mér! Ó, já, — ef til vill! En þú veist að við erum í París, og þrátt fyrir aðvör- unina frá lögreglunni, er hann vís til að klaga mig“. „Því þá að láta hann búa annars staðar en hjá þér?“ „Vegna þess, að með því að búa hvor í sínu húsi, þá eru tvær leiðir til flótta. Ef að stiga er rennt á milli herbergjanna þegar dimmt er, þá getur hann komist til okkar, eða við farið til hans“. „Hvers vegna er slík varúð nauðsynleg? Þú blindar mig og svíkur; hvað hefurðu aðhafst? — Hvað ertu að aðhafast nú? Þú svarar ekki. Mundu eftir því, Gawtrey, að ég hefi reitt mig á þig. Ég sjálfur er vonsvikinn! Stundum ger- ir það mig næstum því brjálaðan að líta til baka — og þú treystir mér ekki. Síðan að þú komst aftur til Parísar, þá ertu að heiman heil- ar nætur — og á daginn líka; þú ert duttlunga- fullur og hugsandi — en hvað svo sem það er, sem þú ert að gjöra, þá virðist það gefa þér nóga peninga“. „Þú heldur það“, sagði Gawtrey auðmjúk- lega með vorkunarhreim í röddinni; „en samt fæst þú ekki til að taka á móti peningum, ekki einu sinni til þess að fá þér föt, fyrir fataræfl- ana sem að þú ert í“. „Það er vegna þess, að ég veit ekki hvernig peningarnir eru fengnir. Ó, Gawtrey, ég er ekki of stór upp á mig til að þiggja ölmusu, en ég er það........“ Hann þagnaði áður en hann sagði það, sem honum var í huga, en hélt áfram: „Já, þessi atvinna þín sýnist arðberandi. Það var í gær sem að hann Birnie fékk mér fimtíu Napóleons, sem að hann sagði mér, að þú vildir fá skipt í silfur“. „Gjörði hann það? prakk .... Jæja, og þú fékkst þeim býttað?“ „Ég veit ekki hvers vegna að ég neitaði að gjöra það“. „Það var rétt af þér, Philip. Gerðu ekkert, sem að sá maður segir þér“. „Vilt þú þá treysta mér? Þú ert að aðhafast einhverja andstyggð! Það er máske morð! Ég er ekki unglingur lengur. — Ég veit hvað ég vil. — Ég ætla ekki að láta flækja mig blindandi og þegjandi inn í neina óhæfu. Ef að ég fer út í hana, þá skal það vera með opin augu og af eigin vilja. Treystu mér og það nú án tafar, eða þá að við skiljum á morgun“. „Stilltu til hófs. Það eru sum leyndarmál þess eðlis, að það er betra að þekkja þau ekki“. „Það gjörir hvorki til né frá. Ég er ákveð- inn — og ég spyr þig: Hvað ætlar þú að gjöra?“ Gawtrey steinþagði um stund og var hugs- andi. Að síðustu leit hann upp og framan í Philip og svaraði: „Jæja, ef að það verður að vera, og það varð að koma fyrr eða síðar, og ég þarf á trúnaðar- manni að halda. Þú ert hugrakkur og ódeigur. Þú vilt vita hver minn starfi er — viltu koma með mér í kveld og sjá?“ „Ég er þess albúinn að fara með þér í kveld!“ Þegar hér var komið samræðunni, heyrðist fótatak í ganginum, það var drepið á dyrnar og Birnie kom inn. Hann dró Gawtrey til hliðar og ræddi við hann í hljóði, eins og að hann var vanur að gjöra, í nokkrar mínútur. Gawtrey kinkaði kolli, og sagði svo upp- hátt: „Á morgun skulum við tala upphátt í viður- vist þessa unga vinar míns. Hann gengur í félag vort í kveld“. „I kveld! — Það er ágætt“, sagði Birnie með kuldahryssingi. „Hann verður að sverja eiðinn; og þú verður að ábyrgjast hollustu hans með lífi þínu“. „Já, það er reglan“. „Verið þið þá sælir, þangað til við mætumst aftur“, sagði Birnie og fór. „Ég er að hugsa um“, sagði Gawtrey fast og seint, „hvort að ég muni nokkurn tíma hafa á- stæðu til að skjóta ærlegu skoti á þennan mann? Hæ! Hó!“ og hann hristist af hlátri. Philip leit alvarlega til Gawtrey, sem nú hneig ofan á stól og starði með brjálæðisaugna- ráði á vegginn gagnvart honum. Glaðværi kæru leysis- og áhyggjuleysis-svipurinn, sem vana- lega einkenndi hann, hafði á síðustu vikunum snúist upp í eyrðarleysis-, áhyggju- og stundum grimmdarútlit, eins og rándýrs, sem fyrst finn- ur veiðibráð sína og leikur sér að henni á með- an veiðimaðurinn er langt í burtu og það finn- ur til yfirburða sinna og sjálftrausts, en sem verður æft og æst þegar að veiðimaðurinn er kominn í skotfæri við það og lífsvon þess fer þverrandi- Það var eins og hið þróttmikla yfir- bragð og hinn hraustbyggði líkami Gawtrey hefði mist bæði andlegan og líkamlegan þrótt undir einhverju ofurfargi, sem á honum virtist liggja. Að síðustu leit hann upp og á Philip og sagði með brosi ellihrums manns: „Mér finnst að líf mitt allt sé misskilningur! Ég átti yfir gáfum að ráða — þú skyldir ekki halda, að einu sinni var ég hvorki heimskingi né illræðismaður! Einkennilegt, er það ekki? Gerðu svo vel að rétta mér brennivínið“. Það fór hálfgerður hrollur um Philip. Hann stóð upp og fór út. Hann hélt áfram án þess að athuga hvert að hann fór, og vissi ekki fyrri til en að hann var kominn ofan á bryggju við ána Seine, umferðin var þar miklu meiri, fólk ók þar farm og aftur í skrautlegum kerrum; húsin stór og hvít sýndust tilkomumikil, þar sem að þau báru við himinn í sumarloftinu. Öðru megin við hann leið áin fram björt og glitrandi og sundhúsin fagurmáluð sem flutu á henni gerðu myndina, sem fyrir augað bar, enn tilkomumeiri. Allt var glatt og fagurt um- hverfis ha'nn og yfir höfði hans hvelfdist himin- inn heiður og blár. í huga hans var dimmt. Það var nótt þar inni. — Morgun og fegurð úti!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.